Lögberg - 15.02.1940, Síða 5

Lögberg - 15.02.1940, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR, 1940 5 BETEL FYRSTA MARZ næstkomandi eru liðin 25 ár síðan elliheimilið Betel byrjaði starf sitt. Byrjunin var í smáum stil, en með tímanum varð stofnunin stærri þar til að nú um allmörg ár hafa rúmlega 50 vistmenn átt þar heimili. Á þessum 25 árum hafa nær 300 gamalmenni dvalið á Betel um lengri eða skemri tíma, og notið þar góðrar aðhlynningar þegar ellin var búin að lama fjör og krafta. Plássleysis vegna er aldrei hægt að sinna likt því öllum umsóknum, sem heimilinu berast. Stjórnarnefnd heimilisins álítur að það sé í alla staði vel við- eigandi að þessa aldarfjórðungs afmæli sé minst á einn eða fleiri viðeigandi hátt. Betel er eflaust vinsælasta fyrirtækið, sem Vestur-íslendingar eiga og á ótal vina víðsvegar um bygðir vorar. Nefndin stendur í þeirri meiningu að fjöldi manna vildi leggja eitthvað á sig til þess að tryggja velferð og framtíð Betel. Um nokkur ár hefir fjárhagur heimilisins staðið svo vel, að ekki hefir verið nauðsynlegt fyrir nefndina að biðja almenning um nokkur sérleg framlög. En stofnunin auðgast lítið með ári hverju. Ef eitthvert óhapp kæmi fyrir sem aukinn starfrækslukostnað hefði í för með sér þá gæti framtið stofnunarinnar verið í veði. Styrkt- arsjóður (endowinent fund) er nú rúm $30.000. Ef sá sjóður væri $100,000 þá væri Betel sjálfstæð stofnun sem ekki þyrfti að biðja um nein sérstök fjárframlög, en eins og nú er, eru stöð- ugar gjafir nauðsynlegar til þess að stofnunin geti haldið áfram að starfa. Nú um mörg ár hafa komið margar gjafir án þess að nefndin hafi gert nokkuð til þess að hvetja menn til þess að gefa. vyrir þann velvildarhug og vinarþel sem þannig hefir komið fram er nefndin innilega þakklát. En við þessi tímamót í sögu Betel finst nefndinni að það sé fyrirgefanlegt þótt hún breyti út af venju nokkurra síðastliðinna ára og fari þess á leit við vini heim- úisins að þeir sýni vinarþel sitt í verkinu með ofurlitilli afmælis- gjöf til Betel. Þeir peningar, sem kunna að koma inn á þennan hátt ganga ekki í starfrækslusjóð heldur í styrktarsjóð (endow- men fund) stofnunarinnar. Aðeins vextir af þeim sjóði ganga til starfrækslu heimilisins ár hvert. Líka er það hugmynd nefnd- arinnar að þessar afmælisgjafir mætti nota upp í byggingarkostnað ef kringumstæður skyldu verða þannig í nálægri framtíð að fram- kvæmanlegt þætti að stækka heimilið. Nefndin vonar að það verði margir sem finna hvöt hjá sér uð gleðja afmælisbarnið Betel á þessu fjórðungsaldar afmæli. Hvort sem gjafirnar eru stórar eða smáar verður þeim veitt jafn bakklátssöm móttaka. Smáu gjafirnar bera jafnmikinn vott um vináttu og samáð, og er það í sjálfu sér meira en hvað fjárupp- hæðin er stór. Allar gjafir skulu sendast til féhirðis Betel, Mr. J. J. Swanson, 308 Avenue Building, Winnipeg, Man. Með kærri kveðju til allra vina Betel, fjær og nær, og þakk- læti fyrir alla aðstoð og vináttu frá liðnum árum Betel til handa erurn við Stjórnarnefnd Betel, B. J. Bmndson S. XV. Melsted/ J. J. Sumnson B. H. Olson Th. Thordnrson Winnipeg, 10. febrúar, 1940. óréttlæti, sérréttindi og stétta- ívilnun.” 