Lögberg - 09.11.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER 1939
3
Fréttamolar
frá Chicago
Það hefir dregist lengur en
skyldi að láta heyra frá fs-
lendingum hér í Chicago á
þessu ári. Þó ekki séu þeir
hávaðamenn miklir, þá láta
þeir samt töluvert til sín taka
á ýmsum sviðum mannfélags-
inálanna bæði verklega og
andlega, eiga því skilið að
þeirra sé getið að einhverju.
Það er lika skylda, eins og eg
hefi sagt áður, að fslendingar
láti til sín heyra i íslenzku
blöðunum af og til, ekki sízt
þar sem einhver félagsskapur
lifir á meðal þeirra; bæði til
fróðleiks fyrir söguritara okk-
ar í framtíðinni, og í frétta-
skyni fyrir þá, sem enn lesa
íslenzku blöðin.
Ekki svo að skilja, að það
hafi nokkrir stórviðburðir átt
sér stað hér, það sem snertir
okkur íslendinga sérstaklega.
Þó stórviðburðir séu auðvit-
að að gerast yfir allan heim
alt í kringum okkur, og sem í
sjálfu sér snertir alla lifandi
menn, og mun að líkindum
um ókomna áratugi. En um
það ætla eg ekki að skrifa,
heldur eitthvað um okkar ís-
lenzka hóp hér í Chicago.. ís-
lendingafélagið “Vísir” er nú
aftur tekið til starfa eftir sum-
arfríið, og hafði fyrsta fund
sinn 6. október; var hann vel
sóttur, eitthvað um 120
manns; við hér köllum það
vel sótt, af ekki stærri hóp
en við höfum, eitthvað nálægl
300.
Það svnist töluvert fjör i
þeim félagsskap nú þetta
haust. Starfsnefndir hafa ver-
ið kosnar fyrir komandi ár,
sem hafa hver sín hlutverk,
svo sem fjárhags og útbreiðslu
nefnd, auglýsinganefnd, ung-
mennanefnd, kaffinefnd,
sjúkranefnd og prógrams-
nefnd, eru þrír til fimm i
hverri. Sýnir þetta strax á-
huga og að eitthvað muni
starfað á komandi ári.
íslendingadag sinn hélt
“Vísir” sunnudaginn 30. júlí
á sama stað og áður (Horns-
wood Forest Preserve). Það
CALONA
MEÐALSÆT
ÞRÚGNAVlN
petta eru ljúf-
feng og tær
þrúgnavín press-
u8 úr ljúfustu
vtnþrúgum rækt-
utum í hinum
sðlrlka Okanag-
an dai t Britlsh
Columbia.
Hreinindi þessara
vtna, fegurð,
b r a g ð gæði og
hressingarmagn
hafa fengið lof
hjíi öllum, er
skil kunna á
g 6 8 u m vtnum.
Hrein; velgörótt
þrúgnavfn þvf nær
leika. I flöskum
Calona vtn búið
fyrir vestanlands
30% að styrk-
eða gallónum.
til vestanlands
fólk.
CALONA WINES LIMITED
Kelowna, B.C.
Thla advertlsement ls not lnserted by
the Government Ialquor Control Com-
mlsslon. The Commlssion ls*not re-
sponsible for statements made as to
the quallty of products advertlsed.
hefir stundum verið reynt að
fá utanaðkomandi ræðumenn,
en að þessu sinni var heima-
fólk fengið til að halda þar
ræður. Mrs. Alex. Benson og
Victor Arnason héldu þar
stuttar ræður; var góður róm-
ur að þeim gerður.
Mrs. Benson er hér vel þekt
meðal íslendinga sem greindar
kona og oft áður hefir hún
látið til sín heyra á skemti-
skrá; aftur hefir Victor Arna-
son ekki komið fram áður;
hann útskrifaðist frá Illinois
háskólanum á siðasta vori, en
heldur þar áfram námi við að
lesa lög. Einnig var sungið
inikið af islenzkum söngvum,
og fólk skemti sér hið bezta,
enda var veðrið hið ákjósan-
legasta. íþróttir voru líka um
hönd hafðar, og góð verðlaun
gefin fyrir hæztu vinninga.
Árni Helgason tók þar
nokkrar hreyfimyndir; voru
þær sýndar á síðasta “Vísis”-
fundi. Hann er forseti “Visis”
nú siðan J. S. Björnson hætti
stjórn félagsins vegna heilsu-
bilunar, hann hafði verið for-
seti þess frá byrjun, mjög vin-
sæll maður; hann er nú á
góðum batavegi.
