Lögberg - 06.02.1941, Blaðsíða 8
8
LÓUBEBG. FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR, 1941
CENTA VllWI
AVALT TIIJ
WPfOÍyk ‘f«r°Cn
ÍB Oood Anyttm« w U
• FUNDARBOÐ
TÍL VESTUR-ÍSLENZKRA HLUTHAFA
í H.F. EIMSKIPAFÉLAGI ISLANDS
útnefningarfundur verður haldinn að 910 Palmers-
ton Ave., Winnipeg, á fimtudaginn 27. febrúar,
1941, kl. 7.30 e. h. Fundurinn útnefnir tvo menn
til að vera í vali að kjósa um á aðalfundi félagsins
sem haldinn verður í júnímánuði næstkomandi,
i stað Árna Eggertssonar, sem þá verður húinn
að útenda sitt tveggja ára timabil.
Ásmunditr P. Jóhnnnsson Árni Eggertson
Úr borg og bygð
MA TREItíSL UBÓK
Kvenfélaga Fyrsta lúterska safn-
aðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723
Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld-
sted, 525 Dominion St. Verð:
$1.00. Burðargjald 5c.
* * * »
Dr. Tweed verður staddur i
Árborg fimtudaginn 13. febrúar.
♦ ♦ ♦
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
.sinn næsta fund að heimili Mrs.
A. Blondal, 806 Victor St„ kl. 8
e. h„ miðvikudagskveldið 12.
fehrúar.
♦ -F ♦
I)r. Richard Beck, prófessor
við ríkisháskólann í North Dak-
ota, var staddur í borginni í lok
fyrri viku, og skipaði forsæti á
fundi framkvæmdarnefndar
Þjóðræknisfélagsins.
■♦• ♦ ♦
Mr. Oddur H. Oddson tré-
smíðameistari frá Chicago, III.,
kom til borgarinnar á mánudag-
inn á leið norður til Lundar, þar
sem ættstofn hans er; gerði hann
ráð fvrir að dveljast þar nyrðra
í sex vikna tíma.
♦ ♦ ♦
The Junior Ladies’ Aid are
planning for a “Valentine
Social” in the church parlors,
on Feb. 11, at 8.15. — A verv
attractive programme is ar-
ranged, the artists taking part
are Mrs. Frank Thorolfson, Miss
Eleanor Edmonds, Mr. Kerr Wil-
son. “The Old Family Album”
will be shown on the screen,
under the able direction of Dr.
A. Blondal. Come and see your
picture. Refreshments will be
served. Admission 25 cents.
♦ ♦ ♦
Final arrangements have been
made by the Jón Sigurdson
Chapter, I.O.D.E., in connection
with the Dance and Bridge to be
held in the Marlborough Hotel
on Friday Evening, February
14. Patronesses are Mrs. R. F.
McWilliams, Mrs. Colin H. Camp-
hell, O.B.E., Mrs. A. J. Hughes,
Mrs. R. F. Rorke, Mrs. B. J.
Brandson, Mrs. Paul Bardal.
The Icelandic Soldiers are the
guests of the Chapter and are
requested to get in touch with
the Regent, Mrs. J. B. Skaptason,
Phone 73 298 or the Convener,
Mrs. E. A. Isfeld, Phone 30 292,
as soon as possible.
Dr. Ingimundson verður stadd-
ur í Riverton þriðjudaginn 11.
febrúar.
♦ ♦ ♦
í kvæðinu “Veizlan,” er Dr.
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi og
birt var í síðasta blaði, mis-
prentaðist ein lína: “fanst eigin
þörf fullnægt ef seldi hann
mína.” Fyrir orðið “seldi” átti
að korna “saddi.”—
♦ ♦ ♦ •
Skúli Hjörleifsson fyrriun
verzlunarstjóri í Riverton, hefir
hlotið stöðu hjá “Comptroller of
the Treasury, Air Force Service,
Audit Section” í Ottawa; lauk
hann Civil Service prófi í haust
er leið, en var með símskeyti
kvaddur til Ottawa þann 20.
janúar síðastliðinn, til þess að
taka við hinni nýju stöðu sinni.
