Lögberg - 18.01.1940, Page 3

Lögberg - 18.01.1940, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JANÚAR, 1940 3 hías Matthíasson með konu sinni; afi hennar var Guðin. Guðmundsson frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka. Þar var líka Mrs. Bernhöft frá North Dakota, ásamt börnum sínum, er hún ekkja eftir einn af hinum vin- sælu Bernhöfts-bræðrum frá Beykjavík o. m. m. fleiri. En í úópinn vantaði t. d. Mr. Jóhann P. Bjarnason fyrrum kaupmann í Vestmannaeyjum og börn hans ‘)g barnabörn. Er það stór og glæsileg: fjölskylda, ennfremur þau Mr. og Mrs. Bjarni Guð- mundson frá Inglewood, ásamt níu börnum þeirra, mjög mynd- arlegt fólk; Mr. og Mrs. Oddur Johnson, komu þau hingað fyrir rúmu ári síðan frá Detroit, ^fich., er hann ættaður úr Vest- mannaeyjum en Helga kona hans af Eyrarbakka, systurdóttir Stef- áns Stefánssonar kennara í Beykjavjk, Mr. og Mrs. Erlindur Johnson, Mr. Björn Einarsson, Mrs. Orton, Mrs. Cook, Mrs. Roger, Mrs. Nelson, Mrs. Clark. Margar fleiri islenzkar konur, sein að giftar eru hér innlendum mönnum. Veitingar voru hinar heztu eins og gerist hjá íslenzk- nm konum og dansað var til kl. 1, þá voru synir okkar komnir að dyrunum á heimleið. —Skúli G. fíjarnason. Merkisbóndinn Magnús Mag nússon á Eyjólfsátöðum í Hnausabygð áttrœður Þann 7. desember s.l. átti Magnús Magnússon á Hnausum nttatíu ára aldursafmæli; komu bá saman börn hans og vanda- fólk, en vegna óhjákvæmilegra anna gátu ekki öll börn hans 'ei'ið þar og þess vegna varð þarna fámennara en margur hetði kosið, eins og sýna mörg 'ingjarnleg skeyti og orð, sem þeim hjónum hafa borist síðan, asamt kvæði, sem hér fylgir, frá gomlum vini og verkamanni hans Bergi ,1. Hornfjörð. Þó manni firfnist áttatíu árin langur aldur, geta það ekki tal- lst nein tíðindi, því svo margir komast á og yfir þann aldur og láta lítil afrek eftir skilin, en viðvíkjandi starfi Magnúsar er um enga meðalmensku að ræða, t>ví þar hafa verið samfara hvgni °g hagfræði, dáð og drengskap- Ur> hógværð og heimilisprýði, með því allra bezta sem inönn- um er gefið. Margt af þessu lalar Ivrir sig sjálft, þar sem er íjármunaleg heiinilishagsæld og heiðarlegt uppeldi ellefu barna af brcttán, sem þau hjón hafa eignast. Þarf ]>ar ekki útskýr- ingar við, en hugarfar og hjarta- Iag geta þeir einir um borið, spm hafa af því persónuleg kynni. Sá er þetta skrifar er vinn al mörguni, sem búinn er kynnast Magnúsi yfir tuttugu ár. Það er orðið algengt líkíngamál að vinátta og viðkynning manna lylu e^a stytti fjarlægðir, og er syo oft talað um að samhugur se hllinn að brúa Atlantsála milli Austur- og Vestur-íslendinga, og <aa veit eg leggja þar til sterk- uri strengi en Magnús, þar sem bann eftir um fimtíu ár heldur uPPi stöðugum bréfaskiftum við systkini sin heima, með allri þeirri fjárhjálp, sem kraftar og kringumstæður leyfa; en svo eg ,)1-uki þessa brúargerð sem vin- attu-saintenging, þá hefir Magn- Us bygt brú að hálfu leyti milli arðastrandar og Borgarfjarðar, H) þar sé ekki yfir heimshöf að ^ri*a, þá eru það firðir og fjöll míi 6kki náinn kunnugleiki á v. ' tslands og Ameriku, en af j)r, ynningu við Magnús og af * 1,111 frá systkinmn hans, finst \u sJá ættarmót af ráðdeild ráðvendni frá Rangárdal; en j)'1 ætti mér ekki síður að vera annugt um hinn aðilja þessar- ar brúar, þar sem er Ingibjörg frænka mín, kona Magnúsar. Það eru ekki nema um fjörutiu ár síðan þær Svarfhólssystur, ljósmæðurnar Þuríður og Jór- unn, þóttu bera af flestum kon- um