Lögberg - 23.10.1941, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
23. OKTÓBER, 1941
------------Hbgbcrg------------------------
QefiíS út hvern fimtudag af
T1U£ COQt'AlHlA PKESS, IíIMITKI)
•05 Sargent Ave., Winnipeg, Mnnitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOK LOGBERG, 695 Sargerrt A'e.,
Winnipeg. Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO $3.00 um árið — Korgist fj'rlrfram
The "Uögberg” is printea -nd pub.ished by
Tbe Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Betur má ef duga skal
Það verður að vanda, sem vel á að
standa; grundvöllurinn, sem vér leggjum að
viðhaldi íslenzkunnar, og íslenzkra menning-
arverðmada í vesturvegi, þarf að vera traust-
ur og heilstevptur, og er þá jafnan skylt, að
byrjað sé á byrjuninni; í þá átt er drengi-
iega stefnt með Laugardagsskóla Þjóðnekn-
ísfélagsins í þessari borg, og hliðstæðum
kenslusamtökum í öðrum nýbygðum; á þessa
starfsemi verður að leggja aukna áherzlu, og
mvndi ekki úr vegi. að safnað yrði til henn-
ar nokkuru fé. Og víst er um það, að naum-
ast verður réttilega til þess ætlast, að sama
íolkið vinni að þessum málum ár eftir ár
endurgjaldslaust; en jafnvel þó slíkt sé gert
v*egna ástar á vorri tignu tungu, þá verður
jiað öldungis óhjákvæmilegt, að afla sér vúð-
eigandi kenslubóka, ef tilganginum á að
verða náð, en slíkt hlýtur að kosta nokkurt
fé.
Víðsvegar um nýbygðir vorar, er margt
fólk, sem teljast má fulltíða, er finnur til van-
. máttar vegna ófullnægjandi íslenzkukunn-
áttu, og vildi gjarna ráða bót á. Er ekki
unt, að stofna til námskeiðs fyrir þetta fólk,
og létta þannig undir bagga með því; í mörg-
um tilfellum yrði þar einungis um herzlu-
muninn að ræða, því margt af slíku fólki
kann heilmikið í málinu, þó það sé ekki með
öllu sterkt á svellinu, og þori ekki að sleppa
sér eins og kallað er, í samtali, eða með
pennann; þetta fólk þarfnast hjartastyrk-
ingar, og á heimting á því að fá hana. Hér
er verkefni fyrir hendi, sem vonandi er að
sint verði hið bráðasta.
Fá ljóð hafa vakið oss, íslenzka menn,
til heitari hrifningar, en eldleg óðmál Matt-
liíasar um íslenzka tungu, og fara þeir allir
mikils á mis, er glatað hkfa lyklinum að
musteri slíkra helgidóma, því þjóðin og vort
göfga mál hafa jafnan verið eitt.—
“Það hefir voða-þungar tíðir
þjóðinni verið gnðleg móðir,
hennar brjóst við hungri og þorsta,
hjartaskjól þegar brott var sólin,
hennar ljós í lágu lireysi,
langra kvelda jóla-eldur,
fréttaþráður af fjarrum þjóðum,
frægðargaldur liðinna alda.”
Löðurmannlegt mun það jafuan talið,
ef vér, arfþegar íslenzkra gullaldarbókmenta
og íslenzkrar málsmenningar, leggjum árar
í bát meðan sól er enn í hádegisstað, og
sættum oss við innantóma ístöðuleysis’værð,
í stað þess að berjast og verjast eins og
norrænni þróttlund sæmir.
