Lögberg - 09.05.1940, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.05.1940, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAl, 1940 Fannatöfrar (Þýtt úr ensku) “Enn á ný verð eg, kæra ungfrú, aft tjá yður þakklæti mitt. Góðvild yðar gerir mér hugsunina um varðhaldið jafnvel þungbær- ari en áður.“ Við þessu svaraði hún rólega. “Því eruð þér svo viss um að lenda í fangelsi?” Hann ypti öxlum vonleysislega og' svar- aði: “Eg kemst nú aldrei út yfir latidamær- in.” Hún leit til hans stórum augum eins og hugsandi og sagði: “Rg veit hvernig yður gæti hepnast að gera það. ” Hann andvarpaði nú enn og svaraði: “p]g hefi víst heyrt slíka staðhæfing áður. ” “Ekki frá mér, ” svaraði hún atvöru- þrungin. “ Eg segi yður það í alvöru, að þér hafið nú sannarlega himinsent tækifæri til að sleppa jdir landamærin.” “En á hvern hátt?” Hún laut að honum og sagði með alvar- legri einlægni í röddinni: “Hlustið nú á! “A morgun fara ætt- iftgjar Karls með lík hans til Svisslands. Kistan kom núna eftir miðjan daginn, og kistulokið er allareiðu fest á hana. Þau hafp fengið stjórnarmerkið stimplað á skjöl sín, og ráðstafað flutningnum. Alt er í röð og reglu — og fvrirhöfnin engin né spurning- um að svara við landamærin. Engin töf. Kftir hádegið á morgun verður kistan komin heilu og höldnu til Menasle.” Hún Jvaguaði og veifaði höndunum glaðlega þessu til sönn- unar. “Hamingjan góða!” Hann starði á hana eins og steini lostinn. “Hvað væri þessu til fyrirstöðu?” svar aði hún þýðlega. “Þér eruð allareiðu sem dauður. Og haldið áfram að vera það ögn lengur. Ekkert annað — og þér takið Karls pláss í kistunni. Við getum sameiginlega komið í framkvæmd þeim litlu umskiftum. Karl verður svo jarðaður hér. Með nafri úr smíðastofunni get eg séð um að þér hafið nægilegt andrúmsloft í kistunni. En þetta er alt svo einfalt. Endurlífgan yðar tefst ögn — það er alt og sumt, — eða unz þér komist til Menasle.” Þessi djarflega ráðagerð hennar gerði hann orðlausan nokkra stund. En svo sagði hann kjökrandi: “Eg gæti ekki gert þetta.” “En þér verðið að gera það.” Hún kinkaði kolli þýðlega honum til hvatningar. “Hví skvlduð þér hafa beig af lítilsháttar dauðsmanns umbúðum, þegar ]>ær einmitt hjálpa yður til að halda lífinu? Var ekki eitt sinn til einhver munkur, sem svaf í kistu sinni á hverri nóttu? Með hve glöðu geði myndi eg líka gera það, ef eg aðeins—” Hún þagnaði snögglega, og þungur sorgar- svipur breiddist yfir andlit hennar. “Ef aðeins hvað?” “Ef eg einungis fengi að lifa.” “Þér eruð heilsuveil,” sagði hann með einkennilega viðkvæmri rödd. Hún brosti um leið og hún svaraði: “Já, eg er mjög vesæl. Og eg mun ekki ná heilsunni aftur. En eg er ekkert óróleg út af því. Bráðum fer eg í minn litla leið- angur í ofurlitlum trjáviðarkassa. ” Hún brosti aftur. “0g eg kemst ekki út úr hon- um aftur. Þe.ss vegna brosi eg að því að geta nú leikið á dauðann með þessum litla grikk. ” Nú færðist yfir þau þung þögn. Hann gat ekki haft augun af henni, svo djúp á- hrif höfðu orð hennar haft á hann. “Þér eruð f.yrirtak,” sagði hann lágt. Og hann, sem ætíð var svo létt um mál, g'at nú ekkert meira sagt. “Þér samþykkið þetta þá?” “Eg aðhyllLst það. Hann virtist nú alls-ólíkur sjálfum sér, laus við hið mærðar- lega yfirskyns-Iátbragð sitt. “Þó með einu skilyrði. ’ ’ “Og hvert er það skilvrði yðar?” Hann tók sér nú háleita ákvörðun, slíka sem hann aldrei fvr á lífsleiðinni hafði gert. “Að þér farið til