Lögberg - 22.08.1940, Page 7
JjÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST, 1940
7
Miðsumarmót Islendinga
í Blaine, Washington
Það var haldið sunnudaginn
28. júlí í Lincoln Park, Blaine,
Wash., eins og undanfarin ár.
Pjöldi fólks sótti mótið, samt
voru það sárafáir landar, sem
gátu komið frá Vancouver eða
öðrum stöðum í Canada i þetta
sinn, vegna þeirra miklu örðug-
leika með að komast yfir landa-
TOærin, inn, til Bandaríkjanna,
en frá Canada hafa altaf margir
landar sótt miðsumarmótið hin
undanförnu ár.
Hr. Dndrew Danielsson, forseti
áagsins, setti mótið kl. 1.30 e. h.
nieð nokkrum vel völdum og
viðeigandi orðum, þá las hann
!*ka kafla úr bréfi frá forseta
Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi, Dr. Richard Beck;
það voru heilla- og þamingj u-
°skir til forseta miðsumarmóts-
'ns, og lét Dr. Beck ánægju sína
* Ijósi yfir þeirri þjóðræknislegu
viðleitni og íslenzkum áhuga, er
niiðsumarmótið í Blaine ávalt
kaeri vitni um. Dr. Beck gaf
einnig til kynna í bréfkaflanum,
að hann mundi, að öllu forfalla-
lausu verða okkar ræðumaður á
n*sta móti, 1941, og dundi þá
við lófaklapp um allan garðinn.
^að þá hr. Danielsson alla að
syngja “ó, Guð vors lands” und-
lr leiðsögn okkar velþekta söng-
stjóra Helga Sigurðar Helgason-
ar, en í fylgd með honum var
söngflokkurinn “Harpa”, sem
hú er orðinn frægur hér á
Kyrrahafsströndinni fyrir indæl-
an islenzkan söng, og svo má nú
að orði kveða, að engin íslenzk
skemtun sé hér fullkomin án
þess að hr. Helgason, ásamt
söngflokknum sínum, sé þar aðal
Þálttakandinn. Lengi lifi söng-
tJokkurinn “Harpa” ásamt söng-
stjóranum!
Þá flutti ræðu á ensku Mrs.
L. Durkin frá Vancouver;
var ræða hennar snjöll og efnis-
rík, sem allir fóru um lofsam-
legum orðum, og munu álíta
alrs. Durkin eina í fremstu röð
þeirra ræðusnillinga, er talað
Þafa á miðsumarmótum hér í
^laine. Hún flutti einnig erindi
1 kennaraskólanum í Bellingham,
svaraði með snild öllum þeim
•^örgu spurningum er ýmsir
^entamenn og nemendur skól-
a°s lögðu fyrir hana. Mrs.
k^urkin er íslenzk og hámentuð
^°na; hafi hún mikla þökk fyrir
^°muna til Blaine.
Þá kom fram íslenzkur söng-
^aður, er vakti ánægju og að-
^áiin, Július Samúelsson frá
^oint Roberts; hann söng nokkra
Ijómandi fallega íslenzka söngva
^eð aðdáanlegri tilfinning, er
^reif alla hans mörgu tilheyrend-
l,r, er því ánægjulegt til þess
að vita að vér íslendingar hér á
súöndinni eigum einn vel færan
s°lólsöngvara með alíslenzkri
sál.
Séra Erlingur ólafson ávarp-
aði samkomuna með nokkrum
fallegum og skemtandi orðum.
íJrlingur er sonur séra K. K.
^lafson; hann er yfirkennari
v,ð barnaskólann hér i Blaine.
^éra E. ólafson er vel mentaður
°8 með afbriigðum skynsamur
^aður; hann er líka duglegur og
sérstaklega samvinnuþýður, og
^jálpsamur í öllum félagsmál-
er því ánægjulegt að hafa
^ann hér á meðal okkar land-
aOna í Blaine.
Tvær islenzkar hefðarfi
s|eemtu lika með fögrum I
sóngvum, það voru þær M
reyja Bourne og Mrs. Marga
l,Hock, báðar ágætar söngki
og heyra þær til söngflc
; S. Helgasonar; frú Fre;
?,,r,g einnig einsöng, og var m
1 klappað fyrir henni.
