Lögberg - 04.01.1940, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JANUAR, 1940
|
j Leyndarmálið í turninum )
| Eftir ANTHONY HOPE j
“Mér geðjast alls ekki að því,’, svaraði
Mrs. Radbolt. “Við reynum að losast við
það eins fljótt og við getum. Er það ekki,
Radbolt?’’ Hún ávarpaði bónda sinn ávalt,
eins og Radbolt.’’
“Þér ættuð ekki að flvta því um of;
kastið því að minsta kosti ekki frá yður sem
verðleysu, ” ráðlagði Beaumaroy. “Hver
sem væri, eða allir, myndi auðvitað ekki
girnast það en það eru til fleiri en einn stað-
ur, er gera myndi mjög álitlegt tilboð í eign-
ina.’’ Hann náði að líta eitt augnablik í
augu Mai*jr. “Eg vildi gjarnan hafa haft
kringumstæður til að gera yður tilboð sjálf-
ur. Og mér þætti þá bezt að taka það eins
og stendur — með öllu sem því fylgir, úti og
inni. En eg hefi lagt allar eigur mínar í
annað fvrirtæki — og vona að það reynist
vel! Svo að eg hefi nú ekki ástæður til að
bjóa í þessa eign. Ef Mrs. Radbolt vildi
selja, hvernig myndu þér, Dr. Arkroyd þá
líta á það sem gróðafyrirtæki?”
Mary hristi höfuðið brosadi, og þótti
vænt um að fá sennilega ástæðu til þess. “Eg
hefi nú ekki eins mikla ánægju af að brjóta
heilann um djarftavk gróðabralls fyrirtæki
eins og þér, Mr. Beaumaroy. ”
“Ef til vill er þetta þó meira virði en á
yfirborðinu sézt,” hélt hann áfram: “ágætir
nábúar, heilnæmt loftslag, góður jarðvegur
og moldin mjög frjósöm hér í umhverfinu.”
“En minn kæri Beaumaroy, landið hér
um kring er andstyggilegt, ” sagði Naylor
gamli til mótmæla.
“Ef til vill, þegar á heildina er litið —
en hér eru stærri og minni frjósamir teigar,
eða sem kalla mætti bletti, ” svaraði Beau-
maroy til .skýringar.
“Eg er ekkert gefinn fyrir jarðyrkju,”
sagði hinn hreysikattarlegi Mr. Radbolt í
sínum mjúkmálga tón.
“Og svo eru hin litauðgu munnmæli um
sögu þessa staðar,” sagði Beaumaroy enn
fremur, — “nú, hvort þau eru sönn eða eigi,
veit eg auðvitað ekki. Sagan er um ein-
hvern Duggle kaftein — ekki úr hernum,
Mrs. Radbolt — heldur frá verzlunarflotan-
um. Yður mun kunnug þessi saga, Dr. Ark-
royd? Og yður einnig, Mr. Naylor, Þér
eruð líka, herra, helzti búandinn í Inkston.
Setjum nú svo að þér segið Mr. og Mrs.
Radbolt söguna ? Þá er eg viss um að þau
legðu ný met á gildi ]>essa svo aðlaðandi
smáhýsis — að viðbættum hinum tignarlega
svip, sem Dr. Arkroyd telur turninn færa
því. ’ ’
, Mér er sagan kunnug aðeins samkvæmt
því er vinur minn — Mr. Penrose — sagði
mér hana, og hann hefir mikinn áhuga fyrir
sögu og munnmælum sveitarinnar hér. Ef
húsráðandinn vill, skal eg með ánægju end-
ursegja söguna fyrir þau Mr. og Mrs. Rad-
bolt.” Eins og til viðbótar orða sinna
hneigði Mr. Naylor sig ögn gegn frúnni og
byrjaði tafarlaust á munnmælunum viðvíkj-
andi Duggle kafteini.
