Lögberg - 30.10.1941, Síða 6

Lögberg - 30.10.1941, Síða 6
G LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER, 1941 Afdalalæknirinn Ape starði líka undrandi á lækninn, er snú- ið liaí'ði sér í skyndi frá honum og gengið að starfi sínu við fallna manninn á götunni við fætur þeim. Eitt andartak hélzt furðusvipur- inn á andliti hans, en reiðiofsinn eyddi hon- um skjótt og aflagaði andlitið er hann steig enn fram hröðu Skrefi og teigÖi úr sér yfir þau þrjú við fætur honum. Rödd hans var a'm ögrandi org úr hálsi vilts bjartndýrs. “Hvað hyggist þér eiginlega fyrir? Þegar eg skýt á mann, ætlast eg til að það hrífi, ” hrópaði hann. “Er það svo?” “Já, svo er J)að. Og eg leyfi engum að hlutast til um það.” “Sem meini, að þér séuð morðingi?” Andlitið á Ape varð enn dekkra. “Látið hann vera, maður minn, og standið upp áður en eg fylli yður líka af blý- kúlunum.” Stúlkan horfði enn á Lance með sama átakanlega svipnum í augunum — og trún- aÖartraustinu. Þótt hann liti ekki beint framan í hana var Lance þetta vel ljóst. Svo ieit hann aftur upp. “Hvílíkur maður hyggist þér vera?” sagði hann. Þessi spurning virtist einnig koma ill- menninu á óvart. En þótt svar hans tefðist ögn, var það meira en ögrandi gremjugarg. “Eg er Ape Narcross, frá Neckyoke.” “Ape, ha? Það á vel við,” sagði lækn- irinn, enn að binda um sárið. “Ætlið þér að standa upp — eða verð eg að drepa yður?” Lance smelti aftur töskunni. Hann þaut á fætur sem broddi sært dýr, og reiddi um leið æfðan hægri handar hnefa sinn til höggs á kjálka manninum er yfir honum gein — rniðaði hnefanum þangað, sem hann af vís- indalegri Jækking sinni vissi að höggið hefði tilætluð áhrif. Brakið undan högginu barst glögglega til alira, er á horfðu, og Ape Nar- cross, með silalegan undrunarsvip nú aftur á þrútnu andlitinu, skjögraði á löppunum eins og dauðadrukkinn maður. Þ r i ð j i K a p í t u l i Læknirinn virti Ape fyrir sér eitt augna- blik, en gerði sér ekkert ómak til að veita honum annað hnefahögg. í þess stað hrifs- aði hann skammbyssuna úr hönd hans og stakk henni í hulstrið. “Hafðu þig á burtu og ónáðaðu mig ekkert meira, ” skipaði hann í höstum tón og sneri sér svo að áhorfendunum, er þarna stóðu opinmyntir af undran. “Náið í hurð eða eitthvað og hjálpið mér til að bera mann þenna inn í hús.” Yegna hins ákveðna og skerandi tóns í rödd læknisins flýttu þeir sér að framkvæma skipanir hans. Augu stúlkunnar flutu í tár um, er hún stóð nú á fætur aftur; en jafnvel lárin fengu ekki dulið glampann í augurn henni, og varir hennar bærðust af titrandi brosinu, er á þeim birtist. “Eg — eg fæ aldrei þakkað yður, Dr. Prescott, fjrrir það sem þér hafið gert,” sagði hún. Nú var komið með hurÖina, og fimm mínútum síðar var særði maðurinn kominn í rúm á loftinu yfir Windspur vínsölu- kránni; en meðan Lance var að lauga hend ur sínar í næsta herbergi, hugleiddi hann hvað fyrir sig hefði komið á hinum fáu næstliðnu mínútunum þarna í Windspur. Hann raðaði því niður í huga sér meðan hann gekk aftur inn til sjúklingsins og fór að skera utan af honum vestið og skyrtuna, svo hann fengi búið betur um sár hans. Hann sendi stúlkuna út til einhverrar er- indagerðar er honum hugkvæmdist til þess að hún fjarlægði sig og næði valdi yfir til- finningum sínum meðan hann væri að þvo sárið og hreinsa undir umbúÖirnar. Sárði var ilt viðureignar, því