Lögberg - 02.10.1941, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.10.1941, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGTNN 2. OKTÖBER, 1941 a Ungfrú Morpath fékk nnnusta sínum bréfið, án þess að minn- ast á innihaldið. Hann las það með mestu ákefð. Til herra Burns: “Herra! Vér höfum aflað oss upplýsingar um per- sónu þá er þér nefnið. Hann er sonur de Launay skipsforingja, sem dó í Brest 1820. Skírnar- nafn hans er Edvard. Hann gekk sem undir-sáralæknir' í konunglega þjónustu við fanga- húsið í Brest fyrir 5 árum síðan, en vék þaðan 8. apríl síðastl. eft- ir að hal'a erft (að hans sögn) ættingja sinn að miklum auð- æfum; nafn arfleifanda þekkist ekki, hann hefir verið heiðvirð- ur maður og vel látinn. Lýsingu þessa höfum vér fengið gegnum lögreglustjórnina. Með undir- rituðum nöfnum okkar, erum vér með virðingu yðar, Roche- forth and Comp.” Meðan de Launay var að lesa bréfið, fór til muna að síga í hann, og er hann hafði lokið lestrinum æpti hann upp: “Það er þá eg, sem lýst er í bréfi þessu. Geti eg aðeins með að- stoð bréfs þessa orðið eiginmað- ur ungfrú Morpeth, verður það aldrei, nei aldrei. Eg vil tíu þúsund sinnum heldur verða án þess, heldur en með mig sé far- ið sein glæpamann. Þetta er ó- þolandi. — “Edvard! Læturðu mig heyra þessi orð af vörum þínum,” sagði ungfrú Morpetb. — “ó, eg finn að hjarta mitt er að springa. Svo framarlega að Guð lifir á himnum, skal þessa verða hefnt,” mælti de Launay. —- “Vertu hægur, þú veist ekki hvað þú talar,” sagði hún. — “Og eg veit það ofur vel, hann biður um hönd þína.” — “Nei, öldungis ekki, því er alt öðru vísi háttað,” sagði hún. — “Nei, segið mér og eg særi yður. Hvers- vegna lætur hann sér þá svo ant um yður og í öllu er yður viðkemur?” sagði hann. “Eg bið yður að spyrja einskis frekara út í þetta. Eg hefi lofað að á morgun fáið þér að vita hvernig öllu er háttað, en til bráðabyrgðar get eg sagt yður, að hann er mér náskyldur og elskulegur ættingi, en fáeinir dagar verða að líða til þess nafn hans verður gert ölluin kunnugt og gert hefir verið út um mál hans við herforingjann er hann særði i einvíginu. Bíð þolinmóð- ur dálítinn tíma, ástkæri Edvard, þá verða engin dulmál okkar í millum framar.” — Þetta orð, “ástkæri” Edvard, sefaði hugmóð hans, og honum féll vel að heyra að herra Burns væri frændi hennar. Þó honum þætti þörf á að láta sjá á sér þykkju hvað bréfið áhrærði, þá var innihald þess ekkert móðgandi. Dc Launay þóttist því alsæll. Manni ætti því ekki að koma á óvart þó hann að fáeinum mínútum liðn- um hefði gleymt bréfinu, herra Burns, ungfrú Perschof og öll- um heiminum. Klukkuhljómur- inn, sem kallaði fólk til kveld- verðar raskaði ró elskendanna þegar ástaratlot þeirra stóðu sem hæst. Þeim fanst sem þau hefðu talað saman í aðeins 5 mínútur, svo leið tíminn fljótt. “Eigum við að skilja undir eins, elskulega Fanny. ó, lofaðu mér þó að ininsta kosti að finna þig á sama stað annað kvöld.” — Hún játaði því. “En hugsið að- eins um mig þangað til, en — bíddu við. Taktu hér við dá- litlum hlut, sem getur mint þig á mig, þangað til.” — “Þess ger- ist engin þörf Edvard.” — “Ger- ið það mér til ánægju, hérna,” sagði hann og tók “capsel” úr vasa sinum og mælti: “Þessi litli hlutur hefir lengi fylgt ætt minni, taktu við honum sem merki