Mr. Radbolt var einkar samvizkusamur
maður og trúhneigður. Þegar sagan var á
enda mælti hann mjög alvarlegur á svip:
“Trúnni á það, að til séu djöfullegar verur,
verður ekki svo auðveldlega hrint, Mr.
Beaumaroy.”
“Eg er algerlega á yðar skoðun, Mr.
Radbolt.” 1 þetta sinn fann Mary til þess
að ekki yrði hér með að gildri ástæðu brosað.
“Það virðist svo, sem ekkert hafi verið
í gröfinni,” sagi Mrs. Radbolt eins og hugsi.
“Augsýnilega ekki, þegar Duggle kaf-
teinn fór úr henni — hafi hann nokkru sinni
verið í henni — að minsta kosti ekki eftir
að hann skildi við húsið, á hvern hátt eða
fyrir hvers áhrif sem hann hvarf þaðan.”
“Hvað seinna atriðið eða ástæðuna
snertir, þá hneigist eg helzt að gotgátu Mr.
Penrose.” sagði Mr. Naylor. “Hann taldi
delirium tremens — eða ölaiði — orsök að
hvarfi hans, eins og þér vitið.”
Beaumaroy púaði vindil sinn og sagði
svo. “Samt sem áðtir hefir mér altaf virzt,
að þó hún væri þá tóm, hefði hún verið —
sé hún annars í raun og veru til — fyrirtaks
felustaður til afnota þeim, er á slíkum stað
þvrfti að halda. Segjum nurlara, eða manni,
sem ástæðu hefði til að dylja hvers virði
eignir hans væri. Eg hafði eitt sinn orð á
þessari hugmynd minni í samræðu við Mr.
Saffron. Hann klappaði þá á öxl mér og hló
hjartanlega. Hann virtist ekki oft hafa jafn
gaman að neinu, sem eg sagði.”
Nýr glampi kom fram í grænu augun á
Mrs. Radbolt. Alt að þessu hafði vantraust-
ið á Mr. Beaumaroy verið ríkast í huga
hennar. Hin einlægnislega framkoma hans,
augljó-sa hreinskilni og hispursleysi, höfðu
vakið tortryggni hennar. En orð hans nú
bentu þó á eitthvað annað; hann væri kann-
ske einfeldningur en ekki pöróttur. Mr.
Saffron hafði verið skemt, hann hlegið
meira en hann átti að sér að gera. Það
hafði kannske verið einfaldasta aferðin til
að villa Beaumaroy sjónir! Grænu augun
voru nú hvatvís, þrungin ákafa og afar á-
girndarleg.
“Gröfin er í turninum, sé hún einhvers-
staðar,” mælti Beaumaroy. “Lahgar yður
til að skoða inn í turninn, Mrs. Radbolt?”
“Já, það vildi eg,” svaraði hún hörku-
lega. “Þetta er hvort sem er partur af
eigninni.”
Mary og Mr. Naylor skiftust á augna-
tilliti og gengu svo á eftir hinu fólkinu inn
í turnklefann.
Með augnaráðinu var sem Mary vildi
segja: “En sú andstyggilega kvenpersóna!”
Og Mr. Naylor brosti raunalega því til við-
urkenningar að hann hefði sama álit um
frúna.
Gestirnir — aðal syrgjendurnir, erfingj-
ar að lögum, eigendur staðarins þar sem
þeir nú stóðu — skimuðu alt um kring á
hina blábem múrgrjótsveggi í þessum litla
klefa. Naylor yfirvegaði þetta umhxerfi líka
með áhuga — munnmælasagan var vissulega
all-einkennileg fanst honum. En Mary stóð
með sigurbros á andlitinu bak við hitt fólk-
ið. Hvernig hafði Beaumaroy losast við
það — alt sem þarna hafði verið! Hún
hafði ekki farið vilt að því er snerti algert
traust á kænsku hans. Og hún haltraði nú
alls ekkert í trúnni á loforð það er hann
hafði gefið henni.