Árna Helgason munu marg-
ir íslendingar kannast við,
ekki sízt vegna hreyfimynd-
anna frá íslandi, sem hann
hefir verið að sýna norður í
Canada og eins sunnan lín-
unnar. Hann er mesti dugn-
aðarmaður, og væntum við
góðs af honum sem forseta
félagsins. Hann hefir verið
heiðraður af konungi Dan-
merkur og íslands með ridd-
arakrossi íslenzka fálkans.
Prófessor Sveinbjörn John-
son, nafnkendasti íslendingur-
inn hér um slóðir, sem allir
íslendingar vestan hafs inunu
kannast við, var einnið heiðr-
aður af konungi Danmerkur
og fslands, með stórriddara-
krossi íslenzka fálkans; eins
var hinn frægi uppfindinga-
maður og rafmagnsfræðingur,
H. C. Thordarson heiðraður
með stórriddarakrossi. Þessi
heiðursmerki bera vott um að
þessir menn hafa skarað fram
úr, hver á sínu sviði, og ættu
fslendingar að gleðjast yfir
þeim heiðri, sem þeim hefir
hlotnast og árna þeim heilla
yfir þeim sigri sem þeir hafa
unnið.
fslenzka taflfélagið hefir
íiftur tekið til starfa eftir sum-
arfríið, hafði sinn fyrsta fund
14. október; það hefir 15
meðlimi. Á siðasta ári tefldu
þeir kapptöfl við tvö önnur
taflfélög, 19. maí við Oak
Park klúbbinn, var teflt á 8
borðum, varð jafntefli, unnu
4 og töpuðu 4. 3. júni tefldu
þeirj við taflfélag i Evanstone,
sem hefir 120 meðlimi eða
fleiri; var teflt á 12 borðum
og unnu íslendingarnir 7 en
töpuðu 5. 27. ágúst var kapp-
tafl háð á milli Illinoisríkis
og Wisconsin, teflt var á 40
borðum, vann Illinois 25 en
tapaði 15. Þrír íslendingar
frá okkar taflfélagi tóku þátt í
því tafli fyrir hönd Illinois og
unnu tvö og gerðu jafntefli á
einu. íslenzku þátttakend-
urnir voru Eiríkur Vigfússon,
Ágúst Anderson og Júlíus
Anderson. Ágúst og Eiríkur
unnu og Júlíus gerði jafn-
tefli, er það vel að verið af
svo fámennum hóp; má heita
að íslenzku taflmennirnir hér
í Chicago hafi staðið sig vel
á þessu siðasta ári.
Fyrir ekki alls löngu var
samsæti haldið þeim Mr. og
Mrs. W. H. Taylor, 3111 N.
Colmar, Chicago, í tilefni af
því að þau höfðu keypt sér
hús, var margt fólk þar sam-
an komið og skemti sér vel,
var þeim gefinn silfurborð-
lninaður af veizlugestum. Mrs.
Taylor er íslenzk, ættuð frá
Winnipeg, dóttir Mr. og Mrs.
Arni Anderson, klæðskeri,
hann nú dáinn fyrir mörgum
árum, en Mrs. Anderson til
heimilis í Winnipeg. Þessi
hjón eru mjög vel kynt hér
og taka mikinn þátt í félags-
málum fslendinga. Mrs. Tay-
lor er nú i stjórnarnefnd
r‘Vísis.”
Annað samsæti var haldið
síðasta laugardagskvöld (21.
okt.) þeim hjónum Mr. og
Mrs. McLeod, líka i tilefni
þess að þau höfðu keypt sér
hús. Það má ekki skilja það
svo að það sé stórviðburður,
þó einhver kaupi sér heiniili,
en þessi litli flokkur íslend-
nga hér i Chicago notar sér
þessi tækifæri til að sýna
þessum hjónum þann vinar-
hug, sem til þeirra er borinn,
og láta á þann hátt i ljós
þakklæti sitt til þeirra fyrir
)>á góðu viðkynningu, sem
við höfuni af þeim.
Mrs. McLeod er íslenzk líka,
var Miss Búason áður en hún
giftist, það nafn munu margir
fslendingar norðan línunnar
kannast við frá fyrri tið; mað-
ur hennar er skozkur; þau
hafa tekið mikinn þátt í öllum
íslenzkum félagsskap; Mrs.
McLeod er einnig í stjórnar-
nefnd “Vísis”. Þeim var gef-
ið “dinner-set” við þetta
tækifæri.
