Lögberg - 20.02.1941, Page 7
L.ÖGBEBG, FIMTUDAGINN 20. FEBRÚAR 1941
7
Endurminning um
Jón Sigurðsson
á Gautlöndum
Kyrir nokkru síðan bárust mér
tvö bréf óvænt úr Suður-Þing-
eyjarsýslu; vöktu bréf þessi
niargar endurminningar eins og
af svefni, og beindu huga mín-
l|m meðal annars að manni
þeim, sem eg hel'i þekt með þeim
allra göfugustum um æfina.
Svo var að orði kveðið eitt
sinn um prestinn í Laufási, að
hann dæi aldrei; svo ætti það
að vera um miríningar fjölda
göfugra sona og dætra, sem ís-
lenzka þjóðin hefir aiið; þa*r eru
auðæfi og það er verulegt til-
veru skilyrði fyrir þjóðina, að
þau séu vel geymd.
Eg var ekki gamall, þegar eg
sá Jón Sigurðsson í fvrsta sinn
°g það hvgg eg að verði mér
nær ógleymanlegt enda tel eg
líklegt, að flestum verði Jón
niinnistæður þeim, sem sáu
hann.
Þegar eg sá Jón, var hann
hvitur fyrir hærum, en hárprúð-
ur fyrir sinn aldur, skeggkraga
hafði hann undir höku, sem náði
npp að eyruin, að hætti eldri
nianna á þeirri tið; en að öðru
leyti var skeggstæðið rakað.
Jón var fremur langleitur, en
andlitið svaraði sér þó vel. Hann
v’ar yfirleitt fríður maður til
nuinns og höku; augnatillit prúð-
niannlegt, íhugandi og rólegt, og
aðlaðandi.
Hann var fyrirmannlegur í
viðmóti og þrekmannlegur á
velli.
Eitt sinn er hann bar að garði
var hann svo búinn, að hann
hafði svarta'loðhúfu á höfði og
v'ar í blásvartri yfirhöfn úr
þykku efni, með inittisgjörð og
1 reiðsokkum; þótti mér maður-
'nn hinn gerfilegasti að vallar-
sýn.
Víst er um það, að Jón bar
höfuð og herðar yfir flesta sam-
sýslunga sína, og þótt víðar væri
leitað; kom hann mikið við al-
nienn mál bæði í héraði og á
alþingi; var hann forseti neðri
(ieildar um alllangt skeið.
Jón bjó við allgóð efni, var
heimili hans með höfðingsbrag;
nokkurs konar konungsríkf; leit-
nðu menn _þangað iðulega ráða
°g liðsinnis í vandamálum sín-
uni, var öllum miðlað eftir þörf,
Þvi andleg auðæfi og örlæti hús-
rnðanda stóðu ætíð til boða þeiin
sexn þess voru þurfandi.
Jón Sigurðsson var andlega
heilsteyptur; kom það í ljós með
yfirlætislausri umgengni við háa
°íí lága með góðfúsri liðsemd
þeiin, sem hjuggu við örðug
kjör; meg stórkostlega miklu
andlegu þreki og vilja, sem leyfði
ekkert undanhald frá stuðningi
góðs málefnis.
Einurð hans réttsýni og rögg-
samleg framkoma var viðurkend,
Jafnvel af þeim, sem stóðu hon-
l,m á gagnstæðum meiði; sagði
I’órður Guðjóhnsen verzlunar-
stjóri á Húsavík um Jón, að hon-
uni látnum, að hann hefði aildrei
att við göfugri mótstöðumann að
etja.
Vist mun Jón hafa kunnað að
nieta manngildi þeirra, sem
stóðu honum gangstæðir að
skoðunum; hann skildi hvar þar
Var sameiginlegt og hvað bar á
n,,lli. Hann skapaði sér enga
ln,yndaða brú yfir það bil og
'ljnp, sem ekki verður brúað.
