Lögberg - 02.04.1942, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. APRÍL, 1942
5
Draumur
landsins
Eftir séra Sigurbjörn Einarsson.
Heíður nóvemberhiminn hvelf-
ist yifir Reykjavík með svöln
skini tungls og norðurljósa.
Sundin eru ýfð af stinningsgolu
norðan úr ríkjum vetrarins,
'hann er að boða komu sina.
Esjan er þegar ifærð í hvítan
brúðarserkinn og hnigin í arma
hans. Til austurs breiðist eyði-
merkurfllákinn, þetta íslenzka
hrjósturland, hnyklað eins og
stælt hld, stirðnað i átökum upp-
hafsins, þegar landið var að fæð-
ast. Umhverfi hinnar íslenzku
höfuðborgar er íslenzkt. Hvergi
ætti íslendingum að vera auð-
veldara að muna ætt sína og á-
kvörðun en hér. Má vera, að
fingur þeirra örlaga, sem settu
Ingólf hér niður í upphafi, hafi
stjórnast af einhverri fyrirvitund
um það, að einmitt hér myndi
framandi sírenusöngur seiðnjagn-
aðri enn annarsstaðar, og skyldi
þá svipur landsins varna því, að
ómegin ifærðist yfir þá, sem
bornir eru til þessarar göfugu
auðnar hinna yztu hafa.
Stundum er svipur landsins
slíkur, auðnarhelgin svo alvar-
leg og duilarfull, að maðurinn
hlýtur að spyrja sjálfan sig,
hvort honum leyfist að telja til
umráðaréttar yfir þessu landi.
Svo verður mér þetta nóvember-
kvöld. Var það tilætlunin, að
þetta umhverfi, þessi eyðilegi
hulduheimur, skyldi metast eftir
munnbitum á borði mannanna,
verða vitni að bisi þeirra og
bjástri, sælu þeirra og synd?
Eg veit ekki, hvað þeir hugs:
uðu, sem fyrstir hlúðu að sér
hér við sundin undir aðsteðj-
anda vetur innan veggja Ingólfs.
Eg veit ekki heldur, hvað múg-
urinn ihugsar, sem fyllir Austur-
stræti þetta kvöld. En á milli
þessara tveggja tíma er mikil
saga á mælikvarða mannanna.
Þar er barátta Skúla, vonir hans,
sigrar og vonbrigði. Þar.gengui
Tómas Sæmundsson á land og
sér, að landhelgi er þannig hátt-
að, að hér gæti verið dásnoturt
kaupstaðarkorn. Þar er draum-
ur Einars Benediktssonar: “Vér
vonum fast hún vaxi senn og
verði stór og rík.”
Og nú er borgin orðin “stór og
rík,” mikil borg með miklum
ljósum og miklu skrölti og marg-
háttuðum örlögum einstaklinga.
— Gamla Bíó er að tæmast eftir
siðari kvöldsýningu. Mannfjöld-
inn streymir út og veit, hvernig
fólk faðmast og flýgst á vestui
í Ameriku. Glymur “harkmik-
illa hermannastígvéla” blandast
útlendu máli hinna einkennis-
húnu manna. “Móðurmálið mitt
góða, hið mjúka og ríka,” hljóm-
ur inn á inilli. “Halló!”, “bless!”
hæ, bæ!” Þannig heilsast og
kveðjast íslendingar, sem fylgj-
ast með timanum. — Kona ein
austur í sveitum kvaddi, þegar
hún haifði mest við, með svo-
feldum orðum: “Rek á kaf!” —
°g taldi, að þetta væri franska.
Get þessa, öf einhver skyldi
vilja taka þetta upp til frekari
uýbreytni.
Snörp vindhviða norðan Ing-
ólfsstræti lýstur þrjár forkunn-
arfagrar stúlkur mold og sandi
uf götunni: “Jesús minn, al-
luáttugur!” “Djöfuls moldrok!”
hveður við í vel samstiltum kór.
“Orð áttu enn eins og forðuni
niér yndið að veita,”
hvað Jónas — fyrir hundrað ár-
uui. Borgin er orðin “stór og
rik.” En hvað er hún í hinum
hlásvala eyðigeimi heiðrar tungl-
skinsnætur í nóvember? Er
húsaþyrpingin annað en ólögu-
'egt riss i stórfeldar línur um-
hverfisins, hávaðinn annað en
helgispjöll í ríki hinnar köldu
hagnar? Sundin og fjöllin og
himininn láta sér hvergi bregða.