Vínarborgar, og upp í herbergin, sem eg hafði til íbúðar í Felix- platz. Það er vandalaust, eg læt yður liafa áritanina. Þar er hlutur nokkur, sem eg vil að þér takið og eigið.” “Hvað er það?” “Það er,” svaraði hann rólega, “skegg- sá pustöng. ’ ’ “Þakka vður fyrir,” sagði hún og hló kvrlátlega. “Þér haldið víst ekki, að eg geti notfært mér slíkan hlut.” Hann brosti nú ekki, en sagði: “Flestir myndi láta á þetta, eins og þér gerið. Þannig ályktaði lögreglan — þegar hún leitaði í lierbergjum mínum. Skildi það eftir í baðherbergis-skápnum sem einskis verðan hlut! En þér, iitla vinkona mín, eigið að taka þessa skeggsápustöng. Og' innan í lienni munuð þér finna nolekuð alveg óvænt, nokkuð, sem mun gera yður ríka; nokkuð, sem gerir yður unt að leita til beztu sér- fræðinga og lieimsins mestu heilbrigðis- stöðva, ólíkum þf-ssum auma stað hér. Það er í sannleika nokkuð, sem gæti fært yður aftur lífið og ánægju þess. Takið það sem gjöf frá mér.” Hún var rétt að því kemin að' afbiðja ]>etta, þegar eittiivað aftraði henni frá að gera það. Með hugsanaþrungnu augnaráði leit hún eins og út í hina endalausu fjar- lægð nokkur aúgnablik. Svo rétti hún alt í einu fram hönd sína og mælti: “Þakka yður fyrir. Eg geng að þessu. Það er afgert milli okkar.” “Alvcg afgert,” endurtók hann. Hún brosti nú aftur til hans og mælti: “Þér verðið nú að leggja yður út af á rúmi mínu dálitla stund. 8vo leiði eg yður við hönd út héðan og við förum bæði inn í herbergið til Karls.” Hann leit á hana með undirgefnis augna- ráði og staulaðist veiklulega upp í rúmið. Hún breiddi brekánið ofan á hann. Úttaug- aður eins og hann var, féll hann bráðlega í blund, en hún settist niður og vakti hjá hvílunni. Sextándi Kapítuli Næsta morgun voru Edlers-hjónin árla á ferli. Það var Fraulein Rudi einnig. Þeg- ar frú Edler þrammaði út úr Gasthof, var hún í æstu skapi eftir langvarandi þráttun við Anton út af kaupi Karls og skuldareikn- ingi hans fyrir næturgreiðann. Ekki mýkti það heldur geð hennar, er liún rakst á Rudi. sem kom út í framgarðinn rétt þegar verið var að bera líkkistuna út að sleðanum. “Þér hér!” gargaði frú Edler. “Hvað dregur yður út liingað?” “Mér geðjast vel að morgunloftinu,” svaraði Rudi kurteislega. Frú Edler góndi á hana með súrum van- })óknunarsvip. 1 lágum nöldurstón rak hún á eftir bónda sínum um að komast upp í sleðann. Nokkur augnablik fjasaði hún með hávaða um eitt og annað, kvartaði um livað akfærið væri lítið og þröngt um sig þar, ávítaði ökumanninn fyrir ábreiðuniar og benti honum svo að komast á stað. “Farið vel,” kallaði Rudi, þegar ferða- fólkið lagði upp. “Og góð ferðalok.” Hún veifaði hendinni sem skilnaðarkveðju, þaðan sem hún stóð þarna í mannlausum gistihúss- garðinum, svo undur einmana og yfirgefin, í hillingu gagnvart gráleitri og kuldalegri morgunskímnnni. “Góð ferðalok, ”urraði í frú Edler frá sleðanum. Hún gaut tortryggnislegum aug- um á bónda sinn og hreytti út úr sér: “ Það er svo! Hvað meinti hún með því?” “Hvernig í fjandanum ætti eg að vita það?” svaraði hann. Gremjusvipurinn magnaðist í þunnu andliti frúarinnar og liún sagði hranalega: “ Þú þarft ekki að arga til mín, maður minn. Eg þekki þig eins og þú ert.” Orðasennan milli hjónanna hófst nú aft- ur og hélzt óslitin alla leiðina til Taube. Þá varð stundarhlé á jaginu, meðan þau voru að greiða ökumanninum ferðakostnaðinn frá Gasthof og flytja sig yfir í bílskrifli, sem þeirra beið við veitingahúsið. 