Lögberg - 29.01.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 29.01.1942, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 29. JANÚAR, 1942 F Rao Grandle yrir sunnan Eftir Pálma. (Framhald) Mexico-borgin stendur á suð- urhluta Miexico-sléttunnar, ná- Jægt salt-vatninu Texcoco, og í norð-vestur af “Mexicondalnuin.” Borgin stendur hér um bil 7,500 (fet yfir sjávarflöt, og er lofts- lagið þar injög heilsusamlegt og milt. Þar er mjög sjaldan kald- ara en 40° F. ytfir 0 á v.eturna og aldrei heitara en 80° F. á sumrin. Veturnir eru auðvitaö ♦ stuttir, þar sem borgin stendur aðeins 19 gráður norður af mið- jarðarlinunni. Mér var sagt að ihúatala horgarinnar væri yfir hálfa miljón manns. Gistihús ’horgarinnr eru all- mörg. Ferðafólk getur valið sér gistihús að sniði Amieríkumanna, eða 'þá þjóðleg Mexico hótel. Munurinn er mikill, sérstaklega hvað mataræði snertir. Á Ame- riku gistihúsunum geta memi hugsað sér, að þeir séu i raun oig veru í New York, því jafnvel allir í þjónustu gistihússins tala þar ágæta ensku, en á Mexico gistihúsunum eru aðeins fáir, sem skilja eða tala ensku. Hvað sjálfan mig snertir, þótti mér miklu skemtielgra að gista á Mexico gistihúsunum, því þar var altaf svo mikið af háttum úr Mexico þjóðlífi sem fyrir augun bar. Kurteisi og nákvæmni var þar meira áherandi og aðrir gest- ir gistihúsanna fljótari til kunn- ingsskapar sem altaf hjálpaði okkur til þess að hafa betri og meiri skemtun til þess að fylla upp tómstundir okkar. Miðdagsvierðurinn í þessuin Igistihúsum er vanalega 7 eða 8 skiftur og get eg ráðlagt fólki, sem þekkir ekki til hátta Mexico búa, að byrja varlega, því það er altatf gáta hvað borið er á borð á næsta disknum. Eg hélt stund- um, að fisikur væri aðal fæðan og át viel, því með fiskinum var mér borið glas af víni, en þegar heljar mikil steik kom strax á eftir víninu, vissi eg stundum ekki ihvað til bragðs skyldi taka. Það liggur í augum uppi, að ber- serkslgangur kom á mig, svo að eg tæmdi vínglasið áður en eg gat byrjað á steikinni. Stundum kom steikin á úndan fiskinunt með allskonar öðrum réttum, sem eg bið lesandann afsökunar á, að eg aldrei lærði að nefna. Öll fæðan á fyrsta flokks Mexico giisti'húsum var ágætlega bragð- góð og fram úr skarandi hrein- Lega á borð borin. Kaffið fanst mér þó illdrekkandi, mest vegna þess, að Mexico-búar blanda það með geitamjólk. Þe'gar eg kom til baka úr ferð minni um Mexico, spurði einn blaðamaður mig, hvað mér hefði þótt merkilegast við Mexico. Eg sagði honum, að alt líf og lifn- aðarhættir tfyrir sunnan Rio Grande, væru svo litrikir og svo margvíslegir, að slíkt væri að mínu áliti alveg einstætt. Til að Business and Professional Cards Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & T.OAN BLDG. Winnipeg ST. REGIS HOTEL 286 SMITH ST„ WINNIPEG • Pægilegur og rólegur bústaður i miShiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yflr; með baðklefa $3.00 og þar yflr. Agætar máltlðír 40c—60c Free rarking for Guextt EYOLFSON’S DRUG DRS. H. R. & H. W. PARK RIVER, N.D. TWEED íslenzkur lyfxali Tannlœknar Fólk getur pantað meðul og • 40« TORONTO QEN. TRUSTS annað með pósti. BUILDING Fljót afgreiðsla. Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEQ Office Phone Res. Phone Arthur R. Birt, M.D. 87 293 72 409 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Dr. L. A. Sigurdson Lækningastofu-slmi 23 703 Heimilisslmi 46 341 109 MEDICAL ARTS BLDG. Scrfrœöingur i öllu, er aö / húOsfúkdómum lýtur Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h and by appointment H. A. BERGMAN, K.C. DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur i eyrna, augna, nef islenzkur lögfrœöingur og hálssjökdðmum • 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Skrifstofa: Room 811 McArthur Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 Skrifstofusiml 22 251 Phones 95 052 og 39 043 Helmlllssiml 401 991 DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson Physician & Surgeon 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) 602 MEDICAL ARTS BLDG. Talsimí 30 877 Sfmi 22 296 • Heimili: 108 Chataway Simi 61 023 Viðtalstlmi 3—5 e. h. J. J. SWANSON & CO. Thorvaldson & LIMITED Eggertson 308 AVENUE BLDG., WPEG. ! • ! LögfrœOingar F&atelgnasalar. Lelgja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. 300 NANTON BLDG. bifreiðaábyrgð o. s. frv. Talslmi 97 024 PHONE 26 821 Dr. P. H. T. Thorlakson DR. A. V. JOHNSON 205 Medlcal Arts Bldg. Dentist Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 22 866 • O 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Home Telephone 27 702 DR. B. J. BRANDSON A. S. BARDAL 216-220 Medical Arts Bldg. 848 SHERBROOOKE ST. Cor. Graham og Kennedy 8t*. Selur llkkistur og annast um út- Phone 21 834—Oífice tlmar 3-4.30 farlr. Allur ötbúnaður sA besti. • Ennfremur selur hann allskonar Helmili: 214 WAVERLEY ST. minnlsvarða og legstelna. Phone 403 288 Skrifstofu talslmi 86 607 Winnipeg, Manitoba Heimllis talslmi 501 662 byrja með, er frumsaga Mexico að miklu leyti hulin í myrkri. Menn afa þó jarðleifar og tákn, um það, að þar hafa lifað þjóð- flokkar eftir þjóðflokk, sem staðið hafa á tiltölulega háu menningarstigi, undir sérstöku stjórnarskipulagi með trúarskoð- unum, sem að engu leyti tók baksæti við aðrar trúarhugmynd^ ir þess tímabils. , Þessir þjóð- flokkar virðast hatfa lifað þar einangraðir svo öldum skiftir, án áhrifa frá Evrópu eða Asíu og menning þeirra virðist hafa “gró- ið upp úr jörðinni.” Hið fyrsta sem eg tók eftir i Mexico borg- inni, var hve margir ólíkir þjóð- fJokkar virtust vera þar saman- komnir. Þar sá eg Indíána at' mörgum ólíkum stofnum. Nafnið Indiáni er algengt notað um all- ar frumþjóðir Miexico, sem lifðu þar fyrir komu Spánverja tii landsins. Andlit þessara þjóð- flokka eru stórskorin, koparrauð og sumstaðar næstum svört að yfirlitum. Margt af þessu fólki minti inig á Eskimóa og jafnvel Mongóla. Þá eru í Mexico-borg- inni, menn frá öllum löndum jarðarinnar: Borgin er Paradis allra Evrópu-flóttamanna, sem þaðan hafa flúið vegna ýmsra pólitiskra ástæðna um síðastliðin 20 ár. í þessari borg er fátækl- inga flokkurinn tilfinnanlega stór og fátækt og getuleysi hræði- lega áberandi. Á hina hliðina hefir inikill auður og allsnægtir safnast