Lögberg - 02.10.1941, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.10.1941, Blaðsíða 4
4 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER, 1941 ------------Högbcrg---------------------- QefiB út hvern fimtudag af THK COIiUMBIA PRESS, IiIMITKI) ••5 Sargent Ave., Wtnnipeg, Manitoba Utanáakrift ritatjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 Sargent Ave., Winnipeg. Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Ver6 $3.00 um áriö — Bopgist fyrirfram The "Lögberg" is printea and publlshed by The Columbia Presa, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Alvörumál íslenzku vikublöðin hafa verið sá vígði þáttur, er haldið hefir uppi þjóðræknissam- tökum vorum vestan hafs nokkuð á sjötta áratug; þó skiftar sé skoðanir um margt, skiftast þær naumast um það, að án blaðanna hefði lítið orðið úr félagslegum samtökum vor á meðal, ef þau þá hefði ekki reynst með öllu ókleif. Islenzkir menn, er vestan hafs ala aldur sinn, geta því engan veginn látið sér í léttu rúmi liggja, hvernig til skipist um blöðin í framtíðinni, því þó viðhorfin sé á margan hátt breytt, eiga blöð vor, enn sem fyr, mikilvægt erindi út á meðal almennings, því enn eru þau vor fyrsta varnarlína í vest- rænni dreifingu fólks vors af íslenzkum stofni; menn verða að kaupa blöðin, greiða andvirði þeirra í tæka tíð, og vinna að út- breislu þeirra eftir megni; á þeim vettvangi er árvakurra sjálfboða þörf í hverri einustu nýbygð vorri, hvort heldur hún er fámenn eða fjölmenn. Að enn láti margir sér hugarhaldið um viðhald íslenzkunnar og þjóðernislegar menningarerfðir, verður. ekki dregið í efa; þó verður það aldrei um of brýnt fyrir ís- lenzkum almenningi hve nauðsynlegt það sé, að vaka á verði yfir velferð blaðanna, og sýna þeim í verki fulla hollustu. Það, sem menn leggja á sig vegna málefna, er próf- steinn á einlægni og manngildi hlutaðeig- enda; trúmenskan við íslenzkt þjóðerni, markast glög.gvar af fórnum en fagurgala.— íslendingar vestan liafs, hafa frá upp- hafi landnáms síns, keypt mikið af bókum og blöðum að heiman; svo átti það líka að vera; svo þarf það að vera, og á ávalt að vera um langa fra«ntíð; en á þessu sviði sem öðrum sviðum mannlegra athafna, er skyn- samlegra gagmskifta þörf; einhæfni má þar ekki koma til greina. Heimaþjóðin gæti mikið létt undir með þjóðræknisbaráttu vorri ef hún léti sér fyllilega skiljast, að barátta vor í þjóðræknisefnum, er jafnframt háð hennar vegna, og henni til raunverulegra hagsbóta; hún á að vinna að útbreiðslu vest- anblaðanna heima svo raunverulega muni um; mjmdi slíkt verða í fræmkvæmd báðum aðiljum til gagns og gleði, og stvrkja brúna yfir hin breiðu höf. Eggjan er holl og sjálfsögð, með hlið- sjón af framtíð íslenzku vikublaðanna vestan hafs; en nú gagnar ekkert minna en lög- eggjan; útbreiðsla blaðanna þarf að aukast, og hana verður að knýja fram með einhverj- um ráðum; það verður ef til vill ekki um- flúið, að þröngva mörgum þeim, sem ekki tala íslenzku, en' skilja hana að emhverju leyti, til þess að kaupa blöðin, eins og Jónas alþingismaður Jónsson komst að orði í heim- sókn sinni meðal íslendinga vestra fyrir nokkrum árum, er hann mintist afkomenda íslenzkra frumherja í Spanish Fork, og á öðrum stöðum í Utah-ríkinu, sem hann átti samtal við. Prýðilegur bœklingur Lögbergi hefir borist í hendur til um- sagnar, einkar laglegur bæklingur, eftir rit- höfundinn John Murray Gibbon; titill bækl- ingsins er: “The New Canadian Loyalists.” Er hér í stuttu máli skýrt frá þeim þjóð- flokkum, öðrum en brezkum og