Lögberg - 02.10.1941, Síða 6

Lögberg - 02.10.1941, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER, 1941 LEYNIVOPNIÐ (Pýtt úr ensku) • Tuttugasti Kapítuli ‘ ‘ Seinustu samfundir ykkar áttu sér stað á Atlantshafinu,” sagði Mannteufel enn. Við Freiburg' stóðum þax*na þegjandi gagnvart hvor öðrum. “Svo þér hélduð, að þér hefðið séð mig þá í seinasta sinnið,” sagði hann að lokum. “Það vonaði eg vissulega,” svaraði eg. “Freiburg kom aftur á kafbátnum U-G4,” skaut Mannteufel inn í. Eg tók naumast eftir því, er Freiburg skýrði fyrir okkur að kafbáturinn hefði kom- ið upp í vatnsskorpuna aftur rétt í tíma til áð bjarga honum þar meðvitundarlausum. Eg leit af Mannteufel og á Bi'unnhilde. Þa lifði eg nokkrar þær augnabliksstundir, er eg vona að aldrei komi yfir mig aftur. Með ráðnum huga leit hún ekki við mér, en stóð skyndilega á fætur og smeygði hönd rnn leið undir handlegg Carli. Mannteufel leit til þeiri’a með afbrýðis- semi, en þó velþóknunarsvip í augnaráðinu. “Nú sjáið þér, ” sagði hann, “að þau hafa jafnað sig. Fraulein Fuchs geðjast betur hinn eiginlegi hlutur, er til úrslitanna kemur.” Brunnhilde slepti hönd Carls, færði sig fram á gólfið og stóð andspænis mér. “Hélduð þér vissulega, að eg mundi vilja svíkja föðurland mitt fyrir brezkan njósnara!” spurði hún í ákveðnum tón. “Mér skilst þetta nú,” svaraði eg. “Kötturinn og músin — var það hugmynd- in?” Eg treysti mér ekki til að snúa með jafnaðargeði við henni eitt augnablik leng-ur. Hafði hún, hugsaði eg sár í sinni, snúið sér aftur í sáttarhug að þessum mönnum, til þess að forðast hin hræðilegu örlög, er okkar biði! Eða hafði hún altaf ætlað sér að bregðast mór? En, hvað var nú um það að hugsa? Og eg sneri mér þegar að Mannteufel aftur. “Heppnin er á yðar hlið, Mannteufel,” sagði eg. “Og notið yður nú fylgd hennar sem bezt. ” “Eg ætla nú að lýsa afstöðunni, eins og hún kemur mér fyrir sjónir,” sagði Mann- teufel. Við tókum okkur öll sæti. Rödd Mann- teufels liækkaði ýmist eða lækkaði meðan hann talaði, en eg gat þó ekki haft hugann á orðum hans. “Vegna þess hve vel yður tókst grímu- leikurinn, ” var hann að segja, “þá áunnuð þér traust, ekki aðeins auðmjúkrar og lítil- sigldrar persónu eins og mín, heldur einnig hins volduga og ósigranda fuehrers.” Nú rétti liann upp hægri höndina, tii virðingarmerkis gagnvart nafni herra síns, en eg tók naumast eftir því. “Eg veit ekkert,” hélt hann áfram, “hvað fram fór í samræðunni við fuehrer- inn.r’ “Og þér vildið gjai’nan fá að vita það, ” svaraði eg rólega. “Annars verður yður .kannske ekki létt' um að bera í bætiflákann fyrir sum glappaskot yðar og vanrækslurn- ar.” Augabrúnir Mannteufels birtust eins og tveir dökkir bogar uppi á hvítu enninu. En rödd hans var enn blátt áfram. “Þér gerið of mikið úr þessu,” sagði hann. “Eg hefi ef til vill átt í svipinn úr allvöndu að ráða vegna vissrar dulhyggju” — hér gaut hann ásakandi augnaráði að Brunnhilde — “af hálfu eins samstarfanda míns, en mín litlu misspor geta nú hæglega afmáðst.” Mér tókst að hlæja styttingslega við þessu. “Eruð þér þess albúinn, að ganga fram fyrir fuehrerinn eða Goering eða Himmlei’, ” sagði eg harðneskjulega, “og meðkenna fyr- ir þeim, að þér hafið látið brezkan sendisvein sitja.