Þá er nú að minnast á þa
skemtiskrárinnar, sem el
Vur ^inst aðdáanlegur, það v<
áldin okkar. Til dæmis
onas Pálsson, hann kvað i
(asamlega, að allir lyftust
a,,dans flug, með öðrum orðr
ð var sem sálrænn andvari i
blíður blær, svifi inn í sálar-
djúp fjöldans, þvi Jónas kvað
eins og sá sem vald hefir yfir
andans leyndardómum, en ekki
eins og hinir fávísu. Kvæði hr.
Jónasar Pálssonar fylgir hér með
til birtingar í íslenzku blöðun-
um. Þá var minni íslands í ljóði
eftir hr. Þórð Kr. Kristjánsson
í Vancouver, var það lesið upp
af hr. Guðjóni Johnson, þar sem
höfundurinn ekki gat verið við-
staddur. Guðjón las kvæðið
skörulega og vel svo ekki mun
það hafa mist neitt af því ágæti
er það inniheldur.
Séra Guðm. P. Johnson talaði
fyrir minni íslands. Veitingar
voru hinar ákjósanlegustu,
lambasteik og svínakjöt, ásamt
indælu kaffi og brauði, alt til-
reitt af hinum skörulegustu is-
lenzku húsfreyjum strandarinn-
ar. Og ekki má gleyma hinu
ljúffenga skyri hennar frú Sig-
ríðar Pálssonar, sem löngu er
orðin fræg hér á ströndinni fyrir
sitt aðdáanlega skyr og rjóma.
ísrjómi var framborinn af ís-
Ienzkum yngismeyjum, og margt
ungt fóilk sótti mótið.
Eftir margar og miklar sam-
ræður og vingjarnlegar kveðjur,
fóru allir heim með hinar beztu
endurminningar um sæluríkan
samverudag i alíslenzku and-
rúmslofti.
Aillir sögðu að miðsumarmót
fslendinga i Blaine, hefði verið
hið ánægjulegasta í alla staði.
—G. P. J.
Blaine, Wash.
12. ágúst, 1940.
♦ ♦
NOKKUR AVARPSORÐ
OG KVÆÐI
fluit af hr. Jónasi Pálssyni á
miðsumarmóti íslendinga í
Blaine, Wash. 28. júlí ÍQM).
“Arnarvatnsheiði” nefni eg
þau fáu erindi, sem eg flyt hér
i dag. Þessi yndislegi landshluti
er eitt allra bezta afréttarland
íslands, og liggur norð-austur af
Borgarfjarðarsýslu.
Á heiðinni er krökt af tjörn-
um og vötnum, og eftir þessum
bláu speglum liða syngjandi
svanir, sem eru synir og dætur
heiðarinnar, því þar eru þeir
fæddir.
Sömuleiðis er fjöldinn allur
af sauðfé og hrossum á heiðinni
að sumrinu til, þvi heiðin er
sumarheimili húsdýranna úr efri
hluta Borgarfjarðarsýslu.
ARNARVA TNSHEIÐI
Við skreppum nú úr skrokknum hér í dag,
og skundum heim á eigin farartækjum.
Oss mun það reynast hyggindi í hag,
og hamla því að lenda í skuldaílækjum,
Því andinn þarf ei fargjald eða fóður,—
en ferðist holdið, verður þyngri róður.
Vér þurfum ei að hrekja búkinn heim,
því hann er sæll i okkar litlu kofum,
oss nægir því að líða um loftsins geim,
þó líkjast kunnum fyrri alda vofum.
En þeir, sem lukkan laumaði upp á toppinn,
sig láta ei muna að hafa með sér kroppinn.
Já, væri ei sælt, í hundrað anda hóp
að halda í austur, móti sólu og degi,
þó með oss hefðum einhvern árans glóp
má altaf fækka hjörð á lömgum vegi.
En landinn hefir undra styrkan anda,
svo ekki þarf að lenda i neinum vanda.
Við losum þá við líkaman um stund,
og léttir, mjúkir kljúfum svalan blæinn.
