Lögberg


Lögberg - 20.11.1941, Qupperneq 7

Lögberg - 20.11.1941, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER, 1941 wooQSiiffia BUT RA1LR0ADS SWITCHED T0 COAL Wood has long since _____ served its purpose as an economical, domestic and commercial Fuel. Modern heating methods recognize Coal as the most efficient Fuel. If you are still using Wood switch NOW to M & S Coal . . . the ideal Fuel for every Domestic use. DEEP SEAM FROM THE BIENFAIT DISTRICT io*l the. GREENTÁocíeT/Za^A “Sit þú mér til hœgri handar” “Pú! Sá óskapa hiti!” Sízt að undra þó Blámenn y.rðu dökkir undir suðrænni sól og þyldu illa er framtaksmenn veraldar þessarar stöfluðu ])eim hlekkjuðum upp í neðanþilja skipshyllur, sem væru þeir dauð vera. Þórólfur hafði verið að liasa eitthvað um Blámenn nýlega. — Hm, þau ilmandi grænu strá: ætli að kálfunum líki að tína þetta i sig þegar gaddurinn þekur jörðina. — Þórólfur strauk skeggið. “Sit þú mér til hægri handar.” óskaplegur hiti var þetta! Aftur strauk Þórólfur hend- inni niður rennandi syieittan yangann; þctt, þykt skeggið sat þar .eins og inargra ára gróin jörð og drakk í sig svitann frá eitt hundrað og tíu stiga beiskj- unni á Fahrenheit (í skuggan- um mælt), í júlí-mánuði, í Vest- ur-Canada. Þórólfur var ekki í skuggan- um, heldur úti á opinni slctt- unni, svo erfitt er að gizka á hve mörg hitastig-iirendu vanga hans. Þórólfur hafði nú verið um tíu ár í Ameríku og séð hreinrak- aða menn á hverjum degi, en það hafði honum sízt dottið í hug að fletta af sér þessu dökk- brúna húðfati, sem náttúran hafði gefið honum. En heitt var í heyinu í dag! “Þarna, þarna; hættu þessu flakki bolatetur. Merkilegar skepnur, sem aildrei geta gegnt né unað sér þar sem vel fer um þær.” Þórólfur fór fyrir þrevetran bola, sem hann átti, og lagt hafði leið sína að girðingunni utan við engi hans. Girðingin var einn- ig eini veggurinn á milli hans og hvieitiakurs, sern nágranni hans átti. Fyrir handan girð- inguna glóði sá íðilfagri hveiti- akur nágrannans. Girðingin var laflaus á pört- um og holinn hafði stungið hausnum og framfót í gegn á- leiðis til akursins, þegar Þórólf- ur vék honurn við og upp engið til hinna skepnanna, sem allar höfðu beint athygli sinni í átt til akursins. “Sit þá mér til hægri handar.” — ósköp var heitt. Af hverju var þessi setning altaf að koma i huga hans? Hann hafði eiginlega engan frið fyrir henni síðan i gær að hann sá hana. . Þórólfur ryfjaði upp fyrir sér atburðinn í gær, sem óbeinlínis vakti upp þessa aldafornu setn- ingu og greipti hana svo í huga hans með iendurnýjuðum átök- um að hann hafði hvergi frið fyrir henni nú í hitanum og armæðu lífsins. Það var víst betra að hafa saman heytugguna í kvöld. Það yrði sjálfsagt lagleg demba seiri kæmi á eftir þessu. —- Ilmandi heystrá voru nú þetta. Þær myndu mjólka bærilega af þessu hún Búbót og hún Reyður, — það afbragðskyn. Þórólfur nefndi kýr sínar all- ar islenzkum nöfnum. Já, atvikið í gær. Hann ætl- aði ekki að láta undan. Þórólfur hafði verið að vinna svona rétt eins og í dag og eins og Þórólfur vann alla virka daga: af kappi. Þessa daga báða i heyinu. Þá hafði honum orð- ið litið við, og hann sá allan gripahópinn sinn, sem taldi rúma tuttugu, vera kominn inn í akurinn hans Sæmundar ná- granna síns, “ á Tíu.” Þarna fyrir handan girðinguna. Þórólfi varð nú reyndar bilt við, en þá sá hann Sæmund koma, auðsjáanlega í miklum vígahug. Við það harðnaði skap Þórólfs og hann fór hægara en ella. Sæmundur var mikilil maður vexti, sex og hálft fet á hæð og þrekinn og vel bygður að sama skapi. Að þessu sinni hafði Sæmund- ur kvísl mikla um