þvínær heila klukkustund á samræð'u við sjálfan kanzlara þýzka ríkisins ? Eruð þér til með að játa það, að þér hafið látið hinn einvalda fuohrer tala við, og ef til vill rökræða, eða jafnvel — yður óafvitandi — ver ja málstað sinn gagnvart útlendum óvini ? Mín eigin örlög verða að sjálfsögðu hin ömurlegustu. Um það geri eg mér engar falsvonir. En, minn kæri Mannteufel, þótt mér geðjist mjög lítið að yður, þá liggur við að eg vorkenni yður, þegar eg hugsa um vandræðin, sem þér eigið fyrir höndum.” Mannteufel sat hljóður og sem hugsi nokkur augnablik áður en hann tók til máls aftur. Eg sá að roði hafði komið fram í andlit hans og harm fléttaði fingrum svo fast, að neglurnar hvítnuðu af átökunum. “Eg skal gera samninga við yður, Herr Marples,” sagði hann að lokum og leit einn- ig um leið til Hammersteins. “Segið mér nákva?mlega hvað fram fór í samtali vkkar við fuehrerinn. Skilið mér bögglinum, sem þér tókuð af Freiburg á þilfari kafbátsins. Og segið mér einnig hvar og hvernig for- skrift Hammersteins sé að finna — nema svo, auðvitað, að fuehrerinn liafi allareiðu lað:að hann til samstarfsins—” Hann þagnaði hér og leit spurnaraugum til okkar beggja, en hvorugur okkar gleypti við þessu klunnalega beitukasti hans. “Og gefa yður þannig tök á að halda trausti yðar hjá flokksforingjunum,” skaut ‘eg hér að honum. “Nákvæmlega það, Herr Marples.” Ilammerstein hallaði 3ér fram í stólnum. “Þér verðið að hafa mig með í reikn- ingnum,” sagði hann. “Marples má segja yður livað sem honum þóknast. Mig langar ekkert til að hann verði að þola slíkt, sem eg hefi orðið að líða. En jafnvel þótt hann •skýri yður frá því sem milli okkar fór og íuehrersins, þá fáið þér mig aldrei til sam- starfs aftur við Freiburg eða nokkurn annan mann. Þið megið húðstrýkja mig, kvelja og drepa. Bn eg vil engan hlut eiga í því, sem styrkt gæti hendur yðar eðá flokks yðar eða í'uehrersins, eða sem tefja myndi fyrir rétt- lætisdómnum, er yfir yður öllum vofir. ” “Þér hafið ávalt heimskulegur þverhaus verið, Hammerstein, ” sagði Freiburg. Aður en Hammerstein fékk ráðrúm til að svara þessu, gaf Brunnhilde sig fram í orðasennuna. Hún hafði staðið upp af stóli sínum og lagt handlegg sinn þvers um axlir Freiburgs, og hann var að strjúka mjúklega um handai’bak henni. “Hví ekki, Herr Marples, að nota nú tækifærið sem bezt?” sagði hún. “Ef þér haldið fast við þessa þverúð yðar, og samvinnuneitun, ” sagði Mannteufel, og sneri sér að Hammerstein, “þá liggur þetta fyrir yður: Þér verðið sendur aftur til Buchenwald. Þar setjist þér í 3. flokks umsjónina, sem þýðir það, að næring yðar sé aðeins brauð og vatn, þegar þá verðirnir gleyma ekki að færa yður það; yður verður haldið sívakandi; þér verðið að þola húð- strýking fvrir óhjákvæmileg brot á fyrir- skipunum fangastjórans. Herr Marples, sem kannske er vinur yð'ar, eða þá hið gagn- stæða, mun hlíta sömu örlögum, sí og æ þang- að til dauðinn leysir hann frá þeim. Eruð þér enn ákveðinn í neitun yðar?” Ilammerstein leit á mig með angistarsvip í augnaráðinu. Eg svaraði honum með því að hrista höfuðið. “Við erum þess albúnir, að horfa- fram á alt þetta,” sagði hann. Mannteufel mælti enn: “Eg á þá aðeins eftir að skýra yður frá því, hvað bíða muni Fraulein Fuchs. ” “Fraulein Fuchs!” hrópaði Freibui’g og þaut um leið skyndilega á fætur. Hann stóð gagnvart Mannteufel með undrunar og óttasvip augljósan á öllu andlitinu. “Hvað eigið þér við?” stama^i hann út fir sér. Mannteufel