Lögberg - 02.04.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.04.1942, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. MARZ, 1942 Á S KARÐSH EIÐUM “Hello,” kallaði hrjúf karlmannsrödd, og er Philip leit við sá hann aldraðan mann sitj- andi á stórum steini fáein skref frá húshlið- inni. Gamli maðurinn stóð þegar á fætur og gekk til móts við gest sinn. “Eg heiti Lawrence,” sagði hann. “Ed- mund Lawrence. Þér hafið kannske heyrt um mig getið — einbúann í Dauðsgljúfri, einkenni- legan fugl, sé nokkur slík skepna sköpuð. Far- ið af baki og komið inn til að hressa yður á tesopa.” Þetta var hár maður, grannvaxinn og gekk ögn álútur; silfurgráir, strjálings hár- lokkarnir huldu naumast hinn bungulagaða háa koll hans. Philip steig úr söðlinum og sagði til nafns síns, er gamli maðurinn fór með hann inn í húsið. Einn veggur stofunnar þar var þakinn al- settum bókahyllum. Beint þar andspænis var hnullungum hlaðið eldstæði, við hliðina á stór- um glugga, er niður á lækjarhylinn sá úr. Framan við eldstæðið stóðu tveir heimagerðir stólar og lágfætt borð. 1 innri enda herberg- isins voru tvær kassahvílur hvor upp af ann- ari áfastar við vegginn, og í námunda við þær voru dvr, eldavélin og borð. Eldur logaði á arninum undir katli, er þar hékk á trönum. Lawrence sagði nú: “Þetta eru mín eigin handaverk, bæði húsið og annað. Alt, sem þer sjáið hér. Eg fékk mér hjálp við að koma bjálkunum fyrir í veggjunum; það er alls óger- legt fyrir einn mann að hlaða upp veggina svo vel fari. En alt annað fullgerði eg sjálfur.” Hann skaraði í eldinn undir katlinum, og sagði svo enn: “Fáið yður sæti. Það koma fáir í heimsókn til mín. Eg geri ráð fyrir að þér haldið til í Bar M.” “Eg hefi verið þar nú í tíu daga.” “Geðjast yður það vel?” “Nei.” “Hvað er að því?” “Eg geri ráð fyrir að það sé fullgott til — þess sem það er. Eg á við ef mann langar til að binda rauðum klút um háls sér og látast vera nauthjarðasmali. En ef eg kærði mig um að sækja nýmóðins samkvæmi tildursklæddra gesta, þá hefði eg getað gert það í Chicago.” Fjórði Kapíluli “Er þetta fyrsta ferð yðar hingað?” “Já. Eg hefi jafnvel aldrei séð nokkurt fjall fyrri en nú, enda farið mjög óvíða. Fór að starfa í Chicago þegar eg var 19 ára; þau fimm ár, sem liðin eru síðan, hefi eg naumast yfirgefið myndastofu mína. Eg veit varla heldur vhersvegna eg er hingað kominn Af- réð bara að taka mér hvíldarstund, fara upp j einhverja lest, er flytti mig langt í burtu, og lenti svo hér.” “Myndastofu, sögðuð þér. Eruð þér þá dráttlistarmaður?” “Já.” “Hverskonar?” “Andlitsmynda og landslags.” Laurence hló góðlátlega. “Þér hljótið að vera býsna lélegur listamaður.” “Ekki sá aumasti. Þegar eg fór hafði eg fyrirliggjandi sex mánaða verk við andlits- myndagerð og bauðst bezti myndasalur bæjar- ins til sýningar dráttlist minni. Hví segið þéi eg hljóti að vera mjög lélegur listamaður? Hvað vitið þér um það, eða mig?” Lawrence tók ketilinn af eldinum og helti sjóðandi vatninu á tepottinn. “Hér er könnumjólk. Hefi ekki annað.” “Enga mjólk, þakka yður fyrir. Bara ó- mengað teið.” “Jæja. Með alt þetta verk fram undan vilduð þér samt komast burtu? Vegna of- þreytu?” Philip færði sig stirðlega til á stóli sínum. “Eg — já, eg held það. Mér var orðið ómögu- legt að mála. Gat að vísu dregið litina á léreft- ið eins og ávalt áður, en myndin var líflaus, þar var ekkert samræmi. Svo eg hélt mér hollast að komast eitthvað burtu nokkra hríð.” “Það verður yður að engu gagni.” “Hví ekki?” Lawrence svaraði