Lögberg - 02.10.1941, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.10.1941, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines d c<Sio* U<^ ®ÍV°’ Servioe Cot> and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines 4w?íe d ^ííSss^ t,ttU*Vx0> ®'Ð' For Better Cot>°V Dry Cleaning and Laundry 54. ÁRGrANGUR ^ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER, 1941 NÚMER 40 Hálfníræður eins og ekkert hefði í skoriát Iíristján ólafsson Síðastliðinn þriðjudag átti hr. Kristján ólafsson, umboðs- maður New York Life félagsins, áttatíu og fimm ára aldursafmæli; fæddur hinn 30. dag septembermánaðar árið 1856; hann hefir starfað i þjónustu áminsts lífsábyrgðarfélags í hart nær 40 ár, og notið þar sem annarsstaðar, óskifts trausts samferðamanna sinna; enda er Kristján maður heilsteyptur í skapgerð, hverjum manni vinfastari og drengur góður í þess orðs sönnustu merkingu. Starfsemi Kristjáns hefir gripið inn í margt, og hún hefir öll verið þess eðlis, að íslenzlca mannfélagið vestan hafs á honum margt og mikið gott upp að unna. Kristján er tvíkvæntur; misti fyrri konu sína í'yrir löngu síðan, en af því hjónabandi eru fjögur börn á lífi, Kristján, Mrs. W. R. Pottruff og Salína í Winnipeg, og Kristjana hjúkrunarkona í þjónustu Bandaríkjastjórnar. Seinni kona Kristjáns er Gerða, fædd Halldórsson, ágætur kvenkostur; eiga þau tvö börn, Theo- dosiu og Harold, er bæði stunda nám við Manitobaháskólann. Lögberg árnar Kristjáni og fjölskyldu allra heilla í tilefni af áminstu hálfníræðisafmæli. Líknarsamlagið Eins og Winnipegbúum er kunnugt um, stendur yfir fjár- söfnun þessa dagana til Líknar- samlags borgarinnar; söfnuninni lýkur þann 4. þessa mánaðar; ekki verður annað sagt, en und- irtektir almennings hafi verið góðar, þó enn vanti að vísu nokkuð á að hinu setta marki verði náð. Veturinn er að ganga í garð, og börn, gamalmenni og aðrir munaðarleysingjar, þarfn- ast notalegrar aðbúðar yfir hina köldu og löngu vetrarmánuði; þess vegna má enginn, sem nokkúrs er umkominn, láta það undir höfuð leggjast, að greiða Líknarsamlaginu þann skerf, smáan eða stóran, er hann sjálf- ur má undir nokkrum kringum- stðum án vera. Hafið hugfast, að margt smátt gerir eitt stórt! ——-----V-------- Sendiherra Bandaríkjanna . kominn til Islands Samkvæmt hraðskeyti frá Reykjavík, kom sendherra Bandaríkjanna, Lincoln Mac- Veagh, til fslands þann 26. sept- ember síðastliðinn, ásamt frú sinni. Mr. MacVeagh er fyrsti sendiherrann, sem Bandaríkja- stjórn hefir skipað á íslandi. Canadisk flotasnekkja ferst, átján menn týna lífi Flotamálaráðherra Canada- stjórnar, Mr. Macdonald, gerði heyrinkunnugt síðastliðinn laug- dag, að flotasnekkjan Lewis, hefði farist af óvinavöldum; átján menn áhafnarinnar létu líf sibt, en þrír björguðust af. Fjórir Winnipeg menn fórust með skipinu. ------V------- Amerískir fréttaritarar komnir heim Hér fara á eftir nöfn þeirra kvikmyndatakara og fréttaritara, sem nýlega fóru til íslands. Auk Björns Björnson frá Minneapolis eru það: Philip Ault frá llinois, sendur af United Press; Lawrence Kennedy, send- ur af Fox Movitone og á taka fréttamyndir; Samuel Schulman, sendur af International News Photos; Niel Sullivan, sendur af Pathe News Co.; Walter Lane, sendur af Life-tímaritinu. Markmið