mætti hinu starandi augna- ráði Freiburgs og svaraði svo, með nokkurri unaðskend í röddinni: “Fraunlein Fuchs liefir leikið all-tvíræð- an J)átt í þessu máli. Hun hefir afdráttar- laust látið mér skiljast, að fyrirætlanir sínar væri oss einlæglega hollar, en hún skýrði mér ekki frá því, fyr en þess varð- ekki leng- ur dulist, að Marples væri brezkur sendi- sveinn. ” Br-unnhilde sneri sér skyndilega við, vafði handleggjunum utan um ÍYeiburg og iirópaði í óttaþrungnum tón: “Verndaðu mig — Carl — Carl!” Hönd hennar straukst niður um hlið hans ög nam staðar við treyjuvasann þar eitt augnablik, en hvarf svo niður í hann. Hvaða þýðingu hafði þetta? — hugsaði eg, en sá nix með loifturhraða hvað hér væri að gorast, og lífsviðhorf mitt stefndi aftur að brennidepli. Brunnhilde hafði kipt að sér hendinni. Þá hélt hún utan um dálitla snubbótta marg- hleypu. Augni stúlkunnar leiftruðu með á- kveðnum svip. Marghleypunni beindi hún að Mannteufel. “Stökkvið, Rogers,” sagði hún. En eg hafði allareiðu brugðið við og Jvotið í einu vetfangi yfir bilið á milli okkar Freiburgs, gætandi þess að lenda ekki í beinni línu milli marghleypunnar og marks- ins er Brunnhilde beindi henni gegn. Um leið og Freiburg sneri sér gagnvart mér sló eg, með eins voldugu hnefahöggi og eg átti til, á vinstri kjálka hans, svo hann veltist Jiunglamalega um niður á gólfið og lá þar sem loggar væri, enmig verkjaði sáran íhnxí- ana eftir höggið. Nú stóð eg aftan við Brunnhilde. En Mannteufel opnaði munninn, eins og til að gefa af sér hljóð. “Ef þér segið nokkuð, læt eg skotið ríða af, ” sagði Bx*unnhilde. Eg ýtti opinni vængjaliurð gluggans, er vissi fram á svalirnar og steig þar út. Rétt þar nið'ur undan stóð opna bifreiðin, sem við höfðum komið í frá loftkastala Hitlers. Ökumaðurinn sat við hjólsveifina, en S. S. varðmaðurinn var þar nú ekki. Eg fór í snatri inn um gluggann aftur. Brunnhilde, sem enn miðaði marghleyp- unni á Mannteufel, þreif nú sjaltrefilinn af liálsi sér og kastaði honum til mín án þess að mæla nokkurt orð. Eg færði mig fast að Mannteufel, dró hendur hans niður og batt þær með treflinum saman að ’aftanverðu og sparkaði fæti snögglega í knésbætur honum, svo hann rasaði og féll um á gólfinu. Þá batt eg saman lappir hans með skóreimun- um, sem er heillaráð hverjum þeim, sem það vill nota sér þegar nauðsyn krefur. Svo bögglaði eg saman vasaklút hans, tróð í munn honum, og skimað'i svo eftir einhverju, er eg gæti fést hann þar með. 1 einu homi herbergisins var skrifpúlt, og á því lá ávöl íbenholts reglustika. Eftir þessum hlut brá eg mér í snatri, þrýsti honum þversum inn á milli tanna Mannteufel og festi ramlega með hans eigin hálsbindi, er eg batt saman endana undir hnakka honum. Freiburg lá nú þarna enn meðvitundar- laus á gólfinu, en við gátum ekki reitt okkur á að þetta ástand hans myndi vara langa stund. Hammerstein hristi nú alt í einu af sér undninardoðann, er á liann hafði lagst við þessar skjótu breytingar á afstöðu okk- ar, og dró óðara upp úr vasa sínum all-langt og þægilegt reipi — eins og menn er í fjöll ganga virðast ávalt hafa á reiðum höndum fjötrað Freiburg á lxöndum og fótum með — og eftir einnar mínútu stund höfðum við þessu reipi. Altaf meðan á þessum athöfnum stóð var eg eins og í ósjálfi’áðum æðisfögnuði að segja við sjálfan mig í huganum: “Væn stúlka! Er hún