Lögberg - 09.05.1940, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.05.1940, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAÍ, 1940 5 hann, glæpamanninn Arsene Lupin. Hann keypti allar bæk- ur og blöð um hann, sem hann náði til, og augu hans ljómuðu er hann las þetta. 1 uppvextinum fylgdist hann vel með í blöðunum. Hann klipti úr þeim frásagnir af fífldjörfum innbrotum og ránum og límdi þetta í bók. Þegar jafnaldrar hans voru í knattspyrnu var Fred uppi á háalofti og lék inn- hrotsþjóf. Þegar hann var 16 ára hætti faðir hans að hýða hann — hann sá að það dugði ekkert. En móðir hans gafst ekki upp. Hun grét og grátbændi drenginn sinn um að hætta að leika glæpa- inann. En ekkert beit á Fred. Hann hafði gert skýrt og glöggt yfirlit um framtíðina. Hann ætlaði sér að leika á lögregluna. Hann skildi vel, að sér mundi ekki haldast þetta uppi til lang- frama; einhverntíma yrði hann tekinn . . . en honum fanst spenningurinn við glæpaiðjuna þess virði. Hann vildi verða eins og hetj- ur hans. Hann ætlaði að drýgja furðulegustu glæpi og lesa í blöðunum daginn eftir að lög- reglan stæði ráðþrota. Hann ætlaði að verða frægur — sem kænasti glæpamaður í heimi. Með bænum og umtölum fengu foreldrar hans hann til að ljúka námi, — og það út af fyrir sig var kraftaverk. Það er ekki hægt að skýra frá, hvernig það tókst. En loksins, þgear Fred útskrifaðist úr verzlunarskólan- um ineð miðlungsþekkingu i bókfærslu og rekiningi, talaði faðir hans alvarlega við hann. “Eg vona, að þú sért vaxinn upp úr glæpamenskudraumum þínum, Fred. Marga drengi dreymir um slíkt, en flestir vitkast þeir, þegar þeir vaxa. Eg man vel, að þegar eg var strákur langaði mig til að verða brunaliðsmaður . . . jæja, en eg óx upp úr því.” Fred Brown iðaði rólegur i stólnum. Svo sagði hann: “Ef þú lofar mér því, að hætta þessum áminningarræðum pabbi, þá skal eg lofa þér dálitlu, sem þér þykir vænt um. Viltu ganga að þvi?” Faðir hans kinkaði kolli. “Já, þú skilur víst, pabbi,” sagði pilturinn, “að eg er farinn að sjá, að mér skjátlaðist, þegar eg var að lesa þessar glæpa- mannasögur. Eg var heimskur að taka þær svona alvarlega, eg skil það nú. Nú legg eg út í lífið og eg skal gera mitt bezta til að komast af . . . Og svo gerir þú svo vel, að vera ekki að hrella mig með þessum umtöl- um — er það ekki, pabbi?” Faðir hans kinkaði kolli og brosti í kampinn. Honum þótti vænt um þetta, sem sonur hans hafði sagt. En hann vissi ekki, að Fred hafði logið. Hann hafði alls ekki tekið sinnaskiftum. Hann dreymdi enn sömu draum- ana. Nú læddist hann eins og mús upp að húsinu. Hann leit upp eftir húsveggju num. Alstaðar var slökt. Alt var í lagi. Hann skimaði enn einu sinni kringum sig, þreifaði á handriðinu á svöl- unum og steig upp á grunnmúr- inn. Hann var í þann veginn að klifra yfir handriðið, þegar hann heyrði suð í bifreiðinni. Hann laut niður og þrýsti sér upp að húsveggnum. Augnabliki síðar lagði hjarmann af bifreiðaljós- unum inn á blettinn. — Ljósið staðnæmdist augnablik við Fred Brown og færðist svo áfram. Honum varð rórra, en það gaman stóð ekki lengi. Hann heyrði að bifreiðin skifti um gír, ók aftur á bak og sneri við. Enn har bjarmann af bifreiðaljósun- l,m yfir garðinn. Og enn lagði birtuna á Fred Brown. Hann lá grafkyr. Hreyfði sig vkki. Hann bað forsjónina um, að hann sýndist sem likastur mykjuhlassi eða fatadruslu. En svo heyrði hann alt í einu fóta- tak i grasinu. Honum fanst heimurinn vera að forganga. Tíu