Lögberg - 29.01.1942, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.01.1942, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven. Lines , -* VvsvV^ Coí- For Beller Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines , •tíO^‘t' Service Cot' and Satisfaction 55. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JANÚAR, 1942 NÚMER 5 Astralía í hœttu Frá Japan til Ástralíu eru 3125 mílur, en á þessari leið eru þúsundir eyja, sináar og stórar, og ómögulegt er að víggirða nema þær ihelstu. Japanir liafa því getað stokkið eyju af eyju í áttina til Ástraliu og eru nú búnir að ná fótfestu á N>ew Guinea, New England, New Ire- land og Solmon eyjunum. Frá öllum þessum stöðum er hægt að senda sprengjuflugvélar til Ástralíu. Ráðstafanir voru þeg- ar gerðar í Ástralíu gegn þessari hættu; borgir myrkvaðar; allir giftir menn innan 35 ára að aldri og ógiftir menn innan 45 ára að aldri, hafa verið herskyldaðir; stjórnin hefir og sent beiðni til Bretlands og Bandaríkjanna, að senida þeim alt það lið, sem mögulegt sé, sérstaklega hergögn og flugvélar. Ástralía krafðist og sætis í stríðsráðuneyti hinna sameinuðu þjóða og samkvæmt ræðu Ghurohills á þriðjudaginn hefir þeim verið veitt það. Rússar ákveðnir í að ráðast inn í Þýzkaland Rússum miðar altaf áfram jafnt og þétt vestur á veg. Frost og snjóþyngsli eru mikil á þess- um stöðvum og hafa Rússar æft skíða-hersveitir, sein gera tals- verðan usla í liði óvinanna. . Sir Stafford Cripps. sendiíherra Breta á Rússlandi. er nýkominn heim og segir hann að Rússar búist við að koma Þjóðverjum á kné næsta haust eða vttur, og séu þeir ákveðnir í að ráðast inn í Þýzkaland. Hann'kvað Rússa hafa nú níu miljónir manna undir vopnum og næsta vor muni þeir hafa tvisvar sinnum eins mikinn liðstyrk eins og þegar rússneskaJþýzka stríðið hófst síðastl. júní. Tekur embættiseið Walter J. Lindal héraðsréttardómari. Síðastliðinn laugardag tók Walter J. Lindal, K.C., embættis- eið sem ihéraðsréttardómari i Minnedosa dómþinghá. Fylkis- stjóri stýrði athöfninni, og fór hun fram í hinum Bláa inóttöku- sal hans í þinghúsi Manitoba- fylkis; fjöldi fólks var við þessa virðulegu athöfn; þar á meðal allmargt íslendinga. Vottar voru Prendergast dómsforseti, Tupper, fyrrum fylkisstjóri, og Bracken forsætisráðherra. Forseti lögfræðingafélags fylk- isins flutti stutt, en vel orðaö ávrp, og óskaði hinum nýjadóm ara til hamingju með þann heið- ur, er honum með þessari em- bættisveitingu höfði fallið í skaut. MARÍA MARKAN-OSTLUND GEORGE OSTLUND Eins og vitað er voru þau óperu söngkonan víðfræga, María Mark- an, og George Ostlund, forstjóri, nýlega gefin samah í hjónaband í New York borg; frá ætterni brúð- arinnar hefir áður verið skýrt í þessu blaðb hún hefir varpað víðfrægð á íslenzka þjóðflokk- inn með glæsilegri framkomu sinni, og hinni óviðjafnanlega voldugu söngrödd. Maður henn- ar, George Ostlund. atgerfismað- ur mikill, sem hvarvetna nýtur virðingar og trausts, er fæddur á Seyðisfirði, sonur séra Daviðs Ostlund og frú Ingrid Ostlund, sem voru sænsk að uppruna, en fluttust ung til Islands; gaf séra Davíð þar út í mörg ár