Lögberg - 02.04.1942, Blaðsíða 4
A
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. APRÍL, 1942
I
------------lögberg------------------------
QeftS út hvern fimtudag af
l tlK COhUMBlA PKJKSS, IdMITKU
•uá (MU-tceiil Ave., Wicnípe|{, Mivnitoba
Utaná.akrlft ritstgórans:
BDITOR LOQiiERQ, 695 Sargent Ave.,-
Wínnipeg. Man.
Edltor: EINAR P. JÖNSSON
VerO $3.00 tun árið — Borgist fyrirtram
The "Lögbera*" is printea —nd pub.ished by
Th« Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue,
Wlnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
“Berðu mig til blómanna
í birtu og yl”
Þannig komst eitt hinna hvítvængjuðu
skálda íslenzku þjóðarinnar einhverju sinni að
orði, og væri vel, ekki sízt á þeim döpru dög-
um, sem mannkynið um þessar mundir horfist
í augu við, að sem flestir menn tæki þau sér
til fyrirmyndar; fegurð blóma hefir jafnan
verið viðbrugðið, og þau skoðuð sem táknræn
mynd hins eilífa hreinleika; sá, sem tapað hefir
næmleikanum fyrir fegurð náttúrunnar, geng-
ur í svefni, og flýtur sofandi að feigðarósi;
þannig fer jafnan fyrir hverjum þeim, sem
vegna síngirni og eintrjáningsháttar svíkur i
trygðum vora fögru jörð.
1 ástarljóði líkir skáldið unnustu sinni við
nýútsprungna rós, af því að hvorki hugur né
tungutak veit neitt fegurra til samjafnaðar.
Um íslenzku fjóluna, er meðal annars
þetta orkt:
“Heiðbláa fjólan mín fríða,
fegurð þín gleymist mér seint;
saklausa blómið mitt blíða,
bros þitt er fagurt og hreint.”
Það er ekki að ástæðulausu, að Jónas Hall-
grímsson yrkir “Fífilbrekka gróin grund,” og
Jón Thoroddsen “Hlíðin mín fríða,” festir við
hana ástaraugu, og kallar hana hina beztu
blómmóður; þessir menn voru á sinni tíð, vöku-
menn íslands, dáendur blóma og hinpar ó-
snortnu náttúrufegurðar; þessir menn lifðu
fegurðinni, og dóu inn í hana eins og saklaus
náttúrubörn, er þeir, eins og Þorkell Máni, fólu
önd sína þeim á vald, er sólina hafði skapað;
meðan menn hafa opin augu fyrir fegurð um-
hverfis síns, og ferðast með gróandanum, er
vel um hag þeirra og bjart til allra átta; en
komi hinsvegar í þessum efnum glýja á augu
þeirra, slitna á sama vetfangi hin nánustu
tengsl við móður jörð, hausthugsanir taka við
af vorhugsunum, og andleg hráslagaþoka
“legst eins og leiði á bæinn.”
“Berðu mig til blómanna,” segja hin fötluðu
eða vanmáttka börn, sem eigi geta komist
þangað af sjálfsdáð, og sömu orð falla þeim
af vörum, sem orðnir eru að börnum í annað
sinn. En stærilátir sjálfbyrgingar, sem ölvað-
ir eru af ímynduðum ágætum, traðka blómin
undir fótum sér, og þegar þeir hverfa, sprettur
illgresi upp af moldum þeirra.
Það er góður siður hvar sem er, að njóta
eftir föngum útivistar, og lesa blóm; slíkt felur
í sér unað, sem enginn í rauninni má án vera,
eigi hann að njóta samræms, andlegs og lík-
amlegs þroska; blómlaus og bragsnauð æfi,
verður eins og eyðimörk, er yfir sama sem
engum þróunarskilyrðum býr.
Hið andríka sálmaskáld lýsir gildi blóms-
ins á eftirminnilegan hátt í þessu dásamlega
versi:
“Guð allur heimur eins í lágu og háu,
er opin bók um þig er fræðir mig,
því hvert eitt blað á blómi jarðar smáu,
er blað, sem margt er skrifað á um þig.”
