Lögberg - 29.01.1942, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.01.1942, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JANÚAR, 1942 5 Eg komst að því að búningur minn fylgdi ekki tízkunni og skórnir áttu ekki við kvöldklæð- in. Einhvernveginn leið þó kvöld- ið með þrautum þess. Ungu stúlkurnr viku sér upp á loft til að búast um fyrir dansinn, en karlmenn lögðu af sér dökku ytfirhaifnirnar og drógu hvita fingravetlinga upp úr vösunum. Brúni liturinn á fötunum mín- um var æði áberandi. Þú koimst ofan í hvítum kjól, sem var skrautsaumaður með silfri, og þú varst fegurri en nokkru sinni fyrir og eftir. Nokkrar af stúlkum fengu sig keyrðar á vagni, “en eg vil held- ur ganga,” sagðir þú, “eða er nokkuð að því, Jim?” Eg /hefði átt að hafa vísan eins hests leigu- vagn, en enginn hafði bent mér á það. Dansinn átti að vera í leik- fimisskólanum og þangað voru aðeins tvær blokkir; við gengum svo i tunglsskininu og þú hélzt um handlegg minn. í fyrsta dansinum tók eg eftir því, að allar stúlkurnar höfðu blóm. Eg hafði ekki keypt blóm handa þér, og ekki gert ráð fyrir því. “Mér þykir fyrir að hafa ekki blóm,” sagði eg. Þú leizt til min og mér sýndist tár glitra í aug- unum. “Jim,” sagðir þú, “blóm hafa enga þýðingu.” Eg — en svo þrýstir þú höfðinu að öxl mér. Eg hélt þér fastri augna- blik og fann að þetta var byrj- unin á endanum. ' Eg reyndi að bera mig sem bezt eg gat um kvöldið, og leitaðist við að tala í sama anda og þínir vinir, og ef það hepnaðist ekki, var það sízt af viljaleysi, heldur af því að eg í skólanum og bræðrafé- fögunum og leikjunum hafði ekki lært islíkt barnahjal. Við dönsuðum saman, en þó ekki eftir hljóðfæraslætti stjarn- anna. Þegar alt var úti, sagðisl þú ætla að fylgja mér á brautar- stöðina. Á leiðinni þangað sagð- ist eg vilja segja þér sem var, að eg hefði ekki numið staðar i hótelinu, heldur í leiguhúsi, og að sumt af fötunum væri að láni, o. s. ifrv. Að því sögðu isvaraðir þú: “ó, Jim! Eg ætlaðist til að þú skemtir Iþér þetta kveld, en það hefir ekki orðið.” “Nei,” sagði eg, “það var yfir- sjón. Eg — eg átti ekki þarna heima.” Við áttum eftir eina eður tvær niínútur er við komuin á braut- arstöðina, til þess við kæmum auga á lestarljósin og sæjum ljósgeislann kastast fram eftir brautinni. Eg lagði lófana á axl- ir þinar og sagði: “Ef það kæmi fyrir í framtíðinni, að þú mynd- ir eftir mér, elskan, viltu þá einnig minnast þesk að eg elska þig óumræðilega mikið.” — Og þú lokaðir augunum og hallaðist að mér og mæltir : “ó, Jim, talaðu ekki svona.” Eg hélt þú ættir við það, að eg hefði ekki átt að segja að eg elskaði þig, en — eg breiddi út faðminn — því þetta var síðasta minúta samverunnar — og þú kornst í hann. Eg kysti þig og þú brostir til mín gegnum tár og sagðir: “Vertu sæll elskan.” Næsta sunnudag eftir skrifaði eg þér ákefðarlaust bróf, þakkaði þér fyrir heimboðið á dansinn og gat þess að eg myndi skilja þó þú svaraðir ekki. Eg beið alla vikuna eftir svarinu, en það kom ekki. Hver vikan leið af annari, en það kom ekki að heldur. Eg hélt eftir aðeins endurminning- unni. Félagið sem eg vann hjá, sendi mig til Chicago. Við héldum á- íram tilraununuin og draumur- inn varð að virkileika um að hægt væri að senda hljóðfæra- slátt gegnum loíftið. Eftir það hreyttist hagur minn. Móðir