Lögberg - 23.10.1941, Blaðsíða 6
6
LÖGBEHG, FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER, 1941
Afdalalæknirinn
Dauft hófahljóðið frá sólbakaðri slétt-
unni að baki varð æ gleggra, er það færðist
stöðugt nær og nær eins óg hækkandi dauða-
dómsins trumbuslög. Bleikur máninn starði
kyrlátlega úr hárri hæð sinni gegnum fölv-
andi stjörnumistrið, en skýjabólstrarnir, sem
einni klukkustundu áður höfðu virzt líklegir
til að breiða þykka blæju sína yfir hæð og
laut alt um kring, voru nú ta;ttir til agna af
i vindhviðum, sem stynjandi þutu áfram um
háloftið, þótt niðri á sléttunni þær bærði að
tins lítdiega ko'la grængresis stönglanna.
Hinn lafmóði reiðskjóti Lance Preseotts
h.naut skyndilega, svo við sjálff lá, að hann
Kí'staðist á hnén, en skjögraðl aðeins og
rétti aftur úr sér. Hann hafði hlaupið langa
leið — farið mjög greitt um göt.una, en aum-
ingja gamla hryssan var nú þvínær að þrot-
um komin.
Lanee leit í snatri aftur fyrir sig, og
hið magra en fremur fallega andlit hans
virtist verða enn dregnara og áhyggjusvip-
ur kypraðra stálgráu augnanna verða enn
dýpri, er hann nú sá aðsúgs-skrílinn breiðast
út í hálfsveig nokkurn spöl að baki sér. Að
eyra hans barst þvínær samstundis hvinur af
riffilskúlu er fram hjá honum þeyttist, og
vespulegt humshljóð frá all-fjarlægu byssu-
skotinu fylgja þar dauflega á eftir eins og í
„ hæðnisþrungnum hvíslingstón.
Við sjóndeildarhringinn fram undan blán-
aði fyrir neðstu hæðunum við rætur fjali-
anna, of fjarlægra honum. Einni stundu áð-
ur hafði hann vonast eftir að geta, í skjóli
hins þétta þokubakka og drungalegra ský-
bólstra um víðan geiminn, náð þangað — og
fá haldið lífi. Nú virtist honum það hvort-
tveggja hér um bil jafn ólíklegt.
1 þungum huga leit Lance á ferðapok-.
ann sem hann enn hélt á í annari hendinni,
og hugði sér bezt að kasta honum út á auðn
ina, þar sem hann hefði nú enga þörf hans
lengur, enda heimskulegt að hafa hann með
sér í .þessari ferð. Það hafði líka næstum
orðið honum til falls, því án hans gæti hann
hafa sloppið burtu án þess eftir honum
hefði verið tekið. Þessi yfirsjón myndi að
líkindum valdandi því, að hann sæi aldrei
sólarljós næsta dags.
Hugur hans snerist nú, eins og oft áður,
um næstliðna tíð. Það virtist einhvern veg-
inn ótrúlegt, að fám dögum áður aðeins hefði
hann verið heppinn og heiðraður sem læknir,
með framtíðina brosandi við sér. En þá
hefði þung og biksvört bannfæringin gegn
Drescott-ættinni náð til hans. Hluturinn, er
hann bar í pokanum, hafði dregið hann á
tálar — eða. hafði hann tælzt af eigin fram-
tíðarvonum sínumf
Eins og næstum annars hugar opnaði
Lance pokann og leit sem af tilviljun ofan
í hann. Ó-já, þar var enn að líta sama hlut-
inn sem ætíð áður — litlu læknistöskuna.
Hann vissi nákvæmlega hvað hún hefði að
geyma, öll nauðsynlegu áhöldin hans, stór
og smá. Hann lokaði töskunni aftur. Nú
væri þýðingarlaust að kasta þessu út á
grundina, hugsaði hann.
Önnur kúlan þaut nú framhjá honum.