Jj
ann taldi sainleið mögulega að-
eins þar sem um samleið var
að ræða. Allur ragmenskulegur
þokuhugsunarháttur var honum
neðlilegur Hann iastaði ekki
þn, sem voru á móti; ekki lagði
nnn heldur drag undir ofmetn-
að þeirra með því að skjalla þá;
ann íét aldrei blekkjast af
ögrum orðum eða fyrirbrigðum
ngurra mynda; hann vildi enga
álku í neinum efnum. Hann
(t engum dyljast eigin afstöðu,
nhlist aldrei hak við menn eða
niálefni, stóð ætið með þeim
nemstu í ölJum efnum. Hann
vann það ekki til að brúka þá
heimskænsku upp ;V kostnað
málefnisins, sem mælir á þá
leið: “Vertu mér góður og eg
skal vera þér góður; málefnið
má liggja milli hluta.”
Málsnjall var Jón talinn af
þeim sem heyrðu hann flytja
erindi; einkum eftir að hafa
talað um stund. Orðheppinn
var hann ineð afhrigðum, svo
lengi var í minnum haft; skeyti
hans hittu ávalt mark; þótti
mörgum hart_ undir að búa.
Kunna menn enn að segja frá
viðureign hans við mann al-
kunnan á þeirri tíð.
Það var á Akureyri, þegar Jón
sótti um þingmensku og var
kosinn fyrir Eyjafjarðarsýslu
1889.
Sagði maður þessi á þá leið:
“Ekki mundi Guðmundur ríki
á Möðruvöllum hafa leitað liðs
af Þorkeli hák á Ljósavatni, en
nú riða Eyfirðingar norður
Ljósavatnsskarð.” (Til fundar
við Þorkel hák).
Þorkell hákur var talinn of-
stopamaður og bjó á Ljósavatni
á landnámstíð, voru þeir sam-
sýslungar hann og Jón, enda var
talað ti'l hans.
Svaraði Jón þá þessum orðum
með því að segja, að “fremur
mundi þó Guðmundur ríki hafa
leitað liðs af óvini sínum, Þor-
keli hák, heldur en hjá Merði
Válgarðssyni.”
Njála ber Merði þann vitnis-
burð, að hann hafi verið undir-
förull og fégjarn; þótti margt
skylt með manni þessum og
Merði, þótti svar Jóns ágætt og
vel til fallið.
Ekki var Jóni um þá, sem af
litilli þekkingu slógu mikið um
sig á stjórnmálasviðinu; kallaði
hann þá “pólitíska froðusnakka.”
Af því sem nú hefir verið sagt,
naut Jón almennrar hylli, trausts
og virðingar.
Mannkostir hans og yfirburðir
minna á orð Jóns biskups ög-
mundssonar á Hólum um ísleif
biskup í Skálholti: “Hann var
manna vænstur, manna hagast-
ur, allra manna beztur”; að ó-
gleymdum orðum Haralds Sig-
urðssonar konungs i Noregi, um
Gissur biskup ísleifsson, að
“hann væri jafn vel fallinn til
að vera hershöfðingi, konungur
og biskup.”
Lengi mun eg minnast þeirrar
sorgar og saknaðar og tómleika,
sem ríkti i hjörtum manna, og
sem lagðist eins og martröð yfir
Mývatnssveit 1889, þegar Jón
féll frá. Menn fundu til þess, að
þar var að sjá á bak miklum
manni og höfðingja.
Kona Jóns var Solveig Jóns-
dóttir frá Reykjahlíð, góð kona
og merkileg; hún var fyrirmann-
leg í sjón og festuleg; mun hafa
verið ráðdeildarsöm og stjórn-
söm á heimili sinu; sómdi hún
sér vel við hlið manns síns.
S. S. C.
Þeir gömlu sögðu: — Maður
og kona er eitt, og hugsjón
þeirra var: Heilbrigð sál í
hraustum Jíkama. Hugsjón 20.
aldarinnar er hins vegar: Kon-
an á að vera kát sál í kátum
líkama. Og skoðun hennar er:
Maður og kona eru tvent
ólíkt.
* * *
Hann Tumi braut brúðuna
mína.
—Hvernig fór hann að því?
—Eg lamdi hann ineð henni.
* * *
Gjaldkerinn:— Sendisveinninn
hefir stolið 10 krónum úr kass-
anum.
