Lögberg - 30.10.1941, Side 7
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER, 1941
7
Fornminjar
og örnefni
í Innsveit veátra
Eftir Árna Óla.
Það er talið að Þorskfirðinga-
saga, í þeirri mynd, sem hún nú
er, sé færð i letur um árið 1300,
eða þremur öldum eftir að gerð-
ust atburðir þeir, er hún segir
frá. Þó er getið um Þorskfirð-
ingasögu i Landnámsbók, og er
það qptlan flestra, að hún hafi þá
þegar verið skráð og því snemma
í letur færð, en muni nú glötuð.
Sú saga, er vér höfum, eða sögu-
brot, er sett saman eftir munn-
mælum um örnefni, og er merki-
leg að þvi leyti, að hún segir frá
því hver fyrstur bygði á hverj-
um stað. En bæjanöfn haldasl
flest óbreytt enn i dag. Sum
eru að vísii týnd. Svo er og um
ýms örnefni, að þau hafa
gleymst eða færst til, og mun
vikið að sumum þeirra siðar.
Gerði eg mér það til garaans í
sumar að athuga þarna staðháttu
og ýmis örnefni, sem getið er í
Þorskfirðingasögu.
Askmannsstaðir.
Á meðal þeirra bæjarnafna, er
sagan getur um, og nú munu
týnd, má nefna Askmannsstaði.
-Að vísu segir Matthías Jcohums-
son í “Söguköflum” að nfanið
geymist enn, en enginn, er eg
spurði um það þar vestra, kunni
mér frá því að segja.
Brynjólfur Jónsson frá Minna-
Núpi var þarna í rannsóknarer-
indum 1898 með Daniel Bruun,
og ritaði um það í Árbók forn-
leifafélagsins. Hann segir um
Askmannsstaði: “Sá bær hefir
verið þar sem nú heitir Seljadal-
ur, milli Skóga og Kinnarstaða,
en bæjarrústin verður eigi að-
greind frá seltóftum, og munu
sumar þeirra settar ofan á
hana.”
Eftir orðalaginu virðist það á-
giskun ein hjá Brynjólfi, að Ask-
mannsstaðir hafi verið þarna,
því að ekki getur hann þess, að
sér hafi verið bent á það af
kunnugum mönnum. Býst eg
við að hann hafi misskilið frá-
sögn Þorskfirðingasögu. En
hún segir svo frá um Askmann:
“Hann bjó'á Askmannsstöðum
lit frá Skógum.”
Eins og þetta er skráð í sög-
unni, verður flestum á að ætla,
að bær Askmanns hafi verið
skamt frá hænum Skógum. En
þetta hygg eg að sé rangt. “Skóg-
um’' á ekki að standa þarna með
stórum staf sem eiginnafn, held-
ur með litlum staf sem sameign-
arheiti. f fornöld hét enginn
bær Skógar í Þorskafirði. Sá
bær, sem nú ber það nafn, hét
fyrst Uppsalir. Svo segir í sög-
unni:
“Oddur skrauti hét maður, er
út kom vestur í Vaðli; hann var
sonur Hlöðvés konungs af Gaul-
landi og Véru hinnar þungu,
Guðbrandsdóttur af Járnbera-
landi. Oddur kaupir lendur i
Þorskafjarðarskógum að Þuríði
drikkinni, ok bjó að Uppsölum.”
Frásögn sögunnar um bústað
Askmanns ber því að mínu viti
að skilja svo, að hann hafi verið
út frá Þoéskafjarðarskógum. Nú
er “út” venjulega haft um stefn-
una til hafs (út fjörðinn, út með
firði) og ber því að leita að Ask-
mannsstöðum lengra út með
firði, heldur en Þorskafjarðar-
skógar hafa náð. En allar líkur
benda til að samfeldur skógur
hafi verið innan frá Kollabúðum
og út að Beykjanesfjalli, og náð
ofan í Berufjörð. Verður því að
leita Askmarinsstaða annaðhvort
lengra út með Þorskafirði, eða
út með Berufirði. Og hinn síðari
fjörðurinn er miklu líklegri til
þess af ýmsum ástæðum. i Beru-
firði er vötlendi nokkuð og hefir
þar í mesta lagi verið lítið kjarr,
eða smárunnar, líkt ,og sagan
getur um að hafi verið i mýr-
inni fyrir neðan Hríshól. Aftur
á móti hefir verið skógur í
Hafrafelli, og hafa þeir skógar
slitnað þarna sundur við mýr-
arnar í Berufirði. Það væri því
laukrétt málvenja að segja um
bæ sem stæði undir Hafrafelli út
með firðinum, að hann væri “út
frá Þórskafjarðarskógum.”