öxl og hund við hæl sér og beindi förinni að gripunum. Þórólfi gazt ekki að ef forkur sá hinn mikli lenti í skepnum sínum; en eigi hraðaði hann ferð sinni meira fyrir þá hugsun, því mótstöðuafl hans gegn vígamóð Sæmundar reis mikið hærra en mjeðaumkun hans með skepnum sínum eða skaðasársauki. “Hefi eg ekki sagt þér að þú yrðir að gera við girðinguna, hölvaður þO|rskhausinn þinn,” hrópaði Sæmundur í bræði sinni, um leið Oig hann lét kvislina fyrst, svo hundana, reka gripina úr akrinum og beint á gadda- víi sgirðinguna. “Hefi eg ekki sagt þér það, hrokagikkur og letingi, siem þú í rauninni ert, að mér ber ekki að gera við girðinguna. Það eru engin hjarðlög hér. Þú átt að gæta akra þinna. Eg má láta skepnur mínar vera sein þær vilja.” Þóróilfur rausaði í hræði sinni svo sem Sæmundur talaði til hans. “Eg sagði þér um daginn, að eg' skyldi fara til lögmanns, og það geri eg nú og þú skalt fá að borga allan skaða, sem grip- irnir hafa gert á ökrunum. Eg ineina það, sem eg segi, karl minn.” “Ekki hræðist eg hótanir þín- ar, Sæmundur hinn lati, þó ekki væri fyrir neitt annað en það, að þú víst nennir ekki að taka á þig ónæðið, stem lpgsókn fylgir. Svo áttu ekkert gull að sækja í greipar mér, hvorki með lög- sókn né öðruvísi, því rétturinn er mín megin og þú átt að gera við girðinguna, en eg ekki. Það getur líka skeð, ©f í lögsókn fer, að þú fáir eitthvað fyrir að siga kúnum mínum á gaddavírana. Ein þeirra var með lafandi spena lengi * vor, sem ekki er full- gróinn enn, eftir að þú sigaðir hundunum á hana. Og :einn kálfurinn minn var nærri dauð- ur eftir að hundurinn ])inn hafði elt hann. Heldurðu að eg geti engar skaðabætur heimtað fyrir þetta? — Jú — tölum um skaða- bætur fyrir rétti. Eg er ekki hræddur.” “Því gerirðu þá ekki^úð girð- inguna? svo gripirnir fari ekki í gegnum hana?” “Eg á ekki að gera það, og eg ætla mér ekki að gera það, þó þú drepir allar skepnur mínar með hríslum, hund'um og gadda- vírum,” sagði Þórólfur. Þeir deildu stundarkorni leng- ur og skildu reiðir. — II. Þegar Þórólfur kom heim var hann lúinn, hryggur og reiður. Auðvitað ætlaði hann aldrei að ge»a við girðinguna. — Aldrei. Ekki þó Sæmundur stefndi hon- um eða dræpi allar skepnur hans. Sæmundur, þessi úttroðni hrokagikkur, sem státaði nauð- rakaður og spariklæddur svo margan daginn, þegar hann, Þórólfur, og aðrir viljamenn unnu baki brotnu. — Aldrei, aldrei nokkurn tíma skyldi hann gera við girðinguna. “Það kemur ekki til mála,” tautaði Þórólfur við sjálfan sig og þurkaði af sér svitann á skyrtuerminni sinni og blótaði hitanum, því daginn áður — deiludaginn — hafði verið eitt hundrað og fimtán í skuggan- um og erfitt að segja hve hátt að hitinn hiefði mælst í blóði þeirra Þórólfs er þeir skildu. Þórólfur hafði ekki haft lyst á svölu skyrinu og rjómanum, sem Rósa kona hans hafði haft á takteinum er hann kom heiin. Hann hafði farið beint inn í innri partinn á bjálkakofanum, þar sem sólskinið hafði ekki náð að hita að fullu inn um tjaldað- an glugga. Hann fleygði sér upp í rúmið sitt og starði á kalkaða bjálkana er lágu þvers um í veggnum. Þórólfi gekk seint að aflýjast og hann gat ekki sofnað. Eftir stundarkorn spratt hann á fæt- ur, gekk að litilli bókahyllu og þreif þar niður gamla og fornfá- lega guðsorðabók, sem hann hafði miklar mætur á. Þórólfur opnaði bókina í snatri en með kveinkandi huga. Ef hann dytti nú ofan í einhvern elds og brennisteins-pyttinn hjá blessuð- um biskupinum, þá kólnaði hon- um nú ekki né hughægðist mik- ið. Rétt í því hann opnaði bókina, kom kona hans í dyrnar og tal- aði til hans. Þórólfur leit á opnu bókina með leifturs