Lögberg - 29.01.1942, Blaðsíða 7

Lögberg - 29.01.1942, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JANÚAR, 1942 7 Nærbrókarmálið á Krít Frú “Nemó” ó Gimli. Xegar við komum aftur frá Lyktos síðari hluta dagsins, leyndi sér ekki að mikil tiðindi 'höfðu borið að höndum meðan við vorum í burtu. Um tólf manns stóðu í þyrpingu á torg- inu í þorpinu Kastelli, og var þaðan að heyra ákafann inálklið. Þar hafði sem sé verið fram- inn þjófnaður og mjög fágætur að eðli. Flekkótta nærbrókin hennar Dardönu dóttur Kýrá Eleni var horl'in. Kuningjar Kýrá Eleni stóðu í þvögu utan um hana og sögðu að Korai væri valdur að hvarf- inu, skólakennarinn fyrverandi. Kýrá Eleni félst strax á að svo niundi vera og hljóp af skynd- ingi til lögreglustöðvanna og öskraði kæruna að lögregluþjón- inum: “Herra lögreglumaður! Það er ógurlegt! Fjandans óþokkinn hann Korai hefir stolið flekk- óttu nærbrókinni hennar Dar- dánu minnar, og eg krefst að þér hneppið hann í fangelsi, þann hræsnara!” Það var nú sent eftir Korai, og er hann kom, var hann gulur i f?aman sem “quince”-ávöxtur af hræðslu; reyndi hann að sanna fjarveru sina, en Kýrá Eleni Igreip fljótlega fram í fyr- ir honum: “Þetta er takmarka- laus smán,” sagði hún og gat ekki sti.tl skap sitt. “Eg hefi vitni! Náhúar mínir sáu hann seint í gærkveldi koma út úr húsinu ” “En mér var boðið til kveld- vierðar,” svaraði Koari. “Eg—” Hann fékk ekki að ljúka við setninguna. “Fjandinn hafi ykk- Ur öll!” æpti lögreglumaðurinn. ‘°g stein-þegið þið.” Niðurstað- au varð því sú að Kýrá Eleni ^saði málinu til réttar og laga. Málið þótti sæta tíðindum. Fólk streymdi að úr nágranna- þorpunum og þegar okkur bar að þinghúsinu var orðið troð- fult af tilheyrendum. Fyrsta persóna, sem dómarinn hvaddi til vitnisburðar var fyr- ir v.erjanda. Vitnið: “Frá iþví fyrst að við iórum að ganga á undirbúnings- skólann, hefir það verið takmark verjanda að verða mikilmenni. Hann sagði að það myndi sér akvarðað að verða prófessor. Hann sagðist fara seint á fæ.tur a morgna, borðg morgunverð í rúminu, og lesa allar síðustu 'iréttir og einkum uxn stjórnar- uiálefni.” Dómarinn: “Vitni! Eg vil uiælast til að þér haldið yður við uiáliefnið. Dómþing þetta hefir eugan ahuga fyrir morgunverði verjanda.” Vitnið: “En, herra dómari! Hann ólst upp með þessari trú °g hafði ákveðið að verða ein- hverntima jirófessor; því las hann daga og nætur og var sá langbezti í sínum hekk.” Dömarinn hringir klukkunni. Vitni, þessu einnig má sleppa. Haldið yður við efnið. Gerið svo vel.” _ Vitnið: “En, herra dómari! Þér ættuð þó að líta á lærdóm °g siðferði vefjanda. Hann hvarf jhokjkuð hastaitlega frá skólanum í þeirri von að hann hæmist í einhverja stöðu. Þegar hann þvi kom til Aþenu sótti hann tafarlaust um stöðu hjá henislumálaráðgjafanum.” Kýrá Eleni grípur fram í og uiælti: “Það var stungið upp á mörgum, en honum aldrei, því hann er ekkert annað en gort- ari!” Dómarinn: “Þegið þér, mad- öama. Bíðið þér við þar til að yður kemur.” — Vitnið: “Með ]>essari sjálfs- uientun sinni og bið, sá hann fram á að hann fengi aldrei em- b*tti og þessvegna sneri hann Ser tii umboðsmannsins í okkar sýslu —! Dómarinn reiður: “Vitni! Þér virðist gleyma því, að við erum hér stödd til að taka próf í þjófnaðarmáli á brókinni henn- ar ungfrú Dardánu. Sietjist nið- ur! Vér Ihöfum fengið nóg af