hin stóra .45-kúla hafði hitt rétt neðan við vinstri öxl- ina og skamt ofan við hjartað. Sárið undan kúlunni hafði veri nægilega hættulegt, en blóðrásin gerði það enn alvarlegra. Ef hjálp- in hefði dregist fáum mínútum lengur, myndi Reese MacVeigh hafa fluzt úr meðvitundar- leysis-ástandinu beint inn yfir landamæri hinnar löngu og óþektu leiðar lífs og dauða. Jafnvel enn í nokkra næstu daga gat verið nijög tvísýnt um hvort meðvitundar- lausi maðurinn myndi lifa eða devja. Að því er virtist, var MacYeigh eigandi hins stóra Broken Chain gripabús, eins hiris umfangsmesta þarna á afdala-hálendinu. Honum hafði í einræðis huga og af köldu blóði verið veitt banatilræði þarna á götunni af Ape Narcross frá Neckyoke, öðru stærsta hjarðbúi afdaianna. Á milli þessara heimila hafði um langt, skeið verið grunt á því góða, og Ape var slátrari Neckyoke búsins — opinberlega vistaður og viðurkendur sem slíkur þjónn. Ape hafði hitt Broken Chain hjarðbónd- ann þarna á aðal þorpsstrætinu, skorað hann á liólm og neytt hann til að ná haldi á marghleypu sinni — sem var vonlaust úr- ræði, því Ape var helmingi *skjótari til að ota fram sínu vopni. Þetta var því bein morðstilraun, af ásettu ráði fyrirhuguÖ og framkvæmd. MacVeig-hs og Ranndals fólkið hafði sezt að á afdals heiðalöndunum í hér um bil sama mund sem faðir Lance, Gunning Prescott. i Og jafnframt honum hafði af Danny Darrei verið kveðin upp yfir þeim hin biksvarta og ægilega bannfæring. Hvernig vék því við? Danny Darrel var nú fyrir mörgum ár- um kominn undir græna torfu. En svo virt- ist, sem hin ægilega bannfæring hans væri altaf. jafn-máttug. Og Lance gat ekki varist því að dálítill hrollur færi um hann við þá hugsun. Eins og vísindamaður fékk hann sig ekki til að trúa slíku, en vegna biturrar reynslu sinnar gat hann þó ekki staðhæft að þetta væri hugarburÖur einn. Er Lance hafði búið um sárið eins vel og hann gerði sig ánægðan með, leit hann í kringum sig. Hann hafði nú tekið sér þetta starf á hendur, og bjóst við hann yrði að annast það þar til því lyki — ef hann fengi næði til þess. Og það var svipurinn í augna- ráði stúlkunnar, sem knúði hann til þessa! Hann sneri sér við, er hann heyrði fótatak hennar í stiganum, sem lá upp með hús'hliÖ- inni að utan, og er hún kom inn í herbergið tók hann eftir því að ofurlítill titringur birt- ist á vöram henni. “Hvernig líður honum?” spurði hún. “Eg varð fyrst svo æst og óróleg, að eg gat ekkert hugsað — og þetta virtist svo voða- legt sár.” • “Það er býsna slæmt,” viðurkendi Lance í alvarlegum tón. “Hann verður lík- lega meðvitundarlaus einn dag eða tvö, sem honum er líka eins holt.” Stúlkan gekk að rúminu, kraup þar á kné, greip báðum höndum um mund föður síns þar sem hún hvíldi máttvana ofan á rúmteppinu, og starði stórum augum í bleikt andlit honum. Svo leit hún raunalega upp á Lance. “Hann — hann er svo óttalega fölur,” sagði hún. “Er hann — er nokkur von um hann, hr. læknir.” “Með góðu eftirliti ætti'hann að komast yfir þetta.” “Það verður hann að fá. Við borgum alt sem J)að, kann að kosta. Sjáið aðeins um að honum sé veitt hið bezta eftirlit.” “Eg skal leggja mig fram um eftirlitið.” “Gæti eg — er nokkuð á móti því, að eg sé hér til að hjúkra honum? Það er ekki um aðra að tala hér en okkur tvö, eins og þér vitið.” Lance leit umhverfis sig í herbergjunum. Þau voru þarna þrjú á