Lögberg - 15.02.1940, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR, 1940
Fannatöfrar
(Þýtt úr ensku)
“Og hvers vegna komið þér til Gasthof
Hohne, kæri vinur? Hafið þér áhuga fyrir
vetrarleikjunum ?”
“Eg hefi áhuga fyrir öllum íþróttum,”
svaraði Lewis ánægjulega.
Einmitt l>að! Og ætlið J>ér að tefja
lengi?”
“Nú, jæja, það fer eftir atvikum.”
“Og hvaðan komuð þér? Kanske frá
Munichf ”
“Nei,” svaraði Lewis. “Eg hefi bara
verið á reiki hingað og þangað um lands-
bvgðirnar. ”
“Eg skil það,” sagði litli maðurinn
brosandi. Og með litlu augunum, einkenni-
lega kipruðum bakvið nærsýnisglerin, horfði
hann nokkur augnablik gaumgæfilega á
Lewis, og reikaði svo góðlátlega á burt.
Nú varð alger kyrð ofurltila stund.
I’egar borðsges'tirnir höfðu gætt sér á súp-
unni, var næsti réttur, gufusoðið kálfskjöt
og kartöflur, framreiddur af gestgjafanum
sjálfum, sem nú vitnaðist um að héti Anton.
Til þess að hafa gát á því, að þörfum gest-
anna væri fulliuegt, staldraði þessi gildvaxni
og þungbrýndi maðui- við álengdar nokkrar
mínútur og yfirvegaði alt. Svo gekk hann
hljóðlega út úr salnum.
Lewis hafði augun nú aðallega á diski
sínum, þótt honum væri vel kunnugt um for-
vitnislegt tillit allra þeirra, er þarna sátu
að máltíðinni með honum. Gláp þeirra ollu
honum engra óþæginda. Þó varð hann þess
brátt var með sjálfum sér, að höfgur ama-
skuggi lagðist smátt og smátt yfir huga
hans. Hin hróðurskenda sigurgleði, er fylt
hafði huga hans við komuna til þessa á-
kveðna staðar, var horfin, en í staðinn kom-
in drungaleg tilfinning um að honum hefði
mishepnast hin erfiða ferð. Honum kom
skyndilega í huga hin heimskulega afstaða
sín. Það væri vitfirring ein af hans hálfu, að
brjótast út til þessa staðar og einangra sig
hér innan um ókendan og ósamræman rusl-
aralýð. Hann væri fórnardýr heimskulegra
ofsjóna, mýrarljóss, er leitt hefði hann út á
glapstigu.
En nú, þegar liann var kominn á neðsta
þrep vonleysis-grafarinnar, opnaðist stofu-
Iiurðin enn einu sinni. Óafvitandi lyfti
Lewis upp höfðinu. Hjarta hans tók snögt
viðbragð og honum fanst sem hann væri að
missa andann. Tvær manneskjur komu inii
í stofuna. Fyrst þreklegur ungur maður í
fyrirferðarmiklum skíðamanns-fötum, — og
á eftir honum — Sylvía Ullwin.
Þegar hún gekk inn að borðinu fanst
Lewis hún enn yndislegri heldur en hann
hafði nokkurnfíma áður hugsað sér hana, og
vonleysis efasemdir hans hurfu á augabragði
eins og morgundögg fyrir ylgeislum sólar.
Nú vissi hann, að það var hún, sem dregið
hafði hann hingað, hún sem levndir þræðir
allra liðinna ára lífs hans hefði legið að og
frá.
F j ó r ð i Kapítuli
1 nokkrar mínútur var Sylvíu ókunnugt
um nálægð Merrids. Yfir andliti hennar
virtist enn hvfla nokkuð af sama áhyggju-
sviprium, sem á því lýsti sér í lestarklefanum
áður. Hún var enn þögul og niðurlút, þar
sem hún sat við hlið fylgisveins síns og gaf
hinum gestunum engan gaum, enda helgaði
hann sér alla athygli hennar, bar óðan á og
með yfirlætisraust í samræðunni, en hún
svaraði í mjög lágum tón, þá er hjá því varð
ekki komist.
