Lögberg - 14.12.1939, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.12.1939, Blaðsíða 7
V LÖGBÉRG, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER, 1939 ERINDI (Framh. frá bls. 3) sér nú öfluga fyrir bættum samgöngum kjördæmisins. Þetta gat eins verið heima á fslandi. Ræða prests var hin snjallasta. — Áður en dagskrá var lokið bað forseti menn að rísa úr sætum og syngja svo sem venja væri til. Var nú fyrst sungið: Eldgamla ísa- fold, innilega og af tilfinn- ingu, og að því loknu með sama lagi þjóðsöngur Breta: God Save Our Gracious King —Guð blessi konung vorn.— Við þann söng rankaði eg við mér og mintist þess um stund, að eg var ekki heima á Is- landi. Það var einkennileg tilfinning að heyra þessa ís- lenzku barka syngja blessun yfir konung Bretaveldis við sömu tóna og þeir vottuðu Fjallkonunni ungu og fríðu ást sina og hrifningu. En því verður eigi neitað — það er staðreynd, þessir islenzku menn og konur eru nú borg- arar og þegnar Bretaveldis, i bliðu og stríðu, í friði og ó- friði. — Þá var hinni eigin- legu dagskrá lokið og nú hófst ánægjulegasti þáttur kvölds- ins. Hinar myndarlegu kon- ur safnaðarins buðu nú til kaffidrykkju og báru fram veitingar fyrir aðkomufólk og fundarmenn af miklum rausnarskap. Nú gefst tæki- færi til að kynnast miklu fleira fólki, ganga um og taka i hönd þess. ,Og handartak þess var þétt og innilegt. Eg skildi það, að fólkið var i rauninni ekki að taka í hönd mér — það var að taka á móti handartaki að heiman frá fs- landi, handartaki, sem e. t. v. gat skapað þvi einhver tengsl við kærar og þráðar endur- minningar frá gamla landinu. — Og allir spurðu frétta af vinum heima og högum fólks- ins og báðu að heilsa — heilsa öllum, heilsa landinu, i fæst- um orðum: Heilsaðu öllum heima þar hálsum, fjöllum, dölum.— Það var komið yfir mið- nætti, þegar skiljast varð. Eg fór af þessari samkomu miklu auðugri en eg kom. Og eg var að hugsa um það á leið- inni heim yfir sléttlendi Mani- toba, á hinni fögru stjörnu- björtu sumarnótt — hvað við heima gjörðum okkur sjaldan ljóst, hversu fögur og göfg- andi einlæg þjóðrækni er og hversu íslenzka þjóðin er miklu stærri og ríkari en við alment vitum, þar sem við eigum slík systkini og dáend- ur sameiginlegrar móður i hinni miklu álfu, og loks hver vandi okkur væri á hönd- um, að efla og treysta bræðra- böndin — og hver reginsvik og dauðasynd það væri að vanrækja það. — Samskonar hugarþel, alúð og vinátta, sömu bræðralagskveðjurnar endurtóku sig á öllum hinum síðari fundum og samkomum, sem við sóttum. Svona var það á Gimli, hinni stóru hygð íslendinga við Winni- pegvatn. Eins var það i hinni fögru og frjósömu Aryglebygð, þar sem skiftast á gróðursælir akrar og skógivaxnar hliðar og læknirnir hjala líkt og heima á Fróni. Og sama var sagan í hinni dásamlegu fs- lendingabygð í Norður Dak- ota í Bandaríkjunum, þaðan sem ættaðir eru og uppvaxnir margir hinir alfremstu fslend- ingar vestra. Hæðirnar og hlíðarnar þar fá hugann til að reika heim. Kvöld eitt stað- næmdumst við á íslenzkum bóndabæ þar. Mér fanst bóndi og búalið alt, umhverf- ið og andrúmsloftið svo