'Bg get eigi gefið samþykki mitt til neins ákvæðis, er leiðir °ss út í annað stríð.” “Stríð er alger andstæða gegn ollum kristnum hugsjónum.” Friðarhugsjónin í huga hr. Woodsworths er svo mikilvæg, að engin réttarvörn er nægileg Hl að hnekkja henni. Fjarri fór því, að forsætisráð- herrann deildi á hr. Woodsworth fyrir afstöðu hans, heldur lauk hann lofi á hann fyrir einlægni hans og hugrekki. Hr. Woodsworth hefir einnig fengið svo hundruðum skiftir hréfa frá fólki, búsettu í öllum landshlutum Canada, sem hefir tjáð honum þakkir fyrir afstöðu hans í friðarmálunum, og hefir látið þá von í ljósi, að vörn hans verði sigursæl. Það eru aðrir friðarvinir í C.C.F. flokknum, sem aru andstæðir stríði, hvað sem i skærist, en mikill meiri hluti, og höfundur þessarar greinar er einn þeirra, er á þeirri skoðun, að þar eð vér erum komnir í stríð, þá verði að halda því áfram með allri ákvörðun og fórnfærslu er vér getum í té lát- ið, unz sigur er unninn, en jafn- framt krefjumst vér, að fórn- færslan sé með eins mikluin jöfnuði og auðið er. Og ef drengirnir okkar fórnfæra lífi sínu, þá hljóti aðrir að leggja í sölurnar efni og atorku heima Brúður mín bakar undursamlegt brauð En það yndi. er ung húsmóðir reynist að vera fyrirmyndar mat- reiðslukona . . . og slík hyggindi, er fram hjá henni koma, er hún notar Lallemand’s Yeast. Pað ger, sem hún brúkar í brauðin! Hún kann að ná árangri. og hún kann að spara . . . vegna þess að AUKA gerkakan í hverjum pakka veitir henni fimm AUKA brauð. ÓKEYPIS:— Skrifið Lallemand’s Yrast, 1620 Prefontaine St.. Mon- treal. eftir ókeypis verðlattna- bœklingi, sýnishorna köku og forskriftabók. Veitið athygli hinum galandi hana á iiafnmiðanuin. LALLEMAND'5 fyrir. Að eigi sé unt í þessu stríði, eins og átti sér stað i sið- asta stríði, að fáeinir menn geti rakað saman stórfé, sem legst sem skuldabyrði, með vazandi vaxtaþunga, á herðar óbornum kynslóðum. Vér krefjuinst þess, að á móti drengjum okkar verði vel tekið að stríðinu loknu, og það land, sem þeir hafa rækt skyldu sína við sé samboðið þeim að húa í, og þar sem mað- ur, sem hefir vilja til að vinna, getur fengið atvinnu, og að laun- in, sem hann fær fyrir vinnu sína, séu stærri hluti af því verð- mæti, sem hann framleiðir. Yfir það heila tekið, krefjumst vér, að tilraunir verði gerðar til að forðast stríð i framtíðinni með því að útrýma þeim hag- fræðilegu orsökum, er leiða til stríðs. Fyrsta sporið stigið í þá átt, er auðvitað að nema brott þær sömu orsakir í sínu eigin landi. Að síðustu krefjumst vér, að vér, sem heima sitjum á meðan á stríðinu stendur, fáum að njóta þess lýðræðis, sem vér teljum oss vera að berjagt fyrir. Að striðið verði eigi notað sem einkaleyfi til að svifta oss nein- um borgaralegum réttindum né persónulegu frelsi. Þetta er, yfir það heila tekið, stefna sú, sem C.C.F. flokkurinn hefir tekið í sambandi