þeirra er að auka kynni á landi og þjóð, miklu fremur en að taka myndir af hersveitum. Allir eru þeir stað- ráðnir í þvi að láta verk sitt verða til aukins skilnings og vináttu í garð íslendinga. Ánægjuleg kvöldstund Á mánudagskvöldið var, 29. þ. m. var gestkvæmt mjög á hinu stóra og höfðinglega heimili þeirra Arinbjarna S. Bardal og Margrétar konu hans, að 62 Hawthorne Avenue, East Kil- donan.. Þetta var einmitt kvöld- ið sem eldri söngflokkur Fyrsta júterska safnaðar hafði valið sér til útiskemtunar, og sam- neytis undir beru lofti. Rúmlega fimtíu manns voru þarna sam- ankomnir, þvi flest af söngfólki þessu er gift og tók maka sína með í skemiferð þessa svo sem að líkum lætur, eða þá aðra ná- komna vini. Kvöldið reyndist hið ánægjulegasta. Stuðlaði að því bæði ágætt veður, og ná- kvæmur undirbúningur húsráð- enda, sem höfðu boðið söng- flokknum til sín þetta kvöld. Hafði Arinbjörn reist viðarköst einn mikinn á árbakkanum skamt frá heimili sínu, og rað- að bekkjum og borðum í kring um köstinn í hæfilegri fjarlægð. Safnaðist nú fólkið þarna laust eftir kl. átta. Var svo kveikt bálið, sem nægði bæði til ljóss og hita það sem eftir var kvölds- ins. Allri formfestu og hátíð- leik var nú kastað á bálið, ásamt áhyggjum um strit og stríð. Eng- inn þurfti að kasta ellibelgnum, því þetta er flest alt miðaldra fólk og yngra, en allir yngdust þó upp nokkuð við frjálsa og glaða lífið þessa stund á árbakk- anum hjá Bardal. Sjálfur var hann yngstur allra, þrátt fyrir mótmæli almanaksins. Hví eitt gamalt amanak að hefta anda hins unga manns? Var nú mikið sungið og þeir húsráðandi, Jóhann Beck og Halldór Swan þeyttu harmonikuspil til skiftis af miklum krafti. Meðlimir söngflokksins höfðu komið með vistir með sér á staðinn. Hafði hver og einn í þeim efnum orðíð að lúta boði og banni Soffiu Wathne, sem frumlcvæðið átti að þessu samkvæmi og veitti því forstöðu. Vistirnar reyndust hinar ljúffengustu, enda voru þeim gjörð hin beztu skil. Að lokum sló fólkið hring um bál- ið, hélt höndum saman, söng nokkra iskilnaðarsöngva, og hrópaði svo margfalt “húrra” fyrir þeim Bardals hjónum. Mælti Arinbjörn þá nokkur þakkar og hvatningarorð til söngflokksins; var máli hans tekið með miklu lófaklappi. Bálið á árbakkanum var nú næstum útbrunnið, en það log- aði enn skært á arineldi gest- risninnar hjá húsráðenduin. Var öllum hópnum boðið til stofu. Skemti fólk sér þar enn við song um hríð, með undirspili söngstjórans Frank Thorolfsons. Laust fyrir miðnætti fór fólk að tínast heim. Allir viðstaddir hefðu gjarnan viljað að kvöld- stund þessi hefði enst lengur. En það gerir ekkert til þótt kvöldið yrði ekki lengra, því að síðustu orðin sem heyrðust af vörum húsráðenda, er kvatt var voru : “Komið öll aftur — kom- ið sem fyrst.” V. J. E. --------y-------- Baráttan á Rússlandi Að þ\i er séð verður, halda Rússar að fullu sínu á mið-vig- stöðvunum, Smolensk-Moskva línunni, og er hið sama um Leningrad-vörnina að segja; á hinn bóginn benda nýjustu fregnir til, að Þjóðverjar vinni nokkuð á í atsókninni að Khar- kov, hinni mildu iðnaðarborg skamt frá Doná. Canadastjórn skipar sendiherra fyrir Argentínu Hon. W. F. A. Turgeon, dóms- forseti í hæztarétti Saskatchewan fylkis, hefir verið skipaður af hálfu