is- lenzkt, að eg heyrði fuglana syngja á íslenzku. — Það er svo margt, sem eg vildi minn- ast — menn og staðir og minningar, en tíminn leyfir það eigi. — Eg flutti erindi mitt í Winnipeg í hinni miklu og veglegu kirkju lúterska safnaðarins. Það sýnir stór- hug safnaðarins og fórnfýsi, að kirkjan kostaði um 500 þús. kr. — Húsið var þétt- skipað. Sóknarpresturinn, sr. Valdimar Eylands, flutti fagra ræðu og virðuleiki mikill hvildi yfir samkomunni. — Það er margt í safnaðar- og félagslífi V.-ísl., sem við höfð- um gott af að kynnast nánar. Það er ein heimsókn, sem mér er ókleift að ganga fram hjá. Það var á elliheimilið “Betel” á Gimli. Þetta elli- heimili, sem starfrækt hefir verið i nærfelt 25 ár, er reist og kostað af íslendingum ein- um. Þar eru nú um 55 gam- almenni, flest yfir sjötugt, en þó mörg hin hressustu, enda þótt lífsbarátta þeirra hafi verið hörð og erfið. Þetta er sagður íslenzkasti bletturinn í Vesturheimi, þar heyrisd aldrei nema íslenzkt orð. Á kvöldin eru sögur sagðar, kvæði, lesin og rimur kveðn- ar, en gömlu konurnar spinna rokka sína. Það er unun að sjá, hversu vel gamla fólkinu líður, aðbúnaður þess allur er hinn ákjósanlegasti og um- hyggja og samhúð sem góðra systkina. Ráðskona heimilis- ins er ungfrú Inga Johnson, hjúkrunarkona, allsstaðar ná- læg og altaf hjálpandi. En faðir og móðir á þessu heim- ili eru Dr. B. J. Brandson og kona hans. Göfugmenska þeirra hvílir yfir heimilinu og gamla fólkið gleðst af nærveru þeirra. En vitanlega eru all- ir góðir V.-ísl. styrktarmenn og velunnarar þessarar stofn- unar. — Við komum þangað að áliðnum degi. Dr. Brand- son og kona hans voru þar fyrir og tóku á móti okkur. Samkoma var sett í samkomu- sal heimilisins og alt gamla fólið, sem rólfært var, kom niður. Dr. Brandson tók nú til máls og gainla fólkið henti hvert orð á lofti. Síðan tal- aði eg um hálfa klukkustund og sagði þeim hvernig ísland liti út nú í dag. — Á eftir var sungið af hjartans einlægni, en veikum mætti raddar : “ó, fögur er vor fósturjörð.” Og hér var svo stutt á milli brosa og tára. — Við heilsuðum öllu gamla fólkinu. Handar- tak þess var langt, þótt hend- urnar væru suinar máttlitlar og skjálfandi. “Heilsaðu fs- landi,” sögðu þau öll. Einn þeirra, sem kominn var yfir áttrætt og var hlindur, sagði: “Eg sé þig aðeins með hjart- anu — eg elska fsland.” Heils- aðu gamla landinu.” Ein af elztu konunum kom þrisvar sinnum til mín og tók með skjálfandi höndum um hönd mér og sagði svo lágt, að vart mátti heyra: “Eg elska ís- land — eg elska fsland.” Einn sagðist altaf yngjast um mörg ár við að taka i hönd fólks, sem væri nýkomið að heiman. Og einn af elztu mönnunum er altaf að smiða sér koffort til að komast heim. — Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til — þetta fólk lifir hinu fegursta haustkvöldi við umönnun og umhyggja góðra manna, en hugurinn er heima við bernskuminning- arnar, bernskuna, sem ekki fékk að skjóta rótum i grýttri mold. — Þegar eg kvaddi gamla fólkið í húmi síðkvelds- ins, þar sem það sat úti á svölum þessa fagra elliheiin- ilis, sem vinir þeirra og landar höfðu búið þeim — sat og horfði hljótt og hugsandi út yfir hið gárótta Winnipeg- vatn, umkringt fögru skóg- lendi, þá fanst mér einhvern veginn, að hið blíða öldufall vatnsins flytti þeim minning- arnar af brimhljóðinu heima, en hin stóru og fögru tré, væru gamla fólkinu tákn þeirrar fegurðar og gróðurs, sem það þráði í landi æsku- minninganna, en fann ekki þar.