1 þessu flutn- ingsfæri, sem opið var að aftan, lögðu þau á stað til Breintzen; urðu bæði að troða sér niður í sætið hjá ökumanni, með kistu Karls og- annan farangur í bílnum að baki þeim. Þetta var ekki löng leið og ferðin ánægju- legri en með sleðanum um morguninn; þau voru nú í bollaleggingum viðvíkjandi mun- unum, sem Karl hafði látið eftir sig. Sér- staklega var það úrið, sem þau ræddu um, og hróðug sýndu ökumanninum. Hann lét í ljós þá skoðun sína, að í því feldist heill fjársjóður, er næmi eitt þúsund skildingum að minsta kosti. “Hamingjan góða!” hrópaði frú Edler og stakk ]>essum dýrgrip aftur niður í hand- tösku sína, um leið og hún bætti við: “Svo mikið! Haldið þér það?” Ökumaðurinn var allmikill veraldarmað- ur, og gerði með mörgum orðum grein fvrir þessari skoðun sinni um verðgildi úrsins. “Meðal annars er }>að verðið, sem nú er á gullinu, ” sagði hann. “Það hefir alt af verið að hækka og hækka meir og meir.” Frú Edler sagði ekkert við þessu en leit liróðug til eiginmannsins, eins og hún vildi gefa í skyn að athafnir þeirra í þessu efni gæti orðið jafnvel ábatavænlegri en þau hefði búist við. 1 þessum ánægjulegu hug- leiðingum komu þau til Breintzen, keyrðu upj> að brúnni og nárnu .staðar við rauð- og hvít-röndótta varnargrindina. Brúin var öfluglega varin. Auk hinnar venjulegu landamæra-lögreglu stóð þar fót- gönguliðsfylking. Millilanda-viðsjár höfðu vaxið mjög, og engum var leyft að fara fram hjá varnargirðingunni fyr en eftir nákvæma rannsókn. Eftir á að gizka tuttugu mínútna bið komu til þeirra tveir lögregluþjónar. “Hvað liafið þið þarna?” spurði annar þeirra liranalega. “Lítið á vegabréfin, og þér getið þar séð hvað eg hefi meðferðis,” nöldraði hr. Edler. “Það er óþolandi, þegar heiðvirðir vegfar- endur eru látnir bíða svona og eyða dýrum tíma leigubílsins. ” “Hafið yður hægan,” sagði liinn lög- reglumað'urinn, hánefjaður og varaþunnur náungi. “Annars verðið þið kannske að bíða lengur en þér haldið nauðsynlegt. ” Svo þreif hann leiðarskjölin af Edler, og yfirvegaði þau nákvfemlega ásamt félagan- um, er yfir öxl hans gægðist. Að lokum mælti hann: “Svo þið eruð þá að pranga með stirðn- aða líkami, að því er virðist. Hvað hafið þið í hyggju að gera við þennan skrokk?” Frú Edler tók nú fram í og sag'ði með þjósti: “Leyfið mér að seg'ja yður, að við erum Svisslendingar og góðir borgarar. Yið kom- um ekki liingað til að láta smána okkur.” “Þér eruð sjálfri yður til smánar, kona góð,” sagði annar lögregluþjónninn. “Slíkt líka andlit!” Frú Edler varð svartblá í framan af reiði. “Það er andlitið, sem guð gaf mér. Eg vildi nú heldur liafa það, en pípuleggina yðar.” “Nú er nóg komið,” sagði hinn. “Hér er um alvarlegt og áríðandi efni að ræða. Við verðum að líta ofan í kistuna. Yðar orð eru eina sönnunin, sem við höfum. 1 henni gæti verið óleyfilegur varningnr, vopn, skotfæri eða eitthvað annað slíkt.” Edler reyndi nú af öllum mætti að halda í hemilinn á sinni reiðu frú, og flýtti sér að svara: “Gerið eins og yður þóknast,” sagði hann. “Varist aðeins að fremja nokkur helgispjöll. Slíkt er mikil synd. Og lialdið mér hér ekki þar til klukkustundin er liðin, eða þér verðið að sjá um leigugjald bílsins. ” “Sæktu undirflokksforingjann,” sagði fyrri lögregluþjónninn við félaga sinn. Eng- inn mælti nú orð meðan þau biðu flokksfor- ingjans. Innan í kistunni lá prófessorinn og kald- ur angistarsvitinn bogaði út um allan líkama hans. Gegnum