Lögberg - 30.10.1941, Síða 3

Lögberg - 30.10.1941, Síða 3
LÖGBERU, FIMTUDAGINIm 30. OKTÓBER, 1941 3 gerði Magellan alt er stóð í hans valdi til að vernda friðinn, og svo fór að kunningskapurinn milli innfæddra og hinna vold- ugu aðkomnu manna varð svo innilegur að Rajah-inn sjálfur og meiri hluti manna gengu af fús- um vilja undir kristinna manna skírn. Þessvegna gátu Spánverjar sunnudaginn fyrir 14. apríl 1521 haldið þá mestu sigurhátíð. Afar mikið krossmark var reist i sölu- torginu og undir því kraup Rajah-inn og 50 aðrir, er allir urðu skírðir með allskonar við- hafnarsiðum. Þessi tíðindi flugu um alt. Daginn eftir komu margir höfðingjar úr ná- grannaeyjum til að verða hlut- takandi.l þessum töfra serimoní- um. Að nokkrum dögum liðnum höfðu flestir höfðingjar svarið bandalag við Spán, og hlotið heilaga vatnsskírn. Magellan átti hér sigri að hrósa. Alt hafði honum gengið að óskum sem engill með ljós í hendi hefði gengið á undan, en nú barst að höndum óvænt og raunalegt efni. Fyrir lítilli eyju sem nefnd er Mastou réði sá Rajah (inverskur prins) er hét Silapulap, hafði hann jafnan ver- ið andstæðingur Rajahns á Cebu. Frá komu Spánverjanna, hafði hann af alefli reynt að koma í veg fyrir að þeir yrðu byrgðir að matvælum. Þessi óvinarhug- ur var þó ekki að öllu leyti á- stæðulaus. Einhversstaðar á eyjunni höfðu spönsku sjómenn- irnir verið á kvennaveiðum og orðið of nærgöngulir, og út úr því orðið deilur við eyjarbúa, en í því þjarki hafði kviknað eldur i nokkrum kofum. Þegar Magellan var neitað um matvælakaupin, 'hefir honum fundist nóg ástæða til að sýna af sér einhverja röggsemi og Rapah- inn af Cabu ætti að vera sjónar- vottur að mætti þruinuguðsins og eldinganna. Hér verðum við í fyrsta sinri varir við fyrir- hyggju skort hjá Magellan. Rajah-inn af Cebu bauð að senda 1000 hermenn gegn Mactan, en Magellan þýddist það ekki. Hann var svo hárviss um yfirburði Spánverja yfir þessum eyjaskeggjum, er eingöngu væru vopnaðir bogum og lenzum, þeir gætu ekki komið sárum á Spán- verjana í herklæðum úr stáli, því fór hann aðems með 60 menn, en hað Rajah-inn aðeins að horfa á aðfarirnar. Magellan varð það til mestu ógæfu hvað þessi litli prins á Mactan hafði ágæta aðstöðu vegna landslagsins við fjöruna. Bátar gátu ekki flotið yfir kóral- rifið, svo að landgönguliðið, 40 manns, þurfti að vaða til lands, en krossbogaskytturnar urðu eftir hjá bátunum, en fjöldi inn- fæddra manna stóðu ögrandi í fjörunni með ópum og óhljóð- um. Pigafetta, sem var einn þeirra er þátt töku í árásinni, og var særður, segist svo frá um orust- una: “Þegar eyjarbúar komust að raun um að skot frá bátunuin náðu þeim ekki, réðust þeir að okkur með örvaskotum, skot- spjótum og lagvopnum svo óðs- lega að vér nálega ekki gátum varið okkur. Þegar þeir sáu að við vorum í skotheldum brynj- um en fæturnir varnarlausir, gerðu þeir þá að skotmarki. Magellan var særður í fótinn af eitraðri ör og bauð hann þá að við með hægð létum undan síga, en næstum allir hlupu á flóttá, svo eftir hjá honum voru 6—8 nienn, en hann, sem hafði verið fótlami árum saman, gat ekki farið hart. Þegar eyjarbúar þektu foringjann, snerust þeir einkum jið honum. Tvisvar var hjálmurinn sleginn af honum, en hann barðist engu að síður til þess hann fékk högg í fótinn