þess, að nú lítur móðir min niður frá himnum á ást okkar.” Svo hnýtti hann þess- um ágæta grip í hornið á klút hennar, eftir það gengu þau inn í borðsalinn. Gesfirnir voru seztir í þyrping- ar. Herramennirnir töluðu um nýjar uppgötvanir í Afríku, en kvenfélgið talaði um hættuna, sem vofði yfir ferðamönnunum meðal ósiðaðra þjóða. Edvard settist niður og fór að taka þátt í samtalinu. (Frainh.) --------------V---------------- Sundum er betur farið er heima setið Nýlega hefir ein af allra á- kveðnustu tilraunum verið gerð til að veita alþýðufólki viðsveg- ar úr Canada og Bandaríkjunum kost á að kynnast opinberlega ýmsum listamálverkum úr Vest- urálfu. Fyrir þremur árum síð- an stofnaði eitt af voldugustu verzlunarfélögum heimsins “In- ternational Business Machines Corp.” að nafni, til þessarar framtektar með því að kaupa og safna í eina heild, niyndum eftir fræga málara — tilhlutað þannig að tveir úr hverju ríki frá Alaska til Cape Horn og frá Atlantsshafströndum til Kyrra- hafsins yrðu fyrir valinu. Að þetta var auglýsingabragð hjá félaginu dylst engum, en gildi og gagn safnsins hefir hvergi minkað við tilefnið, eins og bú- ast mátti kannske við; það er auðséð að hvergi hefir verið sparað á kostnað safnsins sjálfs. Enda líka er það vitað, að eftir því sem safnið er föngulegra, eftir því vekur það meiri eftir- tekt og viðari aðdáun hjá al- menningi og stuðlar hlutfalls- lega betur að eflingu nafns eig- andgns. Þar að auki er Mr. Watson, forseti félagsins, sjálfur mjög hlyntur málaralistinni og skýrir ýtarlega l'rá því að listin geti átt verklegan þátt eða sam- band í starfrækslu hversdags- verkahring allra. Augnamið þessarar tilkynning- ar er aðeins til að leiða athygli að þvi tækifæri sem öllum gefst að sjá þetta íburðarmikla lista- safn á meðan það er hér. Sýn- ingin er opin daglega frá kl. 2.30 til 5.30 e. h. og frá 7.30 til 9.30 á kveldin í listasal Winnipeg Auditorium. Það dugar ekki að fresta þessari heimsókn of lengi, því sýningin fer áleiðis til Lon- don, Ont. um 7. okt. Að undan- förnu hafa margar svipaðar sýn- ingar, þó engin eins stórkostleg og þessi, staðið hér við, og er það mikið vafamál hvort íslend- ingar yfirleitt hafa notfært sér slík mentunartæki að fullu, mik- ið fyrir það, að þeim hefir ekki verið kunngert um þau í tæka tíð. Aðgangur að þessum sýn- ingum er ávalt eins og nú ó- keypis, og ættu því sem flestir að líta þar inn stundarkorn af og til, þó ekki sé nema til að drepa tímánn á meinlausan hátt, eða fyrir forvitnis sakir, eða eins og nú til að sjá myndina af kerlingunni frá Perú og sannfær- ast ineð mér, að betur hefði Sig- urður Breiðfjörð gert með því að kenna manni að þekkja sprundin frá Perú, heldur en frá Grænlandi, sem maður fær að- eins að sjá í gegnum Grænlands- visurnar stöku sinnum nú orðið og aldrei í málverki. Gissur Elíasson. -----------------V------------------- Tyrkir eru nú að reisa tvær útvarpsstöðvar í viðbót við þá, sem fyrir er. Þessar tvær eiga eingöngu að útvarpa til tyrk- neskra hlustenda. BiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiniiHiiiiiiiiiiii innnnniinnnnniinnnnnniiinnnniiiiiinnnniniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiini liiiiliiilliMillllliniiinimilllliilllllilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiniimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiininiiiiii uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiinininiiiiniiiiiiiinniiiiiiiiiniiiiiiiiiniiniiniiniiiiinni' Attrœðisafmæli merkrar konu Þann 14. september þ. á. átti Hallfríður (Snowfield) Thorwaldson, sem nú er til heimilis i Los Angeles, áttræðis- afmæli. Hún er ekkja Elísar heit. Thorwaldson, er andað- ist að Mountain í North Dak- ota, 12. sept., 1927. Þau höfðu þá búið þar saman í þriðjung aldar og átt mjög ríkan þátt í lifi bygðar sinn- ar og umhverfis. En Hall- friður hafði átt þar heimili frá þvi 1883 og einnig á þeim árum tekið atkvæða- mikinn þátt í velferðamálum sveitarinnar. Síðustu fjórtán árin hefir hún verið í fjar- lægð frá þeim stöðvum sem nutu krafta hennar um svo langt skeið, en það hefir ekki fyrnt yfir það hjá þeim, er henni voru samtíða, og til þektu hve nytsöm manneskja hún reymdist í hvivetna heimabygð sinni og hve fram- arlega í fylkingu hún stóð, Hallfriður Thorwahlson ekki einungis þar, heldur i heildarlífi Vestur-íslendinga. Thorwaldsons heimilið að Mountain var alkunnugt fyrir höfðingsskap og risnu meðal íslendinga í Ameríku og hjá gestum frá ættjörðinni, uni leið og það var innlendu fólki glöggur vottur um íslenzkan myndarskap og manndóm. Það virðist þ\á mjög við eiga að minnast þessarar merkiskonu að nokkru við þessi tímamót meðan hún ennþá nýtur heilsu og krafta. Það er hverju mannfélagi sómi að kunna að meta þá, sem vel hafa reynst og láta þá njóta viðurkenningar einnig meðan þeirra nýtur við. Eins og fagur kvöldroði ætti velvild og mat þeirra, er átt hafa með þeim samleið, að umvefja þá er eftir langan æfidag og vel unnið lífsstarf fá að njóta þess um lengri eða skemmri tíma að vera áhorfendur fremur en þátttakendur í því, sem samtíðin hefst að. Þess má geta öllum vinum þessarar öldnu hefðarkonu til gleði, að hún nýtur ennþá góðrar heilsu þrátt fyrir háan aldur. Hún ritar enn hina fögru hönd, sem vinir hennar kannast við. Þar kennir ekki nokkurs óstyrks eða skjálfta. Hún kvartar undan því að minnið sé að bila, en það hendir margan fyr. Hún nýtur friðsællrar elli og beztu umönnunar hjá dóttur sinni Mrs. Octavíu Brandson. önnur börn hennar eru fjær, en við þau mun hún varð- veita samband eftir því sem unt er. Eg minnist þess hve rækilega hún varðveitti sambandið við börn sín er þau fyrst fóru að heiinan. Að því var ekki kastað höndum að halda uppi bréfaviðskiftum við þau. Það var hlutverk, sem hún rækti af hlýrri tilfinningu og glöggum skilningi á verðmæti þess. Eg veit það er eitt af mörgu frá uppvaxtarárunum, sem börn hennar minnast og meta. Hallfríður er austfirðingur í föðurætt, en þingeyingur í móðurætt. Faðir hennar var Sigtirbjörn Guðmundsson, ættaður úr Berufirði. Móðir hennar var Signý Magnúsdóttir frá Sandi á Tjörnesi. Hún var fædd að Brú í Jökuldal. Flutt- ist ung með foreldrum sínum að Hraunfelli í Vopnafirði. Misti móður sína innan fermingaraldurs. Tók þá við um- sjá hemilisins að miklu leyti hjá föður sinum. Efldist þannig hjá henni sjálfstæði og ráðdeild. Þegar ábyrgðin fellur á ungar herðar og snemma verður að treysta á eigin úrræði, veitir það oft þroska, sem annars ekki fæst, ekki sízt þegar upplag og greind eru móttækileg. Þessi erfiðu æskuár voru skóli lífsins fyrir Hallfríði og hún var góður