ekki afbragð? Slíkur þó kvenmaður!” Eg fór nú aftur út á svalirnar og skim- aði í allar áttir. Náttmyrkrið var að hylja alt. Bifreiðin stóð enn á sama stað, en eg gat naumast greint hinn daufa skugga öku- mannsins þar, í svo sem átta feta fjarlægð, beint neðan við mig þaðan sem eg stóð við pallsgirðinguna. Eg greip um handriðið, steig upp á það, stöðvaði mig þar eitt augna- blik — og stökk. Eg lenti með fæturna á öxlum mannsins. Dauf rýtingsstuna leið upp frá bi'jósti Imns xxm leið og hann féll máttvana fram á njólið. Eg ýtti honum til hlíðar og smokraði mér inn í sæti hans. Rétt í J>ví opnuðust framdyr gistiskál- ans. Fram í þær kom Brunnhilde með Hammerstein haldandi um handlegg henni sér til stuðnings. Eg benti þeim að smeygja sér inn á aftursæti bifreiðarinnar. Þau Brunnhilde og Hammerstein gerðu það óðara orðalaust. Götunni hallaði þarna niður á við, svo eg þurfti einungis að losa um hemlurnar til þess að bifreiðin hreyfðist þegar úr stað og rynni sjálfkrafa með okkur inn í hxxmið á veginum niður frá gistiskálanum, án minsta hávaða. Þegar bifreiðin hafði liðið þannig áfram um þrjú hundruð feta spöl vegarins niður á jafnsléttu, setti eg' drifhjól gangvél arinnar í hreyfingu. “Hvað líður langur tími Jmngað til þeir , fax*a að elta okkur?” spurði Hammerstein. “Það fer eftir því,” svaraði eg, “hversu fljótlega einhver kann að fara inn í gisti- sfeálann. ” “Eg aflæsti burðinni að baki mér,” sagði Brunnhilde. “ Jæja þá,” sagði Hammerstein, “en við getum ekki komist yfir landamærin í bifreið- inni. ” “Við verðum að stefna för okkar til Svisslands,” sagði eg. “Hvað löng er leiðin þangað? ” “Um það get eg fljótlega frætt yður,” sagði Brunnhilde. “Hér eru nokkur lands- lagskort og vasaljósið mitt.” Hún kraup á bifreiðargólfið, breiddi þar úr kortunum og fór að atliuga þau. “Það eru eitthvað hundrað þrjátíu og fjórar mílur frá Salzburg, til Innsbruck og Jmðan um hundrað og þrjátíu mílur til Sar- gans'við svissnesku landamærin.” “Við náum aldrei þangað,” sagði eg dapurlega. “Ekki í bifreið,” viðurkendi Hammer- stein, “en gætum við komist til Innsbruck?” “Við getum reynt það,” svaraði eg. “En væri ekki hyggilegra að koma við í Salzburg?” lagði Hammerstein til. “Hví til Salzburg?” spurði eg stytt- ingslega. “Þar gætum við' fengið stígvél með stál- broddasólum, einnig reipi og eina eða tvær jökulaxir. Til að komast inn í Svissland verður maður að klifrast yfir freðnar fanna- leiðir. ” “Þér munuð kunnugur landslaginu?” mælti eg. “Ekki sem allra bezt. Bn okkar eina tækifæri til að komast yfir svissnesku landa- mærin, er að fara þangað fótgangandi unx jö'kulskörð'. Verðirnir myndi fljótlega hefta för okkar, ef við stefndum þangað á alfara- leiðunum. ” Hammerstein hafði, meðan hann talaði, lxallað sér fram yfir sætisbakið að eyra mér, en hvarf nú þaðan, er hann færði sig aftur í sæti sínu, og lxöfuð Brunnhildar kom þar fram í hins stað. Eg fann vanga hennar fast við kinn mér, sneri höfðinu við og leit beint í augu henni. Ilún kinkaði alvarlega kollinum. “Eg fyrirgef yður, Rogers,” sagði hún. Varir hennar voru rétt framan við mín- ar eigin, svo eg þrýsti skyndilega kossi á J>ær titrandi af ástarhóti. Unaður þessa augnabliks mun lifa hjá mér meðan eg fæ nokkurs minst. Svo sagði liún eins og hálf feimnislega: “Er nokkur manneskja í Innsbruck okkur til aðstoðar? Þér mintust