og féll við það á grúfu i vatnið. har fleygðu eyjaskeggjar sér á hann ofan með spjótum og bog- sverðum, lögðu hann í gegn og gengu af honum dauðum.” Magellan var harður og ó- sveigjanlegur meðan hann var að framkvæma þetta keisaralega þrekvirki, en svo fellur hann i þessari óskynsömu smáskæru við alsnakta eyjarbúa, og mönnum hans tókst ekki að bjarga líkinu af foringja sínum. Spánverjar töpuðu aðeins 8 mönnum, en fall fyrirliðans olli skjótri breytingu; nú var trúin á að þeir væru ósigrandi horf- in. Rajah-inn sjálfur af Cebu hafði verið sjónarvottur að því þegar litilf jörlegasti prinsinn, Silapulapu, hafði unnið sigur á hvíta guðinum. (Framh.). ------V------- Utvegun á efni til Hitaveitunnar Síðan stöðvun varð á fram- kvæmdum í Hitaveitunni, hefir eins og menn vita, ekkert verið látið undir höfuð leggjast, til þess að hrinda því máli í fram- kvæmd svo fljótt sem auðið er. Hafa í þvi tilefni farið fram athuganir á því, hvort hægt væri að útvega efni það sem vantar frá Englandi eða Ameriku. í beinu framhaldi af þessum aðgerðum var samninganefnd þeirri er nýlega fór til Ameríku falið að taka mál þetta upp í sambandi við samningana um önnur atriði við Bandaríkjamenn og hafa um það samvinnu við aðalræðismann íslands i New York, Thor Thors. En hann hefir þegar unnið mikið og gott starf til fyrirgreiðslu á málinu þar vestra. Hinsvegar hafa ekki komið úr- slitasvör um það, hvaða afdrif málaleitunin fær um efniskaup- in í Englandi. Er málið enn til íhugunar hjá brezku stjórninni. Jafnskjótt og talið er, að það geti borið árangur, hvort heldur í Englandi eða í Ameríku, verða sendir sérfræðingar, þangað sem von er um efniskaup, til að greiða fyrir málinu, athuga til- boð o. þessh. Er slík sendiför i undirbúningi. —(Mbl. 19. ág.). -------V--------- Frá Hollywood, Californía Sunnudaginn 19. þ. m. klukk- an 3 e. h. var haldin áhrifarík og ógleymanleg minningar- og sorgarathöfn i Saint Thomas Episcopal kirkjunni 7501 Holly- wood Blvd., um mæðgurnar Mrs. Mable Helen Seymour Kahre og Dorothy Elizaheth Kahre, sem mistu líf sitt á sorglegan og svip- legan hátt í bílslysi í Oklahoma- ríkinu 2. október s.l. Lík þeirra voru flutt til Kansas City, Missouri og brend, en askan var flutt til Hollywood þar sem fjölskylda þessi hefir átt heimili árum saman. Kirkjan var þétt skipuð safnaðarfólki, nágrönnum og vinum, auk ást- vinanna. Andrúmsloftið í kirkj- unni var þrungið þögn og sorg. Jarðneskar leifar mæðgnanna voru i litlu skríni á borði fyrir framan altarið í hafi af hinum fegurstu blómum Californíu. Prestur safnaðarins, Rev. Arthur Wurtele hélt hugnæma huggunarræðu og mintist á smá- atvik í lífi þessara ástsælu og mikilsvirtu kvenna utan safnað- arins sem innan. Mrs. ólöf Oliver MacFarland söng “Ah Mystery of Life.” Skríninu var síðar komið fyrir í vegg kirkj- unnar í landinu þar sem þær sjálfar höfðu kosið sér að lifu og deyja. Mrs. Ivahre var forstöðukona íslendingafélagsins í Los Angeles og í þeirri stöðu sá eg hana í síðasta sinn á útisamkomu fs- lendinga 3. ágúst s.l. í North Hollywood Park, hvítklædda, há- vaxna, föngulega, dökkhærða og bláeygða ásamt hinni ungu dótt- ur sinni bjartri yfirlitum við lilið unnusta sins í tilhugalifi við hann og lífið sjálft. Hverjum hefði þá getað komið til hugar sem að sá