Lögberg - 20.02.1941, Blaðsíða 6
6
LÖGBERGK FIMTUDAGINN 20. FEBRÚAR 1941
I átt morguroðans
(Þýtt úr ensku)
“Já, Mr. Merrik/' sagði hin þriflega og
útileita sveitastúlka. “En er það satt,
u m —”
“Um Jeremy Clowes?” bætti Merrik
við og glotti. “Já, það er, satt. Ilann er
búinn að finna konuna sína aftur. Hún
heitir Evelyn Arundel.”
“Hún hlvtur að vera undur falleg. Eg
er að undra mig yfir því hvað —”
Hazel brann í bjórnum út af einhverju
til að segja honum, það sá Merrik. Hann
gat sér líka til um hvað það væri, en hann
ætlaði sér ekki að lét'ta neitt undir með
henni um það.
“Miss Nóna —”
“Hvað um Miss Nónu ?” sagði hann, lét
burstann aftur inn í skápinn og tók' upp
höfuðfat sitt.
“Hún — jæja. hún mun ekki gleðjast af
því að — að hann hafi hitt konu sína lífs
og heila — eg á við að hann —”
‘ ‘ Hvað kemur þér til að halda það,
Hazel?”
“Jæja, mér hefir skilist að liún \ræri að
laga ýmislegt og ganga frá 'í kistu sinni til
Englandsfarar, og það væri vegna þess
að—”
“Þú ímyndar þér margt, Hazel,” sagði
liann brosandi. “Þú hefir lesið of margar
sögur í tímaritinu, sem þú færð — “Ástar-
draumar,” er það ekki ?”
Hazel stokkroðnaði upp í hársrætur og
Merrik var lagður á stað út áður en hún
gæti svarað honum. En hún var ekki að
ímvnda sér neitt. Það er enginn hugarburð-
ur, er maður rekur sig á fataskrín og ferða
tösku til reiðu í horninu á klæðaskáp. Og
það var enginn hugarburður að hún hafði í
næstliðinni viku séð Nónu Brill koma út úr
farbréfaskrifstofu í St. John. Nóna hafði
veríð að undirbúa för sína til þess að sam-
einast Jeremy í Englandi. En nú var
Jeremy ekki lengur frjáls og einhver þránd-
ur hlaut að hafa ruglað fyrirætlunum Nónu.
Það var Hazel hárviss um. Hitt fólkið, þau
Merrik og Brills-hjónin hlyti að vera stein-
blind. ef þau sæi þetta ekki. Hazel taldi
engan vafa á því, að Nóna hefði elskað
•Jeremy, og nú væri hún helsærð beint í
hjartastað.
Það myndi hafa liðið alveg yfir Hazel,
ef hún hefði getað fylgt Merrík eftir tií
bæjar og séð hann kaupa giftingarhring og
leyfisbréfið. Og hún hefði undrað sig yfir
því, handa hverjum slíkt gæti verið. Engum
gat dottið í hug að bendla Merrik við ásta-
mál. Hugur hans var of heillaður af hrein-
kynjuðum Ayrshire gripum, sauðfé, svínun-
um og búlandinu sjálfu. Það gæti engum til
hugar komið, að Merrik færi að ganga í
hjónaband; hann væri allareiðu háður kær-
leiksviðjum gróandans og gangandi fjárins
ú Brill-setrinu.
Merrik þræddi nú leið sína frá einni
verzluninni til annarar, inn í fatabúðina,
skóbúð og tóbaksverzlun. Hann, sem aldrei
hafði hugsað um stássklæðnað — þunnu
ullardúksfötin, sem hann var klæddur voru
þriggja ára gömul — en nú keypti liann fín
blá. kla-ðisföt, skvrtur og hálsbindi er við
áttu. Nónu keypti hann gimsteinum prýtt
úlnliðsúr, og fastsetti með sjálfum sér að
taka frá og geyma fallegustu silfurtóu-feld-
ina í yfirhöfn handa henni.
Merrik leiddist bæjarvafstrið og hafði
lokið erindum sínum þar um hádegið; fór
svo upp í gamla tvímenningsbílinn, sem
Jeremy hafði eitt sinn verið meðeigandi í,
og stefndi honum inn á stórumýrar götuna,
sem út úr bænum vissi.
Hringur, leyfisbréf, brúðargjöf — hann
yfirvegaði í huganum kaupskapinn og sá,
að ekkert hafði gleymst. Hann hélt það
góða liugmynd, að vígslan færi fram í
Sussex, smáþorpi um þrjátíu mílur frá
Lydondalnum, þar sem Brillsetrið stóð. Það
vaknaði nú í huga hans sú staðreynd, að
hann einn væri að ráðstafa öllu og að Nóna
legði þar ekki eitt orð í, en samþykti bara
alt sem hann gerði. Og j>að var ekki Nónu
líkt — ónei, alls ekkert svipað henni.