Þar sem Lewis nú veitti þeim stöðuga
athygli, fann hann til sívaxandi andúðar
gegn þessum háværa og sérgæðingslega
sessunaut Sylvíu, sem án efa taldi sig ein-
ráðan um athygli hennar. Hann var eitthvað
um tuttugu og sjö ára að aldri, augsýnilega
Svisslendingur, þreklega vaxinn og með tölu-
værða líkamsburði, enn fremur óliðlegur. A
annari kinn hans var mjó ljós rák eða ör
eftir einvígissverð; og herðar hans báru vott
um sérstaklega mikinn vöðvastyrk.
Þegar Sylvía nú leit snögglega upp,
starði Lewis beint í augu henni. Ahrif þessa
óvænta atburðar voru hra*ðileg. Hún stein-
þagnaði í miðri málsgrein, starði sem steini
lostin á Lewis nokkur augnablik og blóðið
streymdi í ásjónu hennar, er hún kannaðist
við manninn. Svo fölnaði hún aftur meir
og meir þar til varir hennar urðu algerlega
litlausar. Eitt augnablik fanst henni sem
það myndi líða yfir sig, en náði þó með
viljakrafti svo miklu valdi á tilfinning sinni,
að hún leit niður á borðið, greip upp \ratns-
glas sitt, drakk teig úr því og revndi að hefja
aftur samtalið vúð sessunautinn, þar sem það
svo snögglega hafði hætt áður.
Félagi hennar hafði á hinn bóginn tekið
nákvæmlega eftir því, sem fyrir hafði komið
og veitti enga athygli því sem hún var að
segja. 1 þess stað sneri hann sér að Lewis
og yfirvegaði hann nokkra stund með ó-
svífnislegu og fjandskapsfullu augnaráði.
“Nafn mitt er Edler,” sagði hann svo í
hrokaþrungnum tón. “Karl Edler, frá
Basel. Skíða-kennari að Gasthof Hohne.”
Lewis tók upp kartöflubita á matkvísl-
inni, yfirvegaði hann nákvæmlega í hægðum
sínum og stakk honum svo gætilega upp í
sig. Meðan hann tugði þejta yfirvegaði
hann skíðameistarann að Gasthof Hohne.
“Karl Edler frá Basel. Agætt!”
Edler stokkroðnaði. Vöðvarnir í hálsi
hans tútnuðu mjög, og hann sagði hranalega:
“Þegar eg segi til nafns míns, býst eg
við yðar nafni til svars!”
Lewis beið með svar sitt rétt mátulega
lengi til þess liinn maðurinn héldi að hann
ætlaði engu að svara. Þá sagði hann eins
og af hendingu.
.“Mitt nafn er Lewis Merrid.”
“Þér eruð víst Ameríkumaður?”
“Því ekki J>að?”
Nú varð þögn. Og allir, sem við borðið
sátu, höfðu gætur á mönnunum, er orðastað-
inn höfðu átt. Jafnvel hin bústna Frau
Schatz hinkraði við í snæðingi sínum og
ranghvolfdi stóru augnnum, er hún varð þess
áskynja að andrúmsloftið í borðstofunni
væri þrungið spengjuefni, sem þá og þegar
gæti blossað upp.
“Þér hafið kannske komið hingað til
þess að læra á skíðum?” hvæsti Edler gegn-
um hálflokaðan munninn og í tón er gerði
spurninguna sem móðgunar-agn.
“Ef til vill” svaraði Lewis rólega.
“Hvað mikið setjið þér fyrir lexíuna ?”
