Lögberg - 09.10.1941, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.10.1941, Blaðsíða 7
LÖGrBERG, FIMTUD AGIN N 9. OKTÓBER, 1941 7 Jónas Brynjólfsson FRÁ FAGRADAL Eftir Finnboga Hjálmarsson F'átt er gömlum mönnum hug- Jjúfara þegar þeir sitja einir í húmi ellinnar, en þaÖ, að renna huga sinum yfir fornar slóðir, og eiga samtal við endurminningar um samtíðarmenn sína, sem hafa horfið þeim úr lestaferð daglát- anna og safnast til feðra sinna, eins og oft er komist að orði um þá, sem sofnað hafa hinzta Idundi undir ábreiðunni í dán- arskálanum hjá henni Torfu í Gröf. Og núna ert það þú, Jónas gamli, forni samferða reisubróðir og nágranni, sem hugur ininn stanzar hjá, til að endurminnast einnar litillar sam- talsstundar af mörgum, sem við áttum saman árin, sem við vor- um nábúar. Minningarnar benda mér á okltur, þar sem við sátum báðir á sama belck og tefldum hugskálíir okkar um það hvor æskusveitin okkar ætti fegurra útsýni. Við ímynduðum okkur sjálft landið taflborð, með hól- um, hálsum, fjötlum, vötnum, sjó og völlum, og miðuðum alla vinninga þeirra skákkappanna við hæð þeirra yfir sjávarmál. En þeir voru fjöllin í útsýninu. Eg sá strax hvað hölluin fæti eg stóð að þessum leik, fyrst allir vinningar voru miðaðir við hæð hvers örnefnis, sem stóð þarna öndvert dkkur. Æskusveltin þín, Hólsfjöll í Norður-Þingeyjar- sýslu, liggja fimtán-hundruð fet- um ha'rra yfir sjó en Breiðuvík- in mín á Tjörnesinu í Suður- Þingeyjarsýslu. Eg hafði frá fyrstu æskuárum bygt alla mína hugmynda-íþrótt á íturvaxna fjallinu Tungunúp, tóle þá full- víssu úr bernskuhugmyndum að hann bæri höfuð og hálfan svíra yfir allar hæðir í riki sínu, og, gæti í einni andrá sýnt þegnum sínum í átta hreppa. Hann stóð fremstur og nyrztur í vinstri armi fylkingar minnar á skák- borðinu; eg benti þér á hann og sagði að þarna stæði höfuðkapp- inn minn, og spurði hvern þú veldir úr hægri armi fyllvingar þinnar til handfangs við hann, Þá rendir þú fram á sýningarsvið- ið náttámlatröllinu þínu Eilífi Garnla Mývetning. Nú kom úr- skurður hæðarmálskvarðans fyrst til sögunnar, og varð mér vottorð hans sízt í vil, því Tjör- nesingur minn náði ekki nátt- mála risanum þinum nema í geirvörtur. Næst vatt eg frain Hágöngum, nyrzta fjalli í svo- nefndum Vílenafjöllum vestan megin Skjálfandafjarðar; þeim i mót attir þá Hágöngunum þín- um vestan megin Jökulsár í Ax- arfirði, þau eru nábúar Detti- foss, þessum leik tapaði eg með enn minni hæðarmun en hinum. Hverju tjaldar þú nú fram á skákborðið? spurðir þú. Eg sagðist svona rétt til reynslu renna Granastaðanýpu fram á borðið. Þá set eg fram miðaftan vísirinn minn hann Jörund gamla, sagðir þú. Hæðakvarð- inn úrskurðaði Jörundi þínum svo yfirgnæfanlegan sigur, þvi hún nýpa mín náði honum eklíi nema i herðabl^ð. Eg sá nú glögt að ef við tefldum þessa hugskák okkar lengur hlaut eg að verða mát í næsta leiU. Haltu áfram með þessi peð þin, sagðir þú. Eg sagðist ætla að reyna eina og siðasta kappann, sem eg ætti nú eftir ómældan, það væri fjallið Búrfell á Tunguheiði. Sei, sei, það er ekki svo smátt að sjá hvernig sem það inælist. Þú ert sannarlega ekki á flæði- skeri staddur þarna norður yið Skjá'lfandaflóann, meðan þú átt þúfuna þá arna til að klifra upp á, sagðir þú, en móti þessu lmri þínu benli eg þér á miðdegis- vörðuna mína, hún heitir fullu nafni Herðubreið. Komdu nú iheð mælikvarðann þinn. Við skulum