— Tími minn er nú á enda. Að lokum aðeins þetta. Vest- ur-fslendingar hurfu héðan að heiman á tímum vantrúar og vanmáttar þjóðarinnar. út- þrá var þeim í blóð borin. Þeir brutu land vestra, ukust að íþrótt og frægð, og brutu niður þá óvild og vantraust, er þeim mætti í öndverðu vestra. Frumbyggjarnir ruddu sér braut til bjargálna. Þeir komu börnum sínum fram til menta og mannvirðinga. Nú er það aðalsmerki, að vera íslendingur í Vesturheimi.— Landar vorir vestra vilja rétta oss hönd yfir hafið. Hver er sá íslendingur, er eigi vill taka í hina útréttu hönd?— Margar leiðir liggja til sam- starfs við þann þriðja hluta íslenzku þjóðarinnar, sem býr i Vesturheimi. Fyrsta sporið, sem við eigum nú að stíga, er að mynda öflugt félag allra íslendinga er samstarfinu vilja sinna, til samvinnu og sam- taka við Þjóðræknisfélagið vestra. Þá er sambandinu náð, og við erum á góðri leið með að mynda meginþráð yfir höfin breiðu — þann er lönd og lýði bindur. Til bygðarbúa í Þingvallanýlendunni Church- hridge, Bredenbury og víðar. Með þessum línum viljum við hjónin þakka ykkur öll- um af alhug fyrir góða sam- fylgd og samvinnustundir, sem við höfum haft með ykk- ur í nokkur undanfarin ár. Þar er margs að minnast og ínargt að þakka. Nú viljum við hjónin þakka ykkur öll- um, sem hér áttuð hlut að máli, fyrir það ánægjulega kveðjusamsæti, sem þið héld- uð okkur og rausnarlegar gjafir í tilefni af því að við vorum að flytja burt úr bygð- inni. Vegna þess hvað þeir voru margir, sem beiddu okkur að skrifa sér og láta þá vita hvernig ferðin gengi vestur til Campbell River á Van- couver eyjunni í British Col- umbia, þangað sem ferðinni var heitið, og svo hvernig að okkur litist á okkur hér á þessum slóðum, þá ætla eg að biðja ritstjóra Lögbergs að gefa þessum línum rúm í Lögbergi, með því get eg skrif- að til ykkar allra í einu. Við lögðum á stað frá Bredenbury á föstudagsmorg- uninn 3. nóvember, og komum til Flannigan eftir miðjan daginn. Þar tókum við okk- ur far með annari lest til Regina og vorum komin þangað kl. 4 e. h. Þar bið- um við þangað til kl. hálf átta um kveldið, tókum við þá Iestina, sem flutti okkur alla leið til Vancouver, B.C. Við komum til Calgary kl. 8 á laugardagsmorguninn, og inn i Klettafjöllin vorum við komin kl. 10 f. h. Það var mikill snjór í fjöllunum. Við komum til Vancouver ld. hálf- níu á sunnudagsmorguninn. Þá höfðum við verið á leið- inni í tvo daga og tvær næt- ur. Þegar við koinum út úr lestinni i Vancouver, þá var þar til staðar góðkunningi okkar Victor Þorgeirsson, til að taka á móti okkur, og vor- um við hjá þeim góðu hjón- um fimm daga, í góðu yfir- læti. Þau keyrðu okkur tals- vert um borgina þó rigning væri, innan um grænar grund- ir og brosandi blóm. Svo sýndu þau okkur í dýragarð- inn og var þar