þessa ham- ingjusömu fjölskyldu að þessi þungi skapadómur og ógæfa biði þeirra og að lífsins leiðar- endi væri svo nærri. Mrs. Kahre var fædd 18. nóv. 1895 í Eagle River, Ontario, Can- ada, foreldrar hennar voru Mr. og Mrs. Seymour, hann var cana- diskur en Mrs. Seymour var áð- ur Elizabeth Thomson, ættuð úr Laxárdal í Dalasýslu á íslandi. Þann 4. júlí 1014 giftist Mahel, Herbert W. Kahre, voru þau gef- in saman af föður hans, sem var þýzkur prestur i Winnipeg í mörg ár. Dorothy var fædd i Winnipeg 28., júli 1917, nýlega hafði hún opinberað trúlofun sína með Jack Green frá Santa Maria í Californíu. Mrs. Kahre lætur eftir sig, auk eiginmanns síns og móður, tvo sonu, sem eru Herbert S. Jr. og Kenneth. íslendingar hér taka sérstaka hluttekningu í sorg hinnar öldnu móður, sem ber sig eins og norræn hetja, þótt eina barnið hennar hafi verið hrifsað frá henni á þennan sviplega hátt, og sem þrátt fyrir alt og alt, getur brosað til vina sinna í gegnum tárin. Tilraunabú á Keldum í Mosfellssveit Á síðastliðnu vori keypti rikis- sjóður jörðina Keldur í Mosfells- sveit fyrir kr. 65,000, í þeim til- gangi, að Rannsóknarstofa há- skólans ræki þar bú, og gæti haft þar uppeldi fyrir nauðsynleg til- raunadýr sín. En stofan hefir nú svo víðtækar rannsóknir með höndum og svo mikla framleiðslu á lyfjum, að hún þai^ að stað- aldri að hafa talsverðan bústofn. Hingað til hafa skepnur þess- ar verið í Austurhlíð hér fyrir innan bæinn. Hafa þar verið ó- hentug skilyrði á ýmsan hátt. Hefir forstöðumaður Rannsókn- arstofunnar, Níels Dungal pró- fessor, skýrt svo frá: -—Við höfum undanfarið haft 40—50 kindur við tilraunir okk- ar og rannsóknir, einkum í sam- bandi við mæðiveiki og garna- veiki. Enn fremur nokkra hesta til framleiðslu á blóðvatni, og margt af kanínum, til ýmsra rannsókna. Rannsóknarstofan rekur nú búið á Keldum. Ráðsmaður þar er Eiríkur Grímsson. Hefir hey skapur gengið þar vel i sumar. En nú er eftir að koma þar upp peningshúsum, sem hæfa rannsóknunum og tilraunastarf- seminni. Byggja þarf m. a. hest- hús fyrir 20—30 hesta, þar sem auðvelt er að komá við öllu hreinlæti, sem nauðsynlegt er við blóðvatnsframleiðslu. Blóðvatnið er m. a. notað við lækningu á lambablóðsótt. Er það mjög útbreiddur og landlæg- ur kvilli. . Má gera ráð fyrir að bændur missi að meðaltal 4—5% af lömbum sínum úr þessari veiki, eða um 20 þús. lömb á hverju vori. Altaf er hættast við þvi, að vænstu lömbin drepist. Þegar fé er í eins háu verði og það er nú, er það ekki lítil upp- hæð, sem fer forgörðum, ef svo mörg lömb farast. Hafa bænd ur því mjög mikinn áhuga fyrir því, að fá lyf gegn þessari veiki. Hægt er að fyrirbyggja lamba- dauða þenna ýmist með því að bólusetja ærnar, ellegar með því að dæla “serum” í lömbin ný- borin. Bóluefni i ærnar hefir kostað 8 krónur í 100 ær. Svo það er ekki tilfinnanlegt. En “serum”-ið, sem notað er við lömbin, er mikið dýrara, en þó ódýrt í samanburði við það tjón, sem sjúkdómurinn veldur. Minniál BETEL í erfðaskrám yðar Nú er svo mikil eftirspurn eft- ir “serum,” að sennilegt er að ókleift verði að fullnægja eftir- spurninni í vor, nema að litlu leyti, ef ekki verður unt að vinda bráðan bug að þvi að koma upp húsakynnuin þeim, sem nauð- synleg eru til framleiðslunnar. Eins og stendur mun hæpið, að