Lögberg - 09.05.1940, Blaðsíða 2
o
LÖGBERG, FIMTUDAGINN í>. MAl, 1940
END l RMINNING 4 R UM
Jón A. Hjaltalín
SKÓLASTJÓRA
*
Þann 20. marz voru liðin 100
ár frá því Jón A. Hjaltalín,
fyrsti skólastjóri Möðruvalla-
skóla, fæddist, en skólastjórnin
var aðal æfistarf hans, þó hann
kæmi að skólanum fertugur að
aldri. Hafði hann þá í mörg
undanfarin ár verið búsettur í
Skotlandi.
f tilefni þessa 100 ára afmælis
hins vinsæla og velmetna skóla-
stjóra hefir Sigurður Guðmunds-
son, núverandi skólameistali, og
samstarfsmenn hans við Menta-
skóla Akureyrar, svo og nokkrir
lærisveinar Hjaltalíns gengist
fyrir því, að efnt yrði til sam-
skota til þess að auka við Minn-
ingarsjóð Hjaltalins, en sá sjóð-
ur var stofnaður skömmu eftir
andlát hans 1908, en hefir vaxið
litið nú um skeið.
Ennfremur verður aldarafmæl-
isins minst sérstaklega í útvarp-
inu.
ítarleg æfisaga Hjaltalíns hef-
ir ekki enn verið rituð,, og ætti
það verk ekki að dragast lengi,
Því hver sem það gerði nú á
næstu árum gæti haft mikinn
stuðning af kvnnum lærisveina
hans og frásögnum þeirra.
Þó eg væri samtíða Hjaltalin
hernskuárin á Möðruvöllum og
síðar sem nemandi hans, þá gel
eg ekki talið mig hafa haft af
honum þau kynni, sem lærisvein-
ar hans, er nutu kenslu hans og
handleiðslu meðan hann var á
]>ezta skeiði æfinnar. Endur-
minningar mínar um hann eru
bernskuminningar, og svo kynni
mín af honum sem kennara og
skólastjóra síðustu ár hans, þeg-
ar heilsa hans var farin að bila;
hann þá í nýju umhverfi, nýjum
skóla, sem hafði ekki fengið fast
snið í höndum hans.
Bjart er yfir öllum endurminn-
ingum mínum um hinn virðu-
lega skólamann og kennara.
Hann er í mínum augum ímynd
staðfestu, rólyndis og þolinmæði.
Hreinlvndi sitt, djörfung og
drengskap bar hann utan á sér í
viðmóti við alla, æðri sem lægri.
En hið hlýja hugarfar, trygg-
Ivndi hans og fölskvalausa vin-
áttu fundu þeir, sem fengu
tækifæri til þess að kynnast hon-
um náið. En það voru senni-
lega færri en vildu er urðu þeirr-
ar viðkynningar aðnjótandi.
Jón A. Hjaltalín var í raun og
sannleika íhaldssamur maður,
sem var ekki um snöggar breyt-
ingar gefið. Hann var lítill hug-
sjónamaður í efnisheimi. Hug-
sjónir hans beindust að því, að
móta sál þeirra ungmenna, sem
honum var trúað fyrir, rækta
manngildi þeirra, gera úr þeim
djarfa, hreinlynda íslenzka
drengskaparmenn. Langdvöl
hans með framandi þjóð hafði
frjóvgað hið íslenzka lundarfar
hans, ekki á þann hátt sem tíðk-
anlegt er, að menn af því finni
smæð þjóðar og vanmáttarkend
og vilji ryðja hingað nýjungum
eftir erlendum fyrirmyndum.
Hann mat mikils þau sérkenni
þjóðarinnar, sem henni eru til
sæmdar, og vildi fyrir hvern mun
að þeim hlúa, jafnframt því, sem
hann taldi það höfuðnauðsyn að
alt uppeldi miðaðist hér við ó-
blíð kjör lands vors.
Kennara og leiðbeiningastarf
hans mótaðist, að mér skilst, af
sömu uppeldishugsun og Bjarni
lýsir í erindi sínu:
Fjör kenni oss eldurinn, frostið
oss herði,
fjöll sýni torsóttum gæðum að
ná,
bægi sem Kerúb með sveipandi
sverði
silfurblár Ægir oss kveifarskap
frá.