við stríð- ið. Það er eigi hægt að búast við því, að allir verði henni einróina samþykkir, en það er sanngjarnt að vænta þess, að flestir kannist við, að hún sé skynsamleg, á- kveðin, og það sem ef til vill varðar mestu um þessar mundir, að hún sýnir föðurlandshollustu. —J. J. Swnnson. IMPORTANT NOTICE To Electors of Winnipeg’ North Centre:— The convention to nominate a Liberal Candidate in Win- nipeg North Centre will be held on Wednesday, Feb. 21st at 8.15 o'clock at Roval Alexandra Hotel. Eleotors will only be entitled to vote on presentation of credentials obtained at least six hours in advanoe of meeting. Credentials can be obtained from Liberal Head- quarters at f>92 Sargent Ave. at Victor St. Headquarters office hours: 2—5.30 and 7—9 p.m. dailv from Feb. 15th to í’’eb. 20th and 9—12 a. m. on Feb. 21 st. KVEÐJUR TIL . . . Þjóðrœknisfélags Islendinga í Veáturheimi • á þingi þess og 21. afmæli 19., 20. og 21. febrúar, 1940 FÉLÖG OG KLÚBBAR Þegar þér undirbúið sam- sæti yðar og mannfundi, er sjálfsagt að velja úr- vals hótel í Winnipeg, þar sem þér finnið yður þegar heima. Forstjórinn býður yður að spyrjast nær sem vera vill fyrir um verðið. Vér látum ekkert það ógert, er full- nægja má kröfuhörðustu viðskiftavinum. 200 HKRBERGl ELDTRAUST Qti)t iílarltiorougf) WINNIPEG F. J. FALL, forstjóri MANITOBA Landbúnaður í Canada og álríðið Eftir JAS. S. DUNCAN, vnrnforsetn og frnmkvædnrstjóro Mnssey-Hnrris félngsins. Landbúnaðurinn í þessu landi má réttilega teljast til risafyrir- tækja; starfsemi hans er lifræn og áhrifarík; hugsum oss meðal annars fóðurjurtirnar eða heyið, sem að verðgildi til jafnast fylli- lega á við gullframleiðsluna. Árið 193(» jafnaðist landbún- aðarframleiðslan í Canada allri gullframleiðslu heimsins, og nam þá $1,153,604,000; þriðjungur fólks í þessu landi leggur stund á landbúnað í mismunandi myndum. Eg hika mér ekki við að stað- hæfa, að framfarirnar til sveita í siðastliðin 20 ár, hafi verið drjúgum hraðstígari og róttæk- ari, en, þær hafa verið í borgum og bæjum, þó vitaskuld hafi þar einnig mikið unnist á. Það liggur í augum uppi hve djúptæk áhrif landbúnaðprinn hefir á efnalega og menningar- lega afkomu þjóðarinnar; ekki þó hvað sizt eins og nú hagar til meðan þjóðin á í stríði, og verður að vera forðabúr sam- herja sinna. Búnaðarframleiðsla hér i landi er komin á hátt stig, þó telja megi víst, að hún aukist til muna í náinni framtíð vegna aukinna krafa, sem stríðinu ó- hjákvæmilega verða samfara. Bændur Sléttufylkjanna hafa vissulega átt við raman reip að draga i mörg undanfarin ár; og þótt margvíslegar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að bæta úr misfellunum á hinum ýmsu sviðum, þá hefir þó treglega tek- ist til um margt; eitt allra örð- ugasta viðfangsefnið hefir í mörguin landshlutum verið sá hinn^geigvænlegi ofþurkur, sem svo hefir sorfið að bændum, að um uppskeru var vart að ræða; annað iskyggilegt og flókið við- fangsefni má telja drej) í hveiti, sem gert hefir Hða mikinn usla; þessi tvö