Lögberg - 07.05.1942, Qupperneq 1
FRÚ LÁRA BJARNASON
Þessi stórmerka kona,
sem svo mjög er nátengd
sögu Vestur-íslendinga á
fyrstu árum þeirra hér í
landi, á aldarafmæli í þess-
um mónuði. Vierður þess
minst við kvöldguðsþjón-
ustuna í Fyrstu lútersku
kirkju á sunnudagskvöld-
ið kemur, 10. inai. Er sá
dagur einnig nefndur Móð-
urdagur. Allir, sem vilja
heiðra minningu þessarar
andlegu móður eru sérstak-
lega boðnir og velkomnir
í kirkjuna þetta kvöld.
Bretar ráðast inn
í Madagascar
Madagascar er 995 inílna löng
eyja, á stærð við Manitoba og
liggur um 250 mílur austur
Undan ströndum Afríku. Eyjan
hefir verið frönsk nýlenda síðan
1896. Eftir að Laval náði völd-.
nm i Vichy, hafa handamenn
óttast að Frakkar myndu 1eyfa
Japönum þar inngöngu eins og
þeir gerðu í Indo-China, en á
eyjunni er stór flotastöð og það-
un hefðu Japanir getoð hamlað
ferðum skipa til Indlands og
Rauða hafsins. Á þriðjudaginn
komu Bretar her á land á norð-
urenda eyjarinnar, þar sem
flotastöðin er. Petain og Darlari
sendu þegar skeyti til franska
setuliðsins þess efnis að það
skyldi veita mótspyrnu og verja
“heiður” franska fánans, og
stendur bardginn yfir enn.
Sigra Rússar
á þessu ári ?
Samkvæmt boði Stalins sór
hver leinasti rússneskur hermað-
ur þess eið á sunnudaginn, að á
árinu 1942 skyldi rússneski her-
inn ná fullum sigri yfir Nazist-
um. Timoshenko hefir sent
skeyti til hinna hernumdu hér-
nða í úkraníu þess lefnis, að
hvetja fólkið til þess að halda á-
fram baráttunni, og að rauði
herinn muni bráðlega leysa það
úr ánauðinni. Her Tiinoshenkos
hefir rutt sér leið fram hjá
Kharkov og er nú skæð orusta
háð nálægt Dneiperopetrovsk. Á
vígstöðvunum nálægt Moskva
niiðar Rússum einnig áfram.
Svissneska lýðveldið
og iíknarstarfsemin
Nálega eina rikið i Evrópu.
sem er algerlega óháð enn og
ekki hiefir gengið neinum ófrið-
araðila á vald, er Svissland.
Svisslendingar segja, bæði í
gamni og alvöru, að þeir verði að
fá að vera hlutlausir, svo að ó-
tfriðarþjóðirnar eigi einhversstað-
ar hæli, þar sem vinna 'miegi i
friði fyrir fanga þeirra, særða
menn og sjúka. Svissland er þá
líka aðalaðsetur og miðstöð al-
þjóðastarfsemi Rauða krossins
og annarra líknarfélaga. Rauði
krossinn hefh'ý aft aðalaðsetui
sitt í borginni Genf í Svisslandi
síðan árið 1863, og sendinefndir
ifrá höfuðstöðvum hans hieim-
sækja fangabúðir og herinanna-
spítala í ófriðarlöndunum. í
september 1941 höfðu 12,000,000
sendibréfa ifarið um hendur
Rauða-krossmanna í Genf, úr
flestum löndum heims, til fanga
og annarra í ófriðarlöndunum.
Rauði krossinn hefir upp á við-
takendum bréfanna og kemur
bréfunum oftast til skila. Á því
eru oft æði-miklir erfiðleikar.
T. d. eru 35,000 franskir fang-
ar með nafninu Martin á spjald-
skrá hjá Rauða krossinum í
Genf, þar af 5,000 sem heita Jean
Martin.