^7etur konungur vigir brúði sína
1 jafn sjálfsögðu feimnisleysi,
eins og þegar hér var enginn
maður og ekkert skip — og eng-
in stórveldi annars staðar á
hnettinum, sem tekið höfðu að
sér þessi ifjöll og þennan sjó.
Hversu ósnortið virtist ekki land-
ið af örlögum fólksins! Þó er
hitt undartegra, hve tfólkið virð-
ist ósnortið aif landinu.
“Sjoppurnar” á Laugaveginum
bergmála af skerandi glymjanda
skemdra hátalara. “Enda verð-
ur stutt stund, er standa náir
ísland,” kvað Þórður gamli á
Strjúgi. Hvernig víkur því við,
að þessi skrattagangur og hátal-
araskrölt minnir mig á þennan
forna svarta spádóm?
Nei, ísland stendur enn um
sinn — landið sjálft rís á sinum
trausta grundvelli. Enn mun
glit hinna köldu geisla margra;
nóvembernætur slá á það töfrum
sínum. Enn mun það brosa mót
hækkandi sól. Enn mun það
geta átt það til, að ógna hverju
því lífi, sem hér leitar hælis, með
hamförum þeirra krafta, sem
engin mannshönd færir í fjötra,
og vefja það að sér aftur með
furðulegri blíðu og undursam-
legri auðlegð. Landlð stendur,
reiðubúið til þess að fóstra þá
þjóð, sem því sé samboðin, sem
helgi landið með þvi lifi, sem
hún lilfir og þeirri sögu, sem hún
skapar, en saurgi það ekki. Þetta
er dlraumur landsins. Vér geruru
hann að veruleika — eða bábilju.
Það er fyrst og fremst um það
að velja, hvorl ísland fær aö
ala íslenzka þjóð — segjum fá-
tæka, gleymda, jafnvel fyrirlitna
kotþjóð, því að svo hefir það
verið — eða hvort landið á að
verða selstöð fjarlægra miljóna-
þjóða og gröf sinnar eigin þjóð-
ar, vegna þess að hún týndi
sjálfri sér og varð úti á sinni
eigin bæjarstétt.
Núverandi styrjöld hefir hing-
að til verði rekin með miklu
tapi fyrir oss, hvað sem fjár-
munum Iíður. Á því er enginn
efi og engan um að saka. En
vér eigum ennþá æsku, sem get-
ur unnið upp alt, sem tapast
hefir og enn hlýtur að fara for-
görðum, ef henni lærist að lúta
landinu, sem vér eiguin og þeim
Guði, sem gaf það. En ef æsku-
lýður landsins vaknar ekki senn
til fullrar vitundar um þau alda-
hvörf, sem yfir oss eru komin,
ef gustur þess forlagadóms, sem
timarnir hafa fært oss að hönd-
um, setur ekki að honum heil-
brigðan hroll og kveður hann til
þess að hrinda þeim dóini, þá
er þúsund ára draumur landsins
búinn og erfiði feðranna ti)
einskis sáð í íslenzka jörð.
—(Samtíðin).
Arnarflug
og föátuganga
Lofið Drottinn allar þjóð-
ir, vegsamið hann allir
hjðir, því að miskunn
hans er voldug yfir oss og
trúfesti Drottins varir að
eilífu. Halelúja.
—Dlavíðssálmur 117.
Þrettánda nóvember 1927,
flutti séra Garl J. Olson, þáver-
andi sóknarprestur Vatnabygða,
eina af sínum mörgu, fallegu
ræðum. Það var fermingarræða.
Presturinn líkti þar trúnni og
bæninni við arnarvængi. örn-
inn, svo sem kunnugt er, flýgur
fugla hæzt.
Dr. Jón Bjarnason dregur at-
hygli, í einu af sínum merku
ritum, að því, hve fagur og þrótt-
mikill hundraðasti og seytjándi
sálmurnin er, af þeim, sem
nefndir eru DaVíðssálmar í ritn-
ingunni. Dr. J. B. lýsir því á
sinn dýra hátt, hve óendanlega
mikill kraftur til lífsbyggingar
Iiggi í þessum sálmi, sem hann
segir að sé þó styztur ritningar-
sálmanna.
D. W. White, í Philadelphia,
sem ritar meðal annara um ritn-
inguna og ritin látin fylgja, á
útgáfu í New York, 1923, segii
að hundraðasti og seytjándi
sálmurinn sé í miðri ritningunni.