vitnisburði yðar.” Hlátur frá tilheyrendunum. Dómarinn: “Eleni Krassopetra . . . (Inngangs spurningar um fæðingardag, aldur, heimilisfang, o. s. frv.). Dómarinn: Hvað getið þér borið?” Kýrá Eleni: Herra dómari! Leyfið mér að skýra yður frá því er hann kom frá Aþenu og hingað til Kríteyjar, þá var hann hafður að háði i hinum nýju þorpum. Einu sinni fór hann að segja fólki frá því að hann ætl- aði að verða þingmaður, en vaðall hans orkaði engu hjá ljót- ara kyninu, en þá sneri hann eftirtekt að því fríðara. Hann gerði það að vana, að sitja fvrir okkur þegar við sótt- um vatn í uppsprettuna. Þá fór hann að lýsa þingmenskunni raupurinn, og hvað hann ætlaði að ihafa á sinni stefnuskrá — montarinn og afhrakið það tarna. Eg hlustaði á hann lengi og trúði hverju orði hans — svikaranum! — oig kom til hug- ar að þarna væri maður, sem væri verður að njóta hennar Dardánu, þegar hann væri orð- inn mikill maður.”— (Hátt snökt heyrðist gjósa upp i fólksiþyrpingunni. Við lit- um allir við Ojg komum auga á gildvaxna konu á að gizka 28 ára að aldri og að minsta kosti 200 jiund að þyngd. Þetta var ungfrú Dardána og var að þurka sér uni augun með vasaklút.). Dómarinn í afar háum róm: “Hér er enginn grafreitur, held- ur dómsalur réttvisinnar. Syrgj- erulurnir eru beðnir að ganga út tafarlaust. Eleni Krassopetra! Haldið áfram!” Kýrá Eleni: “En það lék ekki við hann lánið, ræksnið, þvi bráðum urðu allar konurnar í þorpinu Ieiðar á honum, og þeg- ar þær sáu hann koma álengd- ar, lögðu allar á flótta með ert- andi háðglósum.” — Svona hélt hún lengi áfrain og auðheyrt að ,hún gat ekkert borið markvert. Dómarinn: Eleni Krassopetra! Þér þvaðrið pf mikið. Setjist niður. Maria Pitani! Hvað get- ið þér borið?” Látill miðaldra kvenmaður með hárið bundið i bagga á höfð- inu er líktist rússneskum hatti, kom nú fram og hóf mál sitt með rvkkjóttuin framburði. “Það var Kýrá Eleni, sem varð fyrst til að bjóða Korai heim i hús sitt, hún óttaðist að eg næði haldi á honum handa minni dótt- ur, og því flýtti hún sér að bjóða honum til kvöldverðar.” Dómarinn æfur: “Gerið svo vel og minnist þess, að vér erum hér til að rannsaka þjófnaðar- málið lútandi að nærbrókinni -hennar ungfrú Dardánu. Haldið vður við efnið.”— Maria Pithani: “Kýrá Eleni var að þvo þenna dag. Þvottur var merkur viðburður á heimil- inu og fór fram einu sinni í I mánuði, þegar upphlutir og knjá- brækur og önnur nærklæði voru orðin svört.” Dómarinn: “Að efninu; kom- ist þér að efninu-” Maria Pithani: “Svo hengdi hún þvottinn upp til þerris,, en hann var ekki margbrotinn, og öllum þorpsbúum var kunnugt um, hvað hún átti af nærfötum, tvo upphluti, sinn handa hvorri þeirra mæðgnanna og tvenn pör af brókum með nýju flekkóttu brókinni, sem aðeins var höfð á sunnudögum. Sé maðurinn henn- ar — vesalingurinn — tekinn til greina þá voru vestið og bux- urnar lituð brún, ojg nærfötin aldrei þvegin og svo voru þau látin eiga sig; seinast duttu þau utan af honum af sjálfu sér.” Dómarinn: “Hvenær buðu þær Korai heim i húsið?” Maria Pithani: “Um kvöldið eftir þvottinn. Ja, að hugsa sér slíkt. Tveir kvenmenn að vera allan daginn að skola úr fjóruni spjörum. Þær ættu að skamm- ast sín.” Dómarinn: “Er nú alt búið? Sáuð þér brókarstuldinn?” “Nei, en —” Dómarinn: “Vitni, setjist þér niður.” Nú kallar hann á Korai. Nokkrir tilheyrendur hlæja, aðr- ir