Lögberg - 04.01.1940, Side 1

Lögberg - 04.01.1940, Side 1
 -H PHONE 86 311 Seven Lines - CO^ , pry 2 Ul^GV ,vn3 ‘ Cot- For Better Dry Cleaning and Laundry 53. ÁRGANGrUB LÖGBERG, FJMTUDAGINN 4. JANÚAR, 1940 NÚMER 1 Lögberg flytur íslendingum innilegar nýárskveðjur Ægilegur landskj álfti á Tyrklandi veldur ólýsanlegum hörmungum og líftjóni Á miðvikudaginn i fyrri viku orsakaði landskjálfti geysilegar hörmungar og líftjón í Anatolíu- fylkinu á Tyrklandi; borgir og bæir jöfnuðust við jörðu, auk þess sem þrjátíu þúsundir manna létu líf sitt, en um fjöru- tíu þúsundir sættu mismunandi meiðslum; gaddgrimdar frost jók mjög á vandræðin og fraus margt fólk i hel, er flúið hafði klæðlítið og illa til reika út á landsbygðina. Forseti hins tyrk- neska lýðveldis brá skjótt við, er kunnugt varð um þenna sorg- lega atburð og hélt til þeirra stöðva þar sem landskjálftinn gerði mest spjöll, til þess að takast persónulega á hendur nauðsynlegustu líknarráðstafan- ir. Rauðakross félagskapurinn hefir þegar hafist handa og kom- ið tyrknesku stjórninni til ómet- anlegs liðs í tilefni af þessum Finnar strádrepa rússneska hersveit Símað er frá Helsingfors á mánudaginn þann 1. þ. m., að tvo síðustu daga hins nýliðna árs hafi staðið yfir geigvænleg stórorusta á austurvígstöðvun- um, er endað hafi á þann veg, að finski herinn hafi strádrepið því nær heila sveit rússnesks fót- gönguliðs, og náð á vald sitt kynstrum af rússneskum her. gögnum; rússnesk fótgönguliðs- deild telur 15 þús. manns; einna snörpust varð orusta þessi í skógunum umhverfis Kianta- vatn.— í sömu símfregn er þess getið, að fylkingar rússneskra hernað- arflugvéla, hafi sýknt og heilagt varpað sprengjum yfir ýmsar finskar borgír, svo sem borgina Vasa, sem liggur vestanvert við Bothnia-flóann, auk þess sem sprengjum hafi rignt niður á sjúkravagna Rauðakrossfélagsins hér og þar um landið. — Þannig eru ávextir rauðmenningarinnar rússnesku! Stríðslán canadisku þjóðarinnar 1940 Samkvæmt yfirlýsingu frá fjár- málaráðherra sambandsstjórnar- innar, Hon. J. L. Ralston, er þegar hafinn undirbúningur að lánsútboði hér í landi vegna þátttöku Canada í styrjöldinni gegn Þjóðverjum; er svo fyrir- hugað, að sala veðbréfa í þessu augnamiði fari fram snemma á hinu nýbyrjaða ári. Formaður söfnunarnefndar verður Mr. RaL ston, og hefir hann sér til að- stoðar fimm fyrverandi fjármála- ráðherra sambandsstjórnar, þá Rt. Hon. Thomas White, Hon. Sir Henry Drayton, Hon. Charles A. Dunning, Rt. Hon. R. B. Ben- nett og Hon, E. N. Rhodes; auk þess eiga sæti í nefnd þessari allir fjármálaráðherrar fylkja- stjórnanna. ofanskráðu hörmungum, en for- seti Týrklands hefir jafnfraint gefið í skyn, að svo geti auðveld- lega farið, að hann verði knúður til að leita alþjóða ásjár; ekki sízt ef landskjálftarnir brjótist út á ný og valdi með því við- tækara tjóni. Taylor dómari látinn Síðastliðið mánudagskvöld lézt snögglega að heimili sínu hér í borginni Mr. Fawcett G. laylor, dómari í Konungsrétti Manitoba- fylkis, 62 ára að aldri; fyr um daginn hafði Mr. Taylor verið í nýársheimsókn, hjá fylkisstjóra og kendi sér þá einkis meins. Mr. Tavlor stundaði um skeið málafærslustörf í Portage la Prairie, og átti uin tímabil sæti á fylkisþingi fyrir Portage la Prairie kjördæmið; hann var um hríð leiðtogi ihaldsflokksins i Manitoba. Mr. Taylor tók þátt í styrjöldinni