Lögberg - 09.05.1940, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.05.1940, Blaðsíða 4
1 LÖGBERG, FIMTUDAGINN !). MAI, 1940 -----------l.bgberg --------------------- GefiS út hvern fimtudag af TIIK COIiUMBlA PRKSS, LIMITED 685 Sargent Ave., Wlnnipeg, Manltoba UtanáBkriít ritstjórans: KDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Bókmentapiátlar i. ÞaS hefir dregist lengur en vera skyldi, að minnast 21. árgangs Tímarits L.jóðræknis- félags Islendinga í Vesturheimi, þess, er fyr- ir almennings.sjónir kom í febrúarmánuði síðastliðnum; drættinum hafa valdið óhjá- kvæmilegar annir, en ekki það, að ritið sé gildisrýrara hinum fvrri, nema síður væri, því margt er jafnvel betur um efnisval og fjölbreytni nú í ár; þetta er síðasta heftið, sem Dr. R'ögnvaldur Pétursson annaðist um, og var hann l>á m.jög farinn að heilsu; entist honum eigi aldur til þess að fullbúa ritið til prentunar, né safna að öllu innihaldi þess; það féll Gísla Jónssyni prentsmiðjustjóra í skaut, að viða að sér því, er á vantaði, og lesa prófarkir. Meðal bókmentalegra nytjajurta Tíma- ritsins að þessu .sinni ber einkum að nefna “Salt jarðar”, fagui*meitlaða smásögu eftir frú Guðrúnu H. Finnsdóttur; efni sögunnar er vestrænt, og nöfnin ensk. en sagan er engu að síður íslenzk, eða öllu heldur vestur- íslenzk fyrir því; innviðir traustir, og mál aðir blæbrigðum raunsærrar íhygligáfu; söguhetjur frú Guðrúnar eru í hinni sönn- ustu merkingu “sjálfstætt fólk,” er njóta sín íhlutunarlaust frá hendi höfundar: “Kellv Stevens hafði borið bezta og elzta vin sinn til grafar í gær, og eitthvað af honum sjálfum hafði horfið ofan í jörð- ina með Allan Foster.” Eitthvað meira en lítið af oss sjálfum verður vitanlega ávalt samferða þeim vinum vorum, er vér kveðj- um í síða-sta sinn, og horfnir eru út yfir móðuna miklu.— Skrifstofa Kellvs bar að þessu sinni annarlegan blæ: “Augu Kellys fylgdu sólargeislunum, sem féllu á ská yfir herbergið. Arið í geislunum þyrlaðist í endalausri liringiðu loftsins — þyrlaðist og flaug fram og aftur og sýndist gull. Mönnunum svipar til rvkkornanna, þeir berast með straumi tímans fram og til f>aka, og hugsanir þeirra eru stundum gullkorn og stundum ekkert nema ryk, og stund-tím sýnist rvkið gull í þeim hvirfilvindi. Þarna var heill veggur þakinn bókum, saman þjappaðar hugsanir, vit og lífsreynsla ágætra höfunda. Hann mundi eftir fyrstu lwkunum, sem hann hafði keypt, ekki til að lesa þær — heldur af því þær voru í skraut- bandi og fóru vel í skáp. En það var langt síðan, og honum la^rðist smám saman að kaupa ba«kur fyrir J>að verðmæti, sem lá falið á milli spjaldanna. Og marga stund- ina, marga einmana stundina, höfðu þær verið honum hollir vinir og sálufélagar, vinir, sem réttu honum styrkar hjálparhend- ur, þegar honum lá á, og félagar, sem hann ýmist þrætti við eða var sammála. Einn þeirra steig núna fram úr skápnum og sagði: ‘Maðurinn er einn, ]>egar hann fæð- ist, og einn þegar hann deyr — lífið er eyði- mörk, og um stund gleymir Kelly sér í þeirri þrætu. — Maðurinn er einn þegar hann fæð- ist og maúir dauðanum einn — en það er hverjum í sjálfsvald sett, hvort líf hans verður gróðrarreitur eða eyðimörk.” Þessar ofangreindu tilvitnanir í “Salt jarðar,” varpa að vorri hvggju