minútum síðar: Lögregluþjónarnir hagræddu sér í sætinu í bifreiðinni og óku af stað. Þeir stefndu til næstu lögreglustöðvar og við daufa birtuna frá mælaborðinu sást, að þeir skimuðu bæði til.hægri og vinstri. “Þekkir þú Fred Brown?” spurði annar lögregluþjónninn. Hinn hristi höfuðið. “Eg þekki hann,” sagði sá fyrri, og eg get ekki stilt mig um að hlæja að honum stund- um.” “Jæja,” sagði hinn, “mér fanst hann nú ekkert skemti- legur. þegar við fundum hann á svölunum.” Sá fyrri bandaði frá sér hend- inni. “Þú segir það af þvi, að þú veizt ekkert, hvernig í öllu liggur,” sagði hann brosandi. “Skilurðu, hann er gjaldkeri í Metropolbankanum — mikill maður í bankanum, en undir húsaga heima hjá sér! Hugsaðu þér það — konan hans leyfir honum ekki að hafa lykil, svo að ef hann kemur heim eftir klukkan ellefu, verður hann að skríða inn um' gluggann!” —Fálkinn. Beinamjölsverksmiðja bygð í Þorlákshöfn útgerð hefir aukist allverulega í Þorlákshöfn og aðstaða til hennar batnað á ýmsan hátt. Hefir verið unnið þar að lend- ingarbótum undanfarin ár, og svo má heita að Þorlákshöfn sé komin í sæmilegt samband við vegakerfið, með því að Suður- landsbraut nær nú svo til þang- að úr ölvesi. Kaupfélag Árnesiuga hefir að undanförnu reist ýmsar bygg- ingar í Þorlákshöfn til þess að bæta skilyrði útgerðarinnar. Hefir kaupfélagið reist þar lifr- arbræðslu, og nú um þessar mundir er vélsmiðjan Héðinn að leggja síðustu hönd á byggingu beinamjölsverksmiðju, sem verð- ur hin fullkomnasta að öllúm útbúnaði. Fyrir verksmiðju þessa hefir verið bygt hús, sem áfast er við lifrarbræðsluna, og er stærð þess 11x19 metrar. Hefir vélsmiðjan Héðinn smíðað allar nauðsynleg- ar vélar, svo sem kvarnir, þurk- ara, ofn o. fl. Vinnur verksmiðj- an úr hausum, hryggjum og fisk- úrg^ngi eins og hann kemur fyr- ir, með því að enginn vegur er að þurka hráefni á staðnum vegna sandfoks. Afköst verksmiðjunnar verða 15—20 tonn af blautum úrgangi, en vélar eru reknar ineð 75 ha. Bolindermótor. Allir þeir, er séð hafa, ljúka hinu mesta lofs- orði á starf vélsmiðjunnar Héð- ins og frágang allan, en Sveinn Guðmundsson vélfræðingur hefir staðið fyrir verkinu. Þá ber þess einnig að geta að bygging verksmiðjunnar og vélarnar hafa veri8| tiltölulega ódýrar, með því að um verkið var samið og efni keypt áður en dýrtíð fór veru- lega að láta til sín finna. Flutn- ingar allir voru erfiðir, og eink- um var ilt að koma þurkaranum austur, en hann vegur 4.5 tonn. Var búist við að hann yrði yrði að flytja á sjó, en svo fóru leik- ar að honum var ekið á vörubíl alla leið austur og gekk sú ferð greiðlega, Jiótt siðasti áfanginn væri all-illur yfirferðar. Frá Þorlákshöfn róa nú flest- ir eða allir Eyrarbakkabátar, og nokkurir aðrir aðkomubátar. Eru þeir flestir undir 12 tonnum. Gera menn, sér miklar vonir um Þorlákshöfn sem framtíðar ver- stöð á sunnanverðu Reykjanesi. —Vísir 1. apríl. Gjöf til Háskóla Islands Herra Wilhelm Jörgensen, úr- smíðameistari í Kaupmanna- höfn, hefir á ný sýnt velvild og ræktars-emi í vorn garð. Hefir hann sent Háskóla fslands að gjöf dýrindis stundaklukku, sem kom með e. s. Gullfossi. Klukka þessi eru um 200 ára gömul og er hinn mesti kjörgrip- ur. Umgerðin eða kassinn er lögð dökkri skjaldbökuskel, svo að hvergi sézt í viðina en í skel- ina er greipt messing í allskonar útflúri, og er klukkan mjög skrautleg til að sjá. Klukkan er ein af hinum svo- nefndu Boulle-klukkum, en Charles André Boulle var heims- frægur