Lögberg - 02.04.1942, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.04.1942, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. MARZ, 1942 3 Þegar þessi orð höfðu verið löluð, heyrðist hljóð og líkið við veginn lifnaði við og reis á fæt- ur Peningalánarinn hélt þegar til dómkirkjunnar í Myra, þar sem hann kraup við altari Nikulásar helga og lét skírast. Önnur sögusögn frá eldri tímum segir frá Gyðingi einum, sem hafði heyrt um hinn mikla mátt Nikulásar helga. Hann lét gera Líkneski af dýrðlingnum og setti líkneskið í hús sitt. Hann skijiaði líkneskinu svo fyrir. “Nikulás! Hér er allur minn auður. Eg skipa þér að gæta hans, af þú gætir hans ekki vel, mun eg hefna mín grimmilega á þér.” Dag nokkurn, þegar kaupmað- urinn var ekki heima, kom þjófar í hús hans og rændu öll- iiI) auði hans, og skildu ekkert eftir nema líkneski Nikulásar helga. Þegar kaupmaðurinn komst að því, að hann hafði verið rændur, varð hann æfareiður og hrópaði að líkneskinu: “Nikulás helgi, eg setti þig til að gæta fjársjóða niinna. En sjá. Þú hefir ekk- ert gert til að gæta þeirra og þessvegna mun eg kvelja þig ineð því að herja þig.” Með þessum orðum tók Gyðingurinn líkneskið og grýtti því til jarð- ar. Þá skeði merkilegt krafta- verk. Þetta sama kveld birtist Nikulás þjófunum og sagði við þá: “Hvers vegna hefi eg verið barinn svo illa og þolað raunir ýkkar vegna? Sjáið hve líkami minn er bólginn og brotinn. Sjá- ið hvernig rautt blóð rennur um líkama minn. Farið strax og biðjið og fastið, því að annars mun guð á himnum gera öllum mönnum kunnug afbrot ykkar °g þið verða hengdir.” “Hver ert þú?” spurðu þjóf- arnir. “Eg er Nikulás, þjónn Krists, sem kaupmaðurinn hefir barið svo fólskulega vegna þess að þið tókuð auðæfi hans.” Þegar dlagur rann, skiluðu l>jófarnir kaupmanninum aftur þýfinu, en kaupmaðurinn fór Þegar til kirkju til að biðjasl afsökunai' á því, hvernig hann hefði farið með líkneski Niku- lásar, og til að taka á móti trausti guðs. Afleiðing þessara síðustu helgi- sagna er það svo enn þann dag a dag, að á heimili hvers einasta guðhrædds kaupmanns í Grikk- landi og Rússlandi er til mynd vða likneski af Nikulási helga. Það er einnig sagt, að fyr á tímum hafi peningalánarar hengt gullpyngjur fyrir utan húðir sínar. Þær áttu að tákna hin- ar þrjár j>yngjur gulls, sem Nikulás helgi gaf meyjunum þremur. Á síðari tímum varð þetta að þremur gullnum kúlum, sem eru merki veðlánara, það er einnig sagt, að kúlurnar þrjár í •shjaldarmerki hinnar frægu Medici-ættar eigi rót sina að rekja til þessarar sömu helgi- sugu. Áður en Medici-ættin þuinst til valda í ítalíu, féksl hún við kaupmensku. Nikulás helgi og börnin En það er fyrir börnin og ást þessa góða dýrðlings á sakleys- inu, að Nikulás hefir komið til °*<kar, sein verndarengill jóla- hátíðarinnar. Tvær ganvlar helgi- sögur fjalla beinlínis um velferð karnanna. önnur þessara Ihelgi- sagna segir frá manni einum, Sem hélt veizlu til að fagna syni smum, sem var að koma frá uami. Til veizlunnar bauð hann kirkjuþjónunnm. Meðan verið 'ar að borða, kom kölski dulbú- lnn sem pílagrímur, barði að dyrum hússins og bað um pen- Inga. Faðirinn bað son sinn að ^eía aumingja manninum eitt- hyað. Sá vondS sá andlit drengs- ins og beið eftir honum á kross- götuin og drap hann. Faðirinn grét yfir missi ddengsins sins og hin mikla sorg hans gerði það að verkum, að hann hrójiaði: hjarti, elskulegi sonur, hvernig líður þér? ó, heilagi Nikulás! Eru þetta launin, sem eg fæ fyrir ást mína til þín?” Ekki höfðu þessi orð