Lögberg - 09.11.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.11.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER 1939 ------------í.ögb£rg----------------------- GefiS út hvern íimtudag af THE COLiUMBlA PRESS, IdMITED 095 Sargent Ave., VVinnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR DOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 nm árlð — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Höfuðskáld íslenzku þjóðarinnar Einar Benediktsson, þessi sviffrái og djúpsyndi skáld- spekingur íslenzku þjóðarinnar, várð nýlega hálfáttræður að aldri; hefir þessa merkisatburðar í lífi skáldsins vafa- laust verið að verðugu minst með heimaþjóðinni, þó enn hafi eigi hingað borist fregnir í þá átt, sem naumast stóð von til, þar sem svo skamt er enn umliðið frá afmælinu. Einar Benediktsson er fæddur á Elliðavatni í Kjósar- og Gullbringusýslu þann 31. dag októbermánaðar árið 1864. Foreldrar hans voru þau stjórnmálaskörungurinn þjóð- kunni, Benedikt Sveinsson og frú hans Katrín Einarsdóttir frá Reynistað. úr latínuskólanum í Reykjavík útskrifaðist Einar árið 1884, en lauk embættisprófi i lögum við Kaup- mannahafnarháskóla 1892; hann <kvæntist árið 1901, og gekk að eiga Valgerði, dóttur þeirra Einars Zöega og konu hans Margrétar, er um langan aldur veittu forustu vegleg- asta gisti- og veitingahúsinu í Reykjavík. Einar var skip- aður sýslumaður í Rangárvallasýslu árið 1894 og gegndi því embætti um tveggja ára skeið; hann gaf sig um hríð við blaðamensku, og var ritstjóri og ábyrgðarmaður að blað- inu “Dagskrá.” í baráttunni fyrir fullveldi íslands lét Einar mikið til sín taka, og átti í samráði við Jón Jensson yfir- dómara, frumkvæði að stofnun Landvarnarflokksins; með stefnuskrá þess flokks var í rauninni lagður grundvöllur að því stjórnarfarslega sjálfstæði, er fsland nýtur í dag. En þótt Einar Benediktsson orsakaði nokkurt öldurót í stjórn- málalífi þjóðarinnar, þá ris hann þó hæzt á sviði skáld- skaparins; hann verður þar brautryðjandi að nýrri mann- dómsstefnu og leggur grundvöll að nýjum skóla á vettvangi íslenzkrar ljóðlistar; hafa svo að segja öll samtíðarskáld íslenzk, þau, er nokkuð verulegt kveður að, orðið fyrir sterkum áhrifum frá Einari; hann verður þeim hin eldlega fyrirmynd, er klýfur háloft “með arnsúg i flugnum.” Um leið og fyrsta bók Einars, Sögur og kvæði, kom út árið 1897, verður höfundur hennar að þjóðskáldi; hann er jafnvel þá svo máttkur í máli, að vafasamt má telja hvort slíks straumþunga hafi áður hjá íslenzku skáldi gætt, öðru en Grími Thomsen. Ekki er Einar orðinn sá heimsborgari, sem raun varð á síðar, er hans fyrsta bók kom fyrir sjónir almennings; yrkisefnin eru öll sprottin í íslenzkum jarð- vegi; langdvalir Einars erlendis, sköpuðu úr honum heims- borgara í ljóðlistinni; yrkisefnin verða eftir það um langt skeið sótt út fyrir ísland; fyrirmyndirnar eru erlends upp- runa, en hættir og hrynjandi í stíl hins þjóðlega, íslenzka Ijóðforms; með öðrum orðum þá eignast ísland í þeim Ijóðum, er Einar kveður erlendis, nýtt og fjölskrúðugt mál- verkasafn í Ijóðum.— Fyrsta stórkvæði Einars Benediktssonar er Hvarf séra Odds á Miklabæ; tilefni til þjóðsagnarinnar, sem kvæðið byggist á, er alþjóð manna kunnugt; en í hinum stolta bún- ingi Einars fær það ódauðlegt málverks og marmaragildi; meistarabragurinn á eftirfarandi erindi líður ógjarna úr minni þeim, er með alvöru les: “Hart er í hófi frostið, hélar andi á vör. Eins og auga brostið yfir mannsins för stjarna stök í skýi, starir fram úr rofi, starir vök á dýi vel þótt aðrir sofi.” Enginn fslendingur annar en Einar Benediktsson gæti hafa ort kvæði eins og Ásbyrgi, því svo er það mótað mark- vissum kyngidráttum. Ásbyrgi er eitt af hinum sérstæðustu fyrirbrigðum íslenzkrar náttúrudýrðar; þeir, sem litið hafa það auguin vita, að það svipar mjög hóffari í lögun; lýsing skáldsins í 7. erindi kvæðisins, er með þessum hætti: “Sögn er, að eitt sinn um úthöf reið óðinn og stefndi inn fjörðinn. Reiðskjótinn, Sleipnir, á röðulleið rendi til stökks yfir hólmann á skeið, spyrnti í hóf svo að sprakk við jörðin— sporaði byrgið í svörðinn.”