Engu nær en sú fyrri. en úr engu lengra
skotmáli.
Hugur hans hvarflaði til seinasta upp-
skurðarins, sem hann hafði framkvæmt, aö
ásjáandi fjölda fólks. Einhvem veginn
hafði viðstadda fólkið það kvöld mint hann
á úlfahóp, bíðandi eftir bráð sinni — harð-
lynda og óþjála menn, er heimtuðu að hairn
framkvæmdi uppskurðinn og ekki vildu
lilusta á þá bæn hans, að hann fengi að njóta
fyrst fárra klukkustunda svefns og hvíldar.
Það hafði verið Dr. Griggs, sem eggj-
aði fólkið til að heimta uppskurðinn um-
svifalaust, og neytt hann til að framkVæma
verkið, þrátt fyrir nýafstaðna stöðuga tutt-
ugu og fjögra klukkustunda ferð hans á
hestbaki. Með annan handlegginn brotinn í
fatla. og hina höndina hátt á lofti hafði
(íriggs kveðið upp úr með dóm sinn:
“Ef þú frestar verkinu væri það sama
sem morð. Þú verður að gera uppskurð-
inn tafarlaust. Þú getur það hæglega. Væri
hin en ekki þessi hönd mín í fatlanum, mynd)
eg jafnvel hafa framkvæmt verkið.”
Nú jæja, hann hafði svo reynt að fram-
kvæma uppskurðinn, eftir að hafa fyrst
fengið sér vænan brennivínssopa til tauga-
styrkingar. Hann hafði þó alls ekki verið
verkinu vaxinn, það var honum ljóst, en
stúlkhn myndi deyja, ef hann gerði það ekki.
Og svo, — rétt á hættulegasta augnablikinu
— mistókst honum handbragðið.
Jafnvel enn, og þrátt fyrir allar aðstæð-
urnar, gat hann ekki gert sér ljósa grein
fyrir þessu óhappi. En það hafði skeð, sem
alt reið á. Og þeir höfðu kallað hann morð-
ingja.
Um stúlkuna hafði í bezta lagi verið
mjög lítil von, því botnlangi hennar var
sprunginn áður en hann kom. E*nda þótt
hnífsbragðið hefði ekki mistekist, þá hafði
lítil von verið um afkomu stúlkunnar, jafn-
vel í höndum snjallasta skurðlæknis.
Morð! Óhappa hnífsbragðið — hafði gert
út af við eitthvað hjá honum sjálfum —
nokkuð, sem enginn maður, og sérstaklega
ekki læknir, gat af borið. Traustið á sjálí-
um honum og hæfni hans. Það var auðvitað
óskiljanlegt, að þetta skyldi fara svona, og
að það vekti honum svo þungt hugarangur.
En því voru ef til vildi valdandi sameigin-
lega allar aðstæðurnar, — hans eigin átak-
l anlega þreyta, mannslíf hrifsað úr höndum
hans, brennivíns neyzlan, ásakandi rödd Dr.
Griggs —
“Þú hefir myrt hana!”
Akæran hafði dasað hugsun hans og
þrek. En þeir höfðu látið hann staulast
burtu og í rúmið.til að sofa þar samfleytt í
heilan sólarhring. Þá hafði hann vaknað við
maftraðardraum um hnífsbragðsslysnina —
og þá meðvitund, að lífsferill sinn væri eyði-
lagður.
Yfirheyrzlan hafði lagzt yfir hann eins
og sefandi vökudraums hugarsýn. Hvað
gæti þeir gert við líkama þess manns, hvers
sálarþrek var allreiðu yfirbugað? Þeir
höfðu kallað hann háðung stéttar sinnar, há-
tíðlega fullvissað hann um að lionum yrði
algerlega bægt frá að stunda lækningastarf-
semi sína — og svo, eftir að hafa auglýst
hann sem moringja, látið hann lausan.