Á heimleiðinni sá hann við Terryburn
j»jóta niður eftir veginum stóru bifreiðina,
er Archer Brill gaf dóttur sinni Nónu, jægar
hún í júní hafði lokið háskólanáminu. Hann
rétti út frá sér aðra höndina, veifaði henui
upp og niður og hún herti að hömlunum á
reið sinni. Hann stanzaði einnig stökk nið-
ur á götuna og gekk aftur eftir veginum vfir
að bifreiðinni, sem hún sat í.
Nóna hafði vafið grænum silkitrefli um
höfuð sér, og sló á lokka hennar gullsgliti
líkt og á hlvnviðinn meðfram veginum.
Skýlan var knýtt undir hökunni og virtist
Merrik andlit stúlkunnar í þessari umgjörð
vera sem gv’ðjumynd. Hann sá þar nú að
eins bláa litblæinn í augum henni.
“Horfðu 'við brúðgumanum, ” sagði
hann glettnislega. “Þú lítur dásamlega út í
dag, Nóney, alveg eins og lífsdjörfu kven-
hetjurnar í myndasögublaðinu “Ástardraum-
ar,” sem hún Hazel trúir á og tignar. Hefir
þú séð þær ? Þær þeysa um á rjómalitum
bílum, líkum þinni reið, og virðast telja slíkt
mestu augnablik æfi sinnar.”
Nóna brosti við þessu spaugi hans.
Brosið gerði svip hennar mjúkair, mildaði
j/óttasvip varanna og maður gleymdi græn-
leita hörkuglampanum, sem stundum bólaði
á í augum henni.
“Hvað’hefir þú verið að gera, Merrik!”
“Að fá hring, leyfisbréf, brúðargjöf,
stássbúning lianda brúðgumanum, og nú síð-
ast olíu í Rothesay til að mýkja gang gift-
ingarkerrunnar. Þú hefir víst ekkert á móti
j»ví að skjótast burt í því farartæki?”
Hann studdi handlegg ofan á bifreiðar-
hurðina. Og hún lagði hönd sína, með
mjúka eltiskinnsvetlingnum ofan á handlegg-
inn, leit upp til lians og mælti: “ Ert þú
viss ura — að þú viljir —”
Glens-svipurinn hvarf af andliti Merriks
og yfir það breiddist einlægnisblærinn er
hann játaði þessu með mjúkri höfuðsveiflu.
“Það er eg,” sagði liann. “Eg hélt að
við hefðum þegar gert út um það — í gær-
kveldi. Nú er ekki um neina afturköllun
þess að ra>ða.”
“Þig — þig mun — ekki iðra þess,
Merrik.”. Þetta var loforð en ekki spurn-
ing, og hann vissi að hún meinti þetta, vildi
j>að af öllu hjarta, eins og hann af öllum
liuga vitdi að það gæti orðið svo. ■ Ó-jæja,
það gæti vel ræzt.
“Við leggjum á stað um klukkan átta í
kv’öld, Nóney. Mér datt í hug að við mætt-
um eins vel keyra til Sussex og láita vígja
okkur þar. Væri þér það geðfelt ”
“Já — ó-já, það væri gott. Og hvert
förum við svo þaðan?”
“Segjum yfir að Harmatjörn?”
Hann sá hana ypta öxlum og höndina
grípa fastara um’stýrishjólið. “Nei — nei,
tkki þangað, Merrik, vertu svo vænn. Ekki
jiangað.”
Hann spurði ekki “hvers vegna?”
Hann vissi of vel ástæðuna. Svipur Jeremys
sveimaði enn umhverfis bjálkakofann við
Harmatjörn. Of margt væri j)ar til minn-
ingar um hann.
“Jæja, við finnum einhvern annan stað
á leiðinni. Og svo verður glaða-itunglskin,
í eglulegur flökkulýðs-máni, til að lýsa okkur
veginn.”
“Vertu sæll, Merrik. Eg verð komin
heim aftur um klukkan fimm.”
“Eg bíð þín þar.”
Þ r i ð j i Kapítuli
Dagsbirtan dvínaði nú óðum og húm-
skuggar haustsins lögðust yfir laut og hól.
Stóri Merrik heyrði Nónu vera að leika á
slaghörpuna fyrir foreldra sína meðan
hann bar töskurnar niður Stigann og út í
bifreiðina. Ilann fann til samvizkubits, og
var að undra sig út af því hvað hann myndi
geta sgt ef þau Archer og Elízabot ka'mu
fram og hittu hann við þessa önn.