þunnar fjalirnar barst skýrt til hans hvert orð samræðunnar fyrir utan. Eftir að hann í upphafi ferðar hafði sigrast á ónotabeig af að vera þannig inniluktur í líkkistunni, fór hann að gleðjast með sjálf- um sér yfir því hve vel ferðin gengi og af því hvað vel færi um sig í snyrtilegum um- búðunum. Hann hefði nægilegt andrúmsloft, hefði ekkert annað að gera en að liggja kvr og rólegur með háar og glæsilegar vonar- hug'sanir sínar, þar eð Edlers-hjónin önnuð- ust ferða-umstangið. En þessar ánægjulegu hugsanir lians urðu nú alt í einu fyrir slæm- um árekstri. Og það fór hrollur um hann, er hann heyrði fótatak nálgast og rödd foringjans þegar hann spurði: “Hvað er hér um að vera? Er þetta fólk í tollsvikabraski?” “Við vitum það ekki, herra foringi. Þau hafa þarna með sér grunsamlegan tré- kassa, eða líkkistu,” sagði lögregluþjónninn. “Líkkistu, segið þér# Hvað er í henni?” “Hvað haldið þér?” hrópaði frú Edler bálreið. “Ilvað lætur maður vanalega niður í þær kistur? Lík, mundi eg segja, nema eg va>ri vitfirringur!” Prófessorinn nötraði nú af skelfingu enn meir en áður, við að heyra þessa ófyrir- leitnu frekju konunnar. “Þeir hljóta nú,” hugsaði hann, “að grenslast eftir því hvað kistan hefir að geyma.” “Við skulum nú brátt komast af því, hver er vitf irringur, ” sagði foringinn. “Ilvar eru skjöl yðar?” “Skjölin okkar!” grenjaði frú Edler og benti á mjóleggjaða lögreglumanninn. “Pípu- leggur hefir haft þau í höndum síðastliðna hálftímann.” “Hérna eru þau, hr. foringi. Þau virð- ast vera öll í góðu lagi. Samt sem áður—” Nú varð önnur þögn. Prófessorinn sá í liuga sínum andlit foringjans þar sem hann væri með tortryggnislegum svip á andlitinu að yfirlíta skjölin. Óvissan ætlaði alveg að gera út af við öldunginn í kistunni, og hann var ósjálfrátt farinn að flytja bæn um að- stoð almættisins, og lofaði með lieitum iðr- unartárum að halda fast við betrunarásetn- ing sinn. Svo barst honum alt í einu, þangað sem hann lá þarna skjálfandi, rödd yfirmannsins: “Hér er alt í góðu lagi. Fólk þetta er að flytja lík Edlers heim með sér. Hann var fyrir tveimur dög-um skotinn til dauðs af okkar mönnum. Eg veit um allar kringum- stæður þessu viðvíkjandi.” Augnabliks þögn varð nú enn. Svo sagði lögregluþjónninn: “Það er ágætt, herra foringi!” Það lá við að prófessorinn félli í yfirlið af tómri hugarfróun; en í gegnum doðavím- una heyrði hann þó frú Edler nöldra nokkur orð, fann bílskriflið hreyfast og leggja aftur á stað' áleiðis yfir bryggjuna. Nú var hann þá eftir litla stund loksins kominn til Sviss- lands. . . . Það sem eftir var leiðarinnar toru þau án þess að nokkuð óvænt bæri við, og náðu til Menasle um það bil er á strætaljósslömp- unum var kveikt og ilmi-þrungið daggarloft- ið angaði í svölu næturhúminu. Jafnvel frú Edler liafði nú náð jafnvægi geðsmunanna eftir happasæl ferðalok. Er þau náðu heim til sín, í litla og lágreista liúsið við útjaðragötu bæjarins, sá hún um að kistan væri af bónda sínum og ökumanninum borin inn í auka- svefnherbergi uppi á loftinu. Eftir svo að senda Edler niður í eldhús til að undirbúa kvöldverðinn, fór hún í óða-önn að laga til í herberginu og setja þar alt í röð og reglu til undirbúnings þess að sýna nábúunum ]>angað inn áður en útfararathöfnin byrjaði. Fyrst kveikti hún á kerti við höfðagafl kistunnar, sem hún prýddi með snoturri á- breiðu. Svo dreifði hún úr veraldarmunum Edlers á búningsborðinu: úrdjásnið með keðjunni, bikarana, beztu