saman í hendur rdka fólksins sem lifir þar í veröld út af fyrir sijg. Miðstéttin í Mexico virtist mér likjast fátæku stéttinni í Bandardkjunum. Mál- verk, hljómlist og ritmenska og yfirleitt alt, sem að Jistfengi lýt- ur, er þar á háu stigi og félags- líf á meðal listamanna er þar ágætt. Myndasmdðar eru þar á svo háu stigi að eg mundi hugsa mig um tvisvar, eins og Njáll gamli, áður en eg opnaði mynda- stofu þar. Eg gleymi aldrei kvöldinu, sem eg dvaldi á lista- manna-klúbbnum. Allir vor» hjartanlega vinsamlegir við mig og vildu gera mér dvöl mína þar svo skemtilega sem i þeirra valdi stóð. öllum þótti það yfirnátt- úrlegt að eg væri íslendingur og konan mín var i sjöunda himni yfir öllum þeim lotningar og kurteisismerkjum sem þeir sýndu henni. Hið eina, sem skygði á ánæjgju mina um kvöldið, var það, að allir drukku þar kaffi og geitamjólk, svo mér fanst það eðlilegt að segja “mud in your eye” eins og Bandaríkja- menn segja þegar þeir drekka á- fengi; og vist er um það, að þessi tildrykkju-orð eiga vel við kaftfi- drykkju í Mexico! Eitthvað hið allra fyrsta sem ferðamenn gera er þeir koma til Mexico-borgar, er að heim- sækja lystigarðinn í Xochiinilco. Þar er ein af þessum merkilegu kirkjum, sem svo margar borgir í Mexico eru svo ríkar af. Annars er Xochimilco lítið þorp með geysimiklu sölutorgi. út frá þessu sölutorgi liggja síki svo mörgum mílum skiftir. Þessi siki koma frá vatni, sem einnig er kallað Xochimilco. Bakkarnir á síkjuni þessum eru skreyttir með allskonar blómum, sem er mjög auðvelt að rækta alstaðar í Maxico. Sikin eru full af alls- konar bátuin, sem allir hafa eins konar sólskygni isem einnig eru skreytt með blómum af öllum litum. Indlánar hreyfa báta þessa frá einum stað á annan um þessi síki ög sitja farþegarnir undir sólskygnunum og njóta fegurð- arinnar, sem þessi sund eða sýki hafa að bjóða. Bátunum er mjakað áfram með langri stöng, sem nær tit botnsins. Á meðan á þessu stendur koma aðrir bát- ar samhliða. Sumir þeirra hafa strengleika-hljóðfæraflokk, sem leikur alls konar Mexico lög fyrir fáein cents, ef menn svo kjósa. Aðrir bátar hafa margskonar varning til sölu. Þessir sölubátar eru ekki aðgangsfrekir en fjar- lægjast á augabragði ef menn vilja ekki kaupa varning þeirra. Eg keypti þar fáeinar flöskur af bjór fyrir farþegana, sem voru á bátnum sem eg var á. Á með- an við drukkum bjórinn, beið hinn báturinn eftir flöskunum en hélt umsvifalaust leiðar sinnar er við höfðuin skil- að þeim , til baka. Eg gleymi seint þessum litríku, draum- kendu stundum á Xochimilco síkjunum. Veðrið var gott, al- staðar var fegurð og skraut og umfram alt, fyrir þá sem sáu það, þarna var alt (fult af lát- Iausum myndum af þjóðlífi Mexico-búa í baráttu þeirra fyrir tilverunni. Eins og menn vita, er Mexico- borgin fræg fyrir nautaötin, sem þar eru haldin. Margir koma alla leið frá Bandaríkjunum með þeim tilgangi að sjá þau. Fyrsta sunnudaginn, sem eg dvaldi í Mexico-borg átti merki- legt nautaat að vera haldið. Til þess að vera viss um að sjá alt sem bezt urðum við að borga tvöfalt verð fyrir aðgöngumið- ana okkar. Þessi sæti höfðu verið