Lögberg - 23.10.1941, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER, 1941
3
Námsskeið! Námsskeið!
Nú er'sá tími árs, sem ungt fólk fer að svipast um
eftir aðgangi að verzlunarskólum borgarinnar; enda
sannast þar hið fornkveðna, að ekki er ráð nema í
tima sé tekið. Það borgar sig fyrir yður að finna oss
að máli eða skrifa oss viðvíkjandi verzlunarskóla
námsskeiðum; vér getum veitt yður þau hlunnindi,
sem i hag koma. Simið eða skrifið við fyrstu hentug-
leika. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs!
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG
það yndi og sá fróðleikur, sem
listaverk hans geyma, sé langt
frá því að vera að þrotum kom-
jð. Á hinn bóginn er tíminn,
sem gefst til umræðu af svo
skornum skamti að maður þarf
að vera léttstígur og langstígur
og fara svo fljótlega yfir efnið
að ekki er hugsandi til að ræða
það nema að litlu leyti.
Eg geng út frá því sem vísu,
að þið séuð öll þaul-kunnug ljós-
myndabókinni yfir listasafn
Einars og flestir munu lesið hafa
útskýringar Guðmundar Finn-
hogasonar á þeim líknmyndum,
sem iþar eru birtar. f einu sam-
líkingarorði mætti segja að hók-
in, spjaldanna á mili, sé eins og
gluggi að safnhúsi Einars, þar
sem líta má í gegnum fjarlægð-
ina á þau listaverk, sem þar inni
eru geymd. Eg ætla ekki að
eyða tímanum að óþörfu með
þvi að ræða nokkuð sérstaklega
viðvíkj^ndi þessari prýðilegu út-
gáfu, því verðmæti hennar dylst
engum þeim, er les hana. Hún
er ótvíræður vottur þess að lík-
anasmíð getur talað þrungið og
listfengt mál i höndum manns,
sem veldur skáldlegu og hug-
sjónaríku imyndunarafli. Hold
og bein þeirra tunguróta, sem
Einar talar er fest í mold og
stein íslands. Eins og einn
vatnsdropi geymir öll þau efni,
sem hnöttinn mynda, eins tákn-
ar list hans eins og spegill ein-
kennisöfl íslands. Það er auð-
séð að “hugur hans og hjarta
bera hans heimalands mót” í
gegnum verk hans, því af verk-
unum skuluð þið þekkja mann-
inn, sérstaklega þegar þau eru
gjörð af einlægri hrifningu
hjartans. I einu orði sagt, er
list Einars rödd íslands. Og
vegna þess að hún er svo bund-
in íslandi í hugsun og hætti, þá
á hún hvergi heima eins eðli-
lega og þar. Eins má líka segja
um Einar sjálfan, að þó hann
hafi ferðast um á Þýzkalandi,
Ungverjalandi, Austurríki ítalíu,
Danmörku og víðar, þá hefir
hugur hans ávalt hálfur heima
verið. Hann hefir þessvegna
aldrei ílengst nema stutt tímabil
í einu á nokkrum staðnum, og
var ekki nærri því eins hrifinn
af þeim listaverkum sem hann
sá erlendis eins og af landslagi,
þjóðsögnum og fræðum íslands.
Þótt þessi einskorðaða trú-
menska við ísland sé okkur ís-
lendingum hið mesta gleðiefni,
þá er eg hinsvegar hræddur um
að einmitt þetta atriði hafi tafið
fyrir þvi að listaverk Einars
yrði metin að gæðum í mæli-
snúru alheims listanna. Það hef-
ir gert hana inargbrotna, og af
þjóðlegum toga spunna. Tveni
sem mælir á móti því að aðrar
þjóðir geti notið hennar að fullu.
