Lögberg - 22.08.1940, Síða 1
PHONE 86 311
Seven Lines
s&j^®
G°*
Servioe
and
Satisfaction
PHONE 86 311
Seven Lines
.^e^-
A
#*«S ozŒ*
*•>}*&*
b°
Cot'
,unde;-; ^
For Better
Dry Cleaning
and Laundry
53. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. AGCST, 1940
NÚMER 34
Fregnir af heljarslóð
Síðastliðna tíu daga hafa Þjóð-
verjar haldið uppi látlausum
loftárásum á brezku eyjarnar;
herma fregnir frá London, að á
föstudaginn í vikunni scm leið,
hafi hvorki meira né minna en
2,500 þýzka flugför tekið þátt í
árásinni; af þeim voru 179 skot-
in niður þenna eina dag; tap
Breta nam 17 flugvélum; alls er
áætlað, að síðan Þjóðverjar hófu
leifturstríð sitt í lofti gegn Eng-
landi, Skotlandi og Wales, hafi
tap þeirra numið 720 flugvélum;
óhjákvæmilegt er það, að nokk-
ur spell hafi hlotist af völdum
þessa loft-moldviðris; þó hefir
tjón af völduin þess á Bretlandi
orðið tiltölulega lítið; nokkrum
sprengjum vörpuðu þýíkir loft-
vargar yfir London um helgina,
er orsökuðu lítið sem ekkert tjón.
Bretar svöruðu í sömu mvnt,
ineð því að senda flugför sín til
Berlínar, og láta þau steypa
sprengikúlum yfir útjaðrahverfi
borgarinnar þar sem vopnabúr
og hergagnasmiðjur voru fyrir
hendi; um sömu undir var hinn
brezki loftfloti á sveimi yfir
Hamborg, Hannover og ýmissum
þeim stöðvum, sem mesta hafa
hernaðarlega þýðingu í Ruhr-
dalnuin, og veitti þar hinar
þyngstu búsifjar; yfirburðir hins
brezka loftflota, og flugmanna
hans, eru nú alment viðurkend-
ir, og aginn slíkur, að betra
verður ekki ákosið; mun hann
þvi reynast Hitler þungur í
skauti um það er núverandi hild-
arleik lýkur.
•
ítalski herinn hefir nú brezka
hlutann af Somaliland á valdi
sínu, og er að búa um sig i
höfuðborginni Berbera; voru
ftalir á svæðum þessum marg-
falt mannfleiri en Bretar og
varð það því að ráði, að Bretar
næmi her sinn allan á brott, og
lánaðist þeim að koma hermönn-
um sinum öllum heilu og höldnu
til skips, ásamt svo að segja öll-
um hergÖgnum; svo er alment
litið á, að uppgjöf Somalilands
hafi næsta litla hernaðarlega
þýðingu; enda segjast Bretar
hafa mikilvægari þörf fyrir hinn
brottnumda her á öðrum stöðum.
Brezkar flugsveitir hafa veitt
ítölum heima fyrir djúp svöðu-
sár frá hernaðarlegu sjónarmiði;
eyðilagt flugvelli og vopnaverk-
smiðjur i stórum stíl; þó reynir
Mussolini enn að bera sig hraust-
lega, og lætur málgögn sín gera
sem minst úr tjóninu.
•
Samkvæmt Washingtonfregn-
Um á þriðjudagskveldið, er stað-
hæft, að Hitler hafi í hyggju að
ráðast við fyrstu hentuleika á
ísland, Grænland og Newfound-
Einka-kornhlöðufélögin
ákveða að auka
korngeymslupláss
Með það fyrir augum, að af-
stýra vandræðum, sem stafað
gæti af ónógu geymsluplássi fyrir
þessa árs uppskeru, hafa einka-
kornhlöðufélögin (Line Eleva-
tors), ákveðið að auka geymslu-
pláss sitt sem svarar 15,000,000
mæla; komið verður upp til
kráðabyrgða 750 korngeymslu-
plássum víðsvegar um Vestur-
landið, er hvert um sig getur
veitt viðtöku frá 20,000 til 40,000
mæluni hveitis. Tilkynning um
þetta kom frá North-West Linc
Klevators sambandinu í lok
fyrri viku.
land til þess að hefta með því
siglingaleiðir, og stemma stigu
fyrir vöruflutningum og her-
gagna birgðum frá Canada til
Bretlands.