nú ganga úr öllum skugga um leikslok þessarar hugskákar okkar sagðir þú, hér þarf ekkert hæðarmál eða mæli- levarða, ekkert nmea mitt eigið vitni. Þú hefir haft yfirgnæf- anlegan sigur, unnið þetta tafl, og mátt vel við það una, sagði eg. En nú skuluni við hvarfla aug- um okkar frá fjöllunum og há- lendingu og líta á láglendið, hver frá sinni æskusveit, og vita hvort við eigum þar nokkuð sem bcnd- ir okkur á sig sem okkur var kært og hefir alla daga frá barns- aldri geymst í endurminningum vorum. Já, það er vel tilfallið að stytta þessa samtalsstund okkar með einhverju öðru, fyrst við erum hættir að tefla, sagðir þú. Segðu mér nú frá þvi helzta, sem þú átt ennþá geymt í fangi Muna þíns frá liðnum árum, þarna i útsýninu á Tjörnesinu þínu. Já, þar á eg margt, sem enn vakir fyrir hugskotssjónum mínum eins glögt og eg sá það siðast fyrir röskum 65 árum. Eg var þá eins og máltækið segir um smalann, að hann eigni sér att sauðféð, sem hann gætir, þó enga eigi hann kindina. Eg þóttist eiga alt, sem eg sá i útsýninu frá bæjardyrum æskuheimila minna. Eg þóttist eiga allan Skjálfanda- fjörð frá Flatey inn að Siávar- sandi, með öllu sem á honum og í honurn var. Mér fanst eg eiga alla fiskibátana, sem róið var frá landi þar á nesinu frá Tjörnista alla leið inn að Ærvik við Laxamýri. Eg þóttist eiga alla útienzku fiskiduggurnar, sem eg sá i sjóndeildarhringnum fyrir mynni fjarðarins og ö>! verzlunarskipin, sem komu ti! Húsavíkur, en það man eg vel að oft urðu augu fólksins lúin og vonsvikin vorið og sumarið 1869 við það að ota skygnum sinum í áttina sem þeirra var von úr, það sumar kom fyrsta verzlunarskipið á Húsavik ekki fyr en um höfuðdag, eða 29. ágúst, sökuni hafísa. Þá hraus mönnum hugur við þvi að horfa út á Skjálfandann fjötraðan í dróma þessa hvíta dauða við skipkomuna og hvarf þessa hvíta voða hrestust hugir manna, því þá opnuðust fleiri bjargræðis- vegir. Nú lá fjörðurinn með faðm sinn íslaus opinn og skin- an'di og hauð fiskimennina vel- komna í forðabúr sitt, enda sá- ust þá margar árar á borðum skipanna, þegar róið var út á fiskimiðin. Þó eg leiti i allri minnisbókinni, þá finn eg hvergi eins fljót umskifti á svip fólks- ins úr votæði og allsleysi, í von um brauð í bú, eins og við hvarf hafíssins og komu kaup- skipsins þetta eftirminnilega sultarsumar. En nú skúlum við minnast á eitthvað annað, sem fer hlýrri höndum um æsku- minningar okkar en hafís og hungur. Átturðu ekki neina fossa þarna á Tjörnesinu þínu, sem koma þér til að heimsækja §ig og undrast söng sinn og hörpuslátt, þegar þú vaktir yfir túninu, eða sast hjá kvíánum á nóttunni, fossa, sem þjóðskáldin okkar heimsóttu eins og kon- unga og ortu um þá kraftakvæði, spurðir þú. Jú, eg átti einn lít- inn foss í æskusveit minni, sem Skeifárfoss heitir, hann var hVorki tröll á vöxt né hamramm- ur að afli, en hann er fagurVax- inn og fríður ásýndum, lifði ein- lifi og virtist una sér vel við þau margra alda daglæti sín að stökkva fram af þrítugu bjargi án þess að fella niður eina ein- ustu nótu eða tón i laginu sem hann söng. Og svo mikil athygli var honum veitt, að engann vissi eg þurfa að hraða svo ferðum sinum að hann stanzaði ekki um stund til þess að virða hann fyrir sér og hlusta á slaghörp- una hans, og eitthvað var það við látbragð hans og rómfegurð, sem orkaði því við fyrstu kynn- ing við hann, að hver sem sá hann geymdi mynd hans í þanka sínum