“Þessi kafteins gröf væri tryggur stað-
ur gegn innbrotsþjófum, sé hún réttilega
hulin!” mælti Beaumaroy enn fremur eins
og léttur í lund. “Og nú á dögum vill sumt
fólk helzt hafa fé sitt í eigin vörzlum, til
varnar gegn hrifsi óbilgjarnra stjórnar-
þjóna, samkvæmt lögum er þá og þegar yrðu
kannske settt er ekki svo Naylor? Yður er
þetta kunnugra en mér. Og svo eru skatt-
arnir — þeir eru ofboðslegir, Mr. Radbolt!
Svei mér þá ef eg ekki kyntist um daginn
náunga, sem, að því er virtist, hlotnaðist
all-vænlegur arfur. En svo, þegar hann hafði
borgað alla skatta og aðrar skyldukvaðir,
var gyllingin horfin að mestu af gjöfinni!
Hún er þarna — framan við eldstæðið — eða
munnmælin segja að gröfin sé þar. Er ekki
svo. Mr. Naylor?” Það var sem Beaumaroy
dytti alt í einu í hug að spyrja. “En heyr-
ið þér Mrs. Radbolt, viljið þér að við grensl-
umst eftir því, hvort nokkur merki sjást um
það að gröfin sé þarna? Augu hans litu
lengra en til konunnar, sem hann ávarpaði,
og náði þar athygli Mary. Hún skildi þegar
augnaráð hans, sá að hann vildi með því
ggfa henni í skyn, að hann væri að reyna
afstöðu aðal-syrgjendanna.
Gilda frúin, með grænu augun gerði sér
óðara í huganum grein fyrir því, hvernig í
öl!u gæti legið: Miklu minni peningar fund-
ist, en búist hafði verið við — engin merki
ekki sá slægi misendismaður. sem hún hefði
ímyndað sér heldur gjalfrandi aulabárður
að opinbera það, sem ef til vildi væri g-ullið
leyndarmál! — hugsaði hún. Og mammons-
hyggjan og ágirndin gráðug itil að ná í meira
glampaði eldþrungin í hinum grænu augum
hennar.
‘ ‘ Þarna! Sögðuð þér að hún væri — að
haldið væri að gröfin sé?” spurði hún m°ð
ákefðar skjálfta í röddinni.
Eiginmaðurinn greip nú fram í og sagði
þýðlega og í guðræknistón: “Góða mín, ef
Mr. Beaumaroy og hinum herramanninum
er sama, þá vildi eg segja, að mér hafi fund-
ist þetta umræðuefni fremur óviðeigandi á
svona degi, vegna þess atburðar, er leitt
hefir okkur hingað. Munnmælin eru líklcga
tilbúningur einn, jafnvel þótt í þeim sé fólg-
in heilbrigð siðferðishugsjón. Seinna get,-
um við, ef þér þóknast, góða mín, grenslast
eftir þessu, eins og af forvitni einni. En í
dag, á greftrunardegi Aloysiusar frænda,
liti það ekki út sfem viðeigandi.”
Stóra konan leit eitt augnablik rann-
sakandi augum á litla manninn sinn. Svo
sagði hún með óvanalegri auðmýkt: “Eg
hafði rangt fyrir mér. Tilfinningar þínar
eru ávalt eins og við á, Radbolt.”
“Þetta var mér að kenna, algerlega mín
yfirsjón,” flýtti Beaumaróy sér að segja.
‘ ‘ Eg fór að minnast á gömlu söguna og
eggjaði Mr. Naylor itil að hafa hana upp
aftur fyrir okkur, og svo skýrði eg frá því
sem eg sagði við Mr. Saffron um felustaðinn
og hvernig hann hefði tekið því. Það var
a!t mér að kenna! Eg viðurkenní réttmæti
aðfinslunnar, Mr. Radbolt, og bið afsökunar.
Eg held að erindi okkar í turninum sé nú
lokið,” bætti hann við og leit um leið á úrið
sitt. “En hvernig stendur á með tíroa vðar?
