Lögberg - 02.10.1941, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.10.1941, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER, 1941 Endurminning um afdala-afdali Eftir M. Ingimarsson. (Framh.) VI. Hún hafði skamt að fara úrj snjófjöllunum og í Norðurá. Það i er líklega svekkjandi fyrir Hvassá, svo fjörug og ákaflynd sem hún er, að verða að sam- einast Norðurá svo fljótt, sem er svo sein og silaleg — drattast aldrei áfram nema þar sem strengir og fossar eru í henni. Það myndaðist oft geysilangur og þykkur snjóskafl að vetrin- um neðan við brekkurnar þar sem Hvassá fellur úr djúpu klettagljúfri fram á undirlendið. Þar var oft snjóbrú á ánni fram eftir vorinu og var oft gengið yfir á þeirri brú og það kom jafnvel fyrir að norðanpósturinn fór þar yfir með hesta sína, ef áin var ófær, sem oft gat viljað til. Það var allhár foss rétt. neðst í gljúfrinu. Það söng hátt og snjalt í honum er vöxtur hljóp í ána. Hvassárdalurinn er fagur og merkilegur afdalur; snjófjöllin risa hátt upp í himin- blámann fyrir botni hans; í þeim voru ærið miklar fannir alt sum- arið. Öll þau ár, sem eg átti heima í nágrenni við þau hér um bil á miðjum dalnum að vestan verðu féll gil í ána, sem hét Lambagil, það kom úr svo- kölluðu Lambavatni, að austan verðu við dalinn innarlega var einn stakur hóll kringlóttur, ærið hár, hann hét Skollhóll; það ör- nefni hefði máske getað verið dregið af þvi að refir hefðu haft þar bækistöð því að tóan var á stundum kölluð skolli. Út úr botni Hvassárdalsins gekk enn afdalur beint vestur í Haukadals- fjallgarðinn, hann takmarkaðist annarsvegar af Snjófjallahlíð- inni en hins vegar af svokölluð- um Jötnagörðum, en það örnefni var víst dregið beint af útliti landslagsins, því það var eins og í fyrndinni hefði verið hlaðin þar úr stuðlabjörgum garður fyrir þveran dalinn af risahönd- um; af því fólki, sem bjó í Forna- hvammi þekti eg bezt eða kynt- ist mest þeim mætu hjónum Ein- ari Gíslasyni og Önnu Bjarna- dóttur. Þau reistu býli ð og bjuggu þar lengi en síðar bjuggu þar hjón, sein hétu Jón og Ingi- björg og enn síðar hjón er hétu Davíð og Þórdis. Enn kemur afdalur eða réttara sagt þver- dalur á að giska lítið eitt neðar en miðja vega frá Fornahvammi; fram að Holtavörðuheiði var dal- ur, sem hét Búrfellsdalur og Búrfelsá féll eftir honum og í Norðurá, hann náði upp að Snjó- fjöllum og nálægt botni hans var einkennileg og einstök kletta- borg, sem hét Tröllakirkja; á þann dal var oft farið til að taka fjallagrös, í þann tið var mikið af þeim á þessum ein- kennilega háfjalladal. Innst i botni Norðurárdalsins var ofur- Business and Professional Cards lítill kofi að norðan verðu við ána, sem var kallaður sæluhús, hann var færður úr stað og bygður upp að nýju um 1876, eftir það var hann notaður fyr- ir leitarmenn. Eg, sem þetta rita tók nokkrum sinnum þátt í því þjóðnytjastarfi að leita ýmist vestur fjöllin til Brekkuréttar eða austur fjöllin — Holtavörðu- heiði og hellistungur til Þverár- réttar. Eitt þykir mér einkenni- legt þegar eg var staddur á há- lendinu þar sem voru vatnaskil, þá þótti mér sem þau vötn, sem áttu að fara í Borgarfjörð og Faxaflóa, féllu með meiri hraða heldur en hin, sem þurftu að fara í Hrútafjörð og Húnaflóa. Eg veit ekki hvað til grundvall- ar hefir legið fyrir þeirri tilfinn- ingu, en hitt er. víst, að hún gerði. vart við si ghjá mér. I gamla daga var Þverárrétt ekki til, hún varð ekki til fyrri en um leið og Fiskivatnsrétt var lögð niður, og það var víst um 1886. Eg heyrði gamla fólkið oft minn- ast á “Fiskivatnsréttar daginn gamla”; hann hafði verið á fimtudaginn í tuttugustu viku sumars, en var færður fram um viku i tuttugustu og fyrstu viku sumars, en svo sem að líkum lætur, hafa ekki allir á þeim gömlu dögum verið á eitt sáttir að því er nýbreytniria snerti fremur en endranær. Eftirfar- andi vísa bendir í þá átt en hún var eignuð séra Jóni Þorláks- syni á Bægisá: “Dóms og hels eru dagar tveir duldir vitundir manna, en nú fundu þriðja þeir, —það er fjallreiðanna. Office Phone Res, Phone 87 293 72 409 Or. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. ■ Winnipeg Lækningastofu-simi 23 703 Heimilissími 46 341 Sérfræöinpur í öllu, cr aö f húösjúkdómum lytur Viðtalstimi: 12-1 og 2.30 til 6 e. li. | Og svo tugum ára síðar var rétt- ardagurinn enn færður fram í tuttugustu og aðra viku sumars, og er það ef til vill enn svo. Sunnudagurinn næsti fyrir réttir var oft nefndur fjallreiða-sunnu- dagur. Þótt Nori5urárdalurinn væri tilkomumikill og fagur með öllum sínum afdölum í sumar- dýrðinni, þá mun þar hafa verið meira vetrarríki en í nokkurri annari sveit í öllu Borgarfjarðar- héraði, ekki sízt á hafísaárunum, sérstaklega þó í framdalnum og næst heiðinni. Vorið 1881 kom við marga búendur og það var lengi kallað harða vorið. Þessar framfærslur á réttadeginum, sem hér hefir verið minst á, hafa eflaust að nokkru leyti verið gerðar í hagsmuna skyni víð heyskapinn. Einhver hagyrðing- ur hafði gert vísu um dalinn og er hún sem fylgir: Norðurárdalur næsta svalur löngum, fáar jómfrúr finnast þar, flest eru tómar kerlingar. Nú sem fyr mun vera örugg- ast að láta Landnámu segja frá: Þorbjörn Blesi nam land í Norð- urárdal fvrir sunnan á, upp frá Króki ok Hellisdal allan, og bjó á Blesastöðum. Hans son var Gísli at Melum í Hellisdal, við hann eru kend Gíslavötn; annarr son Blesa Þorfinnur á Þorfinns- stöðum.” Hvenær þessi ein- kennilegi og grösugi fjalladalur hefir farið í eyði er ekki gott að giska á, en maður mundi geta þess til að það hefði verið svo sem 100 árum siðar en Land- náma var rituð eða í byrjun fimtándu aldar þegar hin geig- vænlega plága tók landið og þjóðina helgreipum og kölluð hefir verið “svarti dauði” og sagan segir að varað hafi í tvö ár. Safnið af Holtavörðuheiði og Hellistungum. sem átti að fara til Þverárréttar var æfinlega hvílt í ármótunum i svokallaðri Hell- istungu og það var mikill og fallegur hópur: “Féð má líta fólkið margt og feitan klárinn, engin sjást þó af því hárin eftir liðin hundrað árin.” Hellisá var lík mörgum kyn- systrum sínum í því að vera ströng og staksteinótt. í vatna- vöxtum var hættulegt að fara DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only 0 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Wlnnlpeg, Manitoba DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcai Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice tfmar 3-4.30 0 Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Qraham og Kennedy Sts. Phone 22 866 • DR. ROBERT BLACK Sérfræðingrur f eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstfmi — 11 til 1 og 2 til 5 Ree. 114 GRENFELL BLVD. Fhone 62 200 Skrifstofusími 22 251 Heimilissfmi 401 991 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 0 406 TORONTO QEN. TRUSTS BUILDINQ Cor. Portage Ave. og Smith 8t. PHONE 26 545 WINNIPEG Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsími 30 877 0 Viðtalstfmi 3—5 e. h. DR. A. V. JOHNSON Dentist 0 Tiiorvaldson & Eggertson Löp frœöingar 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 300 NANTON BLDG. Talsími 97 024 DR. K. J. AUSTMANN 512 MÍÍDICAL ARTS. SLCO. Stundar eingöngu Augna- Eyrna-, Nef- og Háls- sjúkdöma. DR. J. T. CRUISE, 313 Medical Arts Bldg., lftur eftir öllum sjúklingum mfnum og reikning- um 1 fjærveru minni. Talsfmi 23 917 H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrasöinour 0 Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenmkur Vóofrœöingur 0 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legstelna. Skrifstofu talsíml 86 607 Helmllis talslml 501 562 . 