-------y--------
V anrœkslusy ndir
íslenzk foreldri, sem komu fulltíða að
heiman, hafa litlar og lélegar málsbætur fram
að færa fyrir því ef svo er ástatt, að böm
þeirra, jafnvel þó hér væri fædd, sé eigi
sjálfbjarga í íslenzku, því í mörgum tilfellum
má þriðja kynslóðin teljast sæmilega fleyg;
einna torskildast verður þó þétta tómlæú
þar sem svo hagaði, eða hagar til, að for-
eldrin höfðu naumast öðni til að tjalda en
þeim f jöðrum, er þau fluttu með sér að heim-
an, og gjarna vildu láta þó nokkuð á sér
bera í þjóðræknislegum skilningi; nú
er það engan veginn ótítt, að fulltíða synir
og dætur slíkra fóreldra nagi sig í handar-
bökin yfir því, að geta ekki notið sín að fullu
á vettvangi íslenzkra mannfélagssamtaka,
vegna fákunnáttu í íslenzkri tungu; nú bitna
á þeim vanrækslusyndir foreldranna, sem
ekki verða auðþvegnar af.
-------V--------
Liberalflokkurinn
tapar í British Columbia
Við þingkosningar, sem fram fóru í
British Columbia síðastliðinn þriðjudag,
urðu úrslitin þau að Liberalflokkurinn, sem
lengi hefir setið þar við völd undir forustu
T. D. Pattullo’s, beið ósigur. C.C.F. flokk-
urinn vann mest á, auk þess sem íhaldsmönn-
um bættust npkkur þingsæti. Enginn þing-
flokkur nýtur ákveðins meirihluta, og má
því vænta, að samstevpuráðuneyti verði
myndað.
Rauði krossinn
Rauða kross félagið kanadiska leitar
um þessar mundir til almennings í þeim til-
gangi, að fá ullarábreiður, er sendast skuli
til Bretlands til aðhlynningar þeim hinum
mörgu þúsundum, er harðast hafa verið
leiknar af völdum þýzkra loftárása í hinum
ýmsu borgum; er hér um slíka nauðsyn að
ræða frá mannúðlegu sjónarmiði séð, að
vonandi er að sem allra flestir þegnar þessa
lands bregðist'vel við, og láti ekki sitt eftir
liggja að því er það áhrærir að bæta úr brýn-
ústu þörfinni; þetta. er í annað skiftið frá
því er núverndi styrjöld hófst, sem Rauði
krossinn leitar til almennings í þessu augna-
miði, og ef ráða má af fyrri undirtektum,
þarf ekki að efa, að drengilega verði í málið
tekið .einnig í þetta sinn.
Framkvæmdarstjórn Rauða kross fé-
lagsins, hafa borist svo þúsundum skiftir,
þakkarskeyti frá einstaklingum og stofnun-
um á Bretlandi fyrir þá aðstoð, er þegar
hefir verið látin í té; lenda er það vitað, að
í borgum, svo sem Birmingham, Coventry,
Plymöuth og London, þar sem vítisvélar
Þjóðverja gerðu einna átakanlegastan usla,
voru úthlutunarstöðvar hins kanadiska
Rauða kross félags opnar nótt sem nýtan
dag til allrar þeirrar aðhlynningar, er fram-
ast mátti verða; jafnvel örfáum klukkustund-
um eftir að hrikalegustu árásirnar voru um
garð gengnar, og þúsundir barna og kvenna
áttu í rauninni hvergi skýli, voru verndar-
englar Rauða krossins komnir á vettvang
með ullarteppi og ýmiskonar skjólfatnað.
Að því er nýjar fregnir frá Bretlandi
herma, er þörfin fyrir aðstoð af áminstri
gerð, afarbrýn, og verður ekki ósennilega
i ennþá miklu brýnni, er vetur gengur í garð.
Þeir, sem ekki hafa tök á að leggja til
ullarábreiður sjálfin, en vilja þó rétta fram
hjálparhönd, geta sent Rauða kross félaginu
.tvo dali í peningum; nafn sendanda og heim-
ilisfang fylgi, svo hægt sé að koma viður-
kenningu á réttan stað. Rauða kross félagið,
Manitobadeildin, hefir aðalskrifstofu í Win-
nipeg Civic Auditorium, en auk þess hefir
það útibú í Hudson’s Bay búðinni og T.
Eaton verzluninni á Portage Avenue.
Þörfin á skjótri aðstoð er brýn, og við
rödd mannúðarinnar má enginn daufheyr-
ast!