Fyrir þessar athugasemdir
hefir mér oft komið til hugar að
sálinurinn þessi sé eins og örn-
inn og partarnir tveir sem hann
tengir saman, séu vængirnir. í
þeim felst upplýsingin, það er
ljósið, um tilveruna? trú, von og
kærieikur. ótæmandi uppspretta
andlegs og líkamlegs lífs.
Nú eru menn og góð málefni
í miklum nauðum stödd, svo að
eigi verður því með orðum lýst,
né hve dimm verður sú veröld og
ægileg þau lífskjör, sem mönn-
um verður þrengt til að búa við,
ef óvinir vorir ná yfirráðum.
Mönnum er boðin fáránleg og
viðbjóðsleg villa til átrúnaðar,
og ekki er hirt um aðferð til
“trúboðsins”, þar sem menn eru
fallnir á vald þeim vitskertu
mönnum, sem sækja eftir að
leggja heiminn undir sig og sín-
ar margbrjáluðu ímyndanir.
Aldrei hefir reynt á trúfesti og
manndáð meira en nú.
Eg heyrði litla stúlku biðja til
Hitlers, í víðvarpinu um daginn.
Biðja til hans af sál og hjarta,
eins og saklaust en yfirgefið
barn getur bezt beðið til Guðs
almáttugs. Telpan var munaðar-
laus. Eg trúi þvi að1 myndin sé
rétt. —
Það smaug í gegnum mann að
heyra heimskuna og guðlastið
koma frá sliku hásæti sakleys-
isins: barnshjartanu.
Vér eigum öll að láta oss varða
um það, sem er að ske.
“Hvað svo sem getum við,
hversdagsfólkið, sem stundum ó-
brotna vinnu fyrir daglegu
brauði?”
“Það er bara stóra, efnaða og
afkastamikla fólkið, sem getur
nokkuð, að undanteknu unga
fólkinu, sem ber vopn, stundar
sjúka, vinnur að framleiðslu og
þar fram eftir.”
Þannig hugsar margur og á-
lyktar um þá, sem komnir eru á
efri árin eða annara hluta vegna
hafa ekki krafta eða kringum-
stæður til þess að leggja hönd á
plóginn.
En þetta er ekki rétt ályktun.
Svo lengi sem vér, hver og einn,
karl og kona, ungur eða gamall,
eigum ráð lífsanda og fullkom-
innar meðvitundar, þá eigum vér
ráð á einu: Vorum eiginn huga.
Hver og einn af oss á því ráð á
að fljúga sem örninn, já, hærra
með bænir vorar til almáttugs
Guðs og biðja hann um grið og
réttlátan sigur.
Og það er skylda vor að gera
að minsta kosti það.
Fyrir nokkrum dögum sagði
okkur mjög hæfur maður, sem
tók þátt í fyrra striðinu, að nú
væri Ástrálía siðasti stólpinn á
milli vor og óvinanna. Við skul-
um hugsa um þetta. Það þýðir
síðasti stólpinn, á þá hlið, þar tii
heiðindómur og grimd geta vaðiö
upp á suður- og vesturstrendur
Ameríku. Við austurstrendur er
úthverf menning að reka upp
trjónuna og tortima því, sem
hún nær á.
,Sé nokkuð verra en beinn heið-
indómur, þá er það úthverf, það
er fallin menning, svo sem naz-
ismi og fascismi, o. s. frv. Prýði
og sæmd hefir verið varpað fyrir
borð og menn fallið því á vald,
fyrir sjálfsdýrkun, sem verst er
í eðli þeirra.
Norrænir menn hafa aldrei
verið nazistar, svo sem fyrir
stuttu hefir verið borið á þá. Vér
vorum í viltu ástandi á vikinga-
öldinni og þvi miður frömdúm
vér mörg hermdarverkin þá, svo
sem aðrar þjóðir og líka eftir að
vér vissum betur, en þess bera
sögur vorar vott að forfeður vor-
ir, úrval þeirra að minsta kosti,
kunnu að meta drnegskap, og
mátu hátt.
Eða mundi ekki mörgum
þungt í skapi árið þúsund, er
riðið var af Alþingi eftir kristni-
boðið? En svo var tilfinningin
fyrir réttlæti og sóma sterk, að
ekki var sáttin rofin. Gizka eg
á að hugur sumra er þar áttu
hlut að máli, hafi verið svo
hreinn, þó um mikla innri bar-
áttu væri að ræða, að eitthvað af
skini sannleikans hafi náð að
leiftra þar inn. Að forfeður
vora hafi þar og þá órað fyrir að
réttlætið og framförin væri i
rauninni nýja siðarins megin.
