Lögberg - 22.08.1940, Síða 2
0
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST, 1940
Sjósókn
Svarfdælinga
um 1 880
Eftir Árna Jóhannsson
Svarfdælinigar hafa löngum
verið afburða góðir og duglegir
sjómenn, og munu vera það enn.
Verstöð þeirra, Böggversstáða-
sandur, mun og hafa verið ein
hin mesta fiskiverstöð norðan-
og austanlands á þeim tíma, er
hér ræðir um, 1880—1890. —
ólafsfirðingar voru ekki neinir
atkvæðamenn til sjósóknar í þá
daiga, og mun það að miklu leyti
hafa stafað af slæmum lending-
arskilyrðum þar. Hinsvegar voru
þeir þó nær þeim fiskimiðum, er
Svarfdælingar sóttu aðallega. En
ijm og eftir aldamó'jin tóku
Ólafsfirðingar að hefjast handa
á þessu sviði, og síðan hafa þeir
sizt verið eftirbátar nágranna
sinna.
Eftir að strandferðaskipin
fóru að ganga, með viðkomu á
hinum smærri höfnum, var ver-
s'töðvarnafninu, Böiggversstaða-
sandur, að mestu slept, en í þess
stað tekið upp nafnið Dalvík.
Dalvík er fyrir mynni Svarf-
aðardals, frá Hálshöfða að suð-
austan, að Hólsrípli eða Hóls-
töngum að norðvestan. Á þessu
svæði voru, auk aðal-verðstöðv-
arinnar, þessi uppsátur: Háls-
horn (lítið notað), Lágin, Upsa-
möl, Upsakrókur og Hólsnaust.
Skipalega er inn-og-fram af
Hólsnaustum eða undan Upsa-
krók. Haldbotn er sæmilegur,
en annars er höfnin fremur ó-
trygg, þar sem heita má að hún
liggi fyrir opnu hafi. Útgrynni
er allmikið við Sandinn, og tor-
veldar það mjög lendingu, þeg-
ar brim er. Bryggjur voru eng-
ar né aðrar lendingarbætur á
þeim tima, er hér ræðir um.
Þá var aðeins eitt lítið íbúðar-
hús á Sandinum, kallað “Sand-
gerði.” Nú er þar risið upp
snoturt og myndarlegt þorp,
með 3—400 ibúum.
Svarfdælingar stunduðu aðal-
lega fiskveiðar og hákarlaveið-
ar.
Hákarlavertíð hófst á útmán-
uðum og stóð fram að sláttar-
byrjun eða lengur, ef vel aflað-
ist. En um þann veiðiskap verð-
ur ekki frekar rætt hér.
Fiskverktíðir voru tvær ár-
lega: Vorvertiff, sem hófst þegar
er fiskur gekk á miðin, en það
var mjög misjafnlega snemma:
um sumarmál, stundum fyr, og
stundum seinna. Stóð nú ver-
tíð svo lengi sem nokkur veru-
legur afli var, eða alt fram að
slætti. Haustvertíð byrjaði venju-
iega um gangnaleyti (miðgöng-
ur) og stóð til jóla, ef tíðarfar
leyfði.
Róffrarbátar Svarfdælinga voru
aðallega sexæringar, svipfríðir og
ganglegir, liðlegir og léttir i vöf-
um, eftir stærð, bygðir úr furu,
súðbyrtir og léttbentir, svipaðir
fiskibátum Færeyinga og Hál-
eyja (i Norður-Noregi), en ekki
eins stafnaháir.
Seglbúnaður var fremur ófull-
kominn. Siglutré, reist við and-
ófsþóttu, með einföldum reiða
(“vanti”) — og rásegl. Segl var
helzt notað á landleið seinni
hluta vorvertíðar, því að þá eru
hafgolur tíðar.
Áhöfnin var vanalega sex
menn, stundum sjö.
Veiðarfæri voru venjuleg fiski-
lína, í daglegu tali nefnd lína
eða lóð. Hún var þannig gerð.