Gæti Mrs. Wiles fært okkur teboua, eða
þurfið þér að ná í lestina næstu?”
“Er það konan, sem sér um húsið?”
spurði Mrs. Radbolt.
“Hún kemur á morgnana, en sefur hér
ekki, ” svaraði Beaumaroy og brosti góð-
lega til Mrs. Radbolt. “Sannleikurinn er, að
eg héld hún fengist ekki tií að sofa hér ein-
sömul, þó heimskulegt sé. Og — svo er
gamla sagan eins og ]>ér skiljið!”
“En sofið þér ekki hér?” sagði konan
enn fremur, þótt maður hennar liti vand-
ræðalega til hennar.
“Þangað til nú,” svaraði Beaumaroy.
“ En nú er- ekkert til að halda mér hér leng-
ur og Mr. Naylor hefir vinsamlega boðið
mér að dvelja hjá þeim meðan eg væri í
Inkslon.”
“Og ætlið þér að skilja húsið hér eftir
mannlaust?
S\dpur Beaumaroys lýsti undrun yfir
þessari spurning-u, en hann svaraði: “Ó-já!
Hér er ekkert, sem gæti freistað þjófa, eins
og auðséð er. Eg loka bara dyrunum og
sting lyklinum í va'sa minn.”
Konunni virtist líða fremur ónotalega
og vera öngulvnd út af þessu. En maður
hennar hjálpaði upp á sakirnar með því að
segja auðmjúklega: “'Konan mín er ávalt
einkar viðkvæm og hrædd við eldshættu,
jafnvel þótt engin ástæða virðist til þess,
Mr. Beaumaroy. Það gæti þó hugsast, að
með gamalt hús sem þetta gæti verið um
þá hættu að ræða. ”
“Sannast að segja hafði mér ekki dottið
slíkt í liug!” sagði Beaumaroy. “Eg liafði
búið um alt mitt dót, og vagn yðar, Mr.
Naylor er kominn til að flytja ‘það. En
auðvitað gæti eg—”
“Ó, við höfum engan rétt til að gera
yður ómak, Mr. Beaumaroy. En konan mín
er aðeins—”
“Eg er hrædd um að eldshræðslan sé
mér ósjálfráð.” rumdi stóra konan með
breiðu glotti. Kætis-pískur konunnar liljóm-
aði mjög andstyggilega í eyrum Mary.
“Eg held, góða mín, að þú yrðir rólegri,
ef eg yrði hér eftir, heldurðu þa*ð ekki líka?”
mælti Mr. Radbolt. “Þú gætir á morgun
sent mér það sem eg þyrfti með og koipið
svo aftur hingað þegar við ráðstöfum þessu
— því við þurfum auðvitað að koma okkur
saman um hva gera skuli við eignina hér.”
“Eins og yður þóknast, Mr. Radbolt,”
mælti Beaumaroy og nú í fyrsta sinni held-
ur þvrkingslega. Það var eins og bending
um snert af móðgun — eins og honum fynd-
ist sér brugðið um hirðuleysi, og að hann
liti á hina “ósjálfráðu” viðkvæmni Mrs.
Radbolts sem fjas eitt. “Og eg efast ekki
um það,” bætti Beaumarov við, “að ef þér
verðið hér eftir, þá myndi Mrs. Wiles ganga
inn á að vera hér líka og leggja sig fram um
að láta fara sem bezt um yður.”
“Eg væri rólegri. ef þú yrðir hér eftir,
Radbolt,” madti stóra konan, og rumdi nú
aftur brosandi eins og í afsökunarión.
Beaumaroy benti gestunum á að koma
aftur inn í stofuna. Og bar framkoma hans
enn keim af móðguninni, er hann mæiti:
“Þá er eiginlega ekkert, sem eg get nú gert,
annað eftir en að kveðja — og óska yður
allra. heilla með nýju eignina. Hvaða upp-
lýsingar, sem eg kynni að geta í té látið við-
víkjandi eignum Mr. Saffrons, væri mér auð-
vitað ánægja í að veita yður. Eigið þér von
á vagni yðar, Mr. Naylor?”