hraða og sá aðeins eina setningu — part af henni: “Sit þú mér til hægri handar.” Það var leins og helt hefði ver- ið olíu á æstar hugaröldur Þór- ólfs. Hann lagði bókina aftuf og upp á hylluna. Rósa talaði um skyrið og veðr- ið og um það, að hann hlyti að vera lúinn. Þórólfur svaraði þvi litlu, en staulaðist fram í eldhús- ið á eftir henni eins og hálfgert utan við sig. Þetta hafði gerst daginn áður. f dag var hann mintur á sárs- auka atvikið er skepnur hans þeindust að akrinum góða. Þórólfur rak gripina í hægð- um úr átt akursins og þó hon- um væri heitt og hann lúinn i erfiðinu, þá var meiri friður yfir sál hans en verið hafði daginn áður er hann lenti í misklíðinni við Sæmund. “Sit þú mér til hægri hand- ar” — blikaði eins og norður- ljós aftur og fram um huga hans. Ekki það að Þórólfur setti það í nokkurt samband við deilur sínar við Sæmund eða í samband við nokkuð annað en tilviljun eina. Setningin sat bara þarna Þhuga hans eins og gim- steinn greiptur í umgerð. “Það á að messa í Ársiðu á sunnudaginn,” sagði Rósa, er þau voru sezt að snæðingi um kvöldið. “ó-já. Hver gerir það,” anz- aði Þórólfur þurlega. “Séra Elias Gunnarsson.” “Sá held eg geri mikið, nauð- rakaður og hempulaus.” “Þeir eru nú flestir hempu- lausir hér i Ameriku,” sagði Rósa með hægð. “Það er sagt að hann sé töluvert efnitegur maður.” “Þeir kalla nú alt efnilegt hér,” anzaði Þórólfur hálf-önug- lega. “Mig langar til að fara,” sagði Rósa og vottaði fyrir kjarkleysi í röddinni. “Eg held uxagreyin verði bún- ir að fá nóg þegar búið er að jaga á þeim alla vikuna.” Rósa þagði við um stund bæði til þess að láta Þórólf jafna sig eftir kirkjuferðartillöguna og líka til þess að sækja í sig veðr- ið. “Það er nú langt síðan við höfum farið, og mig langar til að heyra þenna séra Elías.” “Sit þú mér til hægri hand- ar.” — Enn kom það.— “Jæja. Við skulum sjá,” sagði Þórólfur upphátt. III. Sunnudagurinn rann upp heiður og heitur eins og hinir dagarnir þá að undanförnu. Það var engan yeginn hægt að segja að Þórólfur væri léttlyndis- legur i bragði er hann hóf ólar- spottann á loft og lét dynkja á uxunum, til þess að minna þá á, að einhvern tíma hefði hann verið ákveðinn þeirra herra, svo í þieim tilgangi að hraða förinni til messunnar. — Hún Rósa vildi endilega koiHast til inessunnar. Það gekk alt að réttum fell- um með guðsþjónustuna. Ef mikill skeggvöxtur er skil- yrði fyrir virðulegri ásýnd, þá var Þórólfur Geirsson lang- virðulegasti maðurinn þarna, því lenginn hafði nærri eins mikið skegg og hann. Og honum fanst sér Jíða miklu betur fyrir það, að hann hafði ekki “skert skegg- rönd sína,” heldur en ef hann hefði svift sjálfan sig þessum karlmannlega gróðri. Og þarna var Sæmundur, sá var nú bærilega til fara, á hrafn- svörtum bukskinns” fötum, hvítt um hálsinn og logagylta festina yfir vestið. — Það mátti minna gagna. Hann séra Elías þessi. Þórólfi varð hálfpartinn hlýtt i huga til hans, þegar hann sá hann, — þó hann væri “nauðrakaður.” Hann var ,svo unglegur, nærri drengjalegur, að eitthvað í Þór- ólfi tók hann föðurlegur tökum. Hann myndi líklega ekki vera mikill klerkur, þess var vart von, en Þórólfur var sáttur við hann og mikið betur undirbúinn að hlýða á messuna, strax eftir að hann hafði séð prestinn. Þórólfur var ekkert líkur kór- göngumönnum síns heimalands, hvað söngrödd snerti. Hann gat enga nótu sungið svo í lagi væri, en hann fylgdist viel og virðu- lega með þvi sem sungið var ei að síður. Það var eins og annað fyrir Sæmundi. Hann söng þarna alt hvað af tók. Það var ekki fyr en kom að textanum, sem presturinn lagði út af, að Þórólfi veruliega