Forstjórinn: — Við byrjum
allir í smáum stíl, Jói minn.
* * *
»
Þú segist ekki vilja tala við
hann bróður minn, af þiá að
hann sé kryplingur og auk þess
sóðalegur.
—Já, eg vil að fólk sé hreint
og bcint.
Auálfirðir
Eftir Sigurð Ileiðdal.
Eig sá Austfirði fyrst vorið
1905. Það var í þann tíð, er
“Hólar” fluttu á hverju vori full-
fermi af sunnlenzkum sjómönn-
um, sem dreifðust á útgerðar-
staðina alt frá Stöðvarfirði til
Bakkafjarðar. Þá voru efngöngu
notaðir litlir árabátar til fiski-
veiða á Austfjörðum. Á þeim
árum var oftast góður afli og
stutt að sækja fiskinn. Var þá
fremur auðvelt að gerast útgerð-
armaður, þótt ekki væru mikil
efni, því að lánstraust var mikið
hjá kaupmönnum. Þá var líka
“líf í tuskunum” á fjörðunum. Á
hverri höfn komu útgerðarmenn-
irnir á skipsfjöl til að ná sér í
Sunnlendinga. Mátti þá oft heyra
spurt: “Ertu ráðinn, manni.”
Og kæmi það fyrir, að svarið
væri neitandi, þá var sá Sunn-
lendingur ekki mikill fyrir mann
að sjá, sem ekki var “stormað-
ur” með glæsilegum ‘kauptilboð-
um, því að hlutamenska var víst
fátíð á Austfjörðum á þeim ár-
um.
Næstu ár til 1914 hafði eg
nokkur kynni af Austfjörðum.
Fór eg þar um öðru hvoru á
þeim árum. Síðan liðu 26 ár
svo, að eg sá ekki Austfirði, þar
til í sumar, að eg hafði nokkurt
tækifæri til að kynnast lífi fólks-
ins þar í kauptúnunum.
Þær raddir liafa stundum
heyrst undanfarið manna á
milli, að Austfirðir séu heim-
kynni eymdar og úrræðaleysis.
Síðustu sex árin, að meðtöldu
árinu i ár, hafa verið hin mestu
aflaleysisár, og hefir því krept
allmjög að fólki austur þar. Það
er því næsta eðlilegt, að menn,
sein þektu til á Austfjörðum áð-
ur, furði sig á því, hvernig fólk
bjargast áfram í slíku árferði
Uppgjöf Eskifjarðar á ríkissjóð
á einnig sinn þátt í að slá
skugga á alla Austfirði.
Því er ekki að neita, að ílest
kauptún á Austfjörðum bera það
með sér, að þau hafi átt betri
daga en nú um sinn. Má sjá
það á húsum og hafnarmann-
virkjum víða, að þau hafa verið
gerð af meiri efnum en nú er
þar til að dreifa, enda eru öll
hin gömlu, fjársterku fyrirtæki
fallin að velli, og eru allviða eftir
þau hús og hafnarmannvirki
sem minnisvarðar betri daga. Og
lítið er um nýreist hús, nema
nokkur í Neskaupstað, á Reyðar-
firði og Stöðvarfirði.
En þó að þannig sé umhorfs á
Austfjörðum við skjóta yfirsýn,
þá er margs annars að geta, sem
gerir Austfirði nú, eftir erfiðu
árin, að sumu leyti meir aðlað-
andi en áður, þegar alt var í
uppgangi.
Því er nú svo háttað í brölti
mannlífsins, að venjulega er því
mjög á ilofti haldið, er miklar
framfarir eiga sér stað og miklir
sigrar eru unnir. Þess gleymist
þó oftast að geta, hve þeir sigrar
voru auðúnnir vegna aðstöðu eða
þess, hve náttúran var sam-
vinnuþæg þeim, sem lofið og
þakkirnar hlutu fyrir allar fram-
farirnar. Hitt er sjaldan at-
hugað, að það þarf oft og tíðiun
miklu meiri manndóm til að
halda í horfinu, þegar móti lilæs,
og að þá reynir verulega á þrek
mannsins, þegar fýkur í skjólin
og flestar bjargir eru bannaðar.