nokkuru ljósi á sérkenni sögunnar, sem og það, hve margt þar er spekilega mælt. Af vestrænum kvæðum í umræddum ár- gangi Tímaritsins, virðist “Sumar,” ljóð í sónötuformi eftir Þ. Þ. Þorsteinsson standa fremst að listrænu gildi: “Þú, sem átt lykla að lífsins dyrum öllum, ljúktu upp vetrarhurð frá anda mínum. Tak hann í vorsins vermireit þinn heima. Græddu mitt land frá fjörum u]>p að fjöllum, fólki þess, sumar, gef af mætti þínum ljósið frá þínum lamj>a, í að geyma.” “Frá þeim vngri” heitir ritgerð eftir dr. Stefán Einarsson, yfirlit vfir íslenzk sagna og leikritaskáld síðasta áratuginn (1928—1938). Er hér um stórfróðlega grein að ræða, sem gerir að minsta kosti þeim ís- lenzkum lesöndum, er fjarvistum dvelja við Island, hægra fyrir en ella mvndi verið hafa, að fá vitneskju um það, hver sé maðurinn eða konan, sem þeir eru að lesa eftir bækur í þann og þann svipinn. Persónuskoðun dr. Stefáns á núverandi bókmentaviðhorfi ís- lenzku þjóðarinnar, kynnist lesandinn af nið- urlag.s málsgrein ritgerðar þessarar: “Alt virðist þannig benda á að þjóðræk- in rómantík eigi leikinn á ný á næstu árum, ef ekkert óvænt kemur fyrir, og ef þeir eign- ast ritfæra menn, því enn eru ritfærustu mennirnir í vinstra fvlkingarármi. ” Smásaga Jóhanns Magnúsar Bjarnason- ar, “Frank North,” ber á sér listrænt hand- bragð þessa vinsæla höfundar. Þá hefir og ritgerð séra Guðmundar Amasonar. “Is- lenzkar og aðrar útlendar bókmentir í Can- ada,” marg-t ;til síns ágætis; styðst hún að nokkru við athuganir prófessor Wat.son Kirkconnells á þessu sviði.— Síðast, en engan veginn sízt, ber að minna á gagnmerka ritgerð eftir dr. Beck um stórskáldið Örn Arnarson; þetta ram- íslenzka skáld er Vestur-íslendingum að nokkru kunnugt af ýmsum snildarkvæðum, svo sem “Stjáni blái,” er Lög-berg birti fyrir nokknim árum, að ógleymdri Vest- mannadrápunni miklu, sem bæði vestur-ís- lenzku blöðin blrtu í fyrra. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin; það undurfagra erindi úr Vestmannadrápunni, sem hér fer á eftir, verður lengi munað á vestrænum slóðum landans: “Og lengi mun lifa í þeim glæðum, sem landarnir fluttu um sæ; ]>eim íslenzku eðliskostum skal aldrei varpað á glæ. Þótt djúpir sé Islandsálar mun átthagaþránni stætt. Það tekur trygðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt. ” / Öm Arnarson er dulnefni skáldsins; maðurinn heitir réttu nafni Magnús Stefáns- son, austfirzkur að ætt, fæddur að Kverkár- tungu á Langanesi; mun hann vera einn allra íslenzkasti Islendingurinn á ljóðvett- \*angi íslenzku þjóðarinnar síðan Einar Benediktsson leið.— Margt annað til gagns og gamans hefir Tímarit þetta að geyma, þó eigi vinnist tími til að vekja athygli á því hér; það verð- skuldar langtum víðtækari útbreiðslu, en það nú nýtur. II. Lúðvík Kristjánsson: Vesturheimsk krossmessuljóð, Winnipeg, 1940. Um tildrögin til þessarar krossmessu- drápu, er íslendingum vestanhafs að fullu kunnugt, er þeir hvarfla augum til veizlunn- ar miklu á Roval Alexandra hótelinu í fyrra sumar í tilefni af hingaðkomu Thor Thors alþingismanns og Ágústu frúar hans; kross- berarnir og krossberamerkin, urðu Lúðvík að óta>mandi yrkisefni, er krafðist útrásar í ljóði og nú eru krossmessuljóðin komin á prent í snyrtilegu