Nú vill svo til, að vestan undir
Hafrafelli eVu fornar bæjarrúst-
ir, sem enginn veit nafn á. Þær
eru nú að vísu kallaðar Auðunn-
arkot, en það nafn er ekki gam-
alt. Var það fyrir nokkrum ár-
um, að maður reisti þarna nýbýii
(þó ekki á hinum fornu bæj-
artóftum) og var það kallað
Auðunnarkot. En brátt lagðist
það í eyði, og var um kent
draugagangi. Þetta eyðihýli. er
ekki sýnt á uppdrætti herfor-
ingjaiúðsins.
En eru þá fleiri líkur til þess,
að Askmannsstaðir haifi verið
þarna? Já, sagan virðist sjálf
benda til þess. Hún segir frá
því að Holmgöngu-Kýlan hafi
búið að Hafrafelli. Sá bær
stendur undir fellinu að suðaust-
an, Króksifjarðar megin. Af sög-
unni má einnig ráða, að þeir
Kýlan og Askmaður hafi verið
félagar. Hallur, sem hjó á
Hofsstöðum í Þorskafirði, fékk
þá Askmann og Kýlan til að
drepa Má Hallvarðsson á Hrís-
hóli. Hann var fósthróðir Gull-
Þóris, og fyrir það drap Gull-
Þórir þá báða. Segir svo frá i
sögunni:
“En litlu síðar fóru Þórir og
Kjetilbjörn og Kinnarsynir ti!
Hafrafells og fundu Kýlan í dyr-
um úti. Þeir beiddu bóta fj¥' ir
víg Más; en hann svarar illu og
rak aftur hurðina í klofa. Þeir
tóku stokk og brutu upp hurð-
ina, óg fundu hvergi Kýlan, en
fundu laundyr á bak húsunum.
Hlupu þeir út og sá, að Kýlan
var kominn upp í fjall. Þeir
runnu eftir honum, og þar til, er
vatn varð fyrir þeim. Þar hljóp
Kýlan á út. En Þórir skaui
eftir honum spjótinu, því er fað-
ir hans hafði gefið honum, og
kom í milli herða Kýlan og kom
hvárki upp siðan. Eftir það fóru
þeir heim. Þá ræddi Þórir um,
að hann vildi finna Askmann,
og er þeir komu á bæ hans, voru
aftur hurðir. Þar voru lítil hús.
Viðköstur var fyrir dyrum. Þeir
Þórir ruddu viðunum á hurðina
og báru eld í. Tóku húsin skjótt
að brenna, og er fallin voru flest
húsin og menn gengu út, þeir
er grið voru gefin, sá þeir Þórir,
að svín tvö hlupu eins vegar frá
húsunum, gyltur og gríss. Þórir
þreif einn raft úr eldinum og
skaut logbrandinum á lær galt-
arins og brotnuðu báðir lærlegg-
irnir, og fell hann þegar. En er
Þórir kom að, sá hann, að þar
var Askmaður. Gekk Þórir af
honum dauðum, en gylturin
hljóp í skóg, og var það Ivatla.
Hún kom til Uppsala og sagði
Þorbirni tíðindin; en hann fór
þegar á fund Halls og segir hon-
um. Þeir Þórir tóku fé alt, það
er Askmaður hafði átt og fluttu
heim ineð sér á Þórisstaði.”
Það sem sagan segir hér um
flótta Kýlans, að hann hljóp upp
í fjall og ætlaði að hlaupa þvert
yfir það, bendir til þess, að hann
hafi átt von liðveislu og vina
hinum megin fjallsins. Og hvað
er þá liklegra en að sá vinur hafi
einmitt verið Askmaður félagi
hans? Gat Kýlan gengið það
hvorttveggja til að vara hann við
ófriði, og að leita trausts hjá
honum. Nú komst Kýlan ekki
alla leið, svo að það verður ekki
séð af sögunni hvern hann ætlaði
að hitta hinum megin fjallsins.