mín lagði niður fingurbjörgina °g flutti til mín. Manstu það, elskan? Árin hafa iliðið tuttugu og sex alls — °g á morgun höldum við 20 ára hjónabands afmæli okkar, því þegar eg kom aftur til að heim- sækja þig og þú hafðir lokið há- skólanáminu, þá hittumst við af tilviljun á Barrett stræti, og dýr- mætu orðin voru á vörum þín- um eins og áður. Þarna stóðum við á strætinu og eg endurtók það, sem eg hafði sagt um kvöld- ið er við skildum á’brautarstöð- inni eftir dansinn: “Ef það kæmi fyrir í framtíðinni ...” Þú greip&t fram í með því að hreiða út faðminn að helming bæjarbúá ásjáandi. “Eg man það að eg elska þig, elsku Jim!” Við kystum hvort annað og “hurdy gurdy” (ein tegund hljóðfæra) þar á næstu gatna- mótum, sendi frá sér þá óáheyri- legustu t^na, er létu þó í eyrum okkar sem yndislegasta lag eftir Schubert. Þú hefir áhyggjur af Betty, elskan, samskonar áhýggjur og móðir þín hafði einu sinni af þér. Dóttir okkar er nú 18 ára og helidur að hún beri ást til Bill McKim. Eg bið þig að lofa henni að hafa vilja sinn. Þú getur ráðið fram úr þessu með Bill þegar þú hefir lesið þessa stirðu tilraun til að endurvekja okkar tilhugatif. Þetta er ársgjöfin mín ti'l þín. Eg skil hana eftir í herberginu þar isem þú sefur. Eg held við gætum boðið Bill til iniðdagSverðar á Country Glub. Skeð getur að honum falli ekki að vera með Pulitzer Prize æfisagnahöfundi, konu sem er þingmaður og öðrum gestum. Skeð getur einnig að hann verði í lánuðum kveldklæðum, og kunni ekki sem bezt að hagræða orðum sínum. En fyrir löngu síðan bauðst þú fátækum pilti á háskóladans. Manstu það, elskan?” —(World Digest. — E. G.). --------V-------- Á Möðruvöllum Þegar foreldrr minir fluttu til Vestur'heims árið 1876, urðum við tvö eldri börnin eftir á Is- Iandi, een hin yngri tvö tóku þau með sér. Við hin ieldri áttum nú að sjá fyrir okkur sjálf. Eg var þá fimtán ára, en bróðir minn tólf ára. Bróðir minn fór sem vinnudrengur og smali að Skáldalæk í Svarfaðardal, en eg fór að Möðruvöllum í Hörgárdal, hinum þjóðkunna kirkjustað og gamla amtmannssetri Norður lands. Reisulegt íveruhús hafði verið reist á Möðruvöllum seint á 18 öld, sem Dana-konungur gaf landinu sem amtmannssetur, og kallað var Friðriks gáfa. Þar bjuggu amtmenn landsins hver fram af öðrum. öldruð kona, er eg þekti í æsku, sagði mér hún hefði verið vel kunnug amt- mannshjónunum Bjarna Thor- arensen og konu hans. Eg var kunnug ljóðabók Bjarna og hafði gaman af kvæðum hans. “Eldgamla fsafold, ástkæra fóst- urmold, Fjallkonan fríð,” mun lengi halda við minning Bjarna hjá þjóðinni. Eg hafði gaman af kvæðinu Karlaraup, “ungur þótti eg með söng yndi vekja i sveina glaumi.” Fyrstu orðin i niðurlags vísunni eru þessi: “Ungur syng þú mest sem mátt, með hljóð þín fagurt gjalla.” Konan sagði mér að Bjarni hefði verið mesta ljúfmenni og flug- gáfaður og kona hans sérlega góð og hjálpisöm við fátæíka. Gamli Sölvi Helgason var þar með köflum, þ%ú Bjarni vorkendi drengnum; hann fann einkenni- legar og miklar gáfur í Sölva, en það lánaðist ekki, því eitthvað var við Sölva sem skemdi gáf- urnar. Þá sagði Bjarni: “Ska! nokkur geta tamið hann; mér er það tvíls. Sölvi hafði það i'yrir vana að hverfa, án þess að segja nokkrum hvert hann fór; kom svo til baka efftir nokkra daga með teikningar og uppdrátt, sem Bjarni