Frá Islandi
Litil sild hefir borist til Siglu-
fjarðar undanfarna daga og staf-
ar það af óhagstæðu veðri. Tvo
undanfarna daga hefir mikil
síld vaðið við Digranes, milli
Bakkafjarðar og Vopnafjarðar,
og við Langanes. Hefir margt
skipa verið á þessum slóðum og
komu nokkur ineð fullfermi til
Raufarhafnar, Sevðisfjarðar og
Norðfjarðar í gær, en önnur
voru á leiðinni. Nýju verksmiðj-
urnar á Raufarhöfn munu byrja
vinnslu um helgina.
•
Ríkisstjórnin mun i dag gefa
út bráðabirgðalog, sem gerir þá
lirevtingu á núgildandi lögum, að
norsku skipin, sem flóttamenn-
irnir komu á, mega stunda síld-
veiðar með norskum áhöfnum.
íslenzkir menn verða þó að taka
þau á leigu og mun ekki stranda
á því. Þetta er gert til hjálpar
flóttamönnunum.
•
Þing Stórstúku íslands hefir
staðið yfir hér í bænum undan-
farið og er þvi nú lokið. Sóttu
það 102 fulltrúar. Þann 1.
febrúar 1940 voru starfandi á
öllu landinu 67 undirstúkur með
5438 félögum og 49 barnastúkur
með 4475 félögum. Alls voru
þvi í stúkunum 9913 félagar eða
586 fleiri en árið áður. Á þing-
inu voru rædd ýms mál.. Sam-
þykt var að skora á ríkisstjórn-
ina “að loka öllum áfengissölum
á landinu a. m. k. meðan á
styrjöldinni stendur.” Þá var
samþykt að kjósa sérstaka
nefnd til “að gera hagfræðilegar
athuganir á því, hverjar séu
orðnar afleiðingar af afnámi að-
t'lutningsbannsins.” Stórtempl-
ari var kosinn Friðrik Á Brekk-
an, stórkanslari Pétur Zophon-
íasson, stórritari Jóh. Ögm.
Oddsson og stórgjaldkeri Flosi
Sigurðsson. Ákveðið var að
halda næsta stóTstúkuHing á
Akranesi.
Aðalfundur Landssambands
blandaðra kóra og kvennakóra á
fslandi var haldinn hér í bænum
dagana 28. og 29. f. m. Samband
þetta var stofnað í desember
1938. Var því veittur 2000 kr.
styrkur á fjárlögum næsta árs
og mun það hefja starfsemi með
haustinu. Samandið mun reyna
að útvega kórunum söngkennara
og er markmið þess að hafa
fastan söngkennara í þjónustu
sinni í framtíðinni. Á fundin-
um komu fram ákveðnar óskir
um samstarf milli landssam-
bandsins og kirkjunnar um auk-
ið sönglíf í landinu. Þá var
rætt um útgáfu á sönglagasafni
fyrir blandaða kóra. f stjórn
sambandsins voru kosnir: Jón
Alexanderson forstjóri (form.),
Jakob Tryggvason söngstjóri
(ritari), Bent Bjarnason bókari
(féhirðir).
•
Um þessar mundir er að hefj-
sat móvinsla í stórum stil á
Akureyri. Vinna tvær vélar að
mótekjunni. önnur þeirra er
eign Kaupfélags Eyfirðinga og er
hún talsvert stór. Hin, sem er
minni, er eign Akueyrarbæjar.
Til Margrétar Björnson
(Ritað á bók)
Vonir þér úr allri átt
auðnuklukkum hringja:
þú átt æsku, þrek og mátt,
þú ert að byrja að syngja.