þessu ekki. Hann sat þegjandi nokkur augnablik og starði í elds- glæðurnar. Svo sagði hann alt í einu: “Eg var áður skurðlæknir.” “Hér í dalnum?” “Nei; eystra — í Boston,” svaraði hann, stóð upp um leið og sagði enn: “Látið mig sýna yður allan þenna litla bústað minn.” Philip fylgdist svo með honum að dyrunum í námunda við legurúmin; þar varð fyrir þeim annað herbergi, einskonar geymsluskúr. Einn veggurinn þarna var alsettur hyllum, er í var hlaðið könnum og dósum af allskonar niður- soðnum mat. Þurkuð og reykt svínslæri og sauðakjöt hékk niður úr loftsbitunum, og Lawrence sýndi honum stóran kassa fullan af kartöflum, þá mjöltunnu, sykurstauk og salt- kjötskagga. Á tvo vegu var eldiviðarkubbum hlaðið upp að veggjunum alt frá gólfinu og upp undir skúrsþakið. “Seinna fæ eg mér nýtt elgs- og bjarnar- kjöt, endur, gæsir og annað þesskyns. Og svo er gnægð af eldivið líka hér úti fyrir. Miklu meira.” Lawrence hló nú, er hann bætti enn við: “Eg gæti ekki lokið við að eta allan þennan mat á tveimur eða jafnvel þremdr ár- um. Mikið af honum myndi skemmast og verða ónýtt fyrir þann tíma. Mér er sama um það. Eg hefi vatnsbólið rétt utan við dyrnar mínar og skóginn fullan af eldsneyti. Ekkert getur amað að mér — alls ekkert.” Hann yfirvegaði Philip gaumgæfilega. “Eg hefi sjálfur safnað öllu þessu. Eyði öllu sumr- inu til undirbúnings vetrarins, og að vetrar- lagi held eg mér heitum og söddum og reyni að halda opinni slóðinni út á brautina. Við skulum.nú setjast inn aftur.” Þeir fóru svo inn í aðalherbergið aftur og settust á stólana hjá eldstæðinu. “Er eg fyrst kom hingað vestur,” mælti Lawrence enn, “hugði eg að hvíld væri hið eina, sem eg þarfnaðist. Eg fór því til Bar M., eins og þér nú. En mér skildist fljótt, að næði þreytukendin ekki aðeins til líkamans yrði hvíldarstundirnar manni að litlu liði. Miklu fremur hið gagnstæða. Það, sem manni ríður þá mest á, er nýtt starf, ekki einungis annað umhverfi. í breyttu athafnasviði er hina sönnu hvíld að finna. Því erfiðara og óvenjulegra, sem hið nýja starf væri, þess betra. Svo eg tók mig til og kom mér upp þessum verustað.” Hann leit umhverfis sig í herberginu með nægjusvip á andlitinu. “Hingað fór eg fyrir að ýmsu leyti áþekka ástæðu eins og þér nú. Eg var heppinn skurðlæknir. Verkið var mér hugðnæmt og arðsamt. Þá fór eg að gefa mig sérstaklega við taugasjúkdómum og öðru slíku, sem leiddi mig, áður en eg gerði mér sjálfur glögga grein fyrir því, að sálarfræðisrannsókn- um. Lenti í því, skiljið þér, er eg reyndi að gera mér grein fyrir orsök sjúknaðarins, sem eg var að eiga við. Hugðist að finna tengi- liðinn milli hugsana fólks og líkamslífs þess, og þar fram eftir götunum. “Árangurinn varð sá, að eg ruglaði öllu saman og vissi ekkert hvað eg fór. Starfið varð fyrir mér að fátkendri ringulreið. Eg vissi enn að vísu hvernig bjarga mætti manns- lífinu, en hvers vegna það tókst var mér hulin speki. Takmörkun nýmóðins heimsmenning- arinnar er sú, að hún getur aðeins kent manni hvernig eigi að framkvæma athafnirnar, en ekki hversvegna það hepnist. Af því stafar það, að örðugra er að skilja orsök hvers eins heldur en afleiðingar þess. “Eg fór því út hingað og reyndi að njóta hvíldar, en uppgötvaði þá, að í iðjuleysinu væri ekki hina sönnu hvíld að finna, svo eg bygði mér þetta heimili. Þá skildi eg enn betur, að jafnvel það starf gerði mér lítið gagn, það sem eg þarfnaðist væri algerlega nýtt við horf, eg yrði að hverfa aftur til upphafs menn- ingarferils míns og byrja