Sarnt er að aukast eftirtektin á
listasmíði Einars utanlands og er
farið, mér vitandi, mörgum fögr-
um orðum um þau í enskum
tímaritum og ritdómum, og kem-
ur þeim öllum saman um að
hann standi einstakur í sinni
röð. Og af því eg er samskoð-
unar um þetta, dettur mér ekki
í hug að reyna að bera hann
saman við neina samtiðar mynd-
höggvara, eða að reyna að gjöra
grein fyrir hvernig að verk hans
myndu hafa getað verið, ef hann
hefði tekið forniistina sér meira
til hliðsjónar. Hvað sem um
list hans verður sagt, þá hefir
hún til að bera tvo af þeim aðal-
kostum, sem listin í hvaða formi
sem er, verður að hafa, til að ná
sínu hæsta stigi, það er hrein-
leiki og einlægni, og hvernig sem
friðlaus veröld kann að umróta
gæðum lífsins og þarafleiðandi
gildi listarinnar, þá verður þetta
tvent sameiginlega sú lyftistöng,
sem lyftir listinni yfir það stig,
sem aðeins gleður augað og upp
að því hámarki sem hrífur til-
finningar mannsandans. List
Einars er hrein og einlæg, og er
hún þessvegna dýpri en það, að
hægt sé að álíta hana aðeins göf-
uga íþrótt, eða hægt sé að dást
að hans verksnild eða “tech-
nique” án þess að finna til þeirra
ar hrennandi sannfæringar, sem
undir ytra fonninu lifir; þetta
stafar af því að list hans stjóm-
ast af djúpri hugsun og tilfinn-
ingu, en ekki af fimleik.
Ekki als fyrir löngu rakst eg
a sendibréf, sem Éinar hafði
skrifað til “The American
Scandinavian Review.” Þetta
bandaríska tímarit hafði farið að
veita starfi Einars eftirtekt, má-
ske eftir að hafa séð mynda-
styttuna hans af Þorfinni Karls-
efni eða Leifi Heppna. Hver
sem tildrögin voru, vildi þetta
blað fá upplýsingar um hann.
Bréf hans er auðsjáaniega svar
við þessum tilmælum þess. Um
sjálfan sig segir hann aðeins að
hann hafi fæðst á íslandi árið
1874. (Þetta er sú styzta æfi-
saga, sem eg hefi nokkru sinni
lesið.). f eyðurnar á starfssviði
hans verðum við að reyna að
fylla, og er próf. Ágúst Bjarna-
son inanna færastur að fylla þær
fyrir okkur.. Hann lýsir upp-
eldisárum Einars með því að
sýna hvað umhverfið hafi haft
mikil áhrif á hugsunarhátt
drengsins og á mótun karakters
mannsins. f barnæsku fór hann
snemma að draga blýantsmyndir
yfir hinar frumlegu hugsanir
sínar, tákna þær í viðarskurði,
eða setja þær í ljóð og söguform,
i . ........
en líklega þó hefir hið tignarlega
fjallbygða umhverfi skapað í
honum þrá að höggva myndir í
stein og klett. Próf. Bjarnason
lýsir nágrenninu á þessa leið:
“Þar voru háreistir fjallatindar,
sem samtvinnuðust ímyndunar-
afli hans og urðu að tröllum og
huldufólki; ljósgeislar sumarsól-
arinnar léku með regnboðans lit-
um á leiftrandi gufu heitu hver-
anna, sem suðu upp úr dals-
botninum og urðu efni í ótal
drauma. Og þegar hann vakti
yfir fé föður síns upp á heiðun-
um; hvað margt unaðslegt hefir
þar brosað mót auga. Oft hefir
drengurinn klifrað upp á háa
fjallið, sem reis við túngarð föð-
ur hans, og rent augunum yfir
þá fegurð, sem teigðist eins langt
og augað eygði út í fjarlægðina.
Hekla og Geysir sáust vel þaðan.
Tindafjalla og Eyjafjalla jöklar
og Vestmannaeyjar sáust þar
fyrir sunnan, en Hlöðufell, Blá-
fell og Jarlhettur fyrir norðan,
og þar fyrir aftan í fjarska lagð-
ist Langjökulsbungan yfir eins
og fögur hvelfing.” Það má geta
nærri hvað tilbreytilegt þetta út-
sýni var að morgni og kveldi
dags og svo um miðjan daginn,
þar sem blæbrigði birtist og
breytist við skin og skugga. Feg-
urðartilfinning hans var næm og
óx hún drjúgum við brjóst slíks
landslags. Foreldrar Einars
vildu að hann lærði guðfræði,
en létu þó tilleiðast að hann færi
eftir ósk sinni, og sendu hann á
listaskóla erlendis. í Höfn var
hann við nám í fimm ár sam-
fleytt og gjörði hann tvær eða
þrjár merkilegar líkanmyndir á
meðan hann dvaldi þar. Ein
þeirra, sú merkasta í þessum
flokki, “útlagar” lýsir í og með
efnisvalinu að tekið er til að
móta fyrir þeirri heimþrá, sem
hann bar til bernskustöðva sinna.