eins og aldavinar síns. En ekki minnist eg þess að þjóð- skáldin okkar heimsæktu hann, eða syngju honum lofkvæði. Þessi foss, sem þú áttir og tal- ar um, hefir bara verið svolítið ílustrá í samanburði við fossinn, sem eg átti i nágrenni æskusveit- ar minnar; hann er allra fossa stærstur og vatnsmestur á land- inu; hann er fyrir öldum síðan orðinn þjóðkunnur, víðar en i sinu heimalandi. Erlendir ferða- menn heiinsækja hann árlega til að dást að honum, og kalla hann konung fossanna; þjóðskáldin tvö, samlandar hans, hafa ort um hann kraftakvæði, og líkt hon- um víð Jörmungand sterkasta aflið sem þeir þektu. Stærsta iðnaðarfélag landsins hefir látið eitt eimskipið siitt heita í höfuð- ið á honum, og svo er hann róm- sterkur, að hann leikur sér að því að láta nágrenni sitt heyra bassarödd sína í 15—20 rasta fjarlægð. Heimili hans er fullar 12 rastir frá æskuheimilinu mínu, Fagradal, þó lét hljóðöld- um hans það létt að syngja mig í svefn á kveldin þegar eg var háttaður í rúminu mínu; hvell- ust var þó raustin hans þegar norðvestan vindur stóð i fang ið á honum; hann heitir Detti- foss og er einlnii í Jökulsár- gljúfrunum, milli Hólsfjalla og Kvelduhverfis i Norður-Þingeyj- arsýslu. Eg hefi heyrt getið um j'oss- inn þinn, sagði eg, og veit vel, að þú berð ekkert oflof á hann í frásögn þinirri. En það er með fossana okkar eins og margc annað i ríki nátúrunnar, að eitl kemur öðru meira. ílustráið mitt getur að sinu leyti sæmt sér eins vel í hópi smælingjanna eins og háa störin í þyrping risa- vöxnu grasanna. Áttirðu nokkra fagra fjaltshlíð í æskusveit þinni, sein þér væri kært að endurminnast núna i sambandi við þetta saintal okkar, spurðir þú. Átti eg víst, sagði eg, og það fleiri en eina, þó Var ein þeirra sérstakt aungnayndi mitt, hún sneri fangi sínu móti bæjardyr- unum á einu æskuheimili mínil og klæddist í vorskrúð sitt lang fyrst af öllum nöfnum sínuni þar í nágrenninu, t. d. þegar vel viðraði bar hún ljósgrænan kjó! á sumardaginn fyrsta, var svo daglega að skreyta sig til júní- loka eða lengur, stóð svo i þess- um perlusettu klæðum til sept- emberloka, eða þar til laufvind- arnir höfðu gefið henni gulan kjól, hún heitir Grænahlíð, hvergi hefi eg unað augum mín- um betur en í návist við hana að morgni dags, þegar hún glitraði eins og stjörnuhaf í geislum morgunsólarinnar, meðan þeir voru að þerra daggartár nætur- innar af augum þeirra Fjólu og Smára, Fífils og Sóleyjar, augna- hnossa íslenzkrar æsku. En nú spyr eg þig að þessu: áttir þú nokkurt það útsýni í nágrenni þínu þarna við Fagradal, sem heillaái hug þinn svo til sín, að þú hefðir kosið að lifa og deyja þar, ef þá hefði verið það sjálf- rátt. Átti eg víst og á enn, svaraðii þú, og hófst svo frásögn þína á þessa leið: Þegar eg • var á fjórtánda árinu, var eg látinn sitja hjá kvíánum þeirra stjúpa mins og móður minnar. Eitt kveld vantaði mig tvær ærnar úr hjásetunni. Iikki var eg neitt sneyptur fyrir þá vangá mína, en sanit vissi eg að .