Lögberg - 09.10.1941, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.10.1941, Blaðsíða 8
R LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. OKTÖBER, 1941 Látið Kassa í Kæliskápinn ÍB Ooiáiwyrifw Ur borg og bygð Mr. Skúli Sigfússon þingmað- ur St. George kjördæmis, var staddur í botginni á föstudaginn. -f ♦ ♦ The Junior Ladies Aid of the First Lutheran church, Victor St., will Ihold their regular meet- ing on Tuesday, Oct. 14th, at 2.30 p.m. in the churrh parlors. -f -f I>ann 4. þ. m„ gaf séra Valdi- mar J. Eylands saman að heim- ili sínu, 776 Victor Street, þau Miss Ingu Bjarnason frá Gimli, og Jóhannes fsfeld, 778 Beverley Street hér í borginni. f f f Þann 4. þ. m„ voru gefin sam- an í hjónaband Leo Halldórsson og Guðrún Irene Stinson, bæði frá Lundar. Véra Valdimar J. Eylands framkvæmdi hjónavígsl- una að heimili sínu. 776 Victor Street. • -f f f Hinn 2. þ. m„ voru gefin sam- an í hjónaband í Fiyrstu lútersku kirkju þau Miss Jórunn Guðlín Hannesson, 716 Lipton Street, og Ewan Stanley Stewart, 1212 Wellington Crescent. Brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Kristján Hasnesson. f f f Séra N. Steingrimur Thorláks- son kom til borgarinnar í lok fyrri viku ásamt frú sinni; hafa þau dvalið á Mountain, N. Dak. í sumar hjá dóttur og tengda- syni, þeim séra Haraldi Sigmar og frú hans. Séra Steingrimur og frú njóta enn beztu heilsu, og auka á gleði samferðasveitar sinnar. -f f f Þann 2. þ. m„ voru gefin sam- an i hjónaband að 215 Buby Street, Miss Svanhvít Jóhannes- son, L.L.B., og Mr. Gordon Hen- ley Josie, 216 Laurier Ave. East, Ottawa, Ont. Séra Valdimar J. Eylands framkvæmdi hjónavígsl- una að heimili foreldra brúðar- innar, Dr. og Mrs. Sigurður Júl. Jóhannesson. Framtíðarheimili ungu hjónanna verlur í Ottawa. MUS-KEE-KEE Ahrifamikið kvefmeðal, búið til úr gömlum Indfána jurta for- skriftum. petta er verulegur heilsugjafi, sem veldur eðlilegrí starfsemi hins mannlega líkams- kerfis. Ráðyist við lyfsalann i dag viðvíkjandi MUS-KEE-KEE Barnlaus, íslenzk hjón óskast til að sjá um heimili efnafólks í Winnipeg. Maðurinn á að starfa sem ökumaður, en konan að vinna innanþússtörf. Ágæt íbúð og gott kaup. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs. f f f Capt. Otto Bjarnason, náma- verkfræðingur við McLeod-Cock- shutt gullnámurnar í Ontario, dvaldi nýverið nokkra daga hér í, borginni ásainl frú sinni, í heimsókn til foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. Halldór Bjarnason að 704 Victor Street. f f f Mr. og Mrs. H. S. Erlendson frá Árborg, komu til borgarinn- ar síðastliðinn föstudag, ásamt frú ólínu Erlendson, sem dvelj- ast mun hér um hrið hjá systur sinni og manni hennar, þeim Mr. og Mrs. N. Ottenson. f f f Sunnudaginn 28. september 1941, vorU þau Frederick Ardner Johnson og Anna Margaret Helgason gefin saman i hjóna- band af sóknarprestinum séra Carl J. Olson. Athöfnin fór fram á heimili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. Helgi Helgason. Eftir