trúmála- timaritið “Frækorn.” George kom til Ameríku með foreldrum sínum fyrir 25 árum; en hefir dvalið í New York í 17 ár; skip- ar hann iháa ábyrgðarstöðu sein söluforstjóri hjá The Consoli- dated Edison Company, Inc., í Newr York. * * ★ María Markan-Ostlund söng sitt fyrsta hlutverk í Metropolitan óperunni í New York þann r. yfirstandandi mánaðar, og var henni þegar svo vel tekið, að tii undantekninga telst, þegar telcið er tillit til þess, hve fólk það, er þessa heimsfrægu óperu sæk- ir, er kröfuhart; hún hafði hlut- verk Greifainnunnar í “The Mar- riage of Figaro”; fóru stórblöð borgarinnar miklum lofsorðum um söng stjörnunnar frá Islandi, og skal hér vitnað í sum þeirra: “Miss Markan, sem áður hafði sungið hlutverk Greifainnunnar á Englandi, söng hlutverk þetta í gærkvöldi eins og sá, sem ger- skiiur músik; tónarnir voru, með örfáum undantekningum, styrkir, og söngurinn yfir höfuð stórhríf- andi og frjálsvængjaður; hinir allra hæztu tónar voru tærir og sjálfstæðir. Miss Markan var auðsiáanlega heima hjá sér á leiksviðinu, og varð aðnjótandi hjartanlegrar aðdáunar af hálfu óperu-gesta— Herald Tribune. — Francis D. Perkins. Blaðið New York Journal- American , komst meðal annars þannig að orði um hið fyrsta óperukvöld söngkonunnar: “Það var í gærkveldi að Miss Markan, íslenzk sópranó, lét fyrst sjá sig og heyra í hlutverki Greifainnunnar í “The Marriage of Figaro” á þessum slóðum; söngkonan var glæsileg á leik- sviði, og var söngur hennar því áhrifameiri, sem á leið hlutverk- ið; tónarnir urðu litauðugri, sjálfstæðari, og raddmagnið jókst. Miss Markan lék hlut- verk sitt röggsamlega óg með miklum tíguleik.—Grena Bennett Ummæli blaðsóy, New York World-Telegram, voru á þessa leið: “Miss Markan hefir breiða rödd, stórhrífandi, og óþrjótandi raddsvið; túlkun hennar á við- fangsefni sínu var viðfeldin, og nákvæm i formi.” — íslenzka þjóðin hefir gilda á- stæðu til þess að finna til rétt- láts metnaðar yfir sigurvinning- um Maríu Markan-Ostlund; hún kom, sá og sigraði; og hún er fyrsta söngkonan, sem valdið hefir straumhvörfum í þróunar- sögu íslenzkrar sönglistar. ÍSLENZKIR FUGLAR Samtíðinni hefir borist litil bók um íslenzka fugla, eftir Mihael Bratby, enskan menta- mann, sem dvalist hefir hér á landi undanfarna mánuði. Bók þessi er 6 útvarpserindi, sem höfundurinn flutti í brezka tím- anum i útvarpinu hér s.l. sum ar í þvi skyni, að kenna erlend- um setuliðsmönnum hér að þekkja algengustu fuglategundir á íslandi. Bók þessi er injög tímabær og þörf, með þvl sára- lítið hefir verið ritað um ís- lenzkt fuglalíf á enska tungu. Ber að þakka höfundi það, að hann skuli hafa varið tómstund- u'm sínum til þess að auka þekk- ingu útlendinga á íslenzku fugla- lífi. Formála fyrir bókinni hef- ir ritað Major General H. O. Curtis.