Borgarfjarðar, að mentun, höfðingsskap og hugarfari. Þriðja systirin, Þorgerður, sem ekki stóð hinum neitt að baki, varð þeim fyllilega samhliða, svo engum, sein hana þektu, kemur það að óvörum, þó dóttir hennar, Ingibjörg, finni sína aðalánægju i því að gleðja aðra. Óska eg að þeirra æfikvöld megi verða heiðríkt og hamingju- samt, eins og öll þeirra lífsstefna hefir verið. —Nágranni. Tvö af þessum Svarfhólssyst- kinum eru enn á Iífi, bæði í Riverton: Valgerður Sigurdsson og Jón, háaldraður maður. V I N A R () R Ð ,til Magnúsar Magnússonar, Hnausa P.O., Man., í tilefni af 80 ára afmæli hans 7. (íesemher 1939. Við aldurs háan æfiferil mikið starfað manns er hefir sjást þau merki, sem að heita: Grettistök, er geyma sögu. Þess er vann að verki slíku útsjón ineð, sem einir kunna. Er með gætni áform leiða til sjálfstæðis “Sigurhæða.”— Kom ]ni sæll, minn kæri forni vinur! eg kem í anda glaður þinn á fund; og inn til þín eg arka, aldni hlynur, eg aðeins tef um rétta klukku- stund. Mér var það sagt, þá áttatíu ættir nú ár að baki þennan heilladag. Því er mín ósk, að öllu starfi hættir og ættir rólegt fram á sólarlag.— í sögu þinni, sem eg veit þú hefur hér saman dregið æfi liðinn þráð, er öllum vinum upplýsingar gefur, mcð eiginhendi frásögnin er skráð. Þar ekki er villu efans um að ræða, þar afrek sýna sterkan viljans þrótt, þar ástardísin ei lét að sér hæða, sín áform vann, — þó alt það færi hljótt. Þú íslendinga erfðir skapið forna, að ýta á hafið fríðum veiðiknör. En aldrei þér við eld og yl að orna, þá ákveðin var langsótt veiðiför. Og Winnipeg- ef -vatnið gæti hjalað, það væri saga flestum bæjum á, að upp á ísinn alveg óumtalað hann auð minn dró mér stórkost- kostlega frá. Svo átt þú það, sem öllum auð er betri, sem eru börn og valið græða fljóð. Það kvíða þarf ei köldum elli- vetri, þótt kallast megi veröld: “Helj- arslóð.” Því óteljandi vinir vörð þar setja, því vinsælt nafn er ætíð Magn- úsar, hann hefir sýnt, að sönn þar væri hetja, sem hefir unnið vel til gæfunnar! —B. ,1. Hornfjörð. .4 /•’ M ÆLISKVEÐJA til Magnúsar á Eyjólfsstöð- u m. Eg minnist að áttatiu árin í dag af æfinni þinni eru liðin, en dagsverkið langa er heimi í hag, hagsæld er efldi og friðinn. Ef samtíðin fleiri ætti svoleiðis menn, með sjálfstjórn og fórnfýsi vinna, við lifðum í heiminum tímamót tvenn, þó tölunni fækkaði hinna. —Daniel Halldórsson. A að hreyta nafni Islands Svo nefnist eftirtektarverð grein sein Sigurður ólafssori lögfr. birti í Vikunni nýlega. Er þar fyrst rakið hvernig nafnið fsland varð til, og leidd rök að því, að nafnið hafi verið valið af óvildarhug til landsins, til þess að níða það niður og fá menn til að trúa þvi, að það væri ó- byggilegt. Það hafi átt að stemma stigu fyrir fólksflutn- ingum hingað að velja landinu nógu hraklegt nafn. fslendingar hefðu ekki valið landinu þetta nafn, sem búskussinn Flóki og óvildarmenn landsins hefðu illu heilli og af illum hug fest við landið. Telur greinarhöf. það tæplega vansalaust landsmönn- um að una slíku nafrii, sem sé í senn ljótt, rangt og skaðsamlegt, bæði í nútíð og framtið. Er síð- an rakið hversu háttað sé þekk- ingu annara þjóða á landi okk- ar, og hverja þýðingu nafnið hafi í því sambandi. Þekking umheimsins á landi okkar nái yfirleitt ekki lengra en það, að kannast við nafnið, sem gefi rangar og lítilsvirðandi hug- myndir um land og þjóð, og gefi þeim hugmyndum byr undir vængi, að við hljótum að vera Eskimóar eða einhver þvílík manntegund, hvað