Lögberg - 06.02.1941, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.02.1941, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR, 1941 •> Ferðasöguþættir Eftir Pétur Sit/iirtJxson. YFIR SIGLUFJA RÐA RSKA RÐ III. Eg sat þarna góða stund í sól- skininu hjá ógreinilegum bæjar- tóftum og rifjaði upp endur- minningar frá bernskudögunum, drakk vatn úr gamla bæjarlækn- um og síðan inn á afrétt. Eg fór aleinn til þess að búa sein bezt að hugleiðingum mínum, og er bezt að eg fjölyrði ekki frek- ar um þessa skemtireið mína inn til fjallanna. Víða hefir leiðin legið síðan eg eyddi ár- unum á þessum slóðum. En bjart fanst mér vera vfir lönd- um endurminninganna alt til hinnar síðustu stundar. Sem ungur bjóst eg stöðugt við ein- hverju góðu af hendi lífsins og hefir það farið fram úr öllum vonum. Margir konungar og auðmenn mundu öfunda okkur sem metum lífið á þann veg. Það gekk greiðlega niður dal- inn aftur. Eg kom við á Yzta- Mói hjá hreppstjóranum Her- manni Jónssyni, ræddi við hann stund og drekk þar kaffi. Lagði svo leið mína yfir að Barði og gisti aftur hjá prestinum. Sjö býli eru nú i eyði í Vestur-Fljót- um, sem voru öll bygð, er eg var þar barn. Vegir eru þar næstum engir, eitthvað hefir komið þar af steinhúsum og eru sum þeirra hörmulega ljót. En þvi miður sjást slík stein hús víðar í sveitum, lítil ummáls, en há, ó- fríð og skemma heildarsvip sveit- arinnar. Skamt frá prestsetrinu — Barði, er heit laug, og er þegar komin þar steypt sundlaug. Þetta er tilvalinn staður fvrir heima- vistarskóla, og hinn eini sjálf- stæði í hreppnum. Mun engum utansveitarmanni koma til hug- ar, að slíkan skóla eigi að reisa á öðrum stað í hreppnum. En hið furðulega hefir skeð, að nokkrum innsveitarmönnum hef- ir tekist að setja fótinn fyrir þetta nauðsynjamál og koma þannig í veg fyrir, einnig þessar framkvæmdir í sveitinni. Getur ekki komið til mála að hlýta vilja þeirra til lengdar, enda vafasamt, hvort sumir þeirra teldust “normalir” menn, ef rannsakaðir væru sálfræðilega. Vonandi eiga Fljótin eftir að sjá betri daga. Þegar séra Jónmund- ur J. Halldórsson var prestur Fljótainanna, þá kvað hann: “Þó fannþung sértu Fljótasveit, í framtíð má þig bæta og laga. Undir hvítum kufl eg veit kostagóðan aldinreit. Annarsstaðar ei eg leit yndislegri sumarhaga. Svo fögur, stór og frjósöm sveit, í framtíð má þig bæta og laga.” Næsta morgun grúfði þokan grá yfir bygð. Er eg hafði þakk- að presthjónum á Barði góðan greiða, söðlaði eg hest minn og hélt áleiðis til Siglufjarðar aftur. Á þeirri leið norður yfir fjallið fanst mér sem eg lifa hin þrjú meginstig menningarinnar: 1. Frumstigið, þar sem menn, á hinum lágu leiðum, aðeins rata samkvæmt meðfæddri eðlis- ávísun og einföldum siðakenn- ingum frumstæðra og bókstafs- bundinna trúarbragða, í þröng- um heimi með litla yfirsýn, litil heilabrot, en í einfaldleik hjartans. 