—(Saintíðin). ALLSHER J AR STRÍÐSRÁÐUNEYTI Churchill forsætisráðherra lýsti yfir þvi í þinginu á þriðjudag- inn, að hann, eins og nú horfði við, væri til þess alúinn, að setja á stoln nýtt stríðssóknarráðu- neyti, er stjórnir sjálfstjórnar- þjóðanna brezku ætti sæti i, ef þeim svo þóknaðist; er ráðstöfun þessi gerð vegna kröfu í þessa átt frá Ástralíustjórn. Canada- stjórn hefir enn eigi tekið af- stöðu til þessarar nýjungar. —-----—V--------— Enn um Pearl Harbor Nefndin, sem hefir haft með höndum rannsókn í Pearl Harbor málinu, hefir nú kunngert niður- stöður sínar, og kennir hún að- allega æðstu land- og sjóherfof- ingjunum um slysfarirnar, þeim Lt. Gen. Walter C. Short og Admiral Husband E. Kimmel. Báðir þessir menn höfðu fengið aðvörun frá Washington að stríð væri í aðsigi og að þeir skyldu vera á verði gegn loftárás; þrátl fýrir það ráðguðust jæir ekki hvor við annan og neituðu að trúa því að loftárás á Pearl Hargor væri möguleg; gerðu þeir því engar ráðstafanir til þess að verjast árás úr lofti. Rannsókn- arflugvélar voru hvergi á flugi og tæki þau, sem gefa til kynna komu flugvéla voru ekki í gangi. Árásin kom þvi algerlega á óvart og manntjón og skeindir urðu feykilegar, eins og áður hefir verið skýrt frá. -------V-------- Rommel í sóknaraðstöðu óvinaherinn í Lj'bíu undir forystu hins herkæna þýzka her- foringja Rommels, komst í sókn- araðstöðu á ný síðastl. viku og náði Agedagiu aftur á sitt vald, og hefir nú her bandamanna dregið sig um 145 milur til baka, og er nú barist af krafti 70 mil- ur suðaustur af Bengasi. í ræðu sinni á þriðjudaginn sagði Ohurtíhill að síðan stríðið í Lybíu hófst 18. nóv. siðastl. hafi Rommpl tapað 2AJ af liði sím^ — 24,500 faílnir og særðir, 30,- 500 teknir til fanga, en banda- menn hafi tapað 18,000 manns. Taldi Churchill víst að Rommel hafi nýlega fengið liðsauka. -------V-------- Bandaríkjaher á Irlandi Nokkur þúsund Bandaríkja- ihermanna hafa nú verið settir á land á Norður-frlandi, þeim hluta írlands, sem tilheyrir brezka veldinu. Bandaríkja verk- fræðingar og verkamenn hafa verið þarna undanfarna mánuði til þess að búa út herstöðvar, ef til þess kæmi að her yrði send- ur þangað. De Valera er ekki sem ánægðastur yfir komu hers- ins og segir að enginn hafi ráðg- ast um þetta við sig. -------V-------- Klukkunni flýtt Sambandsstjórn hefir ákveðið að flýta klukkunni um eina stund á sólarhring frá 9. febrúar að telja; er þetta gert í sam- ræmi við hliðstæða ákvörðun í Bandaríkjunuin. Sykurskömtun Sambandsstjórnin innleiddi sykurskömtun síðastl. viku. Skamturinn er 3/4 pd. af sykri vikulega á mann; ekki má kaupa nema tveggja vikna forða í einu. Brot á • þessuin lögum varða $5,000 sekt eða tveggja ára fangelsisvist. 9 v I r. iclhiar-í ecJl Stúdentar frá íslandi, er néun stunda við ríkisháskótann í Minnesota: Oddný Stefánsson, Thorhallur Ásgeirsson, Örlygur Sigurðsson, Thorsteinn Thorsteinsson og Edward Friðriksson. v' Beck þú prýðir bekkinn okkar beztu drengja. Gegnum ís og eld sér þrengja !| ómar þinna djúpu strengja. £ Áform þitt er æ að hefja okkar merki, X £ feðra andinn framajsterki $ X frægir þig í raun og verki. X X ’ X \ Viljans kraft og eld þú átt til orðs og handa, 9 v vígður fornum vikings anda, % vorsól þinna dreifðu landa. # \ 9 t $ \ Lifðu heill og sigursæll um sólskins daga, $ $ til að fræða lýð, og laga '' k ljóð, á glæsta strengi Braga. X # # * \ \ . M. Markússon. &

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.