fyr verið töluð, en að drengurinn opnað: augu sín og vaknaði. Það var engu líkara en að hann hefði aðeins sofið. Seinni Ihelgisagan, sem befir tengt nafn Nikulásar helga við skólapilta, er viðkvæm og hefir orðið nokkrum eldri evrópiskum listmálurum að efni. Einn eða tveir franskir alþýðusöngvar og gamalt normanskt þjóðsögu- kvæði eru bygð á þessari sögu um skólajjiltana þrjá. Sagan segir frá þremur skóla- pilturn, sem gistu í Myra á leið til skóla síns. Gestgjafinn i Myra sá að þeir höfðu meðferðis skólagjald sitt og um nóttina, er þeir voru sofandi, fór hann í her- bergi þeirra, myrti þá og rændi. Hann dró lík þeirra út í garð og kastaði þeim í saltker, full- viss um að þau myndu aldrei finnast. En Nikulás helgi vissi um þenna ljóta verknað og fór beint í garðinn hjá gistibúsinu. Þarna fyrir framan saltkerin hað hann bænar og hað guð á himnum um að gefa piltunum sálir þeirra aftur, því þeir væru saklaiusir af öllu illu og líkamir þeirra væru svo ungir. Strax kom líf í skóladrengina, sem stóðu á fætur í saltkerun- um og vitnuðu á inóti hinum illa gestgjafa. Þessi saga var undirstaða pré- dikana Bonaventura belga eitt sinn. Hann var uppi á 13. öld. — Fram á seinustu ár var það siður skólaj>ilta í Englandi að hrópa nafnið “Nikulás” í leikj- um sínum og kepni. Þegar nafn það var nefnt, var talið að þeir sem þannig ákölluðu heilagan Nikulás, þegar á þurfti að halda, fengju vernd hans gegn því að lúta í lægra haldi. Skipun hins unga biskups i Myra í upphaifi kristninnar leiddi til venju, sem haldin var í Eng- landi í margar aldir. Drengur var kosinn sem gerfibiskup í hverri einustu kirkju. Venju- lega var hann valinn úr drengja- kór kirkjunnar og oftast á degi Nikulásar helga, 0. desemer. Vald hans stóð þar til á Heilaga sakleysis degi, 28. desember. Ungbiskupinn og félagar hans framkvæmdu allar dómkirkju- legar venjur þessa daga, nema hvað þeir sungu ekki messur. Hinrik VIII. lagði þessa skrítnu venju niður. Hún var endurreist af Maríu drotningu 1552 og loks afnumin með öllu af Elísabetu drotningu. í öðrum Evrópulöndum hélst þessi venja fram til 1799. Sú venja, að Ihengja upj> sokka barnanna á jólunum er einnig sett í samband við nafn Nikulás- ar helga og á rót sína að rekja til hinna dularfullu miðalda. Svo er sagt í gamalli sögu, að ungar stúlkur í ákveðnu klaustri hafi hengt sokka sína á klefahurð abbadísarinnar á jólunum. Hver einstök stúlka skrifaði nafnið sitt á blað og bætti nokkrum velvöldum orðum við til Niku- lásar helga. Blöðin voru brotin saman og sett í sokkana. Næsta morgun voru sokkarnir fullir af sælgæti. Stúlkurnar í klaustrinu skrif- uðu vinstúlkum sínum og sögðu frá þessari venju. Á hverju ari voru sokkarnir fyltir með sæl- gæti. Þegar önnur börn, hingað og þangað í Evrópu, heyrðu frá þessu sagt, tóku þau að skrifa Nikulási helga og hengdu upp sokka sína á jólakvöldið. Marg- ir hlutu laun fyrir trú sína á Nikulás helga og á þann hátl skapaðist venjan að hengja upp sokka sína á jólunum. Það var ekki fyr en nokkrum öldum eftir að Nikulás helgi dó, að hann var valinn verndardýr liingur jólanna. Nafnið Sankta Claus er hrein amerisk afbökun á gamla hollenska nafninu San Nicolaas. Nikulás helgi var alt sitt langa líf biskuj> yfir Myra. Hann varði hinn kristna málstað þegar hann var ekki í miklum hávegum hafður. Hann varð gamall og ör- vasa í þjónustu Guðs. Hann er talinn hafa látist árið 32(>. Margar sögur um kraftaverk hans komust á kreik mjög fljótt eftir dauða hans. Árið 430 var hann orðinn svo frægur, að Justinus