Lögberg - 06.02.1941, Blaðsíða 4
4
LÖOBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR, 1941
---------£ögberg-------------------------
aefið út hvern fimtudag af
THK COJjUMlilA I'KKSS, IiLMITKD
•>«5 Sargt-ul Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOK LÓGBKKG, 695 Sargent Ave.,
Winnipeg. Man.
Editor: EINAR P. JÖNSSON
Verð $3.00 um árið — liorgist fyrirfram
The ‘L,ögberg'’ is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Inntak úr rœðu eftir forsætis-
ráðherra Mackenzie King,
sunnudaginn 2. febrúar, 1941
Eg vil lev-fa mér í kvöld, að bera fram
áskorun til canadisku þjóðarinnar; áskorun
til sérhvers þjóðfélagsþegns um það, að
leggja fram alla krafta til þess að vernda
kristna siðmenning frá glötun.
Xó bendir margt til þess, að áður en
langt um líður muni óvinir vorir einbeita
sameinaðri orku með það fyriú augTim, að
tortíma brezka veldinu með ítrekuðum árás-
um, ægilegri en dæmi voru áður til; um það
verður ekki vilst, að nú verði háð að fullu
hið hatramasta stríð, og engu hlíft, er á vegi
verður. Hitler fer ekki dult með tilgang
sinn; hann tjaldar öllu, sem til er með öllum
})eim hamagangi, er hann á yfir að ráða í
hlífðarlausri atsókn gegn vaxandi afli
brezkra þjóða, er nú njóta dagvaxandi stuðn-
ings af hálfu amerískra stjórnarvalda.
Vér höfum heyrt upp á, síðkastið mikið
talað um allsherjar stríð, eða stríð á öllum
hugsanlegum vígvöllum; stríð í lofti, stríð á
sjó og landi þar sem alt sé látið ganga i súg-
inn; en hernaðaraðferðir Nazista eru oss
kunnastar af tortímdum heimilum, sprengd-
um sjúkrahúsum, skólum og kirkjum; örvun-
um sýnist fyrst og frmest beint að konum
og börnum; um hlífð er þar ekki að tala;
sprengikúlur, eldhöf og eiturgas, fallast þar
í faðma.
Markmið Nazista er alger tortíming
brezkra þjóða; þetta horfast Bretar daglega
í augu við, og þess yrði ekki langt að bíða,
að vér í þessu landi yrðum sjónarvmttar
sömu hörmunganna ef óvinir vorir væri einir
um hituna, og Bretland ekki væri fyrsta
varnarlína vor. Eini vegurinn til fullnaðar-
viðnáms, er samtaka, fullnaðarsókn af vorri
hálfu; en fullnðarsókn er fólgin í því, að
sérhver maður, sérhver kona og sérhvert
barn; leggist á eitt, og beiti sameinuðu átaki
að einu og sama marki.
Fullnaðarsókn í stríði má skilgreina á
tvennan hátt; fyrri aðferðin er sú, sem ein-
valdsherrarnir beita, þar sem öllum máttar-
völdum er skilyrðislaust stefnt í einn og
sama farveg, og ekki ráðgast um við neinn;
hin aðferðin er sú, og henni beitum vér sem
lýðfrjálsir menn, að leggja krafta vora alla
fram af fúsum einstaklingsvilja; þá starfs-
háttu ber oss að vemda, og þeir hafa sann-
að gildi sitt vor á meðal með vaxandi sönn-
un, ef vax^ndi sönnunar væri- þörf, um þann
sigursæla auðnuveg, er frjáls og óháð mann-
félagsþjónusta býr yfir.
1 útvarpsræðunni á gamlárskvöld skýrði
eg yður frá því, hve augljóst lrað væri, að
stríðssóknin í ár yrði áhjákvæmilega um-
fangsmeiri þeirri í fyrra; að fórnfærslan
hlyti að margfaldast; að fólkið yrði að
leggja að sér og fara margs á mis, er það
áður hefði ótruflað notið; eg sagði þá,/»g eg
endurtek það enn, að ekkert verk sé svo smá-
vægilegt, enginn einstaklingur það allslaus
eða veikburða, að hann eigi fái lagt fram
mikilvægan skerf í þágu stríðssóknarinnar,
og stuðlað með því að fullnaðarsigri.