það muni komast í framkvæmd svo snemma, að það kotmi að gagni fyrir næsta vor. —(Mbl. 19. ág.). Skúli G. Bjarnnson, Los Angeles, Cal. Æ F I M I N N I N G: Thorgerður Magnússon Fædd 27. febrúar 1863 — Dáin 16. september 1941. “Þeim fækkar ört, sem fremst á verði stóðu á frama vegs og manndáðanna braut, sem undirstöðu okkar giftu hlóðu og áttu gegmda í hjörtum fagra sjóðu, er hver og einn í húsum þeirra naut.” Þannig kvað Páll S. Pálsson við andlátsfregn íslenzkrar landnámskonu, og fanst mér þetta erindi eiga vel við sem formáli fyrir æfi-ágripi þessarar merku konu, sem hér er minst, og sem nýverið flutti frá oss yfir á landið handan við móðuna miklu. Þorgerður Eysteinsdóttir Magnússon var fædd að Höll i Borgarfirði i Mýrarsýslu 27. febrúar 1863. Foreldrar hennar voru Eysteinn Hall- dórsson og Hallgerður Jóns/- dóttir, er þá bjuggu á Höll. Systur Þorgerðar voru tvær: Helga, gift Sveini Finnssyni, er fyrst reisti bú að Kolsstöðum í Miðdölum, en flutti síðar að Eskiholti í Borgarfirði og bjó þar síð- an. Helga er nú dáin fyrir nokkrum árum. Sólveig, gift Jóni Hannessyni í Selkirk, Manitoba, Canada. Látin ár- ið 1928. Uppeldissystkini Þorgerðar voru fjögur: 1. Guðrún Þorsteinsdóttir, gift Teiti Sigurðssyni, er um langt skeið átti heima í Winnipeg, Man. 2. Jón Gíslason, er tók sér heimilisréttarland í North Dak., og bjó á þvi landí þar til hann andaðist skömmu eftir aldamótin 1900. 3. Árni Jónsson húsasmiður i Winnipeg. Voru þau Árni og Þorgerð- ur systkinabörn. 4. Þorbergur Þorsteinsson heima á íslandi. Dáinn fyrir mörgum árum. Foreldrar Þorgerðar fluttu frá Höll að Arnbjargarlæk, og síðar að Fremri Hundadal í Dalasýslu, og þar bjuggu þau þar til faðir Þorgerðar andaðist. En þá var Þorgerður nitján ára. Brá þá móðir Þorgerðar búi og fluttist svo nokkru síðar til dóttur sinnar og tengdasonar, Helgu og Sveins á Kolsstöðum. Fór þá Þorgerður í vinnumensku fyrir nokkurn tima. En var það ekki lengi. Fanst Þorgerði það ófrjáls og þving- andi staða að ýmsu leyti, því hugur hennar leitaði til fróð- leiks og mentunar. En um þetta leyti fékk Þorgerður föður- arf sinn, og notaði hún hann til þess að framfylgja lengi þráðri ósk sinni til menta. Fór hún til Reykjavíkur og stundaði nám við kvennaskólann þar í tvo vetur. Að þeim tima liðnum fór hún til Helgu systur sinnar og vann þai við sauma o. fl., unz hún, ásamt Sólveigu systur sinni, lagði af stað til Ameriku árið 1888, þá 25 ára. Skipið, sein flutti þær systur vestur um haf, hafnaði sig i New York. Þar stigu þær á land, mállausar, öllum ókunnar og án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað til hragðs skyldi taka. óþarft er að skýra frá öllum þeim erfið- leikum, sem systurnar áttu við að stríða í hinu ókunna landi. Þorgerður réðist í vist til enskra hjóna í New Brunswick, og systir hennar í vist hjá öðrum enskum hjónum þar skamt frá. Þorgerður var þar þó ekki lengi, aðeins nokkra mánuði. Þaðan fór hún, ásamt systur sinni, á saumaverkstæði i Sayreville, N.J., og þar unnu systurnar nokkurn tíma, unz þær fóru til Winnipeg árið 1889. í Winnipeg var Þorgerður í vist fyrst i stað, en tók svo fyrir að fullnuma sig í kjólasaum. Og vann hún síðan við kjólasaum í rnörg ár, bæði áður en hún giftist og eftir það. Vorið 1891 fór Þorgerður til Duluth, Minn., og vann þar á saumastofu. Þar kyntist hún eftirlifandi manni sín- um, Jóni Magnússyni, syni Magnúsar Gunnarssonar frá Sævarlandi í Skagafirði. Þau giftust 10. október 1892. Vor- ið eftir fluttu þau til Winnipeg, og áttu þar heima þar til vorið 1896, að þau fluttu til Keewatin, Ont. Þar bjuggu þau í níu ár, en fluttu þá til Selkirk, Man., og voru þar í nær þvi sjö ár. Árið 1912 fluttu þau frá Selkirk til Winnipeg, og áttu þar heima siðan.