Um 4,000 manns vinna á þeim
aðalskrifstofum Rauða krossins í
Sviss, sem annast viðskifti her-
fanga eingöngu, en aðeins 600
þeirra eru launaðir. Hitt eru
alt ólaunaðir sjálfboðaliðar, þar
á meðal fjöldi kristniboða, bæði
úr iflokki mótmælenda og
kaþólskra manna, háskólapró-
fessorar o. s. frv. —(Eimreiðin).
■— -------——— ----------———------------------—--------
Salute to Norway
By Richard^ Beck
Beautiful land! Your mountain majesty
Lives in the hearts of all who saw your face
Smiling in northern summer’s sweetest grace,
Your fjords and woodlands — golden tapestry.
Historic land, where carved in thoughts and stone
The names of Haakon, Olav, Harald, still
Inspire, challenge, steel the nation’s will;
Your saga and your soul remain your own.
Land of the brave, whose viking-sons of old
Feared not the sword, the storms, nor raging seas:
Your present sons are no less brave than these —
In freedom’s cause, nay, braver hundredfold!
Home of a nation, valiant and true,
Whose spirit tyrants sought to break, in vain;
Your freedom’s beacon will flame again.
Norway, we humbly greet and salute you!
Rcad at a patriotlc rally in Grand Forks, N. Diik., April 27, 1942,
aridressed liy H. H. H. Crown Prince Olav of Norway, with H. R. H.
Crown Prineess Mtlrtha of Norway- present, as well as the Hon.
Wilhelm Morgenstierne, Minister of Norway to the United States.
Dag og nótt á ferð
Brezki loftflotinn heldur dag-
fari og náttfari uppi árásum á
Þýzkáland, og þau lönd, sem
Hitler hiefir hernumið í Norður-
állunni; einkum hafa þýzkar
iframleiðsluborgir fengið sina
vöru selda, og nú síðast Stutt-
gart, er sætt hefir þrálátum
sprengjuárásum tvo sólarhringa i
röð. Noregur og Danmörk hafa
einnig fen.gið sinn hluta af hlið-
stæðum heimsóknum.
Japanir ná haldi
á Corregidor
Eftir langa og frækilega vörn,
hefir her Bandaríkjanna og Fil-
ippseyinga á Corregidor gefist
upp fyrir innrásarhersveitum
Japana. Douglas MacArthur,
yfirhershöfðingi, gaf út á mið-
vikudagsmorguninn svofieida yf-
irlýsingu: “Hermálaráðuneyti
Bandaríkjanna hefir borist sím-
fregn frá Corregidor þess efnis,
að viðnámi hersveita vorra á þess-
um stöðvum >sé lokið, og að
samningar um uppgjöf þessa
mikla varnarvirkis í Manila-flóa,
sé þegar hafnir.”
Voru hersveitir sameinuðu
þjóðanna á Corregidor, að því er
fregnir herma, því nær þrotnai
að vistuin og hergögnum.
“Tengdapabbi”
Leikfélag Samhandssafnaðar
sýndi þenna sriiðuga gamantók
eftir Gustaf von Gejerstam í sam-
komusal kirkjunnar á mánudags-
og þriðjudagskveldið, fyrir fulluj
húsi gtaðra gesta; var leikurinn
prýðilega æfður, og hlutverkum
yfir höfuð gerð hin beztu skil,
þó mest kvæði aö leik Páls S.
Pálssonar, er leysti hlutverk sitt
af hendi með slíkum ágætum, að
naumast verður lengra náð í við-
fangsefni þeirrar tegundar.
Ragnar Steifánsson og Guðbjörg
Sigurðsson sýndu einnig glogga
túlkan á viðfangsefnum sínum.
Tveir stúdentar frá íslandi, þeir
Bragi Freymóðsson og Gunnar
Norland áttu hlutverk í leiknum,
og var það ánægjuefni mikið, að
hlusta á raddir æskunnar að
heiman.
Leikfélag Sambandssafnaðar
hiefir int, og innir af hendi þakk-
arvert þjóðræknisstarf með leik-
starfsemi sinni, og var það eink-
um mikið fagnaðarefni, hve
margt ungt fólk sótti leiksýningu
þessa.
Steindór Jakobsson hafði leik-
stjórn míeð höndum.