2. Miðstigið, þar sem inenn hvorki leiðast af einfaldleik hjartans, frumstæðri eðlisávísun, eða frábrotnum kenningum trú- arbragða, og ekki heldur af inn- sýn hins innblásna og þroskaða sjáanda, spekings eða háment- aða og þekkingarauðuga vísinda- inanns, heldur aðeins af grunn- færni efnishyggju hins fálmandi, hálflærða, hálfmentaða og hálf- vísindalega fræðimanns. Svarar þetta menningarstig til úrsvölu og gráu þokunnar, er steypist yfir mann á fjallaleiðum mið- hlíðis, þótt ratljóst sé í bygðuin niðri, þokunnar, sem villir sýn, afskræmir mynd heimsins, gerir lítinn stein að álfaborg, dreng- hnokka að trölli og kynnir að- eins lítinn og draugslegan heim. Engir háir tindar, engin víðáttu veröld, engin fjarlæg og blá fjöll, og enginn heiðblár himin og himnesk dýrð stjörnu og norður- Ijósa. Aðeins- lítil, ljót og til- gangslaus veröld, þar sem alt lítilfjörlegt verður stórt, en alt háleitt hverfur, og enginn guð vísar leið, engin “guðssól” skín, ekkert endalaust og engin eilífð hlasir við, ekkert nema mistri hulin inold, þar sem skammlíf- ur ormur skríður. • Ef heimsmenningin er komin út úr þokunni, komin af þessu ömurlega miðstigi menningar- innar, jiessu sáldrepandi tíina- bili ískaldrar efnishyggju, efa- semda og vantrúar, þá er það víst, að slíkt er nýlega skeð, og að þar hefir heimurinn fyrir skömmu verið að villast. En klárinn stikaði með mig upp dalinn, hærra og hærra, og nú tóku að gerast undursamlegir hlutir. Auga sólarinnar gægð- ist gegnum þokuslæðuna, sem var að þynnast og verða að engu. Tignarlegir tindar tóku að teygja hiifuð sín upp úr þokuhafinu. Eg var að komast upp á þriðja sigið: Glaða sólskin, heiður hitn- inn og endalaus eins og eilifðin sjálf, og tigin fjöll gnæfðu hátt yfir þokuheiminn, og svo eyddi sólarveldi hinum svipljóta þoku- heimi gersamlega. Dýrðleg ver- öld, svipmikil með djúpar rúnir reynslunnar ristar í bjarta á- sýnd, Ijómaði nú tit beggja handa. Þetta fanst mér svara til hins 3. stigs menningarinnar. Þegar menn eru hættir að villast i get- gátum og hálfnumdum fræðum, en lifa uppi í heiðríkju og glaða- sólskini hinna fullkomnustu vís- inda, bjartsýnis, trúar og innri meðvitundar um órofa samband mannssálarinnar við allifið, ei- lifðina og hinn alsæla Guð. Þegar vertíðir standa með mestum blóma hjá þeim veiði- mönnum, sem efla hag þjóðar- búsins, er vegur minn jafnan minstur, sem vonlegt er um slíka menn, er gefa sig við vafasömum manna- eða sálnaveiðum. Það er þá minni aflavon hjá mér, sem meira er um aflann hjá hin- um þarflegu veiðimönnum. Nú var för minni heitið í austurveg. Gerði eg strax ráð fyrir takmarkaðri gagnsemi, en þá einhverju gamni uin leið, svona eins konar sumarfríi. Ætlun mín var þó meðal annars að hitta nokkra menn, sem eg hefi ekki kynst áður, og koma á ókunnar slóðir. Til þess að geta verið sem sjálfstæðastur og frjálsastur í þessari för, hafði eg tekið reiðhjól mitt með norður. Mér finst líka eg betur í sam- ræmi við heilbrigt og eðlilegt inannlíf, ef eg reyni nokkuð á mig í stað þess að láta kjöltu- mjúka bila og hægindum búin skip hafa alla fyrirhöfnina. Er eg hafði dvalið nokkra stund á Akureyri, steig eg á bak tvíhjóli minu og lét velta austur yfir Vaðlaheiði. Það valt þó hægt upp brekkurnar, og lagði eg sjálfum mér þetta heilræði: Byrja hægt á brekkunni, því brjóst þitt mæðist. Ef þá ekki háveg hræðist, hygg eg kapp með sigrum glæðist. Gaman hlýtur það að vera, að eiga húa á hinum réisulegu býlum beint á móti Akureyrarbæ. Þessi býli standa hátt, og sér þaðan yfir allan hinn yndisfagra