lofti vínsölustofunn- ar. Þetta, sem særði maðurinn lá í, og tvö önnur hinu megin við mjóan gang. í sjúkra- herberginu var eitt rúmstæði, borð út við vegginn, með sprangið þvottafat og vatns- könnu, og sprunginn spegill hékk út á aðra hliðina þar ofan við; glugginn var tjalda- laus og nálægt honum stóð baksbeinn tré- stóll, en á öllu lá þykk rykhúð, sem auðsjá- anlega hafði um langa hríð ekkert verið hreyft við. 1 hinum herbergjunum var álíka umhorfs. Herbergin voru víst ekki notuÖ nema með höppum og glöppum, ímyndaði Lance sér. Gólfið var hrufótt, veggir ófullgerðir, gróð- urlaus auðnin blasandi við auga alt um kring, er út var litiÖ — ber hrjósturauðn. Það nafn átti vel við þarna, bæði utan húss og innan. “Það væri auðvitað ákjósanlegast hans vegna, að þér annist um hjúkranina. Eg skal láta þá koma hér fyrir tjaldi og öðru rúmstæði eða legubekk bak við það.” “Þakka yður fyrir,” sagði stúlkan, leit nm leið framan í hann og tók þá eftir hinu skarplega augnaráði hans og ósveigjanlega hökubroddi. Nema fyrir hökulagið væri liann snotur maður og um þrítugt í mesta lagi. “Forsjónin veri lofuð fyrir að J)ér kom- um nú hingað rétt í tæka tíð,” sagði hún. “ Eg get aldrei þakkaÖ yður J>að sem þér hafið allareiðu gert fyrir okkur. Eg — síð- asti læknirinn okkar, Dr. Van Scoy, var víst búinn að fá nóg af veÖrahamnum hérna — hygg eg. Hann fór fyrir þvínær ári síÖan.” Lance gerði enga athugasemd við þetta. Og hún bar fram aðra spurningu. “Yar — voruð þér bara á ferð hér um, til að vitja sjúklings æinhver$staðar?” Lance sneri sér að heoni með rannsak- andi augnaráði og svaraði: “Nei. Eg kom til að vera hér.” Hon- um var það nú einkennilega ljóst í huga, að hann væri kominn heim, að hér væri honum einhverra hluta vegna ætlaður fastur veru- staður. ”Hvernig stóð á því, að þér könn- uðust við mig?” “Eg er Mavis MacVeigh,” svaraði hún eins og til að kynna sig honum. “Fyrir Iveimur árum heimsókti eg frænda minn niðri í Rimrock, og þar sá eg yður. Ölvaður nauta- hirðir kom ríðandi niður eftir strætinu á hraðri ferð og ofurlítill hundur varð fyrir hesthófunum. Dálítið stúlkubarn hafði grip- ið hundinn upp á arma sér og grét sáran, eins og litla hjartað hennar væri að springa, þegar þér komuð þar að. Þér tókuð barnið og hundinn í fang yðar, og sögðuð stúlkunni að gráta ekki og að þér skyldið gera hundinn jafngóðan, þótt svo virtist sem hann hefði fótbrotnað.” Mavis leit snögglega upp og brosti. ‘ ‘ Eg mun aldrei' gleyma svipnum í and- liti yðar — svo góðlegum og hughreystandi ■— eða því hvernig barnið leit framan í yður með tilbeiðslusvip í augunum, alveg eins og meiddi hundurinn — hann var að reyna að teygja tungu sína upp í andlit yður. Eg — eg gat aldrei gleymt yður eftir það, Dr. Prescott.” Lance Prescott sneri sér við og starði blinduÖum augum út um gluggann, með fingur fast krepta að lófa í treyjuvösun- um. Það aumingja litla stúlkubarn — hún hafði treyst honum hiklaust, og var nú dáin — vegna þess að handbragð hans hafði mis- tekist. Honum fanst sem hann heyrði nú aftur hina höstu rödd Dr. Griggs: “Þú hefir myrt hana!” “Þér voruð svo vel kyntur þarna í Rim- rock, og ástsæll hjá öllum,” hélt Mavis á- fram. “Ætlið þér að hefja starf yðar hér í Windspur — sem svo átakanlega þarf á föstu læknisstarfi að halda?” “Það lítur svo út, sem hér þyrfti að vera læknir,” viðrirkendi hann. “Svo