-------y--------
Alvarleg tilraun til að
fyrirbyggja verðbólgu
Síðastliðinn laugardag flutti King for-
sætisráðherra útvarpsræðu, þar sem hann
gerði heyrinkunnar strangar ráðstafanir við-
víkjaiuli viðskiftalífi kanadisku þjóðarinnar,
er hann taldi með öllu óhjákvæmilegar vegna
liins breytta, efnahagslega viðhorfs, er frá
stríðssókninni stafaði; kvað forsætisráðherra
liinar nýju reglugerðir svo róttækar, að til
nýlundu teldist með lýðræðisþjóðum; há-
marksverð verður sett á allar vörur, og
kaupgjald einnig reglufest, með þeirri und-
antekning-u, að knýja vinnuveitendur til þess
að borga launauppbót.
I’rá 17. nóvember næstkomandi að telja,
má engin persóna selja neinar vörur, eða
leggja fram vinnu fyrir hærra verð, en
greitt var á tímabilinu frá 15. éeptember til
11. október. Frá 17. nóvember má enginn
vinnuveitandi, hvorki í iðnaði né verzlun,
hækka kaup starfsfólks síns, nema að áður-
fengnu levfi frá hlutaðeigandi deild sam-
bandsstjórnar. Eftir 15. nóv-ember verður
vinnuveitendum gert að skyldu, að greiða
dýrtíðaruppbót samkvæmt þar að lútandi
ákvæðum stjórnarvaldanna. Sambandsstjórn
greiðir þeim bændum vestanlands, „ er vor-
hveiti rækta, aukaþóknun í hlutfalli við ekru-
fjölda undir rækt samkvæmt fyrirmælum
Prairie Farm Assistance laganna; að því er
bændur í Austur-Canada áhrærir, eiga þeir
að fá flutt þeim að kostnaðarlausu alt það
korn að vestan, er þurfa þykir til skepnu-
fóðurs í Ontario, Quebec og Strandfylkj-
unum. t
Nefnd sú, er Wartime Prices and Trade
Board nefnist, skal hafa umsjón með því,
að áminstum ákvæðum verði stranglega
framfylgt; formaður nefndar þessarar er
Mr. Ilector McKinnon, er um þessar mundir
skipar forsæti í tollmálaráði sambandsstjórn-
ar; hinn mikilhæfasti maður með fjölþætta'n
viðskiftaferil að baki.— '
Mr. Tom Moore, forseti verkamanna-
samtakanna, Trades and Labor Congress,
lítur engum velþóknunaraugum á þessi nýju
stjórnarfyrirmæli; áfellist hann stjórnina
fyrir að hafa ekki ráðgast við verkamanna-
samtökin um málið, og telur þetta það
stærsta spor, er lýðræðisþjóð hafi stiígið, í
áttina til stofnunar einræðisríkis.
Rauðamelsölkvelda
og konungskoman
1907
Eftir Þorstein Kristjánsson.
I.
Á Snæfellsnesi eru margar öl-
keldur. Þeirra nafnkunnust er
Rauðamelsölkelda. Hún er inn
til fjalls, fáeina kíiómetra norS-
austur frá Rauðamel hinum
ytra.
Bærinn Rauðimelur stendur
undir háum fallegum hraun-
kambi, en dálítið lengra inni i
hrauninu er eldgígurinn, sem
hraunið er runnið úr, Rauða-
melskúla; ris hún þar upp á
sléttlendinu, sérkenyileg og
falleg. Út frá hrauninu gengur
fagurt og einkennilegt stuðlaberg
til suðvesturs, gert af reglulegum
lóðréttum basaltsúlum, og standa
tvær bergsúlurnar alveg viðlaus-
ar við bergið, nokkurra mann-
hæða háar. Bergið mun vera
með fegurstu stuðlabergsmynd-
unum hér á landi. Undir því er
skjólasamt og berjaland gott.
Meðfram berginu eru Sléttar
melgötur heim að Rauðainel, er
heimsýn þangað fögur og hlýleg.