vikna. Dómarinn: “Stáluð þér nær- brókinni?” Korai: “Kæra sú, sem þér ber- ið fram á hendur mér, er ekki lögmæt. ó, þér virðulegi dómari réttvísinnar. Ef eg ekki ver mig sjálfur frammi fyrir þessum ill- kvittnu kærendum um þjófnað á ónefndum hlut, kannaðist eg við að þeir hefðu á mér sanna Jögsök, Þér dómnefnd og herra dóm- ari! Þó eg sé hér staddur í fyrsta sinn á þessu virðulega dómþin|gi, vil eg leyfa mér að taka þá dirfð, að gripa til nokk- urra greina mér til varnar í þessari ósönnuðu kæru; greina, sem yður ætti að vera kunnar og standa í 412. grein hegningar- laganna.” Dómarinn: “Gerið svo vel og haldið yður við efnið.” Vierjandi: “Herra dómari! Þér hafið engan rétt til að grípa fram i fyrir mér, með því að i stjórnarskránni 16. kp. 5. þætti, málsgrein S. segir að hver grísk- ur borgari, sem einnig er í sam- ræmi við álit stjórnarinnar — hefir rétt til að flytja mál sitt, hvort sem það stafar frá sjón, skynjan, eftirtekt eður orðanna hljóðan, handriti eður prentuðu máli. Nefnilega 28. okt. á þriðjudag kl 5 e. m. dag kom eg að húsi sækjanda. Hún mæltist til eg kæmi seinna og borðaði kvöld- verð. Svo kom eg um kvöldið og átum viðj þar og drukkum. Morguninn eftir var eg hrif- inn ujip úr friðsælum blundi af mikluin glymjamla róm úr vit- lausa og óþrifalega kvikindinu henni Eleni. Hún öskraði svo hátt sem hún gat þessa setningu: ‘Korai! Korai! Komið undir eins með nærbrókina hennar dóttur minnar.” — Eg skildi að eg var rúinn mann- orði, og svo var farið með mig af tvteimur lögregluþjónum á lögreglustöðina, og þar fór fram á mér líkamleg rannsókn. Eg varð frá mér numinn af ótta er eg heyrði þenna áburð og kæru, og myndi það sem Hómer segir ekki eiga illa við: ‘Barnið mitt! Hvaða orð eru það, sem fara út um varnargarða tann- anna? Þér kviðdómendur! Haf- ið þér aldrei orðið ástfangnir? Hver hefir hunang á fingurgóm- um sér, svo hann ekki sleiki það? Svo að siðustu. Eg særi yður dómsmenn, að þér snúið k,æru þessari gegn mér á hendur kær- andá og krefst að eg sé sýknað- ur og laus látinn, svo ieg tafar- laust og óhindraður geti haldið áfram á braut upphefðarinnar, o|g í framtíðinni verið einn í flokki þingmannanna; þessvegna treysti eg dómi yðar, virðulega dómnefnid réttarins Undir yður er það komið. Verið sælir!” Dómarinn brosandi: “Setjist niður prófessor.” Um leið sneri hann sér að dómnefndinni og hvíslaði: “Vegna geðbilunar.” En upphátt: “Hinn kærði er sýknaður vegna ónógra sannana.” (World Digest. — E. G.). --------V--------- Til frœndfólks, vina og vandamanna Við höfum verið að telja upp nöfn þeirra, sem okkur hefði langað til að skrifa nú um þe&si tímamót. Sá listi er orðinn svo lang'ur, að við sjáum oklkur ekki fært að skrifa til 'hvers einstakl- ings. Tökum við því það ráð að fdýja á náðir Lögbergs og biðja það að túlka mál okkar til ykkar, frænda, vina og vanda- manna, hvar sem þið eruð. Síðastliðin 22 ár hafa atvikin hagað því svo til, að við höfum haft heimilisfang í sex stöðum, þessum: Winnipeg, Langruth, Argyle, Árborg, í Manitoba, og í Brednebury og Ghurchbridge í Saskatchewan. Er því eðlilegt að við höfum kynst talsvert mörgu Ifólki, sem við hefðum viljað sýna lit á að við vorum ekki búin að gleyma þeim eða þeirra velgjörðum, þó vegalengd- in sé nú orðin meiri en áður, á milli okkar. Já, og enn get eg verið að spyrja og spá, hvar