Línustrengurinn var oftast 2
punda lina, 60 faðma löng; tvær
slikar hespur “splæsaðar” sam-
an. öngultaumar voru úr smá-
gerðara efni, 14—16 þuml. á
lengd. Stundum var tauma-
efnið heima-unnið, úr hampi,
spunnið á snældu, hespað og
bútað í hæfilegar taumalengdir,
snúðhert og tvinnað á “tauma-
sigð”; öngullinn síðan festur á
annan endann með traustu og
liðlegu bragði, en “hvippa”
(lykkja) gerð á hinu, og henni
brugðið með “kappmellu” um
línustrenginn, með eins faðms
millibili. Komu þannig 120
önglar á hvern streng, og var
það kallað “línustokkur,” eða
bara “stokkur.” Jafnótt og
taumunum með áfestum önglum
hafði verið komið fyrir á
strengnum, var önglunum brugð-
ið í svonefnt “stokktré,” þar sem
þeir hengu í samfeldri röð. Linu-
endar á hverjum stokk voru tvö-
faldir og snúnir, og voru nefnd-
5r “hálsar,” 14—16 þuml. á
lengd. Var öðrum hálsinum
bundið um stokktréð, framan
við önglana, sem þá gátu ekki
haggast, en hinum brugðið utan
um stokkinn neðan til. Þegar
svo búið er að “telja” stokkinn
(þ. e. greiða hann), er hann til-
búinn til beitingar.
Bjóðin, sem línan var beitt á,
voru uin alin á lengd, 3/4 alin
á breidd og 4—5 þuml. á dýpt —
ofurlítið grynnri þeim megin,
sem önglarnir voru lagðir.
Hver háseti hafði sitt bjóð og
beitti í það þrjá stokka — 360
öngla. Auk þess hafði hver
fullgildur háseti hálfan stokk, 60
öngla, sem hann beitti ofan á i
bjóð sitt, átti hann sjálfur það,
sem á þá öngla veiddist. Þessi
Iinubútur var nefndur “spotti.”
Viðvaningar höfðu styttri spotta.
En formaður heilan stokk.
Alls voru þá veittir 15 stokk-
ar og 5 spottar, ef sex menn
voru á bátnum, en 18 stokkar og
6 spottar, ef sjö manna áhöfn
var.
Niðurstöður voru þrjár, og
járnbent trédufl á hverri. Dufl-
in voru einnig nefnd “ból.” Þau
voru misvíð og var niðurstöðu-
strengurinn — þriggja punda
lína — bundin i oka á mjórri
enda duflsins. Niðurstöðurnar
voru sín á hvorum enda fiski-
línunnar, og hin þriðja á miðri
lírtu.
Verbúðir. Þær voru allmargar
á Sandinum og flestar kendar
við heimili útgerðarmanna eða
bátaeigenda, svo sem Böggvers-
staðabúð, Ingvarabúð, Hnísabúð,
Hamarsbúð, Holtabúð o. s. frv.
Búðir voru einnig í Láginni,
Upsakrók og Hólsnaustum, að-
allega beitingabúðir, en ekki til
viðlegu, þar eð bæir eru þar svo
nærri.
Búðir voru nokkuð misstórar
og reisulegar, en flestar af líkri
gerð: Veggir hlaðnir úr torfi og
grjóti, vel mannhæðar háir, lágt
ris, venjulega reft á mæniás og
þakið torfi. Stærð tóftar um
8—9 álnir á lengd og 4—5 á
breidd, innan veggja, skift í
tvent: beitingabúð og svefnbúð.
Var hin fyrnefnda nokkru
stærri, með útidyrum, en innan-
gengt úr henni í svefnbúðina.
Þegar inn í hana kom, voru
bálkar til beggja handa, þar sem
sofið gátu 3—4 menn í hvorum,
en lítil eldavél eða “kabyssa”
fyrir miðjum vegg gegnt dyr-
um. f bálkunum var mest legið
á lyngi, með svæflum og brekán-
um, en lítið um sængur. Þarna
var eldað það, sem elda þurfti,
mest soðning. Annað nesti
höfðu sjómenn með sér frá
heimilum sínum, og var einatt
haldið til þeirra því kjarnbezta,
sem til var. — Vindaugu voru
sitt á hvorum búðargafli, til
loftræstingar, svo og strompur,
og litill þakgluggi á hvorri búð.
Hverri útgerð fylgdi venjulega
þurkhjallur; tré lögð á trönur
og rár á milli, þar sem línan var
þurkuð og fiskur hengdu upp til
þerris og heimanotkunar. Sumir
höfðu einnig annan hjall, svo-
nefndan “rimlahjall” með ris-
þaki. heilum stofnþiljum ofan
að lausholti, en rimum að neð-
an, svo að blásið gat í gegn.
