Lögberg


Lögberg - 27.03.1941, Qupperneq 2

Lögberg - 27.03.1941, Qupperneq 2
o Ld LÖGBER(t, FIMTUDAGINN 27. MARZ, 1941 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá ' THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. | HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 til sin, né aðrir fundið, að hú11 Um auglýsinga- skrum og ”ilm- andi skáldskap Eftir Sigurjón Jónsson, lækni FORSPJALL. Eg hefi lítt fengist við það um dagana að rita um skáldskap, og tel því ekki úr vegi að gera grein fyrir, hverju það sætir, að grein sú varð til, er fer hér á eftir. Þða er að þakka — eða kenna — hinu gegndarlausa skrumi Kristins E. Andréssonar i um- sögn þeirri, er hann ritaði um “Fegurð himinsins í siðasta hefti Tímarits “Máls og menningar.” Það er að visu ekkert nýnæmi að lesa eða hevra væmið lof- gjörðarvell um skáldskap H. K. I.axness, en þarna gat að líta met í því, sem enginn hefir áður náð, nenia ef vera skyldi Sigurður Einarsson í umsögn um Ljós heiinsins í Alþýðublaðinu 1937. Sigurður hafði þá fyrir nokkrum árum sagt skilið við “fornar dygðir” og var ekki enn farinn að daðra við þær á ný. Var því ekki tiltökumál, þótt hann krít- aði heldur en ekki liðugt, og lét eg kyrt liggja. Er það og á einskis manns færi að eltast við þótt ekki væri nema örlítið brot af öllu því, sem gert er að heita má daglega, til þess, að heimska fólk og villa því sýn. En öllu má ofbjóða, og svo fór mér uú, er eg sá* umsögn K. E. A., þá er áður getur. Tók eg mér því íyrir hendur að lesa ólafs sögu Kárasonar Ljósvíkings á ný og vandlegar en áður, til þess að fá full gögn um fánýti lofsins, sem loftungur Kiljans hlaða á hann í tíma og ótíma, — eða þá, ef svo vildi verkast, um það, að mat mitt á skáldskap hans væri fjarri réttu lagi, þvi að ekki er þvi að leyna, að það hefir alla tíð verið heldur lágt, þó að ekki hafi mér fundist allar sögur hans jafn- lélegar. Upp úr þessu varð svo greinin til smátt og smátt, sú er hér fer á eftir, og lauk eg við hana fyrir miðjan október. Varð mér þetta starf til þeirrar hugar- hægðar, að mér rann að mestu reiðin við Kr. E. A. og gerði helzt ráð fyrir að birta greinina ekki öðrum en fáeinum kunn- ingjum mínum, er eg sýndi hana og líklega hefði eg ekki gert það, þrátt fyrir hvatningu þessara kunningja minna, ef það hefði ekki komið á daginn, að eg fór að heyra það úr fleiri áttum en einni, að mér mundi eignuð grein sú eftir X um Fegurð him- insins, er birtist nýlega í Morg- unblaðinu. Þó að ýmislegt sé þar, sem eg er samdóma, þá er þar líka margt sagt, sem eg vil með engu móti að mér sé eignað. Mætti og, ef það kæmist i há- mæli, að eg væri sekur um þá goðgá að hafa skrifað miður virðulega um ritverk Kiljans og dóma dýrkenda hans, virða mér það til kjarkleysis og hræðslu við “forverði andans”, ef eg kin- okaði mér við að láta slíkt villu- triiarrit koma fyrir þeirra augu. Það er enn, að nú eru Ioksins nokkrir góðir mepn teknir að hefjast handa gegn þeirri mál- spilling, sem mjög hefir farið í vöxt hin síðari árin, en þeir hafa allir, að X-inu undanskiklu, látið málskemdarstarfsemi H. K. L. i friði, og er hann þó að minu áliti fremstur í flokki málskemda- mannanna. Þetta- forspjall átti ekki að vera lengra og hafði eg lokið við það í gærkvöldi. En i morg- un (24. nóv.) kemur í Lesbók Mbl. ritgerð er heitir “Tvær miklar skáldsögur.” Er höfund- ur hennar Sigurður