Lögberg - 23.10.1941, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.10.1941, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER, 1941 5 umgangast menn óþvingað og feimnislaust, hverrar þjóðar sem þeir eru og hvort þeir eru her- menn eða eitthvað annað, og eg treysti mér til þess að gera þetta án þess að stoí'na í hættu tungu minni og þjóðerni, eða ást til þess, sem íslenzkt er. Þetta hljóta margir að geta sagt með fullum rétti. Þrátt fyrir þetta viðurkenni eg hættu þá, sem nú steðjar að okkar litlu þjóð, og vil leggja til það litla, sem eg má, til þess að afstýra henni. En hollast mun þá að taka öllu með stillingu og sanngirni. Vafalaust hafa skifti íslenzkr- ar kvenþjóðar af erlenda setu- liðinu verið harla misjöfn. Á- reiðanlega hafa margar þeirra gert þjóð sinni skömm, en hitt væri okkur líka eins mikil skömm, að álíta allar stúlkur týndar, sem einhver kynni hafa haft af hinum erlendu gestum okkar. Hafa 'ekki allar áminn- ingar og prédikanir foreldra og eldri kynslóðarinnar jafnan mátt sin lítils gagnvart eðilishneigð hinnar óreyndu og glaðlyndu æsku, Hefir okkur ekki gengið illa að kenna ungur piltum og stúikum að velja sér maka sam- kvæint hinni köldu skynsemi? Verða það ekki oftast tilfinning- arnar, sem ráða? Og hvað þýð- ir að tala um þjóðrækni eða eitt- hvað annað, þegar ástin er ann- arsvegar? Segja merín ekki, að ástin sé blind? Hafa ekki ís- lendingar fyr og síðar farið út um lönd í ýmsum erindum og fastnað sér um leið ýmist dansk- ar, sænskar, norskar, þýzkar, enskar og amerískar konur, eða þá dætur íslands sér eiginmenri ýmissa annara þjóða, Hafa ekki útlendingar komið til íslands og orðið ástfangnir í islenzkum heimasætum og tekið sér þær fyrir konur? Reyndar hefir þetta aldrei verið í stórum stil, en tækifærin hafa ekki verið stærri, en aldrei hefir þetta fengið þunga dóma, hvað þá verið for- da*mt. Já, en nú er hér um hernám að ræða. Veit eg vel, og eg við- urkenni alvöru þess, en tilfinn- ingar manna spyrja ekki altaf um hin skynsamlegu rök. Gætu nú ekki íslenzkar stúlkur verið svo óhepnar eða hepnar að kynn- ast mannvænlegum hermanni og verða ástfangnar í honum, og hugsað sér hann sem lífsföru- naut? Þvi þá að klína einhverju smánarnafni á allar slíkar stúlk- ur, sem ef til vill og vonandi eru fáar? Hér þarf, eins og i öllum öðrum málum, sanngirni og dómgreind. En svo eru það allar hinar, þessar “syndugu.” Hvað um þær, og hvaðl er hægt að gera? Eg veit, að þar koma mér snjall- ari og ráðabetri menni til sög- unnar. Frá þeim, sem mest og bezt vita um þessi mál, hefi eg neyðst til að trúa hræðilegum sögum, og séu þær sannar, þá þarf skjótra aðgerða við, ef fs- land á ekki að verða pútnahús fyrir hermenn tveggja stórvelda. En syndir mannanna koma þeim í koll. Hinar ungu dætur íslands eru ekki fyrstu og stærstu synd- ararnir. Hvernig hefir þjóðar- uppeldi okkar verið undanfarið? Hvaða bókmentir hafa verið í mestum hávegum, og hverjir hafa hlotið hæst ritlaun? Hafa ekki klámsögurnar verið okkar “fögru” bókmentÍF undanfarin ár? Hefir ekki öll siðvöndun verið dæmd sem gamaldags kerlinganöldur? Var ekki Guð gerður rækur xir hæstu menta- stofnunum þjóðanna, að miklu eða öllu leyti? Hvaða uppeldi höfum við gefið dætrum okkar? Hvaða tækifæri höfum við búið þeim í þjóðfélaginu? Hvaða mentun hafa þær