Lögberg - 15.02.1940, Page 1

Lögberg - 15.02.1940, Page 1
PHONE 86 311 Seven Lines L<m Oot- & „ an' CtS A 'o>v* Cle?SS£Ö^ ,%©«'* í*C;®S« Service and Satisfaction PIIONE 86 311 Seven Lines & 'lV&sö* ^dNÍ^V ** Cot- For Better Dry Cleaning and Laundry 53. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGTNN 15. FEBRCAR, 1940 NÚMER Hinn ástsæli landátjóri Canadisku þjóðarinnar látinn LÁ VM RÐUR TWEEDSMUIR A Message of Sympatfiy To Lady Tweedsmuir Her Excellency The Lady Tweedsmuir, Government House, Ottavva. The inemory of Lord Tvveeds- muir vvill be forever linked vvith that of Lord Dufferin in minds of all Canadiaiis of Icelandic origin. We deeply mourn the loss of our honorary patron, a great státesman, and a vvarm personal friend. On behalf of all Icelandic Canadians vve ex- tend to you our deepest sym- pathy }n your bereavement. The Icelnndic National League, Gisli Johnson, (Secreary). r ronsmotio Eins og augl. er í þessu þláði býður þjóðræknisdeildin “Frón” fslendingum að sækja árshátíð sína “fslendingamótið” n. k. þriðjudagf Þar verður kostur á Síðastliðið sunnudagskveld lézt á sjúkrahúsi í Montreal, hinn ástsæli landsstjóri canadisku þjóðarinnar, lávarður Tvveedsmuir, freklega 64 ára að aldri; hafði hann dottiö á heiinili sínu í Ottavva fjórum dögum áður, og sætt við það nokkurri heilaröskun; gerðu frægir sérfræðingar á honum tvo uppskurði, en alt kom fyrir ekki; hinn látni landsstjóri var skozkur að ætt; var faðir hans prestur í smáþorpi einu, og hét Buchan. Fult nafn hins látna landsstjóra var John Buchan, og undir því nafni var hann kunnur um allan heim sem snjall og mikilvirkur rithöfundur; samdi hann alls og gaf út vl'ir sextíu bækur; mestmegnis skáldsögur; lávarðstign sína hlaut hann við útnefningu til landsstjóraembættis í Canada; hann var hið mesta valmenni, ljúfur í umgengni og manna hátt- prúðastur; vel var hann máli farinn, og var næsta eftir- sóttur fyrirlesari. Svo miklu ástfóstri tók lávarður Tvveedsmuir við íslendinga, að líkja má honum í því efni við Dufferin lávarð; nægir því til sönnunar, að minna á hina undur- fögru ræðu hans við heimsóknina til Gimli og árnaðarósk- irnar til Lögbergs á hálfrar aldar afmæli þess.— Tweedsmuir lávarður lætur eftir sig Lady Tvveeds- muir, ásamt þrem sonum og einni dóttur. útför hans fór frain í Ottavva í gær á kostnað rikisins; líkið var brent, og verður askan send heim til Skotlands ineð canadisku herskipi. # Við fráfall lávarðar Tvveedsmuir syrgir einhuga cana- disk þjóð ástsælan leiðtoga og samferðamann. að íheyra frumsamin kvæði, ræðu, söng, hljóhfæraslátt, nevta íslenzkra veitinga og dansa langt fram á nótt. Auk þeirra, sem auglýst var í siðasta blaði að tækju þátt í skemtiskránni mun Pearl Pálmason, klædd íslenzka þjóðbúningnum, leika islenzk og útlend lög. Hvílík ítök hún á í hugum og hjörtum fslendinga sást bezt á hljómleikum hennar s.l. viku. Einnig hefir það kvisast um bæinn að Lúðvík Kristjánsson hafi ort vísur um alla hina nýju “Fálka riddara”, mun mörgum forvitni að heyra þann “krossaburð.” Karlakór fslendinga í Winnipeg syngur og lög sem aldrei áður hafa heyrst á samkomum áður þar á ineðal lag frumsamið fyrir þetta tæki- færi og auk þess gamalkunnug uppáhaldslög. Borðin í veizlusalnum verða skrýdd ísl. fánum og blómum. Þar verða framreiddar hinar vönduðustu ísl. veitingar, sem undanfarin ár, hangikjöt, rúllu- pylsa, kæfa, mysuostur, vínar- tertur, pönnukökur, kleinur