próf. Nordal. Um aðra þessa skáldsögu, Srjlon Islandus, er eg prófessornum mjög samdóma, en um hina, F’egurð himinsins, kveður hann mjög við annan en gert er í grein minni, þeirri er fer hér á eftir. Skal ritgerð þessi a. ö. I. ekki gerð hér að umtalsefni, en þess aðeins getið, að ef eg hefði enn verið i vafa um, hvort eg ætti að birta grein mina, þá mundi sá vafi hafa horfið, er eg las ritgerð prófessorsins. Og úr því að próf. gaf mér tilefni til 5 lengja þetta forspjall, þá lang- ar mig til — og vona að prófess- orinn misvirði það ekki við mig —. að enrla það með tveim spak- ’egum málsgreinum úr inngang- inum hjá honum, þvi að þær segja hug minn allan um ritdóma i, er eg gat um hér á undan og aðra af svipuðu tagi, og mundu þvi sóma sér prýðilega sem einkunnarorð greinarinnar hér á eftir: “Það er illa gert við fólk, sem ber frómhjartað trúnaðartraust til leiðsögu ritdómaranna, ef það er gint til þess að kaupa gagl fyrir gæs og eðlissmekkur þess leiddur á refilstigu . . . Því að um það verður varla deilt, að lé- legur skáldskapur er yfirleitt eitthvað það gagnslausasta sem til er (fyrir aðra en skáldíð sjálft)” I. “Halldór Kiljan hefir með Feg- urð himinsins lokið fíngerðasta og fullkomnasta skál'dritinu, sem hann hefir samið fram að þessu. Sagan af Sölku Völku átti meiri ferskleik og grósku, Sjálfstætt fólk þyngri dramatískan kraft, en hvorug þeirra kemst að feg- urð, einfaldleik og ilmandi skáld- skap til jafns við söguna af ólafi Kárasyni Ljósvíking . . . sem hefir nú ('iðlast ódauðlegt líf við hlið Bjarts í Sumarhúsum.” Þetta er upphafið á umsögn Kr. E. .A um síðustu bók H. K. L. Síðan rekur hann nokkuð söguþráðinn í bókinni og kemur annað veifið með sýnishorn af bláþráðóttum heilaspuna og hug- leiðingum hins geggjaða skálds, eða þeirra Kiljans. Þar er með- al annars þetta til að sýna yfir- burði Sigurðar Breiðfjörðs yfir venjulega menn: “Þegar aðrir menn fóru í háskólann í Kaup- mannahöfn til að nema djúpsett vísindi og fagrar listir, þá var hann sendur til Grænlands til að bevkja tunnur. Þegar dándis- menn unnu þrekvirki í almennri meðalhegðun: settu bú saman, gei’ðu sér unaðssælt heimili með fríðri konu og þægum börnum, þá seldi hann sína konu fyrir hund. Þegar aðrir hófust á tinda frægðarinnar, hlutu embætti nafnbætur og tignarmerki, þá var hann dæmdur í tuttugu og sjö vandarhögg. Höfðingjar þjóðarinnar, stórskáldin og for- verðir andans sönnuðu með lær- dómi og málsnild að hann væri leirskáld og fifl.” (Hvílik risa- framför hefir orðið hér á landi í andlegum efnum síðan fyrir 100 árum, má marka á því, að nú hafa “forverður andans” sannað “með lærdómi og mál- snild,” að H. K. L., sem hvorki hann sjálfur né aðrir munu telja meiri snillíng en Sig. Breiðfjörð, sé “genialt” stórskáld og spek- ingur). Þetta og önnur sýnis- horn í umsögninni eru auðvitað sett þar til að sýna snildina. Þau eru nokkurs konar blóm- vendir í andlegum skilningi, og ætluð til að kynna fólki "hinn ilmandi skáldskap.” En þarna er ekkert sýnt af hinu ilmandi blómskrúði þriggja fyrstu bók- anna af sögu ólafs Kárasonar LjósUkings, og er þar þó ekki síður um auðugan garð að gresja. Eg ætla því að það sé þarfaverk að tina, þó ekki verði nema í fáeina, blómvendi úr hverri þeirra og sýna þá lesend- um, til þess að hugmyndir þeirra um “fíngerðasta og fullkomnasta skáldrit” H. K. L. geti orðið sem gleggstar og sönnu