Ef til vill hafa Austfirðingar
unnið sína mestu sigra á þessum
síðustu og verstu tímum. Aðal-
breytingin, sem orðið hefir á
Austfjörðum á síðustu árum, er
sú, að menn hafa snúið sér að
moldinni og knúð hana til að
gefa sér brauð. Flest kauptúnin
framleiða nú sjálf na*ga mjólk
handa sér, og kartöflur nninu
nú eftir hið kalda sumar nægar
handa heimamönnum. Fyrir 10
til 15 árum var sama og engin
garðrækt i kauptúnum á Aust-
fjörðum, en nú er garður við
hvert hús, þar sem því verður
við komið, eða stór flæmi í sam-
reitayrkju utan við kauptúnin,
eins og á Seyðisfirði. Hvert
þorp á nú álitlegan kúahóp og
er túnrækt í mikilli framför.
Jens Hólmgeirsson hefir í
blaðagrein nýlega sagt lrá ein-
yrkja nokkrum í kauptúni á
Austurlandi. Braust hann í að
fá sér land til ræktunar og segir
lrá því, hver áhrif það hafði á
afkomu hans. Þessi maður er
einn af mörgum, sem hafa geng-
ið slika braut til þess að bjarga
sér og sinum, og er dæmi hans
sýnishorn af því, hvernig Aust-
firðingar brugðust við hinum
vondu árum.
Ef til vill vilja menn segja, að
hér sé ekki um þann merkis-
atburð að ræða, að orð sé á ger-
andi, því að samskonar fram-
farir hafi orðið í mörgum sjáv-
arþorpum hér á landi i seinni
tíð. Vitanlegt er að framfarir
hafa víðar átjt sér stað, en sama
er gerð Austfirðinga eigi að sið-
ur, og óvíst er, að aðrir hafi haft
jafn erfiðar aðstæður í þessum
efnum og þeir. Er einnig meira
um þetta að segja um lífróður
þeirra á seinni árum.
Þótt landbúnaður hafi aukist
mjög á Austfjörðum, þá er nú
svo háttað þar, að sá atvinnu-
gur getur aldrei orðið nema
styrktarbjargráð fyrir almenn-
ing. Aðalatvinnuvegurinn er og
hlýtur að verða fiskveiðar. Mik-
ið hagræði er að hinum nýju
síldarverksmiðjum og hraðfrysti-
husum, en einnig þær eiga alla
sína afkomu undir sjávaraflan-
um. Þess vegna er Austfirðing-
um Iífsnauðsyn aðæiga þau tæk
sem til þess eru að ná björginni
úr sjónum, en þau eru fyrst og
fremst skip, sem fullnægi þörf-
inni.
Það mundi nú margur ætla,
að allmikið skarð væri höggvið í
vélbátaflota Austfirðinga eftir
þessi aflaleysisár. En hið aðdá-
unarverða í þessum efnum er
það, að þeim hefir tekist að
halda bátum sínum og meira að
segja, að halda þeim vel við.
Það er furðulegt, hve útgerðar-
mönnum á Austfjörðum hefir
tekist að verjast skuldasöfnun
með jafn ótrúlega litlum tekj-
um, eftir sunnlenzkum mæli-
kvarða, og þeir hafa haft undan-
farin ár, og jafnframt að við-
halda bátum sinum og veiði-
tækjum.
Á þessu sviði hafa Austfirð-
ingar ef til vill unnið sína
stærstu sigra á þessum erfiðu
árum. En þeir sigrar hafa ekki
unnist, án fórna. Maður verður
þess víða var, að bátar og veiði-
áhöld hafa setið í fyrirrúmi fyr-
ir mörgum þeim þægindum, sem
nú þykj;i nauðsynleg á hverju
heimili. Fyrst og fremst var
hugsað uin að halda þeirri að-
stöðu til sjósóknar, sem nauð-
synleg er til að geta stundað sjó-
inn áfram, — heimili og lífs-
þægindi urðu að vera á hakan-
um.