bæklingsformi. Lúðvík Kristjánsson hefir um langt áraskeið unnið að því, að! “fækka tárunum” meðal landa sinna í Vesturheimi með kýmni- ljóðum sínum, og er það þakkarvert, því sjaldan er birðgaskortur á harmagráti og raunatölum; honum tekst ekki ávalt jafn vel; ]>ó eru ávalt innan um í flokkum hans eða drápum örvar, er hitta beint í mark, og þær eru heldur engan veginn fáar í kveri þessu; beztu vísurnar er að finna í inn- gangs og eftirmáls ljóðunum að krossaskírn- inni sjálfri. I innganginum er meðal annars þessi vísa: “Já, þar mátti auðmenn og aðalsmenn sjá, með íslenzka hátignarsvipinn á brá. En svo fengu einstöku almúga peð af einskærri miskunn að vera þar með.” Vísan um Ófeig Sigurðsson (ekki Ófeigs- son) í Red Deer, Alberta, er bráðsniðug: “0g nefndin á ófeig eitt einkennið lét, en án þess að vita hvað maðurinn hét. Hví voru þeir ánnars að ónáða hann svo afskiftalítinn og saklausan mann.” I eftirmálsljóðunum verður manni einna starsýnast á þetta erindi. “Hér blasti nú almennings augliti við hið útvalda, primsignda riddaralið. Já, mikill og frækinn og fallegur her með föðurlandsástina um hálsinn á sér. ” Þessi Krossmessuljóð1 kosta einungis 50 cents, og eru skrýdd blárri kápu; það kaupir enginn köttinn í sekknum, er aflar sér þeirra áður en það verður um seinan. Pantanir ásamt andvirði, sendist Lúð- vík Kristjánssyni, 1123 Ingersoll Street. Winnipeg. Borgarabréf yðar, Eignarbréf, Vátryggingarskírteini, o.s. frv. ERU VERÐMÆT— GEYMIÐ ÞAU ÖRUGGLEGA! • Þau eru trygg í öryggishólfi yðar í bankanum; þér einir getið opnað það; kostar innan við cent á dag. Látið útibús- stjórann sýna yður hólfið. THE ROYAL BANK O F CANADA Eignir yfir $800,000,000 Málefni, sem almenning varðar Fyrir nokkru síðan birti Lög- berg ritgerð, sem fjallaði um minnisvarða eða þó öllu heldur aðeins um legsteina. Já, það er mál, sem alla varðar jafnt, að því er eg bezt fæ skilið, og ætti því að vera rætt nokkuð í opin- beru blaði. Margir munu hugsa sem svo að það sé gamall og góð- ur siður að láta dýra legsteina yfir \issa framliðna menn, sem hafa gert landi og þjóð eitthvað til þægðar og þrifa i lifandi lífi. Jú, vér vitum allir, að þessi leg- steinasiður er afar forn, en hvort hann má teljast góður, það er nú annað mál. Það er stundum sitt hvað að vera gamall og að vera góður. Það er vitanlega augljóst mál að legsteinn hversu dýr eða skrautlegur sem hann kann að vera er aldrei og getur aldrei orðið annað en steindauðui steinn, og um hann má með réttu segja það sem spámenn gamla testamentisins sögðu oft um skurðgoðin: “í þeim er eng- inn lífsandi, þau geta ekki séð, heyrt, talað né gengið.” Leg- steina-siðurinn virðist vissulega vera ein greinin af hinni æfa- fornu og heiðnu skurðgoðadýrk- un; og ennfremur styður leg- steinasiðurinn að forfeðradýrk- un og dregur athygli þeirra sem eftir lifa að duftinu og hégóm- anum í tíma og rúmi, eri frá andanum og lifinu sjálfu. Hvað segir Kristur um legstaða-skreyt- ingú Gyðinganna til forna? Lúk. 11-47: “Vei yður, sem byggið upp grafir spámannanna, sem feður yðar líflétu. Þannig lofið þér og samþykkið athafnir feðra yðvarra,” o. s. frv. Það er djúp meining í orðum Krists og það er í þessu tilfelli að viðhalda minningu illræðismanna og gefa til kynna að þeir sjálfir