Það er rétt, sem sagan segir, að
vatn er uppi á fjallinu, og heitir
það enn í dag Kýlansvatn. Þar
hafa þeir Þórir króað hann, svo
að hann hefir ekki séð annað
fangaráð, en reyna að synda
yfjr vatnið'. Var þá skamt yfir
á vesturbrún fjallsins, en þar
niður undan stóð bærinn.
Þegar Kýlan er dauður, segir
sagan að þeir Þórir hafi farið
heim. Það nær ekki neinni átt
að halda að þeir hafi farið heim
til Þórisstaða, og siðan gert aðr.i
ferð til þess að ná í Askmann.
Er það ja-fn ótrúlegt, hvort sem
Askmaður hefir búið undir
Hafrafelli eða í Seljadal, því að
þá þurftu þeir að ríða fram hjá
bæ hans á leið sinni heim (leið-
inni inn að Vaðilseyri). Ef til
vill ber að skilja þetta svo,'að
þeir hafi aftur farið heim til
Kýlans, að Hafrafelli, til þess að
láta greipar sópa um eignir hans,
eins og þeir tóku alt (kvikt) féj
það er Askmaður átti. En eðli-
legast væri að sleppa þessari
setningu og segja frá þvi þegar
eftir víg Kýlans, að þá vildi
Þórir finna Askmann, og svo
hafi þeir steypt sér niður af fell-
inu, komið að bak húsum, öllum
að óvörum og brent bæinn eins
og segir í sögunni. Má vera að
bærinn hafi aldrei verið bvgður
eftir það.
Hinar fornu bæjarrústir undir
Hafrafelli eru mjög greinilegar.
Hefir bærinn staðið á harðbala
og er þar harðbali enn, og vatn
hvergi skemt mannvirkin. Svo
háttar þarna til, sem víðast við
Þorskafjörð, Berufjörð og Króks-
fjörð, að hjallar eru i hliðum
allbreiðir. Telur Þorvaldur Thor-
oddsen að hjallar þessir sé gaml-
ar sjávarminjar og hafi brim
höggvið þá í fast berg, en síðan
hulið þá með hnullungum. Segir
hann hjalla þessa vera i 124 og
229 feta hæð yfir sjávarmál eins
og það er nú. Bæjarrústirnar
eru á neðri hjallanum. Hefir þar
verið slétt og mikið tún og sér
enn víðá móta fyrir túngarði.
Niður af hjallanum eru skógi
vaxnar brekkur, og eins mun
skógur áður hafa verið í brekk-
unum fyrir ofan, en þar eru nú
víða grjóturðir. Vatn hefir verið
sótt alllangan veg inn með hlíð-
inni í læk þann, er rennur úr
Kýlansvatni.
Aðaltóftin snýr eftir brekk-
unni frá norðri til suðurs og er
um 48 fet á lengd og 8 fet á
breidd. Undirstöðuhleðslur eru
enn mjög greinilegar. Tvennai
dyr hafa verið á húsi þessu niót
vestri, aðrar nyrzt við stafn, en
hinar nokkuð frá suðurstafni.
Milligerðir hafa verið í húsinu,
og virðist því hafa verið skift i
fernt. Er nyrzta hólfið 10 fet á
lengd, það næsta 18 fet, þriðja
9 fet og hið syðsta 11 fet. Tel eg
að þessat rústir sé svo merki-
legar, að rétt væri að rannsaka
þær. Og ef það skyldi svo koma
í ljós við rannsókn, að bærinn
hefði brunnið, þá væri það enn
ein sönnun þess, að hér hefði
Askmannsstaðir verið.
Sólheimakot.
Aðrar fornar bæjarrústir eru
vestan á Borgarnesi upp af vík
þeirri, sem er á milli Brandseyr-
ar og Brandseyrarbjargs. Þær
eru nú nefndar Sólheimakot, en
í sögunni er hvorki getið Sól-
heima né Sólheimakots, og má
þó vera, að þeir bæir hafi báðir
verið nefndir í þeim köflum
hennar, sem nú eru glataðir.
Þessar rústir eru líka á hjalla.
Er þarna fagurt bæjarstæði, sól-
rikt og skjólsamt. Sézt glögg-
lega'móta fyrir túngarði alt um
kring, en túnið hefir verið lítið,
ekki nema um 6 dagsláttur, og
minnir það frekar á gerði. Nú
er túnið ekki annað en lyngmóar,
en tóftirnar vallgrónar. Eru
þær nokkuð margar á svo litlum
bletti, og sennilegt að þær sé
misjafnlega gamlar. En aðal-
tóftin er með fornu skálalagi.