ætlast var lil þess að eg leitaði að þvi og fyndi aftur það sem eg hafði týnt. Eg labbaði þvi af stað þangað sem eg ha.fði setið hjá um daginn, en þar í grend voru þær hvergi. Geldfjárhópar voru hér og þar um holt og hlíðavanga styggir og stoltir í faðmi fjallanna við allsnægta veizluhorð gjafinildrar náttúrunnar. Eg var nú staddur rétt sunnan við Hólsmynni, það er dalur, sem deilir sundur bú- jörðunum þeirra nágrannanna Mynnisaxlar og Haugsöræfa. Mynnisöxl er vestan megin dals- ins, en Haugur öndvert henni að austan, dálítið stöðuvatn liggui- í Mynninu, sem dregur nafn sitt af þvi. Eg hafði aldrei komið þangað, en oft heyrt því hrósað fyrir útsýnisfegurð og gekk norður veginn sem liggur millum sveitanna Þistilfjarðar og Hóls- fjalla, þar til eg kofti að vatn- inu; settist svo þar á götubakk- ann og leit yfir útsýnið. Það var komið fast að lágnætti, en nóttin var heiðskir og björt eins og dagur og vatnið spegilslétt; stór svanahópur synti um það þvert og endilangt og kvakaði nætur- söngva sína. Lóurnar flugu í loftinu og héldu aftansöng yfir mér þar sem eg sat syfjaður og lúinn á götúbakkanum, en þær Steinklöpp og Sólskríkja blistr- uðu lofkvæði, sem þær höfðu ort um Mynnisöxl fyrir það að hafa fóstrað þær og borið á hand- stöllum sínum frá barnæsku, all- ur þessi sönghörpu niður rann saman í einn kór, sem ómaði og endursöng sig í fjöllunum beggja megin dalsins. Svanirnir syntu syngjandi meðfram allri strönd vatnsins eins og þeim væri svo ant um að allir hólar og hæðir endurkvæðu söng sinn inn í öll eyru náttúrunnar. Nú voru þær á suðurleið eftir iniðju vatninu og syntu í oddlylking, ein fyrsl, nokkrum skrefum á undan hin- um, næst komu tvær, hlið við hlið, þá eitthvað fleiri, unz fylk- ingin var öll mynduð, þær þögðu nú allar nema oddvitinn; hann kvakaði einsöng sinn eittihvað svo angurblítt, eins og móðir, sem er að rugga liarni sinu i svefnró; nálægt miðju vatninu staðnæmdist allur þessi tignar- Iegi svanahópur, söngur þeirra var hættur að óma í fjöllunum; svanirnir teygðu úr hálsum sín- uin og lögðu höfuðin aftur á bök sín, og sofnuðu miðnæturblund- inn sinn. Lóurnar voru þagnað- ar og þær Steinklöpp og Sól- skríkja létu ekkert til sín heyra. Geldfjárhóparnir, sem leigt höfða Mynnisöxl fyrir sumarbústað sinn, steinsváfu þar á matborð- inu sínu, öll náttúran virtist sofa nema Sandá gamla, hún stöklc stall af stalli niður i oln- bogabótina á Haug gamla og drundi árþúsunda langlokuna sína, án þess að draga andann. . Þarna sem eg sat í nokkurs konar vökudraum um það sem eg hafði heyrt og séð, komst eg fyrst að því sem málshátturinn segir, að stuttur sá fuglsblund- úrinn, því eftif tíu til fimtán mínútur vöknuðu svanirnir, tóku sundtökin og hófu söng sinn á ný. Lóurnar létu ekki lriða eftir sér, þær byrjuðu morgunsönginn sinn með bíbí, dýrriní dýrrin. Steinklöpp og Sólskrikja, hirð- skáld Mynnisaxlarinnar, sungu nýortan lofsöng um haiia fóstru sína. Fífillinn breiddi út grænu nátthúfuna og greiddi svo gulu hárlokkana sína ofan á hana. Sóley, íslenzk blómadrotningin, var vöknuð og þerði daggartár næturinnar aif ásjónu sinni, en Mynnisöxl, há og tigu-leg, í dökk- græna sumarmötlinum sinum virtist vera að lesa Faðir vor náttúrunnar yfir öllu, sem lifði í nágrenni hennar. 011 þessi út- sýnisfegurð, alt það, sem eg sá og heyrði þarna sem eg sat á götubakkanum, negldi sig svo fast i huga rninn og minni, að það vakir þar enn í dag, eins glögt eins og nóttina sem eg sá það. Við það ifagra útsýni hefði eg kosið að lifa alla æfi minnar lifsstundir og leggjast að lokum til hxildar i faðmi Mynnisaxlar. Nú ertu horfinn af hugskákar- bekknum og samtali okkar lokið. Nú ertu genginn i grafarró, um gröf þina rikir þögn og friður. Eg sé að mórauð moldin er nóg minning um hvar þú varst lagð- ur niður. Þú biður engann um