keisari bygði kirkju honum til heiðurs í Miklagarði. Eftir því, sem árin liðu varð hann og áfrek hans frægari. Ár- ið 1087 var marmara kista hans flutt úr dómkirkjunni í Myra til Bari í ítalíu. Hinir vaídamikln kaupmenn í Neapel heimtuðu að hinn góði dýrlingur yrði fluttur til hafnarborgar 4>eirra. Vegna kraftaverka sinna hefii Nikuliás helgi orðið verndardýr- lingur allra skólapilta, kirkju- þjóna, ógiftra meyja, sjómanna og kaupmanna. Hann er eink- um verndari barnanna, því mörg góðverk hans voru gerð fyrir hamingju barnanna. Honum þótti vænt um þau og það er trú margna að það sé hann, sem sjái um að börnin fái jólagjafir. Og þegar börnin hugsa um Nikulás helga, þá eru þau ávalt góð börn. —(Lesbók Mbl.). Fjölbreytni lífsins Eftir Pétur Sigurðsson. Fjölbreytni lífsins er mikil, mannfélagsgátan flókin og mað- urinn sjálfur mjög takmarkaður hvað vit og þekkingu áhrærir. Maðurinn er hugsandi vera, þótt hann hugsi oft lítið. Hann gefst auðveldlega upp við ofureflið, er fljótur til að mynda sér skoðan- ir, taka trú á þær, einblína svo á eitthvað eitt og álykta, að alt sé undir þessu eina komið. En einhæfnin er orkugjafi, heitri trú fylgir oft ofurkapp og öf- stæki, og þar af allir árekstrar manna og þjóða. Kúgaðir menn halda t. d. að alt sé fengið með frelsinu, en vanþroskaðir menn nota frelsið sér til tortímingar. Mannlíf og mannfélag er mjög fjölþætt og verður því að taka tillit til allra þáttanna, annars fer illa og eru dlæniin þar deginum ljósari. Þess er ekki að vænta, að vel takist ineð skipulagningu mann- lífsins á jörðu, því að fram að þessu hafa menn unnið að því af ofurkappi og trú, en ekki þekk- ingu og með vísindalegum að- ferðum. Fram að þessu hafa stjórnmál verið öllu fremur trú- arbrögð en visindi. Við kenn- um ekki okkar ungu mönnum mannfélagslfræði við háskólana eins og sumar aðrar vísinda- greinar, og þar af leiðandi eig- um við enga vel lærða og sér- fróða menn í vandamálinu mesta — skipulagningu mannfé- lagsins. Fyrir 27 árum sagði dr. Helgi Péturss við inig: “Mannkynið er í helvíti svo lengi sem það trúir aðeins.” Þetta þóttu mér sterk orð í þá daga og miður þægileg. Nú finst mér eg sjá speki þeirra. Á meðan menn höfðu náttúru- trú í staðinn fyrir náttúruvis- indi, gerðu menn lífið á því sviði að sannkölluðu helvíti. Ef mað- ur var veikur, þá var sjálfsagt að reka illa andann út með gló- andi járntöngum eða einhverju slíku. Ef hann þjáðist af sjón- depru, þá mátti reyna að reka nál í auga hans og reka illa and- ann út. Ef einhver var dular- gáfum gæddur, þá var hann galdramaður og því sjálfsagt að brenna hann. Vildu nienn hafa einhver inök við náttúruöflin, urðu menn að gera bandalag við guð eða djöfulinn, til ills eða góðs. Aðrar leiðir þektu menh ekki. Náttúrutrúin sat í hásæti, náttúruvísindin voru ekki komin til valda. Getur nokkur maður gert sér Ijóst, hvílíkar þjáning- ar og hryllilegar skelfingar þessi blinda náttúrutrú leiddi yfir mannkynið öldum og árþúsund- um saman? En því er ver, að stjórnmái þjóðanna eru enn trú, en ekki vísindi, og þessvegna er nú jörð- in kvalastaður mannkynsins — sannkallað helviti. Við verðum að skipuleggja þjóðlíf okkar vís- indalega, en ekki samkvæmt sér- skoðunum pólitískra heittrúar- inanna. Þjóðskipulag okkar og stjórnskipulag þarf að vera “organiskt” en ekki “mekaniskt.” Þjóðir þurfa að búa við rcttar- stjórn, en ekki drottin vald. Við eigum að hafa þjóðræði, en ekki flokkræði. Við verðum að lull- nægja í stjórnskipulagi okkar öllu réttlæti, annars leiðir upp- lýsing, fræðsla