Nú gat Fraulein Rudi ekki varist því að
reka upp skvndihlátur, og andlit Edlers vrnrð
enn dekkra af reiði. Hann hafði ekki búist
við svo kaldhæðnislegu svari, en fann vel
hversu heimskuleg afstaða sín væri nú að
verða, og svaraði í háværum gorgeirstón:
-“Eg set miklu minna en kensla mín er
virði. Eg hefi unnið mörg verðlaun í skíða-
leikjum. Þér vitið það ef til vill ekki? Jæja,
eg er þá nú að segja yður það.”
“Það er dásamlegt!” sagði Levvús með
kaldhæðnislegu brosi. “Fólkið hér hlýtur
að væra býsna aðlaðandi og örlátt til þess
að geta haldið yður við kensluna, þótt Kitz-
buhel og Burstegg og allir hinir stóru stað-
irnir séu auðvitað mjög háværír um aí fá
yður til sín.”
“Eg er hér af því mér þóknast það
sjálfum,” hvæsti Edler. Hann hafði nú í
ofsanum hálf-staðið upp af bekknum, en ein-
hver skyndileg varúðarkend hélt honum í
skefjum, og hann kastaði sér ómjúklega nið-
ur í sæti sitt aftur, andaði þunglega og
hvessti augun að Levvis. Við hlið hans sat
Sylvía náföl og sem steinrunnin.
Þótt undarlegt virtist, var það Ober-
holler, sem hina óþægilegu afstöðu mildaði.
Hann nuddaði héluna af gluggarúðumii á
bak við sig og leit út.
“En sjáum!” hrópaði hann í mjúkum
róm, eins og til að kasta olíu á æstar öld-
urnar. “Það er hætt að snjóa, og vindinn er
að lægja. Gleymið því ekki Herr Edler, að
þér ætlið að heiðra mig með skíða-æfingu á
morgun. Klukkan tíu sögðuð þér vnst ? Það
markaði eg í litlu minnisbókina mína.”
Það urraði eitthvrað í Edler, eins og til
svrars. Svo laut hann að diski sínum, fór ab
ljúka við máltíðina í snatri og talaði í áköfu
hljóðskrafi við Svlvíu.
Hæglát stuna leið uj>p frá brjósti Frau-
lein Rudi og yfir hinn magra líkama hennar
færðist aftur ró. Ef það olli henni vonbrigða
er orðadeilan tók svo snöggan enda, þá lét
hún ekki á því bera. Hún kæfði glóðina í
vindlingsstubb sínum, brosti við Lewis og
mælti:
“Þá er þessi máltíð á enda. Nú ætla
eg að leika eitthvært lag til uppbótar.”
Svo sneri hún sér að fónógraf sínum,
vat't hann upp með æfðri hendi, valdi hljóm-
plötu úr albúminu vúð hlið sér og hleypti
vélinni á stað. Inn í þvingað og önug-þrung-
ið andrúmsloft stofunnar ómuðu nú hægir
og hrífandi tónar af Útfararlagi Chopins.
“Þetta er unaðslegt!” mælti Rudi og
brosti til Lewis. “Er það ekki fallegt ? Það
er uppáhaldslagið mitt.”
Jafnvel áður en Rudi lauk þessum lofs-
orðum sínum, stökk Edler á fætur. “Þér
vitið, að eg þoli ekki að hlusta á þetta lag!
Ef þér haldið áfram að leika það í sífellu,
]>á komist þér að því einhvern daginn, að
hljómdiskurinn er kominn í mola.” Svo
sneri hann sér við í þjósti og hreytti um öxl
sér þessum orðum til Sylvíu:
“Eg fer vfir í vinnustofu mína. Þar
getur þú hitt mig, þegar þú hefir lokið við
máltíð þína.” Svo hringsnerist hann og
þrammaði út úr stofunni.
Þegar Edler var farinn, vTarð steinhljóð
í stofunni, því Fraulein Rudi hafði tekið
hljómdiskinn af vélinni.