Tillag vort til stríðssóknarinnar er fjöl-
þætt; tugþúsundir vorra ungu manna hafa
ínnritast í landher, lofther og flota; hundruð
og þúsundir manna og kvenna starfa í verk-
smiðjum þessa lands, á búgörðum, í námum,
í skógum og við veiðar, vegna stríðssóknar
þjóðarinnar, og enn aðrar þúsundir brenna
af löngun til þess að koma til liðs við mál-
stað lýðræðisins.
Vitað er það, að hvorki geti allir synir
þessarar þjóðar barist í fyrstu vamarlínu,
né heldur unnið að framleiðslu hergagna;
en megin þorri fólks getur látið af mörkum
fé til þess að tryggja hermönnum vorum
nauðsynlegan aðbúnað og góð og nægileg
vopn.
Eins og nú horfir við, má ráða það aí
öllum eyktamörkum, að stormur sé í aðsigi
á vett-vangi stríðssóknarinnar; og með það
fyrir augum, skorar stjórnin á alla þegna
þessa lands, að spara við sig alt, sem hugs-
anlegt er, og lána stjórninni hverja þá fjár-
hæð, sem þeir með nokkrum hætti mega án
vera.
Fyrir nokkru komst stjómin að þeirri
niðurstöðu, að febrúarmánuður skyldi eink-
um og sérílagi verða helgaður sölu stríðs-
sparnaðar skírteina og stríðssparimerkja;
henni er það heilagt alvörumál, að þér skipu-
leggið viturlega útgjöld ogysparið sem allra
ríflegastan hluta af tekjum yðar og laun-
um til kaupa á stríðssparnaðar skírteinum
og stríðssparimerkjum, því með þeim hætti
styrkjast tengslin milli yðar sjálfra og ætt-
menna yðar á hinum mismunandi stöðvum
stríðssóknarinnar.
Eins og fjármálaráðherrann, Mr. Ilsley
skýrir yður frá, verða innan skamms lögð
fyrir þing fjárlög, sem sennilega gera ráð
fyrir hvorki meira né minna en tveggja
biljón dala útgjöldum; stafar það af stór-
auknum viðbúnaði í öllum gæeinum stríðs-
sóknarinnar; það er þessvegna sýnt, að þol-
rif ])jóðarinnar verða að fullu reynd áður en
yfir lýkur, og það engu síður á vettvangi
Jiinnar fjárhagslegu afkomu en öðrum svið-
um.
Það má oss aldrei henda, að oss vaxi í
augum viðfangsefni vor; því stærri sem þau
eru, þess meiri meniT eigum vér að vera; á
öllum öldum hafa fórnir miklar verið intar
af hendi f-yrir frelsi og frjálsræði; af þeim
fórnum má margt læra í þeirri frelsisbaráttu,
sem nú er háð; hinni mikilvægustu mannrétt-
índabaráttu allra alda.—
Eimreiðin
“Lögbergi'’ hefir nýverið borist til um-
sagnar 4. hefti Eimreiðarinnar, október-
desember 1940, fjölþætt að efni og að öllu
hið prýðilegasta; hefst ritið að þessu sinni
á ágætri og tímabærri grein eftir ritstjór-
ann, Svein Sgurðsson, er hann nefnir “Mál-
vernd og menning”; nafnið skýrir sig sjálft;
þessari bráðþörfu hugvekju lýkur með eftir-
greindum orðum:
‘ ‘Jslenzkan, þessi frummóðir norskunn-
ar, sænskunnar, dönskunnar, færeyskunnar,
þessi auðuga lind, sem sjálft heimsmálið,
enskan, hefir á liðnum öldum ausið af, má
aldrei falla í vansæmd fyrir vora vömm.
Hún er dýrmætasti arfurins, sem vér eig-
um.”
“Hinn óþekti landnámsmaður, ’ ’ heitir
afbragðs kvæði í þessu Eimreiðarhefti eftir
Kolbrún; yrki karlskáldin betur mega þau
vel við una; þetta fagra ljóð telur átta vísur,
og er hin sjöttla á þessa leið:
“Lengi, lengi horfði ’ann hljóður.
Hér er létt að vera góður.
Eignast þéssa mold að móður,
mjúkt varð fótatak við sand.
Áin rann, og ekkert tafði,
arma um landið særinn vafði,
og hann vissi, að enginn hafði
áður numið þetta land.”