Vegurinn fram í ölkelduna
liggur um lítið skarð þar sem
bergið og hraunið mætast. Ligg-
ur gatan síðan meðfram hraun-
röndinni, en til annarar handar
viðáttumikil og grösug hlíð og
gnæfir yfir henni hár og mikill
stuðlábergshamar, sem heitir
Geldingaborg og svo annar
minni, Gluggaborg; en niður
hlíðina hvítfossa ársprænur og
heita Fannár. Á hina hönd er
Rauðmelskúla.
í jaðri Rauðamelshrauns er
lítil mjög úfin hraunspilda, sem
heitir Kerlingahraun, og liggur
gatan milli hraunanna. Dregur
hraunið nafn af kerlingum þeim,
sem segir frá i þjóðsögunni “Ýsa
var það heillin,” og á sú saga að
hafa gerst þar. Þar í götujaðrin-
um er lítil hellissmuga, sem heit-
ir Kattarhellir, og segir þjóðsaga
að þar hafi köttur smogið inn og
komið út hjá Kattarfóssi í Hítar-
á, hér um bil 20 km. burtu,
fjarri bæjum, en ekki hermir
sagan hv^r hafi verið viðstaddur,
til að sjá köttinn smjúga inn og
koma út og þekkja hann!
ölkeldan er undir lágri brekku
við dálítinn læk og er lækjar
gjjúfrið fyrir ofan sérkennilegt
og fallegt. ölkeldan sjálf er sem
grunnur brunnur eða hola, með
vatni í; ólgar vatnið sí og æ,
eins og í sjóðandi potti og er þó
kalt; veldur því kolsýra, sem
stöðugt leggur upp úr jörðinni.
ölkelduvatnið er á bragðið mjög
líkt sódavatni. f rigningatíð er
það fremur bragðdauft, veldur
því aðrenslisvatn, en í frostum
er það kraftmest. Ekki er það
ráðlegt, að halla sér niður,að
vatninu og anda að sér kolsýr-
unni.
Lítði bárujárnshús er yfir öl-
keldunni, lét Jón Vídalín konsúll
byggja það, var hann þá eigandi
Rauðamels; mun hann hafa ætl-
að að gera sér fé úr ölkeldunni.
Lítilj glerlaus þakgluggi er á hús-
inu, verpti löngum máríuerla á
syllu inni í húSinu og flaug um
gluggann. Efnið í hús þetta var
flutt á klökkum sunnan úr Borg-
arnesi- um mestu vegleysur, þvi
J)á var Borgarnesvegurinn ekki
kominn alla leið vestur. Þetta
mun hafa verið um árið 1905.
Eiríkur sál. Kúld á ökrum smíð-
aði húsið. Áður en þetta hús
var bygt, var örlitið skýli vfir
ölkeldunni, með grjótveggjum og
þilgafli.
Lengi var það trú manna, að
ölkelduvatnið væri margra
meina bót og komu sjúkir menn
úr fjarlægum héruðum til þess
að drekka það, eða létu sækja
það á flöskum langar leiðir,
jafnvel norðan úr landi, að sögn,
og hlutu af því góða bót, og því
meiri, sem meira var fyrir hafl
að afla þess. Nálægt öldkpld-
unni eru húsatættur gamlar.
Símon Dalaskáld getur þess til
í kviðlingum, sem hann orti, að
þar muni til forna hafa verið
“hospital” fyrir sjúkt fólk, er
leitaði sér lækninga við ölkeld-
una, en reyndar munu þetta vera
gamlar selrústir. Trúin á lækn-
ingamátt ölkelduvatnsins mun
nú löngu tekin mjög að dofna,
og mun þá lækningakraftur þess
hafa dvínað um leið.
í landsuður frá ölkeldunni,
eigi langt þaðan, eru einkenni-
legir klettar, háir sem hús. Heita
þeir Þórisbjörg. Þar er Sel-
Þórir heygður, sá er nam Rauða-
mel hinn ytra. Svo herma sagn-
ir fornar.
Rauðamelsölkelda komst um
skeið undir umráð Jóns Jacob-
sonar ladnbsókavarðar. Síðai
komst hún í eign norskra manna.
II.
Kóngadrykkur.