bautastein, borðstúf né spjald sem nafn þitt varði. Þér er langkærust kyrðin ein hjá Karitas þinni i dánar sarði. Þættir úr lífi Sigurðar Breiðfjörð Foreldrar Sigurðar voru, eins og kunnugt er, Eiríkur Sigurðs- son bóndi í Rifgirðingum og sið- ar í Bíldsey á Breiðafirði og Ingi- björg Bjarnadóttir, Bogasonar gamla í Hrappsey, en móðir Ingibjargar var Jóhanna systir Ásgrínis Helluprests Vigfússon- ar. Móðir Jóhönnu og séra Ás- grínrs var dóttir Helga, sem kall- aður var “tíu aura skegg.” — Eru aliar þessar ættir úr Breiða- firði sunnanverðum. — Eirikur í Bíldsey, sem talinn er faðir Sigurðar Breiðfjörð var gáfaður maður og vei skáldmæltur, svo að vel gæti Sigurður hafa sótt hæfileika til hans eins og til móðurættar, en sá orðrómur var meðal samtíðarmanna, að Sig- urður hafi ekki verið rétt feðr- aður, þvi að ásýndum þótti hann likur öðrum manni, sem hafði verið í “vináttu” við pióður hans eða þau hjónin. Þetta var Jón bóndi Hákonarson, sem lika var gáfaður hæfileikamaður og skáld- mæltur. Jón bjó á þremur stór- býlum á Snaifellsúesi, fyrst á Fróðá, svo á Hallbjarnareyri og loks á Narfeyri. Hann var dugn- aðarmaður, en þótti harður af sér í viðskiftum við aðra. Það er sagt, að stundum hafi verið glettingar með þeim Eiríki í Rifgirðingum og Jóni á Narf- eyri, en báðri voru kesknir, og einu sinni kvað Jón svo um Eirík þegar hann bjó í Rifgirðingum: Benedikt er biðillinn, Bjarni og herra stallarinn, rauði og græni riddarinn, Rifgirðinga kongurinn. Ekki er nú kunnugt við hvaða menn Jón á í vísunni, nema Rif- girðinga-konginn, það var auð- vitað Eiríkur, en hann kvað vísu til Jóns og er hún lýsing á Jóni. Vísan er svona: Þessi á að vcra með þyrilhaus, þó í minna lagi, tiaraxlaður og læralaus langhryggjaður, gjarn á raus. Þegar Sigurður Breiðfjörð fæddist voru foreldrar hans fá- ta*k og ekki við bú og komu því drengnum í fóstur hjá góðu fólki i Krossnesi í Eyrarsveit og þar var hann fyrstu þrjú árin, sem hann lifði, en þá fóru foréldrar hans að búa í Rifgirðingum og tóku hann til sín og upp frá því ólst hann upp hjá þeim. — Ekki naut Sigurður neinnar kenslu í æsku, nema hvað honum var komið til séra Gísla ólafssonar f0 aðstoðarprests á Helgafelli litinn tima úr 2 vetrum til náms undír fermingu. — Það kom brátt í ljós á unglingisárum Sigurðar, að hann var óhneigður til allrar vinnu og svo var hann auk þess baldinn og ókærinn. — Það ráð var þvi tekið, að koma honum til útlanda og var hann látinn sigla með Stykkishóhnsgaleasin- um, sem Thorlacius átti. Með skipinu fóru þá lika 3 aðrir unglingspiltar, sem kallaðir voru slæpingjar og þótti landhreins- un að. — Um veru Sigurðar ytra eru litar sagnir, nema um Græn- landsför hans, en í Kaupmanna- höfn lærði hann bevkisiðn og tók sveinspróf, og beykir var hann i Grænlandi. Svo kom hann aftur hingað til lands á skipi til fsa- fjarðar og var þar í nokkur ár í þjónustu ólafs riddara 'Fhor- lacius, sem þá átti Hæstakaup- staðinn á fsafirði, en á hverju hausti fór hann þá kynnisför suður að Breiðafirði að finna frændur sína og vini.