Eyja- fjörð: blómlegar sveitir, mikla dali, há og fögur fjöll, innst inn til afdala og yzt út til stranda, þar sem “suðra segulátt” breiðir hið silkimjúka ægisband” lengst inn í landið. Eyjafjörður sam- eiriar veðursæld og hlýlega feg- urð. Af Vaðlaheiði má sjá vest- ur yfir fjörðinn óviðjafnanlega sýn. Eg lagði krók á leið mína lengst inn í Vaglaskóg. Þar hitti eg meðal arnara hamingju- samra sálna og sumarfugla Snorra Sigfússon skólastjóra. Lá hann þar í hitasólskini þessarar norðlægu paradísar og æfði sig í íslenzkri þjóðrækni — hreins- aði fjallagrös, og mikið var mað- urinn sæll, nema þá stund, er eg óróaði hans sælu sál með á- hyggjum mínum út af óþægum heimi. En það fór með Snorra, vin minn, eins og Adam. Para- dísarvistin var skammvinn, og næst skaut honum upp milli gjósandi síldarbræðsluskorsteina á Siglufirði. Heimsókn í hebreska háskólann í Jerúsalem Eftir Dr. Magnús Jónsson, prófessor. Af svölum hússins, sem við búum í, rétt við norðurmúr Jerúsalem-borgar, blasir við hlíð Olíufjallsins. Nyrzt á því er á- völ bunga, mikil um sig og tign- arleg, og er hún, ásamt hálend- inu þar norður af, kölluð Scopus- fjall. Þessi bunga blasir við okkur, og á henni eru hús mikil, nyrzt langar og mjög svo móð- ins runur, en sunnar, í miklum skógartoppum, sjást önnur hús, og ber einna mest á hvolfþaki einu, lágu en töluvert miklu um sig. — Þetta eru byggingar hebreska háskólans í Jerúsalem. Hann stendur hér á einum feg- ursta stað, sem til er i Jerúsalem eða nánd við hana. Hugmyndin um það, að koma upp hebreskum háskóla, er sameinaði alla Gyðinga og gæfi þeim tækifæri, bæði til vís- indaiðkana og náms, óháð öllum öðrum, er komin upp á síðari hluta 19. aldar. En örðugleikar voru svo margir og miklir, að lengi vel virtist hugmynd þessi vera alveg vonlaus. En Gyð- ingar eru menn, sem ekki gefast upp þótt móti blási um hríð, og sífelt var verið að ympra á þessu. Það tafði þó nokkuð, að mönn- um kom ekki saman um, hvort leggja bæri áherzluna á vísinda- stofnun eða frs^ðslustofnun. Vildu margir að háskóli þessi væri aðallega eða eingöngu stofn- un, þar sem ágætir visindamenn gætu starfað og borið hróður Gyðinga út um heiminn ineð rannsóknum sínum. En hinni hugmyndinni jókst þó fylgi, að háskólinn ætti einnig að vera fræðslustofnun, þar sem ungt fólk gæti fengið háskólamentun og lokið prófum í sem flestum greinum. Eg skal ekki rekja hér þessa löngu og flóknu sögu. En það sein mjög herti á því, að þessum hugmyndum var komið í fram- kvæmd, var tvent: Annars veg- ar sú staðreynd, að Gyðingar hófu landnám í Landinu helga, og sá mikli metnaður, sem þeim óx við það, en hinsvegar ofsókn- irnar gegn Gyðingum, sem sífelt færðust í aukana og náðu til fleiri og fleiri landa. Leit svo út, sem annað hvort yrðu Gyð- ingar að sjá sér fyrir eigin há- skólamentun eða verða af henni með pllu. Var nú hafin fjársöfnun um öll lönd meðal Gyðinga, en hún gekk ekki sérlega vel. Samt var ráðist í það, að kaupa væna landspildu á Scopusfjalli, rétt áður en ófriðurinn mikli skall á 1914. Á ófriðartimunum varð ekkert hafst að beinlínis, en samt var starfað fyrir málefnið. Og áður en ófriðnum var lokið, 24. júlí 1918 var hornsteinn lagður að fyrsta