Lögberg - 09.11.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.11.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NóVEMBER 1939 5 og seilist tíðum eftir erlendum yrkisefnum, er hann eigi síður rammíslenzkur og sannþjóðrækinn. Honum eru ís- lenzk yrkisefni hin hugljúfustu, og nær hann ekki sízt háum og djúpum tónuin úr voldugri skáldhörpu sinni, þegar hann beitir ljóðgáfu sinni á þau kvæðaefnin. Þau kvæði hans geyma margar fullfagrar stórfeldar og sígildar lýsingar á íslenzkri náttúru í hinum ýmsu hambrigðum hennar eftir árstíðum og veðurfari. Því til sönnunar þarf ekki annað en minna á kvæði eins og “Hafísinn,” “Haugaeldur,” “I Slútnesi,” “Lágnættissól” og “Dettifoss,” hvert öðru fegurra og snildarlegra. Hvergi sjást þess heldur gleggri merki en í þessum og öðrum slíkum kvæðum skáldsins, hversu mikill málari og myndasmiður hann er í ljóðum sínum. Eins og öðrum djúpsæjum skáldum og hugsuðum, verða náttúru- fyrirbrigðin honum ósjaldan táknrænar myndir af lífi manna og kjörum. í öðrum kvæðum hans er það saga íslands, sem heillar huga hans og knýr hann til ljóðagerðar, eins og í “íslands- ljóðum” hans; þar, sem i öðrum ættjarðarkvæðum hans, einkum frá fyrri árum, hljómar löndum hans í eyrum sterk lögeggjan til dáða: Nú er dagur við ský, heyr hinn dynjandi gný nú þarf dáðrakka menn — ekki blundandi þý, það þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og liyggja á ný. Mikilúðlegar o.g meistaralegar eru lýsingar Einars í kvæðum hans um íslenzka andans skörunga að fornu og nýju: Egil Skallagrimsson, meistara Jón, Thorvaldsen og Björn Gunnlaugsson. Mörg af þeim kvæðum hans eru í bókinni Hvammar; þar er einnig hið stórfelda kvæði “Frosti,” sem endar með þessu erindi: . Hann sigldi frosin höf á undan öðrum, og altaf fann hann rás og vök að fljóta. Hann nam sér hrjósturlönd á jarðarjöðrum, þar jafni enginn ryðja sást né brjóta. Hans gnoð var heil og traust frá stjórn að stefni. Hann stengdi voðir fast. Hann vakti af svefni. Hans snild fór hátt og snögt, sem þytur fjaðra. Hans snart til lífsins dauð og þögul efni. Það er því auðsætt, að djúpstæð ást á íslandi og is- lenzkri menningararfleifð, ásamt bjargfastri trú á íslandi og hina íslenzku þjóð og á hlutverk hennar meðal þjóðanna, eru meginstraumar í kvæðum Einars Benediktssonar. Hann segir í í kvæðinu “Kveðja Skírnis”: Vor æfi er svo skamvinn til æfistarfsins, að efla þig, varðveita gimsteina arfsins: ■ Þín einkenni og mál þitt — sem aldrei varð týnt. En Jífsstríð þitt, kristninnar lífstíð hálfa, með leiðtoga enga, eða smærri en þig sjálfa, það hefir þinn lögrétt til lífsins sýnt. Hlöðum á grundvöll af hérlendri menning því heilbrigða, lífvæna i erlendri kenning, heimalryggir í hjarta og önd. Einar Benediktsson hefir stundum verið nefndur í sömu andránni og enska öndvegisskáldið Robert Browning, og ekki út i bláinn. Báðir eru miklir hugsuðir, sem kafa djúpt í lífsins sæ eftir perlum sannleiks og fegurðar. Ivvæði Einars, jafnvel þau, sem eru hvað hreinræktaðastur nátt- úrukveðskapur, eru heimspekileg að öðrum þræði. I öðrum kvæðum hans, svo sein “Jörð,” “Pundið,” “Svartiskóli,” “Starkaður” og “Stórisandur,”, má segja að heimspekin sé hæði uppistaða og ívaf; þar glímir skáldið við dýpstu rök tilverunnar, og er lítt að kynja, þó að hæði þurfi íhygli og hugsanaþrótt til þess að fylgja honum i spor; en mjög eru þau kvæði hans þrungin lífsspeki og glæsilegum hugsunum. Mest ber þar á einhyggju og algyðistrú; í hans augum er öll tilveran samfeld heild; honum virðist “sem speglist fjötruð sál í írjóhnappsins daggarauga.” Þó að Einar sé enginn kreddumaður í trúarefnum, hera kvæði hans því víða vitni, að hann er trúhneigður maður. Glöggskygn er sá maður á hin sönnu verðmæti trúarinnar, sem þannig yrkir: Hafknörinn glæsti og fjörunnar flak fljóta ba*ði. Trú þú og vak. Marmarans höll er sem moldarhrúga. Musteri guðs eru hjörtu, sem trúa, þó hafi þau ei yfir höfði þak. Kvæði Einars eru frumleg að málfari eigi síður en að efnismeðferð. Þar er að finna gnægð óvenjulegra og marg- breyttra samlíkinga; hann fer einnig mjög sinna ferða um val á bragarháttum, og fellir þá löngum vel að yrkisefninu. Ágætiskvæði hans “Hvarf síra Odds frá Miklabæ” er gott dæmi þess; það er rétt eins og maður heyri skeifurnar