keypt upp af einu félagi, sem nú seldi þau fyrir tvöfait verð til ferðamanna frá Banda- ríkjunum. Leiksviðið, sem er mjög stórt, með hringsætum sem taka við hvert upp af öðru, hefir rúm fyrir hér um bil 50,000 áhorf- endur. Særin, sem á móti sólu snú eru ódýrustu sætin. þó þau séu því dýrari, sem menn sitja' nær hringsviðinu. Auðvitað sát- urn við skugga megin í fremstu röð. Þaðan gat eg svo vel tekið myndir af því sem fram fór. Leikurinn var opnaður á þann hátt, að athetjurnar og hjálparmenn þeirra gengu hring- inn í kringum leiksviðið. At- hetjurnar voru í vönduðum lit- klæðum. Hjálparmennirnir voru einnig skrautklæddir þó minna bæri á litum í búningi þeirra. Það er ekki ofsagt, að eg hefi sjaldan séð betur bygða eða gervilegri íþróttamenn en þennan atberserkjahóp Fólkið hrópaði uppörfunarorð til uppáhalds at- hetja og kastaði blómum til þeirra. Mest bar þó á ólátunum í kvenfólkinu. Eftir þessa hring- ferð athetjanna komu þrjár stúlkur fram á sviðið, klæddar í þjóðbúning Mexico, riðandi á úr- valis hestum. Þær riðu einn hring um sviðið og aftur kváðu við hróp fjöldans og blómum var kastað til þeirra. Eftir að þess- ar stiilkur hurfu af leiksviðinu kom kyrð yfir fjöldann og leik- sviðið var autt hérumbil tvær minútur. Þá komu þrír menn út um suður, vestur og austur hlið athringsins. Þeir gengu hér um bil 15 fet á móti hver öðrum en stóðu nú hreyfingarleysir. Þú opnaðist norðurhliðið og heljar- mikið svart naut kom út. Nautið reisti hausinn og er það sá manninn við suðurhliðið þaul það eins og leiftur i. áttina til hans. Maðurinn flýði á bak við hliðið. Hið sama átti sér stað um mennina við hin hliðin. Nú stóð nautið á miðju sviðinu og litaðist um í allar áttir. Þá komu 0 menn út sviðið og einn af þeim þaut á móti nautinu. Þessi at- hetja hafði rauðan dúk fyrir framan sig. Þegar nautið kom að honum hafði hann tíma til að stökkva til hliðar, en á sama tima, að halda rauða klæðinu nákvæmlega þar sem hann hafði staðið. Nautið lyfti dúknum með hornunum án þess að saka at- hetjuna. Svo mikill hraði var á nautinu, að það gat ekki stöðv- ast fyr en í hér um bil 15 feta fjarlægð frá athetjunni. Þá sneri nautið við en nú hafði athetjan haft tíma til þess, að búa sig undir áhlaup nutsins. Þetta fór frám um stundarsakir. Leik- sviðið kvað við atf öskri áhorf- endanna, þó að margir sem ekki höfðu séð nautaat áður stæðu á öndinni. Nú drógu hjálparmenn athetjunnar athygli nautsins að sér. Einn þeirra hafði tvær örv- ar hér um bil tveggja feta lang- ar sem hann hristi að nautinu. örvar þessar voru með öngul- lagaða odda, gerðar á þann hátt, að ómögulegt var að losast við þá eftir að þeir hötfðu náð festu. Þessi hluti atsins, var að mínu áliti mjög hættulegur, því mað- urinn sem hélt á örfunum, hafði engan rauðan dúk til þess að villa nautið, sem stefndi beint að honum með hausinn niður við jörðina, tilbúið að reka hin odd- hvössu horn inn i hold hans og kasta honum dauðum til jarðar. Svo varð þó ekki, því atberserk- urinn virtist hvertfa yfir horn nautsins ög þarna stóð hann ómeiddur hér um bil á sama staðnum á eftir að nautið hafði farið fram hjá honurn, en