Hér fara á eftir endurminn-
ingar þriggja lærisveina h'ans,
er eg hefi leitað til í tilefni af-
mælisins, þeira, ólafs Thorlaci-
usar læknis, Garðars Gíslasonar
Leyfið oss að skýra fyrir yður
hvernig hér Retið SPARAÐ BITT
LAG AF MÁLI — einnig tíma og
peninga k hverpu mftlningaverki.
pér hurfið aðeins að skrifa oss,
og við sendum yður ALVEG
ÓI-ÍEYPIS tvo skrautlega bækl-
inga, er sýna hvernig spara mfl.
peninga með því að nota KLING-
KOTE og STEPHEN’S 2-LAGA
MÁLNINGAR AÐFERÐ.
Skrifið f dag (á íslenzku ef vill)
til
G.F.Stephens&Olimited
Dept. (11) Winnipeg, Man.
stórkaupmanns og Þórðar Sveins-
sonar prófessors. Hefir Ólafur
ritað sinn kafla, en við hina tvo,
Þórð og Garðar, talaði eg og tók
niður það sem þeir sögðu mér.
—V. St.
*
ERFIÐLEIKA Á RIN
FYRSTU
Þéé hafið, herra ritstjóri, snú-
ið yður til mín með beiðni um
að segja eitthvað um Hjaltalín
skólastjóra í tilefni af 100 ára
afmæli hans.
Eg er ekki viss um að eg sé
heppilegasti maðurinn til þess.
Fyrst og fremst er nú það, að
eg var því nær barn að aldri,
þegar eg, svo að segja af tilvilj-
un, kom i Möðruvallaskóla, að-
eins ellefu ára gamall. Er því
mörgu frá þeim tíma skolað
burtu úr minni inér á þeim 60
árum, sem síðan eru liðin. — í
öðru lagi var mér lengi fram
eftir ávum heldur í nöp við
karlinn — ekki út af veru minni
í skólanum eða náminu þar,
heldur öðru óskyldu máli, þar
sem mér þótti hann beita að-
standendur mína rangindum. En
þar eð hann kom til mín hér í
Reykjavík mörgum árum seinna
og við gerðum til fulls upp þessa
gömlu reikninga, þá vona eg nú
að geta dæmt óhlutdrægt um
hann, metið réttilega hans mörgu
og miklu kosti.
Eins og kunnugt er, þá tók
Möðruvallaskólinn til starfa
haustið 1880 og tók Jón A.
Hjaltalín þá þegar við stjórn
hans. Fanst mörgum að Magnús
Stephensen, sem mestu mun hafa
ráðið um skólastjóravalið, vera
fremur misvitur, að sækja bóka-
vörð út til Edinborgar í þá stöðu,
þar sem nóg væri af hæfum
mönnum innanlands í hana. En
reynslan sýndi að hér var rétt
ráðið. Jón Hjaltalín reyndist
réttur maður á réttum stað.
Það var ekki heiglum hent að
taka við skólanum á þessum
tímum. Árferðið var eitt hið
versta er yfin landið gekk á síð-
ustu öld. Fyrsta ár skólans,
1880—81, var “frostaveturinn
mikli.” Kuldinn var afskapleg-
ur — komst jafnvel upp í eða
upp undir 40° C. á Möðruvöllum.
Eyjafjörður var allur ein lagís-
breiða út að Gjögurtá. Aðdrætt-
ir allir afar erfiðir. Eldsneyti
mátti heita ófáanlegt þegar koin
fram á veturinn. Var þá öllu
brent, sem missast mátti, og
seinast jafnvel keyptur borðvið-
ur innan af Akureyri og sagaður
í eldinn. Ekki tók betra við
þegar vora og sumra tók; gras-
spretta var afar léleg og jörð
víða kalin. Næsti vetur var lika
aftakaharður — snjóar miklir
og jarðbönn, svo nærri stappaði
kollfelli um alt land um vorið
— hungur og hallæri víða um
sveitir, þótt ekki ætti að heita
mannfellir. Hafísbreiða frá
Látrarbjargi norður um land og
suður fyrir Hornafjörð. Sam-
göngur á sjó engar og sjávarafli
lítill eða enginn. Það má nærri
geta að slíkt árferði hafði mikil
áhrif á hina nngu skólastofnun
og reyndi á þrek og úrræðagæði
skólastjórans. En þó var annað
verra. Missætti, sem stappaði
nærri uppreisn, kom upp annan
vetnr skólans út af matsölunni
til pilta. Nýr matsali hafði kom-
ið vorið 1881 og þóttust piltar
hafa hjá honum bæði ilt og lítið
viðurværi. En með lipurð, lægni
og þrautseigju Hjaltalíns og vit-
urlegum tillögum séra Arnljóts
ólafssonar tókst að lokum að
bæla niður þessa ófriðaröldu án
þess að stórtjón hlytist af fyrir
skólann. Að visu komu nokkrir
af forsprökkum uppreisnarinnar
ekki aftur i skólann, en fæstir
þeirra hygg eg þó að borið hafi
nokkurn varanlegan kala til
skólastjórans vegna afskifta
hans af þessu máli, og það þótt
hann drægi enga dul á það, að
hann væri allur á bandi brytans,
en á móti skólasveinum í því. Eg
veit það vel að margur skóla-
stjóri hefir átt við mikla örðug-
leika að etja, þegar andstaða og
uppreisnarhugur hefir gripið
skólalýðinn, en eg efast um að
nokkrum þeirra hafi tekist að
leiða þá til jafn farsællegra lykta
og Hjaltalín tókst um þetta máb
-—Sýnir þetta frábæra stjórnar-
hæfileika hans.