athöfnina voru mjög Ijúf- fengir og gómsætir réttir fram bornir af mikilli rausn. Móðir og bræður brúðgumans eiga heima fyrir sunnan Leslie og er ágætis fólk, og Helgi Helgason, frú hans og skyldmenni teljast með hinum allra beztu borgur- uin Saskatchewanfylki. Hugheil- ar og hjartanlegar hamingjuósk- ir fylgja þessum efnilegu brúð- hjónum á braut. Guð blessi þau i Jesú nafni! Carl J. Olson. Þrjátíu ára starfræksla FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRUM kom til Winnipeg fyrsti orkustraumurinn frá Pointe du Bois orkuverinu. Frá þeim tíma hefir draumsjón “Feðra City Hydro” margfaldlega komið til framkvæmda. Hið upp- runalega framleiðslumagn var fullnotað 1928, svo að bæta varð við orku frá nýju stöðinni 1931. í DAG er City Hydro voldugur aflgjafi í því um- hverfi, sem þess nýtur við. í viðbót við hin tvö miklu orkuver, á það tvær terminal-stöðvar, 7 undirstöðvar, 34 mílna járnbraut, 250 mílna leiðslu- turna og 480 mílur af orkuskiftilínum. Það starf- rækir einnig ljósakerfi Winnipegborgar og mið- stöðvarhitunarkerfið. FÉ ÞAÐ, sein í City Hydro liggur, nemur $30,000,- 000.00, og hefir fyrirtækið ávalt borið sig fjár- hagslega vel. Það hefir aldrei kostað borgarana cent. Það hefir sparað þeim miljónir í láguin orkugjöldum, og ní í fjögur ár hefir það lagt i bæjarsjóð yfir $1,000,000. Árið, sem leið, var yfir þriðjungi úr miljón af rekstrarafgangi Hydros, varið til lækkunar sköttum. Sízt að undra, þó 8 af hverjum 10 Winnipegheimilum noti sitt eigið þjóðnýtingarfyrirtæki. CITY HYDRO ÞAÐ ER YÐAR EIGN — NOTIfí ÞAfí ! Rauði Kross Islands Deild þessa alþjóða miskunn- ar félags var stofnuð á fslandi fyrir rúmum tveimur árum síð- an. Hefir það nú sent mér 1.—2. hefti af dálitlu tímariti er félag- ið gefur út, sem heitir “Heilbrigt lif.” Er þar myndarlega af stað farið og ritið eigulegt og fjöl- breytt, með dágóðum myndum. Við þekkjum öll meira og minna starfsemi Rauða Kross félagsins, sem hefir frá byrjun verið hinn öruggasti verndari fyrir líf og heilsu miljóna manna hvervetna þar sem það hefir náð fótfestu. Þetta er líknarfélag, sem einmitt nú er bezta stoð allra þeirra miljóna manna, sem verða að þola ósegjanlegar hörmungar af völdum ofbeldis svívirðingar. Og við megum ekki láta slíkt starf hlutlaust. Eg vil selja öll þessi fáu eintök er mér voru send af “Heilbrigt lif” fyrir 75 cent eintakið, og vona eg að það sé ekki til of mikils ætlast. Engin afföll skulu verða af þessari sölu, en alt and- virðið sent til Rauða Kross ís- lands. Og ef einhver vill láta meira af hendi rakna, þá skal því skilvíslega framvísað og nöfn slíkra gefenda síðar birt i ritinu. MAGNUS PETERSON, 313 Horace St„ Norwood, Man. ♦ ♦ Mr. Ásmundur M. Freeman frá Gypsumville, kom til borgar- innar á föstudaginn var ásamt Sigurði syni sínum; þeir feðgar héldu heimleiðis á sunnudag. -f -f ♦ Frú Andrea Johnson biður þess getið í Lögbergi, að deild Rauða Krossins i Árborg efni til skemtisamkomu í samkomuhúsi Árborgar á föstudagskveldið