1 J. J. SWANSON & CO. LIMITED »08 AVENUE BLDG., WPEG. 0 Fastelgnasalar. Leigja hús. Ct- vega penlngal&n og elds&byrgð, bifrelðaábyrgö o. s. frv. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEO 0 PœoOegur og rótepur bústaöur < miöbtki borgarinnar Herbergi »2.00 og þar yfir; með baðklefa »3.00 og þar yfir. Agætar máltfðir 40c—60c Free Farking for Guests yfir hana, hún fleygði þá öllu, sem hún réði við út í Norðurá. “Hrollir mér hugur, er hugsa eg til millibils mjóddar í mannsveru.” ástar og haturs, harms og sælu, vits og vanvits, vamma og dygðar engils og hrædýrs himins og vítis.” Frá mynni Hellisdals og ofan að Króki, sem er fremsti þær i Norðurárdal að sunnanverðu við ána, var mikið votlent engja- land, sem var kallað Gunnbjarn- armýrar, í svo kölluðum króks- hálsi; ekki er ólíklegt að það hafi einmitt dregið nafn af þeim hinum sama Gunnbirni, sem Landnáma segir frá. f Króki bjuggu lengi hjón, sem hétu Jón Helgason og Þórlaug Jónsdóttir. Sá Jón var föðurbróðir Jósafats ættfræðings er margir landar kannast við, bæði austan- og vestanhafs. Þeirra ætt var á stundum kölluð Háafellsætt, kend við Háafell í Hvítársíðu. Næsti bær fyrir neðan Krók hét Háreksstaðir, þar voru lengi hjón, sem hétu Davíð og Guð- rún; sá Davíð var Hvítsíðingur að uppruna. Háreksstaðir voru þri nær beint á móti Hvammi. Næsti bær fyrir neðan Háreks- staði hét á Hóli, þar bjuggu hjón, sem hétu Bjarni og Dýrunn. Sá bær var hér um bil beint á móti Dýrastöðum, og næsti bær fyrir neðan Hól hét Hafþórsstaðir. Fjallgarðurinn á milli Þverár- hlíðar (sem Landnáma kallar Þverárdal) og Norðurárdals var einu nafni nefndur Grjótháls, en þar að auki hafði hann jafn- mörg nöfn og bæirnir voru, sem stóðu sunnan undir honum í hlíðinni og norðan undir honum i dalnum. (Framh.) Freiátingin Frá “Nemó” á Gimli. (Framh.) Badenveilir er skamt frá Scharzvald, og þó hann sé lítill bær, einhver fegursti baðstaður. Það er eins og nátúrunni hafi þótt dalur þessi bezt fallinn til að auglýsa fegurð sína. Baden- veilir ber nafn með rentu og nafnkunnur frá elztu tímum. Margir baðgestanna höfðu sezl að í Carlsruhe, það er bezta gisti- húsið í bænum. Þar í garðinum við húsið voru nú gestir margir staddir. Madame Perschof með dóttur sína var nýkomin, höfðu ungu mennirnir staðið upp úr sætum sínum frá þeim og hörfuðu til hliðar með blóðrjóðar kinnar. Kona þessi hafði gift þrjár elztu dætur sinar og var hún kmoin til að litast um eftir fjórða tengdasyninum. Þegar hún hafði kastað kveðju á gest- ina tók hún sér sæti og lét dótt- ur sína setjast við hlið sína, er sú hyggni aldrei um of á slíkum stöðum. Við komu þeirra hafði samtalinu slotað, en var nú byrjað aftur. “Það segi eg satt,” mælti kerl- ing, sem ein sat á þremur stól- um, “að mér er óskiljanleg dvöl þessarar ungfrú Morpeth héma og hvernig hún ferðast um land- ið með einhverskonar fylkis- stjóra, án allra annara manna aðstoðar eða hvað hún er að hafast hér að. Eg skil það ekki.” “Það er auðskilið mál,” sagði grannkona hennar.”