Mátti þurka þar linu og annað,
hvernig sem viðraði. í þessum
hjöllum voru geymsluloft, fyrir
harðfisk og önnur matvæli, veið-
arfæri o. fl. Stundum var fisk-
ur saltaður í þessum rimlahjöll-
um; aðrir höfðu sérstök hús eða
skúra , lil að salta i fisk sinn,
og til saltgeymslu. Hver bátur
hafði sinn ákveðna lendingar-
stað og fjörusvæði til umráða,
svo og naust, til að hvolfa bátn-
um á.
Fiskimiðin. Yfirleitt 'var ekki
langróið á mið Svarfdælinga,
samanborið við aðrar verstöðv-
ar, — vanalegast 1—2 klukku-
'stunda róður hvora leið í logni,
sjaldan lengra. Miðin eru út
með Upsaströnd og ólafsfjarðar-
múla, fram af ólafsfirði, Foss-
dal, Hvanndalabjapgi og Hvann-
dölum. Lengra var sjaldan far.
ið. Sjór er þar yfirleitt straum-
lítill og svipvindar sjaldgæfir.
Stundum gekk fiskur inn í ál-
ana, beggja megin Hríseyjar,
Austur- og Vesturál, einkum á
vorin. Man eg það, einn fagr-
an vormorgun, að linan “flaut
upp” vestur af Saltnesi, með
vænum fiski á hverjum öngli,
og glampaði á belgina í sólskin-
•nu. — Og innar i fjörðinn gekk
fiskurinn, jafnvel alt inn í botn.
En Svarfdælingar sóttu sjaldan
1 þá átt. — Og nú skulum við
fá okkur einn venjulegan róður
á Ingvarabátnum. Formaður er
Þorleifur Tr. Jóhannsson, bróðir
minn, einn hinn ötulasti og
slyngasti sjómaður þar um
slóðir.
Við erum í bálkunum — búnir
að sofa einar 4—5 stundir. For-
maðurinn snarast fram úr, og
við hinir á ef'tir. Það er laugar-
dagsnótt, mánuð af vetri, klukk.
an að ganga eitt — koldimt. Við
verðum að hafa hraðann á; kl.
2 mega allir bátar leggja frá
landi — en fyr ekki, vegna fiski-
veiðasamþyktarinnar. Og allir
vilja verða fyrstir. . Við sækjum
línuna út í hjall, hver sína þrjá
stokka og spottann, og förum að
kljá. Formaðurinn nær í beit-
una: salta síld, steinbít og ofur-
Htið af fuglaslængi; hann fer
að skera beituna og dreifa henni
á borðið hjá okkur hásetunum.
Við erum búnir að kljá, leggj-
um hjóðin upp á borðin og för-
um að beita — og nú er “handa-
gangur í öskjunni.” Kl. þrjú
kortér í tvö eru allir búnir. Við
tökum nestisskjóður okkar, fá-
um okkur örlítinn bita, leggjum
þær ofan á bjóðin, förum í
skinnsokkana og sjóskóna, tök-
um skinnbuxur og stakk og
hlaupum hljóðlega með alt þetta
í fanginu út á malarkamb, en
formaður læsir búðinni og kem-
ur með drykkjarkútinn. Við
tökum skorðurnar hægt undan
bátnum og leggjum þær í fjör-
una, drögum svo bátinn ofur
hljótt og liðlega á þessum
hlunnum fram í flæðarmál;
sækjum bjóðin og komum þeim
fyrir í skutnum og — ýtum frá
landi. Alt verður að gerast
hljóðlega, svo að engan gruni að
við séum komnir á kreik. En
viti menn: löng þruma heyrist
um allar fjörur, og allur þorri
bátanna ýtir samtímis úr vör!
Bátunum er snúið í áttina og —
allir á sprett. Formaðurinn
tekur ofan sjóhattinn, og við
líka: sjóferðabænin er lesin í
hljóði; en ekki er linað á sprett-
inum. Nyrsti báturinn, sem
næstur er landi, lendir í þröng
og rekst á kollótt sker fram af
Brimnestöngum, svonefnda
“Brúnku,” sleppur þó óskemdur
en heltist úr lestinni. Látlaust
er sprettinum haldið áfram, og
nú er gott að hafa vaska ræðara,
eins og þá Garðshornsbræður,
Júlíus og Guðjón, Valdemar á
Jarðbrú, Þórð á Steindyrum og
Þorleif formann. Auðvitað er eg
væskill, 17 ára stráklingur, en
eg geri það, sem eg get. — Og
áfram brunar bátaflotinn, út
með Karlsárbökkum, Syðrivík,
Sauðanesi og Ytrivík, Lamba-
skerjum, Mígindi og Hrauni.