Canadastjórnar sendiherra fyrir Argentinu, og mun taka við hinu nýja embætti sínu við allra fyrstu hentugleika. Mr. Turgeon er talinn meðal hinna ágætustu lögfræðinga þjóðarinn- ar, og hefir skipað forsæti í fleiri konunglegum rannsóknarnefnd- um, en nokkur annar núlifandi lögfræðingur í Canada. Mr. Turgeon er annar sendiherrann, sem Canada-stjórn skipar í Suður-Ameríku; hinn fyrri gegn- ir sendiherra-embætti í Brazilíu. ------V------- Islendingur ráðinn til Brezka upplýsinga- málaráðuneytisins Upplýsingamálaráðuneytið brezka hefir nýlega ráðið til sín Bjarna Guðmundsson til starfa í London. Fór hann til Englands í vikunni sem leið. Bjarni á að annast sendingar á fréttaskeytum til Reykjavíkur- blaðanna og tala vikulega í brezka litvarpið á íslenzku. En starf hans verður ákveðið nánar þegar hann kemur til London. Upphaflega var áætlunin að Bjarni yrði íslenzku blaðamönn- unum samferða til Englands, en hann var ekki ferðbúinn fyr en nú, enda þurfti hann í ýms horn að lita, áður en hann færi af landi burt til dvalar. Bjarni er Reykvikingur að ætt, sonur Guðmundar Guðna- sonar gullsmíðameistara og konu hans, Nikolínu Sigurðardóttur frá Litla-Seli. Hann lauk stú- dentsprófi 1927 og innritaðist í norrænudeild, en hvarf frá námi vorið 1929 og réðist til Morgun- blaðsins. Haustið 1930 sigldi hann til náms í Þýzkalandi og lagði stund á blaðamensku. Næsta vetur dvaldi hann í París við samskonar nám, ennfremur um tíma í Genf í Sviss og siðar í London. í ársbyrjun 1933 réðst hann á skrifstofu H.f. Kol og Salt, og varð árið eftir skrifstofustjóri þess fyrirtækis, en þar starfaði hann til 1939. í stríðsbyrjun var hann útnefndur kolaeftirlitsmað- ur í Reykjavik, en nú í ársbyrj- un fékk hann sig lausan frá þvi starfi til þess að starfa hjá brezku sendisveitinni, hjá dr. Mckenzie blaðafulltrúa. Bjarni er ágætlega að sér í landafræði Evrópu og þjóðhátt- um, því auk þess, sem að fram- an getur hefir hann tvisvar far- ið utan, í fyrra skiftið til Rúss- lands og Norðurlanda 1934, en í siðara skiftið 1935 (brúðkaups- för með konu sinni, Gunnlaugu Briem) til Englands, Frakklands, Þýzkalands og Danmerkur. Bjarni er manna bezt að sér í útbreiðslustarfssemi (propa- ganda), enda lagt mikla stund á að menta sig vel í þeirri grein. Hann er ágætur tungumálamað- ur, talar ensku, þýzku og ifrönsku auk Norðurlandamála og er “gutlfær í spönsku og ítölsku” eins og hann segir sjálfur. Þótt starf Bjarna sé að mestu einskorðað við kynningu og út- breiðslustarfsemi fyrir Breta, þá mun hann geta orðið íslandi að margskonar liði og til þess er Bjarni manna hæfastur. Hann er glæsimenni á velli, mentaður vel, hæverskur og öruggur i framkomu. —(Morgunbl. 15. júlí). Biluð gaslögn veldur dauða fjögra í Winnipeg Síðastliðinn sunnudag vildi það sorglega slys til, að fjórar manneskjur biðu bana hér i borg af þeirri orsök, að biluð gaslögn fylti húsið að 11 Cornish Ave. slíkri svælu, að eigi varð líft inni; þeir, sem fórust, voru Dr. og Mrs. S. G. Herbert og foreldr- ar hans, Mr. og Mrs. James Her- bert; móðir læknisins hafði ver- ið lasin, og hafði sonur hennar komið ásamt konu sinni til að vitja hennar, og afráðið að dvelja yfir nóttina. Borgarstjóri hefir falið verkfræðingum bæjarins, að rannsaka gaslagnir á því svæði