Nú er sumarið, þessi óviðjafnanlega og
unaðsfagra upprisuárstíð blómanna í nánd;
senn klæðist foldin litklæðum á ný, og blóm
teygja brosandi blaðkróntir mót hækkandi sól;
einhverjir ferðast, því miður, með vetrarhugs-
anir sínar inn í sumarið, og koma eigi auga á
þann unað, sem samvist við yndisleik blómanna
er samfara, þó vonandi sé að þeir verði ekki
margir; nú er vormanna þörf, jafnvel brýnni
en nokkru sinni fyr; manna, sem trúa á lífið,
og sigurmátt þess yfir þeim gereyðingaröflum,
sem nú leika lausum hala vítt um heim; manna,
sem trúa á fegurðina, og skilja í reynd það
frjófgandi frelsismagn, sem hún býr yfir.
“Náttúran er alveg eins og áður var hún,
sama móðursvipinn ber hún,
sannarlega fögur er hún.”
Móðir jörð ber sjálf á því enga sök, þó
hún vegna rangsleitni mannanna flaki í sárum;
hún er enn hin bezta blómmóðir, engu síður
en á dögum Jóns Thoroddsen, og þrátt fyrir
öll áföllin, heldur hún áfram að vera það frá
kyni til kyns.
Nú við aðkomu sumars, göngum vér, sem
heil erum til blómanna, og berum þau syst-
kini vor, sem synjað er um göngu, út í birtu
og yl.
Woodsworth
Áhrifamesti talsmaður hinna undirokuðu
í þjóðþingi Canada er látinn.
Mr. Woodsworth var stöðugt fulltrúa fyrir
Norður-Mið-Winnipeg í 21 ár, þrátt fyrir bilaða
heilsu í seinni tíð. Þegar hann fyrst tók sæti
í sambandsþinginu var honum lítill gaumur
gefinn af flestum og margir báru beinlínís
óvild til hans. Það kom oft fyrir að reynt var
að yfirgnæfa orð hans með ýlfri og óhljóðum,
en eftir því sem tímar liðu hóf hann sig með
hógværð og manndómiog óx stöðugt í áliti
allra þangað til hann varð stórmenni á þingi
þjóðar sinnar. Hugrekki hans átti engin tak-
mörk; einlægni hans var fullkomin í alla
staði.
Hann var ekki mikill maður vexti —
grannur, örlítið lotinn í herðum. I framkomu
hans var eitthvað sem bar vott um lítillæti eða
sorgblandna viðkvæmni. En það kom fyrir
þegar tilfinningum hans var nóg boðið eða
jafnvel ofboðið,. að hann sýndist raunverulega
stækka. Litli líkaminn reis upp og hækkaði;
löngu handleggirnir teygðust út í loftið með
hvíldarlausum sveiflum; djúpa röddin skalf og
titraði af geðshræringum og hann tók sterkum
tökum í axlirnar á treyjunni sinni eins og
þegar spámaðurinn forðum handlék möttul
sinn. Við slíkt tækifæri, sem aldrei gleymist
neinum, sem viðstaddur var, sagði hann þing-
inu og stjórninni að viss löggjöf, sem um var
að ræða, yrði að samþykkjast tafarlaust — og
afdráttarlaust; og hún var samþykt. Sem leið-
togi í stjórnmálum var hann ekki heppilegur;
sem opinber ræðumaður var hann heldur ekki
sem bezt fallinn. Hann hafði enga hæfileika
til pólitískra glímubragða eða flokkslegrar
smalamensku og hafði ekkert lag á því að gera
öllum til geðs. Hann var prédikarinn í þing-
salnum; fylgjendur hans voru eins og sand-
urinn á sjávarströndinni — það voru þeir. sem
að einhverju leyti höfðu hnigið örmagna undir
byrði lífsins. Starfsþrek hans í þjónustu með-
bræðra sinna var svo mikið að ótrúlegt virtist,
var ástæðan sú að hugur hans og hjarta fann
til með öðrum — öllum öðrum; sorgir annara
voru sái hans eins og salt í opið sár. Honum
var það með öllu ómögulegt að ganga eins og
faríseinn fram hjá þeim, sem fallið höfðu í
ræning j ahendur.