Hann kom töskunum fvrir í bílnum, fór
svo aftur inn í húsið, opnaði stofuhurðina
hljóðlega og stóð nokkur augnablik í dyrun-
um, án þess að fólkið j>ar inni tæki eftir
nærveru hans — þessar þrjár mannverur, er
ásamt Jeremy Clowes voru honum kærastar
allra manna. Hár gamla Arohers var stál-
grátt og úfið að vanda, en hár Elízabetar
orðið snjóhvítt. Eitt sinn höfðu lokkar
hennar þó borið sama lit og Nónu nú. Og
eitt sinn, hugsaði hann bljúgur, hlaut Elíza-
bet að hafa verið ung, fjörleg og fögur mær
eins og unga stúlkan við hljóðfærið.
Nóna lék lögin, sem þeim j)ótti vænzt um
og mintu þau á löngu liðna tíma, er þau voru
ung og lífsfjörið svall þeim í æðum. 1 augum
Elízabetar var draummjúkur blær endur-
minninganna, og Archer sat, í gamla flauels-
sloppnum sínum, þrýsti saman fingurgóm-
unum og starði dreymandi augum í arineld-
inn. Gamlir tónar, gamlar minningar,
forn ástareldur, var alt enn lifandi og mátt-
ugt í huga gamla fólksins og bygt á einlægn-
innar bjargi, það sá Merrik nú vel.
Nóna tók eftir því að Merrik stóð j>arna
i dyrunum. Hún lauk leik sínum, gekk til
foreldra sinna og kysti þau mjúklega.
“Eg ætla í dálitla keyrsluför með
Merrik,” sagði hún svo.
Aroher gamli klappaði ánægjulega á
hönd henni. Og Elízabot horfði á eftir henni
með hróðrarkendum aðdáunarglampa í aug-
unum. Þau efuðust aldrei um réttmæti
hvers j>ess, er hann og Nóna hefðist að, }>að
vissi Merrik. Og hann vissi að J)au myndi
ekki andmæla gifting þeirra; en að þeim
myndi ekki geðjast að því hvernig hún færi
nú fram, það var Merrik ljóst í liuga.
Er þau í húminu gengu út að bifreið-
inni, greip hann um handlegg Nónu og þau
stönzuðu, sneru sér við og störðu angurs-
augum á uppljómaða glugga stofunnar, þar
sem foreldrar hennar sátu enn við draum-
Ijúft bergmál liðinna s'tunda, er söngur Nónu
hafði vakið í brjóstum þeirra. Þetta verður
aldrei hér aftur eins og áður var, hugsaði
Merrik með þvínær lítt bæra amaj>raut í
hjarta.
Merrik vissi að hugsanir Nónu væri eitt-
hvað svipaðar hans eigin. Að hún myndi
vilja snúa jiania aftur, en að einnig henni
væri sú sára staðreynd ljós, að hér gæti ekki
verið um slíbt að ræða nú.
“Ó, Merrik!” hvíslaði hún og þrýsti
vanganum að öxl hans. “Ef — ef við gætum
nú aðeins hætt við förina og snúið heim
aftur!”
Hann vissi hvað hún ætti við og við-
kvæmt hugareyra hans heyrði hið sára bæn-
arandvarp er í hjarta hennar ómaði: “Ó
guð! snúðu stundunUm við, gefðu mér aftur
gærdagana, gerðu mig aftur að barninu sem
eg áður var, og leiddu mig út úr þessum
skugga!”
“Þetta leiðist vel út, Nóney, ” sagði
hann blíðlega. “Al't verður ljúft a"ð lokum.”
Hann hjálpaði henni svo upp í tvímenn-
ingsbílinn «og lét hann líða hljóðlega fyrir
eigin þunga og án vélarhvinsins niður heima-
stiginn og hæðarbrekkuna fram lijá kirkj-
unni, þvínær hálfa mílu vegar.
Þau fylgdu götunni með fram hlykkj-
óttum árbakkanum J>ar til þau komu að
brúnni og þjóðveginum er til Suxess lá.
1 blómahúsi Hampton þorpsins keypti
Merrik stórt knyppi af Peter Pan rósum,
í-jómagulum að lit með blábrauðum yndis-
blæ. Hún faldi andlit sitt í þessu ilmljúfa
skrautblómsbindi, og sagði ekkert, en var
að furða sig yfir því, ef öll kærustupör, er
að heiman leyndist til að gifta sig, væru
svona hæglát og þegjandaleg, eins og þau
sjálf væri nú.