Levvis hallaði sér í áttina til hennar:
“Leikið þetta aftur,” sagði hann mjúk-
lega. “Mér þykir það fallegt, eins og yður.”
“Ó þykir yður það vissulega?” sagði
hún og hið föla andlit hennar lifnaði við
aftur. Svo vatt hún upp vélina og lék lagið
á enda.
Levvis sá að Sylvíu var auðsjáanlega
ómögulegt að ljúka máltíð sinni. Að lokum
lagði hún frá sér gaffalinn og gerði sig lík-
lega til að standa á fætur. Það var augna-
blikið, sem hann liafði verið að bíða eftir.
Þegar hún stóð upp, fór hann einnig frá
borðinu. Hann gekk á eftir henni út úr
stofunni og náði henni í mjóa ganginum, þar
sem hann, beygði fyrir stigann út að hliðar-
dyrunum á Gasthof Hohne gistihúsinu.
“Miss Ullwin,” sagði hann, “mér þætti
vænt um að ná tali af yður.”
Þegar hann nefndi nafn hennar, sneri
hún sér við gegnt honum og þrengdi sér upp
að gangsveggnum. Andardráttur hennar var
tíður og erfiður.
“Því komið þér á eftir mér?”
“Óttist það ekki. Mig' langar til að
hjálpa yður.”
“Eg æski ekki eftir aðstoð yðar. Hvers
vegna töluðuð þér til mín í lestarklefanum ?
Hvers vegna komið þér hingað?”
“Þér eruð stödd í vmndræðum. Eg sé
það. Egveitþað.”
Rödd hans, kyrlát, þrungin laðandi ein-
lægni og festu, þrengdi höfugu gráthljóði
fram í háls henni, er hún svaraði:
“Þér hafið engan rétt til að skifta yður
af mér; nei, alls engan rétt. Ef þér vúljið,
eins og þér segið, hjálpa mér, þá gerið svo
vel að fara héðan. Farið snemma á morgun-
málinu. * ’
Hann hristi höfuðið mjög alvarlega og
ákveðið.
“Eg ætla ekki að fara fyr en eg hefi
greitt fram úr vandræðum yðar. Það er
hlutverk, sem alt mitt líf hefir stefnt að.
Og það er svo margt, sem eg þarf að fá
vitneskju um áður en eg fer. Eitt af því er
um Karl. Hver er hann?”
Hún starði staðfestulega í augu hans, og
svaraði og spurningunni blátt áfram:
“Karl er góður maður, bezti maðurinn,
sem eg þekki. Við erum heltbundin til gift-
ingar.”
Nú starði hann á hana, eins og hann
gæti fyrst ekki áttað sig á því, hvað hún
væri að segja. Honum fanst eins og hún
hefði slegið hánn í andlitið.
“Gerið það fyrir mig að fara héðan,”
sagði hún lágt í sama bænarrómnum og áður.
“Það eina sem eg bið vður um, er að þér
farið héðan. Þér getið ekki veitt mér neina
betri h.jálp en ]>á.”
Svto, áður en hann gat sagt nokkuð,
laumaðist hún í skyndi aftur eftir ganginum
og hvarf út um hliðardyrnar.
Lewis stóð í sömu sporum eitt augna-
blik og starði á dyrnar, sem hún hafði farið
út um. Hann bældi niður sterka löngun sína
til að fara á eftir henni, sneri sér svo við,
gekk seinlega að stiganum og upp í herhergi
sitt.
Karl, — hún honum heitbundin — það
var ógeðfeld hugsun.
Meðan hann-stóð þarna í herbergi sínu
með bitrar hugsanir í brjósti, vTarð honum
ósjálfrátt litið á ferðatösku sína, og tók þá
eftir því, að rjálað hafði verið við hana.
Hann kraup niður og yfirvegaði í snatri
innihaldið. Ekkert liafði verið tekið, en
hann sá að vandlega hafði verið leitað í tösk-
unni.