nemandi. Annars hafði hún notið þess uppeldis er þá tíðkaðist í sveitum íslands og reyndist svo mikillega affara- sælt fjölda mörgum er til Ameríku fluttust. Því er eflaust ábótavant 1 mörgu, en átti einn þann höfuðkost að það skapaði alment hjá þeim er nutu hungur eftir meiri upp- fræðslu og þrá að nota tækifærin til þess að uppfylla þá þörf. Þannig reyndist það einnig þessari ungmær er hún átján ára gömul lagði áleiðis til Vesturheims með föður sínum og Magnúsi bróður sínum 1879. Fyrstu fjögur árin hér dvaldi hún í Duluth, og þar hófst undir eins viðleitnin að afla sér aukinnar mentunar og fræðslu. Með þörfina að vinna fyrir sér, var það ekki auðvelt, en verulegur áhugi áorkar miklu. Árið eftir að hún fluttist til Mountain í Dakota 1883, verður það úr fyrir henni að sækja ríkishá- skólann í Grand Forks. Stundaði hún þar nám veturinn 1884-5. Með henni var Lena Eyford, sem nú er Mrs. B. T. Björnson í Boise, Idaho. Voru þær fyrstu íslendingar er stunduðu þar nám, en upp frá því var stöðugur og vaxandi straumur ungmenna úr liygðinni íslenzku í Daltota á þennan háskóla og aðrar æðri mentastofnanir, svo engin önnur ís- lenzk bygð hefir komist þar til jafns. Miklu veldur sá er upp- hafinu veldur. Þeim mun fremur má telja hér til samhengis vegna þess að báðar þessar ungmeyjar tóku að sér kennara- starf í bygðinni og áttu þannig kost á að ná til æskunnar al- veg sérstaklega. Kendi Hallfriður um fimm eða sex ára skeið. Verða ekki rakin þau áhrif er hún hefir haft á hina upp- vaxandi kynslóð. Þegar til þess kom að hún þurfti að upp- ala sín eigin börn kom í ljós hve mikil alvara henni var með að þau mættu njóta hinnar fylztu mentunar. Að kynslóðin, sem á eftir kæmi, mætti njóta fyllra tækfæris til menningar og þroska, hefir ætíð verið draumur og viðleitni þeirra, sem beztan skerf hafa lagt til uppeldismálanna. Það var leiðar- ljós i frumbyggjasögu Vestur-íslendinga. Þegar þrædd er sú viðleitni verður viðurkent að margur kennarinn í bjálka- skólanum lagði ekki lítinn skerf til að glæða það ljós. Þessi •brautryðjandi kona átti þar óskiftan hlut að málum. Um 1890 tók hún að sér póstafgreiðslu að Mountain og lét af kennarastarfi. Rækti hún hina nýju stöðu með sömu alúð. Ávann hún sér sífelt vaxandi tiltrú og vinsældir. í september 1894 giftist hún EIís Thorwaldson. Varð heimili þeirra áfram að Mountain. Hann fékst við verzlun og tók einnig að sér póstafgreiðslu. Var umsýsla öll rekin með miklum áhuga og dugnaði. Heimili þeirra varð eitt mesta höfuðból íslendinga á þessum slóðum. Hefst nú það tíma- bil í lífi hennar þegar hún nýtur sin til fullnustu og aðai lifsstarf hennar byrjar. Hún er um fram «lt heimilismóðir, sem fyrst og fremst rækir þann reitinn er næstur er. En samhliða því tekur hún mikinn og góðan þátt i þeim mál- um öðrum er næst voru hjarta hennar. Safnaðarmál og kvenfélagsstarf nutu einkum krafta hennar. Velferðamál bygðarinnar fengu oft sinn bezta stuðning á heimili hennar. Forysta var henni eðlileg og var rækt á þann hátt að það vakti tiltrú almennings. Hún hélt uppi merki með heiðri meðan hún átti heimili í bygðinni, og vinátta og virðing fylgdu henni úr garði. Engin fjarlægð gat dregið fjöður yfir það, að þar, sem hún er, á bygðin eina þá konu, sem mestan og beztan skerf hefir lagt til heilbrigðis og velferðar i lífi hennar og málum. Þau Thorwaldsons hjónin eignuðust sjö börn, er öll voru hin mannvænlegustu. Nöfn þeirra eru þessi eftir aldursröð: 1. Wilmar Hóseas, var útskrifaður læknir, druknaði í grend við Chicago 1923. 