En við þessa örðugleika, sem
eg hefi minst á, bættist enn það,
að Hjaltalín átti á þessum tím-
um við mjög erfiðan heimilishag
að búa. Kona hans var með
köflum svo biluð á geðsmunum,
að nærri stappaði fullri brjál-
semi. Sem dæmi þess hve veikl-
uð hún var og jafnframt gott
dæmi um hina frábæru stillingu
og hugarrósemi Hjaltalins er sú
saga, að eitt sinn kom kona hans
til hans og sagði: “Eg þoli þetta
nú ekki lengur, Hjaltalín. Nú
fer eg niður í Hörgá og drekki
mér.” “Hafðu það eins og þú
vilt, góða min,” sagði Hjaltalin,
og svo var ekki meira um það
talað. Þessi hugarrósemi og
skapfesta var eitt hið helzta
lyndiseinkenni, sem gerði hann
að þeim afbrgaðs skólastjóra sem
hann var. Hann stilti altaf svo
vel skapi sínu, að hann lét aldrei
geðríkið hlaupa með sig í gön-
ur. Mér finst, þegar eg nú hugsa
um hann, að hann hafi verið
eins og jarðfast bjarg, sem
stendur í miðri straumharðri á.
Tímans tönn getur máð það og
slípað, ení það bifast aldrei fyrir
straumi eða ölduróti.
En þótt örðugleikarnir væru
miklir á fyrstu árum Möðru-
vallaskólnns, þá er því þó ekki
að neita að það hafði líka sína
kosti að vera þarna fyrstur á
miðið. Skólann sóttu margir
fullþroska menn, sem þangað
komu eingöngu til að svala
margra ára niðurbældri þrá, og
hungraði og þyrsti eftir mentun
og þekkingu, sem þeir áttu ekki
kost á að afla sér í heimahús-
um. Þetta gerði skólastjórn og
kenslu alla mun léttari. Aðal-
kenslugreinir Hjaltalins voru:
íslenzka, enska, saga og bók-
mentasaga (einkum íslenzk).
Hann var góður kennari og lagði
sig mjög fram um að vekja á-
huga nemenda sinna fyrir náms-
greinunum, fá menn til að hugsa
°g vinna sjálfstætt að verkefn-
um þeim, sem tilefni gafst til.
Enskukenslan var að því leyti
slæm, að framburður sá, er hann
kendi, var ekki enskur, heldur
öllu líkari skozkum framburði,
eins og sjá má af enskunámsbók
þeirri, er hann gaf út, en mikið
var lært þar í jafnörðugu máli á
ekki lengri tíina.
Eg held að Hjaltalín hafi gert
sér far um að skilja nemendur
sína og æskuna yfirleitt. Hann
tók mjúkum föðurhöndum á gal-
gopaskap og glannahætti okkar
ungu mannanna, sem gerði það
að verkum að fæstir munu hafa
farið úr skólanum með nokkra
beiskju í huga til skólans eða
kennaranna, eins og stundum
vill brenna við í öðrum skólum.
Þau hjón gerðu sér áreiðanlega
far um að hefla og fága van-
kantana af þessum piltum, og
kenna þeim almenna samkvæmis
og mannasiði, sem svo eru kall-
aðir. Eitt af því sem þau t. a.
m. höfðu til siðs, a. m. k. fyrsta
árið sem skólinn stóð, var að
bjóða piltum til tedrykkju og
ávaxtaáts inni í stofum sínum.
