Lögberg


Lögberg - 15.02.1940, Qupperneq 7

Lögberg - 15.02.1940, Qupperneq 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR, 1940 7 Islenzkt manntal í Veáturheimi i. Fra því íslendingar byrja að flytja til Canada og Bandaríkja, er þeirra ekki getið sem sérstakr- ar þjóðar í manntölum þeirra landa, fyr en 1921 í Canada, og 1930 í Rikjunum. Að minsta kosti nefna Ríkin þá ekki 1920. I'-n menn fædda á íslandi, hafa Ganada manntölin greint að nafninu til siðan 1901. Heimskringla og öldin, 14. des., 1892, flytur á ritstjórnar- síðu grein á ensku: “Why ignore Ihe Icelanders?” Fjallar hún ’yrst um manntals skýrslur Canada fyrir árin 1881 og 1891, °g birtir heildar tölur J)jóðanna 1 Canada, þar sem íslendinga er ekki minst, og segir siðan: “Now we want to ask the Census De- Partment of our Government one ‘luestion, and that is: Where did they put the Icelanders?” I greininni segir, að þegar uianntalið .var tekið 1891, muni um tíu þúsund íslendingar hafa 'erið í Canada, og hafi þeim sJáIfsagt verið skift niður á Skandinava [sem voru samt U’jög fáir þá i Canada] og “önn- ur lönd.” Þykir greinar-höf. það skritið réttlæti, að telja ítali og Spánverja [þeir taldir saman], sem séu margfalt fámennari í landinu en fslendingar, sem er algerlega slept úr því, en sem — þótt þeir ekki hafi sjálfstjórn — séu þó sérstæð þjóð með sér- staeða tungu og bókmentir. Lengst af urðu íslendingar að Þ°la alt með þögninni eins og sá múlbundni. En verst er, að sið- ustu manntals skýrslurnar sem geta þeirra, virðast sleppa úr mörgum íslendingum, en sérstak- lega fjölda þeirra, sem blandast bafa annara þjóða l)Ióði og af- komendum þeirra. Má vel vera, a<5 sumar þessar skekkjur, séu a einhvern hátt eins mikið að kenna íslendingum sjálfum eins °g nafna-smölunum, og skýrslu lormið eigi líka einhvern hlut máli. Um það skal ekki dæmt. Sama ónákvæmni og slumpa- 'eikningur er á innflytjenda skýrslunum, yfir þau árin, sein bmr eru fáanlegar. Og sannan- l^gt er, eftir íslenzkum hlöðum °g ferðasögum, að sum árin eftir 1901, þegar fslendingum er ekki lengur steypt saman við aðra, týnast stundum all-margir úr tölunni. Hvað lengi á það annars Hðast, að islenzkir vestanm elgnist ekki sitt eigið mani en hverfi hér eins og grasi grundinni og hjörðin í ha| um? Við — sjálf Sögu-þji fra Sögu-eynni — höfum i hugniynd um hvað margir lendingar eru í Vesturheimi, síður hverjir það eru, sem bafa lifað og dáið, því við l'm ekki farið i kirkjubækui bérna eins og á fslandi, þar nægt er að fletta upp á n hvers einasta manns, einni ^uanntölunum og víðar. Og að blöðin okkar og Alman: hafi flutt marga dánar-minningu og dánar-skýrslu, þá eru samt ekki líkt því allir taldir þar. Okkur er sagt í manntölunum hér, að 1930 hafi 7,413 íslend- ingar búið í Bandaríkjum Ame- ríku, og 1931 hafi tala þeirra i Sambands fylkjum Canada verið 19,382, eða allir Vestmenn sam- an lagðir 26,795. En við trúum ekki þessum tölum. Við Höldum að við séum tíu til tuttugu þús- und fleiri vestan hafs, ef öll kurl koma til grafar og allir þjóð- blendingar okkar og afkomendur þeirra væru taldir, sem sjálfsagt væri að gera i islenzku mann- tali, hvort sem það heldur hafa verið íslenzkar konur eða karlar, sem gengu í hjónaband með ann- ara þjóða fólki. Annars má rétt geta þess hér, að árið 1921 álitur ,1. G. Holme (Icelanders in the United States), að fslendingar séu um 40,000 í Vesturheimi. Þrem