sporin mín liggja yfir heiminn. Vil eg undirrituð nota þetta tækifæri til að láta i ljós mitt innilegasta þakklæti til tveggja af okkar íslenzku læknum í Winnipeg, þeirra Dr. B. J. Brandson og Dr. P. H. T. Thor- lakson; báðir þessir læknar hafa gert uppskurð á inér, Dr. Brand- son 1930,~ en Dr. Thoidakson 1940, og hvorugur þeirra tók borgun fyrir sitt verk. Við vitum svo mörg, að þetta er ekki eins- dæmi hjá báðum þessum góðu og mikilhæfu mannvinum, sem eflaust ihafa fengið í vöggugjöf “gott og viturt hjarta.” Um miðjan maí s.l. fóruni við áleiðis vestur að hafi; en sunnu- daginn áður en við lögðum af stað vorum við kvödd með fjöl- mennu samsæti i samkomuhúsi bygðarinnar, Concordia Hall. Stóð Concordia söfnuður fyrir þ\í boði. Var þar saman komið bæði safnaðar- og utansafnaðar- fólk, — alt kunningjar og vinir okkar. Voru þó nokkrir, sem ekki gátu verið viðstaddir, en sendu okkur kærar kveðjur sín- ar. Þetta samsæti verður okkur ógleymanlegt. Það eina, sem skygði á vellíðan okkar var til- hugsunin um að þurfa að kveðja alt þetta góða fólk. I>á, sem svo oft áður, fundum við anda vel- vildar streyma til okkar í söng og sögu ikærleik vinakynni, og i minningar- og peningagjöfum. F’orseti Concordia safnaðar, Mr. Björn Hinriksson, stýrði mótinu. Hann er einn af þessum lipru og samvinnúþýðu mönnum, sem getur talað fólk inn á sitt mál, án þess þó að niaður viti sjálfur að maður sé að láta undan. (Það ætti að senda þig, Bjössi, til að tala um fyrir Hitler, og snúa honum af villu síns vegar). Mr. Harry Marvin talaði fyrir hönd söngflokksins, sem hann er forseti fyrir. Hann mintist á þær stundir, sem við öll hefðum helgað söngnum, sem er ein há- leitasta listin, þegar rétt er með farið; þvi “þar sem söngur dvín, er dauðans ríki.” Mr. Marvin er mjög sönghneigður sjálfur, enda ekki nizkur á að miðla af þeirri gáfu til okkar hinna, sem minna hölfum að þvi leyti. Mrs. Valgerður Marvin talaði til okkar fyrir hönd Concordia kvenfélags og afhenti okkur á- gæta ferðatösku. Við hefðum helzt viljað láta hana sjálfa fylgjast með töskunni, en við fumd'um að það hefði ekki verið rétt af okkur að vera svo eigin- gjörn. Hennar starfssvið er þesskonar þarna í bygð og bæ, að ekki væri vandalaust að fylla of hún færi burtu. Fleiri tóku til máls. Kristinn Oddsson tal- aði í gamni og alvöru. En meiri parturinn voru þó öfgar hjá þér, Kiddi. Eg nýt þess þú nærð ekki til mín!. Jón Gíslason, sem allir þekkja i Þingvallabygð, ljóstaði upp nokkurs konar leyndarmáli okkur viðvikjandi. Það kom úr hörðustu átt. En meiningin var góð hjá Jóni, eins og vant er að verá hjá þeim manni. Forseti afhenti Lúter vandaða jieningabuddu og okkur báðum sameiginleigan jieninga- sjóð, sem samanstóð af samskot- um frá fólkinu, bæði úr Þing- valla og Lögbergs bygðum. Á- varpið, sem hann flutti til okkar um leið, kom okkur til að skilja hve vel fólkið hefir tekið “vilj- ann hjá okkur fyrir verkin,” því við finnum bezt sjálf að við vorum til þyngsla en ekki þarfa þessi ellefu ár, sem við dvöldum í Þing\rallabygð. Viljuim við hér með biðja fyrirgefningar á öllum okkar mistökum, sem við kunn- um að hafa gjört. f samsætislok las forseti upp erindi, sem ort voru af manni, sem fáir vita að er skáld; eg læt þau fylgja hér með í hálfgjörðu Bessa-levfi Maðurinn, sem orti erindin er Gamoens Helgason. Hann er einn af