frönskum, er land þetta byggja, og sannað hafa með lífi sínu og starfi þá þegnhollustu, er jafnan mun talin verða til fyrirmyndar. Mr. Gibbon bendir réttilega á það, að hinir nýju borgarar af ýmsum þjóðemum, hafi ekki átt minni þátt í því að byggja upp Vesturlandið en albrezkir menn, og þeim hafi af skiljanlegum ástæðum fallið það illa að vera kallaðir útlendingar í stað jiess að vera nefndir nýborgarar af erlendum stofni. Mr. Gibbon telur Islendinga með þeim allra áhrifamestu nýbyggjum þessa lands, og ver tiltölulega langtum meira rúmi um þá í bæklingnum, en aðra þjóðflokka; er þarna meðal, annars ítarleg greinargerð fyr- ir Thorson ráðherra, glæsilegum ferli hans, og þróunarsögu íslenzka þjóðflokksins yfir höfuð í þessu landi. MacMillans félagið gefur út þenna bækling. Að loknum leátri Eftir dr. Richard Beck. I. Jóns Sigurðssonar félagið í Winnipeg (Jon Sigurdson Chapter of the Imperiai Order Daughters of the Empire) átti aldar- fjórðungsafmæli á síðastliðnu vori, og var afmælið, eins og verðugt var, haldið hátíðlegt með fjölmennri og virðulegri samkomu. 1 tilefni af afmælinu hefir félagið einnig gefið út einkar snoturt minningarrit; þess hefir að sönnu þegar verið vinsamlega getið í báð- um íslenzku vikublöðunum hérlendis, en þar sem mér var sent það til umsagnar, og í hlut á jafn merkur félagsskapur og Jóns Sigurðs- sonar félagið er, er mér ljúft að draga at- hygli að ritinu með' nokkrum orðum. 1 ritinu, sem er prýtt mjög góðum mynd- um og að öllu leyti hið vandaðasta, er starfs- saga félagsins rakin í höfuð'atriðum bæði á ensku og íslenzku og skýrt frá tildrögum stofnunar þess; segir Mrs. L. A. Sigurdsson sögu félagsins á ensku, en skáldkonan Guð- ' rún H. Finnsdóttir (Mrs. Gísli Jónsson) rit- ar hana á íslenzku; hefir þeim báðum tekist að gera frásögnina greinargóða og læsilega að sama skapi. Félagið' sem stofnað var árið 1916, á hinum örlagaþyngstu tímum hinnar fyrri Heimsstyrjaldar, hefir unnið hið merkilegasta og þakkarverðasta verk með margþættri líknar- og hjálparstarfsemi sinni, þó eigi verði henni nánar lýst hér; þá hefir félagið einnig látið sig skifta ýms menningarmál meðal Islendinga í landi hér; en þar sem Canada-þjóðin á nú aftur í stríði, hefir’ hjálpar-starfsemin í þágu hermanna af íslenzkum stofni á ný orðið megin-viðfangs- efni félagsins. Þó félagið hafi þannig, á sviði líknar- og mannúðarmálanna, unnið margt merkilegt og ágætt, þá er það þó eitt verk þess, sem lengst mun halda nafni þess á lofti, en það er útgáfa hins mikla merkis- rits: Minningarrit íslenzk ra Ilermanna (1923); var þar í mikið ráðist, en tókst mjög giptusamlega, og mun ritið jafnan teljast merkur skerfur til sögu Islendinga vestan hafsins. Hér var um beint þjóðræknisverk að ræða, og sama má með sanni segja um margt annað', sem félagið hefir haft með höndum. Guðrún skáldkona hefir því alvcg rétt að mæla, er hún segir í yfirliti sínu yfir sögu félagsins: “Jóns Sigurðssonar félagið var stofnað og er 'starfrækt af íslenzkun> konum hér í borginni. Starf þess hefir ver- ið meðal Islendinga og vinna þess hefir ver- ið til styrktar íslenzku fólki. Sé starf fé- lagsins athugað, frá þjóðræknislegu sjónar- miði, hefir það lagt sinn skerf til þeirra mála og hann eigi lítinn.” Mrs. J. B. Skaptason er núverandi for- seti félagsins, og var einnig fyrsti forseti þess, en auk hennar voru í afmælisnefndinni þær Mrs. O. Stephensen og Mrs. B. S. Ben- son, er var formaður (convener) nefndarinn- ar; fylgir hún ritinu úr hlaði með skilmerki- legum formála. II. Eins og alkunnugt