Syng þú meðan sál þín má
svífa hátt og viða;
lát þér ekkert aftra frá
innri rödd að hlýða.
Sig. Jiíl. Jóhnnnesson.
Hún er smíðuð í Landssmiðjunni
eftir tilsögn Sigurlinna Péturs-
sonar. Báðar vélarnar vinna
fyrir rafmagni. Unnið er í mýr-
lendi skamt frá Glerárþorpi, og
er mórinn þar talinn sæmilegur.
•
Sláttur er yfirleitt ekki byrj-
aður norðanlands. Ferðamaður,
sem kom frá Akureyri í gær,
skýrði Tímanum svo frá, að að-
eins væri byrjaður sláttur á
nokkrum jörðum í Langadal í
Iiúnavatnsýslu og framveitum
Eyjafjarðar. Grasspretta er víð-
asihvar sögð góð nyrðra. Á
Fljótsdalshéraði og Austfjörðum
mun sláttur víða hafa byrjað um
helgina.
•
Siðastliðið sumar var afar ó-
hagstætt í Mýrdal og yfirleitt í
Vestur-Skaftafelssýslu. Allan
ágústmánuð og langt fram í
september var að heita mátti
rigning á hverjum degi. Hraktist
því úthey afar mikið, og varð
sumstaðar ónýtt með öllu. Var
því útlit með fénaðarhöld »11
ískyggilegt, en í báðum hrepp-
um Mýrdalsins hafa verið stofn-
uð fóðurbirgðafélög og kom það
nú i ^góðar þarfir. Þau gengust
fyrir gælilegum ásetningi og öfl-
uðu allmikils af fóðurbæti handa
félagsmönnum og kom það í góð-
ar þarfir. Margir byrjuðu að
gefa síldarmjöl með hröktu
heyjunum, þegar fé var tekið og
gáfu það með í allan vetur.
Varð árangurinn af þvi svo góð-
ur, að fénaðarhöld urðu i bezta
lagi, lambahöld víðast ágæt þrátt
fyrir það að ær voru með bezta
móti tvílembdar og veðrátta um
sauðburðinn mjög óhagstæð. Þó
var fóðurbætiseyðsla hvergi til-
finnanlega mikil.
—Tíminn 5. júlí.
•
Nýtt liraðfrystihús
d Pntreksfirði
Siðastliðinn laugardag tók til
starfa á Patreksfirði nýtt hrað-
frystihús, sem Verzlun ó. Jó-
hannessonar hefir látið reisa.
Húsið er bvgt úr steinsteypu og
er 25 metra langt, 12y2 metra á
breidd, en vegghæð er 5.40
metrar.
Áifast við hraðfrystihúsið er
vélasalur, einnig úr steinsteypu
19 metra á lengd, 7 metra á
breidd, en vegghæð 3.80 metrar.
f húsinu er geymslurúm fyrir
300 smálestir flaka, auk um-
búðageymslu. Afköst vélanna
eru um 9 smálestir flaka á sól-
arhring, en flökunin sjálf fer
fram í öðru húsi.
Vélarnar voru keyptar, not-
aðar af h. f. Bakka á Siglufirði,
en endurhættar á Patreksfirði,
og eru í ágætu lagi. Húsið er
mjög vandað að öllum frágangi
og sáu þeir trésmíðameistararn-
ir, Jón Jónsson á Flateyri og
Ingi Kristjánsson á Patreksfirði
um smíði þess. Vélsmiðja ó.
Jóhannesonar og fagmaður frá
vélsmiðjunni Héðni í Reykjavik
koinu vélunum fyrir og sáu um
alla tilhögun þeirra.
40—50 manns munu starfa
við frystihúsið. —Mbl. 17. júlí.