Með aðstoð styrks frá íslands-
stjórn, er veittst hafði honum,
gat hann ferðast um Rómaborg
árið 1902-2. Hann var ekki
neitt sérlega hrifinn af fornlist-
inni og var það kannske ekki að
undra yfir því, að jafn frumlegt
eðli risi á móti því að temja sér
list annara. Honum fanst það
afbökun á fornlistinni að stæla
hana og iþó að hann hafi verið
var við þann andlega eld, sem
brann í klassiskri myndgerð
Thorwaldsens, þá fanst honum
bókstafleg eftirmynd af þvi sem
gjörst hafði á liðnum öldum
einkenna samtíðarlistina henni
til minkunar og óprýði. Einar
lýsir afstöðu sinni gagnvart listaA-
verkum sínum á þessa leið: “Eg
reyni að setja i efnisform mynd
af einhverju, sem eg hefi í huga
— eitthvað, sem er nýtilegt og
gott á einn eða annan hátt, en
eg sé hvað áríðandi það er að
setja mér svipaða stefnu sem
manni. En því miður finn eg
eins og aðrir, hvað örðugt er að
framkvæma hugsjónir mínar i
orði og verki — en þangað til
við getum öðlast þann fullkom-
leika í daglegu lífi okkar, þá
getum við naumast vonast eftir
að fullkomna list vora. Eg mun
þræða eftir götu minni hvort
heldur sem launin eru hrós eða
last og taka hvort fyrir sig með
hógværð. Og eg mun ekki ætl-
ast til að safna fjársjóði hags-
munanna, en ef mér legst til
14 krónur á mánuði til að gjalda
fyrir leigu á litla herberginu
mínu, þá nægir það, því ekki er
líldegt að maður deyi úr hungri
á okkar kalda en gjafmilda ís-
landi.” Ennfremur segir hann,
eftir að stjórn íslands hafði af-
ráðið að flytja listasafn hans
heim til Reykjvikur: “Eg er
glaður að verk min eiga að flytj-
ast heim. Eðlilega hefði eg
kosið að geta selt eitthvað af
þeim utanlands, ekki vegna pen-
inganna, heldur sökum þess að
eg hefði óskað eftir því að ann-
ara þjóða menn hefðu fengið að
þekkja þau einnig. En mér hef-
ir ekki auðnast að selja þau, og
vona eg að ísland muni ekki
gjöra það, eftir að eg fell frá.”
Það er að mörgu leyti mjög
þakkarvert fyrir íslendinga að
listaverk Einars voru ekki seid
sitt í hverja áttina, því nú eru
þau flest geymd á einum stað
þar sem þau draga eins og segul-
stál ferðafólk á íslandi, og er
það vísara en víst, að það fyrsta
er eg spyrði eftir ef til íslands
færi, yrði safnhúsið, og svo Vest-
ur-Skaftfellingar. önnur ástæða
fyrir ánægju yfir því að lista-
gjörð Einars var ekki bein brauð-
vinnings iðn hjá honum er í því
fólgin að hann gat farið sinnar
leiðar án þess að þjóna neinni
tísku eða smekk tilvonandi kaup-
enda og það er áreiðanleg, að ef
listin hans hefði verið undirorpin
því að þóknast öðru en sínum
eiginleikum, þá hefði hún hvorki
verið hrein né skáldleg né frum-
leg eins og uppáhaldsmyndin
mín “Deiglan”, því hvernig gat
hún verið frjáls í tröHahöndum?
------------------V-----------
Important Notice!