Eg er í engum vafa um, að
þessi þáttur í lífsbaráttunni er
hin mesta þrekraun, einkum, er
saina aflaJeysið með vonleysið í
kjölfarinu endurtekur sig mörg
ár í röð.
En að vísu er vonin altaf vak-
andi á meðan báturinn flýtur
fvrir landi. Og sú er von margra,
að nú hefjist aflaár á Austfjörð-
uni. í haust hefir aflast með
betra móti, og vegna hins háa
verðs á fiskinum, er haustat-
vinna sjómanna betri nú en ver-
ið hefir um langt skeið.
Þess skal ekki láta éigetið, að
einstaka útgerðarfyrirtæki hafa
orðið að láta af hendi báta sína,
vegna vanskila. En flestir hafa
þó bátarnir átt héimili áfram á
Austfjörðum, aðeins skift um
eigendur.
Fari nú svo, að afli glæðist
við Austurland, þá uppskera
Austfirðingar siguúlaunin eftir
baráttu þeirra á hinum erfiðu
árum. Þeir eru nú með aukinni
jarðrækt búnir að búa svo í hag-
inn, að lif þeirra verður trygg-
ara, hvað sem á dynur, og ineð
þrautseigri sparsemi og hagsýni
hefir þeim tekist að halda svo í
horfinu, að þeir eru ennþá færir
um að sækja bjöng í djúp Ránar.
Aflasæl ár mundu því nú verða
Austfirðingum miklu meiri lyfti-
stöng til velmegunar en nokkuru
sinni áður.
Ef til vill finst mönnum þetta
óþarfa hjal. Það sé svo sem
ekki í frásögur færandi, þótt
fólk á Austfjörðum hafi háð
harða lífsbaráttu og borið sigur
af hólmi. En eins og hinum
iniklu sigrum góðra ára er á
lofti haldið, j)á finst mér ekki
síður ástæða til að minnast á
sigra hinna erfiðu ára, því, eins
og þegar er sagt, þarf oftlega
meiri orku til að vinna þá en
hina.
En það eru mörg verkefni á
Austfjörðum, sem kalla á fram-
kvæindir. Samgöngur milli
sumra kauptúnanna eru ótrúlega
strjálar. úr því verður ekki
bætt lyr en bátur fer milli fjarð-
anna a. m. k. vikulega. Á vetr-
arvertíð er ferðinni á milli
fjarða haldið uppi eftir ein-
hverri reglu. Að vísu kemur úr-
bót í þessu efni að nokkru leyti,
jægar vegarsamband er komið á
milli Eskifjarðar og Neskaup-
staðar og Fáskrúðsfjarðar og
Reyðarfjarðar. Seyðisfjörð \*ant-
ar stóriðju meiri en sildarverk-
smiðjuna, því hann hefir tvö
höfuðskilyrði: vatnsorku og á-
gæta höfn. Neskaupstað vantar
betri höfn en hann hefir nú.
Eskifjörð. — Já, hvað á um
hann að segja? Hann virðist
þvi miður vanta flest, nema
góða höfn og mynlarlegt fólk.
Hvers vegna ekki að flytja Esk-
firðinga og hiis og bryggjur yfir
á Hólmaland við Reyðarfjörð.
Þar er landrými og að sögn góð
aðstaða við sjóinn. Þá yrði
Reyðarfjörður og Eskifjörður
eirtn kaupstaður. En núverandi
Eskifjarðarkauptún verður i
stöðugri hættu fyrir skriðum og
vatnsflóðum. Annars mun eitt-
hvað vera um það rætt, að létta
á Eskifirði með flutningi fólks
jiaðan á Vattarnes. Ekki veit eg
hvað úr því verður. Fáskrúðs-
fjörður mun fá hraðfrystihús
bráðlega, en þess er knýjandi
þörf á þeim stað. Stöðvarfjörð
vantar hafskipabryggju og raf-
stöð, o. s. frv.
Það er margt ógert enn á Aust-
fjörðum og mörgU Grettistaki
eftir að lyfta. En eftir þeirri
reynslu, hvernig Austfirðingar
hafa varist erfiðleikum síðustu
ára, má vænta þess, að þeir verði
liðtækir í sókn, sem að vísu er
hafin nii þegar með myndarleg-
um fyrirtækjum sömstaðar, en
verður almennari í náinni fram-
tíð.