því J)á ekki eg?” F j ó r ð i Kapítuli Mavis MacVeigh brosti til læknisins, en varð svo samstundis mjög alvarleg. “Um þörfina á veru yÖar hér er enginn vafi,” sagði hún. “En eg er hrædd um að byrjun yÖar liafi ekki gerzt á sem heppileg- astan hátt. Neckyoke-fólkið virðist vera að ná öllum yfirráðum hér um slóðir — og þér gátuð ekki gert neitt annað, sem ýft hefÖi meira andstöðu þess gegn yður en einmitt J)að, að annast um pabba.” “Deilur milli manna ná ekki inn í lækn- isins verkahring — nema þegar dytta J)arf að einhverjum eftir á. ” “Þetta er nú ekki svona óbrotið. Og Dave Randall tekur því illa, að þér reynið að bjarga lífi pabba.” “Er Randall Neckyokes eigandinn?” “ Já, hann á mestalt landið hér og fólkiÖ sem á því dvelur — líkama þess og sál. ” “Er hann eins illur og sagt er?” Lance til undrunar hikaði Mavis ögn er hún svaraði: “Eg —*eg veit það varla. Vinir hans næstum tilbiðja hann. En óvinirnir liata hann. Núna stendur svo á, að fyrir eitthvað sex mánuðum misti hann son sinn, Sam, sem hvarf og enginn veit hvar eða á hvern hátt. Dave telur sjálfsagt, að einhver af Broken Chain-liðinu hafi séð fyrir honum. Og liann hefii; svo svarið J>ess dýran eið, að hann skuli ryðja Broken Chain og öllu þess liði burtu af yfirborði'þessa lands.” “Það er næg ástæða fyrir hinu bitra hugarfari hans, trúi hann þessu um hvarf drengsins. Trúið þér því?” “Nei. Eg veit það er ósatt. En þér skiljiÖ hvernig í þessu liggur.” Lance skildi það. Hin svarta bannfær- ing Danny Darrels var hér enn að verki. Tvö hundruð mílna fjarlægðin ein milli stað- ann virtist hér engu máli skifta. Lance hafði engar ráðstafanir enn gert viðvíkjandi þessum óvistlegu lierbergjum, en þar sem Reese MacVeigh varð ekki fluttur um all-langa hríð enn, þá var réttast að liugsa strax um þetta. Við nánari athugun komst hann að því, að þarna væri fjögur herbergi, eitt lítið að baki hurðar, er hann hugði liggja að klæðaskáps kompu í vegg herbergisins, er særði maðurinn lá í. Ef hann héldi nú áfram læknisstörfum hér, þá gæti herbergin hinu megin við mjóa ganginn nægt honum, annað sem skrifstofa, en hitt til íbúðar, hugsaði Lanoe. Hann fór Jiví tafarlaust niður stigann, út á götuna, og svo inn í veitingastofuna. Slæpingarnir þar inni litu forvitnislega til hans, er hann sneri sér að Casey, veitingaþjóninum með hnull- ungshausinn gljáandi eins og stór laukshnúð- ur væri, og með bót á andlitinu þar sem ann- að augað hafði áður verið, en vingjarnlegt bros í hinu auganu djúpbláu og góðlyndis- legu. “Hvað á það að vera?” spurði þjónn- inn. ‘ ‘ Segið til og fyrsta hressing hugdjarfs inanns skal svei mér þá veitast á kostnað stofunnar-” “Ekkert, þökk, Casey. En þar eð svo virðist sem eg hafi sezt að í lierbergjunum hérna á loiftinu, þá hélt eg betra væri að ráðgast eitthvað við ykkur um þau. Sjáio þér um að leigja þau út?” “Ef maður gæti komist svo að orði, því að engin manneskja hefir dvalið í þeim þessa seinustu sex mánuðina fyr en þér nú þomuð þangað. Úr því að þau voru nú auð, þá var það beinlínis rétt og sjálfsagt að flytja Mac upp þangað.” “Þökk. En eg vil taka þau á leigu.” “Alt loftið meinið þér?” “Já, fyrir skrifstofu og eigin heimili. ” “Vissulega. Ekkert er því til fyrir- stöðu frá mínu sjónarmiÖi. Hafið þér í hyggju að setjast hér að sem læknir?” “Það er hugmyndin.” “Jæja, og við þörfnumst vissulega læknis hér