eyðileggingaröfl stafa af völdum náttúrunnar; þó er nú nokkur von um, að með tið og tima lánist vísindunum að vinna í þessu tilfelli margvislega sigra bændum og búalýð í hag; J)á og hefir engisprettan verið bóndanum alt annað en hliðholl; einnig þar standa nú búnaðar- vísindin á verði, með nokkra von Sparið peninga á eldsneyti yðar! KAUPIÐ íéi IV /| C” - 1 IVI & O - DJÚPGRAFIN KOL Pantið hjá eldneytissala yðar “M & S” ÚRVALS SASKATCHEWAN LINKOL um mikilvægan árangur. Hinn vestræni bóndi er J)raut- seigur; að öðrum kosti mundi hann ekki ósennilega hafa lagt árar i hát fyrir langa löngu.— Áætlað er að á árinu 1935, hafi uppskera vestanlands rýrnað vegna dreps um því sem næst 85,000,000 mæla. Hinar nýju hveititegundir, Thatcher og Re- nown hafa gefist vel, og spá góðu um framtíðina. Samkvæmt áætlun, sem telja mun mega nokkurn veginn á- bvggilega, fengu bændur i sinn hlut $30,000,000 vegna J)essara dreptryggu hveititegunda árið 1938; þessvegna er auðsætt, hve niikið veltur á, að notkun þess verði sem allra almennust. Á hinu sama ári, er áætlað, að bar- átta vísinda og stjórnarvalda hafi lækkað tjónið af völdum engisprettunnar um freklega $20,000,000. í Saskatchewanfylki einu, sem ofþurkar surfu tilfinnanlega að undanfarin ár, hreyttist ástand- ið þannig til batnaðar síðastliðið ár, að tekjur bænda af uppskeru J>ess árs urðu um $50,000,000 hærri en árið á undan. Framleiðsluvörur bænda verða að hækka til muna í verði, eigi landbúnaðurinn að komast á rétt- an kjöl, og framtíð hans að verða trvgð. Dr. Sigfús Rlöndnl lætur nf embætti I)r. phil. Sigfús Blöndal, bóka- vörður í Kaupmannahöfn lætur af starfi sínu við Konunglegu bókahlöðuna 1. janúar n.k. vegna þess, að hann er nýlega orðinn 05 ára. Eaton’s verðskrá yðar fyrir vor og sumar nú fullger ! HÉR eru 334 blaösíCur, sem sýna t myndum, sem þúr og fjölskylda yCar þurfiö aO nota; hlutir fyrir heimiliö; hentuglr fyrir bújöröina. Hér er bók barmafull af tízkunýjungum, sem hundruð og þúsundir kvenna sækja í upplýsingar og andagift; bók, sem speglar þarfiii tbúa Vest- urlandsins: sem stefnir hvorki of hátt né of lágt, en heldur sér við jörðina með ábyggi- legum og strang heiðarleguni hætti. Ef pér hafið ekki fengið yðar eintak, þá skrifið til Winnipeg, og rerður yður þd send bókin. ST. EATON C?,M,Tto WINNIPEG CANADA Heklu-fundur í kveld (fimtu- daginn). Hérumbil ÞRJÁTÍU ÁRA ALMENNINGS ÞJÓNUSTA Síðan 1911, þegar Hydro fyrst innleiddi ódýra orku í Winnipeg, hefir það ávalt verið æðsta markmið stofnunarinnar, að veita eigendum sínum, fólkinu í Winnipeg þá beztu þjónustu, sem hugs- anlegt var.— íslenzka mannfélagið í Winnipeg hefir með trúu fylgi við stofn- unina, lagt fram drjúgan skerf til velferðar orkukerfi borgarinnar. Og á hinn bóginn hefir City Hydro fært þeim mörg hlunnindi i bæ með lágu raforkuverði, auk þess sem að leggja fram fé til liknar- þarfa og skattgreiðslu í aðalsjóð bæjarfélagsins. ciTy nyDcc “Hið þjóðnýttn roforkukerfi Winnipegborgnr”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.