—“Eg þekki siði þessa fólks því maðurinn minn er í ensku lestrarfélagi í Frankfurt, og eg get fullvissað yður um að ungar stúlkur ensk- ar ferðast aleinar eður þá með unnustum sínum.” — “Svei! þvi- líkt siðferði,” sagði Madame Perschof. —< “Og þessi herra Burns, sem er Englendingur fyigir stúlkunni hvert sem hún fer, og það er gott ef hún ekki kallar hann gamlan ættarvin, og eg hefi veitt því eftirtekt og trúi því að hann sé elskhugi hennar.” “En þegar litið er til aldurs- ins gæti hann verið faðir henn- ar.” — “Það er þeim mun skilj- anlegra, því stúlkan er einmitt á þeim aldri, sem gamlir menn sækjast mest eftir; annars þori eg að veðja að herra Burns er auðugur.” — “Andstyggilegt! Andstyggi- legt!” hrópaði Mrs. Perschof. “Eg er nú aðeins fátæk einstæð- ings ekkja, en ætti eg dóttur eins og ungfrú Morpeth . . .” —“Eg veit hvað þér ætlið að segja, en þér þekkið ekki siði þessa enska fólks, þeir hafa sín lög og sína siði sem þeir víkja aldrei frá,” sagði einhver.— “Þetta getur nú alt saman átt sér stað, jafnvel þó eg skilji ekkert í því, en eg veit þó það, að de Launay hefir fengið ást á þessari stúlku.” — “Það er eink- ar fríður maður og ætti skilið að fá miklu laglegri og fullkomnari stúlku,” sagði Madame Persc- hof og leit um leið til litlu dótl- ur sinnar er sat við hlið hennar. “Þei! þei!” kallaði kerlingin á stólunum þremur til hennar. Hún hafði naumast slept orðinu þegar Edvard de Launay kom. Svo var að sjá að hann gæfi þvi engan gaum er Madame Perschof með mikilli viðhöfn bauð hon- um bezta sætið, sem auðvitað var við hlið dóttur hennar. De Launay settist þegjandi niður, ekki allnærri öðrum og virti hina umhyggjusömu móður ekki við- lits. Hún mælti því með nokkurri þykkju: “Hvað kemur til þess herra de Launay, að þér vanræk- ið skyldu yðar i því að gæta hinnar yndislegu ungfrú Fanny Morpeth?” — “Ungfrú Morpeth fer ekkert út í dag, hún er ekki vel frísk,” svaraði de Launay. — “Með alvöru, það held eg að ekki sé satt, því eg mætti henni ekki fyrir löngu síðan.” — “Ungfrú Morpeth sagði mér þetta sjálf, því í gærkveldi höfð- um við talað um að eg fylgdi henni á skemtigöngu í kvöld.” — “Nú, er það svona, þér eruð þá ekki jafn heppinn og eg hugði, en hve maður getur geng- ið villur vegar.” Og í sama bili benti Madame Perschof á ungfrú Morpeth, sem kom þá ríðandi á múl og stefndi að dálitlum skóg. Hún kom bersýnilega úr langri skemtiferð og herra Burns fylgdi henni gangandi. De Launay stóð upp úr sætinu og leyndi sér ekki undrun hans. Ungfrú Morpeth roðnaði og hraðaði sér fram hjá og hélt til gistihússins en talaði ekkert. Herra Burns fylgdi henni eftir, til þess de Launay tók í handlegginn á honum og bað leyfis að mega tala við hann undir fjögur augu. Englending- urinn varð við bón hans og gengu þeir afsíðis. Þegar þeir þóttust komnir nógu langt frá fólkinu, nam de Launay staðar og tók svo til máls: “Þér munuð renna grun i hvers vegna eg kallaði á yður til viðtals?” — “Getur verið,” svar- aði herra Burns — “en yður get- ur verið það dulið að eg elska ungfrú Morpeth, og að hugir okkar hafa fallið saman; minsta kosti hafði eg ástæðu til að ætla að svo væri þangað til að þér komuð. Síðan hefir hún breyzt svo að nú þelcki eg hana ekki borið saman við það er áður var.” — “Ung stúlka hefir ætíð heimild til að yfirvega afleiðing- arnar áður en hún giftist ókunn- um manni,” svaraði herra Burns. —“Eg skil yður ekki til fulls,” sagði de Launay. “Mér finnast orð yðar búa yfir einhverju hul- iðsmáli, sem þér þó hafið engan rétt á, en ef þér óskið eftir upp- lýsingum um hagi mina, er eg fús að veita yður þær. Eg þarf ekki að bera kinnroða fyrir hver eg er.” — “Já, þær vil eg heyra,” sagði herra Burns. — “Eg er kominn frá elztu ættum Frakk- lands. Faðir minn var yfirher- foringi á herskipi og dó í Brest og lét mig eftir föður og móður- lausan. Eg hefi verið sáralæknir þar til fyrir hálfu öðru ári síðan að eg yfirgaf þá atvinnugrein. Hvað efnahag mínum líður — við orð þessi breyttist málróm- urinn — þá á eg 400,000 franka sem eg get sýnt hvenær sem þörf krefur.”