Hér skal nú talið innihald áminsts
Eimreiðarheftis: -
Málvernd og menning; Bjarni M. Gísla-
son: Eclda Finnlands (með 5 myndum);
Steingrímur Matthíasison: Um Nýfundna-
land og skuldabaslið þar (með mynd);
Lárus Sigurbjörnsson: Brynjólfur Jó-
hannesson leikari (með 6 myndum); Dag-
bók frá styrjöldinni 1939—40 — nokkrir við-
burðir fyrstu átta mánuðina; Sögusamkepni
Eimreiðarinnar 1940 — Úrslit; Stefán Jóns-
son: Kvöld eitt í september (saga með
mynd); Helgi Valtýsson: Á Mölinni (með
mynd) ; Kolbrún: Hinn óþekti landnámsmað-
ur; Bílaframleiðsla heimsins; Fólksfjölgun
og barnsfæðingar; Fimm á báti (pólitísk
gamansaga); Hjörtur frá Rauðamýri: Við
rokkinn; Kýmni; Martin Andersen Nexö:
Saklausa barn (jólasaga); Dr. Alexander
Cannon: Ósýnileg áhrifaöfl: Vald hugans
yfir tíma og rúmi, Landsstjórinn og lestur
spila, Skygni: einkenni hennar og eðli, Sir
Charles Bell um línur lífans og fjarvitund-
ina„ Kristalslestur, Rúmskygni, Orsakir
skygni, Hörundsskynið, Vatnsnsjáendur;
Raddir,: Ný þýðing á “Norðurljós”, Norður-
ljós, ensk þýðing eftir Erlu Benediktsson,
Um vetrarkvíða (Isólfur Pálsson) ; Ritsjá:
Illuminated Manuscripts of the Jónsbók
(dr. Stefán Einarsson), Um íslenzkar þjóð-
sögur (Ólafur Ijórusson), Stjórnmálarefjar,
skriffinska og skattakúgun (H. J.), Föru-
menn I—III, Sólon Islandui, Gríma XV,
Kvæði Höllu frá Laugabóli (Sv. S.).
Trygg innálæða
Þér sannfærist um að sparifé í Royal Bank
of Canada, er trygg innstæða ; reglubundin
innlegg vaxa fljótt, og þér getið tekið pen-
inga út, nær sem vera vill.
THE ROYAL BANK
OFCANADA
-------Eio-nir yfir $900,000,000 -
komin er beint frá útlöndum,
Islenzkan
á síðuálu bók
Halldórs Kilj an
Eftir X.
Það er fróðlegt að athuga ís-
lenzkuna á Feijurð Himinsins,
síðustu bók Halldor; Iviljan Lax-
ness.
Höfundur þessi vandaði málið
á hinum fyrri bókum sínum, þó
hann sletti þá jæfnan úr sér
töluvert af útlendum orðum, og
notaði nokkuð af orðskrípum:
skringilegum orðum og latmæl-
um.
Þegar þessi síðasta bók Hall-
dórs er borin saman við fyrstu
bækur hans, kemur í Ijós, að
allmikil breyting er orðin á mál-
fari hans.
En áður en farið er að skýra
nánar frá þeirri breytingu, er
skylt að geta þess, að ekki verð-
ur það um Laxness sagt, að hann
riti stirt. Nær altaf ritar hann
svo liðugt, að lesturinn er léttur.
Er þetta mikilsvert atriði, því
margir þeirra, sem sæmilega ís-
lenzku rita, eru svo stirðir, að
erfiður verður lesturinn. Kennir
þetta einkum fram í bókum, sem
snúið hefir verið úr erlendu
ináli. En þeir, sem raða orð-
unum saman svo klaufalega, að
nær er ólesandi, það sem þeir
rita, gera það ekki altaf af þvi,
að andlegt máttleysi þeirra sé
eins mikið eins og verk þeirra
benda á. Alt eins oft mun þetta
stafa af því, að þeir hafa ekki
varið til verksins nógu löngum
tíma, til þess að það yrði gott.
Með öðrum orðum: Þeir hafa
svikið vinnuna.
Það sem einkendi hinar fyrri
bækur Laxness, voru langir
kaflar á ágætri íslenzku, þar sem
hann á þróttmiklu máli hresti
lesandann á kjárngóðum lýsing-
um. Var það sumra tal, að sögu-
þráðurinn \41di stundum verða
slitróttur hjá honum, en það at-
riði er annað mál en það, sem
þessari grein er ætlað. En því
er á þetta minst hér, að jafnvel
þeir, sem voru þessarar skoðun-
ar, létu sér það margir í léttu
rúmi liggja, af því þeift töldu
kosti þá, er nefndir hafa verið
hér, svo margfaldlega vega það
upp.