húsgagnasmiður á dögtim Lúðvíks 14. og dó 1732, níræður að aldri. Hann smíðaði aðallega skúpa, horð, kommóður og klukkuumgerðir fyrir Lúðvík 14. og franska aðalinn. ölí hans smiði ber sömu einkenni sem þessi klukka: viðurinn er hul- inn skjaldbökuskel, en útflúri úr messing eða tini greypt í. Boulle-smíðisgripir eru nú gevsi- dýrir, enda er talið, að ekki séu til nema um 12 gripir, sem með vissu má telja smíðaða af þess- um mikla hagleiksmanni. Þessi klukka mun ekki vera smíðuð af Boulle sjálfum, en 4 synir hans fetuðu í fótspor föður sins, og er klukkan vafalaust smíðuð af einhverjum þeirra. Allir unnu þeir í sama anda, og langt fram eftir 18. öldinni stældu menn smíði þeirra feðga. Herra Jörgensen sendi Alþingi klukku að gjöf síðastliðið sum- ar, hið mesta metfé, og í sam- bandi við þá gjöf voru sögð deili á honum hér í blaðinu, og þarf því ekki að endurtaka það nú. Hann sendir nú ennþá fegurri og vafalaust dýrmætari grip. Þetta örlæti herra Jörgensens ber vitni um óvenjulega ræktar- semi og trygð hans við fæðingar- bæ sinn, en hér í Reykjavík er hann fæddur og hér ólst hann upp til 12 ára aldurs. Klukka þessi er hingað komin fvrir milligöngu Guðhrands Jónssonar, eins og klukkan, sem Alþingi var send. Er gert ráð fyrir að koma henni fyrir í kennarastofunni í nýja háskól- anum. Fjármálaráðuneytið gaf eftir öll aðflutningsgjöld af klukkunni, en Eimskipafélag ís- lands flutti hana endurgjalds- laust, og var hún í umsjá skip- stjórans á Gullfossi á leiðinni. —Vísir 28. marz. ... / • Aflinn á öllu landinu Um síðustu mánaðamót var alli á öllu landinu á vertíðinni orðinn 11,850 smálestir og er það röskum 2,000 smálestum minna en í fyrra á sama tíma. 31. marz í ár var saltfiskaflinn 6,409 tonn en 31. marz í fyrra var hann 14,004 tonn. Hinsvegar hafa fiskibátar selt í togara. f vikunni, sem leið, voru stirð- ar sjógæftir og mjög tregur afli í flestum verstöðvum landsins. úr einstökum verstöðvum er þetta helzt: 1 Þorlákshöfn og á Stokkseyri voru stirðar sjógæftir oig tregur afli í vikunni sem leið. Frá Þorlákshöfn var róið fjóra daga vikunnar og komu á land um 15 þús. fiskar, eða um 14 skippund, og er það mjög lítill afli miðað við tilkostnað. Frá Akranesi var róið þrjá daga vikunnar. Aflinn var afar tregur eða að meðaltali 3—4 skippund. Frá Sandgerði var róið 4 daga vikunnar og var afli sæmilegur. í fyrrinótt og i gær var þar eins og víðar, afspyrnurok af norðri. Tveir bátar er lágu i höfninni, Magni frá Norðfirði og Anna frá Akureyri löskuðust. Vildi það til með þeim hætti, að Anna dró legufærin og rak hana á Magna. Anna hrotnaði talsvert, en Magni tiltölulega lítið. f Vestmannaeyjum voru stirð- ar gæftir í vikunni. Landlegu- dagar voru tveir, en aðra daga voru einhverjir á sjó. Afli var mjög lítill. Frá Hafnarfirði var róið þrjá dag vikunnar. Afli var rýr, eða 5—12 skippund á bát í róðri. f Grindavík voru stirðar gæftir vegna útsynnings og afli tregur. Frá Hornafirði var róið fjóra daga síðustu viku. Afli var treg- ur á línu, mest 8 skippund i róðri. Talsvert hefir verið róið með handfæri á smærri bátum, og hefir aflast vel. Frá Keflavík var róið 5 daga síðustu viku. Afli var fremur lítill eða alls frá 5—16 skippund á bát í róðri. Loðna veiðist nú ekki lengur frá Keflavík. Frá Hólmavík var símað i gær, að í síðustu viku hafi tals- verður þorskafli verið i Stein- grímsfirði og hafi sumir trillu- bátar frá Hólmavík tví og þrí- dregið lóðir sinar tvo til þrjá daga vikunnar. Síðan hefir veið- in minkað og í gær hafa gæftir spillst. Virðist þetta hafa verið þorsksganga, enda hefir afli á þessum slóðum verið mjög lítill eða enginn, lengi undanfarið í vetur. —Alþbl. 