Látið hann lausan — til þess að standa
frammi fyrir heiftaræði múgsins. Með slíkí
dómsáfelli klingjandi við hlustir hans sjálfs
og í allra eyrum. Einhvern veginn hafði
hann í fyrstu dulizt fyrir múgnum. Ef til
vildi fyrir meðfædda eðlishvöt um undan
komu hins ofsótta manns. Og hann myndi
hafa náð að sleppa fram hjá yztu stöðvun-
um þar sem hættan á leið hans leyndist, ef
ekki hefði verið fyrir litlu svörtu tösloma,
merki stéttar hans og óhæfnis-misgjörðar.
Einhver hafði tekið eftir honum með tösk-
unni í hendinni. Og nú—
Skothríðin barst honum að eyra og hvin-
ur kúlna honum sendar. Ein þeirra gerði út
af við reiðskjótann hans, og hann hentist af
baki hryssunnar í hrúgu niður í grasið, með
ferðapokann enn í hendi sér.
Hann heyrði nú rám óhljóð eltingarliðs-
ins um að hann skyldi á gálga hengjast.
Þreytulega og sem næst í upgjafarhug
skreiddist hann á hnjám og höndum gegnum
þéttan hafurstága gróður, er þama óx og
huldi alt umhverfið í þykkum flókabendum.
En nú fann hann sig vera að hrapa.
Það var undarlegt, því hann hugði sig vera
þarna staddan á rennsléttri grund.
Þá stöðvaðist hann skjótlega í ofurlítilli
moldarskriðu. er með rykmekki þyrlaðist á
andlit honum. Hann lá þarna hreyfingar-
laus og næstum of þreyttur og dasaður til að
hugsa nokkuð eða skeyta um afstöðu sína.
Er hann lauk upp augunum sá hann að hann
hefði ekki hrapað nema þrjú ea fjögur fet.^,
Þetta var aðeins lítil sprunga í jarðarskorp-
unni, fárra feta löng og naumast nógu breið
til þess að hann gæti fallið niður í hana.
Skrílsliðið æddi nú um alt ofan við
fylgsnið, óðamála og með háreystis köllum
í eftirleitinni.
Lance beið þess kyrlátlega að þeir fvndi
hann. Þess gat auðvitað ekki verið lengi að
bíða, aðeins örfá augnablik. Þá mundi þeir
draga hann upp úr jarðsprungunni og eftir
það —
Nú varð hann, sér til hálfgerðrar undr-
unar, þess áskynja að honum barst ekki leng-
ur til eyrna ómurinn af málanda þeirra.
Tágargróðursflækjurnar breiddust út um alt,
og svo virtist, sem leitarskrílshópurinn teldi
víst að hann hefði skriðið áfram í'skjóli
hans, og að leitin hefði því sundrast með ó-
vissu um hvert halda skyldi. Einhverra
hluta vegna höfðu þeir ekki rekist á sprung-
una, sem hann hafði hrapað niður í.
Dr. Lance ,'Prescott lokaði þreytulega
augunum — og sofnaði.
Er hann leit upp aftur og nuddaði aug-
un, var hann sér'þess áskynja, að eitthvert
annarlegt gjálfur hefði vakið sig. Nú sá
hann líka hvaðan það kæmi — hundur stóð
á sprunguröndinni og var að gægjast niður
til hans. Þegar hann svo settist upp, lædd-
ist skepnan burtu. Þá 'kannaðist hann við
hana. Ekki hund, heldur lúpuúlfs læðu.
Lúpa! Það benti á, að leitarliðið hefði
gefist upp' og væri fyrir löngu horfið burtu.
Lance klifraðist stirðlega upp á gryfjubarm-
inn, skimaði um alt í kringum sig, og sá
enn lúpudýrið á brottför þess. Máninn var
horfinri, en óljós bjarmi í austrinu boðaði að
aftureldingin væri í nánd.