En þennan hluta ritmensku
sinnar hefir Halldór Laxness að
mestu lagt á hilluna, og má
vera, að það sé af því, að hún
láti honum ekki lengur. Lík-
legra er þó, að breytingin stafi
aðallega af því, að hann helgi
ritmenskunni ekki eins mikið
starf og áður — sé ekki eins
vandvirkur.
Þó eru smá-kaflar í þessari
síðustu bók, sem eru þessarar
tegundar og á ágætu máli. Má
af þessu sjá, hvað höfundur
þessi gæti, ef hann hefði ennþá
sama áhuga á því, að rita fagurt
mál, og hann bersýnilega hefir
haft, er hann hóf feril sinn sern
rithöfundur. Lengsti kaflinn —
eða réttara sagt lengsta glefsan
— þessarar tegundar er ekki.
nema liðug hálf blaðsíða (upp-
haf á 12. kafla).
Laxness er nú alveg hættur að
sletta um sig útlendum orðum,
og er enginn bagi að því. En
hann heldur ennþá þeim vana,
að hrúga saman skringilegum
orðum og latmælum, og að láta
fólkið í sögunni nota afbökuð
útlend orð, en það er lélegust
tegund fyndni, á hvaða tungu-
máli sem er.
Þessi íslenzku skringiyrði eru
t. d. gvöð, ku, sosum, soldið,
dáltið (í einni af fyrri sögum
hans hafði hann það dáldið), og
fleira þessu líkt. En meðal út-
lendu orðskrípanna eru reisa
(ferð), bánkuseðill, fóviti, múnd-
ering, að undirvísa (ekki færri
en þrír inenn í sögunni nota það,
svo ekki hefir Laxness þótt það
lítið fyndið), dopulmorð (notað
nokkrum sinnum). Orðið edjót
kemur margoft fyrir og nota það
menn af ýmsum stéttum, þar á
meðal ritstjóri, og er auðséð, að
Laxness hefir miklar mætur á
þessu orði. En komið hefir
fyrir, að menn hafa hlotið sem
viðurnefni orð, sem þeir höfðu
til siðs að nota oft, en sem bet-
ur fer er Halldór í engri hættu,
þó hann stagist á þessu orði.
Eins og bruggarinn legst
venjulega sjálfur í óreglu, eins
vill fara fyrir þeim rithöfundum,
sem krydda sögur sínar með
því, að láta sögufólk sitt tala
skrílmál: Þeir eru áður en var-
ir farnir að nota það sjálfir.
Þannig koma orðin hreppsi
(hreppstjóri) og tugthúsnefna
fyrir þar, sem höfundurinn talar
sjálfur. Vel í samræmi við þessí
tvö orð er þessi setning: “Smám
saman hurfu hinir ungu klám-
hundar burt.”
Mjög oft notar Laxness orð í
danskri merkingu. Hann lætur
uppgötvn blóm milli steina, i
stað þess að finna þau. Sögu-
hetjan sér, að hann hefir aldrei
átt móður, en Laxness lætur
uppgötva það. Orðið duga er
notað í danskri merkingu,
diskur er haft um borð, og skip
er látið sigla inn á höfnina, en
á íslenzku sigla skip ekki nema
þau noti segl, þó Danir noti orð-
ið svona. “Pláss” og “plássið”
koma fyrir hjá Laxness með
stuttu millibili. Táknar hið fyrra
autt svæði framan við kaup-
mannshúsið í þorpi einu, en hið
síðara táknar þorpið sjálft.
“Hann tók undir arm hennar,”
“þeir fyrirverða sig fyrir að
lykta af hákarli,” (í stað: fyrir
að hákarlslykt sé af þeim),
“landabruggarinn . . . lyktar”
(í stað: það er þefur af honum).
“öskuljós á hár (askeblond),
“með þéttum öskuljósum brún-
um” (hún hefir verið meira en
tvennumbrýnd meyjan þessi).
“Hann brosti sínum góðu augum
og slæmu tönnum,” hann “var
gamalvanur morðum,” “Hælarnir
mínir eru of háir í þessum ó-
vegi” (ágæt dönsk setning),
börnin voru “komin á tvist og
bast.”
Þær þrjár setningar, er hér
fara á eftir, eru sæmilega dansk-
ar, en þó vantar helzt “íh”
framan við þær: “Hvað þú
svafst lengi — og hvað þig
dreymdi vel” (bls. 211), “hvað
hún er grönn” (bls. 231).
