Lögberg - 09.05.1940, Blaðsíða 1
X
PHONE 86 311
Seven Lines
,A VVw>''s.0>
Cot-
Service
and
Satisfaction
ÁVD ‘'ÍS 3CIOJJ Cf7
nossjnjaj H .A9}J
PHONE 86 311 Jk
Seven Lines
c0<*
Better
Dry Cleaning
and Laundry
53. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAI, 1940
NÚMER 19
ísland tekur æðstu stjórn allra
sinna mála í sínar hendur
Sameinað Alþingi samþykti á
fundi í nótt kl. 2.50 eftirfarandi
tillögur til þingsályktunar frá
ríkisstjórninni um æðsta vald í
málefnum ríkisins og um með-
ferð utanríkismála og landhelgis-
gæzlu:
“Með því að ástand það, sem
nú hefir skapast, hefir gert kon-
ungi íslands ókleift að fara með
vald það, sem honum er fengið
i stjórnarskránni, lýsir Alþingi
yfir þvi, að það felur ráðuneyti
fslands ag svo stöddu meðferð
þessa valds.”
“Vegna þess ástands, er nú
hefir skapast, getur Danmörk
ekki rækt umboð til meðferðar
utanrikismála fslands samkvæmt
7. gr. dansk-íslenzkra sambands-
laga né ilandhelgisgæzlu sam-
kvæmt 8. gr. téðra laga. og lýsir
Alþingi þess vegna yfir því, að
ísland tekur að svo stöddu með-
ferð mála þessara að öllu leyti i
sínar hendur.”
Báðar þessar tillögur voru sam-
þyktar að viðhöfðu nafnakalli
með 46 samhljóða atkvæðum, en
þrír þingmenn voru fjarverandi:
Finnur Jónsson, sem nú dvelur
í Noregi, Gísli Guðmundsson og
Pétur Halldórsson, sem báðir eru
veikir.
•
Þegar það varð kunnugt hér í
gærmorgun, að þýzkur her var
að leggja undir-sig Danmörku
og að danska stjórnin og kon-
ungurinn höfðu tekið við vernd
Þýzkalands, var fundum alþingis
frestað, en fundur tafarlaust
settur í ríkisstjórninni. Strax
að þeim fundi loknum var utan-
ríkismálanefndin kölluð saman á
fund, og sat ríkisstjórnin einnig
þann fund.
Á þessum fundum voru hin
pýju viðhorf rædd gaumgæfi-
lega, en að þeim loknum var
boðaður fundur með öllum
stuðningsmönnum stjórnarinnar
og málin rædd þar.
Þegar þessir aðilar voru orðn-
ir sammála um hvernig mæta
skyldi hinu nýja viðhorfi, var
boðaður sameiginlegur fundur
ineð miðstjórnum allra flokk-
anna og þingflokkunum, ásamt
Bændaflokksmönnum og Héðni
Valdimarssyni.
Hófst þessi fundur kl. 10 i
gærkvöldi og stóð óslitið til kl.
að ganga 2 í nótt. Samstundis,
að þessum fundi loknum, var
boðaður fundur í sameinuðu al-
þingi. og hófst hann kl. 2.25 og
stóð til kl. 3.
•
Þegar forseti sameinaðs þings,
Haraldur Guðmundsson, hafði
sett fundinn, kvaddi Hennann
Jónasson forsætisráðherra sér
hljóðs og sagði:
“Vegna þess ástands, sem
skapast hefir i Danmörku og
ríkir þar, hefir ríkisstjórnin á-
kveðið. eftir að hafa haft ítar
lega ráðagerð með útanríkis-
málanefnd og þingmönnum þeim
sem stvðja ríkisstjórnina, að
bera fram tvær tillögur, sem út-
býtt hefir verið varðandi æðsta
valdi í málefnum rikisins og
meðferð utanrikismála og land-
helgisgæzlu. Telur hún óhjá-
kvæmilega nauðsyn að alþingi
iamþykki þessar tillögur án
tafar.”
•
Þessi tíðindi eru einhver þau-
merkustu, sem gerst hafa á al-
þingi íslendinga, og fundurinn
í nótt mun verða í sögunni
skráður sem einhver merkasti
fundur þess. Það mun ekki
þurfa að skýra það fyrir mönn-
um, hvílik nauðsyn bar til þess
að slíkar samþyktir væru gerð-
ar, eins og nú er komið.
—Alþbl. 10. apríl.
Bretar senda
alrœðismann
til Islands
Pétur Benediktsson' skipaður
erindreki i London fyrir hönd
ístenzku stjórnarinnar.
Dagblöð Winnipegborgar fluttu
þau tíðindi á laugardaginn var,
að brezka stjórnin hefði ákveð-
ið að senda alræðismann til ís-
lands, en áður hafði hún ein-
ungis vísikonsúl í ReykjaHk.