og frelsi til tor- tímingar. Það er mikið talað um mann- kosti og þjóðarheill veltur auð- vitað að miklu leyti á mannkost- um einstaklinganna, en mann- kosti er erfitt að rækta nema nwnnréttindi séu í heiðri ihöfð. En mannkostir og mannréttindi fara forgörðum, nema réttlætið sé undirstaða alls athafnalífs manna, viðskifta og menningar. Frelsið er eitt af dýrmætustu réttindum manna, en eins og áður sagt, nota menn frelsið sér til tortímingar, ef ekki mann- kostir og þroski koma til greina jöfnum höndum. Til þess að andlegur þroski og mannkostir geti dafnað með mönnum, er upplýsing og þekking nauðsyn- leg, en upplýsing og þekking reynist að einhverju leyti mann- skemmandi, ef menn eru látnir búa við rangsleitni. Þetta fernt verður að fylgjasl að: Frelsi, upplýsing, siðferðis- þroski og réttlæti. Áratugum sainan höfum við lagt alla stund á að upplýsa menn — upplýsa og fræða, en ekki hirt að sama skapi um, að láta þá njóta fullra réttinda. En að upplýsa nrenn og láta þá búa við ransgleitni, gerir menn vonda menn. óupp- lýsti maðurinn kemur síður auga rangsleitnina og gengur því möglunarlaust fram hjá henni og finnur síður til hennar, en upplýsti maðurinn sér hana, finnur sárt til hennar og geti hann ekki náð rétti sinum og unnið hug á rangsleitninni, j>á býr um sig gremja og jafnvel hatur í huga hans, og það er auðvitað mannskeminandi. Dæm- in eru mörg meðal þjóðanna. Svo mikil rangsleitni hefir blómgast i viðskiftum, atvinnu- málum, embættisveitingum og fé- lagslifi, yfirleitt, í hádegisbirtu upplýsingar og þekkingar, að hver unglingur alt niður í barns- aldur, sér þetta, finnur til þess og talar um það. “Réttlætið upphefur lýðinn, en syndin (rangsleitnin) er þjóð- anna skömm.” — Heilamentun hefir verið ræktuð á kostnað hjartamenningar, fróðleiki á kostnað góðleikans, dugnaður á kostnað dýgðanna og kænskan á kostnað réttlætisins. Upplýsing hefir reynst mannskemmandi sökum rangsleitninnar, og mann- kostir ekki notið sdn sökum skorts á mannréttindum. Hér er því auðsætt, hvað gera þarf. Heiðarleiki og réttlæti þarf að ieysa hlutdrægni og hagsmuna- græðgi af hólmi, mannvit og þekking að koma í staðinn fyrir ofurkajip, og stjórnvísindi í stað- inn fyrir ofsatrú á pólitískum sérskoðunum og flokksmálum. Þjáningarnar, sem náttúrutrúin leiddi yfir mannkynið, voru liðnar, og á mörgum sviðum af- máðar, er náttúruvísindi tóku við áf náttúrutrú. Þá tóku lærð- ir læknar að græða sár og mein manna, og þá lærðu menn að notfæra sér náttúruorku, auð- legðl og gæði á mörgum sviðum. Kunnátta kom í staðinn fyrir blindni og hjátrú. Slíkt hið sama skeður þegar stjórnvisindi leysa stjórnmálatrú af hólmi. Þá breytist helvíti styrjalda og bylt- inga í fagra guðs veröld. Við höldum því áfram eyðimerkur- ferðalagi okkar í áttina til ljóss- ins út við sjóndeildarhringinn. —(Dagur). SEEDTIME: cvrLct HARVEST'. .. By Dr. K. W. Neatby J Dirtctor, Affricultural Dcpartwuni North-West Line Elevators Ansociation THE FLAXSEED SITUATION Canada, in normal times im- ported, on the average, 250 mil- lion pounds of vegetable oils. These consisted of edible oils for vegetable shortening, and large quantities of non-edible oils for the manufacture of soap. The Far East contributed' cocoanut, palm and palm kernel, peanut, castor and soybean, while from the Mediterranean area we ob- tained olive oil Ifor both soap and edible purposes. Smaller quan- titis of chinawood and perilla were öbtained from China and Japan for the jiaint industry. The spread of the war in reecnt months has cut off the source of supply of over 60 percent of our vegetable oils. Flaxseed is the only oil-j>ro- ducing crop at present .grown extensively in Canada, which can be used as a substitute. While it is not quite as good for soaj> or edible purposes it can be diverted to uses which would not be practical in normal periods. The flax crop in Canada has increased miaterially in recent years reaching a j>roduction of about 6V2 million bushels in 1941. 