árum seinna telur Knut Gjerset (History of Iceland, 1924) þá að vera 20,000. Og í Tímariti Þjóðræknisfélags- ins, 1932, ætlast ritstjórinn, séra Rögnvaldur Pétursson á (“Tala fslendinga í Canada”), að þeir hafi í árslok, 1931, verið 37,101 í Canada. — Að viðbættum þeim 7,413 fslendingum í Bandarikj- um, sem manntalið 1930 telur, yrðu þeir alls 44,514. En líklega kringum 50 þúsundir alls vestan hafs, ef fjölgun fslendinga í Ríkjunum væri reiknuð eftir sömu hlutföllum og áætlunum og dr. Rögnvaldur gerir í Can- ada. Hvað við vöðum í mikilli villu og svima með tölu okkar hér, sýna bezt þessi orð: “Nokkrir hafa haldið þvi fram, að hér [í Canada] muni vera um fjörutíu þúsundir fslendinga, og hefir það þótt full djörf staðhæfing; aðrir að eigi muni fleiri vera en svari fimm til tíu þúsundum.” [“Tala fsl. í Canada.”]. Við, sem nú lifum, megum ekki skiljast svona við þessi mál. Ekki verður léttara að byrja að tíu til tuttugu árum hér frá. En okkur, sem að heiman komum, kennir seinni tíminn trassaskap- inn íslenzka. II. í Vestmönnum (útvarps-erind- um í minningu 60 ára landnáms fsl. í Vesturheimi, 1935), þar sem verið er að reyna að geta sér til um tölu íslendinga vestra, stendur á blaðsíðu 248: “—Ann- ars virðist tími til þess kominn, að hafið væri islenzkt manntal 4 Vesturheimi, því þó að það sé mikið verk og ekki fljót-unnið, þá er það samt ekki ógerningur.” Fiinm ár eru liðin siðan þetta var talað, en tvö siðan prófessor Sigurður Nordal sagði í stór- merkri ritgerð: “Framtíð ís- lenzkrar menningar í Vestur- heimi” (Timaritið, xix, 1938): “— Helgt ætti að koma upp í Winnipe^ isllenzkri ættfræðis- stofnun, þar sem hver innflytj- andi, sem vestur hefir komið, væri skrásettur, ásamt greinar- RNHERST This advertisement is not published or displayed by the Liquor Control Board or by the Government of Manitoba. Skógarhöggsmaður Seglr að Bucklej’s Mixture Sé Gott Meðal við Þrálátum Sárinda Hósta ÞaÖ krefst átaks, að koma skógar- höggsmanni á kné, en það þurfti til þess *Buckley’s Mixture, að reisa hann við! LesiS það, sem W. G. McClure, Cowichin Lake, B.C., segir: “Eg fókk svo illkynjaö kvef, að eg varð að fara í rúmið. For- maðurinn útvegaði mór flösku af Buckley’s Mixture, og því á eg að þakka hve fljótt eg konist á fætur. Þér megið prcnta þetta hröf til þcss að aðrir fái vitneskju um þetta góða meðal.” Buckley’s Mixture hefir einn ákveðinn tilgang, sem sé þann, að lækna fólk á skömmum tíma af kvefi, hósta,, brjóstþyngsl- um, e. s. frv. Sannfærist um hvað það hjálpar yður fljótt, er þér fáið hðsta eSa kvef. EigiS ekkert á hættu. Kaup- iS Buckley's. 25 YFIR 10 MIL.TÓN FLÖSKUR SELDAR! gerð fyrir ætt hans og einkenn- um, og síðan allir niðjar hans og hvert barn, sem fæðist af is- lenzkri ætt, hreinni eða bland- aðri, og örlög þess og ferill smám saman. Þetta væri að visu dýr stofnun og ekki kleift að koma henni upp nema með miklu fjár- framlagi, frá ríki, vísinda stofn- unum eða auðmönnum . . .” Þó þetta sé hin ágætasta upp- ástunda, þá finst mér að eg þekkjá það af reynslunni, að alt það bezt-íslenzka hérna megin, þurfi ekki að vonast eftir nein- um slíkum náðargjöfum, þó eng- inn geti sagt um hvað verða kunni í framtíðinni. Eg er því vondaufur uin að þessi stofnun komist á fyrst um sinn, og ekki á meðan að ekki er neitt fé fyrir hendi, að launa einn einasta ís- lenzku kennara árlangt, til þess að bæta fyrir þau