Þegar þau komu til Suxess, fór Merrik
að líta í kringum sig eftir kirkjum.
“Það er kirkja þarna dálítið niður með
götunni,” sagði Nóna, “og prestshúsið við
hlið hennar. Eg veit það vegna þess eg kom
j)angað einu sinni. Dóttir prestsins gekk á
Edgemere skólann með mér. Þú manst víst
eftir henni — Betliany Thayer. ”
“Ó, já,” svaraði Merrik. “Þarna er
setrið. Það er ljós í prestshúsinu. Hvernig
líður þér, Nóna — taugarnar rólegar, alt
undir stjórn viljansl”
“ Já, alt,” svaraði hún og brosti hreysti-
lega. Hann skildi við hana í bifreiðinni,
g('kk upp að húsdyrunum og hringdi. Við
birtuna frá fordyrisljósinu sá hann ofan við
bjölluhnappinn að enn stóð nafnið Thayer —
séra Agnew Britt Thayer, D.D.
Hann mundi eftir Nónu Brill. “Skóla-
systir litlu Bethany dóttur minnar,” sagði
presturinn glaðlega. “Gerið svo vel að
•ganga beint inn. Hamingjunni sé lof, að dís
ástaræfin'týranna er enn lffs í lieimi hér.
Eg skal ná í vígsluvottana undir eins —”
“Eg, Merrik, tek þig, Nónu —”
Orðin hljómuðu þarna í litlu stofunni
prestsins, með dómkirkjulegum alvöruhreim.
Nóna stóð hreyfingarlaus, horfði beint fram
undan sér og augú hennar virtust sem glóð-
arblettir í fölbleiku andlitinu. Meðan Merrik
stóð nú ögn álútur og hlustaði á hina hvellu
rödd séra Agnew Thayers, skotraði hann
augum skyndilega til hennar og í hjarta
hans vaknaði harmi blandin og j)ó um leið
unaðslega mjúk samúðarkend. Þetta var
Nóna, litla Nóney — og hann, Merrik var
að lofa því frammi fyrir augliti guðs, að
elska hana, virða og vernda. Og ótrauður
lofaðist hann nú til að gera það.
Séra Agnew’ Thayer brosti ánægjulega
við }>eim og sagði í háværum kætisrómi:
“Þegar eg skrifa Bethany minni, skal eg
segja henni í hve æfintýralegum erindagerð-
um þér heimsóttuð okkur hér nú aftur, Nóna.
Mér finst alveg éins og það hefði verið í gær,
tír þið steðjuðuð með hlátrum og galgopa-
skap um alt húsið og trufluðuð mig við ræðu-
samninginn.”
Þegar þau keyrðu út eftir götunni aftur,
sagði Merrik: “Við ættum helzt að standa
við sem fyrst og kalla heim í símanum. Það
eru næstum komin háttamál fyrir þau ]>ar.”
“Þeim verður víst ekki svefnsamt eftir
að J)au frétta ]>etta. Gætum við ekki sent
j>eim símskeyti?”
“Til þess er orðið of áliðið. O^ á hinn
bóginn veizt j)ú hvílík áhrif símskeytin hafa
á ]>au. Núna myndu þau áreiðanlega-ímynda
sér að Jeremy væri annaðhvort dauður eða
særður. Við skulum kalla til þeirra úr mat-
söluhúsinu þarna.”
“Vilt þú tala við þau, Merrik?”
“Já,” svaraði hann Ijúflega. “Já, eg
skal tala við ]>au fyrst, Nóna. En eftir að
eg hefi birt þeim fréttina, talar þú að sjálf-
sögð”5 við þau líka.”
“Heldurðu að þeim falli þetta l>ung-
lega?”
Hann hristi höfuðið. “Ekki í raun og
veru. Auðvitað kemur það þeim að óvörum.
Þau grunaði alls ekkert um það, og hafa
vafalaus't haldið að þú myndir giftast ein-
liverjum herramanni.”
Þau fóru svo inn í matsöluhúsið. Hún beið
utan við fónklefann, en hafði augun á andliti
Merriks og gat ráðið af því hvað við haun
væri sagt. Hún vissi af hljómnum í rödd
hans, að hann talaði við gamla manninn, því
Merrik ávarpaði Elízabetu ávalt í sérstak-
lega mjúkum og laðandi tón, eins og hann
héldi að hversdagsleg rödd sín hefði lam-
andi áhrif á hinn veiklulega líkama hennar
og viðkva'ma lund. Ö-já, það var Archer
gamli, sem svaraði og samræðan var ekki
eins auðveld og Merrik liafði búist við.