16. apríl. Bœndur haga vinnubrögðum ef ir þvi sem við á Slík er skoðun .John Martin, auglýSingastjóra Massey-Harris búnaðaráhaldafélagsins í Tor- onto;- var Mr. Martin nýlega hér staddur á eftirlitsferð um Vest- urlandið. Mr. Martin kvað bændum skiljast það ílestum fremur, að hver sé sintiar lukku smiður; viðfagnsefni þeirra séu slík, að þeir einir fái leyst þau; þeir hafi meðal annars sannfærst um það af reynslunni, að samkvæmt kröfum nútíma búskapar væri dráttarvélar og Combines ómiss- an<Ii; þetta sé búnaðaráhalda- verzlunum ljóst af því, hve eftir- spurn slikra véla fer jafnt og þétt í vöxt. Mr. Martin kvað það deginum ljósara, að vegna staðhátta, hlvti Canada að verða forðabúr fyrir Bretland hið mikla i núverandi styrjöld að þ\i er framleiðslu búnaðarafurða áhrærði; á þetta yrði aldrei of mikil áherzla lögð eins og viðhorfið nú væri á vett- vangl heimsmálanna. Attention! Now is the time to visit The Trading Post, 274 Main St. Trade in your unwanted articles for soinething you can really use. ' Here is the idea: Bring to The Trading Post an article which has ceased to be of value to you and exchange it for something useful or decorative for your hoine. F'or this exchange you pay The Trading Post 20% of the value of the article you select, in cash. The guild members are inter- ested in securing Icelandic handi- craft and in turn offer an inter- esting stock of brass and copper kettles, china, cut glass and all types of silver, carving sets, gold clubs and tennis rackets. We might also mention that furniture, such as chairs, tableS of all kinds, what nots and wall- brackets, are very much in de- mand. Visit our store, 274 Main St., and see what we have to offer. Don’t throw’ away your dis- carded tooth-paste tubes. Here is your oportunity to do your bit for charity. Save all tooth-paste tubes, cheese wrappers, cigarette tin foil. Every kind og tin foil is of value. to keep up the wonderful work carried on by The Children’s Hospital. Do not roll your tin foil into balls, lnit keep it spread out flat. Leave your parcels at the Children’s Hospital or at The Trading Post, 274 Main St. Frúin segir við vinnustulkuna: —Eg held að þér borðið helm- ingi meira, Sigríður, heldur en stúlkan, sem var hjá mér á undan yður. Sigríður: Já, en eg skal gleðja yður með þvi, að eg verð að minsta kosti helmnigi skemur í I vistinni! The BUSINESS COLLEGE OF TO-MORROW- TO-DAY The MANITOBA initiated: (1) The Grade XI Admission policy in Western Canada. (2) Specialised instruction in Business English. (3) Practical telephone instruction, using our own telephone system. (4) Centralised control of all classrooms by electric broad- cast system. (5) Aptitude analysis charts, including photo, of each student. (6) Limited enrolment, giving more space per student and better facilities for employment. AND—the MANITOBA is Winnipeg’s fastest growing Business College. Day and Evening Classes Evenings: Mondays and Thursdays 7.30 to 10 P.m. m flíllTOBfl comm€RcigL COLLCGC Prem ises giving the most spacious accommodation per student in Wcstern Canada. Originators of Grade XI Admission Standard 344 PORTAGE AVE. £££?* Phone 2 63 65 Prcsident, F. II. HIiOOKS, B.A., S.F.A.E.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.