♦ * *
íslenzkt miðsvetrarmót verður
haldið i kirkju Hallgrímssafn-
aðar í Seattle föstudaginn 14.
febrúar. Kl. 6 e. h. verður til-
reidd al-íslenk máltíð. Meðal
rétta verður skyr, hangikjöt,
svið, o. fl. Alt verður hið vand-
aðasta, eins og undanfarin ár.
Kl. 8 e. h. verður stutt en vönd-
uð skemtiskrá eins og líka hef-
ir verið vandi til. Ágætt tæki-
færi fyrir íslendinga viðsvegar
að á Ströndinni að hittast og
eiga saman ánægjulegt kvöld.
♦ ♦ ♦
JUNIOR ICELANDIC
LEAGUE NEWS
A Tally-Ho party is planned
for memhers and their friends
on Sunday evening, Feb. 9th. As
definite arrangements cannot be
made without knowing the ap-
proximate number of persons de-
siring to attend this outing,
please get in touch with Harold
Johnson, Ph. 89 163 or George
Asgeirson, Ph. 71 182, on or be-
fore Saturday, Feb. 8th.
The Time—8.30 p.m„ Sunday
Fehruary 9th.
The Place—J. B. Academy,
Home St.
The Cost—35c per person.
—Jæja, gamli vin. .Eg ætlaði
bara að vara þig við vindlingn-
um, sem eg gaf þér — það var
púðurvindill —-------!
* ★ *
Gamall eiginmaður: Þurfum
við, svona gamalt fólk, svona
stóra íhúð?
Eiginkonan: Já, því að ef
annað hvort okkar deyr, ætla eg
að hafa kostgangara.
♦ ♦ ♦
Prófessor Sveinbjörn Johnson
verður ræðumaður á næsta
“goðablóti” íslendinga i Chicago,
ásamt Thor Thors aðalræðis-
manni fslands í Bandaríkjunum.
♦ ♦ ♦
Síðastliðinn laugardag lézt hér
í horginni Sveinbjörn Gíslason
trésmiður, kominn nokkuð á
efri ár; hann var bróðir Jakobs
Gíslasonar, er uin langt skeið
rak verzlun á Akureyri. Svein-
björn var tvíkvæntur; seinni
kona hans Jóna Guðmundsdóttir
frá Rjúpnafelli í Vopnafirði,
systir Björgvins tónskálds.
útför Sveinbjörns fór fram frá
Sambandskirkjunni á mánudag-
inn.
♦ ♦ ♦
Men’s Club
Hinn sameiginlegi fundur, sem
Karlaklúbbur F"yrsta lúterska
safnaðar efndi til í samkomusal
kirkjunnar undir forustu Árna
G. Eggertssonar, K.C., síðastliðið
þriðjudagskvöld, var afarfjöl-
mennur, og að öllu leyti hinn
ánægjulegasti; að lokinni rausn-
arlegri og prýðilega franyeiddri
máltíð, hófst skemtiskrá. Ræðu-
maður fundarins var Rev. W. G.
Martin, mælskumaður mikill og
víðförull; var erindi hans harla
fróðlegt, auk þeirra mörgu
mynda, er hann jafnframt sýndi
frá Indlandi, Siam, Libyu og
Miðjarðarhafsströndum. Mr.
Björn Stefánsson, lögfræðingur,
kynti Rev. Martin samkomu-
gestum, en Dr. B. J. Brandson
þakkaði þessum snjalla Grace-
kirkju presti hans prýðilega
erindi.
Mrs. Olga Irwyn, sem er kunn
söngkona, og býr yfir óvenjulegu
raddmagni, hreif samkomugesti
með kyngi raddar sinnar.