Hann sneri sér í átt hinna fjarlægu
hæða við rætur fjallanna og þrammaði
þreytulega áleiðis þangað, með ferðapokann
enn í annari hönd sér.
A n n a r Kapítuli
Er póstvagninn fór á hraðaferð upp
eftir heiðarveginum, þyrluðust rykgusur út
frá Lverju fótspori liestanna og undan hjól-
unum í allar áttir — og mynduðu svo ljósa
mekki, er andvarinn dreifði eins og dauða-
hélu um grænan grassvörðinn beggja megin
vegarins. Svona var það allsstaðar, mílu
af mílu, um hinar aflíðandi hæðir við f jalla-
ræturnar. Er Lance Prescott, þaðan sem
hann sat í póstvagninu, leit yfir umhverf-
ið, skildist honum ljóslega að nú væri afdala-
auðnin fram undan.
“Hún teygir sig fimtíu mílur á báða
vegu út frá Windspur,” sagði ökumaðurinn
sem svar gegn spurning eins farþegans. “Ef'
þér eruð á leið þangað, þá ræð eg yður til
að stanza ekki, en halda áfram beina leið
yfir auðnina. Þar er ekki hæfilegur veru-
staður fyrir nokkra ærlega hvíta mann-
eskju.”
1 þessu áfdalalandi gæti Lance öllum ó-
kunnur, fengið stöðu sem nautahirðir og
horfið þannig í mistri gleymskunnar.
En það bjó einnig* inst í huga hans
önnur endurminning, er dró hann að þessum
stað. Það var einmitt í þenna afdal, sem
faðir hans hafði fyrst lent, er hann kom til
þessa lands. Og einhversstaðar þarna var
það, að afleiðing hinna biksvörtu bölbæna
höfðu fyrst lagzt yfir Prescott fjölskylduna.
Það var einkennileg, óáþreifanleg stað-
reynd, þessi bannfæring — bölbæn uppkveðin
yfir höfði hug*rakks manns af ofstækismanni,
sem hugði sig hafa orðið fyrir rangsleitni
af hans hendi. En Gunning Prescott hafði
reynst það annað meira en tóm markleysu
hótan —- fyrst eyðilegging og að lokum ó-
skiljanlega ægilegur dauðdagi. Og svipuð
óWessan hafði elt aðra meðlimi Prescott
ættarinnar. Nú var hann einn eftir og eyði-
leggingin hafði hrifsað í hann þessa seinustu
dagana.
Windspur var nú fram undan —- þannig
réttilega nefnd, gróðurlaus fjallrani, þar sem
brennndi hitaöldurnar léku sér um hásuro-
arið og jökulnepjur vetrarins æddu um og
emjuðu með kvalakippum eins og líka fjal!-
raninn er þær lömdust við. Windspur póst-
stöðin státaði framan í ferðamanninn sinni
hálfu tylft brennivíns-knæpa, fáeinum verzl-
unarbúðum og strjálingi af íbúðar-kytrum—
flestum ómáluðum. Bn eitt var það þó, sem
þorpið hafði sér til ágætis. Hvíta rykmóð-
an náði ekki ]iangað upp, — og að auk bezta
A’atnsbólið.
Upp yfir hávaðann frá fótataki tuttugu
og fjögra hesta, er brokkuðu um harð-
troðinn veginn, barst nú út í geiminn hvelt
þrumuhljóð af enn einu hinna gremjulega
tíðu marghleypuskota í Windspur-þorpinu.
Áður en bergmál 'þess var dáið út, stanzaði
póstvagninn í svo sem fimtíu feta fjarlægð
út með götunni.
Út af vagninum steig Lance, með ferða-
pokann í hönd, og yfirvegaði umhverfið og
það er þama blasti við augum hans á bæjar-
götunni. I fyrsta tilliti virtist honum sem
hér væri um algenga strætiserju' að ræða, en
skildist þó fljótt að eitthvað alvarlegrn
myndi þar á seiði — fremur í samræmi við
afspurn þessa afdalsrana-þorps og hæða-
landsins út frá því.