gat ekki annað en dáðst að. Eitt sinn gekk smalinn fram á Sölva í Jaut upp undir öræf- um teiknandi sveitina, fjöllin, himininn og mlðnætursólina, sem sló purpuraljóma yfir land og sjá. Sagði smalinn að aldrei mundi hann sjá fegurra lista- verk. “Hvar færðu þessa fögru liti?” spurði smalinn. “Eg stel þeim frá stúlkum,” svaraði Sölvi ‘^þegar þær eru að lita.” Þessi þjóðkunni umferðamaður var að upplagi snyrtimenni og drátt- listarmaður; hann brúkaði marga gullhringa. Vonandi er að þjóð- in eigi eitthvað af listaverkum Sölva í fórum sinum. Nokkru séinna var Pétur Haf- stein amtmaður á Möðruvöllum, og svo Kristján, en þá kom það slys fyrir, að amtmannssetrið brann til kaldra kola um nótt að vetrarlagi, en allir komust lífs af; var það Guðs mildi að bær- inn fór ekki líka, sem stóð fáa ifaðma norðan við stofuna, en vindurinn var á norðan, svo log- ann lagði suður. Nokkrum ár- um seinna var búnaðarskólinn reistur þar sem stofan stóð; var það mikið framfarastig fyrir landið. Á Möðruvöilum bjuggu nú hin alkunnu merkishjón Jónas Gunnlaugsson og Þórdís Jó- hannsdóttir; þau höfðu stórt bú og nægtir alf öllu; höfðu þau hjón byrjað búskap með litlum efnum, tóku hálfa jörðina móti Pétri amtmanni, en þegar amt- mannshjónin fluttu burtu, tóku þau alla jörðina og Möðruvellir eru með stærstu jörðum lands- ins, eftir þvi er umhverfið fagurl og tignarlegt, sléttar grasivaxnar grundir og engjar óþrjótandi niður á nesi og eyrum. Hún gamla Hörgá rennur þar gegn- um dalinn og sveitina spegilslétt eins og breiður silfurborði. Lítill bær er þar nálægt, sem Nunnu- hóll heitir, ná túnin saman; þar bjuggu nunnur í fornöld, en munkaklaustrið var á Möðru- völlum. Frá þeim tíma er til munnmælasaga af munki og nunnu sem elskuðust og fundust á kveldin við litla lækinn, sem rann sunnan við klaustrið. Þar stóðu þau og töluðust við, hún stóð sunnan við lækinn, en hann að norðan. Eitt kvöld segir hann við nunnuna: “Gaman væri nú að drekka af unaðslind kossanna eins og maður drekkur tæra vatnið úr læknum.” Hún svaraði: “Við eigum helga kossa í andanum, sem endast til eilífð- ar.” En þá stóð kardínálinn að liaki munksins og heyrði á sain- talið. “Við erum saklaus eins og blessuð glaða stjarnan, sem brosir til okkar frá himninum,” sagði nunnan. Eftir þetta var settur vörður á kvöldin hjá lækn- um, sem sá um að fundum sleit, og ætíð fanst mér einhver friður og farsæld hvila yfir þessum Nunnuhól. Pétur amtmaður flutti að Skjaldarvík frá Möðruvöllum. Man eg að frú hans og börn komu til kirkju að Möðruvöll- um; leizt okkur vel á Hannes Hafstein, fallega og gá.fulega drenginn, fanst inér hann helzt líkur Tryggva Gunnarssyni móð- urbróður sínum. Tók eg eftir þvd hvð innileg elsika og sam- eining var með systkinum þess- um, enda áttu þau þá beztu móð- ur sem hugsast gat. Frú Krist- jana var afbragðs kona að gáf- um og geðprýði. Á Möðruvöll- um var margt af ungu og glað- lyndu ifóiki; var oft glatt á hjalla, en piltar kváðu rímur og lásu sögur á vetrarkvöldum; eg hafði gaman af mörgu, sem þar kom fram. Reimars rimur þóttu mér afbragð, þar sem kóngs- dóttirin náði Reimari í körfuna á múmum, þegar átti að taka hann af lífi. Það þótti mér sönn kona að viti og hugrekki. En Bertholds rímur þóttu mér bera af öllum rímum; þar sá eg hönd Drottins hjálpandi og