Svo stóð hann aftur á fætur, horfði um-
hverfis sig í herberginu og hélt upp kerta-
ljósinu svo að birtan féll inn í hvert horn og
skot herbergisins. Óðar en kertisljósið kast-
aði skuggamynd hans á gluggavegginn,
heyrði hann fjarlægan skothvell og um leið
liáan glerbrotsþyt og hvin af kúlu, er ]>aut ■
fram hjá rétt við eyra hans, inn í vegginn
gegnt glugganum.
Að krjúpa á kné og ýta hinum þungu
hlerum fyrir gluggann tók hann ekki nema
andartak. Svo stóð hann á fætur og smeygði
slagbröndunum vandlega fyrir hlerana.
Býsna vel miðað, hugsaði hann og gretti sig
harðneskjulega. Og þótt kkotið hefði, að því
er hann hugði, komið úr að minsta kosti sex
undruð feta vegalengd, ]>á fór kúlan fram
hjá höfði hans í kanske svo sem hálfs-þuml-
ung.s fjarlægð. Seinna hefði hann líklega
færi á að samfagna sko'tmanninum fvrir
leikni hans. Sem stæði skiklist lionum ]>eg-
ar, að hann gaúi ekkert meira gert. Að
brjótast um til rannsóknar í snjósköflunum
og í ókunnu umhverfi vræri vitfirring ein.
Með harðneskjubros á vörum gekk hann
að veggnum, sem kúlan hafði lent í, og gróf
hana með vasahnífsoddi út úr mjúku trjávið-
arþilinu. Hann ]>ekti að það var gamaldags
Mauser-kúla með linum og ávTölum oddi.
Meðan hann virti fyrir sér þennan útflatta
blýklump, er hann hélt á í lófa sínum, hugs-
aði hann með sjálfum sér: “Eg hefi ]>ó að
minsta kosti minjagrip um þessa mjög á-
nægjulegu ferð mína hingað. En eg er ekki
að fara heim. Ekki sem stendur.”
F i m t i Kapítuli
Næsti dagur rann upp bjartur og fagur.
Eftir svefnlétta nótt fór Lewis snemma á
fætur, færði frá dyrunum stól, sem hann
hafði til bráðabirgða spelkað við hurðina,
og opnaði hlerana, er kvöldið áður höfðu
skýl't honum gegn skothríðinni. Aftureld-
ingin þarna var eins dýrðleg og nokkur, sem
hann hafði séð jafnvel á hrtabeltishöfunum,
himjninn ljómandi af gagnsæjum mistui’slæð-
um, er hin snævikrýndu háfjöll böðuðu sig í,
lituðu roðadýrð upprennandi sólar. Það var
morgunstund, er kom hjartanu til að hefja
sig fagnandi gegn hátign hins volduga heið-
himins ljóma. Og er Levvis dró að sér í
löngum teig hið heilnæma og hressandi vetr-
arloft, fann liann örvandi lífsþrótt streyma
um taugar sínar og hugarhólf. Afslaðan á
milli Karls og Sylvíu virtist honum nú ekki
svo mjög hræðileg eða ólíkleg til breytingar.
Á bak vTið hana stóð eitthvað, sem hann átti
eftir að komast að . . . Hann rakaði sig,
tók svampsbaði í jökulköldu vatni úr þvotta-
borðskönnunni, og klæddi sig svo í peysu,
þykkar buxur og stígvél; að því búnu fór
hann niður til morgunverðar.
Það var enginn í borðstofunni, nema
keyrslumaður hans frá deginum áður, Hein-
rich, og litla vinnukonan Anna. Ökumaður-
inn virtist nú í góðu skapi, með kaffiskál og
hálfan hleif af rúgbrauði fyrir framan sig á
borðinu, morgunverðinn, sem hann var að
gæða sér á. Þegar Lewis tók sér sæti við
borðið og meðan Anna framreiddi honum
kaffið og brauðið, glotti ökumaðurinn góð-
látlega framan í hann.