♦ ♦ ♦
GJAFIR TIL BETEL
í JANÚAR 194-1
f minningu um móður sína
Jónönnu Halldórson, Riverton,
Man. ^iS.OO — Mrs. Sigriður
Björnsson, Jóhannes P. Pálsson,
Ásbjörn Pálsson, Jón Pálsson.
Mr. S. Skúlason, Riverton,
Man„ 9. árg. Syrpu (4 bækur).
In memory of the late Mrs.
S. Severson, Grafton, N.D., $10
—from: Mrs. Alfred Oihus, Mrs.
Ivar Oihus, Mrs. Fanny Ander-
son, Mrs. Allan Newgard, Mrs.
James Seavers, Mrs. Walter
Severson.
In memory of the late Mrs. S.
Severson, Grafton, N.D.: Miss
Munda Reykjalin, Grafton, N.D.,
$1.50 and Mrs. H. C. Johnson,
Grafton, N.D., $2.00
A friend, Winnipeg, $10.
Margrét Vigfússon, Betel, Saga
íslendinga í Vesturh. (1 Bindi);
Níutiu kvöldlestrahugvekjur (2
Bindi); Sólon Islandus (2Bindi).
Mr. og Mrs. Árni G. Eylands,
’eykjavík, fsland, jólaútgáfa af
tímaritinu “Freyr” (2 blöð) og
“Nýtt kvennablað” (1 eint.).
Nefndin þakkar innilega fyrir
þessar gjafir.
./. J. Swnnson, fchirðir
308 Avenue Bldg.
Winnipeg.
7 af hverjum 10 Winnipegheimilum
MATREIÐA VIÐ RAFMAGN!
. . . og af öllum rafstóm
í notkun, hafa engar
reynst betur, né notið al-
mennari viðurkenningar
en þær, sem búnar eru til
hjá Moffats Ltd. I dag,
engu síður en í liðinni
tíð, skara Moffat eldavél-
ar fram úr að fegurð og
gæðum.
Skoðið City Hydro’s úrval
af nýjum 1941
McrrAT
RAFELDAVÉLUM
Með eftirgreindum einka sérkennum:
• SYNCROCHIME CONTROL
• IMPROVED OVEN
• RED SPOT ELEMENTS
• MODERN STYLING
Kaupið við auðveldum mánaðarborgunum.
ciTy nycDe
PORTAGE og EDMONTON ST. Sími 848 131
55 PRINCESS STREET - Síini 848 182
Mrs. B. G. Kjartanson frá
Amaranth, var stödd í borginni
í byrjun vikunnar.
Ingibjörg Ölafsdóttir
—Fædd 21. ágúst, 1863—
—Dáin 26. ágúst, 1940—
Hún andaðist á heimili Aðal-
steins Magnússonar og Þórlaugar
konu hans í grend við Milton,
N. Dak. Hún var fædd í Aust-
dal í Seyðisfirði i Norðurmúla-
sýslu; foreldrar hennar voru
ólafur bóndi í Austdal og kona
hans Helga Vilhjálmsdóttir, sem
bjuggu þar lengst af sinn bú-
skap. ólst þar upp til fullorð-
ins ára ásamt fleiri börnum
þeirra hjóna. Fluttist til Ame-
ríku af Seyðisfirði árið 1889
með fólki sínu, Guðrúnu systur
sinni og manni hennar Þórði
Finnssyni, sem síðast bjó á
Skálanesi og Helgu móður sinni
og fleirum.
Þórður og Guðrún reistu bú i
íslenku bygðinni i grend yið
Milton, sem nú kallast Fjalla-
bygð. Guðrún var heldur heilsu-
tæp og ílengdist því Ingibjörg
hjá þeim hjónum. Guðrún
misti mann sinn 1901, tók þá
sonur hennar Ólafur við bú-
stjórn, þó ungur væri, með móð-
ur sinni. Urðu þær systur þá
að bæta á sig utanhússverkum
eftir því sem kraftar þeirra
leyfðu. Þar Þórður heitinn bú-
inn að búa svo vel í veginn, að
það gekk alt vel, enda láu þær
systur ekki á liði sínu að hlynna
að heimilinu og gerðu það að
kærleiksrikum bústað. Móður
sína mistu þær systur 1913.