— Eirikur i Bíldsey reri á hverri vertíð í Dritvík undir Jökli eins og þá var siður eyjamanna og var þá aitaf háseti hjá Guðmundi Sigurðssyni spitalahaldara á Hallhjarnareyri. Það var svo eitt vorið, að þeir voru að koma úr Víkurferð með háfermi af skreið og voru báðir talsvert druknir. Þá tókst svo slysalega tiil að Eirikur datt útbyrðis þeg- ar hann var að rétta Guðmundi flösku til að súpa á. Báturinn var á skriði, en hægur vindur og var seglið þegar feit. Nokkuv töf varð á að Eiríkur næðist, og svo var hann dreginn óhöndug- lega inn á grúfu, að hann ineidd- ist við það á brjóstinu, einkum útvortis. Annars eru menn venjúlega i slíkum tilfellum dregnir inn á bakið og með mestu varúð svo að þeir verði fyrir sein minstu hnjaski. GuðmundUr fór svo með Eirík til Stykkishólms og kom honum fyrir hjá Boga Benediktsen verzl- unarstjóra og Jarðþrúði konu hans og hjá þeim var hann í viku við beztu aðhilynningu. honum var leitað lækninga, en alt að árangurslausu og sagði Oddur Hjaltalin læknir að svo væri Eirikur mekidur innvortis, að lifrin væri mikið marin og gæti hann ekki lifað nema með- an hún væri að tærast upp. Síð- an var hann fluttur fram í Bílds- ey og þar dó hann eftir 3 vikur. Eftir að Sigurður var kominn til ísafjárðar, drakk hann mikið og fór þá að bera talsvert á hag- mælsku hans, og þótti alt sem hann orti vel kveðið og liðugt, og aldrei var hann níðkveðinn.— Svo var það eitt kvöld, að kunn- ingjar Sigurðar færðu það í tal við hann, að hann hlyti að vera kraftaskáld eða ákvæðinn, sem kallað var, en Sigurður aftók þetta ekki með öllu, og var drjúgur yfir sér, enda drukkinn, en þegar félagar hans heyrði það, gerðu þeir skop að honum og' vildu engan trúnað leggja á þann hæfileika hans. — Innan- búðarmaður einn á fsafirði átti danska tik, sein oft var að gelta að Sigurði og glefsa í hann, þo að hún lúti aðra í friði, og var eins og henni væri eitthvað upp- sigað við hann eða að honurn stefnt. Spurðu þeir hann þá að hvort hann gæti ekki kveðið hana dauða, úr því að hún væri honum svo ásækin og hvimleið. — Hann tók litið undir þetta, en var enn drjúgur yfir sér, en sagði að þetta væri illvirki. En svo er sagt, að hann hafi fengið strák til þess að gefa dönsku tíkinni eitúr svo Htið liæri á snemma morguninn eftir. — Sig- urður fór snemma á fætur og gekk í búðina til þess að fá sér morgunhýrgun, en þá var brenni- vín selit i staupum við búðarborð- ið eins og hver annar varningur. Hann sagðist j)á ætla að sýna kvæðamátt sinn og heimtaði að kallað væri á tikina, þvi að nú þöttist hann viss um að eitrið væri farið að yerka á hana. Var nú kallað á tikina og fór Sigurð- ur að kveða vísur af munni fram, heldur mergjaðar, þó að enginn muni þær nú. Leið þá ekki á löngu þangað til tíkin tór að fá flog og þótti þá búðar- mönnurn nóg um og báðu hann að hætta. Þeir sögðust skula gefa honurn nóg brennivín et hann hætti að kveða og léti tik- inni létta svo að henni gæti batrt- að, en þá sagði hann, að nú væri það ekki hægt úr því sem komið væri, því að nú vrði þetla að bitna á þeim og slikt væri þeim ekki betra. Siðan drapst tikin og var ekki eftir það gert skop að kraftakveðskap Sigurðar Breiðfjörð, en það sagði hann þeim, að á slíku ta>ki hann ekki nema mikið lægi við.— —(Lesbók). —Já, en mamma mín. Þú mátt ekki vera svona hörð. Hann segist elska mig. —Mér er alveg sama — það segja þeir allir. —$íei, inamma — ekki við mig. * * * Montague, óbreyttur liðsmað- ur í brezka hernum, hefir altaf eintak af skírnarvottorði sínu á sér, því að enginn fæst til að trúa því, að hann heiti Percival Montgomery Plantaganet Debras- sey Ronald Basil Irvine Graham Marmaduke Alexander Mon- tague. I hernum er hann bara kallaður “Montv.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.