“Farið þér aftur með mér?” spurði
hann og nikkaði höfði að glugganum, þaðan
sem líta mátti sleða hans og hestinn altýgj-
aðan, reiðubúinn til burtfarar.
“Einhverntíma seinna,” svaraði Lewis.
“Betra að koma núna,” mælti Heinricli
og hló hryssingslega niður í kaffiskálina.
“Þér hrapið ef til vill hérna í fjöllunum —
og meiðist. ”
“Eg' liefi gaman af að hrapa í fjöllum,”
svaraði Lewis og skar sér hálfa sneið af
brauðinu. “Og mér er ekkert hætt við
meiðslum.”
Aftur snarkaði uppgerðarhláturinn í
Heinrich. En þegar Lewis reyndi að halda
uppi samræðunni og fá manninn til að gera
sig skiljanlegri, þá færðist yfir andlit hans
hinn kænlegi búrasvipur og kankvíslegt tillit
eins og á því var daginn áður, er bar þess
vott, að þó hann hefði vitneskju um eitthvað,
ér hann gæti skýrt frá, þá ætlaði hann sér
ekki að segja frá því. Lewis þóttist þó
skynja ]>að að ökumaðurinn gæti kannske
síðar Qrðið sér að liði. Og þegar maðurinn
stóð up]> til að fara, smeygði Lewis peningi
sem aukaþóknun í lófa hans.
“Þetta er fyrir ]>að, ef þér yrðuð kallaður
til að flytja burtu dauðan skrokk minn
síðar. ”
Með ánægjusvip út af aukaþóknuninni
hló Heinrich hjartanlega að spauginu hjá
Lewis. Og þegar hann náði sér aftur sagði
hann:
“Þér eruð örlátur, hr. Ameríkani. En
verið varkárir. Spaug yðar gæti kannske
orðið að meira alvöruefni en þér haldið.”
Þegar morgunverðinum lauk og Hein-
rich var farinn, afréð Lewis að fara aftur
upj> í herbergi sitt. Honum datt í hug, að
nálægð sín niðri yrði kannske til að hefta
framrás atburðanna í lífsleik hans. Hann
fór því upp af'tur og tók sér stöðu vTið glugg-
ann, ]>aðan sem gott útsýni var yfir gisti-
hussgarðinn og allar götur er þangað lágu.
Þarna afréð hann að sitja og bíða þess er
verða vildi.
Ekkert heyrðist þarna eða sást um langa
hríð, eftir að sleði og hestar Heinrichs fjar-
lægðust meir og meir unz þeir hurfu niður
fyrir hæðirnar í fjarska. En eitthvað um
klukkan tíu kom Edler út með hr. Oberholler.
Skyldi nú litli maðurinn fá skíða-æfing sína,
en af svip Karls að ráða, virtist hann fremur
ófús til að fara í þessa kennsluför. Samt sem
áður, og hvað sem hann að öðru leyti liafðist
að í frístuiulum sínum, krafðist staða hans
þarna ákveðinna athafna, er hann varð að
sinna. Þeir fóru báðir inn í vinnustofu
Edlers, komu bráðlega út aftur með sitt
skíðaparið hvrnr og héldu þegar á stað til
minni skíðabrekkanna í vestur frá Gasthof.
Erla: HÉLUBLÓM—
Staka
Þó leggi eg oft, á hið viðsjála vað
og velji mér tæpustu sniðin,
]>á verður að skeika að sköpuðu ’ um það
hvort skömm eða löng v^erður biðin.
Ef kraftarnir þrjóta, þá úti er alt,
]>á öðlast eg hvíldina’ og friðinn,
HvTort baggann minn illa eg bar eða vel
mun birtast, þá æfin er liðin.