Svo sem þá hafði dreymt margt
fagurt og skynsamlegt um tilver-
una áður, svo óraði þá fyrir því
þarna, sem skáldið söng ára-
hundruðum seinna: “Alvarlega
með góðri greind, Guð við þig
tala vildi.”
Það er falleg setning þetta, og
síður en svo nazista-svipur á
henni. Þó hafa Quislingar altaí
verið til á meðal þjóðanna, nor-
rænna og annara, en það er alls
ekki heildin og hefir aldrei verið.
Eg mintist á Ástraliu hér að
framan. Okkur svo inörg, tekur
óendanlega sárt til Ástraliu.
Fyrst: Hún er brezk; annað:
hún hefir reynst ákaflega vel;
þriðja: þar er maður, sem borið
hefir og ber enn mikið hlvtt hug-
arþel til íslendinga, Dr. Charles
Venn Pilcher, maðurinn, sem
þýddi Pessíusálmana á enska
tungu. Tæplega hafa aðrir út-
lendir menn flutt fslandi fegurri
ljóð og ummæli öll en hann ger-
ir í bundnu og óbundnu máli
framan við sálmana.
Frú Lára Bjarnason sendi
þessum merka kirkjuhöfðingja
TIL ÞESS AÐ TRYGGJA
YÐUR SKJÓTA
AFGREIÐSLU
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
PHONE
34355 - 34 557
SARGENT and AGNES
TRLIMP TXXi
ST. JAMES
Phone 61 111
eintak af Passíusálmunum er
hún var lögst á dánarbeð.
Nú ætti vel við að allir, sem
unna þvi sem bezt er til með
ættmönnum vorum beiddu þess
af heilum hug, að óhamingjan,
sem nú sýnist vofa yfir þessu
mikla meginlandi, mætti frá þvi
víkja, svo sem fyrir okkar eigin
landi, Canada, og öllum þeim
löndum, sem ógæfan er yfir eða
stefnir að.
Kirkja Guðs og allur heimur-
inn þarf þess við að beðið sé um
náð og sigur fyrir réttlætið,
sannleikann og miskunnsemina.
Megi almáttugur Guð gefa því
máli sigur sem fyrst og sem bezt,
í Jesú nafni.
Það ætti að vera föstubæn vor
allra, nú á þeirri átakanlegu
föstugöngu, sem megin mann-
kynsins er á, svo að menn mættu
aftur verða frjálsir um öll lönd
að syngja: “Lofið Drottin.”
God Save the King.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson.
Stefna í uppskeru-framleiðslumálum
fyrir SLÉTTUFYLKIN, 1942
Stríðsþarfir Canada krefjast:
Framleiðslu hveitis, er lakmörkuð sé af heimanotkun og útflutningi þess
yfir uppskeruárið 1942-43.
Ótakmörkuð framleiðsla grófra korntegunda til skepnufóðurs, svo að fá
megi nægilegt af skepnum og fituefnum fyrir innanlandsmarkað . . .
Flesk, mjólkurafurðir og egg, sem Bretar þarfnast.
Aukin framleiðsla af Flax-útsæði til þess að fullnægja þörfum Banda-
ríkjanna og Canada að því er viðkemur ávaxtaolíu með hliðsjón af stríðs-
sókninni.
KORNMARKAÐAR STEFNAN
IIVEITI—Afkrciðslu til konililaða takmörkuð eins 0« áður,
en liækkað verð.
Viðurkcnd viðtaka: 280 miljðn mælar úr Vestur-Canada
til mðts viö 230 miljónir í Canada í fyrra. Svo er til
ætlast, að 280 miljðnir mæla sé alt, sem unt verði afi
koma á markað 1942-43; byrgSir I kornhlöSum, 400
milj. mælar, 31. júll 1942, eru álitnar nægilegar til ör-
yggis vegna stríSsins. ViStaka frá einstaklingum verSur
á hlutfalls grundvelli eins og áSur.