lifnaðarhætti snertir, þar sem íslönd heimsins séu yfirleitt bygð þeim mann- flokkum. Skoðanir greinarhöf- undar um þetta eru mjög at. hyglisverðar, og má vel vera að nafnið eigi sinn þátt í hinum ótrúlega rangsnúnu hugmynd- um, sem erlendar þjóðir hafa um land okkar og þjóð. Hörður Bjarnason húsameistari skýrir frá því í Vísi nýlega, að það hali verið ýmsum vonbrigði á íslandssýningunni i New York, að sjá ekki Eskimóana, sem þeir hati vonast til að sjá. Greinar- höfundur stingur upp á því, að athugaðir séu möguleikar þess, að tekið verði upp nýtt nafn á landið, og bendir á mörg for- dæmi slíks á síðari árum, ósló, Iran (Persía), Iraq, o. fl. Eftir að hafa rakið nauðsyn nafnbreytingar stingur greinar- höfundur upp á því, að landið verði nefnt aftur hinu forna og virðulega nafni Thule (Týli i þýðingu Ara fróða), og heldur hann því fram, að söguleg rök styðji það, að ísland sé hið forna Thule, og ganga megi út frá því, að frumbyggjar landsins, Kelt- arnir hafi í öllu falli talið svo vera. Sé auðveldara að taka upp nafn, sem við höfum sögu- legan rétt til, en að velja alger- lega nýtt nafn. Thule sé virðu- Iegt nafn og fagurt, og myndum við fljótlega venjast því (fslend- ingar myndu þá væntanlega nefnast Týlingar, tungan Týliska o. s. frv.), en annars inegi vel vera, að benda mætti á annað nafn, sem betur mætti fara. Að síðustu bendir greinarhöf- undur á það, að nú sé tilvalið tækifæri framundan að koma nafnabreytingunni fram, ef við óskum, þ. e. í sambandi við væntanlegan skilnað við Dani og yfirlýsing fulls sjálfstæðis. Yrði slíkt tiltölulega auðvelt, er þannig stendur á, og auk þess myndi það verða til áherzlu og auglýsingar þeirri staðrevnd, að við hefðum endanlega slitið þvi sambandi við aðra þjóðð, sem frá upphafi hafi verið okkur smán og niðurlæging, og sem jafnvel á síðustu árum hafi stimplað okkur sem danska ný- lendu við hlið Eskimóanýlend- unnar í Grænlaiidi.—S. —Vísir, 17. des. Mrs. Gróa Kjartasson Á þessa merku konu hefir þeg- ar verið minst í LÖgbergi, fyrir tveimur vikum síðan. Hún and- aðist hér í bæ, eftir stutta legu, þriðjudaginn 26. des., annan í jólum. Hún þekti af eigin reynd frumbýlingslífið hér vestra i fleiri en einni bygð; hún var landnámskona með sterk og göf- ug einkenni. Hún var fædd í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu 26. nóv., 1854. Maður hennar var Gunnar Kristjánsson, dáinn árið 1933. Þau bjuggu á íslandi nokkur ár, en fluttust hingað vestur árið 1888, settust að í íslenzku bygð- inni nálægt Akra í Norður Dak- ota, og bjuggu þar allmörg ár. Þaðan fluttu þau til Manitoba og áttu fyrst heima í svonefndri Marshlands-bygð, nokkrar mílur vestur frá Manitoba-vatni. Eftir nokkurra ára dvöl Jiar fluttu þau sig nær vatninu. Pósthúsið þar var nefnt Beckville. Þar bjuggu þau til ársins 1929; en þá fluttu þau til Winnipeg, bæði hnigin á efri aldur, enda sum börn þeirra þá koniin til Winni- peg, og í þessari borg áttu þau heima það sem eftir var æfinnar. Elzti sonur þeirra, Björgvin, bóndi að Amaranth, Man., dó ári fvr en faðir hans. Gróa sáluga var einstaklega geðfeld og myndarleg kona, hafði mikinn þrótt og lífsfjör. Þrátt fyrir eðlilegan lasleik elli- áranna hélt hún andlegum hæfi- leikum sínum óskertum fram til hins síðasta: minni ágætu og skýrri hugsun. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast. öll hin síðari ár hafði hún heimili með dóttur sinni, Guð- nýju, sem veitti henni ágæta um- önnun. Á laugardaginn fyrir jól var Gróa sáluga veik, sendi eftir tengdadóttur sinni Guðbjörgu, konu Júlíusar sonar hennar, og gerði nokkrar ráðstafanir við- vikjandi útför sinni. Bjóst hún þá við að stundin væri þegar komin. Útfararathöfnin fór fram í útfararstofu Bardals fimtudags- kvöldið, 28. des. Ræðuna flutti séra Rúnólfur Marteinsson, en athöfninni stýrði séra Valdimar Eylands. Næsta dag var líkið flutt til Amaranth. Hún var þar jarðsungin af séra Valdimar Eylands. Gróa! sáluga var lítil kona vexti, en samt frábær dugnaðar manneskja og að því skapi stjórnsöm og hagsýn. Hún var skemtin í samræðum, orðhög og hnyttin í svörum. Skoðanir hennar voru ákveðnar stefna hennar föst en viðmót þýtt og aðlaðandi. Alúð og góðgerða- semi átti hún í ríkum mæli. Hún naut virðingar og elsku sinna nánustu að verðleikum. Kristindómurinn var henni al- vöru og hjartans mál, og kirkju sótti hún eins lengi og kraftar leyfðu. I friði lagðist hún til hvíldar. Hún elskaði þann sem sagði: “Minn frið gef eg yður.” Friður sé með henni. —R. M. FINNLA NDSSÖFNUNIN Á ÍSLANDI Söfnunin til stuðnings Rauða krossi Finnlands komst í gær upp í 15 þúsund krónur, og streyma peningar stöðugt inn til stjórnar Rauða krossins . og ís- landsdeildar Norræna félagsins. Svo lítur út sem safnast muni allmiklu meira fé, enda er ekki aðeins um það að ræða, að hér er um sjálfsagt málefni að ræða, heldur vilja margir, að íslend- ingar verði ekki eftirbátar ann- ara Norðurlandaþjóða i þessu tilfelli.—Alþbl. 12. des. $usinesB ! DR. B. H. OLSON Phones: 36 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Wínnipeg, Manitoba anb CsV Qiaibs Dr. P. H. T. Thorlakson DR. B. J. BRANDSON 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennédy Sts. Phone 22 866 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice timar 3-4.30 • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN, TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. ROBERT BLACKj Sérfræðingur I eyrna, augna, nef ] og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViÖtalstlmi — 11 tíl 1 og 2 til 6 Skrifstofusími 22 251 Heimilissími 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson Dentist 806 BROADWAY • Talsimi 30 877 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 • Viötalstimi 3—5 e. h. DR K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdóma. Viötalstlmi 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusími 80 887 Heimilissimi 48 551 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrceBingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 Phones 95 052 og 39 043 [j. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœSingur ! • I 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talsfmi 601 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hfls. Út- vega peningalán og eldsábyrgC af öllu tægi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • pœgilegur og rðlegur búntaSur i miSbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yflr; meö baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltíCir 40c—60c Free Parking for Chiests prmhnq.. . L distinctnle and persuasn)e /YxUBLICITY that attracts and compels action on l/ the part of the customer is an important factor / in the development of business. Our years of experience at printing and publishing it at your disposal. Let us lielp you with your printing and advertising problems. niie COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 - 8

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.