blessandi. Seinna sá eg að hinar ýmsu rímur máttu missa sig, þær voru alt of grófgerðar til að bæta hugsanalíf fólksins, enda sló formyrkvan yfir þær með lof- söngvum Matthíasar og fegurð og djúpsæi Steingríms og hinum kjarngóðu gleðiljóðum Hannes- ar. Hjónin á Möðruvöllum áttu fimin börn, fjórar dætur og einn son. Eg passaði yngstu börnin. Elzta stúlkan, Jóhanna, og eg vorusm góðir máta'r, og setturn saman hendingar og sögðuin okkur sögur af skritnum við- burðum, sem við krydduðum með okkar eigin huginyndasmíð. Man eg hvað mér þótti gaman að klæða börnin í falleg föt á sunnudagsmorgna, áður en fólk- ið kom til messunnar. Séra Davíð prófastur var þá sóknar- prestur, ágætis ræðumaður og valmenni. Fyrir jólin var kirkj- an hreingerð og prýddj ljósa- hjáimar fágaðir og ljósadýrðin ffanst okkur óviðjafnanleg. Gamli Þorsteinn á Lóni sá um alt sem kirkjan útheimti til viðhalds og prýði, enda var hann eins konar kirkjufaðir, smíðaði margar aff þeim. Vil eg fara nokkrum orð- um um þennan bændaskörung og fyrirmyndar mann, því þegar vér lesum um alla þá menning og framför, sem nú á sér stað á íslandi, koma manni í hug mikilmenni fyrri tíma. Einn aí mönnum þessum var Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni við Eyja- fjörð, sem var heilli öld á undan samtíð sinni í menning og íVam- fföruin. Þorsteinn Daníelsson var hinn mesti aðkvæðamaður í dugnaði og framkvæmdum; hann var listasmiður, hagsýnn gróða- maður og hélt prýðilegt heimili. Timburhúsið á Lóni var orðlagt fyrir smekkvísi og' þrifnað. Smíðahúsið gamla mannsins var stórt og reisulegt, hann smíðaði Möðruvalla-kirkju, sem var feg- ursta kirkja landsins á þeim tíma. Stórhýsi og íveruhús smiðaði hann mörg á Akureyri. Þilskip smíðaði hann, báta og byttur. Húsgögn af öllum teg- undum smíðaði hann og alls konar verklfæri og áhöld fyrii heimilin; seldi hann smiðar sin- ar á báðar hendur og græddi á tá og fingri sem kallað var. Umboðsmaður eigna konungs i sýslunni var hann um fjölda ára, gerði túnasléttur, framskurð á mýrum og vegabætur; hanu skildi verklægni og gerði alt sem hentugast. Me|nning í öllum greinum var hans markmið Fjölda af lærisveinum við smíð- ar hafði hann lengst af, og þeir sem lærðu hjá Daníelsson þóttu afbragðs smiðir að útsjón og fögrum smekk. Á unga aldri fór Þorsteinn til Hafnar að læra smíðar; þar tók hann eftir manndáð og menning, sem átti við hans stórhugaða sinni. Kona hans, Margrét Þorláksdóttir, merkiskona, var manni sínum samhent í forstandi, hreinlæti, dáð og drift. Mörg fósturbörn höfðu þau hjón efnileg, og lán- uðust vel. Þeim var kent að vinna og læra það sem þarflegl er. Ein af fósturdætrum þeirra var alla tíð heima, að nafni Ragnheiður; hún var eþkja með unga dóttur, sem ætíð var kölluð Lauga litla á Lóni, einkar mynd- arleg stúlka; mun hún og maður hennar, Þorsteinn Daníelsson yngri, frændi Þorsteins á Lóni, hafa tekið við þessu höfuðbóii norðanlands að hinum látnum, og kanske búa þar enn. Vistin á Lóni var ágæt, allir töldu sig hepna að komast að Lóni, matar- skamtur góður og miklll og nota- legt heimili; til dæmis voru aldrei brúkaðir rúggrautar á Lóni, heldur grjónamjölsgrautar og sinjir itil viðbitis, sem víða var brúkað afrensli á þeim tíma. Líka var sagt að kaupgjald fólks- ins á Lóni væri meira eti alment gerðist, enda voru