2. Elizabet Þorbjörg, útlærð hjúkrunarkona; gift Magnúsi verkfræðingi Hjálmars- son. Þau nú til heimilis í Canal Zone við Panama-skurðinn. 3. Octavía Sigurbjörg, giftist Einari Brandson, eignuðust einn son, Ellis Robert, er hlotið hefir námsverðlaun við University of Southern Calfornia. 4. Sidney Thorwald, látinn fyrir rúmu ári síðan; verzlunarmaður í Fargo, N. Dak., átti inn- lenda konu; eina dóttur. 5. Alfred Stigur, lögfræðingur i Chicago, giftur innlendri konu, eiga dóttur fjórtán ára og son ellefu ára. 6. Elfriða Magnea, dó ung. 7. Elvin Magnús, giftist innlendri konu, hefir sint verzlunarstörfum á ýmsum stöðum í Californíu og víðar. Sem húsmóður og móður mun Hallfríðar Thorwaldson tíðum verða minst vegna þeirra óvenjulegu yfirburða er hún sýndi í því að annast svo til fyrirmyndar var stórt og gest- kvæmt heimili, en láta það þó enganveginn verða til þess að barnahópurinn færi varhluta þeirrar nákvæmu móður- umhyggju, sem henni var svo lagin. Hún lifði með börnum sínum, lét ekkert standa i vegi þeirrar reglusemi og stjórn- semi, sem einkennir beztu heimili, en átti líka þá þollund og skilning á ástæðum er heilbrigt uppeldi og mannlíf ætíð krefst. Hún var kennarinn, sem setti sig inn í það að skilja þá er áhrifa hennar nutu, og kunni þvi betur að miða að marki með árangri. Persóna hennar flutti með sér áhrif er settu stimpil á heimili hennar og umhverfi. Stórhugur frumherjatímabilsins var henni í blóð runninn og dróg ekki maður hennar úr þem áhrifum. Það gat engum dulist hvílílc atkvæðakona var þar fyrir er hennar naut við. Utan heimilisins var það sérstaklega kirkjan og krist- indómsmálin, sem hún bar fyrir brjósti og veitti liðsinni. Fylgdi þar einbettur hugur máli. Það þurfti aldrei að leiða getur að hver afstaða hennar væri gagnvart þörfum safnaðar, sunnudagaskóla eða kvenfélags. Hvergi komu áhrif hennar og stjórnsemi fram í fyllri mynd en í kvenfélagi Víkursafn- aðar, sem hún var forseti í um tuttugu og fimm ára bil. Það tímabil náði yfir mjög erfiðan þátt í félagsmálum bygð- arinnar, þegar söfnuðurinn klofnaði og æstar tilfinningar ræðu oft meira en róleg íhugun. Að mjög miklu leyti fyrir áhrif Mrs. Thorwaldson tókst að varna því að kvenfélagið klofnaði. Kom henni þar að liði sú almenna tiltrú er hún hafði áunnið sér innan bygðarinnar. Kunni hún líka vel að beita áhrifum sínum og fá aðra til samvinnu með sér. Engum, sem kunnug er sagan, getur dulist hve mikla þýð- ingu það hafði fyrir framtiðarvelferð og samheldni í bygð- inni að aldrei var haggað við samstarfi kvennanna. Það er kunnugt hve þörf kvenfélögin reyndust hvívetna í bygðum vorum öllum góðum málefnum til liðs. Á því sviði hafa fáar konur lagt til eins fagran og þýðingarmikinn skerf og þessi öndvegiskona í kvenfélagi Víkursafnaðar. Hefir engin kona önnur skipað þar forsetastöðu neitt svipaða tíma- lengd, og var það fyrir hennar eigin ósk að hún að lokum var leyst úr embætti. Hennar verður minst með þakklæti og virðingu um langan aldur fyrir þann mikla skerf er hún lagði til heilla á erfiðri tíð. Það mætti frár mörgu