er, var snemma á þessu sumri haldin fjölþætt og eftirminnileg hátíð í Winnipeg í tilefni af hálfrar aklar afmæli Fyrsta sambandssafnaðar (Únitara og nýguðfræðinga) þar í borg. Hefir stjórn- arnefnd safnaðarins auk þess gefið út prýð- isfallegt og vandað minningarrit í sambandi við þessi merku tímamót í sögu hans, og fór mjög vel á því. Nefnist minningarrit þetta: Fimmtíu ára afmæli frjálstrúarsafnaðarins í Winnipeg 1891-1941. I ritinu er að finna ágætar myndir af kirkjum safnaðarins og prestum hans frá byrjun og fram á þennan dag; í þessari stuttu umgetningu gerist engin þörf að telja upp nöfn þeirra, því að þau eru öllum al- menningi löngu kunn, enda hefir þar verið um að ræða merkis- og gáfumenn, sem komið hafa mjög við sögu vora um lengri eða skemri skeið, og ýmsir þeirra verið þar áhrifamiklir forystumenn á ýmsum sviðum. Þá er hér einnig prentuð skrá yfir núlifandi stofnendur safnaðarins og núverandi stjóm- arnefnd hans, en forseti hans er herra Berg- thor Emil Johnson. Verðmætasti þáttur þessa minningarrits er þó “Stutt ágrip af sögu safnaðarins” eftir séra Guðmund Árnason, forseta Hins Sameinaða Kirkjufélags Islendinga í Vestur- heimi, og grein sama efnis á ensku, “Fifty Years of Liberal Religion,” eftir núverandi prest safnaðarins, séra Philip M. Pétursson. Grein séra Guðmundar, sem er skil- merkileg t>g læsileg vel, eins og hans var von og vísa, segir í stórum dráttum sögu safnaðarins; en eins og hann tekur fram, þá hefir honum verið svo takmarkað rúm, að hann fær aðeins stiklað á allra stærstu og þýðingarmestu atburðum; hefði því verið æskilegt, að hann hefði haft meira syigrúm í frásögn sinni og getað víðar við komið og f'arið ítarlegar í sakirnar. Engu að síður er frásögn hans fróðleg og glögg eins langt og hún nær, og gefur glögglega í skyn gildi og áhrif þeirrar trúarlegu hreyf- ingar, sem hér er um að ræða, í íslenzku menningar- og kirkjulífi í Vestuijieimi. Um þjóðræknis- legu hliðina á starfsemi um- rædds safnaðar verð eg að láta nægja það, sem eg sagði um það efni í ávarpi því, er eg flutti á minningarhátíðinni, og þegar hefir prentað verið í vikublöð- um vorum. Hin enska grein séra Philips fer ennþá fljótar yfir sögu, en gefur þó næsta ljósa mynd af þýðingarmestu viðburðunum og tildrögum hreyfingarinnar. Teng- ir hann stofnun safnaðarins við starfsemi Menningarfélagsins í Norður Dakota, og mun það rétt athugað, að þangað megi þá þræði rekja. Fór vel á því, að saga safnaðarins var hér einnig rituð, þó í stuttu máli sé, á enska tungu. III. Þá bárust mér fyrir stuttu síð- an í hendur tvö hefti af fjölrit- uðu riti, sem nefnist Tlie Golden Boy (apríl og júní 1940), og gef- ið er út af þeirri undirdeild Mentamáladeildarinnar i Mani- toba, er bréflega fræðslu veitir í ýmsum greinum (Correspondence Branch). Ritstjórinn er landi vor Wilhelin Kristjánson kenn- ari. Hefir hann áður sýnt það, að hann er inaður vel penna- fær og smekkvís á slíka hluti. Hann á einnig ýmsar góðar greinar í þessum heftum, svo sem ferðalýsingu “In the Red River Valley” ( Rauðárdalnum), sem hefir eigi líinn sögulegan fróðleik að geyina, því að höf- undur fléttar inn í þessa ferða- lýsingu sína sögulegar frásagnir um hina ýmsu staði, sem þar greinir frá. Canadiskt námsfólk af íslenzk- um stofni leggur einnig nokkurn skerf til ritsins. Sveinn Svein- son, í 10. bekk, á grein (essay) í apríl-heftinu, er hann nefnir “A Winter Walk,” laglega og lipurlega samda ritsmíð, sein er auðsjáanlega bygð á eigin reynslu og blessunarlega laus við alla tilgerð í stíl. í júní-heftinu