sé einn- ig illræðismenn, er fyrirlíti heil- agan anda guðs og helgra manna. Það liggur og í þessum og fleiri orðum Krists að það sé andi hroka, sjálfsþótta og forfeðra- dýrkunar, sem legstaða-skreyt- ingin feli í sér — sálmyrðandi og fyrirlitleg efnishyggja. Vér getum tekið rétt eitt dæmi; gerir ekki til né frá hjá hvaða þjóð eða í hvaða landi. Það er sett- ur legsteinn á gröf stórefna manns eða sem var ríkur hér i heimi, en dó þó eins og sá fá- tæki, sem engan legstein fékk. Já, það var reistur steinvarði á leiði þessa ríka manns, sem kost- aði mörg hundruð dali, en ein- mitt í þvi sama héraði gátu börn sumra fátæklinganna ekki kom- ist á skóla í vetrarhörkunum fyr- ir kulda og klæðleysi, og það kvisaðist jafnvel að ein eða tvær manneskjur hefði látist af ó- nógu viðurværi. Að verja miklu ,fé til að láta stóran og þungan stein á dauða og rotnandi skrokka er óvit á meðan nokkr- ir lifandi eru nauðlíðandi. Jörð- in hirðir sitt og gerir því rétt skil, hvort sem ríkur eða fátækur á í hlut og hún tekur ekkert til- lit til auðlegðar né fátæktar. “Hér er ið rétta ríki jafnaðar: sofa hér jafnvært í svartnætti grafar konungurinn við kotungs síðu, ölmusu-maður og auðkýfingur.” Þannig kvað eitt ágætt íslenzkt skáld um jafnréttið, sem móðir vor Jörð veitir öllum og öllu sínu afkvæmi. Eins og mörgum af oss er kunnugt, þá hafa nokkur íslenzk Ijóðskáld ort um Dettifoss, og væntanlega sum af þeim hlotið veglegan legstein að sér látnum. En þó Kristján Jónsson Fjalla- skáld væri fátækur að þessa heims auðæfum og metorðum og hafi líklega engan dýran legstein hlotið, þá er kvæðið hans “Detti- foss” ódauðlegur minnisvarði á meðan nokkur talar og skilur íslenzka tungu. Sumir af oss Vestur-íslendingum, sem þó er- um búnir að vera hartnær hálfa öld hér vestra, getum enn með því að hugleiða kvæðið “Detti- foss” á réttan hátt, heyrt dun- urnar i fössinum og fundið bergið titra og séð Iitskrautið glitra þegar sólargeislarnir brotna á úrgu berginu og æðandi vatnsöldunum í hengifluginu. Já, slik er þessi feikna sálarorka skáldsins, sem kvæðið orti. f þessu sambandi er vel við eig- andi að minna á skáldið séra Hallgrím Pétursson; hann hefir reist sér þann minnisvarða með ljóðum sínum, sem hefir heillað og hrifið heila þjóð frá því á seytjándu öld og fram á þennan dag; já, og svo lengi sem vort kæra móðurmál lifir. En það eru vitanlega margir fleiri, þó þessi tvö dæmi hafi aðeins verið tekin hér sem sýnishorn. Þótt legsteinar kunni að vera gæddir einhvers konar lista- eða fegurð- arblæ, þá samt eru þeir i sjálfu sér hégóminn einber, svo sem presturinn kvað forðum: “Erfidrykkjur og ónýtt prjál Ekki á skylt við þetta mál; Heiðingja skikkun heimskuleg Hæfir kristnum á engan veg.” Þetta, sem hér hefir verið sagt er frá almennu og alþjóðlegu sjónarmiði, en frá þrengra sjón- armiði munu sumir líta svo á, að ekki beri að veita verðlaun fyr- ir að kasta saur í saklausa menn og heilög málefni, hversu mikil snild sem ljóðagerðin kann að hafa verið að búningnum til. M. Ingimarsson. Nýársvísur 1920 Ársins sviptigna dís upp í sólarátt rís rík af svellandi æskunnar þrótt. Hún ber hugsjóna Ijós, árdags hátignar rós yfir heldimma byltinga nótt. Öll þau hatursins mein öll þau hörmungakvein, er nú hrópa um ið