Lögberg - 06.02.1941, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.02.1941, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGIN.\ 6. FEBROAR, 1941 7 Hann var enn með breitt bros <í andlitinu, er Spitt'ire-stríðs- iluga kom þjótandi eins og örn • veiðimóð utan úr háalofti og stefndi beint að honum. Hið fyrsta, sem tilkynti honum hætt- una, er að honum steðjaði, var þið háværara þrumuhljóð en hans eigin hrevfil! gaf frá sér. Hrosið lék enn um andlit hans er kúlurnar strukust með brot- hvin um flugstjórnartækin á l>orðinu fyrir framan hann og Messerschmidt flugan fór sinna eigin ferða. Hann revndi af öll- um mætti að komast upp úr sæti sínu og kasta sér í fallhlif ut úr skipinu, en húmið hreil' hann á sína arma. Nokkur augnablik horfði Spit- fire-hetjan á reykjar-rákina, er símagnaðist eftir því sem nær jörðu dró. Svo hóf hann sig asalaust i geiminn til móts við Hugfylki sitt. Hann hafði rétt nað þar ákveðinni stöðu sinni í jylkingu, þegar hann heyrði sagt i útvarpinu: “Þetta er að tína þá upp, drengur minn — það er einn enn i sekkinn!” Hann gretti sig ögn ólundar- lega, og beið þess að heyra rödd flugfylkis-fyrirliðans. Að lok- l|m barst hún honum: “Vel að verið, Devlin.” Þá brosti Devlin aftur, en lagði hönd mjúklega og því nær sem uieð ástarhóti á hálsfestina sína. Hann varð að segja móður sinni frá því, að keðjan frá henni hefði reynst sér sannur ham- iugjunnar töfragripur. Aðeins hrem dögum áður hafði hún sent honum kveðjuna og krafist þess, hann bæri hana um háls sér. 'Eg þarf hennar ekki hér heima,” hafði hún sagt í bréfi sinu. I>orpið okkar litla er svo ufskekt og litilmótlegt til þess Þýzkarinn geti verið að skifta sér af því.” — (Wpg. Free Press Mí»g. Sec.)—s. Hæ, hœ, mig ber undan hörmunga ^röndum EAtD v RMINNING A R E/AA RS MA RKÚSSONA R Vm RóLU-HJÁLMAR til hyrir nokkru barst mér það eyrna, að einn gamall og góð- Ur Reykvikingur, Einar Mark- ússon, hefði í æsku sinni oft Bólu-Hjálmar. Þeir eru °rðnir fáir, sem þá sögu hafa ■'ð segja, og því kom eg að máli '*ð Einar o'g bað hann að segja lT|ér af viðkynning sinni við hcnna undramann. Því enda bútt ítarlegar lýsingar séu til af ^jálmari eftir samtiðarmenn ans. þá er sjón sögu ríkari. eir einir, sem hafa eigin augum séð Hjálmar, geta að öllu leyti 'dað hvernig hann var í hátt. n mynd er engin af Hjálmari, Sein hunnugt er, nema hugmynd, ------------ gerð af manni, er aldrei sá hann. Ekki getur Einar, að því er hann sagði, felt sig við, að sú mynd beri svip af Hjálmari. —En hafið þér þá aldrei séð neinn mann, sem minti yður á Hjálmar? spurði eg Einar. Hann kvað nei við því. Hjálm- ar var engum manni svipaður, sem eg hefi séð á æfinni, og hefi eg aldrei fundið neinn, sem eg gæti likt við hann. —Hvar séuð þér Bólu-Hjálm- ar? —Þeir faðir minn og hann voru góðir vinir. Faðir minn, Markús Gáslason var prestur að Bergstöðum í Svartárdal árin 18(57—70. Hann fluttist þangað frá Stafholti, en þar var hann fyrstu prestskaparár sin aðstoð- arprestur hjá tengdaföður sínum, Einari Sæmundssyni Einarsen. Árið 1870 fluttist hann að Blöndudalshólum og þar var hann meðan Hjálmar lifði. Hann flutti húskveðju yfir Hjálmari i Brekku beitarhúsum, eða “beit- arhúakveðju,” eins og Hannes Hafstein kemst að orði í æfisögu Hjálinars. Faðir minn fylgdi honum til grafar að Miklabæ í Blönduhlíð, en þar hafði hann kosið að hvíla við hlið konu sinnar. Eg man eftir húskveðj- unni, sá handrit hennar. Hann notaði texta úr kvæði Hjálmars: Vonarhlátur þess trúaða,” “Hæ, hæ, mig ber undan hörmunga ströndum,” og er þetta upphaf einnar vísunnar, en öll vísan er svona: Hæ, hæ, mig ber undan hörm- unga ströndum, þar hrönnin og stormarnir leggja sig meir, finst mér sem andi frá ókunnum löndum inn til míns hjarta rétt svalandi þeyr, grátskýin þynnast og glansar af degi, svo get eg til landsvonar knerr- inum beitt. Frá himninum rödd nokkur heyrist mér segi: Ilalt þú trú þinni og óttast