Um nokkrar undanfarnar
vikur, hafa staðið yfir fundar-
höld á milli fulltrúa allra
skandinavisku þjóðarbrotanna
hér í Chicago. Hugmvndin
með jiví er sú að koma á
nánari samvinnu á milli
þeirra, ef einhver j)au mál
kynnu að koma á dagsskrá
er snertu þá sameiginlega og
eins til að kynnast betur hver
annari. Einnig er ætlast til
að í j)að minsta ein sameigin-
leg samkoma sé haldin á ári,
þar sem allir jijóðflokkarnir
taki þátt í með ýmsu þjóð
legu, svo sem söngvum ásamt
fleiru.
Fimm fulltrúar eru frá
hverjum þjóðflokk, svo nefnd
armenn eru 25 að tölu. Full-
trúar fyrir hönd íslendinga
eru J. S. Björnson, Árni Helga-
son, S. Storm, Egill Anderson
og S. Arnason. Félagsskapur
jiessi er nefndur “Scandina
vian American Alliance.” LTm
þennan félagsskap skal eg
ekkert segja að svo stöddu
því hann er aðeins í myndun
en eg mun minnast hans síð-
ar, ef hann nær að einhverju
leyti tilgangi sínum.
Aldraður íslendingur, að
nafni Jóhann Sveinsson dó hér
í Chicago í sumar; um ætt
hans er mér ekki kunnugt
hann hafði lítið verið á meðal
íslendinga síðan hann kom
hingað, j)angað til á síðasta
ári, að hann hafði komið
nokkrum sinnum á “Vísis
fundi. Hans var vitjað af fs
lendingum á meðan hann lá
ZIG-ZAG
5
Urvals pappír í úrvals bók
G
5
2 Tegundir
SVÖRT KAPA ! BLA KAPA
Hinn upprunalegi þ u n n i
vindlinga pappír, sem flestir,
er reykja "Roll Your Own”
nota. Biðjið um
“ZIG-ZAG” Black Cover
‘‘Egyptien’’ úrvals, h v í t u r
vindlinga pappir — brennur
Bj&lfkrafa — og gerir vindl-
ingana eins og þeir væri
vafðir I verksmiðju. Biðjið
um
“ZIG-ZAG” Blue Cover
spítalanum, og um útför hans
var séð af “Vísi.”
Annað inarkvert man eg
ekki að sinni, en mun reyna
að senda línu seinna, ef vel
viðrar. S. Arnason.
Þegar Stalin fer í ferðalög
með járnbrautum, sem sjald-
an kemur fyrir — er það á-
valt kona, sem stjórnar eim-
reiðinni. Hún heitir Sinaida
Troizkaia og Stalin treystir
henni betur en nokkrum karl-
manni. Vitanlega ferðast ein-
valdurinn ávalt í einkalest.
+ +
Dómarinn: Drekkið þér fyr-
ir alla peningana, sem þér
vinnið yður inn?
Fyllibyttan; Nei, töluvert
fer i sektir.
^BllðmCÖð
DR. B. H. OLSON
Phones: 35 076 . 906 047
Consultation by Appointment
Only
HeimiU: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 GRENFELL, BLVD.
Phone 62 200
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Offlce Umar 3-4.30
HeimiU: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur I eyrna, augna, nef
og húlssjúkdömum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
ViðtalsUmi — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofustmi 22 251
Heimilissími 401 991
DR. A.
V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 36 888
Dr. S. J. Johannesson
806 BROADWAY
Talsimi 30 877
Viðtalstlmi 3—5 e. h.
DR. K. J. AUSTMANN
410 MEDICAL ARTS. BLDG.
Stundar eingöngu, Augrna-
Eyrna-, Nef og Háls-
sjúkdóma.
Viðtalstími 10—12 fyrir hádegi
3—5 eftir hádegi
Skrifstofuslmi 80 887
Heimilissími 48 651
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur löyfrœöingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Bullding, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Phones 95 052 og 39 043
T. THORSON, K.C.
(slenzkur lögfrœöingur
800 GREAT WEST PERM. Bldg.
Phone 94 668
A. S. BARDAL
848 SHERBROOOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslmi 86 607
Heimilis talslmi 501 662
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPEG.
•
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð af
öllu tægi.
PHONE 26 821
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST„ WINNIPEG
•
pœgilegur og rólegur bústaöur
i miöbiki borgarinnar
Herbergi 52.00 og þar yfir; með
baðklefa $3.00 og þar yfir.
Agætar máltlðir 40c—60c
Free Parking for Quests