þessum kyrlátu í lamdinu, en kemst.sinna ferða samt. Til Gerðu og Luthers Christopherson. Gæfan ykkur greiði göngu um vegu dulda; ljóss í sælu leiði lífs eftir veru hulda. priniinq.. . L distincbK)e í and persuasi-ýe UBLIOITY that attracts and compels action on • the part of the cusitomer is an important factor in the development of business. Our years of experience at printing and publishing is at your disposal. Let us help you with your printing and advertising problems. Ohe COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327*- 8 X %ö V Guð oss öllum gefi glöð að sjáumst aftur þegar endar æfi — æðstur veiti kraftur. Ljós Guðs leið oss vísi lífs á hálum brautum; himna í sælu hýsi heims þá lýkur þrautum. Síðast en ekki sízt viljum við minnast þeirra af frændfólki okkar og vinum, sem orðið hafa fyrir ástvina-missi þetta síðasta ár. Við höfum fylgst með ykk- ur á anda, þó fjarlægðin hamli fundum. Við voruim svo lánsöm að þekkja að meira eðo minna leyti þá, sem þið hafið mist, og sú þekking hefir gjört okkur auðugri, því kærar endurminn- ingar göfga og gleðja. Það er auður, sem aldrei verður frá manni tekinn. — “Láttu guð- dóms geisla þinn gylla hjörtun anguiþreyttu og sorgarmæddum svölun veittu dýrðarriki drott- inn minn.” Að endingu þökkum við ykk- ur öllum, fræúdum, vinum og vandamönnum, fyrir öll umlið- in ár, og óskum ykkur öllum, ihvar svo sem þið dveljið nú, far- isæls og friðsæls nýárs, 1942. “Allir heilir unz vér sjáumst næst.” 14. jan., 1942. Gerða og Luther Christopherson. White Rock, B.C. --------V--------- SEEDTIME Af\v <z*tcC ’HARVEST By -ý. Dr. K. W. Ne»tby * ) Dirtdor, Africnltural Departmsnl North-Weat Line Elevators Association TO TREAT OR NOT TO TREAT This article is not, as the title suggests, a discussion of bar- room etiquette. It is concerned with the more important, if less stimulating (!) subject of seed treatment. Seed treatment is insurance and, like all insurance, costs something. We are all obliged to decide whether it pays to in- sure our buildings, cars, lives or crops, and if we decide that in the long run we shall gain by carrying the risks ourselves, we don’t insure. So it is with seed treatment except that sometim.es we can be almost certain that treatment will save money. If, in 1941, we had smut in oats, covered smut in barley, or stinking sinut (bunt) in wheat, there is no argument — we should treat. In Alberta, plant pathologists have agreed to recommend treat- ment of cereal seed with an or- ganic mercury idust as á regular jiractice. In Manitoba crop dis- tricts 3, 4, 6, 9 and 10, farmers using their own wheat seed are advised to treat with Geresan or Leytosan due to the jirevalence of root-rotting and leaf-spotting fungi. Elesewhere in Manitoba and in Saskatchewan, farmers must make the decision for themselves. The Associated Laboratory Services, with laboralories in Saskatoon, have undertaken to examine seed samjiles and to ad- vise for or against treatment. This is, undoubtedly, a good test. But, though treatment may have lieen considered un- necessary last year, this does not mean that it need not be done this year. Also, if one farmer is advised no,t to treat, his neigh- bours should on no account as- sume that they would get the j same advioe.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.