Ferðir Dr. Richard
Beck, forseta
Þjóðrceknisfélagsins
um Vatnabygðirnar
í Saskatchewan
Dr. Beck hefir ekki haldið
kvrru fvrir undanfarandi frem-
ur en endrarnær; frá því er
sumarleyfi hans byrjaði, hefir
hann verið á ferð og flugi i
þjóðrækniserindum, og haldið
eina hvatningarræðuna af ann-
ari; bann flutti aðalræðuna á
íslendingadeginum í Wynyard
2. ágúst, sem haldinn var undi.r
umsjá þjóðræknisdeildarinnar
“Fjallkonan.” Flutti hann einn-
ig að tilhlutan deildarinnar er-
indi á ensku í Wvnyard á mánu-
dagskveldið þann 5. ágúst;
ferðaðist hann auk þess all-víða
um bygðina og heimsótti fólk;
daginn eftir flutti hann ræðu á
samkomu í Leslie, er þjóðræknis-
deildin “Iðunn” hafði stofnað til.
Þann 7. ágúst flutti Dr. Beck
erindi á samkomu í Church-
bridge að tilhlutan þjóðræknis-
déildarinnar “Snæfell”; ferðað-
ist hann einnig nokkuð um ís-
lenzku bygðina þar i kring; öll
fjölluðu erindin um islenzkar
menningarerfðir, þjóðræknismál
og félagsmál.
Dr. Beck lét ágætlega af ferð
sinni og viðtökunum, hvar sem
leið hans lá meðal fslendinga
þar vestra.
Áður en Dr. Beck hélt heiin-
leiðis, sat hann hér í borginni
fund á framkvæmdarnefnd þjoð-
ræknisfélagsins.
Frá Bretlandi
Mr. Churchill gerði það heyr-
inkunnugt í þingræðu á þriðju-
daginn, að stjórnin hefði ákveð-
ið að leigja Bandaríkjunum flug-
og flotastöðvar við Newfound-
land og við Vestur-Indlandseyj-
arnar brezku; ýmsir þingmenn
voru þeirrar skoðunar, að leigu-
tíminn ætti að vera að minsta
kosti 120 ár, eða jafnvel fram
yfir það. Mr. Churchill var
bjartsýnn að vanda í ræðu sinni,
og kvað brezku þjóðina samein-
aðri og voldugri en nokkru sinni
fyr í því öllu, er að stríðssókn-
inni lyti; á hinn bóginn væri það
sýnt, að hún yrði að vera við
öllu búin, því enn væri langt
langt i frá, að innrásarhættan
væri um garð gengin.
Fáum mönnum er það gefið,
að geta talað jafn volduglega
sigurkjark í heila þjóð eins og
Mr. Churchill gerir.
Vakir á verði
Bracken forsætisráðherra hefir
lýst yfir því, að svo fremi sem
sambandsstjórn ekki geri full-
nægjandi ráðstafanir til þess að
bæta úr brýnustu þörf bænda
viðvíkjandi geymslu og sölu
kornframeiðslunnar, sé hann
staðráðinn í því að taka til sinna
ráða, og kveðja saman þing eins
fljótt og því verði við komið, til
þess að afgreiða lög um skuld-
greiðslufrest, og hrinda í fram-
kvæmd þeim öðrum löggjafarný-
mælum, er nauðsyn krefji hag
bænda til tryggingar.
Á öðrum stað hér i blaðinu, er
stuttlega vikið að þvi, hve víða
á svæðinu milli Vatnanna sé í-
skyggilegar horfur viðvíkjandi
heyfeng bænda vegna langvar-
andi ofþurka; hér er vandamál
mikið fyrir hendi, sem vonandi
er að hin röggsama stjórn Mani-
tobafylkis taki í hendur sínar til
skjótrar úrlausnar.
Gullbrúðkaup
Þann 7. júlí síðastliðinn, áttu
þau merkishjónin Ágúst Vopni
og Arnbjörg Jónsdóttir Vopni
að Harlington, Man., gullbrúð-
kaup, og var atburðarins minst
með veglegum mannfagnaði á
heimili þeirra þá um daginn;
þau hjón eiga 8 mannvænleg
börn, og voru 6 þeirra viðstödd;
en af 24 barnabörnum voru 20
viðstödd gullbrúðkaupsfagnað-
inn. Aðalræðuna fyrir minni
gullbrúðhjónanna flutti Rev.