margt mark- vert að sjá, og höfðum við góða skemtun af því. Þau Mr. og Mrs. Dan Christo- ferson komu til að sækja okkur, og fórum við með þeim til Mr. og Mrs. John Erlind- son, hans kona er móðursystir konunnar minnar; var vel tekið á móti okkur. Þau höfðu við kaffi og allskonar góðgjörðir. Siðan keyrðu þau með okkur til Mr. og Mrs. Campbell, þar sem Danni vinnur, og sýndu þau okkur þar stórt kúabú, einar 30 kýr í fjósi og mjólkurhús. Alt er þar unnið með vélakrafti og upplýst með rafmagnsljós- um. Þar eru fjórir vinnu- menn. Síðan var farið með okkur til Mr. og Mrs. John Christoferson, foreldra Dans og höfðum við þar ágætis kveldverð, og var svo rabbað og spjallað fram eftir nótt- unni. Næsta dag kom óli Sveinsson til að sækja okkur. Hann er sonur Mr. og Mrs. S. Sveinsson í Bredenbury. Hann er giftur og á gott heim- ili og hefir góða atvinnu. Höfðum við kveldverð hjá þeim, og keyrðu þau okkur svo til Mr. og Mrs. John Er- lindson. öllu þessu fólki vottum við okkar innilegt þakklæti, fyrir alla þá vináttu og velvild, sem það auðsýndi okkur. Svo var farið að hugsa til að halda áfram ferðinni til Campbell River, B.C. Er sú leið farin með skipi. Á fimtu- dagskvöld keyrði Mr. O. Svein- son okkur til skips, og lögð- um við á stað frá Vancouver kl. hálf níu um kveldið, og vorum við 10 klukkutíma á ferðinni til Campbell River. Það var nokkuð vont á sjón- um, samt fengum við ekki neina sjósótt. Þegar skipið Ienti í Campbell River þá var þar til staðar “taxi,” og keyrði hann strax í fljúgandi ferð með syngjandi radio með okkur til Mr. S. Gudmundson, tvær og hálfa mílu í suður frá Campbell River, og var þar strax til kaffi fyrir okkur, samkvæmt islenzkum sið. Strax eftir morgunverð, fékk hann einn af nágrönnum okk- ar, sem hefir “truck” til að fara með okkur til Campbell River til að sækja dót okkar. Heitir hann Sigurjón Borg- fjörð. Lika slóust í förina þeir Albert Árnason og Carl Sigurðsson, svo það varð létt verk að koma dóti minu heim. Strax um kvöldið vorum við flutt inn í okkar eigið heim- ili. Var það á föstudags- kvöldið 10. nóvember. Það var sólskin og bliða þennan dag. Við höfum kunnað vel við okkur það sem af er veru okk- an hér. Það hefir verið mjög rigningasamt hér i seinni tið, eins og þið hafið heyrt, en það hefir ekki sakað okkur landa hér við sjóinn; svo er nú ekki altaf rigning hér. Síðustu dagana i nóvember var hér glaða sólskin og bliða, hér er lika alt skrúðgrænt og lifandi blóm úti ennþá. Hér er alt á ferð og flugi bæði á sjó og landi, og i loftinu líka. Það lítur ekki út fyrir að það sé neitt of sagt af því, sem Mr. S. Guðmundson og Mr. K. Eiríkson hafa ritað um strandarlífið hér. Eg á- lít það væri ágætt fyrir aldr- (Framh. á bls. 8) NIAGARA 02? Gallónan PORT og SHERRY liltAGÐBETRA —- Stórum gómsætara vegna geymslunnar í viSSarfláti. STEKKABA——Því sem næst 28% aS styrkleika. DRÍGRA—Gæ'fii, sem jafnast á við margar dýrari tegundir. Selt i öllum s tjórn a-rvíns ölub ú ð u m CANADIAN WINERIES LTD. Head Office: TORONTO Branches: NIAGARA FALLS — ST. CATHARINES LACHINE, QUE.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.