og allskonar kökur og góðgæti á- samt kaffi. Prúðbúnar konur og ungar stúlkur ganga um beina. Hefir Mrs. Loftur Matt- hews umsjón með veitingunum, henni til aðstoðar verða þessar konur; Mrs. K,. W. Johannson, Mrs. H. Jonasson, Mrs. R. Gísla- son, Mrs. Ása Jonasson,- Mrs. Bína Johnson og Miss S. Blon- dal. Taka þær á móti gestun- um í veizlusalnum klæddar ísl. þjóðbúningnum, ef þess er kost- ur. Klæddar hvítum kjólum bera þessar ungu stúlkur gest- unum mat og drykk: Miss Lil- lian Blöndal, Miss Thelma Halls- son, Miss Rúna Magnússon, Miss Lily Bergson, M. Magnússon. Miss Rósa Halldórsson, Miss Kay McFee, Miss Iris Nordman, Mrs. H. Melsted og Mrs. H. Rjarnason. Fyrir dansinum leikur sama hljómsveitin er hreif fólk svo mjög á karlakórsdansinum s.l. haust. Stjórnarnefnd “Fróns” hefir vandað svo mjög til þessarar há- tíðar, að jþað er einlæg ósk fé- lagsins að sem flestir sæki há- DR. B. .1. RRANDSON aðalræðuinaður á Frónsmótinu á þriðjudaginn kemur. tíð þessa og kvöldstund þessi verði öllum hin ánægjulegasta. Lögregluþjónn myrtur í Winnipeg Maðnr, sem grunaður var um morðið ræður sjálfum sér bnna Aðfaranótt siðastliðins sunnu- dags, gerðu illræðismenn tilraun til þess að ræna skrifstofur Manitoba Motor League á Fort Street hér i borginni; tvo lög- regluþjóna bar þar brátt að, sem þorpararnir voru að verki, og reyndu að handsama þá; skaut einn ránsmanna á annan lög- regluþjóninn, er John McDonald hét, og beið sá bana af; hinn lögreglumaðurinn, Mr. Stewart, varð einnig fyrir skoti, særðist allmjög í handlegg, og liggur á sjúkrahúsi. Fyrir frækilega framgöngu rannsóknarlögregl- unnar, tókst að handsama bóf- ana, en rétt i sömu andrá, er lögreglumenn króuðu aðalþorp- arann í stórhýsi einu á Logan Avenue, réð hann sjálfum sér bana; hét sá Atamonchuk, 25 ára gamall maður, er nýlega var sloppinn úr fangelsi; hinir tveir bíða í fangelsi dóms og laga. Hinn myrti lögregluþjónn læt- ur eftir ekkju og kornungan •son. Einar Benediktsson látinn Neðanskráð frétt harst hr. Ásmundi P. Jóhannssyni frá íslandi á þriðjudaginn, frá hr. Sigfúsi Halldórs frá HöfnunOog lét hann Liig- bergi hana góðfúslega í té til birtingar. Um dánardag skáldsins getur ekki,—Ritstj. Jarðarför Einars Benedikts- sonar, sem íslenzka ríkið stóð fyrir og kostaði, fór fram á laug- ardaginn 27. janúar, að Þing- völlum, og þar með vígður graf- reitur fyrir sérstaka vfirburða- menn íslenzkra lista, en aðalat- höfnin fór fram daginn áður, föstudaginn 26. janúar, kl. 2 sið- degis, í dómkirkjunni í Reykja- vik. útfararathöfnin í dómkirkj- unni var hin hátíðlegasta. Kirkj- an var einfaldlega en fagurlega skrýdd. Kista skáldsins stóð i kórdvrum, sveipuð hinum fagra fána, sem skáldið hafði skapað og kveðið fram til sigurs, þótt nú sé hann ekki fáni þjóðar hans lengur, með sínu dásamlega fánakvæði, en dr. Helgi Pjturss síðan skírt hinu jafn fagra nafni “Hvítbláinn,” en síðar orti Stephan um hann annað dásam- legt kvæði. Var þetta gert að ósk skáldsins, að kistan var sveipuð þessum fána, og fór hún svo í gröfina. Kringum kistuna var raðað nokkrum krönsum af öllum þeim grúa, sem að' barst, frá opinberum stofnunum víðs- vegar af landinu, ættingjum og aðdáendum. Næst kistunni, og að norðan- verðu sat Már Benediktsson. sonar skáldsins og hið eina af börnum þess, sem er nú hér á landi, ásaint frú sinni, dóttur Odds læknis Jónssonar, og önnur nánustu skyldmenni: ólafur Haukur