— Ást Einars Benediktssonar á íslenzkri tungu er honum heilög ástríða, og íslenzk málsmenning eitt af hans hug- stæðustu viðfangsefnum. í kraftakvæðinu um Egil Skalla- grimsson kemst hann í annari vísu þannig að orði: “Og málið var bygt á brim- slegnum grjótum, við bláhimins dýrð, undir málmfellsins rótum. Þess orð féllu ýmist sem hamarshögg, eða hvinu sem eggjar, bitur og snögg— eða þau liðu sem lagarvogar, lyftust til himins með drag- andi ómi, eða hrundu svo tær eins og drjúpandi dögg og dýr eins og gullsins logar.— fslenzk vísnasnild nær há- marki í ástarkvæði Einars Benediktssonar, “Snjáka”: “Ljúf er röddin—líkt og vaki ljóð við streng í óði dýrum. Stuðlar falla í hlátrum hýrum, hendingar i fótataki.” Einar Benediktsson elskar eins og sá, sem vald hefir; ásl hans á íslandi er voldug og sterk; alt, sem hann hefir fundið í fjallgöngum andans verður íslenzkrar þjóðar eign eins og síðasta vísan í “Stefj- ahreimi” bendir svo ljóslega til: “Mitt verk er, þá eg fell og fer, eitt fræ, mitt land, í dupt þitt grafið; mín söngvabrot, sem býð eg þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En insta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns sem báran — endurheimt í hafið.” Einari Benediktssyni hefir verið líkt við Browning; mun með því fremur átt við það, að sérstaða þeirra hvors um sig með heimaþjóð sinni sé að miklu hliðstæð, en að þeim svipi svo mjög saman, þó báð- ir sé skygnir andar og vængj- aðir í orðsins list. íslenzk tunga er Einari Benediktssyni alt í öllu; tung- an, sem svo er auðug, að hún á orð yfir alt, sem er hugsað á jörðu. Með kyngimagni og lit- skrúði djúpúðugra ljóða sinna hefir Einar Benediktsson fyrir langa löngu unnið sér heilag- an “þegnrétt í ljóssins ríki.” Til íhugunar Hvaða umbrotatímar eru þetta? Er það rökkur eða afturelding.—Hostrup. * * Það getur viljað til, að yfir- sjón, sem okkur verður á, komi að meira gagni en þaul- hugsuð ákvörðun. — Winston S. Churchitl. * + Menn vita aldrei, hvort ekki getur farið svo, að óhepni geti, þegar öllu er á botninn hvolft, orðið þeim að gagni.—Winston S. Churchill. * * Ef þú hefir sáð einu fræ- korni, sem ber ávöxt, geturðu dáið rólegur.—Wilhelm Krag. ♦ ♦ Fáir menn fá staðist það smjaður, sem lýsir sér í mik- illi eftirtekt.—Woodford. ♦ ♦ Vertu ekki fljótur á þér að trua fréttaburði, sem getur orðið öðrum mönnum skað- vænlegur .—^Washington. —Samtíðin. Einar Benediktsson hálf-áttiæður Eftir prófessor dr. Richard Beck Einar Benediktsson, skáld, átti 75 ára afmæli hinn 31. október s.l. Vafalaust hefir þeirra tímamóta í æfi hins stór- brotna skáldjöfurs vors verið minst í blöðum og tímaritum heima á íslandi, þó að hann hafi eigi hin síðari ár, sökum heilsubrests, tekið virkan þátt í íslenzku þjóðlífi, nema óbeinlínis með hinum sigildu ljóðum sínum, sem vaka í hugum ljóðelskra landa hans og lifa á vörum þeirra. Einar á merkan og margbreyttan lífsferil að baki; hann hefir verið æfintýramaður stórum meir en alment gerist um íslenzk skáld; hann hefir verið ritstjóri, málaflutningsmað- ur og sýslumaður, auk þess sem hann hefir fengist við kaup- sýslu, stjórnmál og önnur störf; þá hefir hann verið hvað víðförlastur sinna samtíðarmanna, íslenzkra, og dvalið lang- vistum erlendis. En þó að Einar hafi lagt margt á gjörva hönd um dagana, eru það ritstörf hans og ljóðagerð, sem hafa lyft honum upp í þann öndvegissess, er hann skipar með þjóð vorri, og