ei neitt. Við vorum á Bergstöðum, er eg man fyrst eftir Hjálmari, svo eg hefi ekki verið eldri en 6 ára þá. Þvi eg er fæddur 1864. Þetta var að vetrarlagi. * Hjálm- ar gisti hjá okkur, það varð lians vani. Eg sat hugfanginn um kvöldið og hlustaði á karl- inn. Faðir minn lét hann heyra, hve vel eg væri læs. Hann lét mig lesa i biblíunni. Þeir ræddust við fram á nótt, faðir minn og hann, og hafði Hjálmar yfir mörg kvæði. En á milli þess sagði hann draugasög- ur. Svo mikil áhrif hafði hann á mig þá, þó eg væri ekki eldri, að eg man eina söguna, sem hann sagði, eins og eg hefði heyrt hana í gær. Sagan var á þessa leið: Hjálmar kvaðst hafa verið hjá fóstru sinni og mig minnir að hann segðist hafa verið á 9. ár- inu, er hann eitt sinn sem oftar var sendur með ljáspik til ná- granna þeirra til dengingar. Maður þessi, sem dengja átti Ijáinn, var af ætt þeirri, er Þor- geirsboli fylgdi. Er Hjálmar bar upp erindi sitt sagði bóndi að þetta væri ekki hægt, hann gæti ekki dengt ljáinn, það stæði þannig á fyrir sér. En Hjálmar kvaðst snenima hafa verið orðhvatur og hafi hann brugðist illa við þessari undanfærslu bónda, sagt að þetta væri ekki af öðru en bölvaðri illgirni og ótugtarskap að hann vildi ekki dengja ljáinn fyrir fóstru sína. Kíttu þeir um þetta stundarkorn, unz bóndi sagði: “Jæja. Eg ætla þá að sýna þér hvernig er,” gengur að smiðju sinni, opnar hana með lykli, sýnir Hjálmari inn og segir: “Sjáðu þetta, helv . . . . ormurinn þinn.” Sjálfur Þor- geirsboli er i smiðjunni og stend- ur fyrir innan smiðjuaflinn, og net þanið þvert fyrir framan aflinn. Þá kvaðst Hjálmar hafa horfið frá og sagt við bónda: “Óí farið þið báðir til helvitis!” En Hjálmar var skygn, eins og allir vissu, og sagan ber með sér, er hann var á ferð á jóla- daginn í Æsustaðaskriðum. Maður að nafni Baldvin Hin- riksson átti heima úti í Hallár- dal. Hann var bróðir sr. Hin- riks Hinrikssonar, er þá var prestur að Bergsstöðum í Svart- árdal. Baldvin var mikill smið- ur og var sagt að hann kynni einskonar “kaldabras.” Æfi hans lauk þannig, að hann skar sig á háls með rakhnifnum sínum á jóldagsmorguninn. Um þann atburð var þetta kveðið: Myrkrasjóli manninn skar er miðaði sól við Æginn. Fáfnisbóla freyrinn snar féll á jóladaginn. Þenna jóladagsmorgun var Hjálmar á ferð út Æsustaðar- skriður í Langdal ineð fleiri mönnum. Alt í einu kallar Hjálmar til samferðamanna sinna og segir: “Víkið úr göt- unni, piltar!” Þeir gerðu svo og Hjálmar sjálfur sömuleiðis. En er Hjálmar var kominn á göt- una aftur og þeir hinir, sagði hann þeim, að hann hefði séð hálsskorinn inann koma á inóti þeim, með höfuðið aftur á haki og þekt að það var Baldvin, er þar fór. Hjálmar kom til okkar í Blöndudalshóla á hverju ári meðan hann lifði og gisti altaf fleiri nætur. Það var hátíð, er hann bar að garði. Þá vantaði aldrei umræðuefni, föður minn og hann. Og oft hafði hann yfir kvæði. Aldrei man eg að hann hefði með sér handrit eða læsi upp af blöðum. Og framsagnarlag hans man eg vel. Það var einkennilegt. Það dró ekki niður í honum í enda- lok erindanna, og aldrei dró hann seiminn. Þvert á móti. Hann hækkaði róminn í síðustu orðum hverrar vísu. Alkunnuigt er, hve djúpa og hljómmikla rödd hann hafði. En málfar hans alt og framsetning prmhnq L distii • • inctrOe and persuasDe UBLICITY that attracts and compels action on the part of the cusitomer is an important factor in the development of business. Our years of experience at printing and publishing is at your disposal. Let us help you with your printing and advertising problems. Ohe COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 - 8 var þannig, að hvert orð, sem hann sagði, læsti sig inn i hug maiins. Og þó varð hver mað- ur ennþá gagnteknari, er hann varð fyrir tindrandi eldsnöru augnaráði hans. Augun höfðu ekki tapað svip né ljóma, þó hann væri kominn þetta til ára sinna, um sjötugt, er hann var gestur á heimili