Will relatives or friends of
men on active service overseas
please notify Mrs. E. A. ísfeld,
668 Alverstone St. Winnipeg, if
their names do not appear on
the following list. The Jon Sig-
urdson Chapter, I.O.D.E. is now
preparing Christmas parcels for
overseas mail, and is anxious to
readh all the men of Icelandic
extraction serving overseas.
Capt. Einar Arnason, st: Corps Field
Park Coy., K.C.E., C.A., Overseas.
M5548 Spr. Eggert Arnáson, 13th FielJ
Park Coy., R.C.E., C.A., Overseas.
L1141 Pte. Oli Arnason, S.L.l. (MG) D
Coy.
H35411 Gnr. L. K. Arnason, 54th
L.A.A. Bty., 2nd L.A.A. Reg. R.C.A.
C.A., Overseas.
H15123 J. G. Bessason, llth Med.
Battery, R.C.A.
K84316 Pte. Joel Bjornson P.P.C.L.I.
lst Div. C. A. Overseas.
L9406 ins'i Borgford, No. 1 Ordnance
Field Park, R.C.O.C.
M24227 Pte. C. Bjomson, 8th Fieid
Amb. p.C.A.M.C.
H3645 Carl Bjomson, No. 1 Generals
Holdings Unit, R.C.E.
H39216 Spr. Sig. Bjornson, D Coy.
1 Can. Pioneers Battery, R.C.E.
H39246 Spr. S. H. Bergman, D Coy.,
2 Can. Pioneers Battery, R.C.E.
H37751L Cpl. O. A. Benedictson, 3 Div.
Ammun. Coy., R.C.A.S.C.
HC5638 P.O. Harold Blondal, R.C.A.F.
Section, C.A. Overseas.
H57895 Sigurjon B. Bjornson, 1 Motor
Amb. Convoy, R.C.A.S.C.
H12189 Pte. J. Beggs, 13th 21st Field
Baty., 6th Field Reg., R.C.A.
H19103 Pte. J. G. H. Cooney, H.Q. 6th
Can. Inf. Brgde.
H17246 Pte. F. G. P. Doherty, No. 1
R.C.A.S.C. Holdings Unit.
H20072 Pte. P. L. Doll, D Coy., Q.O.
C.H., C.A. Overseas.
M24231 Pte. L. J. Einarson, 8th Field
Amb. R.C.A.M.C.
H35327 Pte. C. V. Einarson, C Bty.,
R,C.A.
H17005 Pte. C. Erlendson, A Coy., No.
3 Holding Unit.
R86151 L. A. C. Alexander M. Einar.
son, R.C.A.F.
B29498 Spr. John F. Finnson, lst
Tunnelling Coy, R.C.E.
H36288 Spr. O. G. Finnson, R.C.E.C.A.
Overseas.
H16080 Herman Guttormson, 3rd In-
fantry Holding Unit, C.A. Overseas.
M24229 Pte. R. Goodman, 8th Field
Amb. R.C.A.M.C.
H36289 Spr. J. Gudmundson, th Field
Coy., R.C.E.
Capt. J. K. Hjalmarson, Can. Corps
H.Q., CA.. Overseas.
H16027 Chester Helgason, P.P.C.L.I.,
lst Div.
R51391 E. L. Hanneson, A.C. 1, (112)
A.C. Squad. R.C.A.F.
R51394 L. A. C. Owen Hanson, wire-
less Sect. 110 A.C. Squad., R.C.A1F.
Lieut. R. S. M. Hanneson, 8th Brig.,
2nd Div. Q.O.C.H.
M24228 J. S. Johnson, 8th Field Amb.
R. C.A.M.C.
H35414 Gnr. Arthur Johnson, 35th
Batt., lst L.A.A. Reg., R.CA.
H35415 Gnr. Oli Johnson, 35th Batt.,
lst L.A.A. Reg.
H16440 Gisli Jonsson, H.Q. Coy., No.
3 Holding Unit, P.P.C.L.I.
L1345 Arni Johanneson, H.Q. Coy.,
S. L.I. (MG).
H12099 J. E. Johnston, 13th Field
Batt., R.C.Á.
H12089 K. A. Johanneson, 13th Field
Batt., R.C.A.
H19478 J. Johnson, D Coy., Q.O.C.H.