vanhöld, sem orðið hefir á íslenzkru uppeldi unglinganna okkar öll þessi ár. Og þó er það deginum ljósara, að ef okkur á að auðnast að verða eins og við erum orðnir nýtir Vesturheims menn, þá þyrftum við að eignast tíu slíka kennara og alla fullgilda i fræð- um sinum, sein árlangt blésu sál feðranna inn í vit íslenzku barn- anna, unz þau næðu andanum á móðurmálinu okkar. En þó við getum ekki kostað menn til að taka manntalið, þá getum við samt tekið það sjálfir og hjálpast að með það, því þó að það sé saman lagt geysi-mikið starf, þá ætti að sannast þar málshátturinn: margar hendur vinna létt verk. Ff höfundi ensku greinarinnar í Heimskringlu, og þeir aðrir hér, er sjálfsagt tóku eftir því í gamla daga, að fóstrar okkar hérna þögðu í hel þjóðar-nafn okkar, fósturbarnanna, — hefðu þá strax hafist handa, og tekið íslenzkt manntal vestan hafs ujn sama levti og fyrsti íslendinga- dagur er haldinn i Winnipeg (1890), og endurtekið það á hverjum tíu ára fresti síðan, þá væri manntal þetta ár leikur einn, og það fimta í röðinni. En í stað þess verðum við nú að hefja það manntal, sem í eðli sínu er mörg manntöl saman lögð. — Við verðum ekki að eins að gjalda fyrir okkar eigin gömlu syndir, heldur einnig fyrir gaml- ar syndir hérlendra herramanna, sem hafa það líklega sér til máls- bóta við hinztu reikings skilin, að þeir hafi verið hræddir um að alt inanntalið myndi frjósa saman í ofur lítið ísland, ef nafn legt í sögulegum skilningi, en okkar stæði' þar. f raun og veru er það skvlda okkar að gera afkomendum okk- ar og ókomnum öldum ])essa grein fyrir okkur — þá hina sömu og heima er gerð fvrir þjóðsystkinum okkar í kirkju- bókum og manntölum. III. Þess var getið í greininni: Safn til sögu Vestmanna, hve okkur sé manntal þetta nauðsyn- til þess að fá hin fyrstu gögn rétt, verði að komast i sainband við íslendinga heima. Það verð- ur að leita uppi í kirkjubókum og öðrum skilríkjum, alla þá sem vestur fóru, með öllum tilheyr- andi skýringum, hvaða ár var flutt og hvaðan, o. s. frv. Með þessu eina móti er hægt að fá nokkurn veginn áreiðanlegt yfir- lit yfir þá, sem vestur fóru, og hægt verður á annað borð að grafa upp. Allir þeir menn eiga að vera skráðir, sem hingað hafa flutt, hér hafa fæðst, hér hafa lifað, og hér hafa dáið — ef nokkur íslenzkur blóðdropi hefir runnið þeim í æðum, og hvar sem þeir hafa lifað hér og borið beinin. Eins og drepið er á áður, þarf manntal þetta að vera miklu fyllra, en nokkurt manntal, sem eg þekki til að tekið hafi verið, sökum þess að það nær eins yfir dána sem lifandi, og alt frá ný- fæddu barni 1940 (eða hvaða ár sem skýrslan verður skrifuð) aftur til foreldra hvers einasta vesturfara, sem flutti frá fslandi. Og bezt væri að rekja ættina lengra aftur, ef um hana er vitað með vissu, eða visa greinilega til prentaðra heimlida. Yrði þetta því um leið stutt ættartala hvers einasta manns, og einnig helztu æfi-atriði í nokkrum línum, eða lengra máli, eftir því sem hverj- um sýnist, sem ætti að verða seinni tímum að fult eins miklu gaghi og kirkjubækurnar heima, sem geyma meiri fróðleik um fslendinga — þótt óprentaðar séu — eri flestar aðrar bækur. Sumir kunna samt að vera annarar skoðunar um kirkju- bækurnar. Eg hefi átt tal við all-marga menn og konur, bæði hér og heima, sem standa á því fastar en fótunum, að þær skýri ekki rétt frá fæðingu sinni, og ekki eins og mamma eða pabbi hafi sagt