þann 17. þ. m. Skemtir þar með- al annars frægur sjónhverfinga- maður frá Winnipeg, Ken Lay- ton, auk þess sem nokkrar stúlk- ur sýna þjóðdansa. Styðjið gott málefni, og fjölmennið á sam- komu þessa. -f -f -f GJAFIR TIL BETEL f SEPTEMBER 7.94/ Mrs. D. S. Curry, Winnipeg, $5.00 and 4 lbs. of knitting yarn; Mrs. James Stewart, Winnipeg, 4 Ibs. Candy; Kvenfélag Herðu- breiðarsafnaðar, úr blómsveiga- sjóði, $15.00; Áheit frá ónefndri, Ivanlhoe. Minnesota, með gengis- mun, $5.50. Kærar þakkir, J. J. ‘Swanson, féh. 308 Avenue Bldg„ Winnipeg. -f -f -f ÞAKKARHÁTfí í FYRRTU LUTERSKU KIRKJU Að tilstuðlan Eldra kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar, verður efnt til Turkey-kveldverðar í fundarsal kirkjunnar á þakkar- hátíðardaginn, mánudaginn þ. 13. þ. m„ kl. 6.30 e. h. Máltíðin kostar 50 cents á mann; stutt skemtiskrá verður einnig um hönd höfð; þar á meðal ýmislegt söngva. Ekki þarf að efa, að vel verið til alls vandað þetta á- minsta kveld, því kvenfélagið er fyrir löngu kunnugt að risnu og glöggri dómgreind viðvikjandi vali skemtiskrár. Munið stað og stund, og fjölmennið á þenna vina og skemtifund! -f -f -f Giftingar framkvæmdar af séra Sigurði ólafssyni: Þann 30. sept., að prestsheim- ilinu í Selkirk: ólafur Einar Lindal, Sylvan, Man„ og Anna Helen Stancell, Víðir, Man. Þann 1. október, einnig að prestsheimilinu í Selkirk, Hall- dór Egill Martin, Hnausa, Man. og Lilja Jónasína Pálsson píanó- kennari, Árborg, Man. Þann 4. okt„ að heimili Mrs. Eysteinn H. Eyjólfsson, Húsa- bakka, við Riverton, Man„ dótt- ir hennar Una Sigurrós og Stefán Eyjólfsson, frá Árborg, Man. Að giftingu afstaðinni sátu um 50 manns ágæta veizlu að heimili Mrs. Eyjólfsson. Framtíðarheim- ili ungu hjónanna verður í Sud- bury, Ontario. Miss Friðrikka E. Jóhannesson hjúkrunarkona frá Ottawa. Ont„ lagði á stað heimleiðis á föstu- daginn, eftir tveggja vikna dvöl, i heimsókn hjá móður sinni, Ás- dísi Jóhannesson, hér í bænum. --------------V------ Frónsfundur I 1. október Næsti fundur þjóðræknisdeild- arinnar “Frón” verður í efrisal Goodtemplarahússins þriðjud. 14. október kl. 8.15 e. h. Skemti- skráin verður hin vandaðasta og er öllum er það vilja þiggja boðið að sækja þennan fund. Tveir ungir íslendingar flytja stuttar ræður auk annars er verður fólki tii skemtunar. Gissur Elíasson, ungur listamál- ari, flytur erindi um list Einars Jónssonar myndhöggvara, er hann nefnir “Steinarnir tala.” Um Sturlungu og Sturlungaöldina og hversu hún minni á vora tíma talar prófesso? Tryggvi Oleson. Hann er riýskipaður prófessor við United Colleges hér í borg og hefir þrjú undanfarin ár stundað miðalda-sagnfræði við Toronto háskólann, en hlaut áð- ur Master of Arts nafnbót við Manitoba háskólann. — Fjár- málaritari “Fróns” Gunnbjörn Stefánsson er nú á förum vest- ur að hafi og verður hans mikið saknað af öllum félagsmönnum og vinum; þetta verður seinasti fundurinn, er hann verður hér með okkur, því hann fer alfarinn um þann 20. þ. m. Stjórnar- nefnd “Fróns” vonar að fjöl- menni sæki þennan fund. Forseti Fróns. -------V--------- Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands Heimili: 776 Victor Street. Síini 29 017. Sunnudaginn 12. október:— Guðsþjónustur og sunnudaga- skóli með venjulegum hætti, á ensku kl. 11 f. h.; á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15. Við morgunguðsþjónustuna 12. okt„ prédikar Rev. Gould Wickey, Ph.D., frá Washington, D.C. 4- 4 -f LÚTERSKA PRESTAKALLIÐ í A USTUR-VA TNABY.GÐUM Séra Carl J. Olson, BA., B.D. Sunnudaginn 12. október: Kristnes kl. 12 (C.S.T.) Foam Lake kl. 2 e. h. (C.S.T.). Westside kl. 3 e. h. (M.S.T.) Leslie kl. 7 e. h. (M.S.T.) Guðsþjónustan að Foam Lake verður á íslenzku. Þær verða a 11 a r þakklætisguðsþjémustur. Fjölmennið! -f -f -f LÚTERSKA KIRKJAN í SELKIRK Sunnudaginn 12. október: Sunnudagaskóli kl. 11 árd.; islenzk messa kl. 7 siðd. -— Allir boðnir velkomnir. S. ólafsson. -f -f -f MESSUR I GIMLI LÚTERSIÍA PRESTAKALLI 12. okt.—Betel, morgunmessa; Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h. 19. okt.—Mildey, messa kl. 2 e. h.; sunnudagaskóli Gimli safnaðar kl. 2 e. h„ báða sunnudaga. B. A. Bjarnason. -f -f -t- MESSA í ÁRBORG Séra Bjarni A. Bjarnason messar væntanlega í kirkju Árdalssafnaðar næsta sunnu- dag, 12. október, kl. 2 e. h. Allir boðnir og velkomnir. -f -f -f GUÐSÞJÓNUSTUR i VATNABYGÐUM Sunnudaginn 12. okt.: Mozart kl. 11 f. h. (á ísl.) Wynyard kl. 3 e. h. (á ísl.) Kandahar kl. 7.30 e. h. (á ensku). B. Theodore Sigurðsson. -f -f -f Sunnudaginn 12. okt. messar séra H. Sigmar í Péturskirkju kl. 11 f. h.; í Eyford kl. 2.30 (altaris'ganga) og i Mountain kl. 8, ensk messa. Til skilningsauka fyrir B. Thorbergsson, Bredenbury, Sask. Ja'ja, Þorbergsson minn! Þá er eg nú kominn í hlaðvarpann til þín, og erindi mitt þangað í þetta skifti er það,. að mig langar við þessa samífundi okkar til þess, að þakka þér kærlega og i bróðerni fyrir þá hugulsemi við mig, alls ókunnan mann, að vara kaupendur Lögbergs við þeirri makalausu staðhæfing minni, að ódáðahraun sé í Þingeyjarsýslu, og alt, sem þú segir um það, gerirðu lesendum Lögbergs til fróðleiks. Já, mikið hlýtur þú einn að vera fróðari en allir kaupendur Lögbergs, fyrst þú á gamalsaldri ætlar þér þá dul, að kenna öllu því stóði það gagn- stæða sem eg sagði áhrærandi þessa hraunskömm. En nú ætla eg að biðja þig bónar, þvi mér hefir verið kent það, að fáir neiti fyrstu bón. Hún er ekki stór, en hún er rétt- mæt, og er þessi: I ferðabók Thorvalds Thorodd- sen, fjórða bindi, blaðsiðum 135- 159 eru prentaðar hæðamæling- ar á íslandi; öllum sýslum lands- ins, hverri fyrir sig tileinkaðar þær hæðir og fjöll, sem í þeim liggja. Viltu nú gera það fyrir mig að lesa þennan hæðabálk. Það getur orðið þér sjálfum mikill skilningsauki. En ef þú vilt nú síður tefja þig við það, að lesa allan þennan hæðabálk, þá geturðu bara byrjað á Suður- Þingeyjarsýslu; hún er sú seytjánda í þessum hæðamæling- um, byrjar á bls. 146 og endar á bls. 150. Að enduðum