Mun það hafa verið gert í því
skyni að kynnast piltuRum ut-
an skólalífsins og svo e. t. v.
ekki síður til þess að kenna
þeim mannasiði og þá einkum
ýmsa borðsiði. Eg man eftir
því einu sinni við borðhald hjá
Haltalín, að frúin, sem sat við
enda borðsins, bað skólapilt, er
sat við borðið, að rétta sér eina
brauðsneið. Pilturinn — sem
var saklaust sveitabarn — tók
eina brauðsneið á milli fingr-
anna og rétti frúnni. Hún tók
við sneiðinni mjög hæversklega,
en sagði jafnframt, að altaf ætti
að rétta fatið með því sem á því
væri, þegar einhver bæði um að
rétta sér eitthvað á borðinu. Hún
sagði þetta svo góðlátlega, að
það var eins og við væru í
kenslustund hjá góðum kennara.
Enginn firtist af þessari hógværu
áminningu og ekki einu sinni sá
sem fyrir henni varð. Mér finst
einnig Hjaltalín muni hafa gert
sér far um að gera nemendur
sína að betri mönnum — og eg
held að honum hafi oft tekist
það.
Hjaltalín var einlægur trú-
maður — á sína visu. Hann
hallaðist eindregið að kenning-
um Swedenborgs og átti öll hans
miklu ritverk. En aldrei minn-
ist eg þessað hann héldi þeim
kenningum að skólapiltum eða
reyndi yfirleitt að hafa mikil af-
skifti af trúarskoðunum þeirra.
Eins og góðum skólamönnum
ber, þá lét hann sér nægja að
prédika með dagfari sínu og
breytni.
Jón Hjaltalín var meðalmaður
á hæð, en samanrekinn og
kraftalegur. Vöxturinn allur
fremur luralegur og limaburður
þunglamalegur. Andlitið frem-
ur frítt, einkum meðan hann
Hafði hið mikla og fallega al-
skegg, er hann bar á fvrstu ár-
um eftir heimkomuna frá út-
löndum. Framkoman var öll
hin virðulegasta og laus við
hörku ogj sjálfsþótta. Augun
voru djúp og mild og báru vott
um ró og festu. Að horfa í þau
var eins og að horfa i stöðuvatn
í blæjalogni á mildum vordegi.
Og í huga mínum hvílir mjúkur
vorblær yfir minningunni um
þennan fyrsta skólastjóra og
einn af hinum beztu kennurum,
sem eg kyntist á æfinni.
Það sæmir vel að íslendingar,
og þó einkum Norðlendingar,
standi vörð um minningu Jóns
Hjaltalíns, þvi að svo má heita
að hann legði hornsteininn að
hinni miklu mentastofnun, er
siðan hefir breitt ljós og yl
menningar um land alt, þótt
Norðlendnigar hafi einkum not-
ið þar góðs af. Vel veit eg það,
að margir ágætir menn hafa sið-
an unnið að vexti og viðgangi
skólans, en það varðar þó mestu
að undirstaðan rétt sé fundin,
því að “traustir skulu hornstein-
ar hárra sala.”
—Ólafur Thorlacius.
*
SKÓLASTJÓRI,
HEIMILISFA ÐIR
Þann stutta tíma, sem eg sat
á skólabekk, sagði Garðar Gisla-
son stórkaupmaður, átti eg því
láni að fagna að njóta kenslu
þeirra ágætu kennara á Möðru-
völlum, Jóns A. Hjaltalins, Stef-
áns Stefánssonar og Halldórs
Briem.
Eg var 16 ára er eg kom í
Möðruvallaskólann, næstvngsti
nemandinn þar, en Haukur bróð-
ir minn sá yngsti. Þetta var i
fyrsta sinn sem við bræðurnir
dvöldum langdvölum utan föð-
urhúsanna.
Mér fanst mikið til um hið
fjölmenna skólaheimili. Hjalta-
lín var í mínum augum annað
og meira en skólastjóri og kenn-
ari. Hann var ekki síður hús-
faðirinn á þessu stóra heimili,
þar sem saman voru komnir 40
°50 fjörmiklir og oft gáskafullir
ungir menn úr ýmsum áttum.
Eg get ekki neitað því, að eg
var altaf feiminn við þenna
stórvirðulega mann, og bar meiri
virðingu fyrir honum en flestum
öðrum mönnum, sem eg hefi
komist í kynni við.
Mér stendur hann skýrast fyr-
ir hugskotssjónum er hann kom
inn í skólastofuna á morgnana,
þéttur á velli og þungstígur,
herðagreiður og tígulegur og
vaggaði ofurlitið i spori.
Við piltarnir spruttum allir
upp úr sætum okkar, sem einn
maður, og stóðum uppréttir
meðan hann gekk inn gólfið.
Hlustuðum við síðan hljóðir á
hann lesa nokkrar greinar úr
biblíunni, áður en kensla hófst.