er smákvæði “Spring” (Vor) eftir Harald Vidal að Hnausa, Manitoba. Þó að það sé ekki neitt sérlega frumlegt, enda slíks vart að vænta, bregður það upp skýrri mynd, er ber vitni næmri eftirtekt hins unga höfundar; seinna erindi þessa smákvæðis sýnir sérstaklega, a'o honum er ekki erfitt um að ríma: “The birds will build while lilacs bloom, And gentle zephyrs banish gloom. Soon sunset’s glow will flood the sky With myriad hues as night draws nigh.” Ritið er annars fjölbreytt að efni, miðað við stærð þess, og lýsir vel áhugaefnum námsfólks- ins og alúð kennara þess. Rík fróðleikshneigð, ást á bókment- um, á fegurð í hinni ytri náttúru, og um annað fram, djúpstæð ættjarðarást, einkenna bæði hið bundna og óbundna mál. Og hvað sem öðru líður, þá munu kennarar, hvar sem þeir eru í sveit settir, sammála um það, að sælir eru þeir, sem mega eiga samleið með æskunni og hlynna að þroska hennar. --------V--------- Blóm til þeirra lifandi Eg er stödd á einu af merlc- asta heimilum í Árborg, og hug- ur minn hvarflar oft til þeirra, sem að bygðu þetta heimili, en sem eru nú ekki lengur hér. Mig langar til að skrifa lítið ágrip af xeru þeirra hér, þó að lýsing mín verði mjög ófullkomin, að gera grein fyrir hvað mikla þýð- ingu starf þeirra hafði fyrir þessa bygð. Hjónin, sem að hug- ur minn vefur þannig hlýjustu öldum úr djúpi minninganna heita Sigurjón og Jóna Sigurdson og búa nú á 39 Alloway Ave. í Wiflnipegborg. Eg ætla að fara þó nokkuð langt aftur í tímann. Búðin hans Sigurjóns var bygð og byrj- aði að starfa strax þegar járn- brautin kom alla leið norður til Árdalsbygðarinnar, eins og hún var kölluð þá. Mr. Sigurdson kom einsamall fyrst, til þess að undirbúa undir komu fjölskyld- unnar. Eftir skamman tima kom Mrs. Sigurdson með litlu dreng- ina, Arthur og Franklin, og lengi vel bjuggu þau upp á loftinu yfir búðinni. Strax kom það í ljós, að þessi ungu hjón voru fær um að upp- fylla skyldur sínar, og meira en það, gagnvart hinu nýja bæjar- lífi, sem að þá var sækja í sig móðinn. Bæði höfðu þau sér- stakar gáfur til að gerast fyrir- liðar í öllum félagsskap, sem stefndi til framþróunar og þroska í hinni nýju bygð. Mr. Sigurdson var einn af þeim friðustu mönnum, sem nokkurn tíma hefir lifað hér, og öll fram- koma hans var svo aðlaðandi, að allir dáðu hann og vildu vera í návist haps. Honum var svo margt til lista lagt. Hann var og er enn höfðinglegur heim að sækja og skrafhreyfinn og skemtilegur í vinahóp; hann hafði fagra söngrödd, hann var sjálfsagður forseti á öllum gleði- mótum, því að lipurð hans og lægni samstilti hina margvíslegu tóna í sálum samkomugesta, svo að þeir höfðu sem bezt not af hvaða skemtun, sem kvöldið hafði að bjóða. Og ekki aðeins á mannfagnaðarmótum, heldur einnig á öðrum fundum var hann leiðtoginn, eða að minsta kosti einn af nefndarmönnum í öllum félagsskap, sem stofnaður var til uppbyggingar og velferðar bygð- arbúum. Kirkj usaf naðar f orseti var hann árum saman og var mest að þakka hans árvekni og konunnar hans, hvað mikið líf og fjör og áhugi var á meðal áafnaðarmeðlima Árdalskirkju hér fyr meir. Þannig gaf hann stöðugt stóran skerf af lífi sínu i þarfir almennings. Svoleiðis starfsemi er sjaldan metin að verðleikum, einkanlega þegar hún er framkvæmd með hóg- hófværð og göfuglyndi, en er það ekki æðsta skylda mannanna að gefa eins mikið af sjálfum sér fyrir aðra eins og mögulegt er? Maðurinn er fullkominn að svo miklu leyti sem að honum tekst það. Og það sem ef til vill hreif fólk mest var snild Sigur- jóns Sigurdsonar í