foreldra minna á Bergstöðum, er eg sá hann i fyrsta sinn. En heyrnin var dauf og henni hrakaði á þessum árum. Eg man vel eftir spjaldinu, er hann hafði altaf meðferðis allra síð- ustu árin. Það var brot úr reikningsspjaldi og gat á, en dreginn spotti í gatið og griff- ill bundinn við. Það kom fyr- ir, að hann gat ekki greint hvað inenn sögðu við hann. Tók hann þá griffilinn og spjaldið úr vasa sínum og bað menn að skrifa það, sem þeir vildu sagt hafa. Það var aðeins í fyrsta sinn, sein hann heimsótti okkur, að hann kom að vetrarlagi. En siðar Jiegar hann var á ferðinni um Húnavatnssýslu, var það að sumri til. Reið hann altaf jarpri hryssu. Hann fór aldrei nema fót fvrir fót. Reiddi hann stóra þverpoka í hnakknum, er voru úttroðnir af allskonar matvælum, er menn höfðu bugað að hon- um þar sem hann kom. En hann átti, sem kunnugt er, fleiri vinum að mæta í Húnavatns- en i Skagafjarðarsýslu. Og þó átti hann vitanlega ýmsa vini í Skagafirði, eins og t. d. þau Valadalshjón, Pétur Pálmason og Jórunni. f Valadal var hann altaf aufúsugestur. Og eg heyrði í mínu ungdæmi, að það væri við Pétur í Valadal, sem hann orkti vísuna: Mátaðan dreytil mælir hér mundin fremdum tama. Fögnuð hnignum færir mér flaskan miskunsama. Þegar Hjálmar var á ferðinni var haiin ávalt i síðri eltiskinns- úlpu yztri fata. Var úlpan úr sauðskinni og ullinni snúið inn. Var það hin skjólbezta flík. Var fvrirferðin mikil á Hjálmari, er hann var kominn á bak þeirri jörpu með allan farangurinn, er hann reiddi undir sér. Aldrei minnist eg jiess, að eg sæi Hjálmar brosa, hvað þá hlæja. Yfir honum og öllu hans tali var svo mikill alvörunnar þungi. Og fáskiftinn fanst mér hann vera í framkomu sinni. En aldrei man eg til þess, að okkur börnunum stæði neinn ótti af honum, þó mikilúðlegur væri hann ásýndum. Fyrir barns- minni mínu er hann þannig, að af honuin hafi lagt hlýleik í okkar garð. En tvent er það, sem fastast er í minni minu um hann, hin hljómþunga rödd og hin eld- snöru, tindrandi augu. Síðan barst talið að Sölva Helgasyni, þeim mjög umtalaða manni. Hann var einn þeirra manna, er oft gisti á Blöndudals- hólum á bernskuárum Einars. Um Sölva sagði Einar meðal annars: —Þeir voru ærið ólíkir menn Hjálmar óg hann, en eg minn- ist þeirra beggja vegna þess, að okkur þótti það skemtileg til- breyting þegar þeir komu, hvor heldur sem var. Og það sem okkur þótti skemtilegast við Sölva voru teikningar hans. Teikningarnar og hinar útkliptu myndir sínar flutti hann með sér í flötum kassa, er hann batt á bak sér. Var kassinn 40—50 pund með öllu saman. Hann kallaði þessa hirzlu og það sem i henni var “sálina hans Sölva.” Eitt sinn fékk hann að geyma “sálina” í kirkjunni i Blöndu- dalshólum i 2—3 ár. Og þegar hann loksins fór með hana, þá var það að vetri til í mikilli ó- færð. Gekk hann þá á þrúgum. Þegar hann opnaði kassann vildum við börnin fá að hand- leika myndirnar. En ekki var við það komandi. Varð Sölvi hinn reiðasti og sagði, að við mættum ekkert snerta, því, sagði hann, “þið hafið ekki augu í gómunum.” —V. St. —Lesb. 17. nóv. 1940. Together They Fight NORWAY IN THE WAR Last year Winnipeg had the privilege of hearing one of Nor- way’s famous inen, Mr. C. J. Hambro, telling of the invasion of Norway. This week another prominent Norwegian, Mr. Ben- jamin Vogt, will arrive in Min- nipeg to tell of Norway’s heroic part in the present war. Mr. Vogt will lecture under the auspices of the Norwegian ReliCf Committee Friday evening at 8 p.fn. in the Westminster Church, cnrner of Maryland and West- minster. Mr. Vogt took part in the fight in Norway from the beginning of the German invasion. “It was a hitter struggle” he said, “to stem the German onrush, but it had to lie done to gain time till the help could come from Great Britain.” The sniall Nor- wegian forces fought in the val- levs. they fought among the mountains, they fought fiercely for they fought for