fengið, hag- nýta grautarmentun og gert og fánýta? Höfum yið búið þær undir það, að verða vænar og mildar húsmæður, eða skrif- stofu lausagopar? Hvaða manns- efni höfum við alið upp handa þeim? Nú þrengja þessar spurn- ingar sér upp á okkur. Við höfum alið kynslóðina upp á kjánalegan og óhagnýtan hátt. Þjóðaruppeldið hefir verið hörmulega vitlaust. Á þetta hefi eg margsinnis bent undan- farin ár i ræðu og riti. Við höf- um gefið ungu stúlkunum fá- nýta gruatarmentun og gert þeim mögulegt að taka atvinn- una frá piltunum. Þeir hafa þvi ekki getað stofnað heimili og svo hafa ungu stúlkurnar vanið sig á lausung. Nú kemur uppsker- an. Ungir menn þurfa að fá góða atvinnu á heppilegum tíma æsku- áranna, svo að þeir geti trúlof- að sig og stofnað heimili. Þetta er vegur lífsins, og hann er góð ur. Ungar stúlkur eru fæddar með sterka ásthneigð, þær þurfa að eignast kærasta þegar þeirra tími kemur, verða konur og mæð- ur. Slík skilyrði verður þjóðfé- lagið að búa þeint og mun þá vel fara. En nú hefir það verið frelsið, sem allir hafa heimtað, og kon- ur ekki síður. Hvernig fer svo uin alt þetta frelsi? Hvað segja konurnar nú? Þær geta ekki fengið hjálp við húsverkin, þó þeim liggi lífið á, meðan þær eru að ala fyrstu börnin sín. stúlkurnar vilja vera frjálsar. Það er kvenfrelsið. En hvernig nota þær nú sumar þetta frelsi sitt? Það er ekki nóg að vera “vandlátur” vegna hinna fögru hugsjóna, það iþanf líka að vera gert með skynsemd. Eins og komið er, þá er bezt að við tökum öll á okkur sökina. Við erum allir meira og minna samsekir. Gerum svo hið bezta, sem hægt er. Einhver ráð eru við öllum meinum. f þessu til- felli má leiðbeina sumum, halda vörð um aðra (stúlkubörn á aldr- inum 12—17 eiga ekki að ráða ferðum sínum sjálfar). Tökum svo upp markvissa og fumlausa sókn og baráttu fyrir þjóðlegri ment, sannkallaða sjálfstæðisbar- áttu, hlúum sem bezt að þjóð- rækni. íslenzkri tungu og öllu því, sem okkur er dýrmætl. Þetta eigum við að gera með fé- tagslegum samtökum, bókment- um, blaðaskrifum, útvarpi og öllum þeim tækjum, sem við eig- um völ á, og búumst svo við hinu bezta af framtíðinni. — “Vakið, standið stöðugir í trúnni. Verið karlmannlegir, verið styrkir” — Og umfram alt, lærum eitthvað af skaðanum og komum þjóðaruppeldi okkar á þjóðlegan og haldgóðan grund- völl í framtíðinni. —(Morgunbl. 30. ág.). --------V--------- Framtíð íslenzkrar myndliátar Viðtal við Ján Þorleifsson listmálara. f Blátúni við Kaplaskjólsveg býr einn af merkustu listamönn- im okkar, Jón Þorleifsson málari frá Hólum í Hornafirði. Þar sat eg nokkra klukkutíma á dögun- um og naut þess að virða fyrir mér marggr nýjar myndir. Það stafar mikilli birtu og hlýleik frá yerkum Jóns Þorleifssonar, en slíkt veitir hvíld og ró og stingur mjög í stúf við þau við- horf, sem hin hamslausa tilvera nú á tímum hefir skapað. Mér dylst ekki, að Jón á sér mikið og markvisst starf að baki. Korn- ungur hét hann því að gerast listmálari, og í því skyni dvaldist hann við nám í Khöfn frá 1918 til 1929, en fór þó tvívegis á þeim árum til Parísar til frekara náms (1921 og 1926). Siðan 1929 hefir hann * verið búsettur í Reykjavík. Talið barst að myndlist, og eg spurði: —Hver er staða listamannsins í þjóðfélagi okkar? —Jón svaraði eftir nokkra um- hugsun: —Nú orðið vita flestir, að myndlist er