áður á brezka umboðsmenn þar.” “Þeir lentu fyrir tveimur dögum í klóm gestapó-liðsins,” svaraði eg, hikaði eitt and- artak og bætti svo við: “En þá er þó dreng- urinn’þar. ” “Hver er hann?” “Þeir handtóku móður lians, en hann er ennþá í búðinni. Hann getur ef til vill hjálp- að okkur éitthvað,” sagði eg til svars henni. Við vorum allareið'u farin að nálgast Salztburg, sem enn varð naumast greind í hálfrökkrinu, er yfir öllu grúfði. Eg rétti nú fram annan fótinn til að liðka mig ögn úr þreytukreppunni um knjá- liðinn. Þá rak eg hann í eitthvað og varð bilt við er mér kom í hug, að eg hefði alveg gleymt ökumanninum, sem eg ýtti úr sætinu þegar eg stökk á liann ofan í bifreiðinni. Hann liafði kastast á vagngólfið og legið þar síðan hreyfingarlaus. Eg stefndi bifreiðinni út að vegarrönd- inni og stöðvaði hana þar. “Hvað er að?” sagði Brunnhilde undr- andi. “ Auka-farþegi í bifreiðinni,” svaraði eg- Eftir örstutta rannsókn fullvissaðist eg um að maðurinn væri dauður. Brunnhilde og Hammerstein hölluðli sér nxx bæði fram yfir sætisbríkina. “Verið þið kyrr þarna,” sagði eg. “Lát- ið mig einan um þetta.” Eg steig niður úr reiðinni og greip báð- um höndum um axlir manninum. Grasvöxt- urinn meðfram veginum var allhár og þéttur og inn í liann dró eg ökumanninn, skildi við hann í grasinu nokkui*n spöl út frá götunni, og hoppaði svo í snatri aftur upp í sætið við bifreiðarhjólið. Engu okkar hraut naumast orð af vör næsta hálftímann, en samkvæmt bendingu minni klifraðist Brunnhilde yfir í framsætið og settist þar við hlið mér með landslags- kortin á kjöltu sér. Þannig héldum við á- fram ferð okkar 1 næturhúminu. Alt í einu fói*um við fyrir leið'arhorn, og sáum að þar stóð stór vagn þvers um götuna. Sjálfur vagninn hofti för á tveim-þriðju hlut- um af breidd vegarins, en um hinn þriðjung- inn héngu vagnstengurnar fram af honum. Á milli þeirra stóðu tveir smávagnar, ein-s og þeir, er sjá má víða á vegum Þýzkalands, dregna af hundi og eiganda hans. Bak við þessa vagnagirðing biðu nokkrir menn í grænum einkennisbúningum lögreglunnar, og að auk einir tveir menn óeinkennisbúnir. Undir eins og ljósin frá bifreið okkar glömp- uðu á vagnagirðingunni heyrði eg hrópað: “Nemið stað'ar!” Eg steig þungu spori á olíugjafann og ók með fullum hraða á vagnstengurnar og smá- vagnana milli þeirra. Gegnum þrumugnýinn af vélarhreyfli bifreiðar okkar heyrði eg nokkra skarpa hvelli og eitthvað bresta yfii' höfði mér með hvin, er eins og af keyrisól kæmi. Rúðan í dragsúgshlífinni, í svo sem eins fets fjarlægð frá nefi mínu, hafði brost- ið, en ekki sundrast. Þá þaut bifreið okkar með brothljóðsgný, braki og brestum, yfir smávag-nagirðinguna, vagnstengurnar og á fleygiferð áfram eftir veginum. Allmargir hvellir bárust frá vagna- girðingunni að' baki okkur, sem báru þess vitni að varðmennirnir væri að senda kfxlu- regn þaðan á eftir bifreiðinni er við sátum í- “‘Hafið þið meiðst nokkuð?” sixurði eg “Líður yður vel, Hammerstein?” “Já,” barst mér í rödd hans neðan af bifreiðarbotninum. “Þessi bifreið er ein af þeim, er Hitler sjálfur og aðal herstjórnarmenn hans nota,” sagði Brunnhilde, “hún er kúlutrygg.” “ Við megum ekki fara eftir opnum veg- inum inn til Innsbruck,” sagði eg, “en verð- um að leggja leið okkar um akurlönd og aukabrautir. ”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.