ÁTTATÍU AF HUNDRAÐI
GREIÐA JÁKVÆTT
ATKVÆÐI
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu yfirkjörstjórans í
Ottawa, féll atkvæðagreiðsla
þeirra, sem í Canadahernum eru,
utanlands sem innan, á iþann
veg, iað um 80 aif hundraði
greiddu atkvæði með því, að
leysa stjórnina frá öllum fyrri
skuldbindingum í sambandi við
útviegun og dreifingu mannafla
til herþjónustu.
FLUGUVÉLATAP
ÞJÓÐVERJA
Rússnesk hernaðarvöld stað-
hæfa, að frá þeim tíma, er Þjóð-
verjar hófu leifturstríð sitt gegn
Rússlandi, hafi þeir á þessum
vígstöðvum leinum, mist 15,000
flugvélar; ekki óliklegt, að tekið
sé að isaxast á limina hans
Björns rnins, eins og hið forn-
kveðna segir.
C.P.R. skiftir
um forseta
Sir Edward Beatty, sá, er um
langt áraskeið hefir g'egnt for-
setaembætti við C.P.R. félagið,
hefir látið aif þvi starfi vegna
heilsubrests; þó verður hann á-
fram í framkvæmdarstjórn fé-
lagsins. Eftirmaður hans verð-
ur Mr. D. C. Colieman, sem lengi
hefir haft með höndum vara-
forseta sýslan; hann er 56 ára að
aldri, og gaf sig við blaðamensku
á.fyrstu fullorðinsárum.
TEKIÐ AÐ SVERFA
AÐ ÞJÓÐVERJUM
Svo er mannfæð vegna her-
þjónustu tekin að sverfa að
Þjóðverjum, að tíu ára drtengir
hafa verið herskyldir til bænda-
vinnu viðsvegar um landið; allir
fullorðnir menn, sem vetlingi
geta valdið, eru teknir í herinn.
FELLIBYLUR VELDUR
STÓRTJÓNI
Afskapa fellibylur geisaði yfir
norðausturhluta Oklahoma-ríkis
um síðustu helgi, er orsakaði
margháttað tjón; milli tuttugu
og þrjátíu manns létu lífið,
(fjöldi meiddist, og margt fólk
varð öldungis húsvilt; leignatjón
varð gífurlegt.
FINNAR SÁRT LEIKNIR
Frá Stokkhólmi er símað á
mánudaginn, að finskar her-
sveitir hafi orðið næsta hart úti
í viðureign víð Rússa á orustu-
svæðunum við Ilman-vatn; fylgir
það isögu, að ýmsir áhrifamenn
finsku þjóðarinnar sé komnir á
þá skoðun, að rétt væri að leit-
ast þegar fyrir við Rússa um sér-
stakan frið.
SEX MILJÓNA HER
Aðstoðarhermálaráðh. Banda-
rikjanna, Robert Patterson, hefir
lýst yfir því, að áður en langl
um líði, muni Bandaríkin hafa
sex miljónir manna undir vopn-
um; sýnist þetta tiltölulega auð-
velt fyrir þjóð, isiem telur að
minsta kosti 130 miljónir íbúa.
Kominn í heimsókn
Victor Eggertson
Þessi ungi maður, sem nú hef-
ir verið í sjóflotanuin í meira en
tvö ár, er nýlega kominn til
borgarinnar í þriggja vikna
heimsókn til föður sins, Mr.
Ásbjarnar Eggertssonar. Victor
var um leitt skeið i þjónustu
Columbia Press, Limited; hann
hefir farið viða, og meðal ann-
ars alla leið norður til Murm-
ansk; hann dáir mjög viljafestu
og þrek rússneska hersins, og
kom tvisvar til íslands; ber hann
íslandi og heimaþjóðinni söguna
hið bezta. Victor er 24 ára að
aldri.
Karlaklúbbur Fyrsta
lúterska safnaðar
Klúbbur þessi hélt sinn síðasta
fund fyrir sumarfríið í sam-
komusal kirkjunnar á þriðju
dagskveldið; fóru þar fram kosn-
ingar embættismanna fyrir næst-
komiandi starfrækslu tímabil;
þessir hlutu kosningu:
Kionnie Jóhannesson, forseti
Einar P. Jónsson, vara-fors.