their homes. Mr. Vogt was captured and held prisoner, but was able to make his escape to England to which land also the Norwegian govern- ment had been forced to flee. The Norwegian government decided now to take over the great merchant fleet that still was sailing on all the oceans. When Hitler got hold of Nor- way only a small part of her in- ternational merchant fleet was in the home waters and these only fell into the German hands. One of the men appointed bv the government to direct the af- fairs of these 1,500 modern ships was Mr. Vogt. Norwav’s great tanker fleet, the world’s largest, is also controlled by the Norwegian Trade and Shipping Mission which is the name of the concern established by the Norwegian government. These tankers are all in the British service bringing the much need- ed oil to the British ships and Air Force The Norwegian Troops in Iceland, the Norwegian army í England, the Norwegian Air Force and Navy in Canada will have a jilace in this lecture. When it hecame necessary to establish a Canadian office, Mr. Vogt was requested to take over the management of that office. He has much to tell, is con- sidered a great speaker and as many as possible should go to hear him next Friday. BORGIÐ LÖGBERG r Innköllunar-menn LÖGBERGS Amarantli, Man............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota ........B. S. Thorvardson Árborg, Man................Elías Elíasson Árnes, Man.............Magnús Einarsson Baldur, Man..................O. Anderson Bantry, N? Dakota......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.........Arni Símonarson Blaine, Wash.............Arni Símonarson Brown, Man.....................J. S. Gillis Oavalier, N. Dakota......B. S. Thorvaldson Cyprees River, Man...........0. Anderson Dafoe, Sask..............J. G. Steplianson Edinburg, N. Dakota.......Páll B. Olafson Edmonton .............'................. Elfros, Sask.....Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.......................... Garðar, N.' Dakota........Páll B. Olafson Gerald, Sask...................C. Paulson Geysir, Man................ELías ELíasson Gimli, Man. .................0. N. Kárdal GLenboro, Man..........................0. Anderson HalLson, N. Dakota ........PálL B. OLafson IlayLand, P.O., Man....Magnús Jóhannesson Ilecla, Man..............Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota ...........John Norman Hnausa, Man.........................Elías Etíasson Husavick, Man................O. N. Kárdal Tvanlioe, Minn.................. B. Jones Kandahar, Sask............J. G. Stephanson Langruth, Man........................John Valdimarson Leslie, Sask..........................Jón ÓLafsson Lundar, Man..................Dan. Lindal Markerville, Alta......................O. Sigurdson Minneota, Minn..................B. Jones Mountain, N. Dakota.......PáLL B. OLafson Mozart, Sask............................. Oakview, Man............... Otto, Man....................Dan. Lindal Point Roberts, Wash..........S. J. Mýrdal Red Deer, ALta.........................O. Sigurdson Reykjavík, Man.......................Árni Paulson Riverton, Man.......................Björn Hjörleifsson SeattLe, Wash................. J- J. MiddaL Sclkirk, Man..........................Th. Thorsteinsson Siglunes P. O., Man....Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man.......... Svold, N. Dakota........B. S. Thorvardson TantalLon, S^sk...........J. Kr. Johnson ITpham, N. Dakota......Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man...........................ETías Elíasson Vogar, Man..........................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man........................Jón VaLdimarsson Winnipegosis, Man....Finnbogi HjáLmarsson Winnipeg Beach, Man...........O. N. Kárdal Wynvard, Sask.............J. G. Stephanson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.