þýðingarmikill þátt- ur í nútímamenningu þjóðarinn- ar. Enn þá eru það ef til vill listamennirnir, sem hrópa til þjóðarinnar, en þess mun ekki langt að bíða, að þjóðin fari að kalla á listamennina. Og þann- ig á það líka að vera. Hér þarf að skapast eining og sayistarf, til þess að unt sé að hefja list- ina á hærra stig og veita henni tækifæri til að njóta sin til fulls. Almenningur hér er að vonum fákunnandi um aðalgildi lista og á örðugt með að gera greinar- mun góðs og ills í þeim efnum. Það er svo margt á boðstólum af tómstundafikti, málverkum eftir menn, sem enga þekkingu hafa og litla eða enga hæfileika. Þetta ruglar fólk, og þess háttar mynd- ir ættu að hverfa úr búðarglugg um. Það er ómenning, að slíkt skuli vera á boðstólum, þar sein nóg er af góðum málurum, sem hafa gnægð af mynduin handa öllum. Vandað málverkasafn myndi eiga ómetanlegan þátt i því að kenna fólki að skilja list. Það vantar hér. En hins vegar ber að minnast þess, að hér í Reykjavík að minsta kosti eru allmargir menn, sem hafa lengi keypt listaverk og þannig smóm saman skapað sér vönduð einka- söfn. Þannig hefir líka hér í höfuðstaðnum skapast hópur á- hugasamra manna, sem á séí orðið staðgóða þekkingu á ís- lenzkri myndlist. Með því að hafa daglega góð Iistaverk fyrir augunum, læra menn að meta þau. Og nú kaupa langtum fleiri myndir en áður. Það opin- bera hefir aftur á móti lítið gert í þessum efnum. Hér eru reist- ar inargar opinberar byggingar, án þess að listamenn fái að koma þar nærri, nema að sáralitlu leyti. Það þarf að takast sam- vinna milli byggingarmeistara og listamanna um þetta mál. Menta- málaráðið hefir brugðist mjög vonum íslenzkra listamanna, eins og nýlega hefir komið fram i yfirlýsinigum frá þeim í blöðun- um. —Hvernig hefir þróun mynd- listarinnar verið háttað hér á landi? —Upphaflega var málaralistin tiltölulega fábreytt og var eink- um bundin vil landslag. En með hverju árinu, sem líður, gætir vaxandi fjölbreytni, bæði hvað efnisval áhrærir og engu síður efnismeðferð. Þetta viðhorf hefir skapast með þroska lista- mannanna sjálfra. Hinir yngri hafa lært af þeim eldri, og hinir eldri hafa engu síður lært af þeim yngri, en í þeirra hópi eigum við ýmsa góða og sérlega vel vakandi listamenn, sem ekki víkja úr vegi fyrir örðugleikun- um. Mér er óhætt að segja, að á þessu sviði ríkir hér engin kyrstaða, hvorki hvað starfslög- ún né starfsgetu snertir. —Hverjar myndlistarstefnur hafa einkum orðið áhrifaríkar hér á landi? —Raunsæisstefnan, “impres- síonisminn” og kubbastefnan (“kúbisminn”). En hér, eins og annarsstaðar, eru það mjög fáir eða engir, sem fylgja nokkurri einni stefnu í þrengstu merk- ingu. Auðsætt er, að það eru einkum þeir yngstu í hópi ís- lenzkra listmálara, sem gerst hafa boðberar þeirrar hugsjón- ar, sem felst í kubbastefnunni. Miðaldramennirnir eru “impres- síonistar” og þeir elztu raunsæ- ismenn. Samt eru í þessum efnum nokkrar undantekningar. En eg álít mikils um það vert, hve vel íslenzkir málarar hafa fylgst með tímanum og reynt að læra einmitt af þvi bezta, sem völ hefir verið á. Þannig hafa þeir skapað sér góðan grundvöll til sjálfstæðs þroska. Eg lit svo á, að þrátt fyrir það, þótt við, íslenzkir málarar, höf- um orðið að sækja lærdóm okk- arotil annarra þjóða, hafi skap- ast hér málaralist með sameigin- legum, glöggum