Við sum tækifæri varð hann svo mælskur
að orðin streymdu fyrirhafnarlaust af vörum
hans. Þannig var það t. d. þegar Mullins her-
foringi, þingmaður frá Marquette kjördæmi
ámælti honum fyrir það að lækka verð á vör-
um bændanna í Vesturlandinu með ræðum sín-
um og framkomu. Woodsworth stóð steinþegj-
andi. Hugur hans sveif til baka; hann mintist
þess að hann hafði verið kærður um þetta
sama atriði 1906 af fasteignaprangara frá Win-
nipeg. .
Sem ungur prestur hafði hann verið beð-
inn að fara út í kirkjugarð til þess að tala yfir
moldum nýdáins barns. Hann sneri sér að
Mullins hershöfðingja, horfði beint framan í
hann og sagði söguna; en hún var sem hér
segir:
“Við stóðum á barmi grafarinnar og vor-
um að því komin að láta litla liðna líkamann
síga niður í hana. í huga mér sá eg aðrar
grafir hálfteknar. Börnin, sem í þær áttu að
leggjast, voru að vísu enn ekki dáin, en graf-
ararnir héldu áfram verki sínu uppihalds-
laust. Eg átti að lesa greftrunarorðin, sem
þannig hljóða: ‘Með því að almáttugum guði
hefir þóknast í sínum vísdómsfullu ráðstöfun-
um að kalla burt úr þessum heimi sál hins
liðna barns-----’ Eg komst ekki lengra; eg
sagði við sjálfan mig: ‘Þetta er ekki satt.’ —
Eg vissi ástæðurnar og orsakirnar að dauða
þessara barna, og samvizkan bannaði mér að
saka guð um það, að hann væri sekur um frá-
fall þeirra. Þetta var einn af markverðustu
viðburðum æfi minnar.”
“Markverðir viðburðir” áttu sér oft stað í
lífi Woodsworths þegar hann var að flytja
ræður: Fórnfærsla hans í sambandi við frið-
arkenningar hans meðan á hinu stríðinu stóð;
árásirnar á hann í Winnipeg 1919, o. s. frv.
voru merkir viðburðir í lífi hans. Það er ein-
kennilegt að lesa kæruna gegn honum þegar
hann var tekinn fastur í sambandi við verk-
fallið mikla; hún byrjaði á þessa leið: “Að
J. S. Woodsworth hafi af ásettu ráði reynt að
vekja hatur og fyrirlitning og eggja til óhlýðni
gegn stjórn og landslögum og stjórnarskrá
þjóðarinnar-----að hann hafi gert sig sekan
um það að reyna að raska friði og sátt í land-
inu og æsa til ofbeldis og uppreista — —”
o. s. frv.
Þessi kæra lætur einkennilega nú í eyrum
þeirra manna, sem bezt þektu Woodsworth,
hinn friðelska, kærleiksríka og kristlynda
mann.
Þegar litið er yfir æfi Woodsworths, sézt
það að hann hefir veitt lið sitt og barist fyrir
mörgum og mikilsverðum málum. Hér eru
talin þau helztu: Hann barðist fyrir þjóðeign
allra náttúru-auðæfa, allrar framleiðslu, allra
smagöngufæra, allra banka, allra ábyrgða
(lífs og muna); hann barðist fyrir bættum
kjörum allrar alþýðu, ellistyrk,
trygging fyrir heilsubrest og
atvinnuskort, fullum rétti verka-
manna til félagssamtaka, hlut-
fallskosningum, afnámi efri
deildar þingsins, algerðu frelsi
þjóðarinnar til þess að breyta
stjórnarskránni og ákveða hvaða
lög, sem henni hugkvæmdist;
hann barðist á móti stríði og
herbúnaði í öllum myndum.
Það gefur að skilja að hann
kom fáu af þessu í framkvæmd,
en hann hratt því áleiðis og
ruddi því braut, sem öðrum
verður auðveldari síðar meir.
Woodsworth tók nærri sér
bágindi fólksins á meðan krepp-
an stóð yfir; í sambandi við það
voru honum árin 1930 til 1937
eins og langvarandi krossfest-
ing.