blóðuga strið, öll þau brennandi tár, öll þau blæðandi sár heimta bætur af komandi tið. Sorgin máttug og há göfgar mannsandans þrá eins og málmdeiglan gullið fær skírt. Og þann himneska mátt til að hefja sig hátt má nú heimurinn kaupa svo dýrt. Eins og ár mynda öld þannig orsaka fjöld skapar alheimsins forlagaskeið; Réttist harðstjórans hönd, byggjast hugsjónalönd verður hlýrra á framsóknarleið. Eyðist hatursins hjarn, vitkist vanþroska barn, sem nú villist á myrkri og þraut; vakni sofandi sál, hljómi sannleikans mál fram til sigurs á jarðlífsins braut. Skíni friðarins sól yfir bygðir og ból, inn í bústað hvers einasta manns. Skráð sé gullstöfum Ijóst inst i grátandans brjóst það, að guðsríki kemur til hans. Kristin Sigfásdóttir. Hann kunni ekki að hrœðaát í æsku las Fred glæpasögur. Þegar hann eltist gleypti hann i sig blaðafrásagnir af bankarán- um. Þegar hann var 16 ára hafði hann einsett sér að vevða glæpamaður — og 10 áruin sið- ar . . .? Veröldin var eins og andvana lík. Hvergi hljóð, hvergi hreyf- ing. Trén á vellinum bifuðust ekki fremur en þau væru úr steini. Og hálfmáninn var eins og bátur á indígóbláum himnin- um. Fred Brown stóð undir stórri ösp og starði. Hann glenti aug- un á gamla, forneskjulega húsið, sem stóð fyrir endanum á hellu- stéttinni. Hann grandskoðaði hvern ein- stakan af dimmu gluggunum á húsinu. Svona hafði hann star- að í tíu mínútur eða máske fim- tán. Og allan þann tíma hafði hann staðið grafkyr, eins og hann væri gróinn við jörðina. Og nú, þegar hann hafði sann- færst um, að enginn væri vak- andi í húsinu, gekk hann ská- halt yfir blettinn í áttina til sval- anna, en gætti þess vel, að halda sig í skugganum af öspinni. Þegar hann var kominn hálfa heyrði hann hljóð. Hann nam staðar, hélt niðri i sér andanum og beið. Hljóðið heyrðist aftur. Það var barn, sem var að hljóða. Kjökur í nýfæddu barni. Nú var það lægra en áður . . . það hevrðist aftur en hljóðnaði svo. Fred Brown hafði snúið höfð- inu í áttina, sem hljóðið kom úr. en nú leit hann aftur á húsið. Þar var alt kyrt eins og áður./ Hann hélt áfram. Lafhægt. Og i hverju spori, sem hann steig á mjúkt grasið hugsaði hann til þess starfs, sem biði hans. Og út frá þeim hugleiðingum hverflaði hugur hans til æsk- unnar . . . þegar hann áformaði að gerast glæpamaður. Það hafði ekki verið neinn hægðarleikur að ala Fred Brown upp. Móðir hans varð hrukkótt og grá fyrir aldur fram — blátt áfram al þvi, að hún var sí og æ að leitast við að gera heiðar- legan inann úr drengnuni sínum. Faðir hans hafði einnig gert það, sem hann gat. En hann hafði ekki sömu þolinmæðina og konan hans. Hann barði strák- inn oft, þegar hann nenti ekki lengur að pexa við hann, svo að það lá við að hann rvki um koll. Þegar Fred var niu ára var snilliþ jófnr einn, sem hann hafði lesið um í skáldsögu, aðal átrunaðargoð hans. Þegar hann var tiu ára leit hann upp til bankaræningja, sem hann hafði lesið um. Og einn daginn sagði hann í skólanum, að hann teldi þennan mann miklu meiri mann en sjálfan Abraham Lincoln. Þá lét kennarinn hann hafa með sér seðil heim til sín, og faðir Freds lamdi hann eftirminnilegar en hann hafði nokkurntima gert áður. Þegar hann varð stærri tilbað

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.