þar á nýjan leik. Fyrst á því að afla mér aðal lífsnauðsynjanna — hita, matar og húsaskjóls. Starfa svo á þeim grundvelli, reyna að skilja insta eðli hlutanna. Finna hinn, hulda mátt að baki þeim. Eftir að eg svo kom upp þessum verustað mín- um, afréði eg að dvelja hér. Vera hér í heilt ár. Ná aftur fótfesti á guðsgrænni grundu.” Lawrence hló nú og hallaði sér áfram í stóln- um. “Eg ætlaði mér þá ekki að dvelja hér nema árlangt,” bætti hann svo við. “Og hvað lengi hafið þér nú verið hér?” “Sjö ár. í stað þess að eg næði eignarhaldi eða skilningi á fáeinum undirstöðuatriðum tii- verunnar, hefir hún náð æ meira huliðsvaldi yfir mér,” “Þér ætlið þá alls ekki að fara áustur aftur?” “Nú, eg ætlaði mér ekki að minnast neitt á það við nokkurn mann, en mætti eins vei segja yður það, að eg hefi fastsett mér að leggja á stað austur eftir eina tíu daga. Eg hefi verið að hugsa um þetta tvö eða þrjú seinustu árin, og svo nú afráðið að láta verða af því. Finst að eg hafi nú náð fullu haldi á hugarstefnu minni og athöfnum. En hvað sem því líður, þá langar mig nú til að fara austur um tveggja eða svo mánaða dvalarstund þar, bæði til þess að hitta aftur forna vini og svo eins og — til reynslu. Það virðist líka eigin- girnislegt af mér, að dvelja hér aðeins sjálfum mér til ánægju og hvíldar. Eg ætti að leggja mig fram um að hjálpa öðrum eftir því sem mér er unt. Einstöku sinnum hefir mér hug- kvæmst að leggja fram lið mitt hér í dalnum. En mér var ekki leyft að gera það. Fólkið hér lítur á mig eins og undarlega einbúann í Dauðsgljúfri. Allir hér hafa verið mér mjög góðir, en — kæra sig ekki um mig sem skurð- læknir. Jæja, en frammi í herberginu þarna hefi eg fulla kistu af góðum læknistækjum, fyrirtaks verkfærum. Kistuna hefi eg ekki opnað í síðastliðin fimm ár, til þess einu sinni að líta á þau.” Þeir sátu nú þegjandi fáeinar mínútur, þar til Philip mælti: “Eg býst við þér hafið skýrt mér frá öllu þessu, af því það bendi að einhverju leyti á mína eigin lífsafstöðu.” “Ójá, eg hélt það gæti ef til vildi orðið yður sem bending — til leiðbeiningar. Hug- mynd mín var sú, að ef til vill kunnið þér að mála, en vissið ekki hvers vegna. Þér lærðuð að fullu starfsaðferðina við þá list, er var mjög hugðnæmt meðan á því stóð, en þegar því lauk og að því kom að þér létið í ljós á léreft- inu eigin hugsjónir yðar tilsagnarlaust, þá vantaði alt samræmið og lífið, eins og þér orð- uðuð það. Þessvegna sagði eg þér hlytið að vera lélegur listamaður, þegar þér gátuð þess, að þér hefðið verið við dráttlistarstarfið alt frá 19 ára aldri, og naumast yfirgefið myndastof- una alla þá tíð. Slík aðferð er fánýt. Nú verðið þér að finna sjálfur einhverja innsýn og birta með lifandi litum í samræmi á spjald- inu. Þér hélduð yður uþpi með því að toga í eigin skóreimar, eins og máltækið segir, svo lengi sem þér gátuð. Skiljið þér nú við hvað eg á?” “Það held eg. En hvað get eg gert — ætlist þér til eg fari að byggja mér íveruhús, eða hvað?” “Leitið einhvers starfa.” “Finst yður listmálning sé engin vinna?” “Hver skrambinn!” hrópaði Lawrence, “hefi eg þá verið að eyða nú tíma mínum tii ónýtis?” Gleymið dráttlistarstarfinu um hríð. Starfið og dveljist með öðru fólki, utandyra, við eitthvert algengt þarfaverk. Lifið yður inn í umhverfið, sem þér ætlið að mála. svo að þegar þér dragið upp mynd þess á léreftið, þá sjáið þér insta eðli þess og jafnvel gegnum það, en horfið ekki aðeins á það úr fjarlægð- inni. Þetta er auðvitað alt sem bending ein frá mér, og