í prívat lífi var hann maður
einstaklega blátt áfram. Á
meðan hann var þingmaður
hafði hann að vísu góðar tekj-
ur; en hann gaf á báðar hend-
ur úr eigin vasa öllum þeim,
sem hann áleit að ver væru
staddir en hann sjálfur.
Heimilislíf hans var hið allra
ákjósanlegasta; þar bar á engan
skugga. Enginn sá, er þess varð
aðnjótandi að koma á heimili
hans fór þaðan án þess að hafa
orðið andlega auðugri og sálar-
lega sælli. Hann var sannment-
aður maður; bar gott skyn á
bókmentir og hafði næman
skilning á fögrum listum. Hann
elskaði fegurð náttúrunnar og
þrátt fyrir það þótt mestur hluti
lífs hans væri helgaður efnisleg-
um störfum var það honum
allra manna fjarst að vera efn-
ishy gg j umaður.
Hann skrifaði og gaf út nokk-
ur smárit, eitt þeirra er mjög
merkilegt, það heitir: “Sérstak-
ar stundir í sinni röð.”
Miklu lofi var lokið á hann í
þinginu síðastliðinn mánudag
(þegar hann var nýdáinn), en
engum tókst jafn vel við það
tækifæri eins og King forsætis-
ráðherra í septembermánuði
1939. King vissi að Woodswortii
var eindreginn friðarsinni og að
hann mundi greiða atkvæði á
móti stríðinu. Mr. Woodsworth
var farinn að ókyrrast í sæti
sínu; hann beið þeirrar stundar
að sér gæfist tækifæri til þess
að flytja ræðu undir þeim
kringumstæðum, sem þyngsta
sorgarbyrði lagði honum á herð-
ar.
Þegar stundin kom, stóð hann
upp og rakti öll tildrög til stríðs-
ins lið fyrir lið; hann minti á
Manchuriu, Abyssiníu, Kína,
Czechoslovakíu, Pólland, o. s.
frv., lýsti hverju atriði fyrir sig
með hinum átakanlegustu orð-
um og andmælti síðan þáttöku
í stríðinu.
King vissi fyrirfram á hverju
var von og sagði: “Eg dáist að
honum í hjarta mínu, því hann
hefir hvað eftir annað haft hug-
rekki til þess að segja það sem
honum bjó í brjósti, án tillits til
þess hvaða álit hann skapaði
sér með því.” Þessi orð voru
hvorttveggja í senn: virðuleg
viðurkenning og persónuleg
sjálfsjátning.
í einni af bókum sínum hefir
Woodsworth skrifað nokkurs
konar einkunnarorð fyrir lífi
sínu; það eru þrjár ljóðlínur úr
kæði R. L. Stevensons: “Ef þetta
væri trú.” Línurnar sem hann
valdi eru ekki samstæðar, þær
eru þannig:
“Á ferð um fjallvegi lífsins að
falla, en standa upp aftur”—
“þó betri koddi ei bjóðist en
brot úr dánum vonum” —
“Að lokum ríkir réttur og reyn-
ist æðsti kraftur” —
Og hann hefði gjarnan mátt
bæta þessari línu við:
“Þó brautryðjanda blæði, mun
blessun fylgja honum.”
Sig. Júl. Jóhannesson
þýddi úr Winnipeg Free Press.
“En frœndræknin
skal brúa saman
löndin’—
Eftir prófessor Richard Beck
Þessar spöku ljóðlínur er að
finna í hinu andríka kvæði Matt-
híasar Jochumssonar, “Noregur,”
en á því hefst hið ágæta Noregs-
hefti tímaritsins Jarðar (nóv.