um slóðir. Um leiguverðið getið þér talað við ráðsmanninn, þegar hann kem- ur, og hann verður rýmilgeur, úr því eftir- spurnin er nú líka svo lítil.” “Svo eg get J)á búið þar strax um mig?” “Eg sé ekkert því til hindrunar.” Lance kinkaði kolli og fór tafarlaust út úr vínsölustofunni. Um leið heyrði hann einn áhorfandann gera þessa athugasemd: “Hann hefir áreiðanlega opið auga fyrir líklegasta starfssviðinu. Verður við hend- ina hérna uppi yfir drykkjustofunni og fyr- ir Alkali Wash hinu megin við strætið.” Það myndi ekki taka langa stund fyrir hann að búa þarna um sig — með það litla sem hann hefði meðferðis. Hann hafði, af góðum og gildum ástæðum, ferðast farang- urslaust, en hann hafði á sér nokkuð af pen- ingum. Svo gekk hann inn í næstu búðina, keypti gólfsóp, fötu, skaftþerru og ýmislegt annað smádót, og sneri svo aftur upp í hina nýju íbúð sína, með fötuna fulla af vatni úr pumpunni hinu megin við strætið. Alt til þessa hafði engirin nema Mavis MacVeigli kannast þarna við liann, eða gert sér far um að vita hver hann væri eða hvað- an liann kæmi. I stað eins og þessum var aðkomumaður venjulegast metinn eftir því hvernig hann kæmi fram, en ekkert grensl- ast eftir um fortíð hans. Þó gat ávalt verið nógu viðsjárvert að ganga undir óbreyttu eiginnafni. Lance leit á sjúkling sinn, sá Mavis fara út til einhverra smákaupa, og byrjaði svo á hreinsunarverkinu með skaftþerrunni. Sóp- urinn gat komið í góðar þarfir í herbergj- unum liinu megin við ganginn, en í her- bergi sjúklingsins myndi notkun hans þeyta upp of miklu ryki. Hann hafði lokið við tvö herbergin og var að sópa sín eigin, þegar hann lieyrði gengið upp stigann, dyrnar opnast og sá í þeim staðnæmast stóran mann — hárið var grásprengt, yfirvararskeggið snöggklipt, augun hvöss eins og læknisins sjálfs. “Eg er Dave Randall, frá Neckyoke,” sagði hann. “Mér skilst svo, að þér hafið Reese MacVeigh hér.” “Það er rétt skilið.” Randall tók sér sæti, eins og annars hug- ar, um leið og hann sagði: “Eg kom bara til þess að gera ráðstaf- anir honum viðvíkjandi — til að fá fullvissu mína um það, að hann raknaði ekki við aft- ur.” Lance settist á hinn eina annan stól, er þarna var, hallaði sér aftur að baki hans og virti komumnninn fyrir sér undan hálf- lygndum augnalokunum. Þannig til að sjá virtist læknirinn helzt svipa til syfjaðri púmu, og Neckyokes bóndinn var fljótur að taka eftir því. “Hefi eg ekki séð yður áður einhvers- staðar?” sagði hann. “Það efast eg um?” “Þér líkist einhverjum sem eg liefi áður kynzt.” Lance liirti ekki um að glæÖa minni mannsins. Reese MacVeigh, Dave Randall, Gunning Prescott og Danny Darrell höfðu allir um eitt skeið verið góðir vinir — áður en bannfæring Danny Darrells kveikti ó- vildarhug þeirra allra hvers til annars. “Þér eyðiÖ ekki miklum tíma til erindis- loka yðar,” sagði Lance. “Eg ætla mér ekki að viðhafa neinar málalengingar,” viðurkendi Randall, og skældi sig með viðbjóð á slíku athæfi. “Mér geðjast ekki þessi maður, og það er öllum hér ljóst. Eg sendi Ape ekki út til Jiess að myrða hann — hann réðst að honum á eigin ábyrgð, og gerði það á klaufalegan hátt að því er eg heyri sagt. En úr því þetta er nú skeð J)á þykir mér slæmt að þér hlutuðust til um það. Hvernig líður honum?” Hann kastaði höfði í áttina að hinu herberginu.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.