—Timinn 21. des.
Áthugasemd
í Lögbergi frá 30. janúar 1941
birtist ofurlitill greinarstúfur
með fyrirsögninni “Skammdeg-
ishugleiðingar um skáldskap”
eftir S. Baldvinsson, og er ýmis-
legt all-einkennilegt við þá grein.
Fyrst og fremst er undir fyrir-
sögninni “eftir S. Baldvinsson,”
og svo er hún undirrituð af S.
Baldvinsson. Það getur vel ver-
ið, að við þetta sé ekkert at-
hugavert, en alment er það ekki
gert.
Eí
eins langt oj.
hafi labbað heilan dag um Dak-
otafylki í þeiin erindum að selja
bók sina. K.N. var ekki upp-
lagður fyrir farandsölu, til þess
var K.N. ol' afturhaldandi og
jafnvel of óframfærinn fyrir
sjálfan sig. Og eg hefi aldrei
heyrt eða aðrir hér syðra, að
hann á jiessu leiðinda-rangli.
sem mér finst að megi lesa milli
línanna, að S. B. ályktar að
hlotið hafi að vera, og hafi selt
aðeins eina bók og það enskum
inanni, sem auðvitað skildi ekki
eitt einasta orð i henni.
Það sem því viðvíkur að pró-
vil fyrir eitt mótmæla þvi,
eg veit bezt, að K.N.
►
Frœgt
öl síðan
1 877—
#
Biðjið um það með
nafni--- drekkið það
—íhugið hið mjúka,
grípandi bragð!
GŒTIÐ REGLUSEMl
—DREKKIÐ ÖL!
◄
fessor Sig. Nordal sé að reyna
að blása upp belginn af Halldóri
Laxness þá fel eg prófessornum
að annast um það og svara fyrir
sig sjálfan, en hitt er satt, að
vel rnátti hann i skáldatali sínu
minnast Kr. Jónssonar og Bólu-
Hjálmars. Um afturför Borg-
firðinga i skáldskap ætla eg ekki
að dæma. Pálssons bræður og
Siggi Júl. eru enu ofanjarðar og
eru fullfærir að bera hönd fyrir
höfuð sér, ef þeim þykir það þá
þess vert. En mörg gé>ð kvæði
hefi eg séð eftir Sigga Júl., P. S.
Pálsson og þá ekki sízt Þorska-
bít.
En ef S. B. skilur til hlýtar
skáldskap Iígils á 10. öld, Snorra
á 13. öld, Leirulækjar-Fúsa á 12.
öld og Æru-Tobba með “agara
gagara yndisblænum, ilt er að
hafa þá marga í bænum” þá er
hann skáld sjálfur og ekki neitt
bókmentalega eða andlega fisjað
saman.
Skáldskapur Leirulækjar-Fúsa
er býst eg við að sé allauðskilinn,
í það minsta þegar hann rambar
inn kirkjugólfið með koppinn
sinn á öxlinni og kveður við
raust:
“Þennan ber eg hátt á herðum,
hallast hvergi mátt ’ann,
fagurt þing með fjórum gerðum,
faðir sálugi átt’ ’ann.”
Greinin ber\ það með sér að
S. B. er óhræddur að láta i ljós
skoðanir sinar og er það ætíð
virðingarvert.
Með vinsemd,
.7. li. II.
Maður nokkur var á gangi i
garði sinum og sá, hvar garð-
yrk jumaðurinn lá sofandi í
skugga undir tré.
— Bölvaður svikadólgurinn
þú átt ekki skilið, að sólin skin
á þig, æpti maðurinn öskuvond-
ur.
—Eg veit það, þess vegna ligg
eg í skuígganum, ansaði garð-
yrkjuinaðurinn i isvefnrofunum.
★ * *
Eigingjarn er sá maður, sem
sendir móður sinni simskevti á
afmælisdegi sínum og óskar
henni til hamingju.
BORGIÐ
T.ÖGBERG