1941), sem er þannig að öllu
leyti úr garði gert, að til sæmd-
ar er hlutaðeigendum. Alt efni
þess er einnig i anda ofan-
greindra orða hins djúpúðga og
sann-þjóðrækna skálds — tján-
ing þess ræktarhugar, sem allir
íslendingar, er nokkuð verulega
þekkja til uppruna síns og menn-
ingarerfða, hljóta að bera í
brjósti til hinnar norsku frænd-
þjóðar vorrar. Enda munum vér
íslendingar yfirleitt svo skapi
farnir, að vér tökum heilum
huga undiir þessi drengilegu um-
mæli séra Björns O. Björnsson,
ritstjóra Jarðar, í inngangsgrein
hans, “Vinur í raun”:—
“Vér getum ekki horft upp á
hina átakanlegu baráttu, sem
þessi vor nánasta frændþjóð á
nú i —- synir og dætur vorra
eigin feðra, hinir réttu ráðamenn
hins mikilúðuga lands, sem þjóð
vor á sína gildustu rót til að
rekja — vér getum ekki horft
upp á þetta, án þess að staldra
aðeins við í snarsnúningi hins
trylta tíma og helga þjóð þess-
ari eilitla íhugunarstund. Og áð-
ur en vér vitum af, hefir ofur-
lítið andvarp brotist upp frá
brjósti voru, er felur einhvers-
staðar hið innra með sér anda
ástúðlegs orðs eða atlots. Á
öðrum kreppist hnefinn.”
Og hinir norsku frændur vorir
hafa með þeim ihætti staðist eld-
raun líðandi tíðar, að bæði er til
sæmdarauka þjóðstofni vorum,
og öllum þeim í vorum hópi, sem
það vilja sjá og skilja, til vax-
andi sjálfsvirðingar og fastari
trúar á sigur andans yfir hinum
ömurlegustu ókjörum.
Eins og dlr. Sigurður Nordal
tekur fram í hinni prýðilegu
grein sinni, “Austur sé eg fjöll,’
þá gengur nú hið fárlegasta gern-
ingaveður um allan Noreg; en
jafnsönn eru þessi lokaorð hans:
“óbilandi kjarkur Norðmanna,
ættjarðarást, trú á landið, og
trúmenska við hugsjónir sínai
gnæfa eins og sólroðin fjöll yfir
kúgun, svik og þjáningar hryðj-
unnar. Meðan sá geisli slokkn-
ar ekki, er unt að vona, að glaðni
til um síðir og heiðari birta en
nokkuru sinni fyr eigi eftir að
leika um hræbarnar hrislur og
nýja teinunga.”
Af íslendinga hálfu er efni
heftisins annars sem hér segir:
“Noregur — þá, nú og þegar —”
eftir Stefán Jóhann Stefánsson;
“Út vil ek” (Hugleiðingar um
Snorra Sturluson og Heims-
kringlu) eftir Arnór Sigurjóns-
son; “Garmókirkjan” eftir Ragn-
ar Ásgeirsson; “Þektu Norð-
manninn rétt” eftir Skúla Skúla-
son; “Viðkynning mín við Norð-
menn” eftir Jöhann J. E. Kúld;
“Minning frá Noregi” eftir Krist-
mann Guðmundsson; “Norsk
þjóðlög” eftir Baldur Andrésson;
“Sigrún á Sunnuhvoli — Sól-
veig” eftir ritstjórann og “Aust-
ur” (kvæði) eftir Árna G. Ey-
lands.
Greinar þessar eru um margt
hinar fróðlegustu, vel i letur
færðar og þrungnar verðskuld-
uðum vinarhug til frændanna
norsku. Kvæði Árna er einnig
hið hlýlegasta og endar á þessu
erindi:
“Enginn fær óskir bundið,
enginn fær hugsun neytt.
Sannleikur yfir sundið
seilist, þótt margt sé breytt.
Enn er ei fjörráð fundið,
frelsið, sem getur dteytt.
—Biðjum, að brátt verði hrundið
böli og fjötrum eytt.”
En íslendingar róa hér eigi
einir á borð, þó að rúm þeirra
sé óneitanlega vel skipað. Mann-
val gott af hálfu Norðmanna
So easy to add a teaspoon-
ful per quart to your
Chicks’ first drink—cleanse
and sterilize tiny digestive
tracts, and ensure livabil-
ity. Customers report they
cannot do without
HAMBLEY’S CHICK ZONE. 6 oz., 40c;
12oz.,75c, Postpaid. 40oz.,$1.25: láGal.,
$1.50; 1 Gal., $2.75: Express Collect.
Write for Free lllustrated Catalogue.
J. J. HAMBLEY HATCHERIES
Winnipeg, Regina, Saskatoon, Calgary.