séreinkennum. Sömu niðurstöðu hafa listdómar- ar annarra þjóða, sem skrifað hafa um islenzkar málverkasýn- ingar erlendis, komist að. —Þér mintust áðan á vöntun málverkasafns. —Já, það er mjög aðkallandi, að hér verði reist málverkasafn. Slíkt safn yrði alþjóð ómetanleg- ur fjársjóður og þá ekki hvað sizt listamönnunum sjálfum, sem eru hér svo tilfinnanlega fjarri listasöfnum annara þjóða. Að vísu býst eg við, að okkar safn yrði fyrst og fremst skipað ís- lenzkum málverkum og að lítið yrði lceypt þangað af verkum erlendra listamanna. En eins og nú standa sakir, eru öll þau listaverk, sem ríkið á, geymd hingað og þangað í skólum og prívat-húsum. Sumt er i kjall- arageymslum, og líklega er eitt- hvað týnt, en margt er orðið skemt vegna vanhirðu. Og nú þegar gerðar hafa verið ráðstaf- anir til að koma ýmsum dýrmæt- um munum i sem öruggasta geymslu, hefir víst ekki þótt taka því að bjarga listaverkum ríkisins frá glötun! —Eru hér nokkrir sjóðir, sem styrkja listamenn til náms eða aukins þroska? —Lítið mun vera um slíkt. nema hvað Sáttmálasjóðurinn hefir stundum styrkt málara og aðra listainenn til náms. Um nokkurt skeið voru veittar á fjárlögum 5 þús. krónur, sem varið var til ungra listamanna. En þessi fjárveiting var feld niður, þegar Mentamálaráði var falið að úthluta styrktarfé til listamanna. En með þeirri ráð- stöfun Hel eg, að kosti þeirra hafi verið þrengt allverulega. Hér eru því miður engir einka- sjóðir (“prívat-legöt”), sem list- málarar eig.i aðgang að, eins og mjög tíðkast erlendis. —Hver áhrif hefir einangrun- in á íslenzka myndlist? u—Því er ekki auðsvarað. En að sjálfsögðu hefir hún mikil áhrif. Málararnir finna vafa- laust sért til þess, hve oft þeir fara á mis við góðar sýningar, sem oft eru haldnar í nágranna- löndunum og menn keppast um að skoða. Hins vegar losar ein- angrunin okkur við það, að sjá sitthvað, sem er lítils virði og mundi ef til vill aðeins rugla menn. Og þá sjaldan íslenzkir listamenn eiga þess kost að sigla, nota þeir oft timann betur og hafa meira gagn af því, sem þeir sjá, heldur en þeir, sem altaf hafa það við höndina. Áhrifin verða því sterkari og varanlegri en ella myndi verða. —‘Hvernig lítið þér á framtíð- ina? —Eg vil sem ininst spá. En mér finst, að öll rök bendi til þess, að íslenzk málaralist eigi sér mikla framtíð fyrir höndum. Raunar má segja, að það velti á miklu, hvernig þjóðinni í heild tekst að skapa sér örugga fjár- hagslega framtíð. Það er ekki nóg, að til séu málarar, er hafa næga hæfileika og kunnáttu, ef alt annað vantar. fslenzka þjóð- in hefir sýnt það á 3—4 undan- förnum áratugum, að hún vill töluvert leggja af mörkum fyrir ósvikna list. Að öllu óbreyttu eða batnandi, held eg, að íslenzk- ir listamálarar geti horft von- glaðir fram í tímann og búið sig hugdjarfir undir það, að þeim verði falin stærri og víðtækari verkefni en þeir hafa átt kost á hingað til. —(Samtiðin.). --------V--------- Fyrir 100 árum fórst gufu- skipið President á Atlantshafinu. Það var í fyrsta skifti sem gufu- skip, er stundaði Atlantshafs- ferðir, fórst, og menn vita enn ekki með hverjum hætti slysið bar að höndum. President lagði af stað frá New York 11. marz 1841 með 136 manns innanborðs. Síðan spurðist ekkert til skips- ins eða þeirra, sem á því voru, fyrri en flöskuskeyti fanst