eg viðurkenni að vera oft gjarn til skyndiúrræða. En væri eg í yðar sporum, þá leitaði eg mér einhverrar atvinnu. Sumarvers- athafnir tildurslýðsins að Bar M taka enda eftir tvær vikur. Notið þann tíma til að ríða út um allar götur frá uppkomu dags til dags- loka. Og leitið svo fastastarfs. “Hvar þá?” “Á einhverju hjarðverinu.” Philip hló. “Sá hjarðbóndi, sem leigði mig til verks hjá sér, væri þöngulhaus!” “Það er nú satt. En — hafið þér nokkra peninga handa milli,” “Næga um nokkurt skeið.” “Jæja, kjörboð eru hlunnindi jafnvel í augum bóndans. Bjóðist til að vinna fyrir fæði yðar og húsaskjóli. Hjarðasmölunartím- inn er í aðsigi, og bændurnir þurfa þá á auka- mönnum að halda við haustverkin í verunum. Eg skal skrifa með yður línu til eins bóndans hér, sem skuldar mér gerðan greiða og segir oft að hann vilji vera mér til þægðar í hverju sem sé. Þetta gæti átt þar við. Hann heitir Dale Linden.” “Nú — já. Eg hefi kynst honum ögn. Kom yfir skarðið með honum og dóttur hans. Joan er ljómandi vænleg stúlka, en hann virt- ist ekki vera neitt of — vingjarnlegur.” “Mér þykir vænt um að þér kyntust Joan. Hún er meira en bara falleg. Hún er yndisleg fyrirtaks stúlka. Linden var frumbýlingur hér, einn sá allra fyrsti, og hann lítur á tildurs- fólksverin og alt, sem þeim fylgir eins og hættulegar athafnir til umbreytingar á bú- sældar-möguleika og yndisþokka dalsins, er honum blasti við auga þegar hann kom hingað, settist hér að og stríddi við að skapa sér fram- tíðarheimili. Hann lítur á umhverfið hér sem hjarðaland og ekkert annað, en austanlands- fólkið sér dalinn sem fegursta svæði Kletta- fjallanna. Svo Linden óttast að stjórnin ætli sér að rýma bændunum algerlega út héðan að lokum til þess að breyta dalnum í þjóðgarð, og hefir hann ef til vill eitthvað fyrir sér í því. Um það hlýtur að verða hér all-hörð barátta. En þegar þér leitið til Linden um atvinnu, eruð þér ekki lengur sem tildursdrjóli í augum hans. Geðjast yður þessi hugmynd?” Philip hugsaði um þetta eitt andartak. “Vissulega,” sagði hann svo, “því ekki það? Eg get reynt hvað sem væri.” Hann hló og sagði enn: “Arnold, nautasmali. Hæ-hó!” “Gott og vel, — takið því með áhuga, en engu spaugi, annars hafið þér ekkert gagn af því. Eg skal nú skrifa meðmælin, sem eg hygg að dugi. Eg bjargaði eitt sinn lífi, sem Dale þótti mjög vænt um.” “Eigið þér við — var það Joan.” “Nei.” Lawrence nuddaði höku sína eitt andartak og bætti svo við: “Fyrir tveimur árum bjargaði eg einum bezta hestinum hans.” + ♦ ♦ Alla sína æfi hafði Joan þekt Ivan Bole. Móður sína misti hún nýfædd, og varð Linden þá í mestu vandræðum með dótturina, svo Mrs. Bole tók hana þá heim til sín, þar sem Joan dvaldi altaf, að undanteknum iðulegum og ófullnægjandi heimsóknum til föður síns, unz hún varð sex ára. Þá hafði faðir hennar komið sér upp góðu timburhúsi í stað torfi- þakta raftakofans, sem Joan hafði fæðst í, fengið sér svo sem ráðskona norska stúlku, er bar Hectors-nafnið; og skyldi hún hirða húsið, elda matinn og líta eftir litlu stúlkunni, þegar hún kæmi heim. Jafnvel að vetrarlagi hélt Joan sig eftir skóla mestmegnis utan dyra, oftast með Ivan — er var fjórum árum eldri en hún — kom á hverjum morgni og reiddi hana fyrir aftan sig á skólann, þangað til hún var orðin nógu gömul til að ríða sjálf á eigin hesti. Þegar hún hafði lokið því litla skólanámi, sem hinn lágreisti dalsskóli lét í té, reið hún út um hjarðverið með nautahirðunum, og leysti það starf svo myndarlega af hendi að hún var, þá 