— Börn þeirra Jóns og Þorgerðar eru: (1) Hallgerður Rós- laug, skólakennari í Winnipeg; (2—3) Haria og Sólveig, tvi- burar, er báðir dóu ný-fæddir; (4) María Emilía, gift Wil- liam Rinn i Los Angeles, California; (5) Eysteinn, andaðist ómálga; (Helga Eysteina, gift Orville Mclnnis, Winnipeg. Þorgerður var smávaxin kona, nett á velli og lagleg með skarpleg og tindrandi og mjög falleg augu. Skapstór var hún, en kunni vel að stilla þar til meðalhófs. Hreinskilin og vinavönd og trygg þeim, sem hún festi vinfengi við, og lét mikið fleira gott af sér leiða en mörgum var kunnugt um því hún hafði aldrei hátt um það. Þorgerður var mjög vel greind kona, hafði yndi af góðum bókum og las því mikið, þrátt fyrir miklar annir. Mikið yndi hafði hún af að ræða við aðra um bækur. Kunni hún góð skil á þeim, var minn- ug, greinargóð og skemtileg í viðræðum. Koin það oft fyr- ir er við vorum að ræða um bækur eða rit ný-útkomin, að hún sagði mér hiklaust álit sitt um kosti og galla bókanna og tók eg eftir þvi, að gagnrýni hennar bar oft saman við ritdóma, sem eg sá síðar um þær sömu bækur í blöðum og tímaritum að heiman. Þorgerður var kona gædd sterkum dulrænishæfileikum. Hún var berdreymin og gat oft látið sig dreyma um hvar hlutir ,sem tapast höfðu, voru niður komnir. Sömuleiðis sá hún og heyrði i vöku ýmsa þá fyrirburði, er ótrúlegir munu þykja, en eru þó vottfastir, og sumir þeirra til í handritum. Þorgerður var framúrskárandi dugleg og starfsöm kona, einkennilega afkastamikil og þrekmikil eftir stærð. Fyr á árum tók hún mikinn þátt í allskonar félagslífi meðal ís- lendinga. f Keewatin var hún skrifari lestrarfélagsins þar og hafði með höndum öll bóka-innkaup fyrir félagið og studdi að efling þess af ráði og dáð. Á meðan hún dvaldi í Selkirk, var hún starfandi í kven- félagi lúterska safnaðarins. Og eftir að hún kom til Winni- peg var hún ritari í kvenfélaginu í “Skjaldborg” og starfaði þar að auki í djknanefnd og ýmsum öðrum félagsmálum safnaðarlífinu til velfarnaðar.— Um langt skeið kendi Þorgerður sjúkdóms þess, sem leiddi hana til dauða. Bar hún hann með stillingu og þolin- mæði. Og til marks um viljaþrek hennar og lifsþrótt, er það, að hún hafði altaf fótaferð og rölti um þar til einum degi áður en andlát hennar bar að. Hún andaðist 16. sept- ember síðastliðinn, þá 78 ára. Kveðjuathöfn fór fram á heimili hennar, en jarðarförin frá Sambandskirkjunni í Winnipeg, og var jarðsungin af séra Philip M. Pétursson, presti safnaðarins 19. september. Minning hennar lifir hrein og hlý í meðvitund allra, sem voru henni samtíða og kyntust henni.— Þeir segja að þú sért dáin. Það hygg eg ekki rétt.— Þú hefir aðeins flutt þig frá oss á fegri og hlýrri blett. Þökk fyrir starfið. Þökk fyrir viðkynninguna. Þökk fyrir alt.— Davið Björnsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.