“Þetta var ekki fallega gert af ykkur,
Merrik, ” var Archer Brill að segja í ómjúk-
um gremjutón. “Þið, hefðuð átt að segja
mér frá þessu fyrst. Ef þið voruð viss um
að eg hefði ekkert á móti þessu — og eg
hygg að j.ið liafið haldið J>að, — því fóruð
J)ið þá að gera annað eins og þetta ? Hví að
laumast burt að næturlagi, eins og þið ætluð-
uð að fremja eitthvert ódæði? Nóna er J)að
eina sem við höfum nú, eins og Jní veizt —-
hið eina af okkar eigin.”
“Eg veit það,” svaraði Merrik stillilega,
þótt hann væri nú látinn skilja J>að, að hann
teldist ekki einn af þeim. Þetta var í fyrsta
sinn á unaðslegri dvöl hans hjá Brillsfólkinu,
sem nokkurt þeirra hafði látið eitt orð falla
um slíkt.
‘ ‘ Hið eina, sem við getum nú auðvitað
gert,” bætti Archer við, “er áð óska ykkur
báðum allrar ánægju. Þetta er — er mér
þó J)ungbært, Merrik. Og fréttin verður
þungbær Elízabetu líka. Við vitum hversu
ágæt þið eruð — hin allra beztu — af því er
þessi launungargifting okkur svo óskiljan-
leg. Það er svo ólíkt ykkur að gera annað
eins. Við hefðum glaðst og miklast af því,
drengur minn, að vera viðstödd vígslu ykk-
ar. En eg get ekki sagt með sanni að mér
falli vel að fá svona tilkynning álengdar.”
“Það hryggir mig, kæri Mr. Brill. ”
Svipurinn á andliti Merriks var lúpulegur
eins og á gamla Rolf er hann væri rekinn
lieim úr fylgd vinar síns. Merrik fann, að
Iiið einlæga kærleiksj>el, sem ríkt hefði frá
J)ví fyrsta milli Brills-hjónanna og hans
sjálfs, hafði á þessari stundu drðið fyrir ó-
j)ægilegum árekstri.
“Nú er komið að þér, Nóna,” sagði
hann og steig fram úr klefanum til að rýma
fyrir henni. Hann vissi, að hún myndi koma
brosandi út þaðan aftur, enda brást það
ekki þó að á tárin glitraði milli löngu dökku
augnaháranna hennar.
“Alt er fyrirgefið, Merrik,” sagði hún.
“Eg sagði þeim, að við kæmum bráðlega
lieim aftur. Þú ætlar þér ekki, Merrik, að
vera lengi að heiman?”
“Nákvæmlega jafn-leugi og þér þókn-
ast, Nóna,” sagði hann og gekk um leið að
söluborðinu til að ná sér í fáeina vindla.
“Þetta var nú ekki mjög auðvel't,” mælti
hann enn og leit um öxl er hann sneri
frá henni. “Mér reyndist J>að örðugra en
nokkuð annað, sem eg liefi orðið að gera.
Þeim brugðust svo vonir sínar um okkur,
held eg.”
“Þetta barsib þeim bara svo skyndilega
og óvænt. Þau hafa nú náð sér aftur.
Mamma grét auðvitað,” sagði hún.
Þau settust niður við borð í einum af
liinum afþiljuðu klefum stofunnar, til að fá
sér kaffibolla og brauðsneiðar til hressing-
ar.
“Og hérna er gjöfin lianda þér, Nóna,”
sagði hann, rétti henni steinum prýdda úln-
liðsúrið, sem hann hafði keypfc handa henni
j)á um daginn, og sá nú gleðibrosið breiðast
um alla ásjónu hennar. Hún hafði einnig
nælt dálítið knippi rósanna á kragahom
gulbrúnu yfirhafnarinnar sem hún var í.
í hans augum var þetta sem brúðarskraut
hennar, og hann gladdist yfir að sjá ánægju-
tárin birtast skyndilega í augum hennar yfir
þessari litlu gjöf hans.
“Eg keypti pípu handa þér, Merrik.
Það er ekki mei’kileg —”
“Mér geðjast ekkert betur,” greip hann
fram í fyrir lienni og a'bhugaði vandlega með
leiftrandi brosi hina falleg-u og kroti skreyttu
pípu með villirósablænum, er hún rétti hon-
um.
“Við erum skrítið brúðhjónapar, Mer-
rik,” sagði hún og hló með dálitlum titringi
í röddinni.
“Hvernig þá?”
“Vegna þess, meðal annars, að við liöf-
um ekki með einu orði minst á — á ástir.”
“Svo er það. Við verðum líklega að
gera j>að bráðlega.”