ólafsson, bróðursonur skáldsins og frú hans, dóttir séra Bjarna Þórarinssonar,, sem ný- látinn er; þær systur frú Eliza- bet Jensen-Brand og frú Þor- björg Halldórs frá Höfnum, á- samt mönnum þeirra, en þær eru dætur Mrs. Helgu Bjarnason i Winnipeg, sem var systkina- barn við E. B. í föðurætt hans og æskuvinkona; frú Jóhanna Stefánsdóttir, sem var systkina- barn við E. B. í móðurætt hans, og börn hennar, Einar Baldvin Guðmundsson, lögmaður og frú Kristin, kona ólafs Þorsteinsson- ar hálslæknis; Svava og Carl H. Jensen-Brand; frú Valgerður Benediktsson og nánustu frænd- ur hennar. Þá sátu þeim megin og að sunnanverðu prófessorar Háskólans, hæztaréttardómarar og aðrir æðstu embættismenn og bústýra hins látna skálds, Mrs. Hlín Johnson, dóttir Jóns heitins Eldon, en uppi á lofti, yfir kór, sátu ráðherrar og sendiherra Dana í stúkum sinuin. Ræður fluttu biskupinn vfir fslandi, herra Sigurgeir Sigurðs- son og bekkjarbróðir, jafnaldri og sóknarprestur siðustu árin, sr. ólafur Magnússon í Arnar- Iiæli. Sagðist báðum framúr- skarandi vel. Biskup flutti m. a. ýmsar ljúfar endurminningar um all-langa viðkynningu sína og nána við hinn framliðna. Aðal- ræðuna, er rakti æfiferil Einars Benediktssonar, skáldsins og mannsins, flutti sr. ólafur. Var texti hans: “Sjá, eg sendi yður spámenn, o. s. frv„” og var ræða hans öll með þeirri snild og skör- ungsskap, flutt af svo aldur- hnignum manni, að það gleymist aldrei þeim, sem á hlýddu. Sálm- ar voru sungnir: Alt eins og blómstrið eina og þrjú erindi úr kvæði hins látna skálds eftir frú E. Bjarnason, en Páll fsólfsson annaðist af sinni guðagáfu stór- fenglega sorgarmúsík á kirkju- orgelið. úti fyrir lék lúðrasveit sorgarlög undan og eftirt athöfn- inni. Kirkjan var troðfull af fólki og þrátt fyrir ódæma rigningu beið geysistór hópur manna og kvenna fvrir utan, til þess að koma inn á eftir, og ganga í hljóðri lotningu, og í fylkingu, sem aldrei virtist ætla að taka enda, frám hjá likbörunum. Var það ekki áhrifaminsti þátturinn Fyrirleátur um Island Frú Þórunn Valgarðsson j Moose Jaw, Sask., flutti nýverið í Sameinuðu kvenfélögunum þar í borginni merkan fyrirlestur um ísland og nútíma menning is- lenzku þjóðarinnar; fara blöð þeirrar borgar lofsamlegum orð- um um erindi frúarinnar. Frú Þórunn er fædd i Mikley, systir Mrs. Einar P. Jónsson og þeirra Sigurgeirsson systkina. Frú Rósa Hermannson-V ernon heldur einsöngssamkomu í Fyrstu lútersku kirkju þann 19. marz næstkomandi undir umsjá Jóns Sigurðssonar félagsins, og til styrktar starfsemi þess; frá tilhögun verður nánar skýrt siðar. Laugardagsskólinn Við erum að leitast við að kenna þar íslenzku, og sumir “ganga fram hjá” eins og forð- um; en þangað kemur hópur, sem hefir yndi af íslenzkri tungu. Það færir okkur gleði. Drengur einn úr 11. bekk i ein- um miðskóla borgarinnar bættist nýlega við i hópinn. Hann er ekki islenzkur en hann hefir gaman af að læra tungumálið okkar. Sumir íslendingarnir gerðu vel i því að feta í hans fótspor. Skólinn er að búa sig undir sainkomuna, sem halda á 6. april. Um hana hefir þegar ver- ið getið. Gott er að menn hafi það i huga. Aðsókn að samkom- um laugardagaskólans hefir á- valt verið góð. Við skulum hlynna að þessari stofnun. —R. M. í þessari athöfn, er öll var gerð sem samboðnust ininningunni um þann stórbrotna og einstaka skáldkonung, sem íslenzka þjóð- in kvaddi þenna dag.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.