segja í sambandi við það, sem þessi mæta kona lét af sér leiða sem einstaklingur utan heimilis og að fráskildu félagsstarfi. Hún var bjargvættur mörgum er bágt áttu, en fór ætíð dult með góðverk sín. Hún hafði sjálf þekt til þess hvað erfiðleikar og fátækt höfðu í för með sér, og hún kunni að setja sig í spor þeirra er lífskjörin þrengdu að. Hún var ætíð vinur sem í raun reyndist. Eitt dæmi getur verið upplýsandi. Sveitungi að heiman, sem eitt sinn hafði komið sem gestur á heimili föður hennar þegar hún fjórtán ára gömul þurfti að annast hússtjórn, kom til Mountain þegar hún var þar við póstaf- greiðslu. Hún spurði hann eins og gerist hvernig honum og hans liði, en endurnýjuð viðkynning frá fyrri tíð vakti hjá honum þá tiltrú að hann sagði henni eins og var, að faðir hans og hann sjálfur væri í illri kreppu og hefðu engin peningaráð. Hún ba& hann að doka við, fór snöggvast frá og kom aftur með talsverða fjárupphæð, sem hún sagðist hafa sparað saman. Féð væri honum velkomið. Tók hann því þakksamlega, og varð þetta að tilætluðum notum. Seinna, þegar hann var orðinn kennari, gat hann lokið skuldinni. En flestum mundi hafa fundist það lítt fært að lána þannig fé. Hefir þetta lifað í þakklátri edurminningu þess er naut, sem ógleymanlegt kærleiksverk. Þegar hann fyrir ári síðan hitti aftur þessa velgjörðakonu sína og minti á þetta, var það fallið henni úr minni. Það mun oft hafa verið fyrir henni að hægri höndin vissi ekki hvað sú vinstri gerði. Hún var ekki einungis hjálpsöm, heldur fylgdi því sá samhygðar- hugur sem tvöfaldar alla greiðvikni. Á seinni árum hefir hún orðið fyrir margskonar raun- um. Fyrst var hið sviplega fráfall Wilmars læknis sonar hennar, sem átti þann frumburðarrétt að standa mjög nærri móður sinni. Fimm árum síðar (12. sept. 1927) varð hún fyrir þeirri sorg að missa mann sinn eftir mjög þung og erfið veikindi. Braut það upp heimilið, og hvarf hún nú eins og áður er getið langt burt frá þeim stöðvum þar sem æfistarfið hafði verið unnið. Þrátt fyrir allan hug hennar nánustu að annast hverja hennar þörf, er það erfitt á efri árum að slíta sig þannig upp með rótum og flytja í nýjan heim. Hún og maður hennar höfðu svo lengi starfað saman og stutt hvert annað, að eðlilega varð það stórvæg reynsla þegar hann var burtkvaddur og um leið varð endir á sam- bandi við það líf og þau starfsmál, sem þau höfðu sameig- inlega unnið að. Þegar svo fleira sárt og erfitt bættist við, svo sem óvænt fráfall Sidney sonar hennar á bezta aldri og lát einkasonar Elizabetar dóttur hennar, fylti það mæli hinnar sáru reynslu, sem hún hefir orðið fyrir. En hún hefir borið mótlætið með þeirri ró og festu, sem ekki nærist frá yfrborði lífsins einvörðungu, heldur á rætur í öruggu trausti til guðlegrar forsjónar og handleiðslu. Þessi kyrlátu ár hafa eflaust verið kjörin viðbót við langt og fagurt æfi- starf. Yfir þeim er eitthvað mikið af fegurð kvöldsólar- innar. Eg veit að eg mæli fyrir munn óteljandi sveitunga og vina þessarar hefðarkonu, er eg tjái henni þakkir fyrir hennar ríka tillag til lifs Vestur-fslendinga og árna henni ríkustu blessunar á áttræðisafmælinu og á ferlinum þeim, sem framundan er. Líf hennar hefir verið mörgum til blessunar. K. K. ó. —(Sameiningin).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.