— “Alt, sem þér hafið sagt, hlýt- ur að vera ungu stúlkunni sam- boðið, en hvað mig áhrærir geri eg mig ekki ánægðan með orðin ein,” svaraði herra Burns. — “En þessi tortryggni yðar er beinlínis mér til óvirðingar.” — “Nefnið það heldur varfærni,” sagði herra Burns. — “En hafið þér heimild til jað spyrja mig og beina að mér grunsömum orðum?” svaraði de Launay. “Eg þekki yður ekki, og veit ekkert hver þér eruð, en eg er vinur ungfrúarinnar og ber velferð hennar fyrir brjósti, ekkert ann- að.” — “Gæti eg ekki verið á- ngður með orðin ein?” sagði de Launay. — “Þér verðið að minn- ast þess, að það voruð þér sem óskuðuð eftir samtalinu við mig og baðst af fúsum vilja að mega segja mér einkamál yðar, án þess mér væri í því nokkur greiði, eg hefi sagt yður það sem eg áleit a mér bæri að segja yður, og ef þér ekki gerið yður ánægð- an með það, á eg engan frekari þátt í þessu. Svo óska eg yður gleðilegs morgundags.” — f sama bili kom ungfrú Mor- peth. “Eg kem, elskan mín! eg kem,” kallaði Englendingurinn og gekk tafarlaust til móts við hana en skildi de Launay eftir með allar áhyggjurnar. Var ungfrú Morpeth tilfinningarlaus daðurhdrós er lék með tilfiún- ingar hans? Hverskonar bandi var hún tengd þessum Englend- ing? Skyldi hún hafa breytt háttsemi sinni við deLaunay af fjöllyndi sínu? eða elskaði hún hann í raun og veru? Hann gal hugsað um þetta svo lengi sem hann lysti, en komst þó aldrei að niðurstöðunni. Þegar de Launay sá ungfrú Morpeth um kvöldið, gaf hann sig ekkert að henni og hélt sér í svo mikilli fjarlægð sem hægt var af fyrverandi unnusta, hann leitaðist jafnvel við að dylja af- brýði sína er hann leit til ung- frú Morpeth, var það mikið gleðiefni móðurinni er komin var til aðstoðar dóttur sinni. Ungfrú Morpeth var alvarleg en ekki reið. Það leið hver dag- urinn af öðrum, hún fór að verða raunaleg í málróm, og svipur þj áningarlegur. De Lau- nay sá hana flýta sér til póstsins sem kom með bréfin til gesta- hússins. Loksins hafði hún það langþreyða bréf i höndunum. Hún varð náföl er hún tók á móti böggli með póstmarkiiju “Brest” g flýtti sér svo með það til herra Burns. Utanáskriftin var til hans, en því líkast að ör- lög hennar stæðu í sambandi við bréfið. Þegar de Launay sá þetta, blossaði upp ástríða hans, gekk hann ineð hryggum hug út úr húsinu og út í garðinn, og fleygði sér niður í bekk, sem þar var til þess í næði að geta hugsað um hagi sína, og til þess að enginn væri vottur að sálarkvölum hans, er stöfuðu af að sjá sig fyrirlit- inn af unnustu sinni og að ann- ar var kominn í hans stað. Ekki hafði hann setið lengi er klappað var á öxl hans og nafn hans nefnt um leið, í undur þýðum málhreim; þekti hann þar málróm sinnar elskulegu Fannýar. Hann spratt á fætur og sá að það var hún, stúlkan, sem hann elskaði heitar en sína eigin sál; hún stóð nú frammi fyrir honum með gleðisvip og brosti við honum ástúðlega, hann sá gleðigeisla ástarinnar leiftra um enni heitmeyjar sinnar, er hún rétti honum aðra hendina sem vitni um endurnýjaða ást og viðkvæmni, í hinni hendinni hélt hún á bréfi. Töfrandi gleði geislaði um andlit hennar; þó olli bréfið honum mikils kvíða. Þau töluðu saman nokkur orð, og voru þá orðin aftur eitt hjarta og ein sál.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.