C.A. Overseas.
L2082 R. E. Johnson, A Coy., S.L.I.
(MG).
K53303 Pte. Joe C. Jaeobs, 3rd In-
fantry Holding Unit, Seaf. High-
landprs.
H2251 Drv. Sam Johnson, lst Motor
Amb. Convoy, R.C.A.S.C.
P22184 Sgt. Arthur Kristjanson, 2nd
Can. Infantry Brig. H2
M242 30 Pte. T. J. Lindal, 8th Field
Amb. R.C.A.M.C.
H26459 Fred Laventure, Engineer Coy.
No. 1 Generals Holding, R.C.E.
Lieut. Oliver Loptson, Brig. Headq.,
Iceland.
H12120 Herman V.' Melsted, Headq.,
6th Can. Field, C.A. Overseas.
R59253 A.C.I., L. A. Melsted, No. 8
S.F.T.S., R.C.A.F.
403871 J. H. McLean, c-o Can. House.
London, Eng.
R56678 L.A.C.G., E. McDonald, 3
Headq. Signallers, R.C.A.F.
Lieut. P. H. Hach, A. Coy., lst. Battn.,
Regina Rifles Reg.
R86371 L.A.C.V., C. MacDonald, R.C
A.F., Can. Overseas Contingent.
H50531 Pte. I. O. Nordman, lst Motor
Amb. Convoy, R.C.A.M.C.
H50532 Pte. E. Nordman, lst Motor
Convoy, R.C.A.M.C.
L53459 Tpr. K. A. Olafson, B. Squad.
8th Can. Recce. Bn,- 14 Hussars.
H19531 Pte. Ed. Peterson, Headq. Coy,
Cave Filed Battery, Q.O.C.H.
H37727 Lcpl. J. Peterson. 3rd Div.
Ammunition Coy.
K99560 S. P. Stephensen, 4th Coy.
Forestry Corps, Can. Army Over-
seas.
H38736 Franklin H. Stephensen, lsl
Armoured Div. Signalelrs, R.C.S.
H3721 Spr. Stringer, 12th Field Coy.,
R. C.E.
H3113 Dan. Snidal, Can. Dental Sorps..
C.A. Overseas.
12132 Cpl. Ed. Steinson, Headq. 3 Can.
Inf. Brig., lst Div.
H19506 S. H. Simundson, lst Corps
Field Park Coy., Q.O.C.H.
L1698 Victor E. Steinson, D. Coy,
S. L.I.
H24149 Gnr. Armand St. Germaine,
lst Field Reg. 54 R.C.H.A.
M2409 Pte. H. S. Sveinson, 8th Field
Amb. Corps., R.C.A.M.C.
H3145 Sgt. Jim Snidal, Can. Dentai
Corps, C.A. Overseas.
Capt. A. N. Sommerville, Can. Headq.,
R.C.A.M.C.
H38802 Sgn. S. I. Sigurdson, D Sect.,
No. 1 Coy, 3rd Can. Div., Signals
R.C.C.S.
H38805 Sgn. A. Sigurdson, D Sect.
No. 1 Coy, 3rd Can. Div., Signals.
R.C.C.S.
M24226 Heimir Thorgrimson, 8th Field
Amb. Corps., R.C.A.M.C.
M24178 Thor Thorgrimson, 8th Field
Amb Corps., R.C.A.M.C.
H24137 Gnr. Thompson, 54th Battery,
lst Field Reg., R.C.HA.
H2 5195 E. F. Thompson, lst Corps
Field Coy, R.C.E.
12133 F. A. Thorgrimson, 13th Field
Battery, R.C.A.
H25208 D. S. Thordarson, lst Corps
Field Park Coy, R.C.E.
H57840 Drv. E. .1. Thorsteinson, D
Sect., No. 1 A.C., R.C.A.S.C.
L164 5 Pte. Harold C. Thorlakson,
Headq. Coy, S.L.I. (MG)
M21479 Norman Vestdal, 8th Field
Amb„ R.C.A.M.C.
H13101 Spr. J. Wanford, 12th Field
Coy, R.C.E.
R7 0881 Ted Freysteinson, Aircrafts-
man, R.C.A.F.