Þarna á miðju strætinu lá gráhærður,
þreklegur og all-hávaxinn maður, klæddur
mexikönskum nautshúðar-bpxum, en jakka-
laus. Fast við beltishylkið á hlið honum
lá og skammbyssa, er hann hafði eins og í
ofboði gripið til og hálf-dregið úr hafti áður
en hún félli úr máttvana fingrataki hans.
1 þriggja eða fjögra skrefa fjarlægð gat
að Hta risavaxinn og afar herðabreiðan
inann með rjúkandi marghleypuna enn í
apalegri krumlu, og bar útlit hans helzt svip
reiðiúfins bjarnar; og niður á ennið lafði
colsvartur og úfinn hárlubbinn.
Aftan við hann upp við húsaröðina stóð
ein hálf tylft áhorfenda, sem fremur virtust
hafa safnast þarna saman er til póstvagns-
ins heyrðist, en skotsins vegna. Þeir gerðu
sig á engan hátt líklega til að blanda sér í
það, sem fram fór á strætinu rétt fram
undan þeim.
Lance hikaði við eitt augnablik til að
átta sig á því, sem þarna bar fyrir hann.
Fyrsta tilhneiging hans varð sú, að leggja
fram lið sitt gegn því, sem virtist vera of-
beldisverk, unnið með lcöldu blóði af risa-
vöxnu óþokkamenni. Og eðlishvöt hans
skipaði lionum að rétta særða manninum
líknarhönd. En svo sagði hann í huganum
við sjálfan sig: “Þú getur ekki hjálpað
manninum, nema þú gerir við sár hans — og
að líkindum jafnvel ekki'þannig — en ef
þú gerir það, þá kannast einhver við hver
þú sért.”
Þá heyrir hann biturt, óttaþrungið og
hálf-niðurbælt en átakanlega sárt skelfingar-
hljóð berast út í geiminn, og sá um leið unga
stúlku koma hlaupandi einhversstaðar að
og án þess að skeyta nokkurs nærveru ill-
mennisins með rjúkandi skammbyssuna, (
kasta sér á hnén við hlið mannsins er á
götunni lá.
Eitt andartak laut hún niður og vafði
örmum um máttvana höfuðið og leit svo upp
tárvotum augunum. Þá sá Lance að þetta
væri stúlka á tvítugsaldri og auðsjáanlega
dóttir særða mannsins, því þarna var sama
breiða ennið, beina nefið og varasvipur, er
vott bar um viljafestu, blá augu, nú glans-
andi gegnum tárin, og brúnt hárið í stað
hans hið grásprengda.
“Ó!” hrópaði hún, leit í kringum sig
á þá er þarna stóðu, og starði eitt augnablik
svo hvasst á klunnalega byssumannninn, að
liann hörfaði eitt spor aftur á bak. “Hvað
hefir þú gert, heigullinn þinn!” bætti hún
við. Svo gaut hún bænaraugum til mann-
anna er fjær stóðu.
“Hjálpið mér,” sagði hún í hvatnings-
tón. “Hjálpið mér til að koma honum inn í
hús. Getur ekki einhver gert eitthvað t
Viljið þið ekki hjálpa mér — einhver ykk-
ar?”
Enginn mannanna hreyfði sig við þessu
neyðarópi stúlkunnar. Þeir litu undan og
tvístigu aðeins þar sem þeir stóðu, og er
grimmúðugi maðurinn með byssuna enn í
liendi sér færði sig fram um skref, virtust
þeir eins og hræddar kindur í þann veginn
að forða sér.
“Hér er enginn staður fyrir unga
stúlku,” urraði hann. “Láttu liann vera og
hafðu þig á burtu.”
“Eg skil hann ekki hér einan eftir, segi
eg þér, Ape Narcross!” lirópaði hún með
hörkusvip. “Þú — þú morðingi!”