báðar örvarnar stóðu teinréttar upp frá herðakamb nautsins á milli herðblaða þess. Nú drógu allir sig til hliðar en nautið stóð á miðju leiksviðinu afar mótt og blóð þess rann frá sárunum unidan örvunum, sem stóðu þar óhreyfanlegar. Þá opnaðist norðurhlið leiksviðsins og maður kom ríðandi út. Maðurinn hafði rauða kápu yfir sér, en hestur- inn var brynjaður með stálvöfn- um ullarflóka, sem var meira en 8 þumlunga þykkur. Þessi uJl- arflóki latfði næstum því tii jarð- ar frá báðum hliðum hestsins. Maðurinn hafði langt spjót í hendi sér og reið tignarlega fram með grjótveggjum leiksviðsins. Nautið starði á manninn og hest- inn um stund á meðan mann- fjöldinn stóð á öndinni og beið eftir því, sem nú mundi eiga sér stað. En biðin var ekki Jöng. Nautið sveigði svirann til jarð- ar og þaut að hestinum og rali hornin í ullarflókann og lcastaði bæði manni og hesti upp að grjótmúrnum. Á meðan þetta skeði, var maðurinn á hestinum ekki aðgerðarlaus, en rak spjót- ið í nautið á inilli ritfja þess fyrir aftan herðablöðin. Svo reið hann hestinum til baka til norð- urhliðsins á meðan nautið var að átta sig á því hvað komið hefði tfyrir. Nú' kom athetjan aftur og æsti nautið til ásóknar. Nautið gerði árás eftir árás á hann, en var nú auðsjáanlega seinna í snúningum en það hafði áður verið, vegna blóðrásar og mæði. Athetjan sýndi nú yfir- burði sína með því að strjúka sfður nautsins með maganum er það fór fram hjá honum og á þann hátt ata klæði sín með blóði nautsins. Svo kom örva- maðurinn aftur og. þessi leikur hélt áfram þar til sex örvar stóðu upp úr herðurn nautsins. Nautið var enn í fullu fjöri, þó það auð- sæilega væri nú auðveldara fyr- ir athetjuna að verjast áhlaupum þess. Nú komum við að enda leiksins. Athetjan gengur á móti nautinu með sverð í hendi. Nautið horfir á hann um stund en ræðst svo beint að honum. Athetjan víkur sér fimlega til hliðar og istingur sverðinu um leið að hjöltum niður á milli herða nautsins. Nautið stöðvast og Htur í ltringum sig. Blóðið streymir frá nösum þess og munni. Svo fellur það niður. Það hreyfir fæturna eins og það ennþá væri á hlaupum á eftir athetjunni en svo liggur það hreyfingarlaust. Þá opnast eitt hliðið og maður kemur ríðandi út og leiðir tvo hesta. Reipi er fest um horn nautsins og hest- arnir draga það af leiksviðinu. Athetjan og atberserkirnir koma fram og taka á móti tfagnaðar- látum fólksins. Fyrsti J>áttur leiksins er á enda, en leikurinn var í sex þáttum þennan dag, því fimm önnur naut biðu likra endaloka á bak við grindur norðurhliðsins. Eg sá aldrei enda þessa leiks, því þegar annað nautið hafði verið Játið laust, varð eg var við það, að ljósmælirinn á myndavélinni minni hafði fallið svo mikið, að nú var ómögulegt að taka myndir af snöggum hreyfingium. Kolsvört ský grúl'ðu yfir borginni og litlu seinna byrj- aði >að rigna svo óskaplega, að það liktist miklu fremur fossa- tföllum. Fólk leitaði til útgang- anna með þeirri áfergju, að eg átti fult i fangi með það, að verjast því, að konan mín væri troðin undir fótum manna. Töf- in varð okkur þó til láns, því handriðin sem lágu til hæstu sæt- anna brotnuðu yfir höfðum okk- ar og féllu niður á manngrú- ann fyrir framan okkur qg tals- vert margir menn og konur með þeim. Daginn eftir las eg í blöðunum, að þrettán manns hefði dáið eða stórskaðast við þessar slysfarir.