frá 1914 og gegndi þar yfirhershöfðingjastöðu; lét hann sér að loknu stríði einkar hugarhaldið um kjör heimkom- inna hermanna, og kom á því sviði ýmsum umbótum fram. í dómarastöðu var hann skipaður i stjórnartíð R. B. Bennetts. Hinn látni dómari naut góðra vinsælda hvar sem leið hans lá. Nýjuátu fréttir Á nýársdag undirskrifaði hans hátign George Bretakonungur til- skipan um það, að aliir vopn- færir karlmenn á Bretlandi frá 19 til 28 ára aldurs, skyldi vera albúnir til herþjónustu hvenær, sein kallið kynni að koma á yfir- standandi ári. • Fyrsta sveit hins canadiska sjálfboðaliðs, er nýlega komin til Bretlands; kom þangað í tvennu lagi; ferðin gekk ákjósanlega, og viðtökurnar hlýjar af hálfu brezkra her. og stjórnarvalda; af hálfu hinnar brezku stjórnar tóku opinberlega á móti hinum hraustu og mannvænlegu son- um Canada-þjóðarinnar þeir Winston Churchill flotamála- ráðherra, og Anthony Eden ráð- gjafi sjálfstjó rnarþjóðanna brezku. Á vesturvigstöðvunum var alt gersamlega tíðindalaust um há- tíðirnar; einungis smávægilegar skærur hér og þar; veður all- kalt og byljótt með köflum. • Símað er frá Rómaborg, á þriðjudaginn, að um 800,000 rússneskra hermanna séu sam- ansafnaðar á landamærum Afghanistan, og að Stalin sé nú staðráðinn í því að leita land- vinnniga austur á bóginn til þess að reyna með þvi að endur- heimta eitthvað af virðingu þeirri heima fyrir, sem hann hefir tap- að vegna hrakfaranna á Finn- landi. Framtíð Lögbergs í Lögbergi, sem út kom 26. október síðastliðinn, skýrði stjórnarnefnd útgáfufélagsins frá þeim alvarlegu fjárhags- legu vandræðum, sem Lögberg er statt í. Hún benti á, að ef bót yrði ekki tafarlaust ráðin á.þeim vandræðum, þá lægi ekkert annað fyrir blaðinu en bráður dauði. Það er svo stutt síðan að sú tilkynning var birt, að tíminn hefir enn ekki leyft að hægt væri að leita til nema tiltölulega fárj-a þeiipa, sem líklegir eru taldir til að veita blaðinu fjárhagslegan stuðning. Það á því langt í land að takmarkinu sé náð, og er enn tvísýnt, hvort að því verður náð, þvi þörfin er svo stór og svo brýn. Á hinn bóginn hefir komið í ljós svo mikil velvild til blaðsins og svo glögg- ur og víðtækur skilningur á því, hvað hér er í húfi, að það gefur ástæðu til þess að vona, að þetta átak reynist ekki Vestur-fslendingum um megn. Með þessum áramótuin byrjar nýr árgangur. Gangi hlutasalan nægilega vel til þess að Lögberg geti haldið áfram, er allra hluta vegna æskilegast, að breytt verði um stærð blaðsins með byrjun árgangsins. Méð þessu númeri verður því blaðið fært aftur upp í sína gömlu stærð. Það má enginn skilja þessa breyting þannig, að tak- markinu sé þegar náð, eða að enn sé nokkur vissa fengin fyrir því, að því verði náð. Það er langt frá að svo sé. Þessi breyting er gerð í viðurkenningarskyni við þá mörgu vini blaðsins, sein þegar eru búnir að ljá því svo'drengilegan stuðning, að þeir hafa kveikt vonarneista um, að Lögberg geti haldið tilveru sinni. Hún er gerð í þeirri von, að hún verði- hvatning til athafna þeim vinum blaðsins, sem enn er eftir að leita til. H. A. Bergman, B. J. Brandson, Flora Benson, Stjórnarnefnd, Press, Limited. The Columbia Kveðja til Bretlands (Greeting to Britain) Dedicated to Canadian Icelanders Serving With the British Colors. Bretland, óðal drengskapsdáða, dýrast frelsis meginvé, enn er synjað allra