nokk- urum mánuðum siðar. Stóð í þvi, að sá, er ritaði það, þjónn á skipinu, hefði verið sá eini sem komst af og að skeytið v&ri ritað í björgunarbát 29. mai. Áður höfðu menn haldið. að skipið hefði farist í ofviðri, sem fór yfir vestanvert Atlantshaf um miðj- an marz. , Skipulag eldvarnanna í loftárásum (Morgunbl. Reykjavik 3. sept.) Undirbúningur undir eldvarnir borgaranna er nú svo vel á veg kominn, að búist er við, að hægt verði að byrja að útbýta eld- varnatækjum meðal húseigenda innan nokkurra daga. Eldvarna tæki þessi eru: Skjólur fyltar með sandi, sand- pokar og skóflur. Það er skylda hvers húseig- anda, að hafa þessi tæki. I minstu húsunum er gert ráð fyr- ir, að hafðar verði tvær skjólur, einn sandpoki og skófla. En annars fer það eftir því, hve stór húsin eru, hve mikið af hverju þessara tækja telst nauðsynlegí að hafa þar. Kostnaður húseigenda í minstu húsunum við öflun þessara tækja er áætlaður kr. 15.00 í tví- lyftum húsum, 22—23 kr. o. s. frv. Loftvarnanefnd hefir í sumar unnið að því að safna birgðum af skjólum, skófluín og sand- pokum. Hafa verið keyptir af brezka setuliðinu bensíndunkar og þeir útbúnir sem sandskjólur. Hverfisstjórum loftvarnanefnd- ar verður þegar þar að kemur, falið að sjá um að eldvarnatæki þessi séu í hverju húsi í bæn- um. En auk eldvarna borgar- anna hefir loftvarnanefnd skip- að sérstaka slökkviliðsmenn i hverju hverfi í bænum, en hverf- in eru, eins og áður hefir verið frá skýrt, 61. útbúnaður í húsum. Fyrir hvert hverfi, en í þeim eru upp og ofan 60 hús, eru skip- aðir slökkviliðsmenn, þar af tveir fyrirliðar. Útbúnaður hverrar slikar slökkvideildar verður l>essi: Stigi, 40m. langt reipi, 15 m. löng vatnsslanga, sem hægt er að skrúfa á vatnshana, 10 m. löng slanga, nokkuð mjórri, járnkarl og sköfujárn. Gert er ráð fyrir, að sveitir þessar veiti aðstoð í eldsvoða, hver í sínu hverfi, eftir því sem er á þeirra valdi. En hinu nýja eldvarnaskipu- lagi er ekki þar með lokið. Á fjórum stöðum í bænum hefir verið komið upp deildum frá aðalslökkvistöðinni. — Deildir þessar eru við Túngötu, Klapp- arstíg, Vegamótastíg og Fjölnis- veg^ og í hverri deild eru starf- andi 45—50 slökkviliðsmenn. Fá deildir þessar véldælur, er fyrir löngu hafa verið pantaðar hing- að, og væntanlegar eru á næst- unni, og auk þess annan almenn- an slökkviútbúnað. Ef úm mikla elda er að ræða, geta hverfis- stjórarnir snúið sér til þessara slökkvistöðvardeilda um aðstoð. En miðstöð alls eldvrarna eða slökkvistarfsins er og verður aðal slökkvistöðin, og mun hún snúa sér að slökkvistarfi þar sem nauðsyn er brýnust. Margra mánaða verk. Hið fjölþætta skipulag, sem hér hefir verið skýrt frá, er margra mánaða verk, sem unnið hefir verið við ýmsa örðugleika. En með þessu hefir slökkvistarf- seminni hér, ef til loftárása kem- ur, verið koinið í það horf, sem nauðsynlegt er, og þeir sem kynt hafa sér eldvarnastarfið í Eng- landi, skýra svo frá, að varnirn- ar séu svipaðar hér, að öðru leyti en Irví, að hér er einn eldvarna- liðsmaður á hver tíu hús, en i Englandi tveir á hver tiu hús. Tryggingamál eldvarnaliðs- manna munu nú vera leyst, en á meðan engin ákvörðun hafði verið tekin um þau mál, virtisl gæta nokkurrar tregðu hjá mönnum, að taka við þessu borg- aralega skyldustarfi. Málið mun nú vera leyst á þann hátt, að ríkis og bæjarvöld hafa lýst yfir því, að eldvarnaliðsmenn skuli trygðir á sama hátt og sjómenn. örðugleikarnir við eldvarna- starfið hér hafa ekki hvað sízt reynst miklir vegna þess, að flest tækin verður að flytja frá út- löndum. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefir fengið frá slökkviliðsstjóra, hefir slökkvi- stöðin nýlega fengið um 2 km. af vatnsslöngum. Á slökkvistöð- in nú um 6 km. af slöngum. En 5 km. voru væntanlegir hingað með e. á. “Sessu,” sem nú er ætlað að hafi farist. En ný pönt- un verður gerð þegar í stað. Eins og fyr er getið,' hafa ver- f ið í pöntun um nokkurt skeið véladælur handa slökkviliðinu, 10 dælur, sem geta dælt 500 gallónum. --------V--------- Síldveiðiskipin eru að hœtta veiðum Sildveiðin virðist vera að fjara út. Eru mörg skip að hætta veiðum og héldu nokkur af stað heimleiðis í gærkvöldi. Búist er við, að flest skipin hætti um miðja vikuna, ef ekki hefir ræst úr með veiði fyrir þann tíma. Um helgina komu alls um 7000 mál til ríkisverksmiðjanna. Var það fjöldi skipa, sem kom með þessa veiði og munu hafa verið um 150 mál að jafnaði í hverju skipi. Var þetta margra daga samanskrap hjá skipunum, að- allega veitt vestur við Horn. f gær var betra veður fyrir Norðurlandi. Síldarvart var við Rauðunúpa í gærmorgun; fengu þar nokkur skip síld, mest 150 tunnur. Ofanskráðar fregnir eru sain- kvæmt símskeyti, er fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði sím- aði í gær. Samtal við Svein Benediktsson Morgunblaðið átti seint í gær- kvöldi tal við Svein Btnedikts- son framkvæmdarstjóra og spurði hann um horfurnar. Hann sagði horfurnar mjög slæmar. Flugvélin flaug í gær yfir alt síldarsvæðið að vestan og sást hvergi síld, nema tvær smátorfur nálægt Reykjarfirði á Ströndum. b'logið var um Haga- nesvík, allan Skagafjörð og Húnaflóa og út með Ströndum. Var hvergi síld að sjá, að und- anskildum þeim tveim smátorf- um, er að framan greinir. Snemma i dag mun flugvélin fara yfir veiðisvæðið að austan- verðu. Þótt veður kunni að batna eru menn orðnir vondaufir, að nokk- ur veiði að' ráði komi úr þessu. Segja sjómenn mikinn kolkrabba til og frá um allan sjó. Telja þeir, að krabbinn hafi flæmt síld- ina út af Skagafirði'. Þar var all fult af síld áður en veðrið versn- aði, en nú sézt þar hvergi branda. Síldin hefir verið óvenju mög- ur í sumar og mjög misjöfn. Hef- ir fengist 2.7 kg. minna af lýsi úr hvrju máli en áætlað var. Hefir síldin aldrei verið svona mögur, síðan 1938. Sveinn Benediktsson sagði enn- fremur, að heildaraiflinn í bræðslu myndi nú vera sem næst 600 þús. mál, þar af um 350 þús. mál hjá ríkisverksmiðjun- um. Búið er að selja 15 þús. tonn af síldarlýsi, svo enn vantar ca. fjórða part til þess að ná í þá sölu. Vegna þess hve síldin er inögur munu þurfa um 800 þús. mál síldar til þess að fá 15 þús. tonn af lýsi. § Gera má ráð fvrir tapi á sild- arútgerðinni hjá a. m. k. helm- ing veiðiskipanna. Hlutur sjó- manna verður og rýr, eða senni- lega að jafnaði um 1200 kr. efl- ir sumarið. Horfurnar eru yfirleitt slæm- ar. Veiðiveður var gott í gær- morgun, en versnaði er leið á daginn. Flest skipin munu halda heim um miðja þessa viku, ef ekki breytist til batnaðar. Nokkur skip ætla að reyna að þrauka fram að mánaðamótum. —(Mbl. 26. ág.).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.