Snýr hún þvert á hjallann aust-
ur og vestur og er stærri heldur
en tóftin undir Hafrafelli. Verð-
ur nú ekki séð hvernig húsa-
kynnum hefir verið þar háttað,
nema með því að grafa upp rúst-
irnar. Fyrir framan túnið er
grasi gróin brekka niður á sjáv-
arhamra, en í hlíðinni hið efra
eru klettaborgir alt um kring.
Hlýtur hér að vera veðursæld og
óvíða jafn góður staður til akur
yrkju.
Þorskafjarðarþingstaður.
Á Kollabúðareyrum inst í
Þorskafirði er hinn forni þing-
staður. Tvær ár renna í Þorska-
fjarðarbotn. Heitir önnur Þorska-
fjarðará, en hin Músará. Hin
síðarnefnda hefir hvað eftir ann-
að breytt um farveg eftir að hún
kom niður á eyrarnar, og hefir
meðal annars hlaupið yfir þing-
staðinn og uinturnað honum.
Sjáist nú ekki nema nokkrar
tættur hinna fornu búða. Sig-
urður Vigfússon rannsakaði
þennan stað 1889 og Daniel
Bruun 1898. Hafa báðir lýst
þingstaðnum í Árbók fornleifa-
félagsins, og er þar engu við að
bæta.
En fyrir tæpum 100 árum var
reist þarna stór búð fyrir hina
svokölluðu Kollabúðafundi, jæg-
ar Vestfirðingar ætluðu að end-
urreisa hið forna Þorskafjarðar-
þing. — Munu þá hafa verið gerð
nokkur spjöll á hinurn fornu
búðatóftum. ,
Þingstaðurinn hefir verið
ljómandi fallegur, sléttar grund-
ir undir hárri grasbrekku með
klettabrún. Er enn fallegt um
að litast þarna. .
B jartmarssteinn.
Fremst á nesinu milli Króks-
fjarðar óg Berufjarðar, sem Þor-
valdur Thoroddsen kallar Borg-
arnes, en nú er í daglegu tali
aðeins nefnt Borgirnar, er sér-
staður hár klettur, sem nefnist
Bjartmarssteinn. Ekki vita menn
af hverju hann dregur nafn sitt
og eltki er hans getið í Þorskfirð-
ingasögu. Klettur þessi er úr
stuðlabergi og hallast stuðlarnir
alla vega. Stundum liggja þeir
þvers um, og standa endar þeirra
út úr drangnum, stundum eru
þeir skáhallir og eru þá gang-
arnir snúnir, en sumsstaðar
standa stuðlarnir beinir. “Steinn-
inn’ er mikill um sig og ber mik-
ið á honum tilsýndar. Er hann
eins og risavaxinn útvörður
þarna á nesinu.
Ketilbjarnarstigur og
Ásmundarhóll.
Sagan segir að þeir Steinólfur
lági í Fagradal og Hallur á Hof-
stöðum hafi ætlað að brenna þá
Ketilbjörn Gillason og Ásmund
Naðursson, fóstbræður Þóris,
inni i Tungu (sem nú heitir
Munaðstunga). Þeir fóstbræður
komust út og voru eltir. Ás-
mundur komst á hól nokkurn og
varðist þar um hríð, en féll að
lokum; “var hann þar dysjaður
og heitir þar ÁsmundarhváU.”
Gegnt munaðartungu—hinum
megin dalsins, sem Laxá renn-
ur um — er hár hóll, eða öllu
heldur fell, sem enn í dag er
kallaður Ásmundarhóll. Hyggur
Brynjólfur á Minna-Núpi að vera
megi að Ásmundur hafi verið
heygður þar og getur um lausa-
grjót nkkuð, sem kunni aS hafa
verið úr djTs. Er það þó fremur
ólíklegt, samkvæmt sögunni, að
Ásmundur hafi komist alla þessa
leið, og þykir mér sennilegast, að
nafnið hafi fluzt til.
Um Ketilbjarnarhlaup, er sag-
an getur um, er það að segja, að
það örnefni finst nú hvergi. í
sögunni segir: “Ketilbjörn hljóp
út til árinnar; en þar var svo
háttað að steinn stóð í ánni og
var Ketilbjörn þar vanur að
hlaupa á steininn og þaðan yfir
ána, en það var eig'i annara
manna hlaup. Það heitir síðan
Ketilbjarnarhlaup. Þeir Stein-
olfur runnu eftir honum til ár-
innar. Ketilbjörn hljðp á stein-
inn, og gat eigi festan sig á
steininum; hljóp hann þá aftur
yfir ána og í því kom Steinolfur
að, hjó á fótinn svo að af tók í
öklaliðnum. Ketilbjörn fell eigt
við höggið og hnekti þá í mól
þeim og vá tvo áður en hann
fell.”