tryggja honum rúm á insta bekk í Braga- höll hennar um ókomna tíð. Einar Benediktsson hefir verið frjósamt skáld; fimm Ijóðabækur hafa komið út eftir hann: Sögur og kvæði (1897), Hafblik (1906), Hrannir (1913), Vogar (1921) og Hvammar (1930). Fyrstu þrjár ljóðabækur hans höfðu all- lengi verið uppseldar, en komu, góðu heilli, út i nýrri út- gáfu fyrir nokkurum árum (1935). Seinni útgáfan af Sögum og kvæðum er eigi lítið breytt frá því sem áður var; úr henni hafa verið feldar sögurnar “Svikagreifinn” og “Far- maðurinn,” en í stað þeirra er þar prentað úrval af grein- um skáldsins, sem birtust í blöðum og tímaritum á árunum 1896-1925; er það hið merkasta safn, bæði að ritsnild og jafnframt fyrir það, hversu skærri birtu greinar þessar bregða á Hfsskoðun skáldsins og list, eins og prófessor Sigurður Nordal hefir réttilega lagt áherzlu á i ritdómi um hina nýju útgáfu eldri rita hans. Þá ber að nefna afbragðs þýðingu Einars á Pébri Gaut (Peer Gynt) Ibsens, er út hefir komið tvisvar sinnum (1901 og 1922), að ótöldum fjöl- mörgum blaða- og tímaritagreinum hans, auk þeirra, sem fyr er vikið að. Einar hefir farið eldi víðlcnt veldi á skáldskap sínum; og fjölbreytnin í kvæðaefnum hans er sambærileg við hið víðáttumikla landnám hans í ríki Ijóðlistarinnar. Hann hefir ekki komið tómhentur úr víking sinni víðsvegar um lönd; til erlendra landa og þjóða sækir hann yrkisefnin í mörg stórfeldustu og sérstæðustu kvæði sín. Glöggum dráttum dregin og djúpstæð er lýsing hans á kvöldi í Róinaborg, þar sem Tíber-fljótið fellur að sævi fram, “seint og þungt, með tímans göngulagi”; sama snild- arhandbragðið er á kvæðinu “Skýjafar,” sem lýsir storm- æstu Trasimenus-vatninu, en draugslegt tungl veður í skýj- um, “bleikt sem höfuð — Hasdrubals”; eða þá lýsingin á kirkjunni í Mílano, þó íneð nokkurum öðrum blæ sé, er hefst með þessari stórsnjöllu 1 jóðlínu: “Kórinn sveipar bergmál hljóðra bæna.” Engu síðri að glöggskygni og innsæi er kvæðið um Elínarey og örlög Napóleons mikla. Af sjónarhól fljóts- bakkanna við Temsá og Signu, í samnefndum kvæðuin, bregður skáldið upp ógleymanlegum myndum, er grípa hug- ann heljartökum, af stórborgarlífinu í Lundúnum og Paris; óneitanlega eru margir fagrir drættir og glæsilegir í mynd- unum þeim, en skáldið sviptir einnig hulunni af spilling- unni, sem víða leynist undir glysfögru yfirborði borgarlifs- ins. Af alt öðrum toga spunnin er vísan “Við Zuydersæ,” einar átta stuttar ljóðlínur, en þó blasir Holland þar við sjónum í sumardýrð sinni og gróðursæld; þar kemur það kröftuglega í ljós hve rík athyglisgáfa Einars er og hver snillingur hann er í orðavali: Mjúk og sólvörm moldin grær; málmbjört unnin strandir slær. Feita landið lóns, og áls litklætt undir sólu hlær. Auðnubjarmar blika um skipin, búin, flæðin, aligripinn— letra skáldskap lífsins sjálfs logum gulls í þjóðarsvipinn. Snjallar eru einnig lýsingar Einars á tækni og verk- smiðju-iðnaði nútímans í kvælinu “Tínarsmiðjur,” um Newcastle-on-Tyne, Nýja Kastala, eins og borg sú er nefnd í kvæðinu. Sveinn ritstjóri Sigurðsson fer ekki með neinar ýkjur, er hann fer svofeldum orðum um þetta svipmikla kvæði skáldsins í Eimreiðar-%ve\n sinni um hann á sjötugs- afmæli hans: “Kvæðið ber það með sér, að höfundur þess , hefir sjálfur gengið í vélsmiðjurnar til þess að sjá með eigin augum hamfarir vélanna. Hér gætir hinnar sömu ger- hygli eins og í svo mörgum öðrum kvæðum skáldsins. Aðgát er höfð á smáu og stóru og engu gleymt, sem að gagni má koma til að skapa heilsteypt listaverk. Jafn- óskáldlegt fyrirbrigði og sótugar verksiniðjur, organdi og hvæsandi vélar, járn og stál, verða honum kærkominn efni- viður.” En þó að Einar Benediktsson sé mikill heimsborgari,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.