næstar. II. Hér koma þá fyrst nokkrir ilmandi blómvendir úr fyrstu bók sögunnar, en hún heitir Ljós heimsins. “Hún var digur og hörð og blá framaní og hundurinn hnerraði, þegar hann þefaði af henni” (bls. 8). — Þetta er lýsing á heimasætunni. Aftur er henni lýst svona á bls. 22: “Þá efaðist hann um að hún hefði mannlegt brjóst. Hún hafði nefnilega ekki kropp og þaðan af síður líkama, hún hafði búk. Það var af henni lykt. (Það er minst á lyktina af þessari stúlku a. m. k. 10 sinn- um i bókinni). Hún var eins og þrefaldur garður.” Á bls. 48 er enn þessi lýsing á sömu konu: “Hún hafði þesskonar andlit með feitum kinnum og ópersónuleg- um augum, sem eru ósköp lítið að reyna að hugsa og ósköp lítið að reyna að þora, en það er einn leyndur drottinn í sálinni, sem lokar fyrir . . . (Reynið þið, les- endur góðir, að leiða ykkur fyr- ir hugskotssjónir kvenmann, sem hefir hvorki kropp né líkama —- sem þið kunnið reyndar að halda að sé það sama — en er þó dig- r ur og eins og þrefaldur garður, | er blá og hörð “framani” en hef- j ir feitar kinnar, að ógleymdum j hinum ópersónulegu augum, sem j eru að reyna að hugsa o. s. frv.) j — “Hann var með grænan flóka- j hatt, sem . . . tók langt niður fyrir eyru, en börðin sátu út á öxlum” (bls. 12). — “Hún dró seiminn á þann hátt eins og slaknaði strengur á undan hverri málhvíld, það minti á sönglag sem endaði í afbeygju; þannig upp aftur og aftur” (bls. 16).— “Hann finnur guðdóminn birtast í náttúrunni í óumræðilegum hljómi, það var kraftbirtingar- hljómur guðdómsins. Hann veit ekki fyr til en hann er sjálfur orðinn titrandi rödd í almáttug- um dýrðarhljómi. Sál hans virð- ist ætla að hefjast út yfir líkam- ann eins og flautir upp af börm- unum á skál” (bls. 18). — “Stinga út fjárhús,” (bls/ 24 — minnir á “að stinga út staup,” “út úr fjárhúsum,” segir reyhd- ar sauðsvaríur almúginn). — “Hún hafði útáliggjandi augu” (bls. 27). — “Hann settist upp í rúmi sínu og horfði uppnum- inn á sólargeisla lífsins” (bls. 45 — “uppnuminn” á líkl. að þýða “frá sér numinn”; annars eru “uppnuminn” og “upphafinn” uppáhalds-lýsingarorð höf., og notar hann þau í tíma og ótima — oftast i ótíina). “Yngismærin Jana hélt áfram að skrækja með boðaföllum” (bls. 51). — “Mær- in Jana . . . hljóðaði í senn fagn- andi og óttaslegin ekki ósvipað l'jallahrossi” (bls. 51—52; á höf. við stóðmeri, en er bara svona “pen” í munninum, eða er þetta einhver sérstök hestategund? Taki menn a. ö. 1. eftir orðaröð- inni í setningunni). — “Síðast var hún öll komin undir loft- skörina nema augun (bls. 52, — þó að hún hefði “útáliggjandi augu,” er mér hulið, hvernig betta mátti verða, því að hvergi er þess getið i lýsingum af stúlk- unni, að augu hennar væru efst hvirflinum). — “Hin jesúandi yngismær Jana, sem hafði næst- um horfið undir skörina fyrir skemstu, var sprottin upp á loft- ið, aftur, að þessu sinni með al- gerðu ofboði í svipnum” (bls. 53). — “Hann gekk með fagurri stillingu innar eftir baðstofugólf- inu” (bls. 54). — “En um það bil sem var að draga til tíðinda, birtist fóstran Kamarilla fyrir guðsmiskun á loftinu” (bls. 55). — “. . . hin léttu hvítu ský sem stundum liggja í hrögli í blám- anum yfir fjöllunum gljúp og fersk eins og lostætur drafla- kyrningur” (bls. 58) — “Hún hafði sent hann burt frá sér um hávetur i poka, til uppcjlslu hjá vandalausuin” (bls. 56).