skella við isa í upphafserindum kvæðisins. Hin mikla trú Einars á máttarvald íslenzkrar tungu er alkunn, og hún er bæði aðdáunarverð og eftirbreytnisverð; hann hefir sýnt það í verki, að hann fór ekki með neitt málamyndahjal, þegar hann hélt því fram, að orð væri “á íslandi til um alt, sem er hugsað á jörðu”; orðgnótt hans er nærri því ótrúleg og jafnast á við hina miklu hugmyndaauðlegð hans. Þá er það ekki sízt eftirtektarvert um Einar Benedikts- son, hversu mikla virðingu hann hefir jafnan borið fyrir list sinni og köllun; ríki ljóðlistarinnar er honuin heilagt musteri, sem ekki má saurga með neinu lágu eða lítilsverðu; hann hefir aldrei látið hvikulan bókmentasmekk samtíðar- innar leiða sig á villigötur í þeim efnum. Hann er, eins og Guðmundur Friðjónsson komst snildarlega að orði um hann, höfundur, “sem aldrei hefir borið á borð fyrir sálirnar flautir né froðu; og ávalt hefir hann borið virðingu fyrir skáldgyðjunni, vandað ávalt til skáldlegra hugsana sinna og klætt þær í búning úr vönduðu og nærskornu efni.” Með stórbrotinni og listrænni ljóðagerð sinni hefir Einar Benediktsson gefið jákvætt og varanlegt svar við spurningunni, sem hann spyr óbeinlínis í lókalínunum í afbragðskvæðinu “Svanur”: Er nokkur æðri aðall hér á jörð, en eiga sjón út yfir hringinn þröngva og vekja, knýja hópsins veiku hjörð til hærra lífs — til ódauðlegra söngva. MANNALÁT Laugardaginn 21. október vildi það sorglega slys til að Sveinn Sveinson, gjaldkeri Pembina sýslu frá Cavalier, N. D. varð fyrir sög, sem brotnaði, er hann var þar á- samt með öðrurn við sögun á búgarði sínum í Svoldarbygð. Var höggið svo mikið, að hann dó af afleiðingum þess á mánudaginn 23. okt. Var hann í sjúkrahúsi í Grand Forks er hann dó. Sveinn var sonur Björns sál. Sveinssonar, sem lengi bjó í Svoldar-bygð, en nú er nýlátinn og konu hans Kristinar Guðbrandsdóttur. Fæddist Sveinn að Svold, N.D. 30. des. 1891 og ólst upp þar í bygðinni. Hann innritaðist í Bandaríkjaherinn 1917 og var í nokkrum stórum orust- um á Frakklandi, en kom þó heim aftur ósærður. Árið 1920 giftist hann hérlendri konu, Agnes May Bechtel. Lifir hún mann sinn ásamt 5 börn- um þeirra, sem öll eru i heimahúsum mjög mannvæn- leg og myndarleg. Einnig eft- irlætur hann eina systur í Oregon og tvo bræður í N. Dak. Sveinn vann við banka- störf og ýms bókfærslu og skrifarastörf, og hafði tvívegis verið kosinn gjaldkeri þessar- ar sýslu (County Treasurer). Sveinn var mesti myndar- og dugnaðarmaður, hugrakkur og djarfur. Hann var drengur góður og vel að sér um margt. Hann var góður íslendingur jafnframt því að vera góður Ameríkumaður. Jarðarför Sveins fór fram undir umsjón hermannafélags- ins í Cavalier og var höfð í “Court House” sýslúnnar í Cavalier. Séra H. Sigmar stýrði útfararathöfninni og flutti einnig útfararræðu. Líka flutti Rev. McDonald, prestur presbytera kirkjunnar í Cava- lier þar útfararræðu. Feikna fjölmenni fylgdi hinum látna til grafar. Hann var jarðsung- inn i grafreitnum við Cavalier. Frá Vogar (Framh. frá bls. 2) landa hér í sveit að stórum mun, en hún hefir kent mönn- um meiri varfærni en áður var, og gjört menn tortrygga við nýbreytni. Er þar ætið vandratað meðalhófið, eins og í flestum tilfellum. Kreppan var heldur að réna þetta síðastl. ár, og verð á gripum hefir verið hærra i haust, en um mörg ár undan- farin. En nú kom striðið, sem elur nýjan ótta hjá mönnum, því enginn veit hvað af því kann að leiða, eða hvað lengi það varir. Það mun því meiri ástæða til að fara varlega nú en nokkru sinni áður.— Eg glevmdi að geta þess að akuryrkja hefir hepnast sæmi- lega hjá flestum i þessum bygðum; en þeir eru fáir sem stunda hana að nokkru ráði. Þá hafa allmargir gjört til- raunir í þá átt í sumar eink- um ineð Alfalfa, og hefir það gefið góða raun. Er þ\á lík- legt að bændur haldi áfram með ræktun á því til fóður- bætis. Jarðvegur er hér grýtt- ur og gruunur, en er sagður betur lagaður til að rækta Alfalfa en korntegundir. Þess væri líka þörf að hér væri aukin framleiðsla á kraftfóðri. Það má kalla ókleift að kaupa hingað fóðurkorn á því verði sem það og gripir hafa verið undanfarin ár, því gripir hafa varla selst svo þeir hafi borg- að fóður sitt. Guðm. Jónsson frá Húsey.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.