hnykti við. Ekki. af því að hann hefði ekki oft heyrt hann áður og kannaðist því við hann frá fyrri svo sem seinni tíð. Ekki heldur af þvi að illa væri með hann farið, því þessi ungi maður var skýr og látlaus í allri fram- komu; heldur af þvi að það voru orðin, sem hringt höfðu svo að segja sí og æ i sál Þórólfs síðan deiludaginn þeirra Sæmundar. “Sit þú mér til hægri handar þar til eg hefi lagt óvini þina að skör fóta þinna.” Presturinn fór með alla setn- inguna. Þórólfur hafði aðeins komið auga á sex fyrstu orðin, þau er ómað höfðu í huga hans og sál, þessa daga síðan: “Sil þú inér til hægri handar.”— “Það einkennir Guðs orð,” byrjaði séra Elías, “að það skín i gegnum aldirnar og lifið og inn í mannssálirnar eins og sól- in hverrar geislar breytast ékki öld af öld. Það hringir einnig i gegnum aldirnar með eins skýrum og hvellum hljómi og ekta klukka hiefir vitanlega gert fyrir öldum siðan. og gerir eins enn í dag. Og það andar krafti Guðs í mannssálirnar. Það er viðtekinn og mér vitanlega ó- haggaður skilningur lagður i þessi orð, samkvæmt heilagri ritningu. Enginn hlutur er fjarri mér en að hreyfa við því. Eg ætla aðeins að levfa mér að benda á, að éér erum hluthafar í öllu því, er að þessu máli lýtur. Vér erurn þess vegna samarfar i þessu sérstaka atriði, samarfar hyer með öðrum en fvrst og fremst með þeim sem til er tal- að í fyrstunni. Svo sem Drottinn vor og frels- ari situr almættinu á hægri hönd svo eigum vér að leítast við að feta í hans fótspor, upp í hægri hlið tilverunnar, réttlætisins og kærleikans miegin, eftir þeim mælikvarða af magni, sem okkur er gefinn. Vér eigum að vera dygðanna menn. Alt það illa verður um eilifð “vinstra megin” i tilverunni Sit þú mér til hægri handar — er ævarandi krafa til hvers ein- staklings um að vera dygðanna megin: Drottins megin. Þá leggjast óvinirnir smátt og smátt að fótum vorum: vorir eigin gallar, vor eigin afbrot. Engan skæðari óvin eigum vér, í þessari tilveru, en vora eigin galla. Ijeggjum oss eftir að sigra þá. Því fremur sem vér getum út- rýmt þeiin, því hreinna verður hjarta vort og hæfara musteri höfiu^ndi vorum. Reynum að sigra vora eigin galla fyrst og fremst, þá verður sigurinn út á við auðunnari. Reynum að vera Guðs megin í tilverunni.” Séra Elías talaði i meir en hálftíma út frá þessum atrið- um, með setningunni er Þórólf- ur hafði rekið sig á, deiludaginn að undirstöðu. Þórólfi fanst það hálf undar- legt, leða var það bara tilviljun? Auðvitað var það eintóm tilvilj- un, en atvikin þessi settu sig svo fastlega í huga þórólfs að hann gat ekki losað sig við umhugsun þeirra. IV. Á mánudagsmorgun snerist Þórólfur tíluvert aftur og fram áður hann færi til vinnu sinn- ar. Hann tíndi saman í eina hrúgu sitt af hverju af áhöldum: vírstrengjara, járnkarl, hamar, lykkjur og fleira. “Ætlarðu ekki í hevið í dag?” spurði Rósa. “Nei.” “Hvert ætlarðu með alt þetta?” “Eg ætla að gera við girðing- una á milli okkar Sæmundar,” svaraði Þórólfur og ók uxunum á stað. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. mMMmMmmmMS mmm 1 5 | 1 a S9 “•V s I PRinTmq IN THE BUSITIESS UJORLD N O OTHER AID to the World of Business equals tliat of the Printing Press. Every business enterprise calls to its service one or other of the many forms of printing. We have been serving Western Business for over fifty years. We solicit a larger patronage with modesty and confidence. Why not contact our Winnipeg office and learn what service we can render you. Columbia Press Limited COR. SARGENT AND TORONTO Phones 86 327-8 WINNIPEG tF

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.