Edmonton, Portage, Dauphin,
■■ Swan Lake —
leggur einnig framúrskarandi
skerf til þessa innihaldsríka rits.
og var það hyggilega ráðið af
ritstjóranum að leita liðsinnis
þeirra.
Aug. Esmarch, sendiherra
Norðmanna á íslandi, skrifar
vinsamlega og tímabæra giein
um “ísland frá mínum bæjar-
dyrum.” Dr. Leiv Kreyberg.
prófessor í læknisfræði, ritar um
“V’iðhorf Norðmanna” gagnvart
hernámi Þjóðverja og lýkur máli
sínu á þessa leið: “Nýskipun
eftir þýzkri fyrirmynd tel eg úti-
lokaða; fólkið léti heldur flá
sig.” Harald Faaberg lýsir hin-
um mikla verzlunarflota Norð-
manna, sem unnið hefir og vinn-
ur málstað lýðræðisþjóðanna og
striðssókn þeirra ómetanlegt
gagn. Dr. Halvdan Koht, fyrv.
utanríkismálaráðherra Norð-
manna, bregður upp ógleyman-
legri mynd af hinni grimmúð-
ugu árás Þjóðverja á Noreg, en
hann stóð mitt í stríðum straumi
þeirra örlagaþungu atburða.
Þá koma þrjár greinar, hver
annari minnisstæðari, um hetju-
skap Norðmanna meðan á stríð-
inu stóð í landi þar og síðan því
lauk; “Vörn Norðmanna” eftir
Tor Gjesdal, blaðamann; “Nor-
egur verst enn” eftir Finn Moe,
blaðamann og “Narvíkurundfin”
eftir Theodor Broch, fyrv. bæj-
astjórnaroddvita í Narvik.
Aðalefni ritsins lýkur svo með
einkar snjallri og eggjandi grein,
“Sagan lifir í hjarta Norðmanns-
ins,” sem hirt er bæði á ás-
lenzku og norsku, eftir dr. Jacob
S. Worm-Muller, prófessor í
sagnfræði. Farast honum meðal
annars þannig orð:
“Það er sagan, sem sameinað
hefir þjóð vora. Og það er ís-
lendingur, sem vér eigum ríkis-
tilfinningu vora upp að inna.
Snorri Sturluson er það, sem
með konungasögum sínum hefir
haldið þessari meginhugsun við
líði í Þjóð vorri. í dýpstu nið-
urlægingu þjóðarinnar var það
þýðing Peders Claussonar á
Heimskringlu, sem hjálpaði oss
til að halda tilfinningunni urn
samhengi við hina mikilúðugu
fortíð og varð uppáhaldsbók
bændanna.
17. maí 1814 endurreistum vér
á Eiðsvelli hinn foma konungs-
stól Hákonar og Ólafs, og er
fallbyssurnari drundu frá Akers-
hus við landgöngu hins unga
konungs, Hákons hins sjöunda,
árið 1905, heyrðum vér í gegn
raust Snorra.
Þegar Nazistarnir í oflæti sínu
kröfðust þess í fyrra sumar, að
vér afsegðum konunginn og
ríkisstjórnina, sem vér höfðum
kjörið, og gerspiltum stjórnar-
skrá vorri, þá var það andi kon-
ungasögunnar, er vakti það við-
nám heima, sem nú er orðið að
óbugandi samtökum.”
Er þar með sterkum orðum,
sem eigi verða auðveldlega mis-
skilin, lögð áherzla á þroska-
inátl vorrar söguiegu arfleifðar.
Og það eru ekki Norðmenn ein-
ir, sem iþar hafa haft eða geta
haft hitann úr menningarlega
talað.
Á forsíðu ritsins er litmynd af
norska fánanum, en auk þess
hefir það að geyma prýðilega
mynd af Hákoni konungi og hóp
af góðum landslags og þjóðlifs-
inyndum frá Noregi. Loks er í
ritinu gagnort yfirlit yfir atburði
i Noregi síðastliðið sumar og
haust. Segir það sína sögu —
annarsvegar tárum þyngri harms-
sögu þjáninga og harðsvírugrar
kúgunar, hinsvegar hina glæsi-
legustu hreystisögu djarfhuga
og frelsisunnandi þjóðar.