—“Þeir voru sjaldan einir og æðri efni illa séð (ilde set) á bænum” (bls. 77). — “Sú vitund sem horfir móti þessari upphöfnu andvöku er heldur ekki svefn né vaka” (bls. 83). — “Hann undr- aðist, hve líf hásumarsins var kyrlátt og upphafið” (ophöjet, bls. 86). — “Hann olli ekki taumunum fyrir skjálfta” (bls. 90 — þátiðarmyndin “olli” er aldrei notuð, þegar “valda” þýð- ir að geta tekið upp, borið eða ráðið við, heldur er þá sagt, “gat (eða “gat ekki”) valdið”). — Á bls. 98 er talað um heillandi tungutak Sigurðar Breiðfjörðs, “sem vekur í hjartanu ólækn- andi kend um fegurð og sorg.” Allur þessi “ilmandi skáld- skapur birtist á 100 fyrstu blað- síðunum í “Ljós heimsins.” Tals- vert meira en helmingur bókar- innar er eftir; sleppi eg þvi að lesa þar samskonar blóm, þótt ekki vanti blómskrúðið þar held- ur, þvi að þetta er þegar orðið helzti langt, þótt mörgu hafi ver- ið slept af þessu tagi, líka úr fyrri hlutanum. Um söguna i heild verður það sannast sagt i styztu máli, að hún er frámunalega Ijót, leiðin- leg og lygileg. Afkáraskapurinn er fram úr hófi. Litið dæmi um það er — auk blómasafnsins hér Ijyijir frajnan — bæjarnafnið Fótur undir fótarfæti og nöfnin á fjölskyldunni þar: Kamarilla, Júst og Magnína. Og fólkið er jafn-ólíkt venjulegu sveitarfólki sem þessi nöfn eru ólík venju- legum nöfnum þess. Það er flest, a. m. k. það, sem mest kemur við söguna, næst skáld- inu, sjúklega grimt (“sadistar”), hefir sjúklegt kynferðislíf og slagar hátt upp í Bakkabræður að heimsku. Það hefir verið sagt, að bókin væri ádeila á þjóðlesti, einkanlega illa með- ferð á sveitarómögum. Nú má fullyrða, að meðferð á niður- setningum er yfirleitt sú sama sem á öðru heimilisfólkl. Stöku undantekning kann að vera, en fráleitt svo að nokkuð sé i áttina til þess sem i sögunni er lýst. Ádeilan missir þvi marks, því að til þess að ádeila hitti þá eða þann, sem á er deilt, má með engu móti færa svo mikið í stil- inn, að hvorki þeir, sem ádeil- unni er stefnt að, geti tekið hana geti átt við þá. Ádeila í sögU' formi, sem enginn getur tekið til sín, er að sinu leyti eins og skop' mynd, sem er svo afskræmd °é ójík öllum menskum mönnuiÐ’ að ómögulegt er að þekkja ^ hverjum hún á að vera. Hu» minnir líka á manninn, sein þóttist öllum snjallari að herina eftir, en allar hans eftirhernu'i' mistu marks, því að hann aí' skræmdi svo málfæri og látbragð. að enginn þekti eftir hverjum hann var að herma í það og þ;,ð sinn. III. Næsta bókin er Höll sumarlandsins. Hún er ennþá leiðinlegri °$ afkáralegri en hin og engu senni- legri. Hún byrjar á lýsingu a 3 brjáluðum aumingjum, en flestalt fólkið, sem við söguna kemur, er litlu betur gefið, °$ er tal þess, háttalag alt og likast þvi, sem við mætti búast á Kleppi, en hvergi annars stað' “COCKSHUTT VERK- FÆRIN ERU FYRSTA FL0KKS VERKFÆRI” effi. COCKSHUTT TILLER COMBINE er alveg sérstæð . . . hefir enn forustu . . . plægir, diskar, sáir og herfir! Pessi Cockshutt Tiller-Combine hefir þá einkakosti, er skipa henni t fremstu röð viðvlkjancli starfshæfni, auðveldri meðferð og endingu. Hön verndar rakann, dregur úr foki, og tryggir meirl uppskeru. Sparar yður vinnudaga við sáningu, og er ágæt við sumaryrkju. Gerðir fyrir hesta og dráttarvélar, sem eiga við hvaða bændabýli sem er. Skoðið þær hjó. Cockshutt umboðsmanninum i dag! COCKSHUTT No. 8 Seed Drill tryggir betri sáningu . . . meiri uppskeru . . . sáir