Að loknum lestrinum rendi
hann augunum yfir borð og
bekki til þess að sjá hvort allir
nemendur væru viðstaddir. Ef
það kom fyrir að hann sá autt
sæti, spurði hann strax, hvort
viðkomandi piltur væri lasinn.
Aðra ástæðu fvrir fjarvist vildi
hann, ekki viðurkenna.
Skólavistin á Möðruvöllum var
mér yfirleitt ánægjuleg. Hún
var að vísu nokkuð erfið fyrir
mig svo ungan. Það erfiðasta
fanst mér oft að fá nægilegt
næði til lesturs ískólastofunni á
kvöldin. Það kom fyrir, að þeir
sem fljótari voru með lexíurnar
og eldri en eg höfðu sig í frammi
við að tefja okkur og trufla,
sem iðnari vorum við lesturinn
og þaulsætnari yfir bókunum. En
þegar það kom fyrir, að hávað-
inn í kenslustofunum, seinni
hluta dags að kenslustundum
loknum, eða i svefnloftunum,
eftir að slökt var á kvöldin, varð
meiri en góðu hófi gegndi, þá
þurftum við ekki annað en heyra
fótatak skólastjóra frammi i
gangi, til þess að alt dytti i
dúnalogn. Og það var ekki af
hræðslu við hann sem við vorum
svo fljótir til að fara að vilja
hans, heldur af því að við bárum
allir svo mikla virðingu fyrir
honum, að okkur fanst vansæmd
í því að gera á hluta hans eða
það sem honum mislikaði.
Eg þarf ekki að lýsa kennara-
hæfileikum hans, þeir eru al-
kunnir, einkum enskukenslan.
Það var alveg einstakt hve lipur
kennari hann var i enskutim-
unum, er hann æfði okkur jöfn-
um höndum í að skilja ritmál
og talmáL sagði okkur t. d. smá-
sögur á ensku og lét okkur þýða
þær á íslenzku, prófaði okkur,
hvort við kæmumst að efninu i
sögunum sem hann sagði, og
hjálpaði okkur til að skilja þær
til fulls. En samtimis gleymdi
hann því ekki að hafa efni frá-
sagna þessara þannig, að það
vekti okkur til umhugsunar um
nytsama og góða hluti. Náms-
tíminn á Möðruvöllum var stutt-
ur, borið saman við það sem
Innköllunar-menn
LÖGBERGS
Amaranth, Man............B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota ........B. S. Thorvardson
Árborg, Man.................Elías Elíasson
Arnes, Man..............Sumarliði Kárdal
Baldur, Man............................O. Anderson
Bantry, N. Dakota......Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash.........Arni Símonarson
Blaine, Wash.............Ami Símonarson
Bredenbury, Sask...............S. Loptson
Brown, Man...................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota.....B. S. Thorvaldson
Churohbridge, Sask.............S. Loptson
Cypress River, Man............O. Anderson
Dafoe, Sask..............J. G. Stephanson
Edinburg, X. Dakota.......Páll B. Olafson
Edmonton ...............................
Elfros, Sask.....Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask..........................
Garðar, N. Dakota..........Páll B. Olafson
Gerald, Sask...........-.......C. Paulson
Geysir, Man................Elías Elíasson
Gimli, Man. .................0. N. Kárdal
Glenboro, Man..........................O. Anderson
Hallson, N. Dakota .......Páll B. Olafson
Hayland, P.O., Man.....Magnús Jóhannesson
Heela, Man. .............Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota ...........John Norman
Hnausa, Man................Elías Elíasson
Husavick, Man................0. N. Kárdal
Ivanhoe, Minn...................B. Jones
Kandahar, Sask...........J. G. Stephanson
Langruth, Man........................John Valdimarson
Leslie, Sask..........................Jón ólafsson
Lundar, Man..................Dan. Lindal
Markerville, Alta............O. Sigurdson
Minneota, Minn...................B. Jones
Mountain, N. Dakota.......Páll B. Olafson
Mozart, Sask.............................
Oakview, Man...............
Otto, Man.....................Dan. Lindal
Point Roberts, Wash..........S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta...............O. Sigurdson
Reykjavík, Man.......................Árni Paulson
Riverton, Man.......................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash................J. J. Middal
Selkirk, Man............Th. Thorsteinsson
Siglunes P. O., Man....Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man..........
Svold, N. Dakota........B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota......Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man.................Elías Elíasson
Vogar, Man..........................Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man.......................Jón Valdimarsson
Winnipegosis, Man....Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach, Man..........O. N. Kárdal
Wynyard, Sask............J. G. Stephanson
L