Verð: ÚtborgunarverS viS móttöku hveitis 1942-43, sam-
kvæmt viSurkendum grundvallar fyrirmælum, verSur
90 cents á mæli fyrir No. 1 Northern í kornhlöSum í
Fort William, Port Arthur eSa Vancouver^ Þessi 20
centa hækkun, I viSbót viS aukiS móttökumagn, gerir
að mun bjartara umhorfs á «viSi hveitiframleiSslunnar
fyrir 1942-43 boriS samán viS ástandiS 1941-42. (At-
hugiS: Þetta hækkaSa hveitiverS, hækkar aS engu sölu-
verS brauSs I Canada).
GRÓFT KORN — ótakmrkuð framleiðsla.
Uppbót á ekrur: AthugiS dálkinn hinumegin.
Verðlag: Til þess aS tryggja hag bænda, sem auka
framleiSslu byggs og hafra;
a. LágmargsverS byggs er fastsett 60 cents á mæli
No. 2 C. W. 6-Row I hlöSum aS Fort William og
Port Arthur.
b. LágmarksverS fyrir hafra er ákveSiS 45 cents, No.
2 C. W. I hlöBum aS Fort Wþliam og Port Arthur.
I sambandi viS verS byggs og hafra, er canadiska
hveitiráSinu faliS aS framfylgja stefnuskrár ákvæSum.
FIjAX-ÚTSÆÐI — ótakmörkuð framleiðsla.
Verð: ÁkvæSisverS fyrir Flax-útsæSi, er sett aS $2.25,
No. 1 C. W. I hlöSum 1 Fort William og Port Arthur.
HveitiráS Canada er fullvaldaS til þess, aS kaupa og
meðhöndla alla FlaxrútsæSisframleiBslu, sem þvl berst
yfir uppskeruáriS 1942-43.
FYRIRMÆLI UM LÆKKUN EKRUFJÖLDA
FÆRRI ÉKRUR UNDIR HVEITI
úr því aS einungis er hægt aS veita viStöku 280 miljón-
um mæla 1942-43, án tillits til þess hve góS uppskeran
verSur, skyldi ekki sáS I meira en 20 til 21 miljón
ekra af hveiti 1942, eSa því sem svaraSii 1941.
BORGl’N FYRIR SKIFTINGU A RÆKTUN
KORNTEGUNDA
Gert er ráS fyrir, aS greiSa $2 á ekru lands, sem tekiS
er frá hveitirækt og annaShvort er sumaryrkt, eða
notað fyrir bygg. liafra. flax, rúg, baunir. mais, smára,
gras eða millet. Þessar greiSslur lúta aS aSstoS fyrir
bændur, sem auSsýna samvinnu I lækkun hveitiekru
fjöldans, en gefa sig I þess staS viS framleiSslu grófra
korntegunda til skepnufóSurs.
Þessar greiSslur eru grundvallaSar á þeim elcrufjölda,
er bændur lækka til hveitiræktar 1942, boriS saman
við ekrufjöldann 1940. Til þess að tryggja sér sllka greiðslu,
verða bændur að sá grófu korni eða grasi, eða sumar-
yrkja lönd sín I stærri sttl, en sáS var I sltkum teg-
undum, eða ekrur sumaryrktar 1940.—
Stefnan I uppskeruframleiSslunni I Vestur-Canada,
miðar aS þvl. aS tryggja allar hugsanlegar birgSir af
landbúnaSarvörum, sem nauSsynlegar teljast til fylztu
stríðssóknar, en tryggja jafnframt meS þvl þá skipu-
lagningu, er leiSi til farsæls búskapar I Sléttufylkjunum.
P.F.A.A. BREYTINGAR
RáSgert er aS breyta Prairie Farm Assistance lögunum.
meS þvl að nema á brott verShömlur viSvIkjandi áttattu
cents á mæli, ef örþrifa ár skal ákvarðaS samkvæmt
téðum lögum.
Þarfir stríðsins krefjast Fleiri Svína, Meiri Mjólkur, Meira Nautakjöts,
Meiri Ullar, Fleiri Eggja, Meiri Fitu og Meira af Olíu 1942
STUÐLIÐ AÐ SIGRI MEÐ FRAMLEIÐSLU ÞEIRRA
UPPSKERUTEGUNDA, SEM BRÁÐNAUÐSYNLEGASTAR
ERU 1942 VEGNA STRÍÐSSÓKNAR VORRAR
Þetta þýðir einkum meira bygg og Flax-útsœði
AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD
DOMINION DEPARTMENT OF AGRICULTURE
HONOURABLE .1. G. GARDINER,
Minister
G. S. H. BARTON,
Dcputy Minister