Ape stóð við eitt augnablik með löngu
krumlurnar hangandi niður með hlið sér.
Augu hans þrútnuðu af geðofsa oghannfærði
sig enn fram eitt skref nær henni þangað
sem hún nú stóð frammi fyrir honum með
einbeittu augnaráði.
“Hafðu þig á burtu héðan, áður en eg
iylli skrokk hans af blýkúlum. Eg læt eng-
an hindra mig—” urraði Ape og rétti aðra
apakrumluna að öxl stúlkunnar.
Áður en Lance gerði sér sjálfur grein
fyrir því livað skeði, var liann kominn til
þeirra, krækti fipgnim sínum í skyndilegu
taki á öxl Ape, og hrinti honum með snöggu
handbragði svo að hann hrökklaðist aftur
á bak.
Þegar stúlkan nú fyrst tók eftir Lance,
stóð hún skyndilega eins og á öndinni og
starði fast á hann, þar sem hann stóð með
ferðapokann enn í hönd og augun blossandi
nú eins og hennar eigin. Hann var ekki stór
maður á Windspur-mælikvarðann, eða í sam-
anburði við manninn, sem hann stóð nii
frammi fyrir, en liafði þó eitthvað mikil-
úðlegt við sig.
Undrunarsvipur augna hennar varð enn
dýpri, er hún veitti honum nánari eftirtekt.
Skyndileg geðshræring lileypti blóðstraumn-
um aftur fram í andlit henni, og það virtist
nú svo sem hún hefði gleymt nærveru hins
illúðlega Narcross.
“Ó!” stundi hún í feginstón, “þér —
þér eruð Dr. Prescott, er ekki svo? Nú mun
pabbi lífi halda.”
Ape stóð enn í sömu sporunum, eins og
hann gæti ekki áttað sig á því hvað fyrir
hann hefði komið. En eftir örfá augnablik
myndi hann ná sér aftur og verða enn hættu-
legri. Lance skeytti því engu og kraup óðar
á kné við hlið fallna mannsins, með stóra
illmennið standandi yfir sér.
Hann yfirvegaði skyndilega með æfðu
auga sár mannsins, opnaði svo poka sinn og
dró upp úr honum litlu læknistöskuna, í svo
rólegri lund að undrun vakti jafnvel sjálfum
honum. Fyrir aðeins fám dögum hafði hon-
um fundist, að hvað sem svo að höndum
bæri gæti liann aldrei aftur gert neitt þessu
líkt, sem alt væri honum nú ómögulegt. Hvað
liafði komið yfir hann? Eitthvað af hjálpar-
þörf stúlkunnar virtist liafa lagst yfir hann
frá augnaráði hennar, einliver styrkjandi
kraftur — en nú hafði liann ekkert tóm til
að undra sig yfir því.
Án þess að líta einu sinni upp gaf Lance
sig allan við því að búa um blæðandi sárið.
Meðan hann var að framkvæma þessa fýrstu
hjálp sína varð hann þess óbeinlínis áskynja,
að stúlkan hafði kropið aftur á knén rétt
andspænis honum við hlið föður síns, star-
andi ýmist á líknarhendur læknisins eða í
andlit honum.
Það var eitthvað í augnaráði hennar,
er bar vott um trú hennar og traust til
hans, og sem jók honum þrótt viv verk hans.
ókumaður póstvagnsins, sem hingað til
hafði horft á þessar athafnir með næmri
eftirtekt, setti nú póstflutning sinn niður á
gangstéttina, steig með alvörusvip á brá upp
í sætið sitt, brá upp keyri sínu, og póstvagn-
inn fjarlægðist þegar í rykmekki út eftir
veginum. Hinir áhorfendurnir færðu sig
forvitnislega nokkrum skrefum nær og skiftu
athygli sinni ýmist á hinum ókunna snar-
ræðismanni eða Ape Narcross, sem enn hélt
á morðvopni sínu.