húsinu. En alt var óvist um framtíðina. Samt var haldið áfram að vinna að þessu máli, og fyrst lögð áherzla að koma upp læknadeild með mikrobiologiskri rannsóknar- stofu. Þá var og brátt hætt við efnafræðistofnun, og fyrsti pró- fessor, sem ráðinn var að he- breska háskólanum, var efna- fræðingur. Hann hóf starf sitt Guðrún Sigurveig Guðmundsson (Fædd 23. marz 1860 — Dáin 4. des. 1940 að Árnes, Man.) — Tileinkað ástvinum hinnar látnu — I. Nú í vona vorsins roða vikin — sjúkdóms böli frí; drauma færðu dásemd skoða dýrðarinnar sölum i. ✓ Meðan entist lífs á leiðum léttir kjörin barna og manns, varst þeim sól á himni heiðum, hlífiskjöldur eigin ranns. Marga stundu erfitt áttir, eyddir þvi með bros á vör, öðrum líka miðla máttir menjagrips að rýmka kjör. Þeim er á í sálu sinni sólskins þýðu brosin skær, samtíð veitir sælu kynni sem að enginn grandað fær. II. Snælands fræða snilli unnir, snerti ræður ræður hnyttin svör, syrpur kvæða og sögur kunnir, Sjálf lézt flæða ljóð af vör. Hvergi renna af hólmi kaustu hug þótt brenna vildi raun, lúans kenna lömun hlaustu — landnámskvenna sigurlaun. Hv(ld er fengin, þér til þarfa; það eru engin betri skil þeim er lengi þurfti að starfa þreytt, að gengir sængur til Þúsundfaldar þakkir hljóttu þótt ei staldrir lengur hér; Ljóssins valda líknar njóttu, liðnri aldrei gleymum þér. Jóhannes H. Húnfjörð. KAUPIÐ AVALT LUMBER hik THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 1923 og 1924 byrjaði mikrobio- logiska rannsóknarstofan. Brátt var svo hafist handa um að koma upp vísindastofum í humanistiskum fræðum, sérstak- Iega í sögu um bókmentir Gyð- inga. Var Dr. J. L. Magnes ein- hver mesti brautryðjandi þeirrar deildar, enda einn allra liðtæk- asti forsvarsmaður og leiðtogi háskóla málsins. Þessi deild tók til starfa 1924 með þrem prófessorum. Þegar þessar þrjár deildir voru komnar á laggirnar þótti mönnum tími til kominn, að vígja háskólann hátiðlega. Fór sú athöfn fram 1. apr. 1925. Kom Balfour lávarður, sem þá var 76 ára að aldri, alla leið til Jerú- salem til þess að framkvæma þessa athöfn, en hann var Gyð- ingavinur og höfundur þeirrar frægu stefnu, að láta Gyðinga fá “þjóðarheimili” í Palestinu. Síðan hefir mörgum' stofnun- um verið bætt við háskólann, svo og bókasafni miklu. Var til vísir að því áður, en það var nú lagt undir háskólann og aukið að miklUm mun. Þá var og kensla hafin i ýmsum greinum. Voru fyrst, árið 1924—25 64 inn- ritaðir stúdentar, en 100 aðrir menn sóttu kenslu. Árið 1936-37 voru innritaðir stúdentar 709, en óinnritaðir 22, eða 731 alls, þar af 503 piltar og 228 stúlkur. Af þessum stúdentum voru 517 í humanistiskum fræðum, en 214 í náttúruvísindum og stærð- fræði. ★ * * Erindi okkar prófessors Ás- mundar til Landsins helga var alt annað en það, að fara að skoða nútima stofnanir, en vit- anlega datt okkur ekki i hug annað en heimsækja hebreska háskólann og heilsa upp á em- bættisbræður okkar hér í þessu fjarlæga landi í brún austrænu eyðimarkanna. Gyðingar þeir, er við hittum, voru líka mjög ákafir að láta okkur skoða bæði háskólann og allar þær mörgu stofnanir, sem þeir hafa komið upp hér í Palestínu. Þótti okk- ur stundum nóg um greiðvikni þeirra og ákafa í