ólafur sonur Guðrúnar andaðist
27. apríl 1932, ógiftur; en um
haustið þann 13. nóv„ inisti
Ingibjörg Guðrúnu systur sína,
og varð því að sjá á bak tveim-
ur af ástvinum sinum á sama
árinu. Við heimilinu tók Helgi
Finnsson og kona hans Krist-
björg og búa þar nú.
Á þessu heimili var hún búin
að lifa síðan hún kom til lands-
ins. Þessu heimili helgaði hún
alt sitt starf, lagði alt sem hún
átti til, lif ^itt og alla sína starfs-
krafta og meira gat hún ekki. Á
leiðinni mætti henni margt, blítt
og strítt, sem hún gekk í gegn-
um með kærleiksriku hugarþeli,
þarna á þessu heimili úthellir
hún mörgum saknaðartárum, og
líka lifði þar margar gleðistund-
ir; en ekki átti það fyrir henni
að liggja að sofna þar siðasta
blund æfinnar. Nei, hjálpar-
hönd hennar átti víða heima.
Hún var stödd hjá Þórlaugu
systurdóttur sinni þegar kallið
kom; þar lagðist hún hanaleg-
una og kvaddi það heimili með
burtför sinni 26. ágúst.
Tvö systkini hennar eru á'lífi:
ólafía, húsett á Norðfirði i Suð-
ur-Múlasýslu og Hermann í
Alaska. Jóhanna systir hennar
andaðist í Winnipeg fáum dög-
um á undan henni. Svanhildur
dó fyrir rúmu ári síðan; var
búin að vera i hérvist með henni
yfir fjörutíu ár, á sama heimil-
inu. Með Ingibjörgu er til graf-
ar gengin væn og vönduð kona,
hreinskilin og hógvær, greind og
guðhrædd; var mikill stuðning-
ur að henni í kristilegum félags-
skap, þar lá hún ekki á liði sínu.
Hún var trygg og trúfastur vin-
ur vina sinna, því einkunarorð
hennar voru: Það sem þið vilj-
ið að mennirnir geri yður, það
eigið þið líka þeim að gera.
Minning hennar lifir hjá sam-
ferðafólki hennar fyrir öll henn-
ar góðverk, og sár er söknuður-
inn hjá nánustu vinum, en þó
sárari þegar fram líða stundir;
en minning hennar verður þeim
ógleymanleg til daganna enda.
útförin fór fram frá heimilinu
þar sem hún dó og kirkju Fjalla-
safnaðar að viðstöddu fjölmenni.
Séra H. Sigmar jarðsöng hana.
Jarðsett i grafreit safnaðarins
hjá undangengnu fólki hennar.
Hún lifir, hún lifir í lausnarans
hjörð,
þó lúin sé gengin til grafar;
inngangan var ekki hrjóstrug né
hörð,
en heintkoman þegin án tafar.
Bölstundum heimsins horfin er
frá,
hérvistar tíminn var liðinn,
við hásæti drottins hvíla nú má,
himneskan fann hún þar friðinn.
H. B.
Islendingamót
Þjóræknisdeildarinnar “Frón”
íslendingainót “Fróns” verður
í Goodtemplarahúsinu þriðjud.
25. febr. og verður það nánar
augl. í næstu blöðum. Verður
þar sem undanfarin ár: ræða,
kvæði, söngur, íslenzkar veiting-
ar og dans. Ræðumaður verður
Þórhallur Ásgeirsson, og er
mynd af honum í þessu blaði.