V eáturvegur
Nú laugast eg í þessum bláhvítu bárum,
sem berast yfir sandinn á Kyrrahafs-strönd,
eg hlusta á föllin þeirra, er tala úr dropans tárum
um trölla systur þeirra, við Atlantshafs lönd.
En fyrrum var það austrið, sem átti drauma mína
við elda morgunsólar, er reis frá hafsins brún;
nú stari eg til vesturs og þrái sögu þína,
í þessum bárunið, við sólarlagsins rún.
Og andar hafsins mikla, hér búa í hvítum boðum
og birtast mér sem svipir úr dauðra manna her,
þeir tala þúsund tungum og sveipast vofu voðum,
til vitnis um þær gátur, er djúpið helgar sér.
Þeir hvísla um sólarlagið — uin vestrið bjarta og viða,
þeir vekja’ i hjarta mínu nýtt hyllinga bál;
þeir eillífðar drauminn á engilmáli þýða
hins óborna kvæðis — i mannlegri sál.
Nú sé eg margt sem augum var aldrei leyft að skoða,
mér opnast bjartir heimar, á bak við roðans skraut:
í liverjum litlum dropa -— i hverjum báru boða,
er boðorð lífsins skrifað, við Kyrrahafsins skaut.—
Og hvar er veldi dauðans, ef enginn endann þekkir,
hvar eru takmörk fundin við sólarlagið hljótt?
Því draumur mannlegs anda, um eilífð efa hnekkir
er austrið boðar daginn — þó vestrið bóði nótt.
—Pálmi.
HAGLÉL
Kólgu lyklar lofti á
leifturs sprikla’ í rúnum;
klaka hnyklar kembast frá
Kára miklum brúnum.
—Pálmi.
Gamanátef
Til Gunnbjarnar Stefánssonar,
flutt i kveðjusamsæti 17. okt. 1941.
Helvítsk atvinna held eg sé
að liringsólast kringuin eplatré,
en hafa ekki Evu hýra á kinn
að hluta í sundur ávöxtinn.
Undarlegt um svo mætan mann,
að meyjarnar geta ei klófest hann.
Nú er hann að flytja út í lönd,
eitthvað vestur á furðuströnd.
Eg hafði á því orð við einar tvær,
aðra í dag en hina í gær.
önnur varð litverp, leit á snið
sem legði hún ekki eyrun við.
Hún tautaði lágt við sjálfa sig
og síður vildi hún lita á mig.
“Já, skritið er það um mætan mann,
því mér lízt svo undur vel á hann.”
Hin var bitur, í bragði snögg,
sem byggist hún mér greiða högg.
Hún svaraði fáu, en sagði þó:
“I’m sick of him, he’s too darn slow.”
Mér virtist, þó ætti að vera leynt,
vonbrigði hefðu báðar reynt.
Hvað skyldi hann ætla út í lönd
eitthvað vestur á furðuströnd.
Þar er grasekkna gróðrarstöð,
þó geti þess ekki íslenzk blöð,
uppskeran þar er afarrík,
sem auðfélags graft í pólitík.
,
Presturinn sveittur bindur band
svo brúðhjónin ekki verði strand;
og lögfræðingurinn leysir hnút,
langi þau seinna að komast út.
Eitt er þó leitt við leikinn þann:
læknirinn verður útundan.
Grasekkjur hræðast ei hríð né tröll,
en hlaupa sem geitur upp um fjöll.
Baslara-kofum þær beinast að
búnar að ná í samastað.
Þær böslurum kveikja bál í sál,
og blóð þeirra nota fyrir mál,
að rjóða um nef og neglur sér
því nauðsyn tískunnar fjölbreytt er.
Þó gætinn sé hann, það grunar mig,
Gunnbjörn megi nú vara sig.
Ilt er að sjá um örlög manns,
sem aleinn flytur til kynjalands,
en áður en langt er liðið frá
mig langar að rætist þessi spá:
Að einhver meyja sé inni hér,
þó alls ekki sé hún kunnug mér,
sem girnist að ná í góðan mann,
hún gangi vestur og sæki hann.
Hjálmar Gíslason.