Sama fregn lætur þess getið, að
stjórn íslands hafi skipað Pétur
Benediktsson til erindreka i
London fyrir sína hönd. Pétur
er sonur Benedikts Sveinssonar
bókavarðar og fyrrum alþingis-
forseta.
GUNNAR B. BJÖRNSON
l fyrra var Gunnari B. Björnsyni skattstjóra í Minneapolis
boðið til íslands af hálfu íslenzkra stjórnarvalda, en eins
og þá hagaði til. gat hann ekki þegið boðið; nú Jiefir heim-
boð þetta verið endurtekið, samkvæmt upplýsingum. er
Grettir konsúll Jóhannsson lét Lögbergi gúðfúslega i té.
og leggja þau Mr. og Mrs. Björnson af stað til íslands frá
New York á laugardaginn kemur með Dettifossi; verður
Gunnar aðalræðumaður á næstkomandi Vestmannadegi á
Þingvöllum þann 17. júní næstkomandi. Meðal farþega
verða einnig Mr. ög Mrs. Ásmundur P. Jóhannsson, Mr. og
Mrs. Árni Eggertsson, Miss Kristín Johnson, Mr. Edward
Kuniholm aðalræðismaður Bandaríkjastjórnar til fslands.
og Sveinn Björnsson, sem gegnt hefir sendiherraembætti
fyrir hönd íslandsstjórnar í Kaupmannahöfn. Fregnina um
siglingu Mr. Kuniholms og Sveins Björnssonar með Detti-
fossi, lét Árni G. Eggertson, K.C., Lögbergi í té, en hann
fékk hana bréflega frá Gretti bróður sínum í New York.
Islenzkir þjóðréttir
á heimssýningunni
í New York
Sú nýjung verður á íslands-
sýningunni i New York, þegar
hún hefst nú að nýju. að rekinn
verður veitingaskáli í sambandi
við sýninguna og verða þar á
boðstólum allskonar þjóðlegir
réttir. Sýningin verður opnuð
11. maí næstkomandi.
Þessar upplýsingar fékk Morg-
unblaðið hjá Thor Thors alþm.
í gær, er blaðið átti tal við hann
um sýninguna.
Thor sagði: Við höfum fengiS
umráð yfir skála þeim, sem er
við, hlið fslandsskálans og verð-
ur þetta veitingaskáli meðan á
sýningunni stendur. f veitinga-
skálanum verða framreidd alls-
konar íslenzk matvæli. Forstöðu
skálans hefir einn þektasti veit-
ingamaður í New York, Larsen
að nafni. Verður þessi veitinga-
skáli rekinn okkur að kostnað-
arlausu.
Ennfremur er ákveðið að hafa
fjölbreytta málverkasýningu í
sambandi við sýningu okkar, og
ef til vill einnig kvikmyndasýn-
ingu.
Haraldur Árnason kaupmaður
fer vestur með næstu ferð Goða-
foss, til þess að ganga frá sýn-
ingarskála okkar, með Vilhjálmi
Þór, sem enn dvelst vestra.
Danir hafa nú ákveðið að fara
að fordæmi okkar fslendinga og
sýna áfram. Þeir höfðu, sem
kunnugt er, áður ákveðið að
verða ekki þátttakendur í sýn-
ingunni á þessu ári.
—Mbl. 9. apríl.
“Taugastríð” Norðurálf-
unnar harðnar—Bretar
kveðja heim iið sitt
ár Mið- og Suður Noregi
Sléttueldar
í Lundarbygð
ualda mildu eignatjóni
f fyrri viku geysuðu sléttu-
eldar um bygðir íslendinga í
grend við Lundarbæ, er ollu all-
miklu eignatjóni; brann einkum
allmikið af heyjuin; er það róm-
að mjög hve bændur og aðrir
bygðarmenn lögðu hart að sér
til þess að vernda íbúðar- og
peningshús gegn hinum hvæs-
andi og sogandi eldtunguin.
Steypiregn kom um síðastliðna
helgi, er slökt mun hafa sléttu-
elda á þessum og mörgum öðr-
um brunasvæðum.
214 ísleuzkir námsmenn
á Norðurlöndum
Samkvæmt upplýsingum þeim,
sem Upplýsingaskrifstofa Stú-
dentaráðs hefir fengið, stunda
nú 214 íslenzkir námsmenn (og
konur) nám á Norðurlöndum.
Það skiftist þannig niður á
Norðurlöndin:
í Danmörku eru 160, í Noregi
27, og í Svíþjóð 27.
Af þessu námsfólki eru rúm-
lega 70 stúdentar, sem ekki hafa
lokið prófi og 22 kandidatar.
—Mbl. 10. apríl.