fötin hans og pen- ingana, sem hún hafði þrengt Anton til að láta af liendi í mánaðarkaupið, og svo skíða- verðið. Þá leit hún viðkvæmnislega á þenn- an fjársjóð sinn, og fór svo niður til að gæða sér á heitum svínakjöts kveldverði. Bkki var hún fyr farin út úr herberg- inu, en prófessorinn áleit tíma kominn til að hreyfa sig. Fyrirhafnarlaust losaði hailn kistuloks-boltana (sem festir voru að innan- verðu frá, eins og Rudi hafði séð um), lyfti svo frá lokinu og steig niður á gólfið. Hann tevgði úr sér einu sinni eða tvisvar og beygði stirða knjáliðuna. Tilfinningin um að vera nú laus og algerlega frjáls, hresti hann betur en bezta vín. Alt í einu stóð hann teinréttur og starði á fjársjóðinn, er frú Edler hafði dreift út um búningsborðið. Honum varð bilt við, og hann hikaði sig, eins og einbúi er föstuheit hefði tekið, og vætti ögn varirnar með tungubroddinum. Hugarstríð lians var augljóst. Einu sinni eða tvisvar reyndi hann að losa sig við freistinguna. En hún lét ekki bugast. Að lokum andvarpaði hann, gretti sig og kæruleysisglott breiddist yfir andlitið. Öll lians guðrækilegu heityrði og betrunar- ásetningur hurfu samstundis. Hann steig' hröðum skrefum upp að búningsborðinu. Prófessorinn liafði nú aftur fundið sjálfan sig. Léttur í spori og hreyfingum smeygði hann sér úr fatagörmunum er hann var í og klæddi sig í Feztu fötin, sem hann fann þarna. Svo stakk hann úrinu lipurlegaó vasa sinn, og hengdj hina þungu keðju framan á sig þversum vestisbarmana. Þá greip hann hina svörtu handtösku frú Edlers og þrýsti niður í hana því sem eftir var af fjársjóðnum, silfurbikurunum, og til uppbót- ar tveimur gyltum skrautmunum, er stóðu á arinhillunni. Leiðarbréf Karls hafði liann og á burt með sér. Auðvitað væri það nú ekki viðeigandi vegabréf, en það gæti dugað ágætlega, þó að frönsku varðmennirnir við landamærin liti að líkindum forvitnislega snöggvast á það. Svo leysti hann af hendi síðustu listar- iithöfnina ]>arna. Á miða, er hann reif af fóðri búningsborðs-skúffunnar, ritaði hann með prentletri: Farinn til að fá mér bita. — Kem aftur seinna. Þetta lagði^ann á galopna kistuna. Þegar hann svo hafði rent augum umhverfis í rænda herberginu, greip liann upp svörtu töskuna, ýtti upp glugganum og rendi sér niður eftir regnvatnsrörinu. Hann var kom- inn út úr liúsgarðinum og á leið til járn- brautarstöðvarinnar áður en frú Edler var farin að smakka svínakjöts sælgætið sitt. Klukkutíma seinna, vegna einhverra eft- irþanka, fór frú Edler svo aftur upp í útfar- arherbergið ásamt nokkrum vinkonum sín- um, sem komið höfðu til að öðlast trúarstvrk og hærra hugarflug við að leiða sjónum þann er á lieiðvirðum líkbörum lægi. Á þröskuld- inum stanzaði frú Edler og hristi ögn höf- uðið, eins og til viðvörunar, um leið og hún gekk inn í herbergið. Þar stanzaði hún og saup hveljur til að ná andanum; hún starði svo að augun belgdust út eins og þau ætluðu að detta úr höfði hennar, og munnurinn opn- aðist sem á þorski. Svo veifaði hún hand- leggjunum út í loftið, um leið og skerandi hljóð brauzt út af vörum henni. Þegar hún svo leit augum tóma búningsborðið, rak liún upp annað org. Hún tutlaði í hár sér, beit í fingurna, sneri sér við í skyndi .og rak bónda sínum rokna högg á eyrað. Svo velt- ist hún veinandi niður á gólfið. Hitt fólkið hljóp út úr herberginu óttaslegið, eins og allir árar væri á hælum þess.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.