Þvi fæstir okkar flytja meira en pund
af ferðatækum anda, um breiðan sæinn,
en þeir, sem hafa meira, miða lægra,
og máske fljúga stundum nokkuð hægra.
En við, sem höfum litla og létta sál,
oss lyfta kunnum upp á hærri tinda,
og þó að kannske reynist megra mál
og minni þungi okkar gáfna linda,
við kærum okkur kollótta, og förum
með kímni ísvari og bros á öllum vörum.
ó, undrasýn, hér hirtist feðrafold
með fulla keltu af sól, í morgunblænum.
Eg horfi á blómin blakta í frjálsri mold,
og brosa milt hjá litla snotra bænum.
Eg heyri fugla þruma þúsund munnum.
Já, þetta er landið, sem við heitast unnum.
Hér loftsins kórar líða fram með söng,
og lungun nærir fjallsins tæra gola,
og rúm er nóg og ekkert þjapp né þröng,
og því skal tefla djarft, hvað brjóstin þola,
því íslands vídd er kórsíns söngva svalir,
til samæfinga hafðir landsins dalir.
ó, söngvadís, eg hengi höfuð lágt,
í helgi lotning fyrir krafti þínum.
Þú huggar, styrkir alla er eiga bágt
og engan geisla finna á vefi sínum.
En hepnist þér í engu um að þoka,
er orðinn tími að syngja vers — og moka.
Eg held nú lengra, heiðin blasir við,
með himinbláum þúsund vatna augum.
Á brjóstum hennar dýrin finna frið
og frelsi, svo að þróttur vex í taugum.
Hjá henni læknast vetrar svöðusárin,
í sælukendir breytast föllnu tárin.
Þú fjalladrotning, ern og yndisfríð,
og öræfanna hjarta, er slær í dauða;
þú svanamóðir, jökulbjört og blíð,
ert bjargvættur í stríði hels og nauða.
Þér lúta grannar, stara stoltir á þig,
með sterkum, hvítum jöklatungum dá þig.
Eg veit að tíðum andar um þig svalt,
þá öræfingar senda fanna beðjur,
Þeir skoða þetta ekki ilt né kalt,
en aðeins sínar beztu vinakveðjur.
Þú horfir kimin augum bliðu bláum
á beðjur þeirra, og klæðist feldi gráum.
En þegar vorar, ferðu í önnur föt
úr fagurgrænu efni, heimaspunnu.
Þá fara að detta á gráa kjólinn göt,
þó gott sé margt, er jökla-fingur unnu.
En vorið færir þig í þenna skrúða,
er það býr til úr sínum daggarúða.
Að sjá þig lyftast upp úr dimmu í dag,
var dásemd, er eg reyni ekki að lýsa,
og horfa á álftir synda og syngja lag,
er sólin var að byrja að verma og rísa.
Þú hiltir upp svo hyljagræn og fögur,
á höfði barstu marglitt geislakögur.
MIRAGLE YEAST
Bakar brauð á 5 tlmum.
Borðið það heilsunnar vegna.
Gott ger fyrir bruggun.
Framleitt hjd
DYSON’S LTD.
WINNIPEG MANITOBA
Bréf
til islendingadagsins á Ilnausum
Eg verð að fara, fagra heiðin mín,
og flækjast hryggur út í geiminn, frá þér,
eg fékk að líta fósturbörnin þín,—
sá fé og hesta njóta lífsins hjá þér.
Þú perlan glæsta, íslands fögru fjalla,
Eg finn þig bráðum, degi er að halla.
Jónas Pálsson.
♦ ♦ ♦
MINNI ISLANDS
Ort fyrir miðsumarmót haldið í Blaine, Wash.
sunnudaginn 28. júlí 1940.
Enn við geymum innst í hjörtum
ættlands-mynd í þúsund pörtum,
fegurð jökla, fossa og dals,
lyngmós, brekku, laut og bala,
læki, ár ðg vötn og smala,
lóuklið og vængþyt vals.
í dag við hyllum hátign þína,
hún mun æ sem Venus skína
í hjörtum okkar hér sem þar.
Því er ljúft á þessum degi
þér að heilsa, í austurvegi,
yfir um djúpan Atlants-mar.
Al't er breytt frá eldri tímum,
enginn kveður nú í rímum,
en sungin heimsfræg lög og ljóð.