þessu, því að sannast að segja var hugurinn alt annarsstaðar en hjá Zionist- unum, þó að þeir séu hæði dug- legir og gestrisnir. Var oft næst- um því eins og þeir teldu alla framtíð sina mjög undir þvi komna, að þeir gætu sannfært okkur um rétt sinn til landsins og yfirburði yfir Araba. Hentum við pft gaman að þessu okkar í milli, þegar hópar háttstandandi Gyðinga höfðu lagt alla krafta sína saman til þess að sannfæra okkur. Einn af Gyðingum þeim, sem við kyntumst mest i Jerúsalem, var lærimeistarinn Wilhelm, eða Rabbi Wilhelm eins og hann var kallaður þar, þýzkur að upp- runa, lærður og róttækur í skoð- unum, kjarkmikill, einbeittur og ekta Zionisti. Hann hafði mælt sér inót við okkur. VTar það mánudagsmorgun, 3. júlí. Læt eg nú minnishlöð mín tala að mestu leyti. Nú er sú stund upp runnin, er Rabbi Wilhelm ætlaði að fara með okkur út i hebreska háskól- ann á Scopus, til þess að sýna okkur þetta stolt Gyðinganna, miðdepil vísindalífs Gyðinga um alla jörð. Að vísu verð eg að játa að mig langaði drjúgum meira til þess að skoða ýmislegt af fornum minjum heldur en flatjárnaðar fúnkis-byggingar Zionista. En samt hlakkaði eg til að koma i þessa stofnun og sjá þar enn einn vott þess ægi- kraftar, sem borið hefir uppi hinn nýja gyðingdóm. VTið gengum út að Zionbíó, því að þar ætlaði Rabbíinn að mæta okkur. Yfirleitt virtist þetta bíó vera nokkurskonar miðdepill í gyðinglega borgarhlutanum, því að þar er torg, og strætisvagn- ar koma þar saman. Það er nokkurs konar Lækjartorg þeirra þar. Vrið komum fyr til mótsins og virtum fyrir okkur þjóðlífið. Er einkennilegt að sjá, hve alt breytist á svipstundu þegar kom- ið er úr Arabahverfinu, þar sem við búum, og hingað í Gyðinga- hverfið. Húsin breytast og allur svipur bæjarins. Og fólkið breytist. Hér sézt varla Araba- höfuðbúningur, heldur eru karl- menn allir með hatta, enda þykir alls ekki hættulaust að ganga með hatt í Arabahverfunum þrengstu. Það getur kostað mann Hfið, ef vel stendur á fyr- ir einhverjuin eldlegum Araba, sem er svo ofsalegur, að hann gáir ekki að neinu nema hatt- inum og lætur skotið ríða af.— Hér er alt eins og í Evrópu- bæ, hús og fólk, eða það finst okkur þegar við komum beint frá húsi okkar við Damaskus- hliðið. En ekki er eg viss um að manni fyndist það, ef maður kæmi þangað beint frá Reykja- vik! Og svo kemur Rabbí Wilhelm skálmandi rösklega yfir torgið. Kærar þakkir til allra vina minna Eg sé að baki sjötíu árin líða með sólskinsblettum, kulda, degi og nótt. Við örðugleika oft eg varð að stríða, en æðstur Guð mér veitti styrk og þrótt. Hann valdi til þess vini góða og dygga að vernda mig og gleðja hverja stund; þeir hafa veitt mér samúð, sanna og trygga, og sýnt mér jafnan Ijúfa höfðingslund. Með ástar þökk fyrir alt á liðnum dögum og alla hjálp og auðsýnt kærleiksþel, sem glödduð mig og greiddu úr mínum högum eg Guði þessa vini inína fel. Hann láti ykkur lífsins gleði njóta og leiði og .verndi sérhvert æfispor, svo heilla megi og hamingjunnar njóta og heiðríkt jafan líta sólskinsvor. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna S. Guðmiindsdóttir, Traðarkotssundi Nr. 3 Reykjavík, fsland.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.