1 However, in 1942, it is estimated that we could use 20 million bushels if it were avail- able. While it would be be- yond the capacity of our manu- fatturing plants to handle a croj> of this volume, we must bear in mind that as these sources ot' supply of vegetaible oils are lost to us, so also are tlhey beyond the reach öf our allies, the United States and Britain. While defence industries and ship- building continue to expand, larger quantities of linseed oil will be required for paints, for their protection, and as supplies of vegetable oils diminish, larger quantities of linseed oil may be diverted to other uses than paint. Contributed by Dr. W. G. Mc- Gregor, Cereal Division, Central Experimental Farm, Ottawa. —Hvenær verður bók klassisk? —Þegar fólk, sem ekki hefir lesið hana, segist hafa gert það. * * * Jón Ketilsson kemur með framlengingarvíxil i bankann. Gjaldkerinn: — Þér eruð altaf vanur að framlengja til þriggja rnánaða. Af hverju hafið þér iframlengt þennan til sex mán- aða? Jón Ketilsson: — Af því að núna i skammdeginu eru dag- arnir svo stuttir. Business and Professional Cards H. A. BERGMAN, K.C. íslenxkur lögtrœöingur Skrifstofa: Room 811 UcArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 Thorvaldson & Eggertson Lögfrœðingar 300 NANTON BLDG. Talsfmi 97 024 DR. A. V. JOHNSON Dentiat 0 506 SOMKRSBT BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur Ukkistur og annast um Ot- farir. AUur OtbönaCur sA bectl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsv&rSa og legstelna. Skrifstofu talsfml 86 607 Heimilis talslmi 601 562 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suCur af Banning) Talsími 30 877 0 Viðtalstfmi 3—5 e. h. j Arthur R. Birt, M.D. ! 605 MEDICAL ARTS BLDG. WÝinipeg Lækningastofu-slmi 23 703 Heimilissími 46 341 i Sérfrœöingur i öilu, er að húðsjúkdómum lj/tur | Viðtalstími: 12-1 og 2.30 til 6 e. li. DR. ROBERT BLACK SérfræCingur f eyrna, augna, nef og hélssjflkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy VlCtalstfmf — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrlfstofusfmi 22 251 Helmillsslmi 401 991 1 Office Phone Pe«* Phone EYOLFSON’S DRUG 87 29? 72 409 PARK RIVER, N.D. íslenzkur lyfsali Ðr. L. A. Sigurdson Fölk getur pantaC meOul og 109 MEDICAL ARTS BLDG. annað með pósti. Fijót afgreiðsla. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment Peningar til útláns DRS. H. R. & H. W. TWEED Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. Tannlœknar INTERNATIONAL LOAN 0 406 TORONTO GEN. TRUSTS COMPANY BUILDING 304 TRUST & LOAN BLDG. Cor. Portage Ave. og Smith St. Winnipeg PHONE 26 646 WINNIPEG DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Gr&ham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Offlce tfmar 3-4.30 0 HeimiU: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG 0 pœgilegur og rólegur búetaður i miðbiki borgarinnar Herbergi 32.00 og þar yflr; meC baOklefa 32.00 og þar yfir. Agætar mfUtfOir 40c—60c Free Parteing for Ouestt

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.