Loftveg flugskip fljúga á röndum,
falleg eimskip meðfram ströndum
renna, lotggylt rínarglóð.
4
Kristallshrein í okkar augum,
með eldheitt hvera-vatn í laugum,
sjálf þú speglast sí og æ.
Með skautafald úr snjó á snösum,
og snarbrött fjöll, með gull í vösum,
og sígræn tún og bóndabæ.
Enginn getur gleymt þeim degi
er Guð þig skóp í norðurvegi,
sem útvörð fyrir önnur lönd.
Vor þjóð hefir frið og frelsi unnað,
þá formensku frá byrjun kunnað.
Þig leiddi dáð og Drottins hönd.
Þórður Kr. Kristjánsson.
Vancouver, B.C., Canada.
-J .
HOURS OF
RNXIETV-
SRVED BV R
TELEPHONE
Eliminate worry the TELEPHONE way !
It may be that of a son or daughter away
at school — of a mother or father in a dis-
tant city. Across the miles the TELEPHONE
brings those voices to you and carries
your voicc in answor. A bell rings and
you reach out your hand knowing that
somewhere near or far another hand is
reaching toward you.
You owe it to yourself
and family—Have Your
own Home TELEPHONE
3. ágúst 19i0
frá J. T. Thorson, K.C.
Ottawa, July 31, 1940.
My Dear Friends,—
I have been a regular visitor
at the annual celebration of Ice-
landic Day here at Hnausa ever
since the year 1930, when your
committee first did me the hon-
or of asking me to be one of the
speakers on your programme,
and I sincerely regret that my
parliamentary duties at Ottawa
prevent me from being again
with you this afternoon.
We are all loyal citizens of
Canada but, in my opinion, it is
a good thing that we should con-
tinue to honor this day for it re-
minds us of the race from which
we come, the circumstances
under which the Icelandic nation
was born and the qualities of
courage which it has shown
throughout the ages. The Ice-
landic race is small in numbers
but the quality of its people is
high. The old land was born in
liberty, its founders refused to
yield to the sway of any man and
consented to be bound only by
the rule of law. They valued
liberty and personal freedom
above all other things. This is
something to remember when
these rights are in danger
throughout the world.
I have been glad these last
few years to see the increasing
interest which has been shown
by the people of the old land in
their kin in the new land. We
have had many distinguished
visitors from Iceland in our
midst and we have been glad to
welcome them. I sincerely hope
that the cordial relations be-
tween Iceland and Canada will
continue and grow in warmth
as the years go by.
Iceland is of particular inter-
est to all Canadians at .the pres-
ent time when so many Cana-
dian soldiers are in the old land.
t is my earnest hope that Ice-
and will not become the scene of
a terrible conflict ,and it is like-
wise my hope that the people of
Iceland will appreciate the rea-
son for Canadian and British
iroops being there. Our men
are in Iceland, not in the role of
hostile invaders or enemies of
the Icelandic people. They are
there as friends seeking to as-
sist the people of Iceland in pre-
serving freedom and liberty
throughout the world, and I do
devoutly hope that when this
terrible war is over, the rela-
tions between the old land and
the new will become even closer
and more cordial than they have
been. It is fitting that this
should be so since almost one-
quarter of the Icelandic race
throughout the world has its
home in Canada.
It has been my great privilege
during this session to speak on
the subject of Iceland to people
who know nothing of this island
and its remarkable history, and
I have been proud of the státe-
ments which I could so truth-
fully make of this small but
great nation.
In view of my inability to be
with you this afternoon, I have
asked the President of the Com-
mittee to bring this personal
greeting to you, with my best
wishes for the success of this
celebration. May I, at the same
time, take this opportunity of
expressing my sincere thanks to
my many friends in New Iceland
for the generosity of their hos-
pitality and their deep confi-
dence, and trust in myself as
their Federal Member, and again
express my very great personal
regret at not being able to be
with you this afternoon.
H. BJARNASON
TRANSFER
Annast greifSIega um alt, sem aC
flutningum lýtur, smSum eBa
stórum Hvergi sanngjarnara
verO.
Heimili: 591 SHERBURN ST.
Simi 35 909
_