Einar Páll Jónsson skáld og rit-
stjóri Lögbergs flytur kvæði;
Barnakór R. H. Ragnars syngur.
Ymislegt fleira verður á skemti-
skránni og verður nánar um það
getið i næstu blöðum. Alt inun
verða gert sem hægt verður svo
þessi hátíð verði hin veglegasta.
Veitingarnar annast sömu kon-
urnar eru sáu um þær í fyrra.
Aðgöngumíðar verða til sölu um
næstu helgi.
—Nefndin.
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili: 776 Victor Street.
Simi 29 017.
Sunnudaginn 9. febrúar:
Ensk messa að morgninum
kl. 11; sunnudagsskóli kl. 12.15
e. h.; íslenzk messa að kvöldinu
kl. 7. + ♦ +
Sunnudaginn 9. febrúar mess-
ar séra H. Sigmar í Garðar kl.
2.30 e. h. Messan fer fram á
íslenzku. Allir velkomnir.
♦ ♦ ♦
GIMLI PRESTAKALL
9. febr.—Betel, morgunmessa;
Gimli, ensk messa kl. 7 e. h..
16. febr.—Betel, morgunmessa;
Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h.
Sunnudagsskóli Gimli safnað-
ar kl. 1.30 e. h.
Fermingarbörn á Gimli mæta
á prestsheimilinu föstud. 7.
febr., kl. 4 e. h.
B. A. Bjarnason.
♦ ♦ ♦
MESSA I RIVERTON
íslenzk messa verður haldin
í kirkju Bræðrasafnaðar i River-
ton annan sunnudag, 16. febrúar,
kl. 2 e. h. Séra Bjarni A. Bjarna-
son prédikar.
♦ ♦ ♦
LÚTERSKA KIRKJAN
/ SELKIRK
Sunnudaginn 9. febrúar:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
íslenzk messa kl. 7 síðd.
S. ólafsson.
♦ ♦ ♦
LÚTERSKA PRESTAKALLIÐ
tVATNABYGÐUM
Scra Carl .1. Olson, B.A., B.tí.
prcstur.
Guðsþjónustur 9. febr., 1941:—
Foam Lake 3 p.m.
Leslie 7 p.m.
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watches
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers and Jeioellers
699 SARGENT AVE„ WPG.
H. BJARNASON
TRANSFER
Annast greiClega um alt, sem a8 flutningum lýtur, smáum e8a
Btðrum verð. Hvergi sanngjarnara
Heimili 591 SHERBURN ST. Slmi 35 909
Minniál BETEL
í
erfðaskrám yðar
SENDIÐ FÖT YÐAR
OG PVOTT TIL
Perth’s
Þér sparið tíma og peninga
og fáið tryggingu fyrir
vönduðu verki.
Símið 37 261
PertHs
BÆNDUR. KAUPMENN
FLUTNINGSBILASTJÓRAR
VerS hráskinna og annara tegunda,
sem við verzlum með, hafa ailmjög
hækkað í verði; yður mun undra
hve hátt vér greiðum. Sendið oss
hráskinn í dag. Nákvæm vigt, og
peningaávísun send um hæl.
American Hide&FurCo.Ltd.
157-159 RUPERT AVENUE,
WINNIPEG, MAN.
Thorlakson & Baldwin
699 SARGENT
* “ ”
Til þess að tryggja yffur
skjóta afgreiffslu
Skuluö þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
AND TRANSFER
FRED BUCKLE, Manager
PHONE
34 555 - 34 557
SARGENT and AGNES
For Fall and Winter Weather
Heat Your House With
HEAT GLOW BRIQUETTES
SASKATCHEWAN LIGNITE
WILDFIRE DRUMHELLER
WESTERN GEM
WINNECO COKE
M'CURDY SUPPLY CO. Ltd.
BUILDERS SUPPLIES AND COAL
Phones 23 811 -23 812
1034 ARLINGTON STREET