Sumarið 1907 er mörgum
minnistætt, sem þá voru komnir
til vits'og ára. Þá kom Friðrik
konungur VII. til landsins, með
fríðu föruneyti. “Þá riðu hetj-
ur um héruð.” Ýmsuin inun þó
þetta sumar ennþá minnistæðara
fyrir hina miklu þurka og gras-
leysi, bæði á túnum og engjum,
og var þá erfitt að berja gler-
hart og graslaust túnþýfi.
Um þessar mundir var Jón
Jacobson landsbókavörður orð-
inn umráðamaður Rauðamelsöl-
keldu og hugði að koma nú öl-
keldunni til vegs og virðingar í
sambandi við konungskomuna.
Fór Jón um vorið þessara erinda
vestur að ölkeldu og hafði með
sér klyfjahest með tómum flösk-
um, til þess að taka ölkelduvatn
í þær, og svo eitthvað af flösk-
um, sem ekki voru tómar. Tóm-
ar flöskur voru siðar sóttar á
mörgum hestum í Borgarnes. í
för með Jóni var Jóhannes Nor-
dal íshússtjóri, allra manna
glaðastur og reifastur, var þá
kátastur, er verst gekk og lagði
gott eitt til hvers máls.
Þeir félagarj fengu með sér
unglingspilt á 16. ári, í nágrenn-
inu, til aðstoðar. Skyldi nú tek-
ið til óspiltra málanna að fylla
á flöskur handa kóngi og, föru-
neyti hans. Flöskumiðar voru
og prentaðir með útflúri og
“prakt” og stóð á þeim að inni-
haldið væri Appollinaris. Flösk-
urnar voru með vönduðum smelt-
um lásum og gúmmítölu og hin
beztu ílát og sennilega komnar
beint frá verksmiðjunni. En
þegar til átti að taka, voru þær
allar svo óhreinar, að ekki var
viðlit að láta á þær þannig. Var
nú tekið til við flöskuþvott út
við lækinn og sóttist það verk
seinlega, því óhreinindin voru
svo föst. Jóhannes var þraut-
seigur og gerði gaman úr öllu og
hafði stöðugt spaugsyrði á reið-
um höndum, en erfitt varð hon-
um til lengdar að liggja eða sitja
við þvottinn. Fór svo, að þeir
félagar gáfust upp við verk- þetta,
eftir fyrsta daginn, og héldu
heimleiðis, en gerðu ráðstafanir
um framhald verksins.
4
Það varð nú aðallega hlutverk
piltsins, sem með þeim hafði ver-
ið, að þvo flöskurnar og fylla
á þær, Iþó fleiri ynnu þar að.
Þetta reyndist ótrúlega seinlegt
verk, enda munu flöskurnar hafa
verið eitt til tvö þúsund, en þær
voru allar komnar. óhreinindin
sátu mjög föst í flöskunum og
losnuðu illa í köldu lækjarvatn-
inu, þurfti mikinn sandþvott á
hverri flösku. Þegar farið var
að fylla á flöskurnar, komu nýir
erfiðleikar í Ijós. Fjlöskunum
var sökt í öl kelduna og lokað
niðri i vatninu, því kolsýran er
mjög rokgjörn. Birta var ekki
góð í ölkelduholunni, þó að
dyrnar væru látnar standa opnar,
en glugginn lítill og ónógur. Var
erfitt að láta vera jafnmikið á
flöskunum, en stútfullar áttu
þær ekki að vera. ölkeldan er
í moddarkendum jarðvegi, og
vildu sveima í vatninu ýmsar
smáagnir og grugg, því vatnið
ólgar stöðugt i ölkeldunni og
sezt því aldrei til. Þessar agnir
vildu svo mynda botnfall í flösk-
unum. Það kom líka brátt í
ljós, að vatnsmagn ölkeldunnar
var mjög lítið, ekki sízt í þurr-
viðrum. Hækkaði fljótt í öl-
keldunni og jókst þá gruggið að
sama skapi. Varð því ekki fylt
á nema nokkur hundruð flöskur
á dag og varð að hella aftur úr
sumum, vegna gruggs. Þetta
tókst því alt miður og varð sein-
legra, heldur en ætlað hafði ver -
'ið, og um leið vanþakklátt verk,
eins og síðar kom fram. Var
verið við þetta verk í marga
daga og kom þar að lokum, að
fylt hafði verið á allar flöskurn-
ar, sem heilar voru; en dálitið af
flöskum hafði verið brotið í
kössunum. Var síðan alt saman
flutt á klökkum, á mörgum hest-
um, suður i Borgarfjörð, hér um
hil 55 km. leið og nokkuð af
leiðinni hin versta vegleysa,
hraun, mýrar og forað. Annað-
ist Kristján Jörundsson hrepp-
stjóri á Þverá um þá flutninga.