Þau tíðindi hafa einna sögu-
legust gerst undanfarna daga,
að Bretar ákváðu að kveðja heiin
þann liðsafla sinn, er þeir höfðu
sett á land til varnar innrás
þýzka hersins í Mið- og Suður
Noregi; voru síðustu hersveit-
irnar kvaddar til baka frá
Namsos, og fóru þar um borð i
brezk herskip; eitthvað af þessu
liði er mælt að sent hafi verið
norður til Narvik, þó eigi muni
það hafa verið mannmargt,—
Afdrif þessa brezka leiðangurs
til Noregs hafa vakið megna óá-
nægju í þjóðþingi Breta, og veit-
ast mörg helztu blöðin þunglega
að Mr. Chamberlain og ráðu-
neyti hans; reifði forsætisráð-
herra málið í þingræðu á
þriðjudaginn. og varði afstöðu
stjórnarinnar eins og hann bezt
fékk viðkomið; viðurkendi hann
það. að leiðangurinn til Noregs
hefði valdið stjórninni nokkrum
álitshnekki, að minsta kosti í
svipinn; þó mætti því ekki
gleyma, að við ofurefli hefði ver-
ið áð etja þar sem þýzki loft-
flotinn var, er náð hafði haldi
á meginflugstöðvum Noregs áð-
ur en hrezki herinn kom til
landsins; þetta hefði gert Bret-
um margfalt örðugra fyrir og
áhættumeira, en ella myndi ver-
ið hafa. Mr. Chamberlain kvað
það vera síður en svo, að Bretar
hefði gefið upp stuðning sinn
við Norðmenn; umsátrinu um
Narvik yrði haldið áfram unz
yfir lyki með sigri fyrir her
bandamanna. Þá lýsti Mr. Cham-
berlain yfir því, að frá þessum
tíma hefði Mr. Churchill með
höndum yfirumsjón stríðssókn-
arinnar allrar frá degi til dags,
jafnframt því sem hann gegndi
forustu flotamálaráðuneytisins.
F2kki verður blöðum um það
flett, að Chamberlain-stjórnin
hafi mjög tapað í áliti vegna
leiðangurs síns til Noregs, og var
slíkt óhjákvwmilegt; hvort það
riður henni að fullu, er enn eigi
vitað, með þvi að umræðum um
vantraustsyfirlýsingu af hálfu
verkamannaflokksins, sem er
mannflesti flokkur stjórnarand-
stðæinga á þingi er enn eigi lok-
ið. Áður en gengið verður til
atkvæða flytja ræður þeir Wins-
ton Churchill og David Lloyd
George. Tveir af áhrifamönnum
stjórnarflokksins. þeir Col.
Amerv, fyrrum flotamálaráð-
herra og jarlinn af Winterton,
um eitt skeið ráðherra í Cham-
berlain-stjórninni, töldu stjórn-
ina með öllu hafa fyrirgert
trausti sínu hjá þjóðinni vegna
hiks og istöðuleysis í sambandi
við sókn stríðsins.
Bretar og Frakkar hafa sent
ógrynni herskipa til Alexandríu,
sem sagt er að stafi af óvissunni
um afstöðu ítala, sem ávalt ann-
að veifið hafa í hótunum um, að
láta til skarar skríða í Miðjarð-
arhafinu.
Þjóðverjar stæra sig af því, að
hafa fengið vissu fvrir fullum
stuðningi ungverskra stjórnar-
valda ef á þurfi að halda, og
komist að hagkvæmum viðskifta-
samningum við þjóðina, hvort
sem nokkuð er á þvi að byggja
eða ekki, því nú er daglega
“mörgu logið,” eins og Benedikt
Gröndal segir í Heljarslóðaror-
ustu.
GEORGE LANSBURY LÁTINN
Nýlega er látinn í London
friðarvinurinn víðkunni, George
Lansbury, 81 árs að aldri; hann
var einn af mestu áhrifamönn-
um verkamannaflokksins brezka
og átti sæti í ráðuneyti Ramsay
McDonalds; um nokkur ár var
hann foringi flokksins.
Song of íhe Souitlk Winíl
O sing to me, that I may learn your song,
Ye happy birds! Come, pipe your lay, and fill
The air with music fairylike, until
Night spreads her shadowy robes. My way is long,
And I would bear with me the liquid notes
Of your sweet song.
Give me of your warmth, O sun, that I
May wake the distant North with vital breath,
May stir the life that, shrouded, lies like death
Silent and still. From plain and woodland nigh,
O flowers, give me of your fragrant scent
As I pass by.
And I shall waft across the reaches wide,
And woo with gentle words the icy North,
Woo her till she wakes and ventures forth
And, half-bewildered, smiles and casts aside
Her snow-white veil. Then shall I kiss the lips
Of my fair bride.
—Helen Swinburne, Midnapore.
1
t «. *
MISS KRISTIN JOIINSON
Miss Johnson siglir með Dettifossi áleiðis til fslands á
laugardaginn kemur; hún er heitmev Ragnars lögfræðings
ólafssonar í Reykjavík. en dóttir Mr. og Mrs. Hinrik
Johnson, sem lengi bjuggu við Ebor, Man.