— Eg hafði tekið leiguvagn til atsins en nú var auðvitað ómögu- legt að ná í annan leiguvagn, til að taka okkur til baka til gisti- hússins. Við höfðum setið í fremstu sætunum og urðum því með þeim seinustu til þess að ná útgöngiu. Við vorum auðvit- að holdblaut og þar sem konan mín hatfði hatft illkent kvef, þótti mér ástæður okkar ískyggilegar. En það var um ekkert annað að gera en bíða þangað til hægt væri að ná í Leiguvagn. Við fundum dálítið skjól undir múrvegg, sem stóð skamt frá einni höfuðgöt- unni. Eftir dálitla stund, vorum við ávörpuð af manni, sem hafði tinnig leitað skjóls undir þessum sama múrvegg. Hann talaði á- gæta ensku og öll framkoma hans var mjög snyrtimannleg. Hann sagði okkur að hann væri einn af þessum skrásettu leið- sögumönnum borgarinnar. Með hjálp hans komumst við á enid- anum til gistihússins. (Framhald) --------—y--------- Voltaire G. E. Eyford færði í letur. (Framhald) Eftir að þau komu til Cirey, eyddu þau ekki tímanum í iðju- leysi. Þau unnu af kappi alla daga að vísindalegum rannsókn- um, isérstaklega á sviði náttúru- fræðinnar. Þau keptust um að vera hvort öðru slyngara í að ráða hinar dularfullu gátur lfís- ins laga. Fjöldi fræðimanna og aðrir heimsóttu þau, því þau voru afar gestrisin, en það var sem óskrif- að lögmál, að gestirnir urðu að finna sér eitthvað til skemtunar og afþreyingar þar til eftir kvöld- verð, þvi þau vildu ekki fara frá starfi sínu fyr en ^dagsverkinu væri lokið; en eftir kvöldverð skemtu þau gestunum í sínu prívat leikhúsi, eða Voltaire las fyrir þá hinar íjörugu skáldsög- ur sínar og Ijóð. Bráðlega varð Cirey nokkurs konar miðstöð, sem skapaði og mótaði nýjan hugsunarhátt. Höfðingjar af borgarastétt og aðalsmenn veigruðu sér ekki við að iheimsækja Voltaire, til að njóta gestrisni hans, kynnast hinum nýja hugsunarhætti, sem þar var að ná svo sterku haldi á hugum margra, bæði af æðri og lægri stéttum í þjóðfélaginu, og ekki hvað sízt að sjá Voltaire sjálfan leika erfiðustu hlutverk- in í leikritum sínum. Voltaire var hæst ánægður með að vera eins og miðpunktur, eða brenni- depill í þessu spilta, en að svo mörgu leyti glæsilega mannfélagi. Hann sá allra manna bezt galla og eyind þjóðar sinnar, og varði lífi sínu til að benida á orsakirn- ar, sem hann taldi að væru vald- andi hinu hörmulega ástandi undirstéttanna, svo sem: hjá- trú, fáfræði, hræsni og ósann- sögli yfinstéttanna; um alt þetta fór hann ómjúkum höndum i hinum mörgu skrifum sínum. Á þessum árum skrifaði hann margar af skáldsögum sínum. Það eru ekki skáldsögur í vana- legum stíl. Söguhetjurnar eru ekki persónur, heldur persónu- gerðar hugsjónir, en Iþorpararnir í sögunum eru, hjátrú, fáfræði, og blind vanafesta; en atburð- irnir hugsjónin. Saintímiis Voltaire var annar maður uppi á Frakklandi, sem hafði og mikil áhrif á þjóð sína. það var Rousseau. Hans hugs-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.