Clark í Harlington. Heillaóska-
skeytum rigndi að úr öllum átt-
um, þar á meðal frá Hon. T. A.
Crerar, náttúrufriðindaráðgjafa
sambandsstjórnar.
Þau Ágúst Vopni og frú Arn-
björg hafa um langan aldur bú-
ið fyrirmyndarbúi í hinum blóm-
lega Swan River dal, og verið
samtaka um það alt, er gera má
garðinn frægan; er heimili
þeirra orðlagt fyrir alúð og
risnu, og hafa margir þreyttir
vegfarendur átt þar góðan griða-
stað.
Ágúst Vopni rekur bú sitt
samkvæmt strangvisindalegum
búnaðarreglum, og hefir á bún-
aðarsýningum hvað ofan í ann-
að hlotið hæztu verðlaun jöfn-
um höndum fyrir kornyrkju og
Thor Thors flytur
vesfcur sem
fulltrúi Islands
Thor Thors hefir nú gert
samning við ríkisstjórnina um
að hann gerist fulltrúi fslands í
Bandarikjunum. Flytur hann
vestur með fjölskyldu sína eftir
næstu; mánaðamót.
Ekki er það ákvéðið enn,
hvort hann verður aðalræðis-
maður eða sendifulltrúi (“chargé
d’affaire”). En verði hann
sendifulltrúi, þá verður heimilis-
fang hans í Washington, þó starf
hans verði mestmegnis í New
York. En fyrst um sinn tekur
hann við aðalræðismannsstörf-
um af Vilhjálmi Þór, og mun
Vilhjálmur Þór koma hingað
heim og taka við stöðu sinni i
Landsbankanum, skömmu eftir
að Thor Thors er kominn vest-
ur. — Mbl. 18. júlí.
búpeningsrækt; hann er maður
prýðilega að sér, og hefir iðulega
samið ihyglisverðar ritgerðir um
landbúnað, sem birst hafa í
canadiskum búnaðartimaritum.
Lögberg flytur þeim Ágúst og
frú Arnbjörgu, innilegar árnað-
aróskir í tilefni af gullbrúðkaup-
inu.
Island í fjarlœgðinni
Minni að Iðavelli í Nýja íslandi 3. ágiíst, 194-0
Hvenær sem við setjumst hér
saman til að muna
landið, sem gaf svipinn þér,
sál, er kveikir funa,
inst i helgi æfihrings
opnast þessum ströndum
Iðavöllur íslendings
austan af mörgunlöndum.
Það er ísland endurfætt
okkur, dætrum, sonum,
Garðars eyjan betrumbætt
bæði í reynd og vonum.
Hlýja andar heiman frá,
hugans óskir rætast,
bráðum hárri ásbrú á
allra vegir mætast.
Eystra og vestra ísland nýtt,
eftir élin hörðu,
endurskapar endurprýtt
andinn frjáls á jörðu.
Syngjum íslenzkt móðurmál,
mælum það og skrifum,
svo í íslands anda og sál
áfram hér við lifum.
Dufferins var drenglund spök,
dáði hann okkar tungu,
fram bar þessi fimu rök
—fegri en aðrir sungu —:
“Geymið íslands arf sem bezt.
Anda fornrar listar
látið vestra lýsa mest.
Laun það séu ristar.”
Drotning fjalla þakkar þeim,
þrautseigast er vörðu
auðlegð hennar út um heim:
íslenzkt mál á jörðu.
Það er hennar gull og gjald,
gengi og frægðar saga,
árþúsundsins andlegt vald,
upprás sólskins daga.
Hver sem sér og sínum kýs
sóma og framtíð bjarta,
ber i gegnum eld og is
ættland sér í hjarta.
Hvar sem Vestmenn hylli tjá
hjartans ættar löndum,
Iðavöllur austri frá
opnast vesturströndum.
Þ. Þ. Þ.