þeim. Oft er það fæð- ingar dagurinn en stundum árið og fæðingar staðurinn, sem á milli ber, auk margs fleira. — sjálfum var mér sagt í æsku, að eg væri fæddur viku seinna en kirkjubókin segir frá. En eg hefi látið hana ráða. Eg þekki mis- minni og minnisleysi manna of vel til þess, að eg full-treysti ár- tölum þess, eða hvar það bjó þetta og þetta árið. En þó að eitthvað kynni að vera hæft í þvi, sem sumir bera fram, að einstaka prestar hafi verið trass- ar að færa strax nöfnin í bæk- urnar, og farið þar sjálfir seinna meir eftir minni, þá dugir hér ekki að deila við dómarann, því bækur þessar eru fullnaðar úr- skurður allra þrætu mála, og farið eftir þeim á sama hátt og lífsbókinni á himnum, sem æfin- lega er tekin trúanleg, án þess að litið sé í vasakver eða við- skifta-bók vesalings syndarans. Þess vegna verður alt það, sem við skrifum um þá, sem á fs- landi eru fæddir, að standa heima við kirkjubækurnar, því annars telur seinni timinn sögu- sögn okkar ranga. Og á þessu hefðu íslendingar vestan hafs átt að vera búnir að átta sig fyrir löngu, og útvega sér skírnar skýrteini sitt áratugum áður en sjötiu árin og centin féllu þeim í skaut, því oft ber þá ekki sam- an við það sem áður hefir verið sagt, og oft verið búið að setja i prentaða þætti þeirra, en aldrei leiðrétt, auk rangra skýrslna í prentuðum og óprentuðum skjöl- um Vesturheims manna, vegna þess að farið var eftir minni og sögu-sögn annara. IV. Manntalið er starf, sem allir fslendingar geta unnið í sam- einingu, án þess að það kosti mikið annað en tima eyðslu, skriftæki og frimerki. En þó að það sé mikið heildar-verk og kosti mikla þolinmæði og vand- virkni um það lýkur, þá getur hver sæmilega skrifandi maður á íslenzku eða ensku, samið það fyrir sig og sina, þegar búið er að útlista alt sem skrifa þarf ineð prentuðum sýnishornum eða eyðublöðum. Og þannig verður þetta að vinnast af sjálf- boðum. Og þannig hafa öll beztu Skoðið Hann Hjá CASE Umboðsmanninum EINI PLOGURINN SEM HEFIR 0UUBAÐS 0RKULYFTU Dregur auðveldlegar ♦ Gerir allar Dráttarvélar sfarri petta er eini plógurinn A hvaða verði sem er með orkulyftu- grip að öllu olíuhelt, ryktrygt . . . smurið til langrar notkun- ar, auðveldur í meðförum, sem hvorki veður né vinna blta á. Nfl er þessi Case Centennial fl svipuðu verði og algengir drflttarplðgar! Athugið þann leyndardðm hversvegna þeir menn. sem nota Centennial. vinna hraðara, og ná gagngerðara til botns en þeir dráttarpiógar, er þeir áður notuðu . . . stærri og stöðugri hjðl . . . stærri og sterkari öxul . . . sterkari slflr og tengsl. Veitið athygli hinu volduga bakhjðli, og þeim útbúnaði ölium, sem* veldur ðsegjanlegum sparnaði fl orku, sem venjulega fór til einskis á þýfðu eða ðsléttvu iandi. Skoðið Centennial plðginn, eð,a oliubaðs orkulyftu Wheatland plóginn, með eða án sflningaráhalda, og aðrar Case masktnur hjá næsta umboðsmanni. J. I. CASE CO. CAI.CAKV, EPMONTON, KKOINA, SASKATOON, WINNIPKO, TORONTO íslenzku söfnin vestan hafs verið unnin — þegar alt kemur til alls. Fult skírnarnefn og full for- eldra nöfn ættu alstaðar að vera birt, og öll þau nöfn og nafna breytingar, stytt nöfn (gælu-nöfn líka) og ættarnöfn, sem upp hafa verið tekin (eða fólkið ver- ið kallað um tíma), þótt þau nú séu orðin breytt (eða hafi brevzt) frá því sem áður var. Einnig ættu allir ])eir staðir að vera taldir, sem fólk hefir talið sér heimili i. f þessu