lestrinum veit eg þú verður svo góður að biðja Lögberg að prenta þann kafla, sem tilheyrir Suður-Þing- eyjarsýslu svo kaupendur blaðs- ins geti fengið að lesa hann þar sér til skilningsauka og fróðleiks. Ef þú treystir þér ekki til þess að veita mér þessa litlu bón, þá býst eg við að biðja útgefendur Lögbergs að prenta þetta hæðatal við tækifæri. Og svo er nú þetta um fjallið Skyrunnu, hún hefir staðið þarna á Hnappadalssýslu fjall- garðinum og er að líkindum jafn gömul landinu, er 949 metr- ar eða 3015 fet á hæð yfir sjó, og hefir sjálfsagt hlotið skírnar- nafn sitt í landnámstíð. Það er þvi alt of miklu hóli hlaðið að mér með því að eg sé skírnar- faðir hennar. Með virðingu, í einlægni, F. Hjálmarsson. Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Ingimar Franklin Lindal Síðdegis á sunnudagirin 28. september vildi það slys til að Ingimar Franklin Lindal að Brown, Man„ varð fyrir byssu- skoti og beið bana af skömmu síðar. Hann var fæddur að Garðar, N. Dak. 17. desember 1888. Faðir hans var af skozk- um ættum, en móðir hans var Dýrfinna Tómasdóttir, ættuð úr Víðidal í Húnavatnssýslu. Hann var alinn. upp af móðursystur sinni, Ingibjörgu, konu Jóns J. Lindal. Með þeim hjónum fluttist hann til Álftavatnsbygð- ar, og dvaldi þar unz hann flutt- ist til Brown árið 1909. Þar hefir hann átt heimili síðan, og þar hefir hann dvalið að undan- teknum þrem árum, sem hann varði til herþjónustu í stríðinu mikla 1914-18. Árið 1916 giftist hann Sigriði Björgu ólafsdóttur frá Brown. Þau áttu einn son, ólaf, sem nú er hjá móður sinni. Samsæti var þeim hjónum haldið fyrri hluta sumars, þar sem bygðar- menn samglöddust þeim í tilefni af tuttugu og fimm ára hjúskap þeirra. Nú var aftur fjölment. En i þetta sinn var það kveðju- athöfnin sem færði menn á sam- komustaðinn. Menn kvöddu góðan nágranna, vin og félags- bróður, og vottuðu konu hans og einkasyni innilega samúð og hluttekningu. Jarðarförin fór fram á miðvikudaginn 1. október frá samkomuhúsi bygðarinnar. Séra Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál vegna lasleika sókn- arprestsins, séra Haraldar Sig- mar á Mountain. SENDIÐ FATNAÐ YÐAR TIL ÞURIIREINSUNAR TIL PERTII’S pér sparið tíma og peninga. Alt vort verk ábyrgst aC vera hið bezta í borginni. Símið 37 261 eftir ökumanni vorum í einkennisbúningi. flerflís Cleaners - Dyers - Launderers Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu SkuIuB þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI AND TRANSFER FRED BUCKLE, Manager • PHONE 34 555 - 34 557 SARÖENT and AONES KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & D00R C0. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 For Good Fuel Values — ORDER — WILDFIRE LUMP (DRUMHELLER) BIGHORN SAUNDERS CREEK LUMP (Saunders Area) CANMORE BRIQUETTES SEMET-SOLVAY COKE (STOVE OR NUT) PHONESJ23 Ííl MCf^URDY OUPPLY po. Ltd. \l0BUILDERS \JSUPPLIES ^^andCOAL LICENSE No. 51 1034 ARLINGTON ST. .

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.