16 ára, talin fullgild aðstoð, er haustsmölunin skyldi fram fara. Það var um þetta leyti er afstaðan, að því er Ivan snerti, snerist við. Foreldrar hans höfðu leiðst til að yfirgefa ofurlítið verzlunar- fyrirtæki austur í New York, vegna drauma um víðlent hefðardæmi er í vestrinu biði hvers þess er leita vildi, og í tuttugu ár höfðu þau nú barist, með litlum árangri, við það, að láta draum sinn verða að veruleika í starfi, sem þau aldrei náðu neinum verulegum tökum á. Þegar Ivan var 19 ára mistu þau á sorgleg- an hátt bæði lífið að vetrarlagi, er þau reyndu að bjarga einhverju af vanhirtri og sveltandi nautahjörð sinni, sem týnzt hafði og fent að í árgljúfrum langt upp til fjalla. Þar sem honum hafði aldrei geðjast að þrautalífi þeirra þarna í Vestrinu, var þetta reiðarslag Ivan enn óbærilegra. Nú hrylti hann við að horfa á hjarðlendur sínar, og hafði því dvalið í heilt ár hjá Linden og unnið fyrir hann eins og nautahirðir. Þegar Ivan fór svo heim aftur hirti hann ekkert um að koma sér upp nýrri nautahjörð. Boles-hjónin höfðu numið sér land, sem á var mikið af ágætu engi og láglendisflatneskj- ur, sem hvorttveggja gaf af sér miklu meira hey, en þau þurftu fyrir hjörð sína. Þessa grasauðgi notaði Ivan sér og færði út til aukins heyfengs, sem hann svo seldi hinum bændum dalsins, er á vetur leið og þeirra eigin hey- fengur fór að ganga til þurðar. Ivan bjó þó enn yfir biturleik hugans, sem snerist upp í djúpstæða enda þótt ósjálfráða eða næstum undirvitundarlega andúð, ekki að- eins gegn Vestrinu og öllu er það hafði að bjóða, heldur einnig gagnvart nábúum hans í dalnum. Joan hafði alla sína æfi litið á Ivan eins og óhjákvæmilegan hluta tilveru sinnar; henni þótti vænt um hann eins og af tilviljun, á þann óskýranlega hátt, er kveikir hjá manni kær- leiksþel til manns eigin ættingja. Möguleik- inn um nokkurt nánara samband milli þeirra en þetta, hafði henni aldrei til hugar komið. Því hefði á hvaða öðrum tíma sem væri gift- ingartilboð frá Ivan orðið henni nægilega við- kvæmt undrunarefni, en er henni barst það nú í sambandi við opinberun hans um ráð- stafánir viðvíkjandi framtíðar-athöfnum þeirra, sem hún óðara gerði sér ljósa grein fyrir að gjörbreyta myndi viðhorfi dalsbúanna og verða orsök í sífeldri öfund og andúð gagnvart þeim, jafnvel hjá hennar eigin föður, þá fann hún sig knúða til að reyna að átta sig á lífstilveru, sem skyndilega virtist hafa lent á ringulreið. VORGRÓÐUR Eitt vorkvöld um sólarlag sátu þau ein og sælunnar nutu í ró. Sú ást hafði vaknað sem vorblóm í hlíð og vermandi’ í hjörtunum bjó. Og kvöldsólin hló yfir hnjúkum. Dýrðleg var nóttin, draumblíð og hljóð, og dagurinn brosfagur rann, en unaðar-minning um elskendafund í afkymum hjartnanna brann, er dagsólin brosti við dalnum. Gullnasti vornæturdraumurinn dvín, er dagarnir koma með strit, og engjanna gróður og skóganna skraut— það skiftir með aldrinum lit. Og dagssólin lækkaði á lofti. Eitt haustkvöld um sólarlag sátu þau ein, en sundrung í hjörtunum bjó, því vorgróður hjartnanna visnaði brátt, með vorgróðri hlíðanna dó.— Og kvöldsólin hvarf bak við hnjúkinn. Erla: Hélublóm. RITDÓMUR 7— Þess bera ljóð þín ljósan vottinn,— þau lýti allir hljóta að sjá,— að þau eru’ upp af aurum sprottin, en ekki runnin hjarta frá. • Þótt blandnar virðist sálir sumra manna, samt í leit að gulli’ eg vil þær kanna. Alt hið bezta’ úr öðrum vil eg hafa, enda þótt eg verði djúpt að grafa. Erla: Hétublóm.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.