manntali ættu allar þær skekkjur, um hvern og einn, að vera leiðréttar, sem finnast og fundist hafa i landnáms þátt- um, eftirmælum, dánar-skýrsl- um o. fl., frá því fyrsta og fram á þenna dag, og visað eins ná- kvæmlega og hægt er til alls þess, sem um hvern einstakling finst á prenti, og allra heimilda getið skilmerkilega, og þess get- ið við fæðingar dag og ár og bæja nöfn heima, eftir hverjum heildum sé farið. — En þetta er alt lauslegt yfirlit, dregið saman í flýti, sem seinna yrði betur raðað niður og öðru vísi, ef til framkvæmda kæmi. Við skulum hugsa okkur að aldrei kæmi til þess að mann- talið yrði notað til stuðnings sér- stæðrar framhalds sögu fslend- inga hér, af þeirri einföldu á- stæðu að íslendingurinn í okkur vildi fara að sofa og gæti ekki hlustað á meira. En væri þá ekki manntals skýrslurnar og sú grein, sem þar yrði gerð fyrir okkur, enn þá nauðsynlegri fyrir íslenzkan seinni tíma? — Því skyldum við, sem á marga aísu höfum tekið alls konar framför- um í þessu landi, verða þeir aftur úr kreistingar, að geyma ekki allra okkar nöfn í röð og reglu í bókum framtiðarinnar eins og kirkjubækurnar, mann- tölin og fleira heima, geyma nöfn allra þjóðsystkina okkar heima, sem á sama tíma hafa lifað og við? Eg hugsa ekki svo langl, að manntalið yrði prentað i sinni upphaflegu mynd. En það ætti að verða hægt með tíð og tíma að vélrita nokkur eintök af því, sem geymdust áj íslandi, Canada og Bandarikjunum. V. Ef þetta verk á að geta komist i framkvæmd, þá þyrfti að byrja strax á þvi, og vinna að þvi eins ötullega og kraftarnir leyfa, þó tæpast sé samt hægt að búast við, að því yrði lokið ineð öllu fyr en i enda næsta árs, 1941. Þótt ætlast sé til, að allir, sem það geta, skrásetji sig og sína, látna sem lifandi, og i samstarfi við ættingja sina og ástmenn, þá er samt nauðsynlegt, að fjöldi smárra deilda myndaðist í hverri bygð: borgum og sveitum, þar sem íslendingar búa, sem hefðu mál þessi með höndum og sæu um að enginn félli úr, eða væri skilinn eftir við veginn. En þetta yrði erfiðast þar sem land- ar væru algerlega komnir út úr islenzku félagslífi, eða hefðu aldrei í það komist. Samt mun það fremur fágætt, að þessir menn eigi ekki frændur einhvers staðar í islenzkum bygðarlögum, sem um þá vissu eða gætu spurt þá uppi. Ef Þjóðræknisfélagið og deild- ir þess, Kirkjufélögin og söfn- uðir þeirra, Góðtemplara stúk- urnar, Jóns Sigurðssonar félag- ið og íslendingadagurinn, vildu sameina sig og hafa aðal um- sjón þessara málq, þá hygg eg að vel væri af stað farið, því öll þessi félög ættu að eiga all-mikil og góð gögn, sem að gagni gætu komið, en þó sérstaklega Kirkju- félögin. Og auk þessara félaga yrðu vikublöðin, Heimskringla og Lögberg, hjálpar-hellan eins og fyrri við allar skýringar og tilkvnningar. l>orsteinn Þ. Þorsteinsson. Um Nonna (Framh. frá bls. 3) skilið Nóbelsverðlaun og furðaði sig á þvi, að fslendingar greiddu ekki götu fvrir sliku. Eg hygg, að oss muni skiljast betur, hve mikilhæfan og þjóð- nýtan mann vér eigum þar sem Jón Sveinsson er, og að vér mun- um brátt gjalda þakkarskuld vora í fleiru en því einu að dást að verkum hans. Vist er það, að allir fslendingar senda Nonna hlýjustu nýárskveðjur sínar, þángað sem hann dvelur nú, aldurhniginn, á næstu grösum við hinn ógurlega hildarleik. f desember 1939. Magni Gnðmundsson. —Lesbók.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.