“Eg hélt það mundi verða ánægjulegt
að ganga heim; og eg vona að Doktor Mary
komi líka til að fá sér tebolla. Eg skal svo
láta flytja yður heim, Doktor Mary.”
Svo var skifzt á kveðjum. þó nú án
minsta alúðarvotts. Naylor og Doktor Marj*
höfðu nú fengið of mikið ógeð á aðal-syrgj-
endunum til að sýna, þeim annað en blábera'
kurteisi. Og Beaumaroy hafði heldur ekki
náð sínu fyrra einlægnis-viðmóti. Hin auð-
sæja móðgun út af Jieirri ráðstöfun, að bónd-
inn yrði eftir í Turnhúsinu, vakti nú aftur
vantraust Mrs. Radbolt á Beaumaroy; var
hann þá eftir alt auðsær og slunginn við-
sjálsgripur? Aðeins hin hátíðlega fram-
koma Mr. Radbolts og mjúkmælgi —- sem
vissulega liefði hlotið að lægja mesta ofsa —
höfðu nú bægt ónotaorðunum burt.
“Skarpskygnt fólk, virtist mér,” mælti
Beaumaroy, er þau voru komin út á heiðar-
veginn og héldu áleiðis yfir að Fornasetri.
“Fanst yður það ekki, Mr. Naylor?”
Naylor gamli urraði bara án ]>ess að
svara nokkru, svo Beaumaroy sneri sér að
Doktor Mary með gletnis-glampa í augum
og spurði: “Hvaða áhrif höfðu þau á
yður?”
“Ó—æ!” stundi Mary með hrollskendri
áherzíu. “Og hvernig vissuð ]>ér, að þau
myndu vera þessu lík?”
“Af bréfum þeirra, og lýsing gamla
mannsins á þeim; liann hafði all-gott vald á
orðalagi sínu og lét mjög ákveðið í ljós vel-
vild sína og vanþóknan.”
“Og þetta voru nánustu ættingjar aum-
ingja gamla mannsins yðar!” mælti Naylor
og hristi höfuðið raunalega. “Konan hirti
auðsjáanlega ekkert um annað en að ná í
peningana hans — og gat jafnvel ekki dulið
það! Þetta er fröm og viðbjóðsleg kven-
persóna, Beaumaroy!”
“Móðgaði það yður í raun og veru, að
þau sjálf, eða Mr. Radbolt, yrði eftir í hús-
inu.” spurði Mary.
‘ ‘ Ó, verið ekki með þessi látalæti, Doktor
Maiy, til slíks eruð þér of skarpskygn! En
eg held að mér hafi tekist leikurinn all-vel.
Eg egndi gömlu drósina til frekari liugsana,
eða var það ekki?” sagði Beaumaroy og
skelti upp úr hlæjandi, sem Mary nú tók
hjartnleg þátt í. 'Naylor gamli leit með for-
vitnissvip frá einu þeirra itil annars.
“Þið tvö komið mér — einhvernveginn
— svo fyrir sjónir, að þið búið yfir sameig-
inleg-u leyndarmáli. ” mælti hann.
“Ef til vill gerum við það! Mr. Naylor
er trúverðugur drengskaparmaður, Doktor
Mary; maður, sem metur réttilega kringum-
stæðurnar og sém treysta má.” Beaumaroy
virtist vera í góðu skapi og léttur á sér, bæði
í geði og til göngu, eins og hann liefði losast
úr ]>ungri ]>raut. “Hvernig væri að trúa
Mr. Naylor — honum einum — engum öðrum
— fvrir leyndarmálinu?”
Mary smeygði hönd sinni í olnbogabót
Mr. Navlors og mælti um leið: “Sé yður
sama, þá hefi eg ekkert á móti því að segja
honum það — engrnm öðrurn!”