stúlkurnar á Lóni klæddar eins og kaupstaða- dömur þegar þær komu til kirkju að Möðruvöllum, en eins og allir miklir menn, sem skara fram úr i dugnaði, þótti hann vinnu- ýtinn, en fólkið á Lóni fór sínu fram, því sjálfur var hann allur við smíðar, en halfði ráðsmann fyrir búinu, svo fólkið á Lóni hafði það frjálslegt án þess þó að slá slöku við nokkru, sem þurfti að gerast, þvi bú var stórt. Æðarvarp var þar i fögr- um Hólma í hinni gömlu Hörgá, sem /tilheyrði Lóni. En Þor- steini sárnaði deyfðin og dáð- leysið í landinu; hann sá ekki að þjóðin var reirð í ófrelsis- og örbirgðarbönd um margar aldir, þó ffáeinir menn, sem framúr- skarandi hugarþreki og likams- atgerfi væru færir um að ihefja sig yfir þrengsli ófrelsisins og skína eins og blóm á öræfum. Hann brá mörguin um letir og ódugnað. Dugandi menn til framkvæmda voru honum kærir. Sjálfur var hann rnesti fjörmað- ur, uppi á hverjum morgni ffyrir allar aldir; en framúrskarandi menn eins og hann var, eru aldrei metnir né virtir að verð- leikum af samtíð sinni; þeir eru eins konar spáinenn, sem sjá í anda að mannliffið þarf ekki að búa við sult og seiru; forsjón- in hefir ekki ætlast til þess, heldur er mönnum ætlað að lifa réttlátu hugsanafrelsi og lífs- þægindum, sem náttúran veitir með aukinni þekking og víðsýni frelsisins’. Nú er það komiö fram, sem Þorsteinn sá i anda; þekking og ffrelsi er fengið og með þvi ný öld af möguleikum til viðreisnar og menningar, bjargar og blessunar á sjó og landi. Eg var unglingur á Möðru- völlum, eg var þar fjögur síð- ustu árin á íslandi, eða frá 1876 -—1880. Hjónin á Lóni voru þá um áttrætt, því þau fylgdu öld- inni, sem kallað var. Þau komu til kirkju að Möðruvöllum. Gamli maðurinn var þá ærið heyrnardaufur, stóð hann þá upp við einn píláran, sem að- skildi kórinn frá fframkirkjunni, meðan stóð á ræðu prestsins. Mér fanst eg sjá gleði trúarinn- ar skína um andlit hans. Daníelsson var meðal maður á hæð, þrekinn og vel vaxinn, höfðinglegur og friður, snjall i má'li og hugsaði ljóst um menn- ing og framfarir, að endurskapa landið, vekja þjóðina til nýrra dáða, var hans ósk og von. Eg dáðist að menning Þorsteins, og óskaði að sem flest heimili á íslandi væru lik heimilinu á Lóni, þó eg ekki skildi þá hvað menn eins og hann eru mikils Virði fyrir þjóðina, eru fyrir- mynd og teggja grundvöllinn að almennings menningunni. Þegar eg var ungiiligur, var það elztu fólkið, sem mundi sögur af Daníelsson og hans dugnaðar (Pramh. á bls. 8) 0 The Business College of To-Morrow . . . TO-DAY WE CANNOT MEET THE DEMAND FOR OFFICE HELP, AND THE DEMAND IS STEADILY INCREASING. We now feel confident in stating that any average boy or girl can feel sure of a position at the end of his or her course. In addition to the private demand for office help the Dominion Government is engaging large numbers of clerks and stenographers for the Civil Service. The MANITOBA is especially well known for its training for Civil Service positions. Day and Evening Classes Evenings: Mondays and Thursdays 7.30 to 10 p.m. m flniTOBfl comm€RcmL COLLCGC Pfemises giving the most spacious accommodation .per student in Western Canada. Originators of Grade XI Admission Standard 334 PORTAGE AVE. ™XNCJ, 4TtoD>?sOR PHone 2 63 63

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.