fílóní-spili. Þar kom í ljós þrá draumsjóna- mannsins að lifa trúr því æðsta og bezta i sálarlífi hans, og ást hans á öllu því fagra og góða, sem lífið hefir að bjóða. í Og konan hans sáði líka djúpt í gróðrarakur bygðarinnar okkar, þó að fyrst framan af bæri minna á henni, eins og það gerir vanalega hvað húsmæður snert- ir, sérstaklega ef að þær eru trú- ar sínum heimilisskyldum. Fólk á oft bágt með að átta sig á því að þegar heimilisfaðirinn er þróttmikill þáttakandi í öllum velferðarmálum bygðarinnar, þá er það mjög líklegt að konan hans, þótt hún sýnist leika miklu smærri hlut, sé það oft á bak við tjöldin sem skapar honum möguleikana til þess að geta beitt sér svo kröftuglega í safn- aðarlífinu. En Mrs. Sigurdson, þótt hún hefði þungum heimilisstörfum að sinna, starfaði einnig af megni utan heimilisins. Hún var drif- fjöðrin í kirkjusöngflokknum um lengri tíma; hún var for- stöðukona sunnudagaskólans í mörg ár, og kendi í honum næstum stöðugt þar til hún flutti héðan. f lúterska safnað- arkvenfélaginu hefir hún starfað öll þessi ár, lengst af þeim tíma var hún i stjórnarnefnd þess fé- lágsskapar, annaðhvort forseti eða skrifari mest af timanum. Hún hefir tekið drjúgan þátt í starfsemi annara félaga og fyrir- tækja, og er ,held eg, eina konan sem starfað hefir í skólanefnd þessa héraðs. Og það var fyrir henni eins og manninum henn- ar, bæði unnu þau látlaust og oft í kyrþey. Alt þeirra starf bar vott um dæmafáa sjálfsafneitun og sterkan áhuga fyrir mann- félags og kristilegum málum. Þau hjón bygðu sér myndar- heimili, og gerðist það miðpunkt- ur alls mannfagnaðar, og út frá því streymdu ótal margir straum- ar, sem mótuðu alt það bezta í lífi hinnar ungu bygðar. Þau Sigurdsons hjónin eru bæði söng- elsk og þess vegna var það eðli- legt og einnig með tímanum á- litið sjálfsagt, að margt af því sem borið var fram fyrir almenn- ing á skemtisamkomum ætti uppruna sinn hjá þeim. Þannig atvikaðist það, til dæmis, að ís- lenzk leiklist fékk svo góða und- irstöðu í Árborg. Mrs. Sigurdson hafði i mörg ár umsjón með öll- um leikjum sem sýndir voru fyrir hönd kvenfélagsins. Og börnin þeirra urðu fimm, þrír drengir, Arnthor, Franklin og Carl, og tvær stúlkur, Snjó- laug og Margaret. Elzti dreng- urinn Arnthór, var aðeins ungl- ingur, er faðir hans veiktist hastarlega. Var hann rúmfastur um tvö ár, og þó að hann næði sér að nokkru leyti, þá hefir hann aldrei náð fullum bata. Margir hörmuðu hin þungu kjör mannsins, sem hafði lagt svo mikið af kröftum sínum i þarfir annara, en fáir sýndu það í orði eða verki að þeir skulduðu hon- um neitt. Það vill oft svo til, að þó að fólk finni til djúprar hlut- tekningar þá dylur það of oft til- finningar sínar. Svo verzlun Sigurjóns Sigurdsonar gekk í hendur annara, en Arnthór sonur hans, þó ungur væri, gerðist verzlunarstjóri og hefir haft það starf með höndum síðan. Á meðan á þessum reynslu- tíina stóð dróg Mrs. Sigurdson sig í hlé frá almennum störf- um. Kröfur heimilisins voru nii afar harðar um hríð, en hún lét þær ekki verða sér um megn, heldur kallaði hún fram alla þá sálarkrafta, sem að hún bjó yfir til þess að halda við heimilinu, og til þess að gera börnununi það mögulegt að ganga menta- veginn. Oft hefir henni hlotið að finnast að lífsbaráttan mundi IN THE WESTERN DESERT FIGHTING CAPTURED GERMAN MATERIAL Men of a British tank regiment are seen examining a German armoured car which was captured during the fighting at Sollum and Fort Capuzzo in the Western Desert.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.