“Jæja, þér getið þá í góðu tómi skýrt
þetta fyrir honum — alt eins og það gerðist.
En sem stendur ætla eg að minnast annars.
Eg sagði yður að eg hefði í huganum gert
mér mynd af þessum ógeðfeldu ættingjum,
erfingjum að lögum og aðal-svrgjendunum.
Jæja, og þar sem sú hugarmynd hefir reynst
sönn, þá ætla eg að bera fram spádóm um
þau, sem eg skal veðja um að reynist jafn
sannur. ”
“Haldið áfram,” sagði Mary. “Takið
eftir, Mr. Naylor,” bætti hún við og greip
fastar um handlegg gamla mannsins.
“Þið eruð eins og tveir óþægir krakk-
ar, ” sagði Beaumaroy og hló viðkvæmnis-
lega.
“Jæja. spádómur minn er sá, að þau
muni sverja þess dýran eið, að eignir aum-
ingja gamla vinarins míns hafi verið undir
fimm þúsundum punda að verðmæti.
“Nú, jæja, og hví skyldu—” byrjaði
Naylor að segja en þagnaði þegar hann tók
eftir því að þau Mary og Beaumaroy litu
skyndilega hvort til annars með innilegum
samhygðarsvip í augnaráðinu.
“Og kannske þér viljið nú, Dobtor Mary,
viðurkenna iðrun yðar og vonbrigði?” sagði
Beaumaroy gletnislega.
‘ ‘ Svo það er miðið, sem þér sfefnduð að,
var það?” svaraði Mary.
XVIII. KAPÍTULI
Gullið og fjársjóðurinn.
A öðrum eða þriðja degi eftir útförina
fór Naylor gamli — þegar hann vissi vel að
Cynthia var stödd að Fornasetri — heim til
Doktor Mary, til þess að hlusta á sögu henn-
ar. Um sum atriði sögunnar var henni ekki
vel kunnugt og gat því ekki skýrt þau ná-
kvæmlega, — þann hluta, 'til dæmis, er þeir
Mike og stóri Neddy voru við riðnir; en frá
öllu því, sem henni var kunnugt um. skýrði
hún hreinskilnislega og veigraði sér ekki við
að láta í ljós eigin álit viðvíkjandi hlutdeild
Mr. Beaumaroys með þeim erfiðleikum,
kröfum, skyldum — og freistingum, sem
henni fylgdu. Naylor gamli hlustaði gaúm-
gæfilega á Mary og starði í hið fjörlega and-
lit hennar með næmri athygli og ánægju-
legu brosi í augnaráðinu.
“Undravert!” sagði hann að lokum og
nuddaði saman lófunum. “Það er að segja
ekki í sjálfu sér undravert. Aðeins skrítið
smá-tilfelli, er manni myndi finnast lítið til
um við að lesa lýsing þess í dagblöðunum!
Viðburðirnir verða, fyrir manni miklu undr-
unarverðari, þegar þeir gerast í manns eigin
umhverfi, fárra mínútna gönguleið frá
garðshliðinu — og þegar maður er beinlínis
kunnugur þeim, sem þar eiga hlut að máli.
En hvað um það þá hallaðist eg ávalt að
þeirri skoðun Dr. Irechesters, að eitthvað
óvanalegt ætti sér stað í sambandi við Saff-
ron gamla og kunningja okkar Beaumaroy.”
“Dr. Ireohester komst þá aldrei að því,
hvað það væri,” mælti Mary hróðug.
“Nei, ]>að gerði hann ekki — af ástæð-
um, sem all-ljóslega er vikið að í frásögn
yðar,” svaraði Naylor og liallaði sér aftur
á bak í stóra stólnum. lagði handleggina á
bríkurnar fléttaði höndum á brjóstinu, og
bætti svo við: “Ef eg mætti segja ]>að, Dr.
Mary, þá finst mér liið skrítnasta af öllu
vera þátttaka yðar í þessu máli.”