náða, eyjan kær í bláum Hlé. Níðingshöndin hyggst að ráða högum þínum. — Fjær það sé; hefndin dísa heiftarbráða hvern þinn óvin felli á kné. öllum heimi ógnar hætta, alt er frelsi í nauðum statt; ægi-herlið illra vætta er til hinztu sóknar kvatt: fjöturinn höggva þúsundþætta, þann sem Fenrisúlfinn batt, láta alt hið endurbætta ofan brotið, sundurflatt. Þinna dætra, þinna sona, þetta, Bretland, er þó dáð: beztu heimsins vísi vona var með þeirra höndum sáð; brezkar þjóðir, karl og kona, kyntu frelsis orð um láð. Á það að þagna, eyðast svona, á það að kefjast, verða smáð? Þúsundraddað því skal neita. Þín skal hugsjón lifa enn. ótalraddað hylli heita henni allir frjálsir menn. ótal-þúsund augu leita, England, þín um hvelin tvenn; fylgd í orði og verki veita, vit það, allir góðir menn. Rís þú alt af eins og klettur öndvert féndum, göfga þjóð, hvar sem himins helgur réttur heimtar þinna sona blóð. Skjöld þinn enginn bletti blettur, Berð’ ’ann hreinan frægðarslóð. Enn mun drottins dómstóll settur, dæmd þér sigurlaunin góð. SNÆBJÖRN JÓNSSON, Beykjavik, ísland. (Nov. 1939—Not published hefore) “c-* ✓ i-.v” oogumaho Eins og íslendingar muna var kosin niu (9) manna nefnd á þjóðræknisþinginu i fyrra, og henni falið það á hendur, ef hún sæi sér fært, að gangast fyrir því að láta semja og gefa út sögu íslendinga í Vesturheimi. Var jafnframt bent á sérstakan mann sem hæfastan til þessa verks; það var skáldið og rithöfundur- inn Þ. Þ. Þorsteinsson. Nefndin hófst handa tafar- laust og bvrjaði á því að rann- saka möguleikana til þessa fyrir- tækis. Tvent var það, sem i upphafi varð að fá tryggingu fyrir: í fyrsta lagi fé til þess að standast kostnaðinn, sem-hlýtur að verða geysimikill; i öðru lagi samvinna allra flokka og sem flestra leið- andi manna. Höfðu margir veika trú á því, að þetta tækist, en fyrir ötula framgöngu góðra manna og ósér- hlífinna, hepnaðist hvorttveggja. Fjármálaatrrðinu varð borgið með höfðingssgap eins nefnd- armanna, og í nefndina bættust menn, sem fremstir standa hver í sínum flokki og viðurkendir eru sem áhrifamiklir leiðtogar meðal Vestur.fslendinga. Frá þessu hefir áður verið skýrt og er óþarft að endurbirta nöfn þeirra manna, sem hér er átt við. Fjármálin og samvinnan voru þeir sterku fætur, sem fvrirtæk- ið varð að standa á; þegar það hvorttveggja var fengið, virtist björninn unninn. Var þá hinn tilvonandi söguritari ráðinn til starfsins frá fyrsta april 1939; eru því níu (9) mánuðir síðan verkið var hafið. Þótt hér sé um afar viðtækt og viðfangs- mikið verk að ræða og undir- búningur undir það þurfi langan tíma og mikla fyrirhöfn, mun samt mörgum þykja mál til kom- ið að skýrt sé frá þvi hvernig starfið gengur eða byrjun þess. Eins og fyr er frá skýrt er það Þ. Þ. Þorsteinsson, sem sög- una ritar. Hefir hann með bók- inni “Vestmenn” og Brazilíu sögu sinni sýnt þá hæfileika á þessu sviði, að erfitt mun verða að benda á nokkurn annan mann, sem til þess væri betur fallinn. Honum til aðstoðar í leiðbeinandi samvinnu eru þeir: Dr. B. .1. Brandson, H. A. Berg- man, lögfræðingur og séra Rögn- valdur Pétursson, en formaður fármálanefndarinnar er Á. P. Jóhannsson. Soffonías Thorkels- son ábyrgist kostnaðinn þangað til fé kemur inn fyrir bókina. Er það höfðinglega gert. Söguritarinn varð óhjákvæmi- lega að verja miklum tíma til undirbúnings verkinu áður en