Geir Thorgeirson, fjárm.ritari
Snorri Jónasson
Albert Wathne.
Mr. Burnell, foringi í flug-
hernum, flutti fróðlegt erindi um
lofthernað og ýms þau æfintýri,
er flughermenn oft og^ einatt
komast í.
ÓVINAFLUGVÉL
YFIR ÍSLANDI
Útvarpið flutti þá fregn á
sunnudagsmorguninn, að daginn
áður hefði þýzk sprengjuflugvél
verið á rannsókmarfflugi í grend
við Reykjavik; loftvarnarbyssur
létu skjótt til sin heyra, og
Mikilhæfur
áljórnmálamaður látinn
Tho-rvald Stauning
Forsætisráðherra Danmerkur,
Thorvald Stauning, lézt í Kaup-
manmahöfn á sunnudaginn var,
68 ára að aldur
beindu þegar skothríð að vágesti
þessum, sem mælt er að hafi
hypað sig hið hráðasta á brott,
og horfið inn í skýbólstur.
Stormnótt
í flöktandi skini af strjálum stjörnum
fer stormnótt mannkynsins yfir jörð.
En skelfingu fólksins er gríma gjörð
úr gráu stáli — í sókn og vörnum.
Menn halda sig trúa á sitt heilaga stríð,
en hræðast þó eigin vofu sína.
Við vopnanna blik í bannvænni hríð
blandaðir glampar úr augum skína.
Nú riða jafnt stórvirki hugar og handa,
það hriktir í rjáfrum hins vestræna anda.
En mannfá er orðin vor1 menningarvörn,
í musteri Guðs krýpur dýrið og biður
um fleiri menn og um fleiri börn,
en fólksins hjarta er þaggað niður.
Og vonir smælingjans bugast og brotna,
og björtustu hugsjónir góðra manna
eru orðnar að hofskækjum heimsins drotna,
í háðung snýst blóðfórn spámannanna.
í fjötra er samvizka fólksins hnept,
hin frjálsa hugsun er dæmd til að tapa,
um hervopnið skæða er höndin krept,
sem heimkynni Guðsríkis átti að skapa.
Og stormurinn geysar um gráar raðir,
sem ganga í dauðann með æskunnar þrótt.
Móðir og sonur, móðir og faðir
í myrkrinu skiljast þessa nótt.
Frá kyni til kyns, frá blóði til blóðs,
þó berst sá draumur, sem aldrei þrýtur,
að eitt sinn mun kærleikinn kveðja sér hljóðs,
og koma sá heimur, sem ljóssins nýtur,
er hætt eru loksins öll miljóna-morðin
og metin er þrælslundin engum til hróss,
en glampinn í mannsbarnsins augum er orðinn
að endurskini hins himneska ljóss.
Og nú — á stundum sjálfs vopnavoðans
er vonað, að aftur birti fljótt
og hlustað á fótatak friðarboðans
á fjöllum draumanna á slíkri nótt.
Og eitt sinn mun blessun og bræðralag
á bölheim mannanna ljóma stafa,
og margt, sem kallað er dygð í dag
og drotnarnir lýðnum smíðað hafa,
þá liggur sem brotið barnagull
frá bernsku mannkynsins hér á jörðu,
er veröld Guðs var af vofum full
og valdið lét smælingjann kenna á hörðu
Hinn stolti rykmökkur dagsins í dag,
þá dvínar við síðasta hófaslag,
er gullvagninn blóðugi á burtu snýr
og blekkingin margvígða land sitt flýr.
Já, stormur, sem stórviðu beygir og brýtur,
þú berð út fræ, þótt þú vitir eigi.
Þú sveipar þig myrkri, þú syngur og þýtur,
en sérð ekki brúnina af nýjum degi.
Þú læðist að síðustu lítill og feiminn,
en ljósið kemur, er sigrar heiminn.
Helgi Sveinsson
frá Hraundal.
—(Kirkjuritið).