bæjarins, er slysið vildi til. ------V------ Vaxandi|hermdarverk Fregnir frá London þann 1. þ. m., herma, að í Moraviu og Moldaviu, fylkjunum, sem fyrir hernám Hitlers töldust til Czechoslovakíu lýðveldisins, hafi nýlega 844 menn verið hneptir í fangelsi, og 95 sviftir lífi; gáfu Nazistar mönnum þessum margt að sök, en létu i megin atriðum gott heita, að sannast hefði á þá svikráð við herveldið þýzka. En sannTeikurinn mun vera sá, að fólki þessu hafi verið orðið ólíft í landinu vegna hinna þýzku kúg- unarafla. ----—V—------ Italía sœtir hörðum loftárásum Sdðasitliðinn mánudag veittist loftflotinn brezki þunglega að ýmisum helztu iðnaðarborgum ítalíu, sem og á Sikiley, og or- sakaði viða margháttað tjón; var hér um enga smáræðis vega- lengd að ræða, eða hvorki meira né minna en fimtán hundruð mílur. Bretar mistu ekki eina einustu orustuflugvél í leiðangri þessum; spá ýmsir þvi, að þess- ar árásir séu upphaf að þrálát- um loftárásum með það fyrir augum, að knýja ftalíu til þess að biðjast friðar og leggja niður vopn. Churchill flytur rœðu Á þriðjudaginn flutti Churchill frsætisráðherra ræðu, þar sem fram kom ineira bjartsýni horf- um stríðsins viðvíkjandi, en venja hefir verið til; taldi hann það nú sýnt, að Bretar væri Hitler yfirsterkari í loftinu; vistaforði brezku þjóðarinnar væri meiri en hann hefði verið í striðsbyrjun, og tap brezkra verzlunarskipa hefði um þrjá síðustu mánuði, numið einungis þriðjungi við það, sem viðgekst fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs; en þó viðhorfið sýndist ó- neitanlega nokkuð breytt til hins betra, yrði samt hver og einn brezkur borgari að vaka á verði, því enn væri engan veginn loku fyrir það skotið, að Hitler myndi freista innrásar á brezku eyj- arnar. --------V--------- “Tímarnir breytaát” (Til Þ. Þ. Þ.) Þú ert stiltur, Þorsteinn, —það er engin lýgi— þrotlaus þolinmæði þín — á hæsta stigi. Einrænn ugludómur ef mér væri sendur, mundi eg köldum klaka kasta á báðar hendur. Veit eg sigursælli samt er þögn og stilling, meðan fram hjá flýtur fordómanna trylling. Oft varð þras um “Þyrna” Þorsteins Erlingssonar: drengur sá var dæmdur dómum ýmis konar. Fordóm fékk að launum Fjallaskáldið góða fyrir sál og sannleik sinna beztu Ijóða. Nú er nafni beggja nælt á hæztu fána. Þeir, sem þrá að fljúga, þeirra fjaðrir lána. Sannleik sögu þinnar seinni tímar geyma, blessa bækur þinar bæði vestra og heima. Sig. Júl. Jóhannesson. September f kjarri kveða þrestir Sín kveðjuljóð i dag. ^ Þeir glöðu sumargestir Nú grípa hrygðarlag. Það deyfir unaðsóma Og eykur hugarstríð, Að hugsa um hreiðrið tóma Og horfna sumartíð. Þeir vinir ljóss og ljóða Nú leita senn á braut, Er fellir grundin góða Sitt glæsta sumarskraut. Þá hnígur blómið bjarta Og bliknar laufa-krans, Og hrolli slær að hjarta Við haustsins grímudans. Þó hapstið hernám geri Og húmið ríki um stund, Þó fölni flest sem gréri Og fönnin hylji grund, Er hríðin hús mitt leinur, Eg heyri lífsins óð, Og veit að vorið kemur Með vængjaþyt og glóð. Svo eins á æfihausti Er að fer dauðastund, f fullu friðartrausti Eg festi hinzta blund. En ljóss og lífsins kraftur Mun leysa dauðans bönd. Eg veit til vorsins aftur Mig vekur Drottins hönd. Kristján Pálsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.