Hvar þetta hefir skeð, vita
menn nú eigi. En drjúgan kipp
upp með ánni og handan við
hana, er klettaröðull nokltur, sem
í daglegu tali er nefndur Ketil-
bjarnarstigur. — Hann er á mel,
spottakorn frá ánni; eru brúnir
hans rúmlega hnéhár, en klett-
urinn sléttur að ofan og flatur.
Nær efri enda hans er djúp hola
Námsskeið! Námsskeið!
Nú er sá timi árs, sem ungt fólk fer að svipast um
eftir aðgangi að verzlunarskólum borgarinnar; enda
sannast þar hið fornkveðna, að ekki er ráð nema i
tíma sé tekið. Það borgar sig fyrir yður að finna oss
að máli eða skrifa oss viðvíkjandi verzlunarskóla
námsskeiðum; vér getum veitt yður þau hlunnindi,
sem í hag koma. Símið eða skrifið við fyrstu hentug-
leika. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs!
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SABGENT AVENUE, WINNIPEG
í laginu eins og spor eftir mann,
sem hefir stigið í krap. Skamt
frá hinum endanum er kringlótt
hola, djúp, jafnvíð og ekki meiri
um sig en svo, að þar má vei
seilast með hendi niður. Nú
segir sagan, sem fylgir þessu ör-
nefni, að stóra sporið sé eftir
Ketilbjörn er hann kom niður
úr stökkinu, en um leið hafi
hægri fóturinn verið höggvinn af
honum og hann-komið ni^ur á
stúfinn og myndað holuna. Já,
þungt hefir nú verið stigið til
jarðar, að vaða grjótið þannig
eins og krap, eigi aðeins með
heila fætinum, heldur einnig
ineð blæðandi stúfnum! Og
stórstigur .hefir hann verið, þvi
að 6 metrar eru á milli spor-
anna! Þessi klettur kemur sög-
unni auðvitað ekkert við, en
mönnum hafa þótt holur þessar
einkennilegar, og svo hefir þjóð-
trúin skýrt upruna þeirra á sinn
hátt. Sennilega hafa þá sporin
verið nefnd “Ketilbjarnarstig,”
en það síðan breyzt í Ketilbjarn-
arstig.
Brynjólfur Jónsson bendir á
það að sagan segi, að Ketilbjörn
haíi hlaupið “út” til árinnar, en
Ketilbjarnarstígur er “inn” ineð
ánni. Getur því ekki verið, að
Ketilbjarnarhlaup sé þar. Er
og sennilegt, að hann hafi hlaup-
ið “út” til árinnar og ætlað til
Hríshóls, næsta bæjar. Þá til-
gátu styður og það, að í flóanum
út með ánni er klöpp, sem enn
í dag er nefnd Ketilbjarnarleiði.
Má vera að hann hafi verið dysj-
aður þar, þótt sagan nefni það
eigi.
Þess má hér geta, að Naður-
dalur, sem er skamt frá Munaðs-
tungu, er nú kallaður Hnaðdalur
og áin Hnaðdalsá. En á upp-
drætti íslands er gömlu nöfnun-
um haldið. f þessum dal er nú
enginn hær, en nokkrar rústir.
Verður nú eigi sagt hvar bær-
inn hefir verið, því að sel hafa
verið þarna síðar.
Alifiskahekur.
Hann heldur enn nafni sinu.