Bátum er farið að fækka; sumir
hafa dregist aftur úr, aðrir
byrjaðir að leggja. Við beygj-
um skáhalt til djúps og byrjum
að leggja undan Múlavogum.
Það er fengsælt mið.
Formaðuinn sezt á bitann,
tekur fyrstu niðurstöðuna, varp-
ar út duflinu og rekur út streng-
inn, jafnótt og róið er. Við
enda strengsins er línan tengd
og henni sökt til botns með all-
þungri steinsökku. “Bitamaður”
heitir sá, er rær á austurrúmi
bakborða, gegnt formanni. Nú
sezt hann á bitann, tekur næstu
niðurstöðu og vefur strengnum
haglega um duflið, bindur sökk-
una á enda strengsins og hefir
þetta tilbúið, til að festa það á
línuna, þegar hún er hálfnuð
Vefst þá strendurinn sjálfkrafa
af duflinu, jafnótt og sakkan
dregur línuna til botns. Bita-
maður hefir og þann starfa, að
rétta formanni línubjóðin úr
skutnum og tengja “háls við
háls.”
Miklu skiftir að vel sé “lagt
niður” í bjóðin, þegar beitt er,
svo að viðstöðulaust og greið-
lega “gangi út”, þegar lagt er.
Þykir það ljóður á háseta, ef
hann leggur ekki vel niður.
Við leggjum “í lykkju,” sem
kallað er: helming línunnar ská-
halt norðaustur frá landi, beygj-
um við aðra niðurstöðu, og
leggjum hinn helminginn norð-
vestur, í stefnu á Fossdal. —
Það er kallað að “liggja yfir.”
Er sú bið alt að 2 klukkustund-
um, og verður þá mörgum hroll-
kalt, eftir svitabaðið við róður-
fl M H E R S T
SEVEN YEAH» » -n
,z. $3.90 - 25 0*^
/•
í5r55íí^*^
«166 - a8<*,2T-
ublished or displayed by the Li
Ml
Sólálöður
Til vestur-islenzkra gestkomenda 23. júlí 19á0
Þótt heimurinn nötri, þá hittumst við enn
við hólmann í stormvari náskyldir menn,
þó slett hafi á bátinn hjá báðum um stund
og bágt muni að sjá hvar við lendum.
En hugina í framtíðar laufgaðan lund
i langdegi ársins við sendum.
Og við getum sagt ykkur velkomna heim
og vísað um risnu á heiðanna geim,
með silung í vötnum, með sönglist í mó,
— og sent ykkur þangað til grasa,
þvi hiinni svo nærri í heilagri ró
um harmleik ei neinn er að fjasa.
Af stráum í blævi og straumum i á
á strengi er þar leikin vor framtíðarspá
í tónunum mjúku — og ei tekið í mál
að tjá okkur nema það bezta,
og þar býður vornóttin skærasta skál,
sem skenkt er og borin til gesta.
Og þegar þið vikið frá veitingum þeim,
þá vona eg að snúið þið góðkendir heim
af döggvum og geislum, af söngvum og sæld,
því sótt skyldu heiðríkju miðin,
— já, aflið þar vorgleði, er ótæpt sé mæld
og öðlist hinn langþráða friðinn.
Og njótið þess vel, — farið heilir um haf
með heimsfriðinn bjarta, sem vornóttin gaf;
og heilsið nú vestur, við heyrum það sagt,
að hugirnir oft séu á stjái
um eylandið fjarra, sem út er svo lagt,
þeir uppvaxtar harðbalann þrái.
Jak. Thor.
—Lesb. Morgunbl.
The BUSINESS COLLEGE
OF TO-MORROW—
TO-DAY
The MANITOBA
(1) Initiated the Grade XI Admission policy in Western
Canada.
(2) Gives Specialised instruction in Business English.
(3) Gives Practical telephone instruction, using our own
telephone system.
(4) Has Centralised control of all classrooms by electric
broadcast system.
(5) Uses Aptitude analysis charts, including photo, of each
student.
(6) H as Limited enrolment, giving more space per student
and more opportunity of employment.
AND—the MANITOBA is Winnipeg’s fastest growing
Business College.
Day and Evening
Classes
Evenings:
Mondays and
Thursdays
7.30 to 10 p.m.
flíllTOBfl
comm€RcmL
COLLCGC
Originators of Grade XI Admission Standard
Premises giving
the most spacious
accommodation
per student in
Westem Canada.
344 PORTAGE AVE. E“ ™R PHone 2 63 63
President, F. H. BROOKS, B.A., S.F.A.E.