á því yrði byrjað. Hann varð að lesa ósköpin öll af blöðum og tímaritum og safna að sér gögn- um og skilríkjum. Þar næst varð hann að vinna úr þessu verkefni; bera saman eina frá- sögnina við aðra, því ýmislega er frá sagt og ekki altaf sem glöggast eða greinilegast. Þá þurfti hann næst að hugsa sér hvernig fyrirkomulag sögunnar ætti að vera; að því búnu varð að skapa nokkurs konar beina- grind, tengja alt saman i réttum hlutföllum og síðan aði holdfylla beinagrindina, ef svo mætti taka til orða. Þetta er svo yfirgripsmikið verk að fæstir geta gert sér um Kveðja að heiman Reykjavik, 31. des. 1939. Icelandic Consulate, 910 Palmerston Ave., Winnipeg, Man. Beztu nýársóskir og þakklæti til Vestur-íslendinga. Ágústa og Thor Thors. það nokkra greinilega hugmynd. Við þetta hefir Þ. Þ. Þorsteins- son unnið síðan í april og hefir hann nú lokið við breinagrind- ina í fyrstu bók sögunnar að mestu leyti. Er þá eftir að tengja saman og holdfylla hana, sem er mikið verk og útheimtir alllang- an tíma. Að þessu búnu verður alt handritið fengið í hendur rit- nefndinni, og les hver meðlimur hennar það vandlega, skrifar við það athugasemdir sínar ef nokkr- ar eru, gerir tillögur um brevt- ingar, ef þurfa þykir; óskar, ef til vill, að eitthvað sé felt úr eða einhverju bætt við. Að þessu búnu halda ritnefnd- armenn fund með söguritaran- um, ræða hvert atriði fyrir sig og ráða því til lykta. Hér hefir, í örstuttu máli, ver- ið sagt frá aðferðinni við verk- ið og eins hvað ágengt hafi orð- ið fram á þennan tíma. Nú hefir nefndin valið sér- staka menn til þess að komast í samband við fólk viðsvegar um bygðir íslendinga bæði í Canada og Bandaríkjunum, í þeim til- gangi að leita aðstoðar allra, sem til þess fást, við söfnun á gögnum og heimildum til þess- arar söguritunar. Eins og áður hefir verið sýnt fram á, er hér um að ræða verk, sem hefir afarmikla erfiðleika og marg- þættan undirbúning í för með sér. Væntanlega gerir allur þorri manna sér grein fyrir þvi, að hér er á ferðinni hreyfing, sem alla snertir. Hér hefir verið hrundið af stokkunum smíði, sem flestir Vestmenn hafa séð í huganum jafnvel frá þvi fyrst að landnám hófst eða vestur- ferðir byrjuðu. Fram að þessum tíma hafa ekki fundist ráð né möguleikar því til framkvæmda; en nú er svo langt komið að áfram verður haldið, og vamtanlega telja sér það allir sjálfsagða skvldu að láta hendur standa fram úr erm- um og láta ekkert ógert, sem fyrirtækinu sé nauðsynlegt, og mögulegt er i té að láta. Til þess að alt það, sem í þess- ari landnámssögu þarf að vera, geti komist þangað, verður að knýja á dyr hjá öllum Vest- mönnum, fjær og nær, sem ein- hver gögn kunna að hafa, ein- hværja sögu hafa að segja, eitt- hvert merkilegt æfintýri kunna að muna, einhverja leiðréttingu eða viðbót gæti gefið við það, sem þegar hefir birzt í land- námsþáttum vorum; einhver merkileg bréf eða skjöl hafa undir höndum o. s. frv. Allar slíkar uplýsingar eru eins og lækir og lindir, sem beina þarf í sameiginlegan farveg, því hver um sig — þótt lítil sé — getur skapað sérstakan blæ á aðallit- inn i meginstraumi sjálfrar sög- unnar. Og þetta má ekki dragast; fyr. ir því eru tvær góðar og gildar ástæður: f fyrsta lagi fækkar óðum landnemum og frumbyggj- um í hverri bygð, og í hvert (Framh. á 5. bls.)

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.