nákvæmt, > jafnt og greiðtega. Hún tryggir fullkomna, jafna sáningu á á réttri dýpt, vegna þess að hún er hlekkjuð saman líkt og stálbrúl Hyatt róluvöltur og Alemite smurning. Fáanleg ( 16 til 36-run stærðum, fyrir hesta eða dráttarvélar. Skoðið vél þessa hjá Cock- shutt umboðsmönnum. Spyrjist fyrir um No. 18 Press Drill til sáningar í gljúpum jarðvegi! Hafið tal af Cockshutt umboðsmanni . . . Hann mnn spara yður pen- inga! PLO W COMPANY LIMITEP WINNIPEG REGINA SASKATOON CALGARY EDMONTON Innköllunar-menn LÖGBERGS Aniaranth, Man.............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson Arborg, Man...........................Elias Elíasson Árnes, Man..........................Magnús Einarsson Churchbridge, Sask...........H. 0. Loptson Baldur, Man..................0. Anderson Bantry, N. Dakota.....Eánar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........Arni Símonarson Blaine, Wash.............Arni Símonarson Bredenbury, Sask.............H. 0. Loptson Brown, Man....................J. S. Gillis Calder, Sask. ..............H. 0. Loptson Cavalier, N. Dakota.....B. S. Thorvaldson Cypress River, Man...........O. Anderson Dafoe, Sask...............J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota.........Páll B. Olafson Edmonton ............................... Elfros, Sask.....Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.......................... Garðar, N. Dakota..........Páll B. Olafson Gerald, Sask................. C. PauLson Geysir, Man................Elías Elíasson Gimli, Man. ................. 0. N. Kárdal Glenboro, Man............................O. Anderson Hallson, N. Dakota.........Páll B. Olafson Hayland, P.O., Man......Magnús Jóhannesson Hecla, Man..................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota ........... John Norman Hnausa, Man.................Elías Elíasson Husavick, Man. ...:..........0. N. Kárdal Ivanhoe, Minn....................B. Jones Kandahar, Sask.............J. G. Stephanson Langruth, Man..........................John Valdimarson Leslie, Sask............................Jón Ólafsson Lundar, Man..................Dan. Lindal Markerville, Alta............0. Sigurdson Minneota, Minn...................B. Jones Mountain, N. Dakota........Páll B. Olafson Mozart, Sask............................... Oakview, Man................ Otto, Man....................Dan. Lindal Point Roberts, Wash..........S. J. Mýrdal Red Deer, Alta......'........0. Sigurdson Reykjavík, Man........................Árni Paulson Riverton, Man........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash..................J. J. Middal Selkirk, Man...........................Th. Thorsteinsson Siglunes P. O., Man....Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man.......... Svold, N. Dakota........B. S. Thorvardson Tantallon, Sask..............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota......Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man.................Eflías Elíasson Vogar, Man..........................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man.......................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man....Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beách, Man........0. N. Kárdal Wynyard, Sask.............J. G. Stephanson

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.