Gamalkunnar eru útlensku-
slettur sem þessar, en ekki betri
fyrir því: “á sínum tíma” og
“út aí fyrir sig.” ýlá stundum
sjá þessum orðum bætt inn í,
þar sem þeim er með öllu of-
aukið.
Leiðinleg útlenskusletta er að
setja, eignarfornöfn á rangan
stað, t. d.: “Hún horfði á hann
sdnum djúpu bláu augum,”
“með sínu fátæklega undirlendi,”
“hlaðvarpinn, með sínum djúpa
himni.” Laxness talar hér um
hiininn hlaðvarpans, en úr því
hann takmarkar hann við lítinn
blett, því segir hann þá bara ekki
“himinn fjóshaugsins?”
Enn verra en að hafa eigna-
fornafn á röngum stað, er að
bæta “eigin” framan við, þar
sem því er ofaukið, eða ætti að
vera “sjálfs” aftan við nafn-
orðið. Hefir þessi málvilla, sem
breiðst mjög út nú upp á síð-
kastið, og er ein hvumleiðasta
villan, sem sjá má á prenti:
“sínurn eigin heimi,” “sínu eigin
lifi.” Sveitadrengur er látinn
segja: “Þá á eg mitt eigið her-
bergi” (þá hefi eg herbergi
sjálfur), “presturinn tók fram
sín eigin rit,” í stað: rit þau, er
hann sjálfur hafði ritað. Skylt
þessu, og þó verra, er þegar
Laxness segir, að söguhetjan
hafi “skrifað á eigin reikning,”
þegar hún tekur upp hjá sjálfri
sér, ■ að skrifa föður Sveins í
Bervík.
Meðal margs hins furðulega,
er útvarpið hefir sagt frá, er
það, að flugvélar hafi komið í
bylgjum, og er með öllu ógern-
ingur að skilja það, fyrir þá,
sem ekki kunna nema íslenzku.
Laxness er líka með samskonar
bylgjugang. Blygðunarroðinn
gengur hjá honum í bylgjum,
og kvefið gengur í bylgjum:
“Blygðunarroðinn sótti í bylgj-
um fram í kinnar skáldsins”
(bls. 153) og “Hingað vöndu
tólf börn komur sínar, blá í
framan og dálítið lúsug, með
kvef, sem gekk í bylgjum, en dó
aldrei út í hópnum.” (bls. 26).
Ein tegund notkunar íslenzkra
orða í danskri merkingu, er þeg-
ar Laxness talar um að fá andlit.
Hann lætur söguhetjuna segja
við dómkirkjuprestinn: “Þegar
eg verð gamall, þá langar mig
til að fá andlit eins og þér hafið”
(bls. 181). Siðar í bókinni
kemur aftur fyrir að fá andlit,
(bls. 223). Þá er það stúlka,
sem fær það: “Þá byrgði hún
honum augu sín, herpti varirnar
og lokaði munninum og fékk
aftur þetta kvíðandi, yfirgefna
andlit, sem eins vel gat verið
upphaf að lánlausri rauna-
mæddri konu, sem allir brugðust
og allar vonir urðu “mýraljós.”
Eftirtektarvert er það, að í báð-
um þessuin málsgreinum, sem
hér eru tilfærðar, kemur einnig
í öðru fram óvandaður rithátt-
ur. “Þegar eg verð gamall, þá
langar mig, o. s. frv.” en á að
vera: mig langar til þess, að
þegar eg er orðinn gamall o. s.
frv., því hann langar nú þegar
til þess að líkjast prestinum,
þegar hann verður kominn á
hans aldur. Svipuð firra er í
siðari málsgreininni, að andlitið
gæti orðið upphaf raunamæddr-
ar Jtonu. Svona skissur geta
komið af því að greind vantar,
eða kunnáttu á málinu, en
hvorugt kemur til, þar sem Lax-
ness á hlut að, og stafa þær ein-
göngu af kæruleysislegri með-
ferð móðurmálsins. Samskonar
kæruleysi mun vera orsök til
þess, að Laxness ritár: “Snati
. . . nenti ekki að gelta að einuni
manni tvisvar á dag,” og mun
ineiningin vera sú, að Snati
nenti ekki að gelta tvisvar sama
daginn, að sama manninum, þó
setningin verði helzt slíilin svo,
að til mála hafi komið, að Snali
tæki upp þá venju, að gelta alt-
af tvisvar á dag að “einum
manni” (á dönsku: en Mand).
Þessa setningu er bóndi í af-
skektri sveit látinn segja: “Það
sem okkur vantar hér í bygðar-