ölkelduvatnið komst i »kon-
ungsveislur og á konungsborð,
en mun hafa hlotið litið lof og
þótti fremur bragðdauft.
—(Lesbók).
--------y--------
Hvað verður
um okkur?
Eftir Pétur Sigurðsson.
Nýir tímar, nýjar kynslóðir,
nýir siðir og ný vandamál. Þetta
er saga mannkynsins, og þó
“skeður ekkert nýtt undir sól-
inni,” sagði einhver.
Maðurinn er 'skrítinn. Eftir
engu sækist hann jafnákaft og
nýjungum, og þó hættir honuni
til þess að taka nýjungum illa.
Hvað verður næsta kynslóð á
íslandi? spurði einhver. íslenzk-
þýzk-ensk-amerísk, svarar hinn
spaugsaini. En þegar öllu gamni
er slept, þá stöndum við nú
andspænis nýju og alvarlegu
vandaináli. Að mæta því með
léttúð og hirðuleysi er óvit, en
taka þvi með of mikilli bölsýni
er líka hættulegt. Oft hafa menn
haldið heiminn vera að farast,
samt er hann hér enn. Oft hal’a
menn sagt þennan eða hinn vera
að fara í hundana, sem hefir þó
bjargast vel. Þegar öllu er á
botninn hvolft, þá eru afdrif
þjóðar eða mannkyns ekki kom-
in undir fjöldanum, hvort hann
hegðar sér fávíslega eða vel, tal-
ar óbjagað og gott móðurmál eða
þyrlar um sig orðskrípum. Alt
veltur vanalega á aðeins litlum
hluta hvers þjóðfélags — mönn-
unum, sem skapa og varðveita
menningu, á mönnunum, sem
eru og verða salt heimsins.
Menningarfleyinu stýra þeir í
gegnum ,brim og boða í hinni
eilífu ólgu og hafvillum mann-
lífsins.
Nú skulum við reyna að taka
“ástandinu” með karlmensku
en ekki bölsýni. Má eg anrtars
segja nokkur orð um þetta “á-
stand.” Eg heyri alstaðar utan
að mér, og eg eigi að hafa sagt
svo margt og mikið um ástand-
ið. En sannleikurinn er sá,
að þetta er í fyrsta sinni síðan
landið var hernumið, að eg tek
þetta til umræðu út af fyrir
sig. I einu eða tveimur erindum
hefi eg reyndar vikið að því með
örfáum orðum, en gaman þætti
mér annars, ef einhver vildi
benda inér á grein eða erindi,
þar sem eg hefi fjölyrt um her-
námið og kvenþjpðina. Eg er
saklaus af því, en nú ætla eg
að segja nokkur orð um þetta.
Eg er það mikiil heiinsborg-
ari, að eg hefi enga hneigð til
þess að sniðganga menn af
neinni þjóð og líta á þá sem eitt-
hvað óhreint. Nágrannar mínir
í Ameríku, þann tíma sem eg
dvaldi þar, voru bæði hvítir og
blakkir menn af ýmsum þjóðum,
og eg kunni ósköp vel við Kin-
verjann, sem á hverjum morgni
gekk fram hjá heimili mínu með
grænmetiskörfurnar sínar á leið
til sölutorgsins. Eg trúi á al-
þjóða bræðralag engu síður en
íslenzkt þjóðerni. Eg vil fá að