Um upptök þess segir sagan svo,
að Þórir óg fóstbræður hans tóku
fiska úr Berufjarðarvatni “og
báru í læk þann, er þar er nær
og fæddust þeir þar, sá heitir nú
Alifiskalækur. Þar var í veiði
mikil og taldi Hof-Hallur sér
veiðina, en Þuríður drikkinn
taldi sér og sínu landi og frelsti
hún sveinunum.” Það verður nú
ekki séð, að nokkuru sinni hafi
verið neitt þ\i til fyrirstöðu að
silungur færi sjálfkrafa úr vatn-
inu upp í lækinn, því að hvergi
er foss í honum. En vera má,
að þeir hafi flutt silungana i
hylji í læknuim og hlaðið grjóti i
lækinn og haft þá þannig í sjálf-
heldu. Seinni hluti frásagnar-
innar er óljós, en virðist benda
til þess að Hallur á Hofstöðuni
hafi ætlað að taka silungana af
piltunum, en Þuríður drikkinn
helgað sér veiðina í vatninu og
gefið jieim leyfi til að hafa sér
þetta til gamans. “Þar var í
veiði mikil” getur skilist á
tvennan hátt. í fyrsta lagi, að
piltarnir hafi flutt mikla veiði í
lækinn) eða þá í öðru lagi að
orðið “þar” eigi við um Beru-
fjarðarvatn, því að ekki kemur
til mála að silungurinn hafi timg-
ast svo í læknuim, að þar hafi
orðið mikil veiðistöð.
Steinolfsdalur.
Steinollur hinn lági á Fagra-
dal sölsaði undir sig úr land-
námi Þórarins króks, er nam
Króksfjörð, dal þann, er við
hann var kendur og nefndur
Steinolfsdalur. Reisti hann bú
í Bæ og bygði vinum sínuin dal-
inn. “Grámur frændi hans bjó á
Völlurn.”
Dalurinn er nú kallaður Bæj-
ardalur. En bærinn Vellir er
horfinn. Miklar líkur eru þó til
að Vellir sé sami bær og nú
heitir Mýrartunga. Hann er hin-
urn megin við ána, sem um dal-
inn rennur gagnt Bæ. Má vera,
að þar hafi verið vellir í forn-
öld þar sem nú eru melar og
mýrar. Getur landslagið hæg-
lega hafa breyst þanng. Er og
líklegt, úr því að Steinólfur tók
dalinn ránshendi og sendi þang-
að nokkurs konar landvarna-
menn, að býlin hafi verið sitt
hvorum megin árinnar, sem
rennur fram úr dalnum.
Forndysjar við Berufjörð.
Sumarið 1898 rannsökuðu þeir
Brynjólfur Jónsson og Daniel
Bruun fornar dysjar i Berufirði.
Fundu þeir þar 16 dysjar á fjór-
um stöðum við fjarðarbotninn,
og taldi Brynjólfur að þar gæti
verið fleiri. Dysjar þessar voru
frá heiðni, en lítið fanst í þeim.
Höfðu og þeir Snæbjörn í Her-
gilsey og Stefán bóndi í Beru-
firði grafið í nokkrar þeirra
sumarið áður að gamni sinu, og
fundið þar einhverjar fornminj-'
ar. En það, sem þeir Bruun
fundu, var ekki annað en manns-
bein i einni dys, og leifar af
axarblaði, leifar af hestbeinum i
annari og glertölu í hinni þriðju.
Hyggur Brynjólfur, að grafið
hafi verið i allar dysjarnar fyrir
löngu og þær rændar, hafi þar
nokkuð verðmætt verið.
En þótt svo tækist til um rann-
sóknina á þessum stað, þá hafa
fundist hér á landi ýmsar merki-
legar gratir frá heiðni nú á
seinni árum. Og slíkar gra.fir
geta altaf fundist. En það cr
nauðsynlegt, ef einhver hyggur
að hann hafi rekist á slíka gröf,
að hann fari ekki sjálfur að um-
turna henni fyrir forvitni sakir,
heldur að hann tilkynni yfirvaldi
fund sinn þegar í stað, svo að
hægt sé að rannsaka grafreitinn
á réttan hátt. Með þvi geta
menn gert fornfræðirannsóknum
mikið gagn. En á hinn bóginn
geta þeir unnið mikið og óbæt-
anlegt ógagn, ef þeir taka sjálíir
að sér rannsóknina án þess að
hafa þá fengið neinar leiðbein-
ingar um það, hvernig hún skuli
framkvæmd.
—(Lesb. Mbl.).
♦♦♦♦♦♦♦♦^♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦+»*♦♦♦♦♦+*♦*+♦*
SENDIÐ FATNAÐ YÐAB
TIL ÞURHREINSUNA R
TIL PERTIi’S
pér sparifl tlma og peninga. Alt
vort verk ábyrgst að vera hið
bezta í borginni.
Símið 37 2*1
eftir ökumanni vorum
I ^inkennisbúntngi.
PctíKs
Cleaners - Uyers - Uaunderers
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